3.7.2018 | Auglýst eftir verkefnastjóra í félagsmiðstöðina Zelsíuz

Forsíða » Auglýsingar » Auglýst eftir verkefnastjóra í félagsmiðstöðina Zelsíuz
image_pdfimage_print

Verkefnastjóri Félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz og vinnuskólastjóri Árborgar.

Sveitarfélagið Árborgar auglýsir stöðu verkefnastjóra félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz lausa til umsóknar. Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera  frumkvæði,  góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf.  Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg í æskulýðsmálum og kemur verkefnastjóri til með að móta starfsemina til framtíðar í samstarfi við tómstunda- og forvarnarfulltrúa. Að auki fylgir stöðunni að hafa umsjón með vinnuskóla sveitarfélaginsins sem og Selnum,  frístundaklúbbs fatlaðra.

 

Starfssvið

 • Daglegur umsjón og áætlanagerð fyrir félagsmiðstöðina
 • Innkaup
 • Skipulagning þjónustu staðarins í samráði við notendur, tómstunda- og forvarnafulltrúa og starfsfólk
 • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk, skóla og aðra samstarfsaðila
 • Þátttaka í stefnumótun
 • Yfirumsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins í samstarfi við menningar- og frístundafulltrúa sem og tómstunda- og forvarnafulltrúa.
 • Yfirumsjón með Selnum, frístundaklúbbs fatlaðra einstaklinga 16 ára og eldri.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun af tómstunda-, uppeldissviði eða önnur sambærileg menntun æskileg
 • Áhugi á æskulýðsstarfi
 • Skipuleg og fagleg vinnubrögð
 • Sjálfstæði og frumkvæði
 • Reynsla af stjórnun æskulýðsstofnana er æskileg
 • Starfsreynsla í félagsmiðstöðum og/eða frístundaheimilum æskileg
 • Góð samskiptahæfni
 • Almenn tölvukunnátta

 

Laun eru samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags og er um fullt starf að ræða.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar E. Sigurbjörnsson tómstunda- og forvarnafulltrúi,  vefpóstur: gunnars@arborg.is í síma 480-1951 eða Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, vefpóstur: bragi@arborg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí næstkomandi. Vonast er til að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir berist til Gunnar E. Sigurbjörnsson tómstunda- og forvarnarfulltrúa í vefpóstfang gunnars@arborg.is eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Árborgar, Ráðhúsinu, Austurvegi 2 Selfossi, merkt: Verkefnastjóri Zelsiuz