11.4.2018 | Brotist inn í sundlaugargarð Sundhallar Selfoss aðfaranótt sun. 8. apríl sl.

Forsíða » Fréttir » Brotist inn í sundlaugargarð Sundhallar Selfoss aðfaranótt sun. 8. apríl sl.

image_pdfimage_print

Aðfaranótt sunnudagsins 8. apríl sl. um kl. 03:40 brutust sex einstaklingar inn í sundlaugargarð Sundhallar Selfoss og nýttu sér sundlaug og heita potta utan afgreiðslutíma ásamt því að skilja eftir sig áfengi, föt og annað rusl í sundlaugargarðinum. Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið upptökur úr öryggismyndavélum og fer með rannsókn málsins. Viðkomandi einstaklingar er hvattir til að gefa sig fram við lögreglu en aðrir sem geta veitt upplýsingar um málið geta haft samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444-2000 eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is. Meðfylgjandi mynd er tekin úr öryggismyndavélum umrædda nótt. 

Sveitarfélagið Árborg vill koma því skýrt fram að næturferðir í sundlaugar Árborgar geta verið mjög hættulegar enda því miður oft áfengi eða önnur vímuefni sem fylgja með ferðum á þessum tíma. Lítið má út af bregða svo að alvarlegt slys geti orðið og er það eitthvað sem við viljum alls ekki að gerist. Brot af þessu tagi eru ávalt tilkynnt til lögreglu.