20.3.2019 | Deiliskipulagstillögu fyrir Grænuvelli og nágrenni á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg

Forsíða » Auglýsingar » Deiliskipulagstillögu fyrir Grænuvelli og nágrenni á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg
image_pdfimage_print

Auglýsing um deiliskipulagstillögu fyrir Grænuvelli og nágrenni á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg.

Sjá mynd.

Samkvæmt 1.mgr.41.gr. skipulagslaga n.r. 123/2010 auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að deiliskipulagi Grænuvalla og nágrennis

Deiliskipulagstillagan nær yfir Árveg 2-10, Fagurgerði 1-9, Grænuvelli 1-8a, Hörðuvelli 2-6 og Austurveg 25-35.

Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Austurvegi til suðurs, Fagurgerði til vesturs, Árvegi til norðurs og Hörðuvöllum til austurs.

Skipulagssvæðið er alls um 3,2 ha að flatarmáli.

Í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030 er meirihluti skipulagssvæðisins, sem hér um ræðir, skilgreindur sem íbúðarsvæði. Suðurhlutinn, meðfram Austurvegi, er skilgreindur sem miðsvæði. Samkvæmt aðalskipulaginu er lögð áhersla á þéttingu íbúðabyggðar í eldri hluta Selfoss og möguleikar á þéttingu byggðar taldir töluverðir í og við miðbæinn, beggja vegna Austurvegar.

Markmið deiliskipulagstillögunar er að skýra kvaðir og heimildir á byggðum og óbyggðum lóðum á skipulagssvæðinu.

Með deiliskipulaginu er gerð breyting á lóðunum Grænuvellir 8 og 8b.  Lóðin sem stendur nær götunni Grænuvöllum verður íbúðarlóð, nr. 8 og sú sem fjær stendur, nr. 8a verður ætluð fyrir bílastæði.  Á þeirri lóð verður ekki byggingarréttur.  Einnig er gerð sú breyting á lóðinni Hörðuvellir 2 að hún skiptist í tvær lóðir, Hörðuvelli 2 og Árveg 10. 

Teikning ásamt greinargerð og skilmálum, vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi frá 21. mars 2019 til og með 2. maí 2019.  Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Frestur til að skila athugasemdum rennur út fimmtudaginn 2.maí 2019 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi.

Á sama tíma er teikning, greinargerð og skilmálar til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is  þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið bardur@arborg.is

 

Virðingarfyllst

____________________________________
Bárður Guðmundsson
skipulags- og byggingarfulltrúi.