image_pdfimage_print

Frístundastyrkur Árborgar verður 35.000 kr. á hvert barn árið 2019

Sveitarfélagið Árborg veitir áfram foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-17 ára,  með lögheimili í Árborg, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.  Árið 2019 er styrkurinn 35.000 krónur á hvert barn sem er hækkun um 5000 kr. frá fyrra ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu 2019 (til 31.desember) óháð fjölda greina/námskeiða. […]

Kátir krakkar í Vallaskóla fá endurskinsvesti

Forsvarsmenn Foreldrafélags Vallaskóla komu færandi hendi sl. þriðjudag og færðu öllum krökkum í 1. bekk Vallaskóla á Selfossi endurskinsvesti með nafni og merki skólans, að gjöf. Með í för voru fulltrúar frá lögreglunni á Suðurlandi sem fræddu börnin um mikilvægi þess að nota vestin.  

Tilboð opnuð

Í dag, þriðjudaginn 15.janúar 2019, voru opnuð tilboð í verkið „Larsenstræti 2019“ Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin. Eftirfarandi tilboð bárust:    

Rannsóknarverkefni í Árborg fær veglegan styrk

Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 10. janúar síðastliðinn var úthlutað tveimur styrkjum, samtals 1,5 milljónum króna til tveggja rannsóknarverkefna á Suðurlandi. Styrkþegar ársins eru Ástrós Rún Sigurðardóttir og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, báðar nemendur við Háskóla Íslands. Báðar rannsóknirnar eru afar áhugaverðar en rannsókn Ástrósar, sem er deildarstjóri í Vallaskóla, fer fram […]

Heimsókn faghóps MSS í Flóa og Árborg

Fimmtudaginn 10. janúar hittist faghópur Markaðsstofu Suðurlands á nýjasta hóteli Flóahrepps, Hotel 360°.

PEERS®námskeið í félagsfærni

Námskeiðin hefjast þann 6. febrúar og verða vikulega á Selfossi í 14 skipti, á miðvikudögum kl. 17:30 – 19:00 (15 – 18 ára). Námskeiðin eru fyrir 8-10 unglinga og foreldra þeirra. Sækja þarf um fyrir 18. janúar 2019.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning  2019

Samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016 þarf að sækja um sérstakan húsnæðis-stuðning til sveitarfélaga. Almennan húsnæðisstuðning skal sækja um til Íbúðalánasjóðs á vefsíðunni husbot.is.

Jólagluggi Árborgar – Vinningshafar 2018

Heppnir þátttakendur voru dregnir út í jólagluggaleik Árborgar 2018.

Tillaga að matsáætlun vegna Hreinsistöð fráveitu á Selfossi, Árborg

Sveitarfélag Árborga hefur sent Skiplagsstofnun tillögu  að matsáætlun vegna Hreinsistöð fráveitu á Selfossi, Árborg. Tillagan að matsáætlun er komin í umsagnarferli hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. janúar 2019 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Ný menntastefna Árborgar

Ný menntastefna Árborgar 2018-2022 markar framtíðarsýn í skólamálum sveitarfélagsins og á erindi til alls samfélagsins. Nú sem fyrr var leitast við að fá sem flesta að stefnumótunarvinnunni enda komu margir að gerð menntastefnunnar, m.a. nemendur, foreldrar og starfsfólk skólanna. Einnig tóku fulltrúar fræðsluyfirvalda og atvinnulífs virkan þátt í vinnunni. Metnaður, virðing, vinátta og gleði eru […]

Söfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg lau. 12. janúar 2019

Laugardaginn 12.janúar 2019 verða jólatrén hirt upp í Sveitarfélaginu Árborg. Íbúar geta þá sett jólatrén sín út á gangstétt eða lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Mikilvægt að trén séu sýnileg frá götu þannig að auðvelt sé að fjarlægja þau. Farið verður af stað í söfnunina um kl. 10:00 laugardaginn 12. janúar og mikilvægt er […]

Fyrsta fréttabréf fræðslusviðs Árborgar á árinu 2019

Nú í upphafi ársins 2019 gefur fræðslusvið Árborgar út rafrænt fréttabréf sem fjallar um margt sem er á döfinni hjá skólum og skólaþjónustu sveitarfélagsins. Í fréttabréfinu eru m.a. fréttir af skemmtilegum verkefnum í leik- og grunnskólum, fjallað um haustþing 8. deildar FL og FSL og fræðslu um kvíða í 7.-10. bekk. Einnig er nýr talmeinafræðingur […]

Alþjóðaflugvöllur í Flóanum – fundur með landeigendum

Alþjóðaflugvöllur í Flóanum – fundur með landeigendum Sveitarfélagið Árborg hefur boðað landeigendur til fundar þriðjudaginn 8. janúar. Á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifssvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum, þar sem heitir Stokkseyrarmýri og Brautartunga. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað.

Jól í Árborg 06. janúar 2019

 

Opnir íþróttatímar í íþróttahúsi Vallaskóla á sunnudögum kl. 10:00

Sveitarfélagið Árborg verður áfram með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu Vallaskóla á Selfossi núna á nýju ári. Fyrsti tíminn verður nk. sunnudag 6. janúar kl. 10:00 – 11:30 og er stefnan að halda þessum tímum vikulega fram eftir vetri. Foreldrar eru velkomnir á þessum tímum með börnin sín í íþróttahús Vallaskóla. Árni Páll Hafþórsson og Díana Gestsdóttir sjá […]

Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg áfram á vorönn 2019

Sveitarfélagið Árborg hefur framlengt samning við Guðmund Tyrfingsson ehf. um fristundaakstur fyrir grunnskólabörn í sveitarfélaginu vorið 2019. Um er að ræða áframhald á tilraunaverkefni sem hófst sl. haust og felur í sér tvær akstursleiðir sem ganga eftir hádegi alla virka daga. Leið 1 gengur frá kl. 13:10 – 16:00 innan Selfoss milli grunnskóla, íþróttamannvirkja og tónlistarskóla Árnesinga […]

Hátíðahöld á Selfossi á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði sunnudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina. Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.

Rusl eftir flugelda í kringum áramótin

Um leið í íbúum er óskað gleðilegs nýs árs er ekki úr vegi að minna á mikilvægi þess að hver og einn íbúi taki til það flugeldarusl sem verður eftir skemmtun áramótanna. Það er alltaf ánægjulegt ef áramótin ganga í garð án alvarlegra slysa og sem betur fer þá lítur út fyrir að það hafi […]

Perla Ruth Albertsdóttir og Elvar Örn Jónsson, íþróttakona og karl Árborgar 2018

Handknattleiksfólkið Perla Ruth Albertsdóttir og Elvar Örn Jónsson, bæði úr Umf. Selfoss, voru í kvöld útnefnd íþróttakona og íþróttamaður Sveitarfélagsins Árborgar árið 2018. Kjörinu var lýst á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands í kvöld. Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hlaut Hvatningarverðlaun íþrótta- og menningarnefndar fyrir öflugt starf á undanförnum árum.

Áramótabrennur í Árborg 2018

Kveikt verðu í áramótabrennum á eftirfarandi stöðum í Sveitarfélaginu Árborg þann 31.desember nk. ef veður leyfir. Sveitarfélagið hvetur alla til að fara varlega kringum brennurnar og minnir á mikilvægi þess að allir hafi öryggisgleraugu sem eru að skjóta upp flugeldum.

Opnunartími sundlauga Árborgar yfir jól og áramót

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri verða opnar líkt og fram kemur að neðan um jól og áramót. Það er svo frábært að geta synt nokkrar ferðir í lauginni, slakað á í heitu pottunum eða leikið í barnalauginni. Tekið er vel á móti öllum gestum líkt og alltaf í sundlaugum Árborgar. Eigið gleðilega jólahátíð, starfsfólk sundlauga […]

Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar – íþróttakona og karl Árborgar 2018

Fimmtudaginn 27. desember nk. fer fram árlega uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar. Hátíðin fer fram í hátíðarsal FSu og hefst kl. 19:30. Á hátíðinni eru þeir einstaklingar sem hafa skarað framúr á árinu í sinni íþrótt heiðraðir ásamt því að íþróttafélögin úthluta úr sínum afrekssjóðum sem sveitarfélagið leggur pening í samkvæmt samningi. Hápunktur kvöldsins er […]

Góður árangur við borun nýrrar vinnsluholu í Ósabotnum

Selfossveitur eru að láta bora nýja heitavatnsholu, ÓS-4, í Ósabotnum í landi Stóra-Ármóts, norðaustan við Selfoss. Nýja vinnsluholan er nú orðin 1850 m djúp en stefnt er að því að bora í ríflega 2000 m dýpi.

Fráveitumál og fjármögnun lífeyrissjóða

Þann 12. desember var kynnt fyrir bæjarfulltrúum möguleg aðkoma lífeyrissjóða að fjármögnun innviða í Árborg, þar sem sérstaklega var horft til fráveitumála. Engin tillaga hefur verið gerð til bæjarstjórnar um málið enn þá, þar sem það er enn í frumskoðun.

Jólakveðja frá Sveitarfélaginu Árborg

Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í málum nr. E-61/2017 og E-147/2013 EKO eignir ehf. (Gámaþjónustan hf.) gegn Sveitarfélaginu Árborg

Þann 18. desember s.l. voru kveðnir upp dómar í Héraðsdómi Suðurland í framangreindum málum sem Gámaþjónustan hf. höfðaði gegn Sveitarfélaginu Árborg á árunum 2013 og 2017.  Undir rekstri málsins tók EKO Eignir ehf. við forræði málsins.  Málið varðaði útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu sem fram fór árið 2011.

Jólaskreytingarkeppni Árborgar 2018 – Úrslit

Fimmtudaginn 20. Desember afhenti Gísli Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri Árborgar verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin og fyrirtæki í sveitarfélaginu.

Pakkaþjónusta jólasveinanna í Ingólfsfjalli

Eins og áður mun Ungmennafélag Selfoss aðstoða við pakkaþjónustu jólasveinanna fyrir þessi jól en jólasveinarnir hafa lengi séð um að bera út pakka á Selfossi á aðfangadagsmorgun milli kl. 10 og 13. Tekið er á móti litlum pökkum í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss að Engjavegi 50, á Þorláksmessu kl. 18-21. Gjald fyrir systkinahóp er kr. […]

Álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar um áramótin

Ný gjaldskrá tekur gildi hjá Sveitarfélaginu Árborg um áramótin. Gjaldskrá 2019 var samþykkt og staðfest af bæjarstjórn 12. desember síðastliðinn. Álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði (A-flokkur) lækkar úr 0,325% í 0,275% af fasteignamati og útsvarsprósenta helst óbreytt, 14,52%. Á nýju ári verður áfram  frítt í frístundastrætóinn.

Sunnulækjarskóli þakkar styrktaraðilum

Sunnulækjarskóli þakkar öllum sem styrktu okkur á Góðgerðardögunum sem voru haldnir 5. til 7. desember. Ágóði Góðgerðardagana rennur til góðgerðamála í nærsamfélaginu. Á þessu ári varð Björgunarfélag Árborgar fyrir valinu, afrakstur Góðgerðardaganna var 1,503,274 kr. Fulltrúar Björgunarfélags Árborgar mættu svo í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 13. des. og fengu peningagjöfina afhenta. Þetta væri þó ekki hægt án […]

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna tengingar á nýrri stofnlögn verður heitavatnslaust í eftirtöldum götum þriðjudaginn 17.desember: Heiðmörk, Þórsmörk og Grænamörk.  Vatnið verður tekið af um kl. 13 og verður vatnslaust fram eftir degi. Einnig verður vatnslaust hjá MBF, HSU og Björgunarmiðstöð Árborgar. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða en aðgerðum verður hraðað eins og […]

Af forvarnamálum í Sveitarfélaginu Árborg – vímuefnafræðsla og jólahátíðin

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa nokkur verkefni tengd forvörnum verið í gangi í Sveitarfélaginu Árborg. Hæst stendur þó áherslur á fræðslu um vímuefni í efstu bekkjum grunnskóla. Eftir vel heppnaða foreldrasýningu á kvikmyndinni „Lof mér að falla“ í Bíóhúsinu og málþing á Hótel Selfossi í framhaldinu var ákveðið að fara með vímuefnafræðslu í fjóra […]

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2019

Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar var  lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir […]

Söfnuðu 1,5 milljón króna fyrir Björgunarfélag Árborgar

Björgunarfélag Árborgar fékk í morgun afhentan ágóða af góðgerðardögum sem haldnir voru í Sunnulækjarskóla á Selfossi í síðustu viku. „Þegar við fréttum að nemendurnir ætluðu að styrkja okkur þá vorum við að velta fyrir okkur að kaupa sjúkrabörur fyrir peninginn, sem kosta um 100.000 krónur. Þá var okkur sagt að við yrðum að kaupa okkur […]

Lengri opnun í Sundhöll Selfoss fim. 13.des. – Magnús Kjartan spilar fyrir gesti

Fimmtudaginn 13. desember nk. verður lengri opnun í Sundhöll Selfoss en þá er opið til kl. 22:00. Boðið verður upp á ljúfa jólatónlist í bland við sígild lög við undirleik og söng Magnúsar Kjartans Eyjólfssonar.  Hvílum okkur aðeins á jólaundirbúningnum og eigum notalega kvöldstund í Sundhöll Selfoss.  Magnús byrjar að spila um kl. 20:45 í sundlaugargarðinum. 

Pólska sendiráðið færir Vallaskóla bókagjöf

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmælis Póllands kom pólski sendiherrann, Gerard Pokruszynski, nýlega í Vallaskóla og færði skólanum bókagjöf og ýmis spil á pólsku. Einnig tilkynnti hann í ávarpi sínu að Vallaskóli sé einn af 100 skólum í heiminum sem fá slíka gjöf og pólsk yfirvöld hafa ákveðið að styrkja bókasöfn viðkomandi skóla með pólskum […]

Álfheimar 30 ára

13. desember 2018 verður leikskólinn Álfheimar 30 ára. Í tilefni af afmælinu höfum við sett saman dagskrá dagana 11. – 14. desember sem sjá má hér fyrir neðan. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma í heimsókn og njóta tímamótanna með okkur.

Opnir íþróttatímar í íþróttahúsi Vallaskóla 9. og 16. desember kl. 10

Sveitarfélagið Árborg verður áfram með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu Vallaskóla á Selfossi núna í desember. Fyrsti tíminn var 2. desember sl. og mættu um 70 manns í skemmtilega hreyfingu saman. Næstu tímar eru sunnudaginn 9. og 16. desember og er húsið opið frá kl. 10:00 – 11:30 og eru foreldrar velkomnir með börnin sín í íþróttahús Vallaskóla. Árni […]

Jólasveinarnir koma á Selfossi

Laugardaginn 8. desember næstkomandi munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á torginu við Pylsuvagninn á Selfossi.  Dagskráin hefst kl.15:45 með flutningi nokkurra jólalaga og klukkan 16:00 koma jólasveinarnir akandi yfir Ölfusárbrúna. Þá verður sungið og trallað og haft gaman. Vonast sveinarnir til að sem flestir komi og taki […]

Bókasafn Árborgar til umfjöllunar í DV

Bókasafn Árborgar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri fékk áhugaverða umfjöllun í DV um daginn. Fjölbreytt og skemmtileg starfsemi í gangi í bókasöfnunum okkar og allir íbúar og gestir velkomnir á opnunartíma. 

Móttaka ökutækja til afskráningar og förgunar í Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Netparta ehf. um að taka við ökutækjum til afskráningar og förgunar sem áður komu til móttöku á Gámastöð Árborgar. Ekki er lengur tekið við ökutækjum á Gámastöð Árborgar. Á meðfylgjandi korti má sjá staðsetningu Netparta.

Jólaskreytingasamkeppni Árborgar 2018

Vertu með í að tilnefna best skreytta fyrirtækið og íbúðarhúsið í Árborg.

Skemmtilegir og fróðlegir þemadagar í 5. bekk

Dagana 12. – 16. nóvember voru þemadagar í 5. bekk þar sem unnin voru fjölbreytt verkefni sem öll tengdust lestri. Nemendur gerðu lestrarhvetjandi tré sem vex og dafnar við hverja bók sem þeir lesa. Kynntu sér rithöfunda og skrifuðu umfjöllun um þá og verkefnin voru hengd upp á bókasafni skólans til fróðleiks fyrir aðra lestrarhesta.  […]

Jólatréð í Tryggvagarði tendrað

Í morgun, mánudaginn 3. desember, var kveikt á jólatrénu í Tryggvagarði. Veðrið gat ekki verið betra þegar börn úr leik- og grunnskólum á Selfossi aðstoðuðu við að kveikja á jólatrénu í ár. Þórir Geir Guðmundsson og Fannar Freyr Magnússon mættu og virkjuðu alla í góðri jólastemningu, sungu fyrir börnin og aðra gesti.

Kveikt á jólatrénu á Selfossi í Tryggvagarði mán. 3.des kl. 9:30

Mánudaginn 3.desember verður kveikt á jólatrénu á Selfossi kl. 9:30 í Tryggvagarði. Börn úr leik- og grunnskólum á Selfossi aðstoða bæjarstjórn við að kveikja á trénu og Þórir Geir Guðmundsson og Fannar Freyr Magnússon spila og syngja fyrir börnin og aðra gesti. Þeir byrja að spila um kl. 9:20 og lýkur dagskránni um kl. 9:40.

Kveikt á jólatrjánum sun. 2.des. kl. 18:00 á Stokkseyri og Eyrarbakka

Sunnudaginn 2.desember kl. 18:00 verður kveikt á stóru jólatrjánum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Á Stokkseyri er tréð staðsett á túninu við Stjörnusteina (við hlið grunnskólans) og sér Umf. Stokkseyri um hátíðarhöldin en boðið er uppá kakó, piparkökur, tónlist og svo kíkja nokkrir jólasveinar í heimsókn. Umf. Eyrarbakki sér um að kveikja á trénu á Eyrarbakka sem […]

Opinn fjölskyldutími í Íþróttahúsi Vallaskóla sun. 2.des kl. 10:00 – 11:30

Sveitarfélagið Árborg byrjar aftur með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu Vallaskóla á Selfossi. Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 2. desember nk. kl. 10:00 – 11:30 og eru foreldrar velkomnir með börnin sín í íþróttahús Vallaskóla. Árni Páll Hafþórsson og Díana Gestsdóttir sjá um fjölskyldutímana og eru til aðstoðar í salnum en tímarnir eru ætlaðir fyrir börn og foreldra en ekki […]

Heimildamyndin „Útvörðurinn“ sýnd í Bíóhúsinu á Selfossi 1., 2. og 3.des

Í tilefni aldarafmælis, sjálfstæðis og fullveldis Íslands býður Sveitarfélagið Árborg á sýningar á heimildamyndina ÚTVÖRÐINN í Bíóhúsinu Selfossi. Sýningarnar verða 1., 2. og 3. desember nk. og hefjast kl. 17:00. Útvörðurinn er mynd eftir Gunnar Sigurgeirsson um SIGURÐUR PÁLSSON bónda, safn- og vitavörð á Baugsstöðum. Sigurður er samofinn sögu staðarins, Rjómabúsins og Knarrarósvita. Hann er […]

Sundhöll Selfoss lokar kl.16:30 laugardaginn 1. desember

Sundhöll Selfoss lokar kl. 16:30 laugardaginn 1. desember nk. vegna jólahlaðborðs starfsmanna. Sundhöllin opnar aftur kl. 10:00 sunnudaginn 2. desember. World Class mun einnig loka kl. 16:30 á laugardag og opna kl. 10:00 sunnudaginn 2. desember.

Hin árlega evrópska Nýtnivika fer fram dagana 17. – 25. nóvember

„Hin árlega evrópska Nýtnivika fer fram dagana 17. – 25. nóvember og er þemað í ár er Spilliefni – Tími fyrir afeitrun! Vikan er samevrópskt átak og er markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur og kaupa minna. Neysla og sóun eru eitt af þessum stóru verkefnum […]