8.12.2016 | Árborg bætir sig í PISA

Forsíða » Fréttir » Árborg bætir sig í PISA

image_pdfimage_print

Það er afar ánægjulegt að sjá miklar framfarir í námsárangri nemenda í Árborg milli PISA 2012 og 2015. Bætingin er mest í lesskilningi, sem hækkar um 22 stig, en það svarar til rúmlega 2/3 úr skólaári. Tvö önnur stór sveitarfélög sýna einnig góðar framfarir en því miður hefur þróunin verið allt önnur á landsvísu. Þessar niðurstöður hljóta að vera vísbending um að styrking faglegrar umgjarðar skólastarfs sem og nýjar áherslur í skólum og skólaþjónustu Árborgar  síðastliðin 3-4 ár eru að skila árangri. Sjá samanburð milli átta stærstu sveitarfélaganna hér.
Sjá einnig heildarskýrslu um PISA 2015 hér.