8.8.2018 | 3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print


3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 19. júlí 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn á dagskrá kostnaðaráætlun viðhalds fasteigna í eigu Svf. Árborgar.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1807099 – Kostnaðaráætlun viðhalds fasteigna í eigu Svf. Árborgar
  Formaður stjórnar fór yfir kostnaðaráætlun viðhalds fasteigna í eigu Svf. Árborgar.

SAMANDREGNAR NIÐURSTÖÐUR

Gerð var kostnaðaráætlun viðhalds og endurbóta fyrir tímabilið 2010 til 2030 fyrir nær allar fasteignir sem eru með skráð brunabótamat og eru í eigu Svf. Árborgar og skýrsluhöfundur hafði upplýsingar um.
Markmiðið með skýrslunni var í fyrsta lagi að finna núvirt endurstofnverð fasteigna í eigu Svf. Árborgar, í öðru lagi að áætla viðhalds- og endurbótakostnað á tímabilinu 2010-2030 fyrir fasteignir skv. aðferðum sem lýst er í Brunabótamatsskýrslu 2016.
Samanlagt núvirt endurstofnverð fasteigna í eigu Sv.f. Árborgar sem eru með skráð brunabótamat er áætlað 18.3 milljarðar.
Samanlagður viðhalds- og endurbótakostnaður fyrir árin 2010-2030 skv. aðferðum sem lýst er í skýrslu er áætlaður 5.1 milljarður.
Viðhalds- og endurbótakostnaður er áætlaður 275 m.kr. að meðaltali á ári á tímabilinu 2018-2030 fyrir þær fasteignir sem nú þegar eru í notkun.

     
2.   1807090 – Eignavefur/hugbúnaður fyrir umsýslu á fasteignum í eigu Svf. Árborgar
  Formaður kynnti fyrir stjórn hugbúnað sem Reykjavíkurborg notar fyrir eignaumsjón. Með því að nota slíkan eignaumsjónarhugbúnað eða sambærilegan getur dregið úr rekstrarkostnaði fasteigna. Þá næst einnig fram aukin skilvirkni í verkferlum og starfsvenjum.
Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna, upplýsinga um kostnað og fá kynningu á hugbúnaði sem er í boði.
     
3.   1807092 – Hugbúnaður vegna verkefnisstjórnunar á framkvæmda- og veitusviði
  Formaður kynnti fyrir stjórn hugbúnað (PIAB) sem Reykjavíkurborg notar til aðstoðar við stýringu verkefna. Sveitarfélaginu býðst að fá kynningu á hugbúnaðinum frá þeim aðila sem er að innleiða slíkt kerfi fyrir Reykjavíkurborg. Kerfið getur nýst öllum sviðum og deildum sveitarfélagsins. Stefnt er að því að kynning fari fram í haust.
     
4.   1807089 – Samningur við Rarik um lagningu þriggja fasa rafmagns í Svf. Árborg
  Álfheiður Eymarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við Rarik um efni samningsins. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
     
5.   1612166 – Samningur um jarðhitaréttindi Oddgeirshólum
  Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög á milli Selfossveitna bs. og Hitaveitufélags Hraungerðishrepps um vatnsöflun og jarðhitaréttindi í landi jarðarinnar Oddgeirshóla.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi.
     
6.   1807093 – Staða framkvæmda á framkvæmda- og veitusviði 2018
  Framkvæmdastjóri lagði fram lista yfir verklegar framkvæmdir í Sveitarfélaginu Árborg.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

 

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson