image_pdfimage_print

Jafnréttisstofa verður í Árborg, nánar tiltekið á Selfossi mánudaginn 27. maí

Jafnréttisstofa verður í Árborg, nánar tiltekið á Selfossi mánudaginn 27. maí og boðar til opins fundar á Hótel Selfossi í hádeginu með íbúum á Suðurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.

Sumarsmiðjur Zelsíuz fyrir 5.-7.bekk – skráning hafin

Félagsmiðstöðin Zelsíuz ætlar að standa fyrir sumarsmiðjum fyrir börn sem voru að ljúka 5. -7. bekk. Smiðjurnar verða í boði frá 11. júní – 12. júlí. Hægt er að skrá sig í stakar smiðjur, heilan dag eða heila viku. Skráning hefst 21. maí í gegnum vefpóstfangið erna.gudjons@arborg.is  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur […]

Sveitarfélagið Árborg verður Heilsueflandi Samfélag

Sveitarfélagið Árborg hefur skrifað undir samning við Embætti landlæknis um að gerast heilsueflandi samfélag. Það voru Anna Möller, landlæknir og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri sem skrifuðu undir samninginn í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi. Viðstaddir voru m.a. bæjarfulltrúar, fulltrúar í stýrihópi Árborgar fyrir HSAM starfið og iðkendur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss og körfuknattleiksfélags Selfoss.

Fjórði leikur Selfoss og Hauka í Hleðsluhöllinni mið. 22.maí – Íslandsmeistaratitill í boði

Fjórði leikur Selfoss og Hauka í úrslitaseríu Olís deildar karla í handknattleik fer fram í íþróttahúsinu IÐU (Hleðsluhöllinni) á Selfossi, miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 19:30. Selfoss er 2-1 yfir í seríunni og getur með sigri á morgun tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Íbúar eru hvattir til að klæðast vínrauðu þennan daginn og hvetja […]

Alþjóðadagur safna 18. maí

Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig skapað með öðrum, deilt og átt samskipti. Þetta er fókusinn á alþjóðlega safnadeginum 18. maí.

Sundhöll Selfoss lokuð 25.-30.maí vegna viðhalds

Sundhöll Selfoss verður lokuð 25. – 30. maí 2019 vegna viðhalds og endurbóta.  Stefnt er á opnun föstudaginn 31. maí kl. 6:30. Viðskiptavinir eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda og viljum við benda á sundlaug Stokkseyrar sem er opin alla virka daga frá kl. 16:30 – 20:30 og um helgar […]

Skrifstofan að Austurvegi 67 lokuð frá kl. 12:00, fös. 17.maí

Skrifstofa mannvirkja- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 verður lokuð frá kl 12:00 föstudaginn 17.maí nk. Opnum á hefðbundnum tíma mánudaginn 20.maí.

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna tengingar á nýrri stofnlögn hjá Selfossveitum verður heitavatnslaust í þjónustu og iðnaðarhverfinu fyrir norðan Ölfusárbrú(sjá mynd) mánudaginn 13.maí frá klukkan 18:00. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en hleypt verður á lögnina eins fljótt og hægt er.

Lokun á Austurvegi – þjóðvegi 1 milli Langholts og Laugardælavegar

Selfossveitur auglýsir í samstarfi við Vegagerðina lokun á hluta Austurvegar – þjóðvegi 1 vegna framkvæmda á svæðinu frá Langholti að Laugardælavegi. Lokunin hefst þann 13. maí 2019. Framkvæmdirnar snúast um endurnýjanir í veitukerfum Selfossveitna til að mæta þörfum stækkandi byggðar. Vegfarendur eru beðnir um að gaumgæfa vinnusvæðamerkingar vel og fara eftir tímabundnum merkingum, því þær […]

Opnun tilboða Smáratún 2019

„Í gær, þriðjudaginn 7.maí, voru opnuð tilboð í verkið „Endurgerð götu – Smáratún“.  Eftirfarandi tilboð bárust:

Vor í Árborg – Gaman saman sem fjölskylda

Sem fyrr var dagskráin fjölbreytt og lífleg í ár og bauð hún uppá alls kyns upplifanir fyrir fólk á öllum aldri. þetta árið gátu gestir og gangandi notið yfir 40 viðburða þá fjóra daga sem hátíðin stóð yfir og þar af voru 17 viðburðir hluti af fjölskylduleik Árborgar, Gaman saman sem fjölskylda.

Vinnudagur í Friðlandinu í Flóa

Fuglavernd hefur umsjón með Friðlandinu í Flóa og er ætlunin að stefna þangað fólki laugardaginn 18. maí milli 10:00 til 15:00 til þess að taka til hendinni.

Sumarblað Árborgar komið út – sumarnámskeið og æfingar

Sumarblað Sveitarfélagsins Árborgar er komið á vefinn og verður dreift inn á heimili Árborgar í næstu viku. Blaðið mun vonandi nýtast foreldrum og börnum til að finna áhugaverð námskeið og æfingar í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2019.

Sendiherra í heimsókn í Sunnulækjarskóla

Mánudaginn 29. apríl kom sænski sendiherrann Håkan Juholt í heimsókn í Sunnulækjarskóla til að fræðast um skólastarfið og ræða norrænt samstarf. Hann gekk um skólann ásamt skólastjórnendum og Önnu bókasafnsfræðingi, spjallaði við nemendur og kennara, skoðaði verkefni nemenda og hreifst verulega af. Hann hafði mikla ánægju af að sjá verkefni 4. bekkjar um Astrid Lindgren […]

Ársreikningur Árborgar 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 30. apríl. Samstæða sveitarfélagsins skilar afgangi frá rekstri upp á 194,8 millj.kr., samanborið við 282,8 millj.kr afgang árið 2017. Í því sambandi má nefna að fjármagnsgjöld eru 129,3 millj. kr. hærri en árið 2017 vegna aukinnar verðbólgu. Aðalsjóður er nú rekinn með 50,0 […]

Jón Tryggvi Guðmundsson lætur af störfum fyrir Sveitarfélagið Árborg

Jón Tryggvi Guðmundsson hefur verið sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs undanfarin 9 ár og starfað í alls 15 ár á sviðinu. Hann átti sinn síðasta starfsdag í dag, 30. apríl. Jón Tryggvi hefur skilað sínum störfum af kostgæfni og trúmennsku með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Engum hefur dulist að hann ber velferð samstarfsfólksins fyrir brjósti og […]

Menningarviðurkenning Árborgar 2019 afhent á Vori í Árborg

Fimmtudaginn 25.apríl sl. var menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar afhent  við hátíðarlega athöfn á Hótel Selfoss á opnun bæjarhátíðarinnar Vor í Árborg. Viðurkenninguna þetta árið hlutu bræðurnir Marteinn og Gunnar Sigurgeirssynir fyrir framlag þeirra til menningar og varðveislu söguminja á svæðinu.

Vor í Árborg 25.apríl – Sumardagurinn fyrsti

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður í gangi næstu daga í Sveitarfélaginu Árborg með fjölbreyttu úrvali viðburða. Hátíðin hefst á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl kl. 10:00 á opnum fjölskyldutíma í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla (Baula) og í framhaldinu opnar hver viðburðurinn á fætur öðrum og má t.d. nefna kl.11:00 er Opið hús í Litla leikhúsinu við […]

Stóri Plokkdagurinn í Árborg laugardaginn 27.apríl

Laugardaginn 27. apríl 2019 frá kl. 9-12 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa sig við afraksturinn í stórsekki að tínslu lokinni á þessum stöðum: Eyrarbakki: Við sjoppuna, Stokkseyri: Við sjoppuna, Selfoss: Sunnan við Ráðhús Árborgar, Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði), Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið og við leikskólann Árbæ. Eftir kl. […]

Vor í Árborg – Rifjum upp skemmtilegar sunnlenskar sjónvarpsfréttir

Í tengslum við Vor í Árborg verða rifjaðar upp 85 skemmtilegar sjónvarpsfréttir, mikið úr Árborg, sem Magnús Hlynur Hreiðarsson vann á árunum 1998 til 2010 þegar hann starfaði sem fréttamaður fyrir Ríkisútvarpið á Suðurlandi. Sýningarnar fara fram í Bíóhúsinu á Selfossi laugardaginn 27. apríl kl. 17:00 og sunnudaginn 28. apríl kl. 17:00. Ókeypis inn.

Hreinsunarátak um Hreint Suðurland

Heilbrigðseftirlit Suðurlands hefur kynnt átakið Hreint Suðurland sem er hreinsunarátak miðað að lóðum og lendum í umdæminu. Átakið er áskorun til lóðarhafa, íbúa og landeigenda á Suðurlandi, að þeir  gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og lendum, allt það sem getur valdið ónæði, mengun eða lýti á umhverfinu.

Undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli

Á aðalfundi Ungmennafélags Selfoss þann 4. apríl sl. skrifuðu fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli til framtíðar. Báðir aðilar eru sammála um að uppbyggingin verði unnin í samræmi við tillögur Alark Arkitekta en fyrsti áfangi sem er hálft yfirbyggt fjölnota íþróttahús er nú í hönnunarferli.

Selfossveitur bs. og Sveitarfélagið Árborg semja við DMM Lausnir ehf.

Selfossveitur bs. og Sveitarfélagið Árborg undirrituðu 3. apríl sl. samning við DMM Lausnir ehf. um hugbúnað fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun. DMM mun verða notað fyrir hitaveitu, kaldavatnsveitu, fráveitu, lóðir, gatnakerfi o.fl. Hlutverk DMM verður sér í lagi að halda utan um helstu eignir sem þar koma við sögu og styðja við fjölda verkefna í daglegum […]

Tilboð opnuð í verkið „Sláttur og hirðing á Eyrarbakka og Stokkseyri 2019“.

Í dag, fimmtudaginn 4.apríl 2019, voru opnuð tilboð í verkið „Sláttur og hirðing á Eyrarbakka og Stokkseyri 2019“.

Opin íbúafundur á Selfossi um atvinnu- og menningarmál

Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) standa fyrir fundaherferð um Suðurlandið þessa dagana í tengslum við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024. Opin íbúafundur verður haldin í Tryggvaskála á Selfossi þriðjudaginn 9. apríl nk. og skiptist fundurinn í tvennt: Súpufundur kl. 12:00 – 14:00 um atvinnumál og kaffifundur kl. 16:00 – 18:00 um menningarmál. Íbúar og aðrir […]

Atli M. Vokes ráðinn sviðstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs

Atli Marel Vokes hefur verið ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. Atli er með B.Sc. í byggingartæknifræði frá VIA University College í Danmörku og er húsasmíðameistari með skráð gæðavottunarkerfi. Atli uppfyllir afbragðs vel allar kröfur og hæfniviðmið sem sett voru fram í auglýsingu um starfið.

Samskiptanefnd pólska þingsins heimsótti Vallaskóla

Fimmtudaginn 28. mars sl. fékk Vallaskóli góða heimsókn en það var hópur þingmanna frá Póllandi og með í för var pólski sendiherrann, Gerard Pokruszynski, og Margrét Adamsdóttir, ritari sendiherra, sem einnig var túlkur hópsins. Eftir ferð um uppsveitir Árnessýslu kom hópurinn við í Vallaskóla þar sem skólastjórnendur, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og pólskukennarar  Vallaskóla tóku móti […]

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk haldin í Vallaskóla

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Vallaskóla 27. mars 2019 og var hin hátíðlegasta að vanda. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda, skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Skólarnir sem áttu fulltrúa á þessari lokahátíð voru Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólinn í Hveragerði, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóli og Vallaskóli. Á lokahátíðinni […]

Selurinn tekur þátt í Hljómlist án landamæra

Selurinn – félagsstarf fyrir fólk með fötlun 16 ára og eldri tekur þátt í tónleikunum „Hljómlist án landamæra“ sem fer fram 2.apríl nk. kl. 20:00 í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Tveir félagar úr Selnum þeir Arnar Árnarson og Svavar Jón Árnason ásamt Magnúsi Kjartani Eyjólfssyni úr Stuðlabandinu taka þátt fyrir hönd Selsins. Frítt er á tónleikana […]

Tekið á móti Stúlku – Konubókastofa

Velkomin á dagskrá Konubókastofu sunnudaginn 31. mars klukkan 14 Stúlka er fyrsta ljóðabókin sem kom út eftir konu á Íslandi og það var Júlíana Jónsdóttir sem samdi og gaf bókina út árið 1876. Á seinasta ári var Konubókastofu á Eyrarbakka boðið að kaupa bókina en sárafá eintök eru til. Söfnun fór af stað og gekk […]

„Í dag, mánudaginn 25.mars 2019, voru opnuð tilboð í verkið „Malbiksyfirlagnir 2019“

Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin. Eftirfarandi tilboð bárust: Malbikunarstöðin Höfði  36.240.000.- Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas     37.036.000.- Malbikun Akureyrar         34.830.000.- Loftorka         36.460.000.- Malbik og völtun      30.647.500.-  Kostnaðaráætlun:  35.160.000.-

Leiklistarnámskeið fyrir ungt fólk!

Leikfélag Selfoss heldur námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13 -20 ára, þar sem unnið verður með leikgleðina, sköpunarkraftinn og andlega og líkamlega meðvitund og notum við til þess spuna, listræna tjáningu og textavinnu. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður þannig að allir fái sem mest út úr námskeiðinu.

Litla Hraun – Sögusýning

Í tilefni 90 ára afmælis Fangelsisins á Litla-Hrauni efna fangelsið og Byggðasafn Árnesinga til sögusýningar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Sýningin opnar á afmælisdeginum föstudaginn 8. mars kl. 17.

Karlakvöld Bókabæjanna – konur velkomnar!

„Hvað er svona merkilegt?“ er yfirskrift sérstaks karlakvölds sem Bókabæjirnir austan fjalla halda í dag, fimmtudaginn 7.mars kl. 19:00 í Tryggvaskála á Selfossi. Þetta er kvöldstund sem helguð er karlbókmenntum og verða fyrirlestrar, pallborðsumræður, leiklist og tónlist í boði fyrir gesti. Kynnar kvöldsins verða þau Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Özur Snorrason. Nánari dagskrá má […]

Ferð í Héraðsdóm Suðurlands

Mánudaginn 11. febrúar fór hópur nemenda úr 9. og 10. bekk í Sunnulækjarskóla sem eru í lögfræðivali í heimsókn í Héraðsdóm Suðurlands. Þar tók á móti okkur aðstoðarmaður dómara hún Sólveig Ingadóttir, en hún er löglærður fulltrúi og sinnir ýmsum störfum hjá dómnum. Sólveig útskýrði fyrir nemendum hvar hver situr í dómssalnum og hvert hlutverk […]

Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar og tillögur

Meðfylgjandi er skýrsla Haraldar L. Haraldssonar „Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar og tillögur“. Í skýrslunni eru settar fram 132 tillögur um mögulegar breytingar í rekstri og skipuriti Sveitarfélagsins Árborgar. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, 27. febrúar, að tillögum skýrslunnar verði vísað til úrvinnslu hjá bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar, í samstarfi […]

Nýtt skipurit Sveitarfélagsins Árborgar

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi nýtt skipurit fyrir sveitarfélagið Árborg. Skipuritið mun taka gildi eftir því sem kostur er á morgun, 1. mars. Vönduð stjórnun er forsenda þess að vel takist til í þjónustu og rekstri sveitarfélagsins. Nýju skipuriti fyrir Sveitarfélagið Árborg er ætlað að skýra hlutverk og ábyrgð og stuðla þannig að […]

Vor í Árborg 25. – 28. apríl 2019

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2019″ verður haldin 25. – 28. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna. Fjölskylduleikurinn, „Gaman- saman sem fjölskylda”– verður áfram hluti af […]

Innritun í grunnskóla skólaárið 2019−2020

Innritun barna sem eru fædd árið 2013 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2019 fer fram 20. febrúar−4. mars næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg á arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að […]

Innleiðing á stöðumati fyrir nýja nemendur af erlendum uppruna

Sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær í samstarfi við Menntamálastofnun hafa unnið að þýðingu og staðfæringu á sænsku stöðumatstæki sem hefur verið notað með góðum árangri í Svíþjóð fyrir nýja nemendur af erlendum uppruna sem eru tiltölulega nýkomnir til landsins. Lagt er m.a. mat á fyrri þekkingu og reynslu sem og læsi og talnaskilning. Meginmarkmið þessa […]

Frístundastyrkur Árborgar vel nýttur árið 2018

Frístundastyrkur Árborgar var vel nýttur af foreldrum og forráðamönnum árið 2018 en um 1.500 börn búsett í sveitarfélaginu fengu frístundastyrk upp í sína frístund. Heildarfjöldi barna á þessum aldri (5 – 17 ára) er um 1.860 talsins og nýtingarhlutfallið því um 80% sem er mjög gott. Hægt er að nota frístundastyrkinn í flestar frístundir og […]

Breytingar eru framundan hjá Selfossveitum

Mínar síður Breytingar eru framundan hjá Selfossveitum. Frá og með 26. febrúar n.k verða hitaveitureikningar ekki lengur sendir til viðskiptavina á pappírsformi og í rafræna birtingu í heimabanka. Framvegis verða reikningar birtir á Mínar síður sem nálgast má á heimasíðu Árborgar https://www.arborg.is.

Dansveisla í IÐU í hádeginu fimmtudaginn 14. febrúar

Staðið verður fyrir dansveislu í IÐU í hádeginu á morgun og taka þannig þátt í viðburði UN Women – Miljarður rís. Á þennan viðburð eru ALLIR velkomnir. Álíka dansveisla verður haldin um allt land (fyrir utan þá stóru sem verður í Hörpunni) og þar er Árborg og nágrenni enginn eftirbátur. Ath það mega allir dansa, […]

Framúrskarandi vinna við öryggismál á Jötunheimum

Leikskólinn Jötunheimar á Selfossi fékk viðurkenningu frá Brunavörnum Árnessýslu í dag fyrir framúrskarandi vinnu við öryggis- og viðbragðsmál innan leikskólans. Í dag, 11.2 er 112 dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Brunavarnir Árnessýslu fengu heimsókn frá eldri deildunum á Jötunheimum í morgun þar sem krakkarnir fengu stutta kynningu á starfsemi slökkviliðsins auk umræðu um neyðarnúmerið 112, eldvarnir […]

Ráðhús Árborgar – breyttur opnunartími

Á fundi bæjarráðs Árborgar 7. febrúar sl. var samþykkt breyting á opnunartíma Ráðhúss Árborgar. Frá og með fimmtudeginum 14. febrúar verður Ráðhús Árborgar opið frá kl. 10:00 – 16:00 alla virka daga. Þetta fyrirkomulag verður haft til reynslu til 31. maí 2019.

Íbúar í Árborg geta fengið sand og salt til að hálkuverja heima hjá sér

Íbúar í Árborg geta komið í Þjónustumiðstöðina að Austurvegi 67 á opnunartíma og fengið sand og salt til að hálkuverja heima hjá sér, hafa bara með sér fötu eða poka. Opið: Mánudaga – fimmtudaga: 08:00-12:00 og 12:30-15:00 – Opið: föstudaga 08:00 – 12:00 Lokað í hádeginu  kl. 12:00 – 12:30

Ný skólahverfi á Selfossi

Í tengslum við undirbúning að byggingu og stofnun nýs skóla í Björkurstykki var ákveðið að endurskoða skólahverfin á Selfossi. Það hefur nú verið gert eftir greiningarvinnu verkfræðistofunnar VSÓ. Fyrst í stað fara þau börn sem tilheyra nýja skólanum og innritast í grunnskóla skólaárið 2019-2020 í Vallaskóla. Gert er ráð fyrir að nemendur í dreifbýli sæki […]

Innleiðing lífrænnar sorpflokkunnar í Árborg – Spurt og svarað

Þurfa allir að flokka lífrænt sorp? Það er mjög mikilvægt að allir íbúar sveitarfélagsins flokki lífrænan úrgang frá heimilissorpi. Sama hvaða leið er skoðuð í meðhöndlun á heimilissorpi þá er vinnsla á lífrænum úrgangi alltaf mun ódýrari og að auki mun umhverfisvænni. Hvert flokkað kíló sparar sveitarfélaginu útgjöld og hefur það beinar afleiðingar á sorphirðugjald. […]

Bjarkey í Jötunheimum á Selfossi sigraði í ritlistarsamkeppni

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins miðvikudaginn 6. febrúar. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi […]

Að bera meira úr býtum

Fimmtudaginn 24. janúar sl. var haldin málstofan Að bera meira úr býtum á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs í Háskóla Íslands. Þar voru kynntar helstu niðurstöður rannsóknar- og samstarfsverkefnis þriggja grunnskóla og Rannsóknarstofunnar. Margir fulltrúar Árborgar létu til sín taka en eftir kynningu Eddu Kjartansdóttur, fundarstjóra, var Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri með setningarávarp. Eftir kynningu Önnu […]