9.7.2009 | Endurbætur hafnar á göngustígum

Forsíða » Fréttir » Endurbætur hafnar á göngustígum
image_pdfimage_print

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða vinnur nú að endurbótum á göngustígum í Árborg í kjölfar útboðs á verkinu fyrr í sumar. Í byrjun vikunnar hófst vinna við endurbætur á svonefndum Rimastíg, sem liggur frá Langholti að Norðurhólum og miðar verkinu vel. Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er beint framhjá þeim svæðum sem unnið er að hverju sinni.