7.8.2013 | Aldamótahátið á Eyrarbakka 10.ágúst 2013

Forsíða » Fréttir » Aldamótahátið á Eyrarbakka 10.ágúst 2013

image_pdfimage_print

Hér má sjá dagskrá aldamótahátiðar á Eyrarbakka sem haldinn verður laugardaginn 10.ágúst:


08.30
Flöggun.


11.00 Skrúðganga
fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki. Lagt af stað frá Barnaskóla Eyrarbakka. Lúðrasveit Selfoss og Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiða hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka bjóða uppá ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla þá sem mæta með bollann sinn eða skálina. Slökkvibílinn verður á ferðinni. Bændur af Bakkanum koma dýrunum fyrir á kaupmannstúninu. Söluborð, skottmarkaðir og markaðstorg um allt þorp. Fornbílaklúbbur Íslands og Bifreiðaklúbbur Suðurlands bjóða lekkerum dömum og hattklæddum heldri mönnum á rúntinn. Heyvagninn verður á ferðinni og býður salibunu í mjúkri töðunni. Bakkablesa ber okkar um með vagninn sinn.
Byggðasafnið býður uppá Aldamótaafslátt.
Rauða húsið verður með aldamótatilboð á mat og drykk.


11.30 Setning

Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur blessar lýðinn, kynnir dagskrána og býður fólki að gjöra vo vel.


13.00 Pútnahúsið opnar í Gónhól.
Félag áhugafólks um haughænur býður ykkur velkomin að sjá allt það fegursta í hænsfuglaheiminum. Afhentir verða kjörseðlar fyrir fegurðarsamkeppni hænsnfugla sem fram fer síðdegis.


13-18 Hallur Karl Hinriksson myndlistarmaður með opið hús á Litlu-Háeyri.

www.facebook.com/hallurkarl – 892 1976.


14.00 Aldamótaleikar.
Aldamótaleikar, íþróttakeppni í anda Aldamótanna hefst á kaupmannstúninu við Húsið.


16.00 Kappsláttur á Miðmundakotstúninu.
Keppendur skrái sig í síma 898 4240 og mæti minnst 30 mínútum fyrr með amboð. Brýni er á staðnum og kaupakonur raka ljá. Fimasti sláttumaðurinn og knáasta kaupakonan valin. Bundin verður sáta.
Getraun í gangi: Hvað heita handföngin á orfinu?
Vegleg verðlaun frá Gallerí Regínu.
Engjakaffi í boði Másbakarís í Þorlákshöfn og Kvenfélags Eyrarbakka.


17.00 – 18.00 Bakkaspjall á palli.
Gestrisnir Eyrbekkingar bjóða í pallaspjall. Hallur Karl Hinriksson myndlistarmaður. Sviðaveisla hjá Helgu og Arnari á Nesbrú 4. Regína með pönnukökur á pallinum í Ásheimum. (Gallerí Regína).


17.00 Pútnahúsið blæs til brúðkaups á Gónhól.

Gefin verða saman í hjónaband sigurvegarar í fegurðarsamkeppni hænsfugla sem fram fer á sama stað. Hreppstjórinn á Eyrarbakka gefur þau saman í borgaralegt hjónaband.


18.00 Brúðkaupsveislan herleg hefst á Stað.
Opið grill fyrir alla þar sem grillaður verður hestur, kanínur og fleira góðgæti.


22.00 – 02.00 Aldamótadansleikur í Rauða Húsinu.
Hljómsveitin Síðasti séns leikur ljúfar ballöður fram eftir nóttu.

 

Sjá nánari dagskrá og viðburðatilkynningar á:
www.menningarstadur.123.is
www.husid.com
www.raudahusid.is 
www.eyrarbakki.is.