5.10.2018 | 9. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 9. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print


9. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 25. September 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.
 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima
  Vegna útboðs á framkvæmdum við leikskólann Álfheima á Selfossi bárust tvö tilboð. Heildartilboðsfjárhæðir voru eftirfarandi:
Smíðandi 514.163.850 kr.- m.vsk.
Vörðufell 511.762.848 kr.- m.vsk.
Kostnaðaráætlun 375.066.460 kr.- m.vsk.
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að hafna báðum tilboðunum í verkið þar sem þau eru bæði verulega (36,4%) yfir kostnaðaráætlun.
     
2.   1612102 – Kaupsamningur – Félagsmiðstöð og dagdvöl aldraðra að Austurvegi 51
  Fyrir liggur erindi frá Austurbæ fasteignafélagi ehf. vegna hjólastólarampa í félagsmiðstöð og dagdvöl aldraða. Stjórnin samþykkir að skipta út römpum fyrir lyftur en telur m.v. skilalýsingu, teikningu A 103 og fyrirliggjandi gögn að kostnaður vegna breytinga sé alfarið hjá seljanda byggingarinnar þar sem mistök hafi verið gerð við hönnun byggingarinnar. Leggja skal nánari útfærslu að lausn málsins fyrir sveitarfélagið, þ.e. byggingarfulltrúa og framkvæmda- og veitustjórn.
     
3.   1809236 – Endurbætur á Tryggvagarði
  Rætt var um nauðsyn þess að gera endurbætur á Tryggvagarði. Málinu fjárhagsáætlunargerðar.
     
4.   1809237 – Fráveita Árborgar -kortlagning svæða og stefnumótum um hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu
  Stjórnin samþykkir að uppfæra stefnumótun og kortlagningu svæða varðandi hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu. Byggt verði á fyrirliggjandi gögnum og rannsóknum sem búið er að vinna auk þess sem litið verður til nýjustu tækni við hreinsun, endurnýtingu og verðmætasköpun. Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að stefnumótun um málið. Drög að stefnu sveitarfélagsins verða kynnt íbúum þegar þau liggja fyrir og mun íbúum þá gefast kostur á að koma sjónarmiðum og athugsemdum á framfæri.
     
5.   1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
  Rætt var um verklag vegna fjárfestingaráætlunar, stefnt er að vinnufundi 2.okt. nk. kl 19:00
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:20

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson