7.8.2015 | Delludagurinn haldinn á sunnudaginn í Hrísmýri á Selfossi

Forsíða » Fréttir » Delludagurinn haldinn á sunnudaginn í Hrísmýri á Selfossi

image_pdfimage_print

Delludagurinn sem verið hefur ómissandi hluti af Sumar á Selfoss helginni verður á sínum stað sunnudaginn 9.ágúst í Hrísmýrinni á Selfossi. Fjörið hefst kl. 13:00 með spólsýningu við Bílanaust og í framhaldinu verður farið í drullupyttinn en dagskráin er leidd áfram af Bergsveini Theódórssyni. Það er bílaklúbburinn 4×4 ásamt öðrum bílaklúbbum á svæðinu sem sjá um framkvæmd dagsins. Öllum er velkomið að taka þátt og er hægt að skrá sig hjá Magnúsi Val Sveinssyni í síma 861-2594.