31.5.2018 | 35.  fundur félagsmálanefndar

Forsíða » Fundargerðir » Félagsmálanefnd » 35.  fundur félagsmálanefndar
image_pdfimage_print

35.  fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 22. maí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:15. 

Mætt:
Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista
Jóna S. Sigurbjartsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Svava Júlía Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, nefndarmaður, Æ-lista
Sigdís Erla Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri 

Formaður leitar afbrigða að taka mál nr. 18051680 og nr. 18051684 á dagskrá og er það samþykkt samhljóða.

Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir ritar fundargerð.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1804312 – Styrkbeiðni – starfsemi klúbbsins Geysis 2018
  Félagsmálanefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk til klúbbsins Geysis vegna starfsárs 2018.
     
2.   18051614 – Húsnæðismál – trúnaðarmál
  Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók.
     
3.   18051615 – Húsnæðismál – trúnaðarmál
  Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók.
     
7.   18051680 – Snemmtæk íhlutun
  Markmið snemmtækrar íhlutunar er að koma snemma að málum barna og fjölskyldna með fjölþættan vanda og veita þeim ráðgjöf, stuðning og þjónustu. Mikilvægt er að vinna þvert á svið félagsþjónustu-, fræðslu-, frístunda- og heilbrigðissviðs. Með nýju verklagi skapast sterk tenging og virkt samstarf milli allra fagsviða. Með því að grípa fyrr inn í mál eru meiri líkur á að mál leysist farsællega og vandinn verði minni.
Ljóst er að fjölga þarf starfsfólki á fyrrgreindum sviðum.
Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að vinna með sviðsstjórum fræðslu- og frístundasviðs sem og Heilbrigðisstofnun Suðurlands að undirbúningi teymis sem vinna mun samkvæmt hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar.
     
8.   18051684 – Ályktun um álag hjá löggæslu og sjúkraflutningum á Suðurlandi
  Í ljósi langvarandi álags á löggæslu og sjúkraflutninga á Suðurlandi telur félagsmálanefnd sig knúna til að leggja fram beiðni til viðeigandi yfirvalda um að fjölga í mannafla þeirra. Félagsþjónustan vinnur náið með löggæslunni og finnur fyrir auknu álagi sem getur haft alvarlegar afleiðingar.
     
Erindi til kynningar
4.   1804149 – Greinargerð um þjónustu SÁÁ
  Greinargerð um þjónustu SÁÁ lögð fram til kynningar. Í ljósi nýlegrar umfjöllunar um að Vogur stefni á að hætta að bjóða börnum upp á að sækja meðferð hjá sér er brýn nauðsyn að finna aðra lausn. Mikilvægt er að sinna börnum í bráðum vanda og að sú aðstaða verði aðskilin frá fullorðnum.
     
5.   1804017 – Rannsókn á þjónustu fyrir aldraða á Íslandi
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1801180 – Hagstofuskýrsla fyrir árið 2017
  Tvær skýrslur til Hagstofu vegna talningar á þjónustu í málefnum, aldraðra, dagforeldra, fjárhagsaðstoðar og málefna fatlaðra lagðar fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 17:25

Ari B. Thorarensen                                         Jóna S. Sigurbjartsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir                                       Svava Júlía Jónsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                             Sigdís Erla Ragnarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir