15.5.2014 | 76. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 76. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

76. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn föstudaginn 2. maí 2014  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 07:30 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.  

Tómas Ellert Tómasson boðaði forföll. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1404099 – Kirkjuvegur – Endurnýjun 2014

 

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður útboðs vegna endurnýjunar á Kirkjuvegi á milli Fossheiðar og Engjavegar. Stjórnin ákveður að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Gröfutækni.

 

   

2.

1401204 – Ný stofnlögn meðfram Suðurhólum

 

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður útboðs á stofnlögn hitaveitu meðfram Suðurhólum. Fjögur tilboð bárust í verkið, stjórnin ákveður að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Gröfuþjónusta Steins. Framkvæmdin er liður í styrkingu veitukerfisins vegna framkvæmda í nýjum íbúðahverfum, einnig mun framkvæmdin styrkja afhendingaröryggi við Eyrar.

 

   

3.

1404131 – Árlegar upplýsingar frá Veiðifélagi Árnesinga 2014

 

Ályktun aðalfundar Veiðifélags Árnesinga 2014 var lögð fram til kynningar.

 

   

4.

1404288 – Ársreikningur 2013

 

Rekstur vatnsveitu og fráveitu ársins 2013 var jákvæður um samtals 324 mkr. Álagning vatnsgjalda og fráveitugjalda er ekki tekjustofn fyrir sveitarfélagið, heldur er rekstur veitukerfanna hluti af þeirri grunnþjónustu sem sveitarfélagið veitir íbúum sínum. Eitt af stærstu verkefnum ársins 2014 er bygging hreinsistöðvar fráveitu við Ölfusá og er það mikið framfaraskref í fráveitumálum sveitarfélagsins. Jafnframt er unnið að frekari kaldavatnsöflun.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:53 

 

Gunnar Egilsson

 

Ingvi Rafn Sigurðsson

Eggert Valur Guðmundsson

 

Andrés Rúnar Ingason

Jón Tryggvi Guðmundsson