5.2.2018 | Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í Sveitarfélaginu Árborg

Forsíða » Fréttir » Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í Sveitarfélaginu Árborg

image_pdfimage_print

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum Árborgar þriðjudaginn 6. febrúar 2018. Þetta er í 11. skipti sem haldið er upp á dag leikskólans en 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Í tilefni dagsins er opið hús á flestum leikskólum sveitarfélagsins og er hægt að sjá tímasetningarnar hérna að neðan. 

Sjá dagskrá hjá  Álfheimum
Sjá dagskrá hjá  Árbæ
Sjá dagskrá hjá Hulduheimum
Sjá dagskrá Jötunheima
Sjá dagskrá hjá Brimveri/Æskukoti