image_pdfimage_print

Kröfu um ógildingu íbúakosninganna 18. ágúst sl. hafnað

Tekið var fyrir í bæjarráði úrskurður kjörnefndar um atkvæðagreiðslu í Sveitarfélaginu Árborg sem fram fór þann 18. ágúst sl. Bæjarráð fagnar þeim úrskurði kjörnefndar Sýslumannsins á Suðurlandi að hafna skuli kröfum kærenda um ógildingu íbúakosninganna 18. ágúst síðastliðinn.

Ársskýrsla fræðslusviðs 2017-2018

Út er komin ársskýrsla fræðslusviðs Árborgar fyrir skólaárið 2017‒2018. Þar er fjallað um helstu áherslur skóla og skólaþjónustu Árborgar. Þar er m.a. kynning á:  ·  starfi leik- og grunnskóla í Árborg ·  breyttu verklagi skólaþjónustu og helstu lykiltölum ·  eflingu snemmtækrar íhlutunar í Árborg ·  undirbúningsvinnu v/nýs skóla á Selfossi ·   umbóta- og þróunarverkefnum sem fengu styrki úr Erasmus+ og […]

Sundlaug Stokkseyrar lokuð fim. 20.sept vegna viðgerðar við vatnslögn

Sundlaug Stokkseyrar verður lokuð fimmtudaginn 20. september nk. vegna viðgerðar við heitavatnslögn. Opnum aftur föstudaginn 21. september. 

Tilkynning frá Selfossveitum – viðgerð fim. 20.sept

Vegna viðgerðar á Eyralögn fimmtudaginn 20. september nk. verður lítill þrýstingur á heita vatninu á Selfoss auk þess sem vatnslaust verður í kringum Larsenstræti og á Eyrarbakka og Stokkseyri.  Viðgerð hefst kl. 9:00 og stendur fram eftir degi. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Tyrkir frá Konya sóttu Árborg heim

Erasmus+faghópur frá borginni Konya í Tyrklandi sótti Árborg heim dagana 10.-15. september sl. Hópurinn fékk kynningu á sveitarfélaginu, meðal annars leik- og grunnskólum, skólaþjónustu, félagsþjónustu, bókasafni og frístunda- og íþróttamálum. Fyrir utan heimsóknir í leik- og grunnskóla var skólaheimsókn í FSu og kynning á Fjölheimum og Fishersetrinu.

Skákkennsla grunnskólabarna

Frá skáknámsskeiði í Fischersetri Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00– 12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Fundarröð um mótun menntastefnu hófst í Árborg

Fundaröð um mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030 hófst í Árborg í gær, mánudaginn 3. september, að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur og félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni. Á næstu mánuðum fara sem kunnugt fram um land allt, fræðslu- og umræðufundir helgaðir Menntun fyrir alla og því endurmati sem stendur yfir á núgildandi […]

Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg hefst mán. 3. sept. nk.

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Guðmund Tyrfingsson ehf. um fristundaakstur fyrir grunnskólabörn í sveitarfélaginu haustið 2018. Um er að ræða tilraunaverkefni sem felur í sér tvær akstursleiðir sem ganga frá kl. 13:00 – 15:30 alla virka daga. Leið 1 gengur innan Selfoss milli grunnskóla, íþróttamannvirkja og tónlistarskóla Árnesinga og síðan leið 2 sem gengur frá […]

Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði síðastliðið vor þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.

Opnun tilboða í frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg

Mánudaginn 20. ágúst voru opnuð tilboð í „Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg“. Tvö fyrirtæki skiluðu inn tilboðum en það voru Guðmundur Tyrfingsson ehf. og Icelandsbus – all kind of buses ehf. Tilboðin voru eftirfarandi:

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna viðgerða verður heitavatnslaust norðan við Ölfusárbrú aðfaranótt föstudagsins 24.ágúst. Lokað verður fyrir heita vatnið klukkan 1:00 eftir miðnætti en viðgerðum verður hraðað eins og hægt er. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Leiðrétting á kynningarbæklingi um íbúakosningu þann 18. ágúst

Athygli er vakin á því að á bakhlið bæklings um íbúakosningu segir að svara þurfi báðum spurningum á kjörseðli til að hann teljist ekki ógildur. Þessar upplýsingar eru ekki réttar og geta kjósendur því kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. 

Umhverfisverðlaun Árborgar 2018

Sveitarfélagið Árborg veitti síðasta laugardag í Sigtúnsgarðinum eftirfarandi umhverfisverðlaun: Árbakka 5, fyrir fallegasta garð ársins 2018 og Menam, fyrir fallegasta fyrirtæki ársins 2018. Fallegasta gatan var afhjúpuð föstudaginn 10. ágúst og hlaut Tröllhólar titilinn fallegasta gata ársins.

Samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga fær styrk úr Sprotasjóði

Skólaþjónusta Árborgar, fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar og skólaþjónusta Reykjanesbæjar hafa átt í samstarfi um þróunarverkefni sem gengur meðal annars út á það að styrkja nám, líðan og félagslega stöðu nemenda af erlendum uppruna í skólum. Markmið þess er að styðja skólana í að staðsetja nemendur af erlendum uppruna hvað varðar fyrri þekkingu og reynslu. Niðurstöður […]

Lokun Ölfusárbrúar hefur verið flýtt til kl 16:00 mánudaginn 13. ágúst

Lokun brúarinnar yfir Ölfusá hefur verið flýtt til kl 16:00  mánudaginn 13. ágúst þar sem rigningarskýin færast hraðar að landi en gert var ráð fyrir.   Vegna viðgerða verður brúin  yfir Ölfusá lokuð í viku um miðjan ágúst. Áætlað er að loka þann 12. ágúst á miðnætti, opna fyrir morgunumferð kl. 6:00 þann 13. ágúst og […]

Fimmtudaginn 8. ágúst sl. voru opnuð tilboð í verkið  „Dælustöð Austurvegi 67“

Bjóðandi:  ÞG Verk ehf. – Tilboðsverð eftir yfirferð: 361.337.895 kr. – % af kostnaðaráætlun- 107,7% ————————————————————————————– Bjóðandi: Vörðufell ehf.- Tilboðsverð eftir yfirferð: 377.821.528 kr. – % af kostnaðaráætlun – 112,6% —————————————————————————————

20 ára afmælislag Sveitarfélagsins Árborgar

Sveitarfélagið Árborg samþykkti nú í sumar styrk til Valgeirs Guðjónssonar þess efnis að vinna lag í tilefni af 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar. Nú er lagið að líta dagsins ljós og verður það frumflutt nk. laugardag 11.ágúst kl. 21:30 í Sigtúnsgarðinum á undan Sléttusöngnum á Sumar á Selfossi. 

Sumar á Selfossi dagana 9. til 12. ágúst 2018

Fjögurra daga bæjar- og fjölskylduhátíð þar sem íbúar taka virkan þátt og skreyta hverfin í litum en bærinn er í einstökum búning þessa helgi. Fjölbreitt dagskrá fyrir alla bæjarbúa! Tónleikar á fimmtudags- og föstudagskvöldi í stóru tjaldi í Sigtúnsgarðinum Selfossi. Morgunverður á laugardegi ásamt fjölskyldudagskrá, sléttusöng og flugeldasýningu. Sjáumst! Myndir frá Sumar á Selfossi er […]

Malbikunarframkvæmdir við Ölfusárbrú 8. – 9. ágúst

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir: Á miðvikudagskvöld og nótt 8.-9. ágúst  er stefnt að því að fræsa og malbika 50m kafla beggja megin við Ölfusárbrú. Umferðarstýring verður á meðan kaflarnir verða fræstir, frá 20:00 til 23:00. Brúnni verður svo lokað frá 23:00 til 02:00 á meðan malbikun fer fram. Tekið […]

Skólasetning skólaárið 2018-2019

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir miðvikudaginn 22. ágúst 2018. Meðfylgjandi eru upplýsingar um tímasetningar hvers skóla.

Aukin niðurgreiðsla á garðslætti fyrir eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Árborg

Á fundi bæjarráðs Árborgar þann 2. ágúst sl. var gerð breyting á endurgreiðslu vegna garðsláttar fyrir eldri borgara og öryrkja en eftir breytingu verður hámarkskostnaður garðeigenda 4.500 kr fyrir hvern slátt. Áfram fá eldri borgarar og öryrkjar niðurgreidd verk eins og hreinsun beða og frágang eftir hreinsun (tvær beðahreinsanir að hámarki 30.000 kr hvor beðahreinsun) […]

Bæjarráð staðfestir samning við Gísla Halldór Halldórsson

Bæjarráð Árborgar staðfesti á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 2.ágúst ráðningarsamning við Gísla Halldór Halldórsson í starf framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar. Gísli hefur formlega störf fljótlega í ágústmánuði. 

Í dag voru opnuð tilboð í verkið „Leikskólinn Álfheimar -byggingarstjórn og verkeftirlit“

Í dag voru opnuð tilboð í verkið „Leikskólinn Álfheimar -byggingarstjórn og verkeftirlit“. Eftirfarandi tilboð bárust: Mannvit: 14.500.000,- Verkís: 17.790.000,-

GÍSLI HALLDÓR HALLDÓRSSON RÁÐINN BÆJARSTJÓRI SVEITARFÉLAGSINS ÁRBORGAR

Gengið hefur verið frá ráðningu Gísla Halldórs Halldórssonar í starf bæjarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar. Gísli Halldór er 51 árs gamall og hefur undanfarin fjögur ár starfað sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Áður var Gísli Halldór forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 2006 til 2014, auk þess að gegna formennsku í ýmsum ráðum og nefndum á vegum bæjarins.

Yfirkjörstjórn Árborgar heiðrar Erlend Daníelsson

Yfirkjörstjórn Árborgar færði á dögunum Erlendi Daníelssyni þakklætisvott fyrir störf sín í kjördeild fyrir Sveitarfélagið Árborg undanfarin 40 ár. Erlendur starfaði fyrst í kjördeild í alþinginskosningum í desember 1978 og hefur verið með í öllum kosningum  sem haldnar hafa verið síðan og nú síðast í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Umhverfisverðlaun Árborgar 2018

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir ábendingum frá íbúum varðandi fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtæki sveitarfélagsins. Verðlaunin verða veitt á Sumar á Selfossi og nánari tímasetning verður tilkynnt síðar. Sveitarfélagið Árborg tekur við ábendingum og tilnefningum frá íbúum til 31. júlí nk. í gegnum netfangið birna@arborg.is eða í gegnum þjónustuverið í síma 480-1900.  

Guðrún Guðnadóttir lætur af störfum hjá Sveitarfélaginu Árborg

Kveðjuhóf til heiðurs Guðrúnu Guðnadóttur, aðalbókara sveitarfélagsins, var haldið fimmtudaginn 31.maí síðastliðinn. Guðrún hefur starfað hjá Selfossbæ og síðar Sveitarfélaginu Árborg frá 20.maí 1986 eða í 32 ár samfellt. Ásta Stefánsdóttir og Ingibjörg Garðarsdóttir þökkuðu Guðrúnu fyrir gott starf fyrir sveitarfélagið og færðu henni gjöf frá Árborg.

Tilkynning frá Selfossveitum – tenging á nýrri dælustöð, lokað fyrir heitt vatn á Eyrarbakka mið. 11. júlí

Vegna tengingar á nýrri dælustöð verður lokað fyrir heitt vatn á Eyrarbakka miðvikudaginn 11. júlí nk. frá kl. 9:00 og fram eftir degi. Íbúar er beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda. 

Bryggjuhátíð Stokkseyrar 2018

Bryggjuhátíð Stokkseyrar verður haldin komandi helgi. Næg tjaldsvæði, þétt og glæsileg dagskrá fyrir alla aldurshópa. Nánar um Bryggjuhátíðina á Facebook. Bryggjuhátíð Stokkseyrar 2018 – dagskrá

Ásta Stefánsdóttir lætur af störfum hjá Sveitarfélaginu Árborg

Í dag föstudag 29 júní var síðasti vinnudagur Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Ásta hefur starfað hjá Sveitarfélaginu Árborg frá árinu 2006 fyrst sem bæjarritari og nú síðustu tvö kjörtímabil sem framkvæmdastjóri. Af því tilefni afhenti Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, henni þakklætisvott fyrir hönd sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf, og óskaði henni velfarnaðar í þeim […]

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 23. júní nk.

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka verður haldin laugardaginn 23. júní nk. en hátíðin fagnar 20 ára afmæli í ár. Dagskráin hefst kl. 9:00 í Hallskoti þar sem skógræktarfélag Eyrarbakka býður til morgunverðar. Dagskráin er síðan þétt allan daginn en m.a. verður opnuð sýning á Stað um sögu fangelsa á Íslandi, Eldsmíðafélag Íslands er með opið hús ásamt […]

Kraftur og Sunnlendingar perla armbönd á Selfossi 20. júní

Suðurland stefnir á að ná Perlubikarnum    Kraftur og Sunnlendingar perla armbönd á Selfossi 20. júní Ný armbönd sem eru í fánalitunum  Miðvikudaginn 20. júní ætla Sunnlendingar, HSK og aðildarfélög þess að taka höndum saman og perla af krafti fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Viðburðurinn verður haldinn í Fjallasal Sunnulækjarskóla á […]

Sundlaugar Árborgar lokaðar 17. júní

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri eru lokaðar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Opna aftur samkvæmt opnunartíma mánudaginn 18. júní. Gleðilegan þjóðhátíðardag.

17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka

Hátíðarhöldin á Eyrarbakka hefjast kl. 14:30 á Stað á Eyrarbakka nk. sunnudag. Dagskráin hefst á ávarpi fjallkonunnar og hátíðarræðu sem verður flutt af Kristínu Eiríksdóttur, formanni kvenfélags Eyrarbakka. Barnakór barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur ásamt leikskólabörnum, félagar úr Sirkus Íslands stíga á svið með skemmtileg atriði og afhent verða verðlaun fyrir Hópshlaupið sem fór […]

17. júní hátíðarhöld á Selfossi

17. júní hátíðarhöldin verða með hefbundnu sniði á Selfossi nk. sunnudag en dagurinn hefst á morgunjóga við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss kl. 9:00. Fyrir hádegi eru síðan viðbragðsaðilar á svæðinu með opið hús í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, hestamannafélagið Sleipnir teymir undir börnun í reiðhöllinni, bifhjólaklúbburinn Postular keyra með börnin á planinu við Sunnulækjarskóla […]

Sumarsmiðjur Zelsíuz fyrir börn fædd 2005-2007

Félagsmiðstöðin Zelsiuz ætlar að standa fyrir sumarsmiðjum fyrir krakka sem voru í 5. -7. bekk síðastliðinn vetur. Smiðjurnar verða í boði frá 11. júní til 13. júlí. Hægt er að skrá sig í stakar smiðjur, heilan dag eða heila viku. Smiðjurnar verða með fjölbreyttu sniði eins og sést hér að neðan en meðal annars verður […]

Sumarblaðið 2018 komið á netið – fjölbreytt sumarnámskeið í Árborg

Sumarblaðið 2018 sem inniheldur upplýsingar um sumarnámskeið í Sveitarfélaginu Árborg er komið á netið. Blaðinu verður síðan dreift inn á hvert heimili í Árborg dagana 7. og 8. maí nk. Í blaðinu eru eins og áður sagðir upplýsingar um það starf sem er í boði fyrir börn og ungmenni á svæðinu í sumar. Sveitarfélagið vill […]

Snemmtæk íhlutun í skólunum í Árborg

Lucinda Árnadóttir, sálfræðingur og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, hafa skrifað grein fyrir Skólaþræði um snemmtæka íhlutun í skólunum í Árborg. Síðastliðin fjögur til fimm ár hefur leiðarljósið í umbóta- og þróunarstarfi skóla og skólaþjónustu Árborgar verið að efla snemmtæka íhlutun og faglega hæfni  starfsfólks skóla og skólaþjónustu á ýmsum sviðum. Greinina er hægt að nálgast hér.

Vinnuskóli Árborgar 2018 – hópaskipting

Hópaskipting fyrir vinnuskóla Árborgar sumarið 2018 er komin á netið og má finna hérna að neðan:

Sundhöll Selfoss var opnuð í morgun, föstudaginn 8. júní.

  Vinna við viðhald og viðgerðir á Sundhöll Selfoss gekk betur en gert var ráð fyrir og er því opnað degi fyrr.      

Vorverkin í Barnaskólanum

Á dögunum fór unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í Hallskot og vann þar vorverkin, grisjun, hreinsun svæðis og fleira. Barnaskólinn gerði samning við Skógræktarfélag Eyrarbakka vorið 2017 og og var hann tvíþættur, annars vegar að vinna að hreinsun á vorin og hins vegar útplöntun að hausti. Gleði og glaumur var í Hallskoti og ekki skemmdi fyrir […]

VINNUSKÓLINN Í ÁRBORG 2018

Setning Vinnuskólans fer fram fimmtudaginn 7. júní 2018 kl. 20:00 – 21:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Kæri nemandi Vinnuskólans, þér er boðið að koma ásamt foreldra/forráðamanni við setningu Vinnuskólans. Setningin fer fram í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. júní og byrjar kl. 20:00.

Sundhöll Selfoss lokuð 4. – 8. júní vegna viðhalds

Sundhöll Selfoss verður lokuð dagana 4. – 8. júní nk. vegna viðhalds. Sundlaugin opnar aftur laugardaginn 9. júní kl. 9:00. World Class hefur opið í tækjasalinn á þessum dögum á eftirfarandi tímum: kl. 6:00 – 13:00 og 16:00 – 20:00.  Athygli vakin á því að búningsklefar verða lokaðir á sama tíma. Á þessum viðhaldsdögum verður málað, […]

Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga 2018

Yfirkjörstjórn Árborgar hefur skilað skýrslu um talningu atkvæða í kosningunum sl laugardag og féllu atkvæði þannig: Á listi hlaut 376 atkvæði, eða 8,5% og einn mann kjörinn. B-listi hlaut 687 atkvæði, eða 15,5% og einn mann kjörinn. D-listi hlaut 1.698 atkvæði, eða 38,3% og fjóra menn kjörna. M-listi hlaut 476 atkvæði, eða 10,7% og einn […]

Sendiherra Póllands kom færandi hendi í Vallaskóla

Sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszynski, kom ásamt eiginkonu sinni, Margherita Bacigalupo-Pokruszynska, færandi hendi í Vallaskóla mánudaginn 28. maí sl.  Það hefur vakið hrifningu hjá sendiráðinu að Vallaskóli er einn fárra skóla hér á landi sem kennir pólsku og er kennslan í umsjón Anetu Figlarska sem einnig er ráðgjafi í kennslu tvítyngdra barna hjá skólaþjónustu […]

Sumaráhrifin og lestur

Menntamálastofnun hefur í samvinnu við Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna gefið út leiðbeiningar fyrir foreldra um sumaráhrif, lestur og lestrarfærni. Starfsfólk skóla og skólaþjónustu Árborgar tekur undir hvatningu þessara aðila til nemenda og foreldra til lestrardáða í sumar með því að vera dugleg að heimsækja bókasöfnin og taka til dæmis þátt í árlegum sumarlestrarspretti eða með því […]

OPIÐ HÚS – Jarðskjálftamiðstöðin þri. 29.maí

Þriðjudaginn 29. maí 2018 eru 10 ár frá því stór jarðskjálfti reið yfir Suðurland. Til að minnast skjálftans verður opið hús í Jarðskjálftamiðstöðinni að Austurvegi 2a á Selfossi milli kl. 16:00 og 19:00 þennan dag. Hægt verður að sjá jarðskjálftahermi, kynna sér starfsemi jarðskjálftamiðstöðvarinnar og hlusta á fyrirlestra. Nánari dagskrá má sjá hér að ofan:

Yfirlýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Árborgar og deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss

Vegagerðin hefur undirritað yfirlýsingu þar sem fallist er á að ný tenging við Tryggvatorg á Selfossi verði opnuð þegar gatnagerð er lokið í A- og B-götu skv. deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss. Verði umferðaróhöpp sem rekja má til nýrrar tengingar tíð eða alvarleg áskilur Vegagerðin sér rétt til að fara fram á að tengingunni verði lokað […]

Auglýsing um kjörfund

Auglýsing um kjörfund  vegna sveitarstjórnarkosninga  í Sveitarfélaginu Árborg ATH breytta staðsetningu kjördeilda í Vallaskóla Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn laugardaginn 26. maí 2018. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Kosið er í sex kjördeildum í sveitarfélaginu. Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.  

Hönnunarsamkeppni í Sunnulækjarskóla

Þriðjudaginn 22. maí fór fram hönnunarsamkeppni í Sunnulækjarskóla. Nemendur í 8. bekk hafa undarfarnar vikur verið að vinna verkefni í náttúrufræði þar sem þau þurftu að hanna bíl sem gekk fyrir rafmagni. Nemendur endurnýttu gömul raftæki, rifu þau í sundur og tóku úr þeim litla mótora sem notaðir voru til að knýja bílana. Einnig var […]