image_pdfimage_print

Hellisheiði lokað vegna malbikunar ef veður leyfir fimmtudaginn 18. júlí og föstudaginn 19. júlí

Fimmtudag 18.júlí og föstudag 19.júlí er stefnt að því að malbika á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, ef veður leyfir. Hellisheiði verður þá lokað í vestur, á milli Hveragerðis og afleggjara að Helllisheiðarvirkjun og verður umferð beint um hjáleið um Þrengslaveg. Opið verður fyrir umferð í austur. Viðeigandi merkingar og og vísanir á hjáleiðir […]

Höfðingleg gjöf til leikskóla

Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, kom færandi hendi í Ráðhús Árborgar, þriðjudaginn 16. júlí 2019, með þjálfunarefni sem bætir framburð barna, eykur orðaforða og undirbýr læsi.

Þjónustusamningur um Samkomuhúsið Stað undirritaður

Í gær, miðvikudaginn 10. júlí var samstarf Sveitarfélagsins Árborgar og Elínar Birnu Bjarnfinnsdóttur og Ingólf Hjálmarsson um rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað formlega skjalfest við undirritun í Samkomuhúsinu Stað.

Lokun á hluta Sólvalla á Selfossi vegna tengivinnu

Frá fimmtudeginum 11.júlí til þriðjudagsins 16. júlí verður hluti götunnar „Sólvellir“ á Selfossi lokaður vegna tengivinnu hjá Selfossveitum. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Er dagforeldrið þitt með leyfi?

Sveitarfélagið í Árborg vill vekja athygli á þjónustu dagforeldra en ekki síður að brýna mikilvægi þess að foreldrar taki vel upplýsta ákvörðun þegar þeir standa frammi fyrir vali á gæslu fyrir börn sín að loknu fæðingarorlofi. Samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 ber öllum sem eru með daggæslu í heimahúsi að vera […]

Garðaþjónusta fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2019

Í sumar,á tímabilinu 1. maí til 15. september 2019, mun Sveitarfélagið Árborg veita eldri borgurum og öryrkjum niðurgreidda garðaþjónustu. Framvísa þarf reikningi frá viðurkenndum verktaka og skal reikningurinn vera útgefinn í samræmi við reglur, m.a. um virðisaukaskatt. Á reikningnum skal koma fram nafn, kennitala, heimilisfang og undirskrift kaupanda garðaþjónustunnar. Einnig skal reikningurinn bera með sér […]

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 5-7. júlí

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 5-7. júlí. Brenna, fjölskylduskemmtun og margt fleira í boði alla helgina. Sjá dagskrá        

Leiksvæðinu við leikskólann Jötunheima á Selfossi verður lokað frá 4.7. – 25.7. 2019

Leiksvæðinu við leikskólann Jötunheima á Selfossi verður lokað frá 4.7. – 25.7. 2019 vegna viðhalds á lóð.  Taka þarf upp fallvörn í kringum leiktæki, jafna undirlag, laga gróður og lagfæra grasskemmdir.  Svæðinu er lokað til þess að tryggja öryggi á svæðinu vegna þeirra vinnuvéla sem þarf til að ljúka  verkinu á tilsettum tíma.

Þjóðgarður á miðhálendinu  – Kynningarfundur þverpólitískrar nefndar 21. ágúst

Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boðar til opins fundar um vinnu nefndarinnar.  Á fundinum verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu hennar. Nefndin mun skila lokaskýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september næstkomandi.

Stórt skref í stafrænni stjórnsýslu

Skipulags- og byggingardeild Árborgar tók á föstudaginn stórt skref í stafrænni stjórnsýslu þegar opnuð var rafræn gátt sveitarfélagsins fyrir umsóknir og samskipti um byggingaráform og byggingarleyfi. Óhætt er að kalla þetta byltingu í stafrænni framþróun sveitarfélagsins og eru starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar og tölvudeildar færðar þakkir fyrir elju og áræði við að hleypa þessu verkefni […]

Sumarlestur mikilvægur ( Letnie czytanie bardzo ważne)

Starfsfólk skóla og skólaþjónustu í Árborg benda nú sem fyrr á mikilvægi þess að lesa í sumarfríinu. Rannsóknir sýna að sumarfrí nemenda getur haft í för með sér ákveðna afturför í námi því fyrri þekking og færni gleymist sé henni ekki haldið við. Hvað lestrarfærni varðar getur þessi afturför numið einum til þremur mánuðum á […]

Járnkrakkarnir 2019 Í Barnaskólanum

Á íþrótta- og útivistardögum sem fram fóru í lok nýafstaðins skólaárs héldu nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri keppnina Járnkrakkinn sín á milli. Járnkrakkinn er þríþraut þar sem þriggja nemenda lið spreytir sig á því að synda, hjóla og hlaupa vegalengd á sem skemmstum tíma. Fyrsti liðsmaðurinn synti 300 metra í sundlauginni á Stokkseyri, […]

Ölfusárbrú verður sandblásin í sumar

Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi viðhaldsframkvæmda á brú yfir Ölfusá. Um er að ræða Sandblástur og málun stálgrindar undir brúnni. Gert er ráð fyrir að sandblása og mála alla grindina í aðalbrúnni sem er undir brúnni. Gerðar eru miklar kröfur til varna vegna ryks og málningar, þannig er gerð krafa um að sett verði net […]

Lokun á Langholti við Austurveg

Selfossveitur auglýsa í samstarfi við Vegagerðina lokun á Langholti við Austurveg vegna framkvæmda við endurnýjun lagna í veitukerfum Selfossveitna. Lokunin hefst þann 11. júní 2019. Lokunin varir í óákveðinn tíma. Hjáleiðir verða um Austurveg, Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg.  Vegfarendur eru beðnir um tillitssemi og aðgát við framkvæmdasvæðið. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að […]

Vinnuskóli Árborgar fer af stað

Nú er Vinnuskóli Árborgar byrjaður og vinnuhópar lagðir af stað til að fegra og bæta samfélagið okkar í sumar. Verkefni vinnuskólans eru fjölbreytt og koma starfsmenn m.a. að ýmiskonar viðhaldsverkefnum og hreinsun grænna svæða og gatnakerfis Árborgar. Innan vinnuskólans sumarið 2019 er einnig starfræktur hópur sem heitir Grænjaxlinn en hann kemur að fréttablaði vinnuskólans sem […]

Skemmdarverk

Það var sorgleg aðkoman í Sigtúnsgarðinum á miðvikudagsmorguninn þegar vinnuhópur mætti á staðinn til að gera snyrtilegt í beðunum og sá þetta áningaborð í molum. Einhverjir höfðu brotið það og er það mjög miður að það skulu vera til aðilar sem gera svona. Ef einhver veit hverjir voru að verki eða voru vitni að þessu […]

Vinnuskóli Árborgar – Hópaskipting

Í næstu viku hefja 209 unglingar störf við Vinnuskóla Árborgar. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár. Unnið verður við ýmiskonar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni, hreinsun á grænum svæðum og gatnakerfi Árborgar en einnig munu á fjórða tug unglinga starfa í Grænjaxlinum við skapandi sumarstörf sem og hjá tómstundafélögum víðsvegar um sveitarfélagið.

Gámasvæðið Víkurheiði 4 lokað milli 12:00 og 13:00 fimmtud. 6. júní

Lokað verður á gámasvæðinu Víkurheiði 4 milli klukkar 12:00 og 13:00 fimmtudaginn 6. júní.    

Setning Vinnuskólans í Árborg fer fram fimmtudaginn 6. júní 2019 frá 20:00 – 21:00

Setning Vinnuskólans í Árborg fer fram fimmtudaginn 6. júní 2019 frá 20:00 – 21:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Eftirfarandi tilkynning er til verðandi nemenda skólans og foreldra:

Lokun á Austurvegi – þjóðvegi 1 milli Langholts og Laugardælavegar

Selfossveitur auglýsa í samstarfi við Vegagerðina lokun á Austurvegi- þjóðvegi 1 vegna framkvæmda í grennd við Laugardælaveg. Lokunin hefst þann 3. júní 2019. Lokað verður í báðar akstursstefnur sökum áframhalds á endurnýjun lagna í veitukerfum Selfossveitna. Lokunin varir í óákveðinn tíma, en lögð verður áhersla á að opna akrein til vesturs eins hratt og auðið […]

Nýir rekstraraðilar að Stað á Eyrarbakka

Sveitarfélagið Árborg hefur gert samkomulag við Elínu Birnu Bjarnfinnsdóttur og Ingólf Hjálmarsson um daglegan rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.

Hreyfivika UMFÍ 27.maí – 2.júní – Viðburðir í Árborg

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í Hreyfivikunni eða MOVE WEEK dagana 27.maí – 2.júní 2019 og eru íbúar hvattir til aukinnar hreyfingar og útivistar þessa vikuna. Eftirfarandi viðburðir eru í gangi í vikunni:

Dagdvölin Vinaminni fagnaði 10 ára afmæli

Dagdvölin Vinaminni tók til starfa 4. maí  2009 og fagnaði því 10 ára afmæli 6. maí sl., Guðbjörg Gestsdóttir og Sesselja Sigurðardóttir hófu báðar störf þegar dagdvölin opnaði 2009, Guðbjörg er nýlega hætt en Sesselja er enn starfsmaður í Vinaminni.

Sundhöll Selfoss lokuð 25.-30.maí vegna viðhalds

Sundhöll Selfoss verður lokuð 25. – 30. maí 2019 vegna viðhalds og endurbóta.  Stefnt er á opnun föstudaginn 31. maí kl. 6:30. Viðskiptavinir eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda og viljum við benda á sundlaug Stokkseyrar sem er opin alla virka daga frá kl. 16:30 – 20:30 og um helgar […]

Jafnréttisstofa verður í Árborg, nánar tiltekið á Selfossi mánudaginn 27. maí

Jafnréttisstofa verður í Árborg, nánar tiltekið á Selfossi mánudaginn 27. maí og boðar til opins fundar á Hótel Selfossi í hádeginu með íbúum á Suðurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.

Sumarsmiðjur Zelsíuz fyrir 5.-7.bekk – skráning hafin

Félagsmiðstöðin Zelsíuz ætlar að standa fyrir sumarsmiðjum fyrir börn sem voru að ljúka 5. -7. bekk. Smiðjurnar verða í boði frá 11. júní – 12. júlí. Hægt er að skrá sig í stakar smiðjur, heilan dag eða heila viku. Skráning hefst 21. maí í gegnum vefpóstfangið erna.gudjons@arborg.is  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur […]

Sveitarfélagið Árborg verður Heilsueflandi Samfélag

Sveitarfélagið Árborg hefur skrifað undir samning við Embætti landlæknis um að gerast heilsueflandi samfélag. Það voru Anna Möller, landlæknir og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri sem skrifuðu undir samninginn í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi. Viðstaddir voru m.a. bæjarfulltrúar, fulltrúar í stýrihópi Árborgar fyrir HSAM starfið og iðkendur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss og körfuknattleiksfélags Selfoss.

Fjórði leikur Selfoss og Hauka í Hleðsluhöllinni mið. 22.maí – Íslandsmeistaratitill í boði

Fjórði leikur Selfoss og Hauka í úrslitaseríu Olís deildar karla í handknattleik fer fram í íþróttahúsinu IÐU (Hleðsluhöllinni) á Selfossi, miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 19:30. Selfoss er 2-1 yfir í seríunni og getur með sigri á morgun tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Íbúar eru hvattir til að klæðast vínrauðu þennan daginn og hvetja […]

Alþjóðadagur safna 18. maí

Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig skapað með öðrum, deilt og átt samskipti. Þetta er fókusinn á alþjóðlega safnadeginum 18. maí.

Skrifstofan að Austurvegi 67 lokuð frá kl. 12:00, fös. 17.maí

Skrifstofa mannvirkja- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 verður lokuð frá kl 12:00 föstudaginn 17.maí nk. Opnum á hefðbundnum tíma mánudaginn 20.maí.

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna tengingar á nýrri stofnlögn hjá Selfossveitum verður heitavatnslaust í þjónustu og iðnaðarhverfinu fyrir norðan Ölfusárbrú(sjá mynd) mánudaginn 13.maí frá klukkan 18:00. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en hleypt verður á lögnina eins fljótt og hægt er.

Lokun á Austurvegi – þjóðvegi 1 milli Langholts og Laugardælavegar

Selfossveitur auglýsir í samstarfi við Vegagerðina lokun á hluta Austurvegar – þjóðvegi 1 vegna framkvæmda á svæðinu frá Langholti að Laugardælavegi. Lokunin hefst þann 13. maí 2019. Framkvæmdirnar snúast um endurnýjanir í veitukerfum Selfossveitna til að mæta þörfum stækkandi byggðar. Vegfarendur eru beðnir um að gaumgæfa vinnusvæðamerkingar vel og fara eftir tímabundnum merkingum, því þær […]

Opnun tilboða Smáratún 2019

„Í gær, þriðjudaginn 7.maí, voru opnuð tilboð í verkið „Endurgerð götu – Smáratún“.  Eftirfarandi tilboð bárust:

Vor í Árborg – Gaman saman sem fjölskylda

Sem fyrr var dagskráin fjölbreytt og lífleg í ár og bauð hún uppá alls kyns upplifanir fyrir fólk á öllum aldri. þetta árið gátu gestir og gangandi notið yfir 40 viðburða þá fjóra daga sem hátíðin stóð yfir og þar af voru 17 viðburðir hluti af fjölskylduleik Árborgar, Gaman saman sem fjölskylda.

Vinnudagur í Friðlandinu í Flóa

Fuglavernd hefur umsjón með Friðlandinu í Flóa og er ætlunin að stefna þangað fólki laugardaginn 18. maí milli 10:00 til 15:00 til þess að taka til hendinni.

Sumarblað Árborgar komið út – sumarnámskeið og æfingar

Sumarblað Sveitarfélagsins Árborgar er komið á vefinn og verður dreift inn á heimili Árborgar í næstu viku. Blaðið mun vonandi nýtast foreldrum og börnum til að finna áhugaverð námskeið og æfingar í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2019.

Sendiherra í heimsókn í Sunnulækjarskóla

Mánudaginn 29. apríl kom sænski sendiherrann Håkan Juholt í heimsókn í Sunnulækjarskóla til að fræðast um skólastarfið og ræða norrænt samstarf. Hann gekk um skólann ásamt skólastjórnendum og Önnu bókasafnsfræðingi, spjallaði við nemendur og kennara, skoðaði verkefni nemenda og hreifst verulega af. Hann hafði mikla ánægju af að sjá verkefni 4. bekkjar um Astrid Lindgren […]

Ársreikningur Árborgar 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 30. apríl. Samstæða sveitarfélagsins skilar afgangi frá rekstri upp á 194,8 millj.kr., samanborið við 282,8 millj.kr afgang árið 2017. Í því sambandi má nefna að fjármagnsgjöld eru 129,3 millj. kr. hærri en árið 2017 vegna aukinnar verðbólgu. Aðalsjóður er nú rekinn með 50,0 […]

Jón Tryggvi Guðmundsson lætur af störfum fyrir Sveitarfélagið Árborg

Jón Tryggvi Guðmundsson hefur verið sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs undanfarin 9 ár og starfað í alls 15 ár á sviðinu. Hann átti sinn síðasta starfsdag í dag, 30. apríl. Jón Tryggvi hefur skilað sínum störfum af kostgæfni og trúmennsku með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Engum hefur dulist að hann ber velferð samstarfsfólksins fyrir brjósti og […]

Menningarviðurkenning Árborgar 2019 afhent á Vori í Árborg

Fimmtudaginn 25.apríl sl. var menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar afhent  við hátíðarlega athöfn á Hótel Selfoss á opnun bæjarhátíðarinnar Vor í Árborg. Viðurkenninguna þetta árið hlutu bræðurnir Marteinn og Gunnar Sigurgeirssynir fyrir framlag þeirra til menningar og varðveislu söguminja á svæðinu.

Vor í Árborg 25.apríl – Sumardagurinn fyrsti

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður í gangi næstu daga í Sveitarfélaginu Árborg með fjölbreyttu úrvali viðburða. Hátíðin hefst á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl kl. 10:00 á opnum fjölskyldutíma í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla (Baula) og í framhaldinu opnar hver viðburðurinn á fætur öðrum og má t.d. nefna kl.11:00 er Opið hús í Litla leikhúsinu við […]

Stóri Plokkdagurinn í Árborg laugardaginn 27.apríl

Laugardaginn 27. apríl 2019 frá kl. 9-12 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa sig við afraksturinn í stórsekki að tínslu lokinni á þessum stöðum: Eyrarbakki: Við sjoppuna, Stokkseyri: Við sjoppuna, Selfoss: Sunnan við Ráðhús Árborgar, Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði), Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið og við leikskólann Árbæ. Eftir kl. […]

Vor í Árborg – Rifjum upp skemmtilegar sunnlenskar sjónvarpsfréttir

Í tengslum við Vor í Árborg verða rifjaðar upp 85 skemmtilegar sjónvarpsfréttir, mikið úr Árborg, sem Magnús Hlynur Hreiðarsson vann á árunum 1998 til 2010 þegar hann starfaði sem fréttamaður fyrir Ríkisútvarpið á Suðurlandi. Sýningarnar fara fram í Bíóhúsinu á Selfossi laugardaginn 27. apríl kl. 17:00 og sunnudaginn 28. apríl kl. 17:00. Ókeypis inn.

Hreinsunarátak um Hreint Suðurland

Heilbrigðseftirlit Suðurlands hefur kynnt átakið Hreint Suðurland sem er hreinsunarátak miðað að lóðum og lendum í umdæminu. Átakið er áskorun til lóðarhafa, íbúa og landeigenda á Suðurlandi, að þeir  gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og lendum, allt það sem getur valdið ónæði, mengun eða lýti á umhverfinu.

Undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli

Á aðalfundi Ungmennafélags Selfoss þann 4. apríl sl. skrifuðu fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli til framtíðar. Báðir aðilar eru sammála um að uppbyggingin verði unnin í samræmi við tillögur Alark Arkitekta en fyrsti áfangi sem er hálft yfirbyggt fjölnota íþróttahús er nú í hönnunarferli.

Selfossveitur bs. og Sveitarfélagið Árborg semja við DMM Lausnir ehf.

Selfossveitur bs. og Sveitarfélagið Árborg undirrituðu 3. apríl sl. samning við DMM Lausnir ehf. um hugbúnað fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun. DMM mun verða notað fyrir hitaveitu, kaldavatnsveitu, fráveitu, lóðir, gatnakerfi o.fl. Hlutverk DMM verður sér í lagi að halda utan um helstu eignir sem þar koma við sögu og styðja við fjölda verkefna í daglegum […]

Tilboð opnuð í verkið „Sláttur og hirðing á Eyrarbakka og Stokkseyri 2019“.

Í dag, fimmtudaginn 4.apríl 2019, voru opnuð tilboð í verkið „Sláttur og hirðing á Eyrarbakka og Stokkseyri 2019“.

Opin íbúafundur á Selfossi um atvinnu- og menningarmál

Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) standa fyrir fundaherferð um Suðurlandið þessa dagana í tengslum við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024. Opin íbúafundur verður haldin í Tryggvaskála á Selfossi þriðjudaginn 9. apríl nk. og skiptist fundurinn í tvennt: Súpufundur kl. 12:00 – 14:00 um atvinnumál og kaffifundur kl. 16:00 – 18:00 um menningarmál. Íbúar og aðrir […]

Atli M. Vokes ráðinn sviðstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs

Atli Marel Vokes hefur verið ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. Atli er með B.Sc. í byggingartæknifræði frá VIA University College í Danmörku og er húsasmíðameistari með skráð gæðavottunarkerfi. Atli uppfyllir afbragðs vel allar kröfur og hæfniviðmið sem sett voru fram í auglýsingu um starfið.

Samskiptanefnd pólska þingsins heimsótti Vallaskóla

Fimmtudaginn 28. mars sl. fékk Vallaskóli góða heimsókn en það var hópur þingmanna frá Póllandi og með í för var pólski sendiherrann, Gerard Pokruszynski, og Margrét Adamsdóttir, ritari sendiherra, sem einnig var túlkur hópsins. Eftir ferð um uppsveitir Árnessýslu kom hópurinn við í Vallaskóla þar sem skólastjórnendur, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og pólskukennarar  Vallaskóla tóku móti […]