image_pdfimage_print

Bókasafn Árborgar á Selfossi býður krökkum á aldrinum 8-12 ára að taka þátt í Micro:bit tækjaforritun

Laugardaginn 17. nóvember, frá klukkan 11:30 til 13:30, býður Bókasafn Árborgar – Selfossi krökkum á aldrinum 8-12 ára að koma og taka þátt í Micro:bit tækjaforritun. Námskeiðið er unnið í samvinnu við https://www.facebook.com/SkemaEducation/ og er sambærilegt við makey makey forritunarnámskeiðið sem boðið var uppá í tengslum við Vor í Árborg í apríl.

Gjöf frá foreldrafélagi Sunnulækjarskóla

Í morgunsárið, fimmtudaginn 15. nóvember, komu fulltrúar foreldrafélags Sunnulækjarskóla færandi hendi í skólann okkar. Erindið var að færa öllum nemendum í 1. bekk endurskinsvesti.  Lögreglan var með í för og aðstoðaði við afhendinguna.  Allir voru glaðir með gjöfina og kunnum við foreldrafélagi skólans bestu þakkir fyrir og hvetjum foreldra til að tryggja að vestin verið […]

Neyðarkall björgunarsveitanna

Salan á Neyðarkalli björgunarsveitanna stendur yfir þessa dagana. Neyðarkallinn þetta árið er tileinkaður 90 ára afmæli Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og því klæddur í stíl við það björgunarsveitafólk sem á undan gekk. Sveitarfélagið Árborg hefur stutt myndarlega við björgunarfélagið undanfarin ár. Tryggvi Hjörtur Oddsson færði Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, Neyðarkallinn 2018 með þökk fyrir veittan stuðning.

Gjafatré fyrir jólin 2018 í Árborg

Sveitarfélagið Árborgar óskar eftir grenitrjám úr heimagörðum sem íbúar þurfa að losa sig við og gætu nýst sem torgtré. Við komum á staðinn og metum hvort trén eru nothæf og verða þau þá fjarlægð viðkomandi að kostnaðarlausu. Vinsamlegast sendið póst á birna@arborg.is eða hafið samband við umhverfisdeildina í síma 480-1900.

Evrópsk nýtnivika 17. -25. nóvember

Hugmyndin að Nýtniviku er að vekja athygli á sjálfbærum auðlindum og úrgangsstjórnun. Nauðsynlegt er að draga úr magni úrgangs en það er helst gert með að minnka neyslu, lengja líftíma hluta, samnýta þá og tryggja þeim framhaldslíf ef þeir gagnast ekki fyrri eiganda lengur.  Allir geta tekið þátt í Nýtniviku með ýmsum hætti.

Jólaljósin kveikt í Árborg fimmtudaginn 15. nóvember

Jólahátíðin nálgast og hér í Sveitarfélaginu Árborg markar tendrun jólaljósanna ákveðið upphaf jólanna á hverju ári. Fimmtudaginn 15.nóvember nk. kl. 17:40 ætlum við að hittast öll fyrir framan bókasafnið á Selfossi og kveikja á jólaljósunum. Þórir Geir Guðmundsson og Fannar Freyr Magnússon ætla að spila fyrir okkur nokkur lög og Barna- og unglingakór Selfosskirkju syngur […]

Sunnulækjarskóli – Jól í skókassa

Mánudaginn 5. nóvember voru tenglarnir í 7. bekk með bekkjarkvöld þar sem nemendur og foreldrar hittust hér í skólanum og útbjuggu gjafir fyrir verkefnið „Jól í skókassa“ sem KFUM og KFUK heldur utan um.

Í dag, mánudaginn 12.nóvember 2018, voru opnuð tilboð í verkið „Bjarkarland – Gatnagerð og lagnir – Hönnun

Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin. Eftirfarandi tilboð bárust:

Lokun á Sólvöllum vegna viðgerða á fráveitulögnum

Vegna bilunar í fráveitu verður unnið að viðgerðum á fráveitulögnum í Sólvöllum á næstu vikum. Búast má við lokun á Sólvöllum á verktíma en til að byrja með verður götunni lokað við Reynivelli og við Sólvelli 11. Ný vegtenging verður opnuð til bráðabirgða frá Reynivöllum inná bílaplan leikskólans Álfheima en vegfarendur sem ekki eiga erindi […]

Framkvæmdir hefjast við miðbæ Selfoss

Sigtún Þróunarfélag er nú að undirbúa framkvæmdir við nýjan miðbæ. Nú er verið að girða svæðið af en framkvæmdaleyfi ætti að verða tilbúið í næstu viku, ef að líkum lætur. Fyrsta stig framkvæmda verður að grafa upp og fjarlægja allan óburðarhæfan jarðveg, niður á burðarhæfan botn. Fyrirhugað er að jarðefnum verði ekið á nýtt losunarsvæði […]

Dagur gegn einelti: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig“

Í dag, 8. nóvember er „Dagur gegn einelti“ og af því tilefni vill forvarnarhópur Árborgar leggja áherslu á mikilvægi þess að við sýnum hvert öðru virðingu og leggjum rækt við góð samskipti og vináttu. Einelti er skilgreint sem ofbeldi þar sem einn eða fleiri ráðast að einum einstakling og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma. Ofbeldið […]

Útisundlaug í Sundhöll Selfoss opnar aftur fim. 8.nóvember

Útisundlaugin í Sundhöll Selfoss hefur verið lokuð vegna viðgerða sl. daga og vegna óviðráðanlegra orsaka þá seinkar opnun á henni til fim. 8.nóvember. Búist er við að hún verði komin í fulla virkni um hádegi fim. 8.nóv.  Tekið skal fram að opið er í aðrar laugar og potta. Kveðja starfsfólk Sundlauga Árborgar  

Frístundaakstur í Árborg – Breyting á tímatöflum frá 5. nóv. nk.

Eftir fyrstu mánuðina hefur Sveitarfélagið Árborg fengið ýmsar ábendingar um frístundaaksturinn sem byrjaði nú í haust. Flestar er mjög jákvæðar en einnig gagnlegar sem ættu að geta bætt þjónustuna og aukið nýtingu. Nú hefur verið ákveðið að bæta aðeins við og breyta tímatöflum fyrir bæði leið 1 og 2 en þær taka gildi nk. mánudag […]

Bæjarráð Árborgar fjallaði um tillögur samgönguáætlunar  fyrir árin 2019-2033

Umsögn Árborgar um tillögur til þingsályktana um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 og fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023. Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar ályktaði á fundi sínum, 17. október síðastliðinn, um framlagðar tillögur að samgönguáætlunum. Fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar eru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við þrjá þætti þessara tillagna um þingsályktanir: Framkvæmdir við hringtorg og undirgöng við […]

Hestur í óskilum

Rauðblesótt ca 5-6 ára hryssa í óskilum. Nánari upplýsingar veitir Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi Árborgar, S.480 1500

Jól í Árborg 2018 – Viðburðadagatal og jólagluggar

Viðburðadagatal fyrir jólahátíðina 2018 Líkt og undanfarin ár ætlar Sveitarfélagið Árborg að láta gera sérstakt viðburðadagatal fyrir jólahátíðina 2018.

Forvarnarhópur Árborgar – Foreldrasýning og málþing „Lof mér að falla“ þri. 23.okt. SÝNING HEFST KL.17:30

Forvarnarhópur Sveitarfélagsins Árborgar býður upp á sýningu á myndinni „Lof mér að falla“ í samstarfi við Bíóhúsið á Selfossi þriðjudaginn 23. október nk. kl. 17:30. Sýningin fer fram í Bíóhúsinu á Selfossi og er endurgjaldslaus.  Eftir myndina eða um kl. 20:00 verður málþing á Hótel Selfoss þar sem öllum foreldrum í sveitarfélaginu er boðið að […]

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna tengingar á nýrri stofnlögn verður heitavatnslaust í eftirfarandi götum fimmtudaginn 18.október: Tröllhólar og Dverghólar.   Vatnið verður tekið af klukkan 9:00 og verður vatnslaust fram eftir degi. Einnig verður lokað fyrir umferð á sama tíma í Suðurhólum við Tryggvagötu og innkeyrslu í Tröllhóla (sjá mynd). Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna […]

Framkvæmdanefnd ULM á Selfossi 2020 tekur til starfa

Framkvæmdanefnd unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi 2020 hefur tekið til starfa, en fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn á Selfossi sl. fimmtudag. Nefndina skipa þau Bergur Guðmundsson, Umf. Selfoss, Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og fulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar, Guðmundur Jónasson, gjaldkeri HSK, Guðríður Aadnegard, formaður HSK, Helgi S. Haraldsson, varaformaður HSK, Jakob Burgel […]

Trjágróður við lóðamörk – áskorun til íbúa!

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Dæmi eru um að gangandi og hjólandi vegfarendur þurfi að víkja af gangstéttum á akbrautir vegna trjágróðurs og getur það skapað verulega hættu, sér í lagi fyrir unga vegfarendur. Eins getur trjágróður skyggt sýn ökumanna við gatnamót sem […]

Veðurstofa Íslands setur upp veðurstöð á Selfossi í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg

Í morgun undirrituðu formaður og framkvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs undir samning við Veðurstofu Íslands um rekstur veðurstöðvar á Selfossi. Í framhaldinu var haldið í vettvangsferð um Selfoss í leit að heppilegustu staðsetningu fyrir veðurstöðina. Eftirtaldir grunn veðurþættir verða mældir á stöðinni: lofthiti í 2 m hæð yfir jörðu, vindátt og vindhraði í 10 m hæð yfir […]

Hver er þín sýn á framtíðina?

Vísinda- og tækniráð býður öllum að taka þátt í mótun vísindastefnu Íslands. Vísinda- og tækniráð efnir til opins samráðs við íslenskt samfélag um skilgreiningu brýnustu samfélagslegu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir. Öllum er boðið að taka þátt í samráðinu með því að svara nokkrum spurningum á síðunni www.samfelagslegaraskoranir.is Við hvetjum alla þá sem áhuga […]

Skrifstofan að Austurvegi 67 verður lokuð fimmtudaginn 4. okt og föstudaginn 5. okt. nk.

Skrifstofa framkvæmda- og veitusviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, verður lokuð fimmtudaginn 4. okt og föstudaginn 5. okt. nk. vegna starfsmannaferðar.

Sundlaugar Árborgar loka fyrr í kvöld, 1.okt vegna viðgerðar Selfossveitna

Í kvöld, mánudaginn 1. október lokar Sundhöll Selfoss kl. 19:00 og Sundlaug Stokkseyrar kl. 19:30 vegna viðgerðar á heitavatnslögnum. Stefnt er á að opna sundlaugarnar aftur samkvæmt opnunartíma þriðjudaginn 2. október. Gestir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokuninn kann að hafa. 

Tilkynning frá Selfossveitum – lítill þrýstingur á heitu vatni mán. 1.okt eftir kl. 20:00

Vegna viðgerða verður lítill þrýstingur á heitu vatni í Sveitarfélaginu Árborg mánudagskvöldið 1.október nk. Viðgerðir hefjast klukkan 20:00 og standa fram á nóttina en aðgerðum verður hraðað eins og hægt er. Íbúar eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið á meðan aðgerðir standa yfir og forðast notkun á blöndunartækjum (t.d sturta og böð) þar […]

Menningarmánuðurinn október hefst í Árborg

Menningarmánuðurinn október hefst nk. sunnudag í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka þar sem síðasta degi sumaropnunar er fagnað með laufléttri dagskrá milli kl. 11:00 og 18:00. Hver viðburðurinn af fætur öðrum mun síðan þekja októbermánuð og ættu allir aldurshópar að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Sérstök athygli er vakin á listasmiðju með Davíð Art í […]

Malbiksframkvæmdir á bílastæði við Tryggvagötu fim. 27.sept.

Vegna malbiksframkvæmda hefur bílastæði við Tryggvagötu frá Bifröst – Skólavistun Vallaskóla að Sundhöll Selfoss verið lokað. Gert er ráð fyrir að svæðið verði malbikað á morgun, 27.september og svæðið verði lokað fram eftir degi. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokunina og fjarlægja bíla sína af svæðinu fyrir klukkan 8:00 fimmtudaginn 27.september svo framkvæmdin gangi sem […]

Kröfu um ógildingu íbúakosninganna 18. ágúst sl. hafnað

Tekið var fyrir í bæjarráði úrskurður kjörnefndar um atkvæðagreiðslu í Sveitarfélaginu Árborg sem fram fór þann 18. ágúst sl. Bæjarráð fagnar þeim úrskurði kjörnefndar Sýslumannsins á Suðurlandi að hafna skuli kröfum kærenda um ógildingu íbúakosninganna 18. ágúst síðastliðinn.

Ársskýrsla fræðslusviðs 2017-2018

Út er komin ársskýrsla fræðslusviðs Árborgar fyrir skólaárið 2017‒2018. Þar er fjallað um helstu áherslur skóla og skólaþjónustu Árborgar. Þar er m.a. kynning á:  ·  starfi leik- og grunnskóla í Árborg ·  breyttu verklagi skólaþjónustu og helstu lykiltölum ·  eflingu snemmtækrar íhlutunar í Árborg ·  undirbúningsvinnu v/nýs skóla á Selfossi ·   umbóta- og þróunarverkefnum sem fengu styrki úr Erasmus+ og […]

Sundlaug Stokkseyrar lokuð fim. 20.sept vegna viðgerðar við vatnslögn

Sundlaug Stokkseyrar verður lokuð fimmtudaginn 20. september nk. vegna viðgerðar við heitavatnslögn. Opnum aftur föstudaginn 21. september. 

Tilkynning frá Selfossveitum – viðgerð fim. 20.sept

Vegna viðgerðar á Eyralögn fimmtudaginn 20. september nk. verður lítill þrýstingur á heita vatninu á Selfoss auk þess sem vatnslaust verður í kringum Larsenstræti og á Eyrarbakka og Stokkseyri.  Viðgerð hefst kl. 9:00 og stendur fram eftir degi. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Tyrkir frá Konya sóttu Árborg heim

Erasmus+faghópur frá borginni Konya í Tyrklandi sótti Árborg heim dagana 10.-15. september sl. Hópurinn fékk kynningu á sveitarfélaginu, meðal annars leik- og grunnskólum, skólaþjónustu, félagsþjónustu, bókasafni og frístunda- og íþróttamálum. Fyrir utan heimsóknir í leik- og grunnskóla var skólaheimsókn í FSu og kynning á Fjölheimum og Fishersetrinu.

Skákkennsla grunnskólabarna

Frá skáknámsskeiði í Fischersetri Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00– 12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Fundarröð um mótun menntastefnu hófst í Árborg

Fundaröð um mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030 hófst í Árborg í gær, mánudaginn 3. september, að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur og félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni. Á næstu mánuðum fara sem kunnugt fram um land allt, fræðslu- og umræðufundir helgaðir Menntun fyrir alla og því endurmati sem stendur yfir á núgildandi […]

Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg hefst mán. 3. sept. nk.

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Guðmund Tyrfingsson ehf. um fristundaakstur fyrir grunnskólabörn í sveitarfélaginu haustið 2018. Um er að ræða tilraunaverkefni sem felur í sér tvær akstursleiðir sem ganga frá kl. 13:00 – 15:30 alla virka daga. Leið 1 gengur innan Selfoss milli grunnskóla, íþróttamannvirkja og tónlistarskóla Árnesinga og síðan leið 2 sem gengur frá […]

Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði síðastliðið vor þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.

Opnun tilboða í frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg

Mánudaginn 20. ágúst voru opnuð tilboð í „Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg“. Tvö fyrirtæki skiluðu inn tilboðum en það voru Guðmundur Tyrfingsson ehf. og Icelandsbus – all kind of buses ehf. Tilboðin voru eftirfarandi:

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna viðgerða verður heitavatnslaust norðan við Ölfusárbrú aðfaranótt föstudagsins 24.ágúst. Lokað verður fyrir heita vatnið klukkan 1:00 eftir miðnætti en viðgerðum verður hraðað eins og hægt er. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Leiðrétting á kynningarbæklingi um íbúakosningu þann 18. ágúst

Athygli er vakin á því að á bakhlið bæklings um íbúakosningu segir að svara þurfi báðum spurningum á kjörseðli til að hann teljist ekki ógildur. Þessar upplýsingar eru ekki réttar og geta kjósendur því kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. 

Umhverfisverðlaun Árborgar 2018

Sveitarfélagið Árborg veitti síðasta laugardag í Sigtúnsgarðinum eftirfarandi umhverfisverðlaun: Árbakka 5, fyrir fallegasta garð ársins 2018 og Menam, fyrir fallegasta fyrirtæki ársins 2018. Fallegasta gatan var afhjúpuð föstudaginn 10. ágúst og hlaut Tröllhólar titilinn fallegasta gata ársins.

Samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga fær styrk úr Sprotasjóði

Skólaþjónusta Árborgar, fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar og skólaþjónusta Reykjanesbæjar hafa átt í samstarfi um þróunarverkefni sem gengur meðal annars út á það að styrkja nám, líðan og félagslega stöðu nemenda af erlendum uppruna í skólum. Markmið þess er að styðja skólana í að staðsetja nemendur af erlendum uppruna hvað varðar fyrri þekkingu og reynslu. Niðurstöður […]

Lokun Ölfusárbrúar hefur verið flýtt til kl 16:00 mánudaginn 13. ágúst

Lokun brúarinnar yfir Ölfusá hefur verið flýtt til kl 16:00  mánudaginn 13. ágúst þar sem rigningarskýin færast hraðar að landi en gert var ráð fyrir.   Vegna viðgerða verður brúin  yfir Ölfusá lokuð í viku um miðjan ágúst. Áætlað er að loka þann 12. ágúst á miðnætti, opna fyrir morgunumferð kl. 6:00 þann 13. ágúst og […]

Fimmtudaginn 8. ágúst sl. voru opnuð tilboð í verkið  „Dælustöð Austurvegi 67“

Bjóðandi:  ÞG Verk ehf. – Tilboðsverð eftir yfirferð: 361.337.895 kr. – % af kostnaðaráætlun- 107,7% ————————————————————————————– Bjóðandi: Vörðufell ehf.- Tilboðsverð eftir yfirferð: 377.821.528 kr. – % af kostnaðaráætlun – 112,6% —————————————————————————————

20 ára afmælislag Sveitarfélagsins Árborgar

Sveitarfélagið Árborg samþykkti nú í sumar styrk til Valgeirs Guðjónssonar þess efnis að vinna lag í tilefni af 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar. Nú er lagið að líta dagsins ljós og verður það frumflutt nk. laugardag 11.ágúst kl. 21:30 í Sigtúnsgarðinum á undan Sléttusöngnum á Sumar á Selfossi. 

Sumar á Selfossi dagana 9. til 12. ágúst 2018

Fjögurra daga bæjar- og fjölskylduhátíð þar sem íbúar taka virkan þátt og skreyta hverfin í litum en bærinn er í einstökum búning þessa helgi. Fjölbreitt dagskrá fyrir alla bæjarbúa! Tónleikar á fimmtudags- og föstudagskvöldi í stóru tjaldi í Sigtúnsgarðinum Selfossi. Morgunverður á laugardegi ásamt fjölskyldudagskrá, sléttusöng og flugeldasýningu. Sjáumst! Myndir frá Sumar á Selfossi er […]

Malbikunarframkvæmdir við Ölfusárbrú 8. – 9. ágúst

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir: Á miðvikudagskvöld og nótt 8.-9. ágúst  er stefnt að því að fræsa og malbika 50m kafla beggja megin við Ölfusárbrú. Umferðarstýring verður á meðan kaflarnir verða fræstir, frá 20:00 til 23:00. Brúnni verður svo lokað frá 23:00 til 02:00 á meðan malbikun fer fram. Tekið […]

Skólasetning skólaárið 2018-2019

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir miðvikudaginn 22. ágúst 2018. Meðfylgjandi eru upplýsingar um tímasetningar hvers skóla.

Aukin niðurgreiðsla á garðslætti fyrir eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Árborg

Á fundi bæjarráðs Árborgar þann 2. ágúst sl. var gerð breyting á endurgreiðslu vegna garðsláttar fyrir eldri borgara og öryrkja en eftir breytingu verður hámarkskostnaður garðeigenda 4.500 kr fyrir hvern slátt. Áfram fá eldri borgarar og öryrkjar niðurgreidd verk eins og hreinsun beða og frágang eftir hreinsun (tvær beðahreinsanir að hámarki 30.000 kr hvor beðahreinsun) […]

Bæjarráð staðfestir samning við Gísla Halldór Halldórsson

Bæjarráð Árborgar staðfesti á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 2.ágúst ráðningarsamning við Gísla Halldór Halldórsson í starf framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar. Gísli hefur formlega störf fljótlega í ágústmánuði. 

Í dag voru opnuð tilboð í verkið „Leikskólinn Álfheimar -byggingarstjórn og verkeftirlit“

Í dag voru opnuð tilboð í verkið „Leikskólinn Álfheimar -byggingarstjórn og verkeftirlit“. Eftirfarandi tilboð bárust: Mannvit: 14.500.000,- Verkís: 17.790.000,-