30.11.2017 | Færeyjar út úr þokunni -fimmtudaginn 30. nóv. kl. 17:00

Forsíða » Fréttir » Færeyjar út úr þokunni -fimmtudaginn 30. nóv. kl. 17:00

image_pdfimage_print

Fimmtudagurinn 30. nóvember verður góður dagur. Þá mun Þorgrímur Gestsson, rithöfundur, verða gestur Norræna félagsins í Bókasafni Árborgar á Selfossi klukkan 17:00 og kynna bók sína Færeyjar út úr þokunni.Þorgrímur Gestsson tók kennarapróf árið 1967 en sneri sér að blaðamennsku eftir stuttan kennaraferil og starfaði við dagblöð, tímarit og Ríkisútvarpið í þrjá áratugi. Síðustu tvo áratugina hefur hann stundað sjálfstæð ritstörf og sent frá sér 15 heimildabækur af ýmsum toga.

Það er því vel til fundið að eiga gæðastund á bókasafninu fimmtudaginn klukkan 17:00 og fræðast hjá Þorgrími um Færeyjar, bæði land og þjóð.

Hlökkum til að sjá ykkur!