5.7.2018 | Byggingarstjórn og eftirlit vegna stækkunar og breytinga 2018-2020 á leikskólanum Álfheimum á Selfossi

Forsíða » Auglýsingar » Byggingarstjórn og eftirlit vegna stækkunar og breytinga 2018-2020 á leikskólanum Álfheimum á Selfossi
image_pdfimage_print


Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum frá aðilum sem geta tekið að sér byggingarstjórn og eftirlit með framkvæmdum vegna stækkunar og breytinga á leikskólanum Álfheimum á Selfossi í samræmi við útboðsgögn.  Fyrirhugað er að byggja tvær viðbyggingar á einni hæð við leikskólann, byggja hjóla- og sorpgeymslu, gera breytingar á núverandi húsnæði auk þess að stækka og breyta lóð leikskólans.  Framkvæmdatími er fyrirhugaður frá september 2018 til júlí 2020.

Núverandi húsnæði leikskólans er 518,7 m2 að stærð.

Stærð viðbygginga er áætluð 109,4 m2 og 493 m2

Heildarstærð lóðar er um 5.520 m2 og er nýtingarhlutfall um 0,2.

Stærð leiksvæðis eftir stækkun og breytingar er áætlað 3.650 m2

Útboðsgögn verða afhent á .pdf formi með tölvupósti frá og með miðvikudeginum 11. júlí 2018.  Beiðnir um afhendingu útboðsgagna skulu sendar á netfangið utbod@arborg.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og símanúmer bjóðanda auk upplýsinga um tengilið.  Tilboðum skal skilað eigi síðar en 27. júlí 2018 kl. 11:00 í samræmi við upplýsingar í útboðsgögnum.