27.2.2018 | Álagning fasteignagjalda 2018

Forsíða » Auglýsingar » Álagning fasteignagjalda 2018

image_pdfimage_print

Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2018 er nú lokið. Hvorki verða sendir út álagningarseðlar né greiðsluseðlar fyrir fasteignagjöldum ársins 2018. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir ,,Mínar síður“. Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Sem fyrr birtast kröfur vegna fasteignagjalda í netbanka greiðanda. Þeir sem þess óska geta fengið heimsenda álagningar- og greiðsluseðla og er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-1900 eða á netfangið fasteignagjold@arborg.is

Allar nánari upplýsingar um álagningu fasteignagjalda og innheimtu eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Árborg
Ingibjörg Garðarsdóttir
fjármálastjóri