9.10.2019 | Fjörustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar formlega vígður

Forsíða » Fréttir » Fjörustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar formlega vígður

image_pdfimage_print

Í dag, miðvikudaginn 9. október var „Fjörustígurinn“ milli Eyrarbakka og Stokkseyrar vígður formlega. Tómas Ellert Tómasson, formaður eigna- og veitunefndar og Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs opnuðu stíginn formlega með því að klippa á borða ásamt Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra og starfsmönnum og börnum af unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Fjörustígurinn er nú fullbúinn en klárað var að malbika síðasta hluta stígsins í haust og því geta íbúar og gestir farið á milli byggðarkjarnanna á auðveldan hátt eftir malbikuðum stíg og er það von sveitarfélagsins að hann nýtist sem flestum.