7.9.2018 | 8.  fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 8.  fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


8.  fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 6. september 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar
1.   1806176 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  1. fundur haldinn 28. ágúst
  Lagt fram til kynningar.
     
2.   1806175 – Fundargerðir félagsmálanefndar 2018
  2. fundur haldinn 30. ágúst
  Tillögu í 7. lið (1801221)er vísað til bæjarstjórnar, sem tekur lokaákvörðun í málinu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

     
3.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
3-1708133
  1. fundur haldinn 20. ágúst
2. fundur haldinn 29. ágúst
  Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
     
4.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
4-1803226
  1. fundur haldinn 28. ágúst
  Lagt fram til kynningar.
     
5.   1803263 – Fundargerðir BÁ 2018
5-1803263
  1. fundur haldinn 24. ágúst
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
6-1802059
  268. fundur haldinn 22. ágúst

Magn úrgangs frá sveitarfélaögum  á Suðurlandi 2017

Spurningakönnun um úrgangsmál á Suðurlandi

  Fundargerð 268. fundar lögð fram til kynningar, ásamt fyrirlestri Stefáns Gíslasonar um magn úrgangs frá sveitarfélögum á Suðurlandi 2017 og niðurstöðum úr spurningakönnun um úrgangsmál á Suðurlandi.
Bæjarráð óskar eftir að skýrslurnar verði gerðar aðgengilegar íbúum.
     
Almenn afgreiðslumál
7.   18051486 – Íbúakosning um miðbæjarskipulag
7-18051486
  Fyrirspurn frá Innflytjendaráði, dags. 24. ágúst, vegna íbúakosninga.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
     
8.   1809004 – Kaup á bíl vegna bæjarstjóra sveitarfélagsins
  Minnisblað dags. 31. ágúst frá Ingibjörgu Garðarsdóttur, fjármálastjóra, um kaup á bíl til afnota fyrir bæjarstjóra Árborgar.
  Bæjarráð samþykkir kaup á bifreið til afnota fyrir bæjarstjóra. Eignakaupum, kr. 5.290.000, vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

Kjartan Björnsson lét bóka hjásetu sína.

     
9.   1808123 – Styrkumsókn vegna samnorrænnar ráðstefnu ungbarnasundskennara á Selfossi
9-1808123
  Erindi frá menningar- og frístundarfulltrúa, dags. 21. ágúst, þar sem fram kemur beiðni frá BUSL um aðkomu sveitarfélagsins að ráðstefnu sem félagið heldur í Árborg í október nk.
  Bæjarráð samþykkir að styrkja ráðstefnu BUSLI, félags ungbarnasundkennara á Íslandi, sem haldin verður á Selfossi í október næstkomandi um kr. 150.000 og með fríum aðgangi ráðstefnugesta að sundlaugum Árborgar ráðstefnudagana.
     
10.   1809014 – Samráðsvettvangur um Sigtún og nýjan miðbæ
  Tillaga um samráðsvettvang vegna uppbyggingar miðbæjarins á Selfossi.
  Bæjarráð samþykkir að skipaður verði með formlegum hætti samstarfshópur þar sem hafa má samráð um uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi. Í hópnum verði fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar og Sigtúns þróunarfélags ehf. Fulltrúar Árborgar verði þrír, bæjarstjóri, fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar og fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar. Bæjarstjóra er falið að óska eftir tveimur til þremur fulltrúum Sigtúns þróunarfélags í hópinn.

Greinargerð:
Að loknum íbúakosningum 18. ágúst 2018 um miðbæjarskipulag og ákvörðun bæjarstjórnar þann 22. ágúst á grunni kosningaúrslitanna liggur fyrir að Sigtún þróunarfélag ehf. mun hefjast handa við áform sín um að byggja upp nýjan miðbæ við Sigtúnsgarðinn á Selfossi. Nauðsynlegt er að gott samstarf skapist milli framkvæmdaaðila og bæjaryfirvalda um framgang verksins með reglulegum fundum og fundargerðum sem lagðar yrðu fyrir bæjarráð til kynningar. Þannig má best tryggja hagsmuni íbúa og skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu.
Samkvæmt áformum Sigtúns þróunarfélags ehf. þá hefjast framkvæmdir við nýjan miðbæ strax í haust og hann verður tilbúinn innan þriggja ára. Ætlað er að hundruð manna fái atvinnu við uppbygginguna og að fjöldamörg ný tækifæri skapist fyrir íbúa Árborgar. Forsvarsmenn Sigtúns þróunarfélags sjá fyrir sér að framkvæmdirnar leiði til þess að Árborg hasli sér betur völl sem vettvangur ferðaþjónustu, en telja þó að forsenda þess sé að íbúar verði sáttir við framkvæmdirnar og þann miðbæ sem þær skapa.
Forsvarsmenn Sigtúns hafa lýst sig reiðubúna til þátttöku í ofangreindum samráðsvettvangi.

     
11.   1809026 – Netmál í Árborg
  Bæjarráð hvetur Mílu til að bregðast við umkvörtunum um nettengingar í Sveitarfélaginu Árborg. Í kjölfar frétta af slæmu netsambandi í austurhluta Eyrarbakka kom fram hjá upplýsingafulltrúa Mílu að hægt væri að leysa málin með uppsetningu á einföldum tengiskápum. Netsambönd eru svo mikilvægur þáttur í lífi nútímafólks að ekki er hægt að una við óbreytt ástand.

Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

     
Erindi til kynningar
12.   1507134 – Miðbæjarskipulag á Selfossi frá 2015
12-1507134
  Staðfesting frá Skipulagsstofnun um breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030.
  Lagt fram til kynningar.
     
13.   1806094 – Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
13-1806094
  Staðfest samþykkt frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 23. ágúst, um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
  Lagt fram til kynningar.
     
14.   1808158 – Andmæli við kröfur SASS um sviptingu rekstrarleyfis nokkurra hópferðafyrirtækja
14-1808158
  Afrit af bréfi hópferðaleyfishafa, dags. 23. ágúst, til ráðherra samgöngumála, vegna ólögmætra krafna SASS um rekstrarleyfissviptingu.
  Lagt fram til kynningar.
     
15.   1809013 – Tillögur um aðgerðir gegn ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi
15-1809013
  Bréf frá mennta- og menningarráðuneytinu, dags. 22. ágúst,og skýrsla með tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
  Skýrslunni og bréfi ráðherra vísað til umfjöllunar í íþrótta- og menningarnefnd.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:19

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson