8.11.2018 | Dagur gegn einelti: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig“

Forsíða » Fréttir » Dagur gegn einelti: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig“

image_pdfimage_print

Í dag, 8. nóvember er „Dagur gegn einelti“ og af því tilefni vill forvarnarhópur Árborgar leggja áherslu á mikilvægi þess að við sýnum hvert öðru virðingu og leggjum rækt við góð samskipti og vináttu. Einelti er skilgreint sem ofbeldi þar sem einn eða fleiri ráðast að einum einstakling og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma. Ofbeldið getur verið líkamlegt eða andlegt og er aldrei réttlætanlegt. Sérstaklega þurfa foreldrar að vera vakandi fyrir rafrænu einelti sem fer oftast fram utan hins hefðbundna skólatíma.

Foreldrar eru hvattir til að nota tækifærið og ræða um góð samskipti við börnin sín og mikilvægi þess að koma fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.

Nánari upplýsingar um einelti:

Heimili og skóli

Barnaheill

Umboðsmaður barna

 

Forvarnarhópur Árborgar