image_pdfimage_print

Jafningjafræðsla í Sunnulækjarskóla

Við í Sunnulækjarskóla erum svo heppin að hafa yfir mörgum frábærum fyrirlesurum að ráða. Þetta kemur að góðu gagni í jafningjafræðslunni.  Undanfarið hafa þeir Daníel Máni Davíðsson og Guðjón Leó Tyrfingsson verið með fræðslu um neteinelti. Þeir fjalla um ýmsar hættur á netinu og hvernig best sé að forðast þær.

Gamalt og nýtt er heimilið getur prýtt

Gunnar Gränz sýnir myndlist í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi í mars. Myndirnar sem Gunnar sýnir núna eru frá ýmsum tímum, vatnslitamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni.  Gunnar segist leika sér með alls konar liti og að fögrum formum. „Ég hugsa þetta í rauninni sem aðra og þriðju víddina sem tómið býður upp […]

Viðskipta- og þjónustuskrá Árborgar

Að gefnu tilefni vill Sveitarfélagið Árborg koma því á framfæri að útgáfa svonefndrar viðskipta- og þjónustuskrár Árborgar, sem dreift hefur verið í hús síðustu daga, er ekki á vegum sveitarfélagsins þó svo að annað megi ráða af framsetningu ritsins. Þá er efni um sveitarfélagið, s.s. götukort o.fl., ekki valið í samráði við sveitarfélagið og er […]

Orðaskil – málþroskapróf

Á haustmánuðum 2015 var tekin sú ákvörðun, á samstarfsfundi starfsfólks skólaþjónustu og leikskólastjóra, að á árinu 2016 yrði skimunartækjum í leikskólum  Árborgar fjölgað með því að taka í  notkun málþroskaprófið Orðaskil. Höfundur þess er  Elín Þöll Þórðardóttir, talmeina­fræðingur. 

Fyrirlestur um tölvufíkn

Samborg, samtök foreldrafélaga í Sveitarf. Árborg, bjóða foreldrum til fyrirlestrar um tölvufíkn þriðjudaginn 1. mars kl 18:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Friðþóra Arna Sigfúsdóttir, markþjálfi og móðir segir frá baráttu sinni við tölvuleikjafíkn sonar síns. Hún fjallar m.a. um:

Opinn íþróttatími í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi sun. 28.feb.

Næsti opni íþróttatími í IÐU verður næsta sunnudag 28. febrúar kl. 12:00 – 13:30. Líkt og áður verður Karl Ágúst Hannibalsson, íþróttakennari til aðstoðar í salnum. Foreldrar, ömmur, afar og fleiri eru hvött til að taka börnin með sér og leika saman í íþróttahúsinu.

Hlaupanámskeið og hlaupaæfingar fyrir byrjendur hjá Frískum flóamönnum

Nú þegar daginn er tekinn að lengja og styttist í vordaga er tilvalið að taka fram hlaupaskóna, fræðast um hlaup og hlaupa úti. Dagana 3. og 5. mars ætlar Torfi H. Leifsson að koma á Selfoss og halda hlaupanámskeið í Vallaskóla. Á námskeiðinu er farið yfir fjölmarga þætti sem snúa að hlaupum og hlaupaþjálfun og […]

Japanski tónlistarmaðurinn, Daisuke Tanabe, með tónleika á Selfossi

Föstudaginn 26. febrúar n.k. kl. 20:00 verður japanski tónlistarmaðurinn, Daisuke Tanabe, með tónleika í lofti Gamla-bankans. Hann spilar sína eigin raftónlist sem er blanda af hiphop, elektrónískri, þjóðlaga og jazz tónlist og hefur hann fengið sérstakt lof fyrri sína túlkun og framsetningu. Hann bjó í nokkur ár í London og samdi m.a. tónlist fyrir Gilles […]

Viðgerðir við Sundhöll Selfoss – nýja innilaugin og saunaklefi lokuð frá þri. 16.feb.

Á síðustu vikum hefur verið nokkuð um óhöpp þar sem fólk hefur dottið á flísalögðu gólfi nýju viðbyggingarinnar við Sundhöll Selfoss. Atvikin hafa sum verið alvarleg og það var sameiginlegt mat Sveitarfélagsins Árborgar og JÁVERKS sem byggði húsið að við þetta yrði ekki unað og því hefur verið leitað leiða til að auka öryggi þeirra […]

Fjölmennur samstarfsfundur um læsi

Þriðjudaginn 9. febrúar sl. var haldinn fjölmennur samstarfsfundur um læsi í Vallaskóla. Til leiks voru mættir stjórnendur í leikskólum og grunnskólum Árborgar, fulltrúar skólaþjónustu og þrír ráðgjafar úr læsisteymi Menntamálastofnunar. Það voru þær Ingibjörg Hilmarsdóttir, teymisstjóri, Ingibjörg Þorleifsdóttir og Elsa Pálsdóttir.

Öskudagurinn í Ráðhúsi Árborgar

Það var mikil gleði í Ráðhúsi Árborgar á öskudaginn en ýmsar kynjaverur létu sjá sig í húsinu þennan daginn. Allir virtust skemmta sér vel og fékk starfsfólk að njóta söngs barnanna í skiptum fyrir góðgæti. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ráðhúsinu á öskudaginn

Framtíðarþing um farsæla öldrun á Suðurlandi

Framtíðarþing um farsæla öldrun á Suðurlandi var haldið mánudaginn 16. nóvember í Grænumörk 5, Selfossi. Þátttaka var mjög góð en um 80 manns tóku þátt. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri í Árborg setti þingið. Haraldur Einarsson, þingmaður og Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara héldu ávörp og Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands sleit þinginu.

Öskudagsgleði fyrir yngri kynslóðina í félagsmiðstöðinni Zelsíuz

Öskudagsgleði verður fyrir 1.-4. bekk og 5.-7. bekk í félagsmiðstöðinni Zelsíuz miðvikudaginn 10. feb. Hátíð 1.-4. bekkjar er frá kl. 14:00 – 16:00 og kostar 500 kr. inn. Kötturinn er sleginn úr tunnunni, dansað og farið í skemmtilega leiki. Skemmtun fyrir 5.-7. bekk er svo milli kl. 17:00 og 19:00 og kostar einnig 500 kr. inn […]

Vor í Árborg 2016 – hugmyndir að dagskrárliðum

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2016″ verður haldin 21. – 24. apríl nk. Skipulag er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna. Fjölskylduleikurinn, „Gaman- saman sem fjölskylda”– verður áfram hluti af hátíðarhöldunum.

Innritun 6 ára barna skólaárið 2016−2017 og skólahverfi í Árborg

Innritun barna sem eru fædd árið 2010 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2016 fer fram 11.−21. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og skólavistun (frístund) á Mín Árborg eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi […]

Opinn íþróttatími í íþróttahúsinu IÐU sunnudaginn 7. febrúar

Næsti opni íþróttatími í IÐU verður næsta sunnudag 7. febrúar kl. 12:00 – 13:30. Líkt og áður verður Karl Ágúst Hannibalsson, íþróttakennari til aðstoðar í salnum. Foreldrar, ömmur, afar og fleiri eru hvött til að taka börnin með sér og leika saman í íþróttahúsinu.

Guðný Ingibjörg: Ég var bara að leika

Leikskóladagurinn er búinn og foreldrarnir komnir að sækja börnin sín í leikskólann. Það er spjallað á leiðinni heim um daginn og veginn og hvernig dagurinn hafi verið. Mjög líklegt er að svar barnanna hafi verið á þá leið að þau hafi „bara“ verið að leika. Hvað voru þau þá að gera í leikskólanum?

Bæjarráð ályktar um vetrarþjónustu á Suðurstrandarvegi

Á fundi bæjarráðs Árborgar s.l. fimmtudag var eftirfarandi bókun samþykkt: Bæjarráð Árborgar fer þess á leit við Vegamálastjóra að Vegagerðin breyti skilgreiningu á vetrarþjónustu fyrir Suðurstrandarveg á þann hátt að þjónusta á veginum verði færð upp um þjónustuflokk. Nú fellur Suðurstrandarvegur í þjónustuflokk 4, líkt og vegir þar sem meðalumferð nemur innan við 100 bílum […]

Hlutverk foreldra í lestrarnámi og vinna við gerð læsisstefnu

Miðvikudaginn 27. janúar 2016 var undirritaður samningur milli Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, og Önnu Margrétar Sigurðardóttur, formanns Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, um gerð læsissáttmála fyrir foreldra. Samningurinn tengist þjóðarsáttmála um læsi sem Sveitarfélagið Árborg og fleiri sveitarfélög á landinu hafa þegar gert við menntamálayfirvöld. Samningsaðilar samþykkja að þeir muni vinna að því […]

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg 2016

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2016. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 2.febrúar nk. kl.18:30. Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Mikil sóknarfæri eru í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem […]

Hvatagreiðslur fyrir árið 2015 afgreiddar út janúar – nýtt kerfi í vinnslu

Hægt verður að sækja um 15.000 kr. hvatagreiðslu fyrir börn 5 – 17 ára sem gildir árið 2015 í gegnum íbúagátt Árborgar til 31.janúar 2016. Fyrirkomulagið er með sama hætti og áður þannig að foreldrar geta sótt um rafrænt í gegnum https://ibuagatt.arborg.is/. Íbúar Árborgar eru hvattir til að nýta sér hvatagreiðsluna og sækja um fyrir […]

Kökuform í Bókasafni Árborgar

Fólk þarf ekki að leita ekki langt yfir skammt ef það vantar kökuform við baksturinn. Bókasafn Árborgar er svo vel í stakk búið að vera með hin ýmsu kökuform til útláns. Köngulóarmaðurinn, Svampur Sveinsson, Dóra Landkönnuður og mörg fleiri bíða eru til útláns og bíða spennt eftir að geta aðstoðað við hvaða kökuhóf sem er […]

Óskir íslenskra barna

Nú stendur yfir í Listagjánni ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna, sem er gjöf ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur og Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til barna á Íslandi. Ljósmyndirnar byggja á reynslusögum úr samtíma íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt og sýna myndirnar óskir barnanna um betra líf.

Rannsóknarboranir

Á síðustu misserum hefur átt sér stað töluverð fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg. Vaxandi sveitarfélag kallar á meiri aðföng og þar er heita vatnið ekki undanskilið. Selfossveitur sjá um að útvega íbúum sveitarfélagsins heitt vatn en vinnsla á heitu vatni fyrir Árborg hefur verið af tveimur svæðum, það er Laugardælum/Þorleifskoti þar sem vinnsla hófst 1948 og […]

Opnir fjölskyldutímar í IÐU á Selfossi – næsti tími er sun. 24.janúar

Ákveðið hefur verið halda áfram með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi en þátttaka í tímunum fyrir áramót var mjög góð og því á að halda áfram fram á vorið. Um er að ræða nokkra sunnudaga þar sem fjölskyldan getur komið saman í íþróttahúsinu og leikið sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Allir eru velkomnir […]

Allir lesa aftur af stað!

Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti en sveitarfélagið Árborg stóð sig vel og hafnaði í 19. sæti af 74. Konur reyndust […]

Fræðslufundur um orðaforða tvítyngdra nemenda

Íslenskur orðaforði íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku Fimmtudaginn 21. janúar næstkomandi kl. 14:30-15:50 verður dr. Sigríður Ólafsdóttir með fyrirlestur í Sunnulækjarskóla í boði skólaþjónustu Árborgar. Þar mun hún kynna doktorsverkefni sitt sem hún varði haustið 2015. Heitir verkefnisins er:

Sérdeild Suðurlands fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015

Fimmtudaginn 14. janúar 2016 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar voru m.a. veitt menntaverðlaun Suðurlands sem SASS stendur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Kristín ávarpaði því næst samkomuna og þakkarorð hennar fengu góðar viðtökur.

Sundlaug Stokkseyrar lokuð frá 13. – 18. janúar

Sundlaug Stokkseyrar er lokuð frá 13. – 18. janúar vegna slæms þrýstings á heita vatninu til Stokkseyrar. Með því að loka sundlauginni í þennan tíma er vonast til að þrýstingurinn haldist fyrir íbúðarhús og önnur fyrirtæki á Stokkseyri. Beðist er velvirðingar á þessu en við opnum aftur mánudaginn 18. janúar.

Opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu IÐU sun. 17. janúar

Þá byrjum við aftur með opnu fjölskyldutímana í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi. Næsti tími er sunnudaginn 17. janúar kl. 12:00 – 13:30. Foreldrar geta komið í íþróttasalinn með börnunum og fjölskyldan leikið sér saman. Karl Ágúst Hannibalsson, íþróttakennari verður á staðnum til aðstoðar og leiðbeiningar.

Skákkennsla grunnskólabarna

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á sunnudögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í þriðja sinn dagana 15. og 16. janúar. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Sveitarfélagsins Árborgar og Umf. Selfoss og í góðu samstarfi við HSK og menntavísindasvið Háskóla Íslands á Laugarvatni. Mikil ánægja hefur verið meðal þátttakenda á fyrri ráðstefnum sem hvetur okkur áfram til dáða.

Verðlaun afhent fyrir jólagátuna í jólagluggunum

Í síðustu viku fengu þrír heppnir þátttakendur í jólagátunni 2015 afhent verðlaun fyrir þátttökuna. Þessi þrjú börn voru dregin úr innsendum lausnum en fjöldi barna tók greinilega þátt þetta árið. Leikurinn gekk út á að frá 1.desember til 24. desember opnaði einn jólagluggi í stofnun eða fyrirtæki í sveitarfélaginu og í hverjum glugga var bókstafur sem […]

Jólin kvödd á Selfossi

Selfyssingar og nærsveitungar kvöddu jólin í kvöld með glæsilegri þrettándagleði; blysför, brennu og flugeldasýningu undir stjórn Ungmennafélags Selfoss. Farin var blysför frá Tryggvaskála að brennustæðinu við Gesthús með jólasveina og tröll úr Ingólfsfjalli fremst í flokki. Síðan var kveikt í brennu og UMFS og Björgunarfélag Árborgar skutu svo á loft glæsilegri flugeldasýningu af Fjallinu eina.

Árborg mætir Reykjanesbæ í Útsvari föstudaginn 8. janúar

Lið Árborgar í Útsvarinu mætir liði Reykjanesbæjar föstudaginn 8. janúar nk. í beinni útsendingu úr sjónvarpssal. Þátturinn hefst kl. 20:00 og geta áhugasamir farið í sjónvarpssal og hvatt sitt lið áfram en í Árborgarliðinu eru Herborg Pálsdóttir, Gísli Stefánsson og Gísli Axelsson. Þeir sem vilja mæta í sjónvarpssal þurfa að mæta upp í Efstaleiti 1, kl. […]

Söfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg lau. 9. janúar kl. 10:00

Laugardaginn 9.janúar 2016 mun körfuknattleiksfélag FSu í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg safna og farga jólatrjám fyrir íbúa. Söfnunin hefst kl. 10:00 og þurfa þeir íbúar sem ætla sér að nýta þjónustuna að koma trjám sínum að lóðarmörkum fyrir þann tíma. Einstaklingar sem ekki nýta þessa þjónustu geta fargað jólatrjám á gámasvæði Sveitarfélagsins Árborgar á Víkurheiði […]

Hátíðahöld á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði miðvikudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina. Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.

Nýársfréttabréf fræðslusviðs

Í nýársfréttabréfinu, sem er 4 blaðsíður, eru nokkrar fréttir frá skólum og skólaþjónustu og fjallað um hluta af því sem er á döfinni á næstunni. Á forsíðu er fjallað um stjórnendanámskeið sem haldið var fyrir áramót, HAM-námskeið fyrir unglinga sem verða í boði á árinu 2016, Erasmus+ heimsókn til Skotlands í nóvember 2015, fræðslufundi sem voru […]

Breytingar á gjaldskrá sundlauga Árborgar – Sundhöll Selfoss og Sundlaug Stokkseyrar

Frá og með 1.janúar breytist gjaldskrá sundlauga Árborgar á Selfossi og Stokkseyri. Stærstu breytingar eru að nú er sett aftur upp barnagjald fyrir 10 – 17 ára en börn sem eru búsett í Árborg fá gefins árskort frá sveitarfélaginu. Sama fyrirkomulag gildir um gjaldtöku af eldri borgurum  Síðan hækkar stakt skipti í sund upp í 900 kr. Annars eru breytingar á […]

Götuljósin slökkt á Stokkseyri

Laugardagskvöldið 2.janúar 2016 verða götuljós á Stokkseyri slökkt kl:23:00 og munu þau vera slökkt í um klukkustund.  Myrkvunin er liður í athugun á hugmynd félagasamtaka atvinnurekenda á Stokkseyri um að skapa rómantíska stemningu í bænum og þannig sérstöðu í ferðamennsku.

Gleðilegt ár!

Sveitarfélagið Árborg óskar íbúum í Árborg  og landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári.

Aukaferðir Strætó á gamlársdag

Frá Mjódd kl. 12:00 = til Selfoss– N1– kl. 12:52 Frá Selfossi– N1– kl.13:00 =  til Mjóddar kl. 13:53 Sjá vetraráætlun Strætó  

Áramótabrennur í Sveitarfélaginu Árborg

Áramótabrennur í Sveitarfélaginu Árborg verða með hefðbundnu sniði en kveikt verður á eftirfarandi stöðum þann 31. desember nk. ef veður leyfir. *Á gámasvæðinu, Víkurheiði á Selfossi kl. 16:30 *Við Hafnarbrú á Eyrarbakka kl. 20:00 *Við Arnhólma á Stokkseyri kl. 20:00

Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar – íþróttakarl og kona Árborgar heiðruð

Þriðjudaginn 29. desember nk. kl. 19:30 verður Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar haldin í sal Fsu. Á þessari árlegu verðlaunahátíð er afreksfólk í íþróttum í sveitarfélaginu heiðrað og tilkynnt um val á íþróttakarli og konu Árborgar 2015. Fjöldi íþróttamanna á öllum aldri er heiðraður auk einstaklinga og félagasamtaka sem hafa staðið sig vel í almenningsíþróttum á árinu. Guðmundur […]

Opnunartími Sundlauga Árborgar yfir hátíðarnar

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri verða opnar eftirfarandi yfir hátíðarnar:

Verðlaun afhent fyrir best skreyttu húsin og fyrirtækið í Sveitarfélaginu Árborg 2015

Laugardaginn 19. desember sl. afhenti Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar verðlaun fyrir þrjú best skreyttu íbúðarhúsin og best skreytta fyrirtækið í Sveitarfélaginu Árborg. Best skreytta fyrirtækið er Lindin tískuvöruverslun sem er staðsett að Eyrarvegi 29 á Selfossi. Jólaskreytingarnar á íbúðarhúsunum voru mjög fjölbreyttar í ár og mörg hús sem komu til greina en dómnefndin valdi Urðarmóa 15 og Austurveg […]

Jólaglugginn 20. desember opnar í Bókakaffinu á Selfossi kl. 14:00

Í tilefni af opnun jólagluggans í Bókakaffinu á Selfossi, sunnudaginn 20. desember, kemur þar fram nýr sönghópur sem kallar sig Lóurnar, kl. 14:00. Hópurinn mun syngja nokkur jólalög en hann skipa: Kristín Arna Hauksdóttir, Halldóra G. Steindórsdóttir, Halla Dröfn Jónsdóttir, Elísabet Hermundardóttir og Elín Gunnlaugsdóttir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimil meðan húsrúm leyfir.

Jólatorgið – síðasta opnunarhelgin tónlist og verðlaun fyrir best skreyttu húsin

Jólatorgið við Ölfusárbrú verður opið fimmtudag og föstudag frá 16:00 – 19:00 og á laugardaginn frá 13:00 – 17:00. Tónlistaratriði verða á laugardeginum og byrjar Gunnhildur Þórðardóttir ásamt Stefáni Erni Viðarssyni kl. 15:00. Magnús Kjartan Eyjólfsson spilar kl. 15:30 og kl. 16:00 verða afhent verðlaun fyrir best skreyttu húsin og fyrirtækin í Árborg en fjöldi fyrirtækja […]

Jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar föstudaginn 18.des. kl. 20:00

Árlegir jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi fara fram föstudagkvöldið 18. desember 20:00. Í fyrra var fullt út úr dyrum og meiriháttar stemmning. Í ár koma eftirfarandi söngvarar fram: Siggi kapteinn og Rannvá Olsen, Systurnar Elísabet og Íris Dudziak, Ágústa Ósk Óskarsdóttir, Maríanna Másdóttir, Edgar Smári Atlason og Íris Lind Verudóttir (Söngkonan í sigurlagi jólalagakeppni rásar 2 árið 2015. […]

Nemendur styrkja sjóð Selfosskirkju

Nokkrir 8. bekkingar í Sunnulækjarskóla ákváðu að leggja styrktarsjóð Selfosskirkju lið og seldu mandarínur og piparkökur á kaffistofu starfsfólks. Verkefnið unnu þær Helena, Ísabella Sara, Karen Lind og Katrín Birna í 8. ÞMB í tengslum við þemadaga um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en þær vinna út frá markmiðinu um aukinn jöfnuð.