22.1.2015 | 7. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 7. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


7. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar:

Hrefna Björg Ragnarsdóttir, Andrea Lind Guðmundsdóttir, Steinþóra Jóna Hafdísardóttir, Ólöf Eir Hoffritz, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir og Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennaráðs Árborgar og aðra gesti og leitaði afbrigða að gera breytingu á dagskrá og taka lið 7 númer 2 í framhaldi af afhendingu úr æskulýðssjóði Árborgar.

Dagskrá: 

Hrefna Björg Ragnarsdóttir frá UNGSÁ kom upp og kynnti ungmennaráð og fór yfir stöðu og störf ungmennaráðs á liðnu ári.

I.         1501089
            Afhending úr Æskulýðssjóði Árborgar

Hrefna Björg Ragnarsdóttir frá UNGSÁ afhenti Brynjólfi Ingvarssyni styrk úr æskulýðssjóði Árborgar. Hann sótti um styrkinn til að geta keypt púða fyrir MMA íþróttaiðkun. Verður hann notaður til kynningar fyrir nemendur skóla, félagsmiðstöðvar og Pakkhússins.

II.        1501089
            Tillaga UNGSÁ um æskulýðssjóð

Hrefna Björg Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að æskulýðssjóður haldi áfram starfsemi sinni.

Æskulýðsfélög eða aðrir hópar ungmenna geta sótt um litla styrki í sjóðinn til að styrkjaviðburði, samstarf og önnur álitleg verkefni rekin af ungmennum.

Á síðastliðnu ári var settur á laggirnar æskulýðssjóður til prufu. Sveitarfélagið Árborg lagði til 100 þúsund króna stofnframlag með þeim orðum að ákvörðunin yrði endurskoðuð að ári. Ungmennaráðið telur mikilvægt að sjóðurinn fái að lifa lengur svo meta megi áhrif hans á menningarlíf og umhverfi ungs fólks. Ungmennaráðið lýsir yfir ánægju með í hvað styrkurinn fór á fyrsta starfsári og viljum við sjá fleiri ungmenni fá styrk til að ýta góðum hugmyndum í framkvæmd.

Viðar Helgason, Æ-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Lagt var til að æskulýðssjóðurinn haldi áfram starfsemi sinni, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

III.      1501084
            Tillaga UNGSÁ um heilsueflandi stefnu

Andrea Lind Guðmundsdóttir  lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að Sveitarfélagið Árborg leggi mikla áherslu á heilsueflandi stefnu í sveitarfélaginu á næstu árum.

Með eftirfarandi aðgerðum er hægt að stíga stór skref í þessa átt:

·         Byggja upp „heilsustíg“ á Selfossi, merkta hlaupaleið með völdum stöðvum þar sem finna má einföld æfingartæki þar sem vinna má með eigin þyngdir svo sem upphífingarslá, armbeygjubekk o.s.frv.

·         Bjóða upp á opna tíma í íþróttahúsi fyrir almenning sem er ekki í skipulögðu íþróttastarfi. Nýta má þessa tíma til að kynna íþrótta- og aðra hreyfingarmöguleika í sveitarfélaginu.

·         Að komið sé upp frisbígolfvelli í Miðbæjargarðinum. Um er að ræða tiltölulega ódýra framkvæmd sem býður upp á ódýran hreyfi- og afþreyingarmöguleika.

Rök:
Framkvæmd heilsustígs kemur á móts við sístækkandi hóp fólks sem vill stunda sína líkamsrækt og hreyfingu undir berum himni. Heilsustígurinn býður upp á ókeypis hreyfingu og góða aðstöðu fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Einnig er hægt að hafa hluta framkvæmdarinnar í höndum ungmenna sem starfa fyrir sveitarfélagið á sumrin. Verkstæðið á VISS gæti einnig komið inn í verkefnið með einhverjum hætti.

Opnir tímar í íþróttahúsi myndu bjóða upp á gott tækifæri fyrir þá íbúa sem stunda ekki skipulagðar íþróttir eða keppnisíþróttir. Einnig er hægt að nýta þessa tíma til að kynna þær íþróttir og aðra hreyfimöguleika í sveitarfélaginu.

Frisbígolf á orðið sístækkandi hóp iðkenda. Það er ódýr íþrótt sem öll fjölskyldan getur stundað saman. Framkvæmdin er tiltölulega ódýr og með því að hafa völl í Miðbæjargarðinum er verið að slá tvær flugur í einu höggi. Skemmtileg hreyfing og verið að glæða garðinn lífi.

Viðar Helgason, Æ-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ari Björn Thorarensen,  D-lista, og Kjartan Björnsson, D – lista, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til íþrótta- og menningarnefndar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV.      1501085
            Tillaga UNGSÁ um samgöngumál

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að lögð verði áhersla á að leysa úr vissum samgönguvandamálum sem er að finna í veitarfélaginu Árborg.

Með eftirfarandi aðgerðum má bæta þessi mál verulega:

·         Að hraða framkvæmdum við göngustíg á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka annars vegar og  drífa í framkvæmd stígs á milli Selfoss og Eyrarbakka.

·         Að lýsa upp göngustíginn í gegnum skóginn við Suðurengi

·         Að gerður sé skurkur í því að koma upp skýlum og lýsingu við helstu strætóstoppistöðvar í sveitarfélaginu.

Rök:
Það er bagalegt að í jafn fjölmennu sveitarfélagi og Árborg sé ekki hægt að fara á milli helstu þéttbýliskjarna gangandi eða hjólandi án þess að fara um akbrautir. Það er löngu tímabært að klára malbikaða hjóla- og göngustíga á milli þéttbýliskjarnanna þriggja.

Í nóvember 2013 var eftirfarandi texti lesinn hér á bæjarstjórnarfundi: „Í gegnum skóginn móti Jötunheimum og við Suðurengi liggur stígur sem nær alveg að Sunnulækjarskóla. Á sumrin er hann mjög fallegur og gaman að ganga um hann en á veturna þegar dimmt er getur hann verið mjög drungalegur. Hann er alveg óupplýstur og skapar því hættu. Það væri frábært að geta nýtt þennan göngustíg á veturna þegar dimmt er og tillaga okkar er því sú að koma fyrir nokkrum ljósastaurum eða slíku til að lýsa upp leiðina“. Í byrjun desember 2014 var ráðist á unga stúlku á þessum göngustíg án þess að hún hafi náð að bera kennsl á árásaraðilann. Við teljum afar mikilvægt að bæta úr þessu birtuleysi.

Ástandið við helstu stoppistöðvar strætó er frekar slæmt hér í sveitarfélaginu. Má benda á svæði eins og við FSu, í Tjarnarbyggðinni og á Stokkseyri þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Bæði vantar skjól og lýsingu við þessa staði.

Viðar Helgason, Æ-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til framkvæmda- og veitustjórnar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.        1501086
            Tillaga UNGSÁ um síðuna Mín Árborg

Ólöf Eir Hoffritz lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að aðgangur að síðunni Mín Árborg verði takmarkaður við 16 ára aldur en ekki 18 ára eins og nú er.

Allir 18 ára og eldri geta skráð sig inn á Mína Árborg og tilgangur síðunnar er þessi:,, Með opnun íbúagáttarinnar er tekið stórt skref í rafrænni þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Í gegnum gáttina er nú hægt að sækja um hvatagreiðslur og leikskólapláss. Áður en langt um líður verður einnig hægt að senda inn formleg erindi, fylgjast með málum og koma skoðunum sínum á málefnum sveitarfélagsins á framfæri hvar og hvenær sem er.“ (Þarna er líka hægt að sækja um vinnu).

Tillaga okkar er að Sveitarfélagið lækki aldurinn inn á síðuna niður í 16 ára.

Rök:
Ef breytingin ætti sér stað, gætu unglingar 16 – 18 ára sótt um vinnuskólann og bæjarvinnuna sjálf. Fyrstu tvö árin í vinnuskólanum sækja foreldrarnir um vinnuna og börnin læra af því, svo taka þau sjálf við og það getur reynst þeim ágætis reynsla í að sækja um vinnu.

Það er mjög gott fyrir þennan aldur að fá að axla ábyrgð á eigin gjörðum.

Margir foreldrar eiga sjálfir í erfiðleikum með tölvur, unga fólkið er oft reyndara hvað þær varðar .

Ungar mæður geta átt í miklum erfiðleikum með að sækja  t.d. um leikskólapláss ef aldurinn verður ekki lækkaður, vegna þess að þær þyrftu að biðja foreldra sína um að sækja um fyrir sig.

Okkur finnst að 16 ára og eldri ungmenni eigi rétt á því eins og aðrir í sveitarfélaginu að fá að koma skoðunum sínum á framfæri á síðunni, þegar þar að kemur.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til framkvæmdastjóra, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

VI.      1501087
           Tillaga UNGSÁ um aðstöðu í Sigtúnsgarði

Steinþóra Jóna Hafdísardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að aðstaða í miðbæjargarðinum verði bætt til muna svo úr verði fjölskylduparadís.

·         Við leggjum til að leikvöllur verði byggður í garðinum með fjölbreyttum og spennandi leiktækjum eins og apa- og köngulóarrólu.

·         Mikið pláss sem nýta má undir íþróttasvæði, eins og frisbígolfvöll.

·         Ekki er nægjanlegt skjól í garðinum til að svæðið nýtist sem best.

·         Ferðamenn líklegir til að nýta sér aðstöðuna þar sem garðurinn er mjög nálægt upplýsingamiðstöðinni í Hótel Selfoss.

·         Ungmennaráðið hefur mikinn áhuga á að vita gang mála í sambandi við menningarsalinn sem og framtíð hans.

Rök:
Staðsetning miðbæjargarðsins er mjög hentug þar sem hún er nálægt helstu afþreyingu og því er mikilvægt að svæðið sé nýtt vel.

Viðar Helgason, Æ-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til íþrótta- og menningarnefndar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

VII.     1501088
            Tillaga UNGSÁ um námsefni og kennsluaðferðir grunnskólanna

Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að börn og unglingar geti haft áhrif á námsefni og kennsluaðferðir grunnskólanna.

Með eftirfarandi atriðum er hægt að bæta grunnskólana að mati ungmenna:

·         Skólareglur grunnskólanna þurfa að vera uppfærðar í samræmi við nútímann. Ekki þarf að leggja jafn mikla áherslu á að banna tyggjó og útiföt í kennslustofu, frekar ætti að setja orku í að minnka notkun farsíma. Börn ættu að læra frá unga aldri að bjarga sér án gemsa, þar sem þeir eru líka mikil truflun í kennslustund.

·         Samskipti grunnskóla Árborgar eru mikilvæg en líka að þeir séu í góðu sambandi við FSu.

·         Fjárnám ætti að vera í boði fyrir elstu bekki grunnskóla Árborgar, auk nægrar aðstoðar og kennslu. Frábært væri að geta nýtt stoðtíma kennara í FSu, auk þess að fá aðstoð frá nemendum FSu. Gott væri líka að sameina fjarnemendur úr grunnskólunum þremur í kennslu.

·         Hljóðbækur aðgengilegar fyrir alla sem óska eftir þeim og umsóknarferli einfalt.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til fræðslunefndar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, og Hrefna Björg Ragnarsdóttir, UNGSÁ, tóku til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, þakkaði fulltrúum ungmennaráðs Árborgar fyrir komuna og gott framlag til fundarins.

VIII.    Fundargerðir til staðfestingar

1.         a) 19. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                             frá 11. desember

https://www.arborg.is/19-fundur-baejarrads-2/          

 

2.         a) 1406099
Fundargerð fræðslunefndar                                      5. fundur         frá 11. desember
https://www.arborg.is/5-fundur-fraedslunefndar-3/

b) 20. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                             frá 18. desember
https://www.arborg.is/20-fundur-baejarrads/

3.         a) 1406097
Fundargerð félagsmálanefndar                                  5. fundur         frá 16. desember
https://www.arborg.is/5-fundur-felagsmalanefndar-2/

b) 21. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá        8. janúar
https://www.arborg.is/21-fundur-baejarrads/

4.         a) 1406100
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                5. fundur         frá 10. desember
https://www.arborg.is/5-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

b) 1501026
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        6. fundur         frá       7. janúar
https://www.arborg.is/6-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

c) 22. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá      15. janúar
https://www.arborg.is/22-fundur-baejarrads/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 22. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 1, málsnr. 1412188 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun á rannsóknarholum fyrir vatnsveitu Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt.

–          liður 8, málsnr. 1405411- Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51 – 59. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt og auglýst.

–          liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. desember, lið 1, málsnr. 1408177 – Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 2 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. desember, lið 2, málsnr. 1411050 – Ársskýrsla skólaþjónustu 2013 – 2014.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.

–          liður 2 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. desember, lið 3, málsnr. 1412058 – LOGOS lesskimarnir í grunnskólum Árborgar.

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. desember, lið 4, málsnr. 1412038 – Samræmd könnunarpróf 2014.

–          liður 1 a) Viðar Helgason, Æ-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. desember, lið 4, málsnr. 1410085 – Beiðni Markaðsstofu Suðurlands um endurnýjun á samstarfssamningi og endurskoðun samningsfjárhæðar.

–          liður 1 a) Viðar Helgason, Æ-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. desember, lið 5, málsnr. 1411206 – Stefnumörkun í atvinnu- og ferðamálum.

–          liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. desember, lið 21, málsnr. 1412059 – Hvatning – átak að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.

–          liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. desember, lið 1, málsnr. 1406099 – Fundargerð fræðslunefndar.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.

–          liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. desember, lið 3, málsnr. 1403025 – Auglýsing UMFÍ eftir umsókn frá sambandsliðum UMFÍ vegna unglingalandsmóts UMFÍ 2017.

–          liður 3 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð félagsmálanefndar frá 16. desember, lið 4, málsnr. 1412102- Tölulegar upplýsingar um félagsþjónustumál 2014.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

–          liður 4 c) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. janúar, lið 5, málsnr. 1301348 – Hjúkrunarheimilið Kumbaravogi.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

 

–          liður 4 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. desember, lið 1, málsnr. 1411026 – Kjör á íþróttakonu og -karli Árborgar.

–          liður 4 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. desember, lið 2, málsnr. 1412071 – Hvatningarverðlaun ÍMÁ 2014.

–          liður 4 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. desember, lið 3, málsnr. 1411065 – Menningarstyrkir ÍMÁ 2014.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. janúar, liður 1, málsnr. 1412188 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun á rannsóknarholum fyrir vatnsveitu Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. janúar, liður 8, málsnr. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51 – 59. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt og auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

IX.       1501125
            Tillaga bæjarfulltrúa S-lista um stofnun öldungaráðs

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði til eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að stofna öldungaráð í Sveitarfélaginu Árborg.

Greinargerð:
Með stofnun öldungaráðs  verður til öflug ráðgefandi nefnd í sveitarfélaginu sem gætir hagsmuna  eldri borgara. Meginmarkmið öldungaráðsins verði að eldri borgarar í sveitarfélaginu hafi formlegan og milliliðalausan aðgang að bæjarstjórn varðandi hagsmunamál sín. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði falið að móta nánari tillögur um hlutverk, tilgang og skipun ráðsins í samráði við Félag eldri borgara. Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Lagt er til að tillögunni verði breytt á þann veg að tillögunni verði vísað til félagsmálanefndar til úrvinnslu en ekki framkvæmdastjóra.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

X.        1501112
            Lántökur 2015

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá
Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 500.000.000 kr. til 20 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við Sundhöll Selfoss og viðbyggingu við Sunnulækjarskóla sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:50

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Viðar Helgason
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari