11.5.2018 | Norræni strandhreinsunardagurinn laugardaginn 12.maí – allir að taka þátt

Forsíða » Fréttir » Norræni strandhreinsunardagurinn laugardaginn 12.maí – allir að taka þátt

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

image_pdfimage_print

Í tilefni að Norræna strandhreinsunardeginum hvetur Sveitarfélagið Árborg íbúa sína til að ganga meðfram strandlengju sveitarfélagsins eða bökkum Ölfusár, plokka rusl og leggja þannig sitt að mörkum við að hreinsa nærumhverfi vatna. Laugardaginn 12.maí verða pokar ætlaðir verkefninu aðgengilegir á eftirfarandi stöðum:

Sjoppunni á Eyrarbakka
Sjoppunni á Stokkseyri
Gámasvæði Víkurheiði 4 á Selfossi

Afrakstrinum má síðan skila endurgjaldslaust á gámasvæði sveitarfélagsins að Víkurheiði 4 á Selfossi sem opið verður frá 10-17 á laugardag eða í gáma sem staðsettir eru austan tjaldsvæðis á Eyrarbakka og við Áhaldahús á Stokkseyri. Gámarnir verða á framangreindum stöðum til klukkan 17 á laugardag en dagurinn er síðasti dagur hreinsunarátaks sveitarfélagsins.“