image_pdfimage_print

Opnun tilboða, Jarðvinna Engjaland 21, leikskóli

Fimmtudag 07.11.2019, kl 11:00 Austurvegur 67, Selfossi Fyrir opnun tilboða voru viðstaddir spurðir hvort einhverjar athugasemdir voru við útboðsgögnin eða útboðsferilinn. Engar athugasemdir. Eftirfarandi tilboð bárust:

Hverfaráð Stokkseyrar efnir til opins íbúafundar

Hverfaráð Stokkseyrar efnir til opins íbúafundar þriðjudaginn 12. nóvember n.k. kl. 20:00 í sal Barnaskólans á Stokkseyri. Á fundinum verða bæjarstjóri Árborgar ásamt bæjarfulltrúum og munu þau sitja fyrir svörum. Hverfaráðið hvetur alla til að mæta.

Árborg auglýsir til úthlutunar nýjar lóðir í landi Bjarkar á Selfossi

Íbúðarlóðir Um er að ræða lóðir fyrir raðhús, fjórbýli og fjölbýlishús við Heiðarstekk, í nánd við nýjan skóla sem á að hefja framkvæmdir við á næsta ári. Til að kynna sér fjölskylduvæna framtíð þessa byggingalands er bent á vef Árborgar þar sem allar helstu upplýsingar liggja fyrir. Verslunar- og þjónustulóð Jafnframt er laus til úthlutunar […]

Trjágróður sem nær út fyrir lóðarmörk

Kæru íbúar  Nú fara starfsmenn þjónustumiðstöðvar Árborgar um götur og gangstéttar til að lista upp þær lóðir þar sem trjágróður nær út fyrir lóðarmörk. Þeir íbúar sem fá meðfylgjandi bréf inn um lúguna hafa 14 daga til að bregðast við athugasemdum.

Forvarnardagur Árborgar 2019

Miðvikudaginn 2. október síðastliðinn fór Forvarnardagur Árborgar fram í 6. skiptið. Forvarnardagurinn er haldinn á landsvísu fyrsta miðvikudag október ár hvert en grunnskólarnir þrír í Árborg hafa haldið sérstaklega upp á daginn með því að setja upp dagskrá hannaða af forvarnarteymi Árborgar, deildarstjórum unglingastiga grunnskólanna og Ungmennafélagi Selfoss.

Menningarmánuðurinn október

Vikan bíður uppá kvöldvöku með Skátafélagi Fossbúa, þar sem Sólheimaskátar verða sérstakir heiðursgesti. Fyrri hluta sögustundar um Ungmennafélag Selfoss, UMFS í 83 ár. Opnun menningarhús í Gimli, BrimRót með loppumarkaði, sýningu, tónleikum í Knarrarósvita og BrimRót og leiksmiðju Leikfélags Selfoss. Góða skemmtun! Nánar um Menningarmánuðinn október – Dagskrá

Efri hæð samkomuhússins Gimli á Stokkseyri til nýrra rekstraraðila

Þann 1. október sl. undirritaði Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri leigusamning við nýja rekstraraðila að efri hæð samkomuhússins Gimli á Stokkseyri. Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir, Myrra Rós Þrastardóttir, Alda Rose Cartwright og Pétur Már Guðmundsson tóku við rekstrinum samdægurs og fyrirhuga opnun vinnustofa og kaffihúss í salnum á efri hæð Gimli núna í október. Meðfylgjandi mynd var […]

Barnalaugin í Sundhöll Selfoss lokuð fim 17.okt

Barnalaugin í Sundhöll Selfoss verður lokuð fimmtudaginn 17.okt. og fyrri part föstudagsins 18. okt. vegna viðgerða. Gerum ráð fyrir að hún opni aftur um hádegi á föstudag. Gestir eru beðnir velvirðingar á þessu. 

Ljósleiðarar í Árborg

Í mars 2018 undirrituðu Sveitarfélagið Árborg og Gagnaveita Reykjavíkur samkomulag um ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis í sveitarfélaginu.  Gagnaveitan hefur unnið að lagningu í þéttbýli Selfoss undanfarna mánuði og er sá hluti verkefnisins vel á veg kominn. Í júní s.l. undirrituðu sömu aðilar síðan samkomulag um lagningu ljósleiðara í dreifbýli Árborgar.

Menningarmánuðurinn október

Komandi vika bíður uppá heilan helling af skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Fyrir neðan er það helsta sem í boði verður í Sveitarfélaginu Árborg. Góða skemmtun – áfram menning!

Fjörustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar formlega vígður

Í dag, miðvikudaginn 9. október var „Fjörustígurinn“ milli Eyrarbakka og Stokkseyrar vígður formlega. Tómas Ellert Tómasson, formaður eigna- og veitunefndar og Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs opnuðu stíginn formlega með því að klippa á borða ásamt Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra og starfsmönnum og börnum af unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Menningarmánuðurinn október

Menningarmánuðurinn er enn í fullu fjöri og vonum við að sem flestir nýti sér allt sem í boði er! Hérna fyrir neðan finnið þið það helsta sem verður í boði næstu daga.

Menningarmánuðurinn október

Það er óhætt að segja að framundan er sannkölluð menningarveisla í Sveitarfélaginu Árborg. Hérna fyrir neðan finnið þið það helsta sem verður í boði fyrstu helgina í október.

Reiðnámskeið Oddnýjar Láru og Sleipnis

Boðið verður upp á nokkur námskeið nú fyrir áramót sem og á nýju ári ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin eru ætluð fyrir börn / unglinga sem ekki hafa aðgang að hesti og búnaði. Kennsla fer fram í Reiðhöll Sleipnis að Brávöllum og eða á svæðinu þar ef verður leyfa. Þátttakendum eru lagðir til hestar og […]

Þjónustuver Ráðhúss Árborgar færist á 1.hæð í bókasafnið

Eins og margir hafa tekið eftir standa nú yfir miklar framkvæmdir í húsnæði bókasafnsins í ráðhúsinu á Selfossi en stefnt er á opnun bókasafnins í kringum 10. október nk. Markmið með þeim breytingum sem nú standa yfir er tvíþætt. Í fyrsta lagi er hlutverk bókasafnsins útvíkkað og aukið mikilvægi þess sem hluti hringiðu samfélagsins í […]

Menningarmánuðurinn október 2019

Menningarmánuðurinn október hefst að fullu í byrjun næstu viku og sem fyrr er dagskráin þétt og fjölbreytt.

Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna í Árborg

Innleiðing stöðumats fyrir nemendur af erlendum uppruna er nú hafið í grunnskólum Árborgar og einnig í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nýlega var haldið námskeið í Hljómahöll í Reykjanesbæ fyrir fulltrúa allra grunnskóla í Árborg, Reykjanesbæ og Hafnarfirði.

Mannvirkja- og umhverfissvið og skipulagsdeild lokuð föstudaginn 27.sept.

Lokað verður hjá Mannvirkja- og umhverfissviði sem og Skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, föstudaginn 27.september næstkomandi vegna starfsdags. Bilanavakt Selfossveitna verður virk sem áður og gámasvæðið við Víkurheiði verður opið að venju.

Strandhreinsunardagur lau. 28.sept á Eyrarbakka

Sveitarfélagið Árborg stendur að strandhreinsunardeginum í samstarfi við Björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka. Verkefnið er unnið í tengslum við verkefnið Plastlaus september og Brim kvikmyndahátíð sem er ætluð til að fræða og vekja athygli á einu mest aðkallandi umhverfisvandamáli samtímans. Mæting er við Björgunarsveitarhúsið að Búðarstíg 21 á Eyrarbakka klukkan 11:00 og er áætlað að vera […]

Tilkynning frá Selfossveitum – heitavatnsleysi mið. 25.sept

Vegna breytinga á stofnlögnum við Votmúlaveg og við Tjarnabyggð má búast við heitavatnsleysi miðvikudaginn 25.september á því svæði. Aðgerðir hefjast um morguninn og standa yfir fram eftir degi. Reynt verður að flýta aðgerðum eins og hægt er. Ef einhver óþægindi verða vegna þessara aðgerða er beðist velvirðingar á því.

Bókasafn Árborgar á Selfossi lokað lengur vegna framkvæmda

Bókasafnið á Selfossi verður því miður lokað lengur vegna framkvæmda en reynt verður að opna aftur eins fljótt og kostur er. Íbúar og gestir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en bæði iðnaðarmenn og starfsmenn vinna hörðum höndum af því að gera bókasafnið okkar klárt aftur til opnunar. Stór hluti […]

Fjölgun leikskóladeilda í Árborg

Í Árborg eru fimm leikskólar, á Selfossi eru fjórir og einn á Eyrarbakka og Stokkseyri með starfsstöð í báðum byggðakjörnum. Innritun í leikskólana fór fram í apríl og maí og var þá nánast öllum plássum úthlutað.

Óskað er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi

Hér með er óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) mun veita formlega á ársfundi sínum í október 2019. Hvatningarverðlaunin í ár eru þau fyrstu sem veitt verða á sviði menningar fyrir landshlutann Suðurland.

Brim kvikmyndahátíð á Eyrarbakka lau. 28. september

Kvikmyndahátíðin BRIM mun fara fram á Eyrarbakka laugardaginn 28. september nk. en sýndar verða verðlaunakvikmyndir um plast og áhrif þess. Ókeypis er á alla viðburði tengda hátíðinni en dagskráin samanstefndur af kvikmyndum og fyrirlestrum. Nánari upplýsingar um viðburði og dagskrá er að finna inn á heimasíðu hátíðarinnar www.brimkvikmyndahatid.is.  

Framkvæmdir hafnar í Smáratúni á Selfossi

Framkvæmdir við endurnýjun á gatna- og lagnakerfi Smáratúns hófst í lok ágúst. Gröfutækni ehf. vinnur verkið en þeir áttu hagstæðasta tilboðið. Framkvæmdin skiptist í tvo áfanga en fyrri áfangi sem felur í sér að grafa upp úr götu, leggja lagnir og styrktarlag lýkur 15.nóvember næstkomandi. Seinni áfangi felur í sér burðarlag og yfirborðsfrágang en þeim […]

Tilkynning frá Selfossveitum – uppfært 6.sept     

Vegna stækkunar á stofnlögnum Selfossveitna má búast við að þrýstingur verði lægri en venjulega á heita vatninu næstu daga.  Aðgerðum lýkur því miður ekki fyrr en mánudaginn 9.september næstkomandi. Reynt verður að lágmarka áhrif á  íbúa á meðan þetta stendur yfir. Ef einhver óþægindi verða vegna þessara aðgerða er beðist velvirðingar á því.

Ráðhús Árborgar lokar klukkan 12:00 föstudaginn 6. september

  Ráðhús Árborgar lokar klukkan 12:00 föstudaginn 6. september.     .

Skákkennsla grunnskólabarna

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Opin íbúafundur um kynningarmál á Eyrarbakka og Stokkseyri

Sveitarfélagið Árborg boðar til íbúafunda á Stokkseyri og Eyrarbakka miðvikudaginn 4. september nk. kl. 19:00 (BES Stokkseyri) og kl.20:30 ( Stað , Eyrarbakka) til að ræða hugmyndir að kynningarherferð á Sveitarfélaginu Árborg. Samþykkt var af bæjarstjórn Árborgar fyrr í sumar að framleitt yrði kynningarefni til að sýna þá þjónustu og þau tækifæri sem eru í […]

Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg hefst mán. 2. september nk.

Sveitarfélagið Árborg mun halda áfram með frístundaakstur fyrir börn eftir hádegi alla virka daga í vetur. Aksturinn er frá skólalokum og fram undir kl. 16:00 á daginn og verða tvær leiðir í boði líkt og síðasta vetur. Leið 1 er innan Selfoss og leið 2 er frá Eyrarbakka, Stokkseyri, Tjarnarbyggð með tengingu við Selfoss.  Sjá- […]

Leiksvæði við Akraland á Selfossi

Í ljósi umræðu á samfélagsmiðlum um leiksvæði í Löndunum er rétt að upplýsa að gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að leiksvæði verði við Akraland í framtíðinni. Í fullbúnu hverfi verður það leiksvæði nokkurn veginn fyrir miðju sunnanverðu hverfinu. Deiliskipulagið má skoða betur hér: http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=14636251054571718478

Tilmæli til þeirra sem settu fleka upp við Vallaland/Stekkjaland að taka þá burt þegar í stað

Vinsamleg tilmæli til þeirra sem settu þessa fleka upp bak við Vallaland/Stekkjaland að taka þá burt þegar í stað. Þetta er algjörlega óheimilt á opnum svæðum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið þarf að vera með leyfi fyrir öllum leiksvæðum og tekur ábyrgð á þeim. 

Breyttur opnunartími Ráðhúss Árborgar

Á 44. fundi bæjarráðs Árborgar 22. ágúst síðastliðinn  var samþykkt að breyta opnunartíma Ráðhúss Árborgar. Frá og með mánudeginum 26. ágúst verður opið alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00.

UNICEF heimsækir sveitarfélögin í átaki gegn ofbeldi á börnum

Sveitarfélögin á Árborgarsvæðinu fengu góða heimsókn fimmtudaginn 22. ágúst 2019. Róðrakappinn Einar Hansberg Árnason mætti á Selfoss um hádegi og þaðan var ferðinni heitið í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Stokkseyri. Þetta er liður í því að vekja athygli á málefninu og styðja baráttu UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum.  Einar stoppar í 36 sveitarfélögum […]

Menningarmánuðurinn október 2019

Menningarmánuðurinn október verður haldin hátíðlegur tíunda árið í röð í Sveitarfélaginu Árborg. Nú í ár verða viðburðirnir fjölbreyttir líkt og endranær en boðið verður upp á tónleika, sýningar, sögukvöld, listasmiðjur og margt fleira. Dagskrá hátíðarinn er í mótun og mun liggja fyrir í byrjun september. Áhugasamir sem eru með viðburði í mánuðinum geta tengt sinn […]

Skólasetning skólaárið 2019-2020

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir fimmtudaginn 22. ágúst 2019. Meðfylgjandi eru upplýsingar um tímasetningar hvers skóla.

Sumar á Selfossi

Hér er blaðið í heild sinni þar sem finna má allar helstu upplýsingar um Sumar á Selfossi 2019.

Tilkynning vegna sérstaks húsnæðisstuðnings

Samþykkt var á fundi félagsmálanefndar Árborgar og staðfest í Bæjarstjórn Árborgar hækkun á eignar- og tekjumörkum við útreikning á sérstökum húnsnæðisstuðningi.  Þeir sem hafa fengið synjun á sérstökum húsnæðisstuðningi vegna eigna eða tekna er bent á að sækja aftur um telji þeir sig eiga rétt eftir breytingarnar.  Viðmiðin má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.arborg.is undir […]

Leikhópurinn Lotta – sýning í dag!

Það er komið að því. Þrettánda sumarið í röð leggur Leikhópurinn Lotta land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. Sagan um Litlu hafmeyjuna gerist inni í Ævintýraskóginum eins og Lottu er von og visa en eðli málsins samkvæmt höldum við okkur ekki bara inni í skóginum heldur dýfum okkur […]

Trjágróður við lóðamörk – áskorun til íbúa!

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Dæmi eru um að gangandi og hjólandi vegfarendur þurfi að víkja af gangstéttum á akbrautir vegna trjágróðurs og getur það skapað verulega hættu, sér í lagi fyrir unga vegfarendur. Eins getur trjágróður skyggt sýn ökumanna við gatnamót sem […]

Umhverfisverðlaun Árborgar 2019

Umhverfisnefnd Svf. Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða og fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. Verðlaun fyrir frammúrskarandi snyrtimennsku og metnað fyrir umhverfi og náttúru, verða veitt eins og undanfarin ár á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi helgina 8.-11. ágúst n.k.

Stefnumót við Múlatorg

Sumarhúsið og garðurinn bíður til hátíðar laugardaginn 27. júlí frá 11-17 að Fossheiði 1 á Selfossi. Sumarhúsið og garðurinn hefur staðið fyrir menningar- og markaðshátíð frá árinu 2014. Þar verður lifandi tónlist á pallinum og markaður með plöntum, handverki og listmunum í garðinum og nágrenni hans sem ætíð hefur verið líflegur og gestir skemmt sér vel og gert […]

Vinna hafin við frágang og malbikun göngustíga í Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Gröfuþjónustu Steins ehf. um frágang og malbikun á göngustígum í Árborg og er verktakinn þegar byrjaður á verkinu.  Í samstarfi við Vegagerðina er um að ræða malbikun á göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og malbikun fyrsta áfanga á stíg meðfram Eyrarbakkavegi (Suðurhólar – Víkurheiði (gámasvæðisvegur).  Vegagerðin greiðir helming á móti […]

Höfðingleg gjöf til leikskóla

Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, kom færandi hendi í Ráðhús Árborgar, þriðjudaginn 16. júlí 2019, með þjálfunarefni sem bætir framburð barna, eykur orðaforða og undirbýr læsi.

Þjónustusamningur um Samkomuhúsið Stað undirritaður

Í gær, miðvikudaginn 10. júlí var samstarf Sveitarfélagsins Árborgar og Elínar Birnu Bjarnfinnsdóttur og Ingólf Hjálmarsson um rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað formlega skjalfest við undirritun í Samkomuhúsinu Stað.

Lokun á hluta Sólvalla á Selfossi vegna tengivinnu

Frá fimmtudeginum 11.júlí til þriðjudagsins 16. júlí verður hluti götunnar „Sólvellir“ á Selfossi lokaður vegna tengivinnu hjá Selfossveitum. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Er dagforeldrið þitt með leyfi?

Sveitarfélagið í Árborg vill vekja athygli á þjónustu dagforeldra en ekki síður að brýna mikilvægi þess að foreldrar taki vel upplýsta ákvörðun þegar þeir standa frammi fyrir vali á gæslu fyrir börn sín að loknu fæðingarorlofi. Samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 ber öllum sem eru með daggæslu í heimahúsi að vera […]

Garðaþjónusta fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2019

Í sumar,á tímabilinu 1. maí til 15. september 2019, mun Sveitarfélagið Árborg veita eldri borgurum og öryrkjum niðurgreidda garðaþjónustu. Framvísa þarf reikningi frá viðurkenndum verktaka og skal reikningurinn vera útgefinn í samræmi við reglur, m.a. um virðisaukaskatt. Á reikningnum skal koma fram nafn, kennitala, heimilisfang og undirskrift kaupanda garðaþjónustunnar. Einnig skal reikningurinn bera með sér […]

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 5-7. júlí

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 5-7. júlí. Brenna, fjölskylduskemmtun og margt fleira í boði alla helgina. Sjá dagskrá        

Leiksvæðinu við leikskólann Jötunheima á Selfossi verður lokað frá 4.7. – 25.7. 2019

Leiksvæðinu við leikskólann Jötunheima á Selfossi verður lokað frá 4.7. – 25.7. 2019 vegna viðhalds á lóð.  Taka þarf upp fallvörn í kringum leiktæki, jafna undirlag, laga gróður og lagfæra grasskemmdir.  Svæðinu er lokað til þess að tryggja öryggi á svæðinu vegna þeirra vinnuvéla sem þarf til að ljúka  verkinu á tilsettum tíma.