11.9.2014 | 8. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 8. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

8. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 11. september 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1406098 – Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

2. fundur haldinn 2. september

 

-liður 2, 1408165, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 26.000.000 vegna viðbyggingar við Sunnulækjarskóla. Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1406100 – Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

2. fundur haldinn 3. september

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

3.

1406101 – Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 

2. fundur haldinn 3. september

 

-liður 5, 1402123 deiliskipulag FSu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. -liður 6, 1402124, deiliskipulag við Hraunlist, Kríuna. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. -liður 8, 1312089, deiliskipulagstillaga um fráveituhreinsistöð við Geitanes. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt ásamt þeim svörum sem skipulags- og byggingarnefnd hefur samþykkt vegna framkominna athugasemda. -liður 15, 1407041, beiðni um umsögn um leyfi til rekstrar gististaðar, íbúð, að Grafhólum 9, Selfossi. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. -liður 17, 1405257, beiðni um umsögn um leyfi til rekstrar gististaðar, íbúð, að Ólafsvöllum 4, Stokkseyri. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

4.

1402107 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

158. fundur haldinn 29. ágúst

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

5.

1408177 – Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka

 

13. fundur haldinn 2. september

 

-liður 5, slysahætta af bryggjunni. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitusviðs til skoðunar. -liður 7, húsnæði á Eyrarbakka í eigu Íbúðalánasjóðs. Bæjarstjórn hefur verið í samskiptum við Íbúðalánasjóð varðandi íbúðir í eigu sjóðsins í sveitarfélaginu öllu. Sjóðurinn hefur ákveðin viðmið hvað varðar íbúðir sem fara í leigu, út frá kostnaði við lagfæringar. Eftir því sem best er vitað hefur sjóðurinn söluskráð þær eignir sem ekki fara í leigu. -liður 8, hringtorg við Brimver. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitusviðs. Bæjarráð þakkar þær ábendingar sem koma fram í fundargerðinni.

 

   

6.

1407032 – Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks

 

8. fundur haldinn 3. september

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

7.

1409039 – Umsókn Héraðsskjalasafns Árnesinga um áframhaldandi stuðning við ljósmyndaverkefni

 

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

 

   

8.

1409014 – Björnsganga HSu – beiðni um stuðning við áheitagöngu fyrir göngudeild lyflækninga á Selfossi

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

9.

1408175 – Gatnagerðargjöld af íbúðarlóðum á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Tillaga um afslátt af gatnagerðargjaldi af lóðum á Eyrarbakka og Stokkseyri: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg nr. 198/2008. Frá því í júní 2011 hefur verið veittur 25% afsláttur af gatnagerðargjaldi af íbúðarhúsalóðum í sveitarfélaginu. Ákvörðun um afsláttinn var tekin vegna mikilla hækkana sem urðu á byggingarvísitölu, en gjaldskráin tekur mið af byggingarkostnaðar fermetra í vísitöluhúsi eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987 um vísitölu byggingarkostnaðar. Gjaldið er innheimt í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Bæjarráð leggur til að sérstakur afsláttur verði af byggingarhæfum íbúðarhúsalóðum við Hulduhóla á Eyrarbakka og Ólafsvelli á Stokkseyri, eða 75%. Áfram verði í gildi 25% afsláttur af öðrum íbúðarhúsalóðum í sveitarfélaginu. Gatnagerðargjald verði því eftirfarandi (miðað við byggingarkostnaðar fermetra í vísitöluhúsi kr. 188.676 í ágúst 2014). Afslátturinn gildi til ársloka 2016: Tegund húsn, hlutfall 0% afsláttur 25% afsláttur 75% afsláttur Einbýlishús 14% 26.414 19.810 6.604 Par-, rað-, og tvíbýlishús 10,5% 19.810 14.858 4.953 Greinargerð: Bæjarráð leggur til að sérstakar lækkunarheimildir í gjaldskrá nr. 198/2008 og lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 verði nýttar og afsláttur aukinn af íbúðarhúsalóðum við Hulduhóla á Eyrarbakka og Ólafsvelli Stokkseyri. Lítil ásókn hefur verið í byggingarlóðir á stöðunum síðustu misseri og íbúum heldur farið fækkandi. Sveitarfélagið á tilbúnar lóðir, bæði við Ólafsvelli á Stokkseyri og Hulduhól á Eyrarbakka. Allar lagnir veitustofnana eru til staðar og felst því ekki umtalsverður kostnaður í því fyrir sveitarfélagið að fjölga íbúðarhúsum á fyrrgreindum stöðum með þéttingu byggðar. Nægt rými er fyrir nýja nemendur á leik- og grunnskólastigi í báðum þorpunum. Vísbendingar eru um að ekki hafi tekist að mæta þörf fyrir leiguhúsnæði í þorpunum að undanförnu. Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

   

10.

1409032 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – gististaðurinn Merkigil, Eyrargötu 65, Eyrarbakka

 

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

11.

1403276 – Rekstraryfirlit yfir fyrstu sex mánuði ársins 2014

 

Lagt var fram rekstraryfirlit yfir fyrstu sex mánuði ársins.

 

   

12.

1409062 – Uppbygging skólahúsnæðis í Árborg

 

Bæjarráð Árborgar samþykkir að skipa vinnuhóp til að meta þörf og móta stefnu um uppbyggingu skólahúsnæðis í sveitarfélaginu til næstu ára. Bæði leikskóla- og grunnskólahúsnæðis. Hópurinn skal skila áætlun um uppbyggingu þessara mannvirkja, hvenær þörf er á auknu húsnæði, þróun nemendafjölda o.s.frv. Eftir að vinnu hópsins lýkur og niðurstöður hans liggja fyrir skal vera hægt að áætla þörfina á auknu húsnæði til næstu ára og hvenær þarf að hefja byggingu þess. Formaður fræðslunefndar, Sandra Dís Hafþórsdóttir, verði formaður hópsins, aðrir nefndarmenn verði Ásta Stefánsdóttir, Íris Böðvarsdóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir og Már Ingólfur Másson. Fræðslustjóri starfi með hópnum. Að auki kalli hópurinn til eftir þörfum aðila af fræðslusviði og framkvæmda- og veitusviði. Hópurinn skili niðurstöðum og tillögu um næstu skref varðandi framtíðaruppbyggingu í skólamálum til bæjarráðs fyrir 1. mars 2015.

 

   

13.

1409063 – Framlag til starfsmannafélaga og sameiginlegrar árshátíðar starfsmannafélaga sveitarfélagsins 2014

 

Bæjarráð samþykkir að greiða niður aðgöngumiða á árshátíðina um 1.500 kr. á gest. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðarins, eða alls kr. 900.000. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Undirritaður styður tillögu um aukafjárveitingu til niðurgreiðslu á aðgöngumiðum til starfsfólks sveitarfélagsins vegna árshátíðar árið 2014. Undirritaður hvetur skipuleggjendur til að leita tilboða hjá veitingamönnum innan sveitarfélagsins vegna þeirrar þjónustu sem stendur til að bjóða upp á. Það er skoðun undirritaðs að eðlilegast og sjálfsagt sé að að leyfa rekstraraðilum í sveitarfélaginu að gera tilboð, í stað þess að ganga einhliða til samninga við einn aðila eins og lagt er til í fylgigögnum með tillögunni.

 

   

Erindi til kynningar

14.

1409031 – Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um gerð nýrrar reglugerðar um starfsemi slökkviliða

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

1409041 – Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga um ársþing SASS 2014

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

16.

1406052 – Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um landsþing sambandsins 2014

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

17.

1409043 – Ályktun frá Samtökum ungra bænda – varðveisla landbúnaðarlands

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50.

Gunnar Egilsson

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Viðar Helgason

 

Ásta Stefánsdóttir