21.11.2019 | Boð frá Framkvæmdasýslu ríkisins: Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis í Árborg hefst á morgun

Forsíða » Fréttir » Boð frá Framkvæmdasýslu ríkisins: Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis í Árborg hefst á morgun

image_pdfimage_print

Boð frá Framkvæmdasýslu ríkisins:
Árborg: Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis hefst á morgun
Á morgun, föstudaginn 22. nóvember kl. 14.00 munu Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar hefja jarðvinnu vegna nýs hjúkrunarheimilis í Árborg. Þau munu munda skóflurnar á verðandi byggingarsvæði við austurenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Austurveg í Árborg.

Staðsetninguna má sjá á mynd hér að neðan.

Fjölmiðlum og íbúum á Suðurlandi er boðið að vera viðstaddir athöfnina. Að athöfninni lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í þjónustumiðstöðinni Grænumörk.

Frekari upplýsingar veitir:
Karl Pétur Jónsson
Verkefnastjóri upplýsinga-og kynningarmála FSR