9.5.2019 | Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu skóla- og sundhallarreits á Selfossi

Forsíða » Auglýsingar » Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu skóla- og sundhallarreits á Selfossi
image_pdfimage_print

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að breyttu deiliskipulagi skóla- og sundhallarreits á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg. Breytingin nær til lóðar Sundhallar Selfoss. Sundhöllin var stækkuð árið 2015 til norðurs og rúmaði nýbyggingin m.a. nýja líkamsræktarstöð á 2. hæð og afgreiðslu og búningsklefa á 1. hæð. Einnig voru lögð ný bílastæði norðan við nýbygginguna. Sameiginlegur inngangur að sundlaug og líkamsræktarstöð er að vestanverðu við Tryggvagötu. Vegna mikillar aðsóknar er nú þörf á enn frekari stækkun líkamsræktarstöðvarinnar og er lagt til að stækka aðra hæðina til norðurs þannig að hún slúti yfir bílastæðin og hvíli á nokkrum burðarsúlum. Við það fækkar bílastæðum lítillega en gönguleið helst óskert meðfram húsinu. Deiliskipulagsbreytingin felst í: 1) Stækkun 2. hæðar til norðurs um 400 m2. 2) Bílastæðum fækkar um 4 3) Kvöð er um gönguleið undir 2. hæð meðfram húsinu frá Bankavegi að Tryggvagötu. Leyfilegt byggingarmagn helst óbreytt og einnig aðrir byggingarskilmálar. Teikningar ásamt greinargerð (skilmálum), vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi frá 9. maí 2019 til 20. júní 2019. Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila athugasemdum rennur út 20. júní 2019 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi. Á sama tíma er teikning og greinargerð til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir til skipulags- og byggingarfulltrúa í netfangið bardur@arborg.is.

Virðingarfyllst,

Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi

Deiliskipulagstillaga Sundhallarreitur