19.2.2015 | 8. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 8. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


8. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. febrúar 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Magnús Gíslason,varamaður, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og gerði grein fyrir að Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista, boðaði forföll  af óviðráðanlegum aðstæðum fyrir sig og varamann sinn rétt fyrir fundinn.

Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar

 1.
a) 1501030
Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar             6. fundur         frá 20. janúar
https://www.arborg.is/6-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

b) 1501029
Fundargerð félagsmálanefndar                                 6. fundur         frá 20. janúar
https://www.arborg.is/6-fundur-felagsmalanefndar-2/

c) 24. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 29. janúar
https://www.arborg.is/24-fundur-baejarrads-2/           

            Úr fundargerð félagsmálanefndar samanber 24. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 3, málsnr. 1501121 – Reglur um félagslega liðveislu. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.
 • liður 4, málsnr. 1501120 – Reglur um fjárhagsaðstoð. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.
 • liður 5, málsnr. 1501117 – Reglur um leigubílaakstur fyrir eldri borgara. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

2.
a) 1501031
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              9. fundur         frá 21. janúar
https://www.arborg.is/9-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

b) 25. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 5. febrúar
https://www.arborg.is/25-fundur-baejarrads/           

            Úr fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar samanber 25. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 4, málsnr. 1305234 – Reglur um styrki vegna varmadælna. Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar.

 3.
a) 1501026
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            7. fundur         frá 4. febrúar
https://www.arborg.is/7-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

b) 26. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                         frá 12. febrúar
https://www.arborg.is/26-fundur-baejarrads-2/

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 26. fund bæjarráðs, til afgreiðslu:

 • liður 1.6, málsnr. 1501066 – Beiðni um umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I að Íragerði 14, Stokkseyri. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.
 • liður 2, málsnr. 1501435 – Reglur um úthlutun landbúnaðarlands. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
 • liður 3, málsnr. 1407045 – Aðgerðaráætlun gegn hávaða í Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áætlunin fari í kynningarferli.
 • liður 6, málsnr. 1501388 – Umsókn um framkvæmdaleyfi við endurgerð Tryggvagötu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
 • liður 8, málsnr. 1502005 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 2. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 9, málsnr. 1502006 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurvegi 69. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 10, málsnr. 1502010 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi, Víkurheiði. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 13, málsnr. 1302008 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengs frá Selfossi að Óseyrarbrú. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
 • liður 14, málsnr. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51 – 59. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 1 a) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 20. janúar, lið 1, málsnr. 1501110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

 • liður 1 a) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 20. janúar, lið 3, málsnr. 1501111 – Framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss.
 • liður 1 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 20. janúar, liður 3, málsnr. 1501121 – Reglur um félagslega liðveislu. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

Reglur um félagslega liðveislu voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 1 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 20. janúar, liður 4, málsnr. 1501120 – Reglur um fjárhagsaðstoð. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirrituð vekur athygli á því að þrátt fyrir þá hækkun sem verið er að samþykkja hér á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar þá er sveitarfélagið Árborg með lægstu grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar af sveitarfélögum á Íslandi ásamt Reykjanesbæ. Það er langt frá því að vera ásættanlegt og þyrfti að hækka þessa fjárhæð mun meira, þannig að sómi sé af.“

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

Reglur um fjárhagsaðstoð voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 1 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 20. janúar, liður 5, málsnr. 1501117 – Reglur um leigubílaakstur fyrir eldri borgara. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

Reglur um leigubílaakstur fyrir eldri borgara voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 1 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 29. janúar, lið 1, fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, lið 3, málsnr. 1501111 – Framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 21. janúar, lið 1, málsnr. 1411209 – Endurgerð Tryggvagötu 2015.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 2 a) Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 21. janúar, lið 4, málsnr. 1305234 – Reglur um styrki vegna varmadælna. Bæjarráðs vísar reglunum til bæjarstjórnar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Reglur um styrki vegna varmadælna voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 2 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. febrúar, lið 9, málsnr. 1502008 – Umræða um samgöngumál.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 3 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 12. febrúar, lið 3, málsnr. 1502024 – Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

 • liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, lið 1.10, málsnr. 1501391 – Umsókn um stöðuleyfi fyrir þremur gámum að Búðarstíg 22, Eyrarbakka.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Gunnar Egilsson, D-lista, vék af fundi á meðan  fundargerð skipulags- og byggingarnefndar var lögð fram til samþykktar að undanskildum þeim liðum sem hér koma á eftir.

Fundagerðin var samþykkt samhljóða.

Gunnar Egilsson, D-lista, kominn á fundinn.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 1.6, málsnr. 1501066 – Beiðni um umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I að Íragerði 14, Stokkseyri. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 2, málsnr. 1501435 – Reglur um úthlutun landbúnaðarlands. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Reglur um úthlutun landbúnaðarlands voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 3, málsnr. 1407045 – Aðgerðaráætlun gegn hávaða í Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áætlunin fari í kynningarferli.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 6, málsnr. 1501388 – Umsókn um framkvæmdaleyfi við endurgerð Tryggvagötu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 8, málsnr. 1502005 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 2. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 9, málsnr. 1502006 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurvegi 69. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 10, málsnr. 1502010 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi, Víkurheiði. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 13, málsnr. 1302008 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengs frá Selfossi að Óseyrarbrú. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 14, málsnr. 1405411- Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51 – 59. Bæjarráð leggur til við bæjastjórn að tillagan verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II
1501547
Breyting á fulltrúum Æ-lista í nefndum 

            Beiðni Eyrúnar Bjargar Magnúsdóttur um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum fyrir Æ- listann fram á haustið var lögð fram og samþykkt samhljóða.

Lagt er til að Már Ingólfur Másson taki sæti Eyrúnar sem næsti varamaður Viðars Helgasonar sem bæjarfulltrúi, sem varaáheyrnarfulltrúi í bæjarráði og sem varamaður í Héraðsnefnd Árnesinga.

Lagt er til að Guðfinna Gunnarsdóttir taki sæti Eyrúnar sem aðalmaður í félagsmálanefnd og Jón Þór Kvaran verði varamaður í stað Guðfinnu Gunnarsdóttur.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:30

Ásta Stefánsdóttir
Magnús Gíslason
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Viðar Helgason
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari