16.5.2018 | Auglýsing um kjörfund

Forsíða » Fréttir » Auglýsing um kjörfund
image_pdfimage_print

Auglýsing um kjörfund  vegna sveitarstjórnarkosninga  í Sveitarfélaginu Árborg
ATH breytta staðsetningu kjördeilda í Vallaskóla
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn laugardaginn 26. maí 2018.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00.
Kosið er í sex kjördeildum í sveitarfélaginu. Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.

 

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild I
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum A-E.
Óstaðsettir í hús í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild II
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum F-H.

 

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild III
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum  J-R.
Fyrir kjósendur búsetta í Tjarnabyggð, í húsum sem ekki hafa götuheiti á Selfossi og í dreifbýli við Selfoss.

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild IV
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum S-Þ.

 

Staður, Eyrarbakka
Kjördeild V
Fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka.

 

Grunnskólinn á Stokkseyri
Kjördeild VI
Fyrir kjósendur búsetta á Stokkseyri og í dreifbýli við Stokkseyri.

 

Kjósendur geta kannað á vefslóðinni www.kosning.is hvort og þá hvar þeir eru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Árborg.  

 

Sérstök athygli er vakin á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.

 

Aðsetur yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar á kjördegi verður í Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi, sími: 480 5852.

Selfossi, 16. maí  2018
Yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Árborgar
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Bogi Karlsson

Auglýsing um kjörfund í Árborg (pdf skjal)