25.2.2018 | Breytingar á tímatöflu strætó innan Árborgar

Forsíða » Fréttir » Breytingar á tímatöflu strætó innan Árborgar

image_pdfimage_print

Frá og með mánudeginum 26. febrúar breytist áætlun strætó, leið 75, sem ekur milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar.
Það sem breytist er:
                Ferð frá Selfossi kl. 15:00 færist til kl. 15:15.
                Ferð frá Selfossi kl. 16:00 færist til kl. 16:15
                Ferð frá Selfossi kl. 17:00 færist til kl. 17:30.
Tímasetningar brottfara frá biðstöðvum í sömu ferðum breytast til samræmis við breyttan upphafstíma ferðar.

Breytingarnar taka einungis til ferða á virkum dögum og eru gerðar til þess að tryggja komu vagns á réttum tímasetningum á biðstöðvar.

Nýjar tímatöflur verða settar inn á vef strætó, www.straeto.is, um helgina.