9.10.2017 | Endurnýjaður samningur um frítímastarf í Selfosskirkju

Forsíða » Fréttir » Endurnýjaður samningur um frítímastarf í Selfosskirkju

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg og Selfosskirkja hafa endurnýjað samning um framkvæmd frítímastarfs í Selfosskirkju. Með samningnum er kveðið á um áherslur í frítímastarfi á vegum Selfosssóknar og gagnkvæmar skyldur samningsaðila varðandi skipulag og framkvæmd á barna- og unglingastarfi.  Þá er einnig verið að festa í sessi samstarf sem verið hefur á milli kirkjunnar og fleiri stofnanna/félaga í bæjarfélaginu. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sv. Árborgar og Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur skrifðuðu undir samninginn sem gildir út árið 2019.

 

Hlutverk Selfosssóknar í samningnum eru m.a.:

a) Efla barna- og unglingastarf við kirkjuna frá sunnudagaskólaaldri (0-9 ára) og upp í framhaldsskólaaldurinn

b) Efla tengsl við annað íþrótta-, frítíma- og forvarnarstarf í sveitarfélaginu.

c) Annast verkefni fyrir börn og unglinga með áherslu á mannréttindi, hjálparstarf, lífsleikni og siðfræði.

d) Annast sorgarvinnuhóp fyrir ungt fólk.

e) Taka þátt í leiðtogaþjálfun unglinga í samstarfi við önnur félög og stofnanir í sveitarfélaginu.

f) Vinna að bættu unglingasamfélagi í Árborg og auka breidd og valkosti í frítímastarfi.

g) Starfrækja kóra fyrir börn á aldrinum 8-16 ára í samvinnu við Tónlistarskóla Árnesinga.

h) Bjóða upp á aðstoð við lífsleiknikennslu fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri (í samstarfi við FSu) með áherslu á fræðslu um sorgarúrvinnslu og almennu hjálparstarfi.