9.8.2012 | Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 10. – 12. ágúst – Ball, skrúðganga og kappsláttur

Forsíða » Fréttir » Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 10. – 12. ágúst – Ball, skrúðganga og kappsláttur

image_pdfimage_print

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka verður haldin dagana 10. – 12. ágúst nk. en þá færist Eyrarbakki aftur í tímann til aldamótana 1900. Fjölbreytt dagskrá verður í boði en hún hefst föstudaginn 10.ágúst með skemmtigöngu kl.18:00 frá Stað en í framhaldinu verða tónleikar á Merkigili og Gömludansaball í Gónhól. Á laugardeginum verður blásið til skrúðgöngu,  fegurðarsamkeppni hænsnfugla, markaður verðu opinn, keppt verðu í kappslætti á Miðmundakotstúni, heimamenn bjóða í ballaspjall og fegurstu hænsin verða gefin saman við hátíðlega athöfn. Dagurinn endar síðan á hlöðuballi í Gónhól. Á sunnudaginn er síðan boðið uppá sögugögnu kl.14:00 en farið er frá Gallerý Regínu. 

Dagskrá hátíðarinnar má annars sjá hér að neðan.

Aldamótahátíð 2012