22.3.2018 | 44. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 44. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


44. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá 50. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 21. mars og erindi um íbúakosningu vegna aðal- og deiliskipulags fyrir miðbæ Selfoss. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

I.
Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1801003
            Fundargerðir fræðslunefndar            41. fundur       frá 15. febrúar
            https://www.arborg.is/41-fundur-fraedslunefndar-2/

b)   137. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 22. febrúar
            https://www.arborg.is/137-fundur-baejarrads-3/

2.
a)        1801008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar         38. fundur       frá 28. febrúar
            https://www.arborg.is/38-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

b)        138. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá       mars
            https://www.arborg.is/138-fundur-baejarrads-3/

3.
a)        1801006
            Fundargerð- skipulags- og byggingarnefndar           49. fundur       frá        7. mars
            https://www.arborg.is/49-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

b)        1801003
            Fundargerð fræðslunefndar        42. fundur       frá        8. mars
            https://www.arborg.is/42-fundur-fraedslunefndar-2/

c)       139. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá     mars

            https://www.arborg.is/139-fundur-baejarrads-3/

4.
a)        1801005
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar       50. fundur       frá       21. mars           

–          liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S -lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. mars, lið 12, málsnr. 1803003 – Umsókn um lóðina að Larsenstræti 4, Selfossi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

–          liður 3 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. mars, lið 1, málsnr. 1802235- Ytra mat – Leikskólinn Jötunheimar. 

Bæjarstjórn Árborgar óskar leikskólanum Jötunheimum til hamingju með frábæra niðurstöðu ytra mats.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

           

II.     1803045
         Kosning í hverfisráð Árborgar            

         Lagt er til að eftirtaldir verið kosnir í hverfisráð Eyrarbakka út maí 2018:

Siggeir Ingólfsson, formaður
Guðbjört Einarsdóttir
Rúnar Eiríksson
Gísli Gíslason
Súsanna Björk Torfadóttir

Varamaður:
Þórunn Gunnarsdóttir

Tengiliðir bæjarstjórnar fyrir Eyrarbakka  – Eggert Valur Guðmundsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir.

            Lagt er til að eftirtaldir verði kosnir í hverfisráð Sandvíkurhrepps út maí 2018:

Margrét Kr. Erlingsdóttir, formaður
Anna Valgerður Sigurðardóttir 
Páll Sigurðsson
Aldís Pálsdóttir
Oddur Hafsteinsson           

Tengiliðir bæjarstjórnar fyrir Sandvíkurhrepp – Kjartan Björnsson og Arna Ír Gunnarsdóttir.

            Lagt er til að eftirtaldir verði kosnir í hverfisráð Selfoss út maí 2018:

Sveinn Ægir Birgisson, formaður
Valur Stefánsson
María Marko
Lilja Kristjánsdóttir
Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Varamaður:    
Böðvar Jens Ragnarsson

            Tengiliðir bæjarstjórnar fyrir Selfoss – Gunnar Egilsson og Helgi S. Haraldsson.

            Lagt er til að eftirtaldir verði kosnir í hverfisráð Stokkseyrar út maí 2018:

Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður
Svala Norðdal
Hafdís Sigurjónsdóttir
Elín Lóa Kristjánsdóttir
Björg Þorkelsdóttir

Tengiliðir bæjarstjórnar fyrir Stokkseyri – Ari Björn Thorarensen og Eyrún Björg Magnúsdóttir.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

III.       1801103
            Lántökur Sveitarfélagsins Árborgar            

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:       

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 820.000.000 kr. til 16 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun og einnig til að greiða afborganir af eldri lánum hjá lánasjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV.     1803167
          Lántökur Selfossveitna

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 180.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. Gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.     1803233
            Beiðni – tillaga að deili- og aðalskipulagi fyrir miðbæ Selfoss fari í íbúakosningu           

Lögð voru fram erindi Davíðs Kristjánssonar, Gísla R. Kristjánssonar og Aldísar Sigfúsdóttur, vegna undirskriftasöfnunar um íbúakosningu vegna deili- og aðalskipulags fyrir miðbæ Selfoss.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

Gert var fundarhlé.

            Fundi var framhaldið.

            Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn metur það svo skv. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 155/2013 að ákvæði 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hamli því ekki að unnt sé að krefjast almennrar atkvæðagreiðslu um málin og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að tilkynna ábyrgðaraðila þá niðurstöðu, birta tilkynningu um fyrirhugaða undirskriftasöfnun skv. 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar, senda Þjóðskrá Íslands tilkynningu um hana og láta ábyrgðaraðila í té eyðublöð sem uppfylla áskilnað 4. gr. reglugerðarinnar. Undirskriftasöfnun má hefjast 23. mars og skal lokið 20. apríl nk.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:00

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Magnús Gíslason
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari