5.8.2014 | Dagskrá Sumars á Selfossi 2014

Forsíða » Fréttir » Dagskrá Sumars á Selfossi 2014

image_pdfimage_print

Dagskrá SÁS 2014 – Menningalegur miðvikudagur 6. ágúst – Skreytum bæinn
Selfyssingar og gestir þeirra skreyta húsin sín í litum hverfanna. Þátttakan hefur verið frábær undanfarin ár og hafa bæjarbúar keppst við skreyta húsin sín hverfalitunum.

Sumaraselfossi2011

 

ATH. Dagskráin getur tekið breytingum. Fylgist með á Facebook.

17:00 Líf og list í bókasafninu
Bryndís Arnardóttir, ljósmyndari frá Selfossi, opnar sýningu í Listagjánni á Bókasafninu. Bryndís er að ljúka námi við Ljósmyndaskólann en myndirnar eru af sundhópnum hjá Suðra, íþróttafélagi fatlaðra. Kaffi og poppkorn á boðstólunum. Einnig opnar sýning frá ungu fólki í Árborg, sem sýnir myndir á trönum á Bókasafninu yfir helgina.

18:00 Setningarathöfn
Formleg setning Sumar á Selfossi 2014 á tröppum Ráðhússins við Austurveg. Fjörugur lúðrablástur, skátar draga fána að húni, ávarp forseta bæjarstjórnar. Allir glaðir.

19:15 Selfoss – Afturelding
Kvennalið Selfoss í knattspyrnu tekur á móti Aftureldingu í hörkuleik í Pepsi-deildinni á JÁVERK-vellinum. Nú mæta allir á völlinn og hvetja Selfyssinga til sigurs.

20:00 – Barokkið er dautt!
Tónlistardagskrá með heimspekilegu ívafi í Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22. Flutt verða verk eftir Bent Sørensen, Ørjen Matre, Yuji Takahashi and John Zorn. Inn á milli verkanna verða fluttar stuttar hugleiðinar. Flytjendur eru Erica Roozendaal, harmóníkuleikari og Tessa de Zeeuw, textasmiður.

20:30 – Kristjana Stefáns og Ragnheiður Gröndal „Laaaangbestar“  
Tónlistarmennirnir og vinkonurnar Kristjana Stefáns og Ragnheiður Gröndal troða upp í Tryggvaskála. Þeim til halds og traust verður tónlistarsnillingurinn Guðmundur Pétursson. Þær leika blandaða dagskrá af sínum uppáhaldslögum í bland við frumsamið efni. Aðgangseyrir er 2.500 krónur en frítt fyrir börn. #sumaraselfossi 

Fjörugur fimmtudagur 7. ágúst

17:00 Sirkus Íslands
Heima er best – Stóra fjölskyldusýningin í sirkustjaldinu Jöklu í Sigtúnsgarði.

19:15 Selfoss – HK
Selfoss tekur á móti HK í gríðarlega mikilvægum leik í 1. deild karla í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum. Allir á völlinn, áfram Selfoss!

20:00 – 23:00 Suðurlandsskjálfti 2014
Magnaðir rokktónleikar í stóra tjaldinu í Sigtúnsgarði. Sunnlensk tónlistarveisla með bæði efnilegum og þrautreyndum heimasveitum. Fram koma; Benny Crespo’s Gang, Elín Helena, RAW, The Roulette, Aragrúi, Dívan og Greyin ásamt MIxophrygian. Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Húsið opnar kl 19:00. Ókeypis aðgangur og veitingasala á staðnum. Láttu þig ekki vanta! #sumaraselfossi

22:00 Norah Jones tribute
Norah Jones tribute band telur í á skemmtistaðnum Frón við Eyraveg. Flutt verða vel valin lög sem tónlistarkonan Norah Jones hefur gert fræg á sínum ferli. Hljómsveitina skipa Kristín Arna Hauksdóttir – söngur, Pétur Valgarð Pétursson – gítar, Ríkharður Arnar – hljómborð, Jón Örvar Bjarnason – bassi og Stefán Ingimar Þórhallsson – trommur. Aðgangseyrir 1500 kr. Enginn posi.

21:00 800BAR
Mojito kvöld 2 fyrir 1 – iðandi tónlist allt kvöldið 

Flottur föstudagur 8. ágúst

13:00 Sirkus Íslands
S.I.R.K.U.S. – Fjörug sýning fyrir yngstu áhorfendur í sirkustjaldinu Jöklu í Sigtúnsgarði.

14:00 Olísmótið
Drengir í 5. flokki etja kappi í knattspyrnu á Selfossvelli í Meistaradeild Olís.

16:00 Sirkus Íslands
Heima er best – Stóra fjölskyldusýningin í sirkustjaldinu Jöklu í Sigtúnsgarði.

17:00 Fegursta gatan í Árborg
Sveitarfélagið Árborg verðlaunar fegurstu götuna í sveitarfélaginu 2013. Íbúum götunnar verður boðið til afhjúpunar skiltis í götunni þegar úrslitin liggja fyrir.

21:00-23:00 Tónleikar með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna mæta í hátíðartjaldið í Sigtúnsgarðinum og spila vel valda gullmola. Tónleikar ársins á Suðurlandi. Veitingasala á staðnum. Ekki missa af því þegar Helgi Björns og félagar koma ríðandi í hlað. Miðaverð við tjaldið 2.500 krónur. Forsöluverð 1500 kr: Upplýsingar um forsölu á facebooksíðu Sumar á Selfossi #sumaraselfossi

21:00 Uppistand með Pétri Jóhanni
Hinn fáránlega fyndni og prýðisgóði Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistand á Hótel Selfossi. Græjaðu frí í vinnunni fram á haust því harðsperrur í maga munu orsaka fjarveru þína. Forsala í Cleopatra tískuvöruverslun. Forsöluverð 2.900,- Miðaverð 3.900,- við hurð. Húsið opnar kl. 20.

21:00 800BAR
Herbert Guðmundson mætir á 800BAR og telur í alvöru partý.  Frítt inn í boði Carlsberg.

23:00 Sirkus Íslands
Skinnsemi – Fullorðinssirkus, bannaður börnum í sirkustjaldinu Jöklu í Sigtúnsgarði. 

Lifandi laugardagur 9. ágúst

7:30 Skjótum upp fána
Selfyssingar taka daginn snemma, skjóta upp fána og gera sig klára fyrir morgunmat í hátíðartjaldi.

9:00-11:00 Morgunverður í hátíðartjaldi Sigtúnsgarði
Fyrirtæki á Selfossi bjóða til morgunverðar í hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði. Guðnabakarí, Krás, HP Kökugerð, MS, Vífilfell, Samkaup, Bónus og Flytjandi bjóða til veislunnar. Sumar á Selfossi viðurkenningin 2014 afhent. Fjölmennum í morgunverðinn í bæjargarðinum og tökum þátt í skemmtilegri samverustund. #sumaraselfossi

10:00 Umhverfisverðlaun Árborgar
Afhending viðurkenninga fyrir fegurstu garðana og snyrtilegasta fyrirtækið í Árborg fer fram í morgunverðarhlaðborðinu í hátíðartjaldinu í Sigtúnsgarði.

9:40 Riðlakeppni Olísmótsins
Framtíðarlandsliðsmenn Íslands eigast við í Meistaradeild Olís á Selfossvelli

10:00 Sprell leiktæki
Leiktækjaleigan Sprell með fjölbreytt tæki fyrir krakka á öllum aldri í bæjargarðinum allan daginn.

11:00 Brúarhlaup
Brúarhlaupið er orðinn fastur viðburður meðal Selfyssinga. Í ár verða nýjar hlaupaleiðir, ræst er á mismunandi stöðum en allir koma í mark í Sigtúnsgarðinum.  Í boði verður: 2,8 km skemmtiskokk, 5km og 10km hlaup og 5km hjólreiðar. #sumaraselfossi

11:00 Street Ball mót
FSU stendur fyrir körfuboltamóti í Iðu og tilvalið að fara og taka aðeins á því með vinum og vandamönnum í körfubolta. Keppum við þá færustu á Suðurlandi.  Skráning á arborgfc@arborgfc.net #sumaraselfossi

11:00 – 17:00 Afmæli Selfossbíós
Selfossbíó heldur upp á eins árs afmæli sitt með pompi og prakt. Hoppukastali, popp og kók, íspinnar, pylsur og kandífloss á meðan byrgðir endast. Gestir geta sett nafnið sitt í lukkupott. Heppnir þátttakendur fá bíómiða.

13:00-17:00 Handverksmarkaður í hátíðartjaldi
Hæfileikaríkt handverksfólk með margbreytilegt handverk til sölu og sýnis frá öllum landshornum.

13:30 Suðurlandströllið
Sterkustu menn Íslands og þó víðar væri leitað keppa í aflraunum. Keppni hefst á árbakkanum fyrir neðan Pylsuvagninn þar sem keppt verður í réttstöðulyftu. Keppni heldur svo áfram í Sigtúnsgarðinum kl. 14:00 þar sem keppt verður í sirkushandlóðum og bændagöngu. Komasvo! #sumaraselfossi

13:00 – 15:00 Froðufjör
Froðufjör í samstarfi við Brunavarnir Árnesssýslu. Slökkviliðsmenn munu sjá um að sprauta froðu niður vesturbrekkuna í Sigtúnsgarðinum. #sumaraselfossi

13:00 Bréfdúfur
Íslenskar bréfdúfur mæta á hátíðarsvæðið öllum til sýnis og skemmtunar. Dúfurnar eru ræktaðar til keppni og hafa fengið lof um allan heim. Flugdrægni dúfnanna er ótrúleg og ná þær mjög mikilli ferð, meðalhraði þeirra hefur verið mældur 1.711 metrar á einni mínútu. 

14:00 Sirkus Íslands
S.I.R.K.U.S. – Fjörug sýning fyrir yngstu áhorfendur í sirkustjaldinu Jöklu í Sigtúnsgarði.

14:00 Hvað á torgið að heita?
Afhjúpað verður skilti með nafninu á hringtorginu við Grænumörk.

14:00 Kassaklifur
Björgunarfélag Árborgar mætir með kranann og Egils-ölkassana í bæjargarðinn. Hver kemst næst skýjunum?

15:00-16:00 Dagskrá á útisviði

Jón Arnór töframaður mætir með kanínuna sína.

Ingó mun mæta á úti sviðið og hita upp fyrir kvöldið. 

Sirkus Íslands kemur í heimsókn á barnasviðið.

Fimleikadeild Selfoss mun sýna meistaratakta. 

Freyju-karmelluflug (ef veður leyfir).

Kynnir er Bessi hressi.

16:00 Gengið um gamla bæinn
Þorsteinn “Brósi” Þorsteinsson og Kjartan Björnsson leiða sögugöngu um Selfoss. Létt ganga sem hentar öllum. Boðið upp á kaffi og kleinur í lok göngunnar. Mæting við Tryggvaskála.

16:00 Íþróttahús Vallaskóla
Opinber æfingaleikur,  m.fl. Selfoss og U18 landslið Íslands sem er að undirbúa sig fyrir EM í Póllandi. Sjáið framtíðarstjörnur íslensks handbolta etja kappi við meistaraflokk Selfoss.

16:00 Sumartónleikar í Sigtúni 31
Skemmtilegir tónleikar í garðinum á Sigtúni 31. Fram koma UniJon og Ómar Diðriks og Sveitasynir. Uni og Jón Tryggvi spila lög af plötunni Morning Rain sem kom út síðasta sumar. Einstaklega hugljúf og þægileg acustic tónlist. Ómar Diðriks og Sveitasynir spila lög af væntanlegum disk sem kemur út í haust ásamt eldra efni. Hressandi countrytónar.

17:00 Sirkus Íslands
Heima er best – Stóra fjölskyldusýningin í sirkustjaldinu Jöklu í Sigtúnsgarði.

18:00-21:00 Götugrill og garðagleði
Selfyssingar grilla og undirbúa sig fyrir sléttusönginn.

21:30 Hátíðarávarp
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, flytur ávarp í upphafi sléttusöngsins. 

21:30-22:30 Sléttusöngur á hátíðarsvæði
Ingó veðurguð leiðir fjöldasöng við varðeldinn af sinni alkunnu snilld og fólk er hvatt til að mæta tímanlega til að ná góðu stæði. Skemmtilegt ef göturnar tækju sig saman um að hópast í garðinn. Verðlaun veitt í keppninni um skemmtilegustu götuna, flottasta hverfið og best skreytta húsið. Veitingasalan opin í tjaldinu.

22:30 Flugeldasýning
Bílverk BÁ bjóða upp á glæsilega flugeldasýningu. Sýningin er í öruggum höndum félaga úr Björgunarfélags Árborgar.

21:00 800BAR
RikkiG og Heiðar Austmann halda uppi fjörinu á 800BAR

23:00 Sveitaball í hátíðartjaldi
Raggi Bjarna og strákarnir í Tveir traustir, Kiddi Bjarna og Sigvaldi Bjarna, koma fram á sveitaballi í hátíðartjaldinu í Sigtúnsgarðinum. Hafðu með þér dansskó í poka. Aðgangur er ókeypis – veitingasala á staðnum.

23:00-3:00 Stuðlabandið og Synir Selfoss
Stuðlabandið og Synir Selfoss mæta í Hvítahúsið þar sem stemmningin verður fram á rauða nótt. Gunni Óla, Labbi í Mánum og Eyþór Arnalds taka nokkur lög. 

Sællegur sunnudagur 10. ágúst

13:00 Sirkus Íslands
S.I.R.K.U.S. – Fjörug sýning fyrir yngstu áhorfendur í sirkustjaldinu Jöklu í Sigtúnsgarði.

13:00 Delludagur
Frábær dagskrá fyrir bílaáhugamenn í Hrísmýri. Go kart, drift, drulluspyrna og fleira. Mótorhjóla-og fornbílamenn á ferðinni. Lykt af brenndu gúmmíi. Kynnir er Bessi bensíngjöf.

14:30 Olísmóti lýkur
Mótsslit og verðlaunaafhending í Meistaradeild Olís á Selfossvelli.

16:00 Sirkus Íslands
Heima er best – Stóra fjölskyldusýningin í sirkustjaldinu Jöklu í Sigtúnsgarði.

17:00 Árborg – Máni
Stórleikur í 4. deild karla í knattspyrnu þar sem Árborg tekur á móti Ungmennafélaginu Mána á JÁVERK-vellinum. Leikur upp á líf og dauða. Bíómiðahappdrættið á sínum stað. Áfram Árborg!

20:00 Sirkus Íslands
Skinnsemi – Fullorðinssirkus, bannaður börnum í sirkustjaldinu Jöklu í Sigtúnsgarði. 

ATH. Dagskráin getur tekið breytingum. Fylgist með á Facebook.
Upplýsingar teknar af Facebook síðu Sumars á Selfossi
litir á götum 2014

Svona verður litaskiptingin 2014