image_pdfimage_print

Leiklistarnámskeið fyrir ungt fólk!

Leikfélag Selfoss heldur námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13 -20 ára, þar sem unnið verður með leikgleðina, sköpunarkraftinn og andlega og líkamlega meðvitund og notum við til þess spuna, listræna tjáningu og textavinnu. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður þannig að allir fái sem mest út úr námskeiðinu.

Litla Hraun – Sögusýning

Í tilefni 90 ára afmælis Fangelsisins á Litla-Hrauni efna fangelsið og Byggðasafn Árnesinga til sögusýningar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Sýningin opnar á afmælisdeginum föstudaginn 8. mars kl. 17.

Karlakvöld Bókabæjanna – konur velkomnar!

„Hvað er svona merkilegt?“ er yfirskrift sérstaks karlakvölds sem Bókabæjirnir austan fjalla halda í dag, fimmtudaginn 7.mars kl. 19:00 í Tryggvaskála á Selfossi. Þetta er kvöldstund sem helguð er karlbókmenntum og verða fyrirlestrar, pallborðsumræður, leiklist og tónlist í boði fyrir gesti. Kynnar kvöldsins verða þau Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Özur Snorrason. Nánari dagskrá má […]

Ferð í Héraðsdóm Suðurlands

Mánudaginn 11. febrúar fór hópur nemenda úr 9. og 10. bekk í Sunnulækjarskóla sem eru í lögfræðivali í heimsókn í Héraðsdóm Suðurlands. Þar tók á móti okkur aðstoðarmaður dómara hún Sólveig Ingadóttir, en hún er löglærður fulltrúi og sinnir ýmsum störfum hjá dómnum. Sólveig útskýrði fyrir nemendum hvar hver situr í dómssalnum og hvert hlutverk […]

Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar og tillögur

Meðfylgjandi er skýrsla Haraldar L. Haraldssonar „Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar og tillögur“. Í skýrslunni eru settar fram 132 tillögur um mögulegar breytingar í rekstri og skipuriti Sveitarfélagsins Árborgar. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, 27. febrúar, að tillögum skýrslunnar verði vísað til úrvinnslu hjá bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar, í samstarfi […]

Nýtt skipurit Sveitarfélagsins Árborgar

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi nýtt skipurit fyrir sveitarfélagið Árborg. Skipuritið mun taka gildi eftir því sem kostur er á morgun, 1. mars. Vönduð stjórnun er forsenda þess að vel takist til í þjónustu og rekstri sveitarfélagsins. Nýju skipuriti fyrir Sveitarfélagið Árborg er ætlað að skýra hlutverk og ábyrgð og stuðla þannig að […]

Vor í Árborg 25. – 28. apríl 2019

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2019″ verður haldin 25. – 28. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna. Fjölskylduleikurinn, „Gaman- saman sem fjölskylda”– verður áfram hluti af […]

Innritun í grunnskóla skólaárið 2019−2020

Innritun barna sem eru fædd árið 2013 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2019 fer fram 20. febrúar−4. mars næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg á arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að […]

Innleiðing á stöðumati fyrir nýja nemendur af erlendum uppruna

Sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær í samstarfi við Menntamálastofnun hafa unnið að þýðingu og staðfæringu á sænsku stöðumatstæki sem hefur verið notað með góðum árangri í Svíþjóð fyrir nýja nemendur af erlendum uppruna sem eru tiltölulega nýkomnir til landsins. Lagt er m.a. mat á fyrri þekkingu og reynslu sem og læsi og talnaskilning. Meginmarkmið þessa […]

Frístundastyrkur Árborgar vel nýttur árið 2018

Frístundastyrkur Árborgar var vel nýttur af foreldrum og forráðamönnum árið 2018 en um 1.500 börn búsett í sveitarfélaginu fengu frístundastyrk upp í sína frístund. Heildarfjöldi barna á þessum aldri (5 – 17 ára) er um 1.860 talsins og nýtingarhlutfallið því um 80% sem er mjög gott. Hægt er að nota frístundastyrkinn í flestar frístundir og […]

Breytingar eru framundan hjá Selfossveitum

Mínar síður Breytingar eru framundan hjá Selfossveitum. Frá og með 26. febrúar n.k verða hitaveitureikningar ekki lengur sendir til viðskiptavina á pappírsformi og í rafræna birtingu í heimabanka. Framvegis verða reikningar birtir á Mínar síður sem nálgast má á heimasíðu Árborgar https://www.arborg.is.

Dansveisla í IÐU í hádeginu fimmtudaginn 14. febrúar

Staðið verður fyrir dansveislu í IÐU í hádeginu á morgun og taka þannig þátt í viðburði UN Women – Miljarður rís. Á þennan viðburð eru ALLIR velkomnir. Álíka dansveisla verður haldin um allt land (fyrir utan þá stóru sem verður í Hörpunni) og þar er Árborg og nágrenni enginn eftirbátur. Ath það mega allir dansa, […]

Framúrskarandi vinna við öryggismál á Jötunheimum

Leikskólinn Jötunheimar á Selfossi fékk viðurkenningu frá Brunavörnum Árnessýslu í dag fyrir framúrskarandi vinnu við öryggis- og viðbragðsmál innan leikskólans. Í dag, 11.2 er 112 dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Brunavarnir Árnessýslu fengu heimsókn frá eldri deildunum á Jötunheimum í morgun þar sem krakkarnir fengu stutta kynningu á starfsemi slökkviliðsins auk umræðu um neyðarnúmerið 112, eldvarnir […]

Ráðhús Árborgar – breyttur opnunartími

Á fundi bæjarráðs Árborgar 7. febrúar sl. var samþykkt breyting á opnunartíma Ráðhúss Árborgar. Frá og með fimmtudeginum 14. febrúar verður Ráðhús Árborgar opið frá kl. 10:00 – 16:00 alla virka daga. Þetta fyrirkomulag verður haft til reynslu til 31. maí 2019.

Íbúar í Árborg geta fengið sand og salt til að hálkuverja heima hjá sér

Íbúar í Árborg geta komið í Þjónustumiðstöðina að Austurvegi 67 á opnunartíma og fengið sand og salt til að hálkuverja heima hjá sér, hafa bara með sér fötu eða poka. Opið: Mánudaga – fimmtudaga: 08:00-12:00 og 12:30-15:00 – Opið: föstudaga 08:00 – 12:00 Lokað í hádeginu  kl. 12:00 – 12:30

Ný skólahverfi á Selfossi

Í tengslum við undirbúning að byggingu og stofnun nýs skóla í Björkurstykki var ákveðið að endurskoða skólahverfin á Selfossi. Það hefur nú verið gert eftir greiningarvinnu verkfræðistofunnar VSÓ. Fyrst í stað fara þau börn sem tilheyra nýja skólanum og innritast í grunnskóla skólaárið 2019-2020 í Vallaskóla. Gert er ráð fyrir að nemendur í dreifbýli sæki […]

Innleiðing lífrænnar sorpflokkunnar í Árborg – Spurt og svarað

Þurfa allir að flokka lífrænt sorp? Það er mjög mikilvægt að allir íbúar sveitarfélagsins flokki lífrænan úrgang frá heimilissorpi. Sama hvaða leið er skoðuð í meðhöndlun á heimilissorpi þá er vinnsla á lífrænum úrgangi alltaf mun ódýrari og að auki mun umhverfisvænni. Hvert flokkað kíló sparar sveitarfélaginu útgjöld og hefur það beinar afleiðingar á sorphirðugjald. […]

Bjarkey í Jötunheimum á Selfossi sigraði í ritlistarsamkeppni

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins miðvikudaginn 6. febrúar. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi […]

Að bera meira úr býtum

Fimmtudaginn 24. janúar sl. var haldin málstofan Að bera meira úr býtum á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs í Háskóla Íslands. Þar voru kynntar helstu niðurstöður rannsóknar- og samstarfsverkefnis þriggja grunnskóla og Rannsóknarstofunnar. Margir fulltrúar Árborgar létu til sín taka en eftir kynningu Eddu Kjartansdóttur, fundarstjóra, var Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri með setningarávarp. Eftir kynningu Önnu […]

UPPFÆRT – Sundlaugum Árborgar lokað að hluta til vegna mikils kulda næstu daga

Vegna mikils kulda þarf að loka útisvæði Sundhallar Selfoss fimmtudag til mánudags en innilaugunum verður haldið opnum þessa daga. Sundlaugin á Stokkseyri verður opin í dag, fimmtudag til kl. 18:30 en lokuð föstudag til mánudags. Stefnt er á að opna báðar laugar að fullu nk. þriðjudaginn 5.febrúar samkvæmt opnunartíma. Íbúar og gestir eru beðnir velvirðingar […]

Dagur leikskólans 6. febrúar 2019

Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verður Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 12. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á Dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Ráðhús Árborgar lokar kl. 14:45 mánudaginn 4. febrúar

Vegna starfsmannafundar lokar Ráðhús Árborgar kl. 14:45 mánudaginn 4. febrúar.  

Tilkynning frá Selfossveitum – nýtum heita vatnið vel

Vegna mikillar kuldatíðar næstu daga hvetjum við íbúa til að fara sparlega með heita vatnið. Fólk getur sparað heitt vatn og þar með kyndikostnað sinn með því að gæta að því að gluggar séu ekki opnir og útidyr ekki látnar standa opnar lengur en þörf er á. Þá skipta einnig máli stillingar ofna – að […]

Frístundaakstur – breytingar á tímatöflu 28.janúar 2019

Tímatafla fyrir frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg breyttist lítilega mánudaginn 28. janúar. Á leið 1 innan Selfoss er bætt við endastoppi í Sunnuækjarskóla í lok dagsins kl. 16:05 og á leið 2 Eyrabakki – Stokkseyri – Selfoss eru tímasetningar á síðustu ferð dagsins samræmdar við aðrar ferðir. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kynna sér […]

Styrkur til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignaskatts

Styrkur til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignaskatts Frestur til að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum í Sveitarfélaginu Árborg sem nýttar eru fyrir starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, s.s. menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi eða vinnu að mannúðarstörfum, rennur út 1. mars n.k. Skilyrði er að viðkomandi fasteign sé skráð eign almenns […]

Álagning fasteignagjalda 2019

Álagning fasteignagjalda 2019 Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2019 er nú lokið. Hvorki  verða sendir út álagningarseðlar né greiðsluseðlar fyrir fasteignagjöldum ársins 2019. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir ,,Mínar síður“. Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Sem fyrr birtast kröfur vegna fasteignagjalda í netbanka greiðanda.

Viðbætur við gjaldskrá frístundaheimila Árborgar

Þrátt fyrir að ný gjaldskrá frístundaheimila í Sveitarfélaginu Árborg sem tók gildi um áramótin hafi í för með sér lækkun fyrir flesta notendur er um að ræða talsverða hækkun hjá hluta notenda. Af þessum ástæðum hefur bæjarráð Árborgar samþykkt að bætt verði við möguleika á styttri vistun í frístundaheimilum Árborgar á Selfossi og sérstökum 10% […]

Skíðagöngubrautir á Svarfhólsvelli

Golfklúbbur Selfoss hefur í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg lagt skíðagöngubrautir á Svarfhólsvelli sem er golfvöllurinn í jaðri Selfoss. Brautirnar eru tvær (sjá mynd) og er önnur gul 1,4 km og hin rauð 1,4 km en hægt er að tengja þær saman og ganga um 2,4 km í einum hring. Upphafsstaður er á bílaplaninu við golfskálann […]

Opinn fundur um viðburði og bæjarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2019

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2019. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, mánudaginn 28.janúar nk. kl.18:00. Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og ræða um bæjar- og menningarhátíðar sem haldnar eru í Sveitarfélaginu Árborg á árinu 2019.

Breyting á systkinaafslætti fyrir leikskóla og frístundaheimili í Árborg

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar miðvikudaginn 16. janúar sl. var samþykkt samhljóða breyting um systkinaafslátt í gjaldskrá í leikskólum og frístundaheimilum í Árborg, systkinaafsláttur með öðru barni (kennsluhlutanum) hækkar úr 25% í 50%. Afsláttur af þriðja barni er áfram 100%. 

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna aðgerða á orkuöflunarsvæðum Selfossveitna má búast við að þrýstingur verði lægri en venjulega á heita vatninu helgina 18 – 20. janúar. Aðgerðir hefjast seinnipart föstudagsins 18.janúar en er lokið mánudagsmorguninn 21.janúar. Reynt verður að lágmarka áhrif á  íbúa á meðan þetta stendur yfir. Ef einhver óþægindi verða vegna þessara aðgerða er beðist velvirðingar á […]

Er dagforeldrið þitt með leyfi?

Sveitarfélagið í Árborg vill vekja athygli á þjónustu dagforeldra en ekki síður að brýna mikilvægi þess að foreldrar taki vel upplýsta ákvörðun þegar þeir standa frammi fyrir vali á gæslu fyrir börn sín að loknu fæðingarorlofi.

Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur á Mannamótum 2019

Í gær fimmtudag var haldin hin árlega ferðasýning / kaupstefna Mannamót af Markaðsstofum landshlutanna í Kórnum í Kópavogi. Um 280 fyrirtæki voru skráð til þátttöku í ár og ljóst að þetta voru stærstu Mannamót sem haldin hafa verið hingað til.

Frístundastyrkur Árborgar verður 35.000 kr. á hvert barn árið 2019

Sveitarfélagið Árborg veitir áfram foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-17 ára,  með lögheimili í Árborg, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.  Árið 2019 er styrkurinn 35.000 krónur á hvert barn sem er hækkun um 5000 kr. frá fyrra ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu 2019 (til 31.desember) óháð fjölda greina/námskeiða. […]

Kátir krakkar í Vallaskóla fá endurskinsvesti

Forsvarsmenn Foreldrafélags Vallaskóla komu færandi hendi sl. þriðjudag og færðu öllum krökkum í 1. bekk Vallaskóla á Selfossi endurskinsvesti með nafni og merki skólans, að gjöf. Með í för voru fulltrúar frá lögreglunni á Suðurlandi sem fræddu börnin um mikilvægi þess að nota vestin.  

Tilboð opnuð

Í dag, þriðjudaginn 15.janúar 2019, voru opnuð tilboð í verkið „Larsenstræti 2019“ Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin. Eftirfarandi tilboð bárust:    

Rannsóknarverkefni í Árborg fær veglegan styrk

Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 10. janúar síðastliðinn var úthlutað tveimur styrkjum, samtals 1,5 milljónum króna til tveggja rannsóknarverkefna á Suðurlandi. Styrkþegar ársins eru Ástrós Rún Sigurðardóttir og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, báðar nemendur við Háskóla Íslands. Báðar rannsóknirnar eru afar áhugaverðar en rannsókn Ástrósar, sem er deildarstjóri í Vallaskóla, fer fram […]

Heimsókn faghóps MSS í Flóa og Árborg

Fimmtudaginn 10. janúar hittist faghópur Markaðsstofu Suðurlands á nýjasta hóteli Flóahrepps, Hotel 360°.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning  2019

Samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016 þarf að sækja um sérstakan húsnæðis-stuðning til sveitarfélaga. Almennan húsnæðisstuðning skal sækja um til Íbúðalánasjóðs á vefsíðunni husbot.is.

Jólagluggi Árborgar – Vinningshafar 2018

Heppnir þátttakendur voru dregnir út í jólagluggaleik Árborgar 2018.

Tillaga að matsáætlun vegna Hreinsistöð fráveitu á Selfossi, Árborg

Sveitarfélag Árborga hefur sent Skiplagsstofnun tillögu  að matsáætlun vegna Hreinsistöð fráveitu á Selfossi, Árborg. Tillagan að matsáætlun er komin í umsagnarferli hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. janúar 2019 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Ný menntastefna Árborgar

Ný menntastefna Árborgar 2018-2022 markar framtíðarsýn í skólamálum sveitarfélagsins og á erindi til alls samfélagsins. Nú sem fyrr var leitast við að fá sem flesta að stefnumótunarvinnunni enda komu margir að gerð menntastefnunnar, m.a. nemendur, foreldrar og starfsfólk skólanna. Einnig tóku fulltrúar fræðsluyfirvalda og atvinnulífs virkan þátt í vinnunni. Metnaður, virðing, vinátta og gleði eru […]

Söfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg lau. 12. janúar 2019

Laugardaginn 12.janúar 2019 verða jólatrén hirt upp í Sveitarfélaginu Árborg. Íbúar geta þá sett jólatrén sín út á gangstétt eða lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Mikilvægt að trén séu sýnileg frá götu þannig að auðvelt sé að fjarlægja þau. Farið verður af stað í söfnunina um kl. 10:00 laugardaginn 12. janúar og mikilvægt er […]

Fyrsta fréttabréf fræðslusviðs Árborgar á árinu 2019

Nú í upphafi ársins 2019 gefur fræðslusvið Árborgar út rafrænt fréttabréf sem fjallar um margt sem er á döfinni hjá skólum og skólaþjónustu sveitarfélagsins. Í fréttabréfinu eru m.a. fréttir af skemmtilegum verkefnum í leik- og grunnskólum, fjallað um haustþing 8. deildar FL og FSL og fræðslu um kvíða í 7.-10. bekk. Einnig er nýr talmeinafræðingur […]

NÚ MÁ FLOKKA PLASTUMBÚÐIR OG MÁLMA Í BLÁU TUNNUNA Í ÁRBORG!

Hvaða plast má flokka? Pokar, t.d. undan kaffi, kartöfluflögum o.fl. – Plastbrúsar, t.d. undan sápum og hreinsiefnum. – Bakkar undan matvöru – Plastpokar – Plastfilma, glær og lituð  Plastdósir, t.d. undan ýmsum mjólkurvörum. – Plast utan af ýmissi þurrvöru. Einnig má flokka málma, t.d. niðursuðudósir, álpappír, krukkulok og sprittkertakoppar – á að losa beint […]

Móttaka ökutækja til afskráningar og förgunar í Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Netparta ehf. um að taka við ökutækjum til afskráningar og förgunar sem áður komu til móttöku á Gámastöð Árborgar. Ekki er lengur tekið við ökutækjum á Gámastöð Árborgar. Á meðfylgjandi korti má sjá staðsetningu Netparta.

Alþjóðaflugvöllur í Flóanum – fundur með landeigendum

Alþjóðaflugvöllur í Flóanum – fundur með landeigendum Sveitarfélagið Árborg hefur boðað landeigendur til fundar þriðjudaginn 8. janúar. Á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifssvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum, þar sem heitir Stokkseyrarmýri og Brautartunga. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað.

Jól í Árborg 06. janúar 2019

 

Opnir íþróttatímar í íþróttahúsi Vallaskóla á sunnudögum kl. 10:00

Sveitarfélagið Árborg verður áfram með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu Vallaskóla á Selfossi núna á nýju ári. Fyrsti tíminn verður nk. sunnudag 6. janúar kl. 10:00 – 11:30 og er stefnan að halda þessum tímum vikulega fram eftir vetri. Foreldrar eru velkomnir á þessum tímum með börnin sín í íþróttahús Vallaskóla. Árni Páll Hafþórsson og Díana Gestsdóttir sjá […]

Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg áfram á vorönn 2019

Sveitarfélagið Árborg hefur framlengt samning við Guðmund Tyrfingsson ehf. um fristundaakstur fyrir grunnskólabörn í sveitarfélaginu vorið 2019. Um er að ræða áframhald á tilraunaverkefni sem hófst sl. haust og felur í sér tvær akstursleiðir sem ganga eftir hádegi alla virka daga. Leið 1 gengur frá kl. 13:10 – 16:00 innan Selfoss milli grunnskóla, íþróttamannvirkja og tónlistarskóla Árnesinga […]