Brim kvikmyndahátíð á Eyrarbakka lau. 28. september

Kvikmyndahátíðin BRIM mun fara fram á Eyrarbakka laugardaginn 28. september nk. en sýndar verða verðlaunakvikmyndir um plast og áhrif þess. Ókeypis er á alla viðburði tengda hátíðinni en dagskráin samanstefndur af kvikmyndum og fyrirlestrum. Nánari upplýsingar um viðburði og dagskrá er að finna inn á heimasíðu hátíðarinnar www.brimkvikmyndahatid.is.