image_pdfimage_print

Ráðning leikskólastjóra í Árborg

Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja leikskólastjóra í Árborg fyrir leikskólana Álfheima og Brimver/Æskukot. Þeir umsækjendur sem voru ráðnir í störfin hafa báðir góða reynslu af leikskólastarfi, stjórnunarstörfum og M.Ed. próf í stjórnun menntastofnana.

Samið við Guðmund Tyrfingsson ehf

Í framhaldi af útboði á skólaakstri, sem fram fór fyrr í vor, var ákveðið að taka tilboði lægstbjóðanda, Guðmundar Tyrfingssonar ehf., í verkefnið.  Ásta Stefánsdóttir og Tyrfingur Guðmundsson rituðu undir samning þess efnis í vikunni. Mikil reynsla er af skólaakstri hjá fyrirtækinu, sem sinnt hefur slíkum akstri fyrir Sveitarfélagið Árborg í áraraðir.

Vinaminni var færðu rafmagns lazy boy stóll að gjöf

Vinaminni var færðu rafmagns lazy boy stóll að gjöf í tilefni af 85 ára afmæli Helgu Einarsdóttur sem dvaldi um tíma í dagdvölinni Vinaminni. Börn, barnabörn og tengdabörn ásamt Helgu, heimsóttu dagdvölina af þessu tilefni þann 14. Júní sl. og afhent stólinn sem þakklætisvott fyrir góðan tíma þann tíma sem Helga dvaldi í dagdvölinni.

17. júní hátíðarhöld á Selfossi

Hátíðarhöld á Selfossi í tilefni af þjóðhátíðardeginum eru nokkuð hefðbundin og hefjast kl. 10:00 þegar fánar eru dregnir að húni við heiðursvörð félaga úr Skátafélaginu Fossbúum. Frá 10:00 – 12:00 er opið hús hjá Flugklúbbi Selfoss á Selfossvelli og í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, félagar úr Hestamannafélaginu Sleipni teyma undir börnum í reiðhöllinni og milli 11:00 […]

Sundlaugar Árborgar lokaðar á 17. júní

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga föstudaginn 17. júní nk. verða sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri lokaðar. Báðar laugarnar opna aftur laugardaginn 18. júní samkvæmt opnunartíma.

Kirkjubær opnar

Sýningin Draumur aldamótabarnsins opnar í Kirkjubæ föstudaginn 17. júní kl. 12 og eru allir velkomnir. Kirkjubær sem stendur rétt við Húsið á Eyrarbakka verður nú hluti af fjölbreyttu sýningarhaldi Byggðasafns Árnesinga. Byggðasafn Árnesinga keypti Kirkjubæ árið 2011 og hefur undanfarin ár unnið að endurbótum á húsinu og sýningargerð. Safnið hefur nýtt arf Helga Ívarssonar frá […]

17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka nk. föstudag. Dagskráin byrjar kl. 14:00 við Stað á Eyrarbakka þegar fjallkonan ávarpar gesti.  Í framhaldinu verður tónlistaratriði, ávarp, söngur leikskólabarna úr Brimveri/Æskukoti og verðlaunaafhending fyrir Hópshlaupið sem fram fór fyrr í vor. Ýmis önnur skemmtiatriði verða á dagskrá ásamt hinu árlega 17. júní kaffi kvenfélagsins.

Vinnuskóli Árborgar sumarið 2016 kominn af stað

Vinnuskóli Árborgar hófst formlega í morgun, mánudaginn 13. júní þegar unglingarnir mættu til vinnu og hófu að ruslahreinsa og sópa gangséttar í sveitarfélaginu. Veðrið leikur við hópana þennan fyrsta vinnudag sumarsins og vonandi heldur það áfram þannig. Unglingarnir munu verða við störf næstu vikurnar og ættu íbúar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri að verða þeirra vör […]

Verðlaunaafhending fyrir fjölskylduleikinn Gaman Saman

Verðlaunaafhending fyrir fjölskylduleikinn „Gaman Saman“ fór fram í síðustu viku en leikurinn var hluti af bæjarhátíðinni Vor í Árborg sem fram fór í apríl sl. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri afhenti vinningana en þrír heppnir þátttakendur sem tóku þátt í 6 eða fleiri viðburðum fengu verðlaun auk tveggja sem fengu þátttökuverðlaun. Þau þrjú sem fengu aðalverðlaunin eru […]

Erasmus+ verkefni Árborgar

Á vormánuðum árið 2015 fékk Sveitarfélagið Árborg styrk frá Rannís úr Evrópusjóðnum (Erasmus+) í skólaþróunarverkefni sem skiptist í þrjá hluta: Lærdómssamfélagið, Nám og starf og Upplýsingatækni. Áherslan í  Námi og starfi var lögð á að þátttakendur fengju tækifæri til að kynnast því hvernig efla mætti og þroska starfshugsun nemenda á öllum stigum grunnskólans, fræðslu í […]

Vinnuskóli Árborgar 2016 – Hópaskipting og svæðin

Nú liggur hópaskipting fyrir í vinnuskóla Árborgar 2016 og er hægt að kynna sér það hér að neðan. Skólasetning vinnuskólans er fimmtudaginn 9. júní kl. 20:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla og fyrsti vinnudagur er mánudaginn 13. júní.

Skólaþróun í Árborg – efling lærdómssamfélagsins

Síðastliðið sumar, eða í júní 2015, hlaut Sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til þess að efla lærdómssamfélag Árborgar. Þrír faghópar voru skipaðir af skólastjórnendum grunnskóla Árborgar og fræðslustjóra Árborgar, en þeim var ætlað að rannsaka og kynna sér vinnu og störf í Evrópu á þremur eftirtöldum sviðum: Nám og starf, upplýsingatækni og lærdómssamfélagið.

Vinnuskóli Árborgar settur fim. 9. júní kl. 20:00 í Sunnulækjarskóla

Setning vinnuskóla Árborgar fer fram í Fjallasal Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 9. júní nk. kl. 20:00. Nemendur vinnuskólans 2016 eru hvattir til að mæta ásamt foreldrum/forráðamönnum en mikilvægt er að allir séu rétt upplýstir um vinnuskólann fyrir sumarið. Fyrsti vinnudagur er mánudagurinn 13. júni 2016.

Sundlaug Stokkseyrar lokuð vegna viðhalds 8. jún – 10. jún.

Sundlaug Stokkseyrar verður lokuð frá miðvikudeginum 8. júní til og með föstudeginum 10. júní nk. vegna viðhalds. Sundlaugin opnar aftur laugardaginn 11. júní kl. 10:00. Minnum á að Sundhöll Selfoss er opin þessa daga.

Heitt vatn tekið af á eftirtöldum stöðum þriðjudaginn 7. Júní

Þriðjudaginn 7. júní verður heita vatnið tekið af frá kl. 9:00 og fram eftir degi í Sandvíkurhreppi, Búgarðabyggð, Eyrarbakka og Stokkseyri.

Hálandaleikar á Selfossi 4. júní 2016

Skoskir hálandaleikar fara fram á bökkum Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss laugardaginn 4. júní nk. og hefst keppnin kl. 12:00. Í ár eru 6 keppendur, 4 frá Íslandi og 2 erlendir. Keppt er í sleggjukasti svo er kastað léttum steini og þunga steininum strax á eftir. Þá er farið í 25 kg lóðið á vegalengd og […]

Sjómannadagurinn á Stokkseyri sunnudaginn 5. júní

Sjómannadeginum verður fagnað á Stokkseyri líkt og undanfarin ár nk. sunnudag. Hátíðarhöldin hefjast kl. 11:00 með hátíðarguðþjónustu í Stokkseyrarkirkju þar sem blómsveigur verður lagður við minnisvarða um drukknaða sjómenn. Frá 13:30 er boðið upp á skemmtidagskrá á íþróttavellinum og er hægt að prófa t.d. kassaklifur, reiptog og hjólböruratleik. Sjómannadagskaffið hefst svo um kl. 14:30 í […]

Laxnessfjöður

Samtök móðurmálskennara í samstarfi við íslenskukennara hafa undanfarnar vikur staðið að verkefni sem nefnist Laxnessfjöðrin. Verkefnið var sett af stað til að stuðlar að aukinni ritunarkennslu í unglingadeildum grunnskóla og aukinni færni nemenda í ritlist. Í síðustu viku fengu þrír nemendur í 9.bekk Laxnesfjöður fyrir framlag sitt á námskeiðinu. Þetta voru Aldís Elva Róbertsdóttir, Stefán […]

Opið hús í Vallaskóla á Selfossi þri. 7.júní

Þriðjudaginn 7. júní verður opið hús í Vallaskóla á Selfossi þar sem nemendur 7. – 10. bekkjar sýna afrakstur þemaverkefnisins Vallalands. Verkefnið er þverfaglegt þar sem nemendahópar hafa unnið saman að því að stofna land/samfélag og skipuleggja alla innviði þess. Nemendur hafa unnið að verkefninu undanfarna viku í samstarfi við kennara og nærsamfélagið. Sýningin er […]

Dagdvölin Árblik fékk höfðinglegar gjafir

Þann 14 apríl sl. færði Lionsklúbburinn Embla á Selfossi dagdvölinni Árbliki höfðinglegar gjafir. Um er að ræða fjarstýrðan lyftihægindastól sem auðveldar fólki að setjast í hann og standa upp úr honum. Einnig færðu Emblurnar dagdvölinni headset míkrafón og magnara til þess að auðvelda upplestur. Lionsklúbbnum Emblu eru færðar bestu þakkir fyrir þessar góðu gjafir.

Sundhöll Selfoss lokuð vegna viðhalds 30. maí – 2. júní.

Vegna viðhalds við Sundhöll Selfoss verður sundlaugin lokuð frá mánudeginum 30. maí til fimmtudagsins 2. júní. Sundhöllin opnar aftur föstudaginn 3. júní. Viðskiptavinir eru beðnir afsökunar á þessum óþægindum en lokunin er mikilvægur liður í að bæta og laga Sundhöllina. Bent er á að Sundlaug Stokkseyrar er opin seinnipart dags en frá og með 1. júní er hún opin virka daga frá […]

Fréttabréf fræðslusviðs Árborgar

Í fréttabréfinu (maí 2016) er einkum fjallað um afar vel heppnaðan Skóladag Árborgar sem var haldinn á Stokkseyri miðvikudaginn 27. apríl sl. Einnig eru fréttir af Erasmus+verkefni, læsisstefnu og tilnefningu Samborgar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Sjá fréttabréfið á pdf formi hér.

Sparkvöllurinn við Vallaskóla verður „Eikatún“

Í síðastliðinni viku var sparkvellinum við Vallaskóla gefið nafnið „Eikatún“ og af því tilefni var skilti með nafninu afhjúpað við völlinn. Nemendur í Vallaskóla afhjúpuðu skiltið ásamt Kjartani Björnssyni, formanni íþrótta- og menningarnefndar. Nafnið Eikatún má rekja aftur til þess að börn á Selfossi léku sér á grasflöt sem var á þessu svæði en það […]

Erasmus+ verkefni Árborgar hefur skilað miklu

Verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag, sem er samstarfsverkefni grunnskóla sveitarfélagsins og skólaþjónustu, hefur þegar skilað miklu fyrir skólasamfélag Árborgar og allt stefnir í að þau markmið sem sett voru fram í umsókn nái fram að ganga. Verkefnið hefur stuðlað að skýrari sýn skóla og skólaþjónustu og samstarfi um meðal annars sameiginlega markmiðasetningu um meginviðfangsefni Erasmus+verkefnisins.

Góður árangur í eineltisvinnu við BES

Á dögunum birti vinnuhópur um Olweusaráætlunina í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri niðurstöður úr mælingum vetrarins á einelti í skólanum. Það gleður okkur að segja frá því að í fyrsta skipti mælist einelti í BES undir landsmeðaltali. Þó svo að markmiðið sé að útrýma einelti með öllu ber að hrósa fyrir það sem vel er […]

Þjónustusamningur milli Sv. Árborgar og Skátafélagsins Fossbúa

Sveitarfélagið Árborg og Skátafélagið Fossbúar undirrituðu áframhaldandi samstarfssamning miðvikudaginn 18. maí sl. Þær Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Inga Úlfsdóttir, félagsforingi Fossbúa undirrituðu samninginn. Samningurinn er til þriggja ára og í honum kemur til að mynda fram að sveitarfélagið styðji við bakið á skátafélaginu með rekstrarstyrk og afnotum af húsnæði. Starf skátafélagsins hefur vaxið mikið […]

Hreyfivikan 23. maí – 29. maí 2016 – viðburðir í Árborg

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í Hreyfivikunni eða MOVE WEEK dagana 23. – 29. maí 2016 og verða ýmsir viðburðir í gangi í sveitarfélaginu í tilefni af vikunni líkt og sjá má hér að neðan: Ef félagasamtök eða fyrirtæki vilja setja upp viðburð eða eru með dagskrá í hreyfivikunni er hægt að senda á bragi@arborg.is til […]

Tryggvagata lokuð milli Engjavegar og Fossheiðar, fimmtudaginn 19.maí

Fimmtudaginn 19. maí verður Tryggvagatan, milli Engjavegar og Fossheiðar lokuð vegna tengingar á nýrri hitaveituheimæð FSU. Framkvæmdir hefjast um klukkan 9 um morguninn og standa yfir fram eftir degi.

Hreyfivikan 23. – 29. maí – hvaða sveitarfélag hreyfir sig mest?

Hreyfivika UMFÍ, árleg lýðheilsuherferð, hefst mánudaginn 23. maí næstkomandi en hún hefur það að markmiði að kynna kosti þess að stunda hreyfingu og íþróttir. Í fyrra voru þátttakendur í Hreyfiviku UMFÍ um 40 þúsund talsins um land allt. Í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum […]

Bókasafn Árborgar, Selfossi

Gleðilegan safnadag – í dag ætla söngnemar úr tónlistaskólanum okkar að koma á safnið og syngja fyrir gesti og gangandi kl. 13:30! Kennarinn þeirra og stjórnandi er Margrét Stefánsdóttir. Gaman, gaman!      

Samborg var tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Samborg var tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 11. maí sl. fyrir að efla samstarf milli foreldrafélaga allra grunn- og leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg. Inga Dóra Ragnarsdóttir og Guđbjörg Guðjónsdóttir tóku við viðurkenningu fyrir hönd Samborgar úr höndum Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, og Önnu Margrétar Sigurðardóttur, formanns Heimilis og skóla. Bestu hamingjuóskir til Samborgar […]

Nýtt umsóknarkerfi fyrir hvatagreiðslur í Árborg opnar fljótlega

Sveitarfélagið Árborg er að vinna að nýju kerfi til að halda utan um allar hvatagreiðslur fyrir börn í sveitarfélaginu, Stefnt er að því að nýja kerfið verði opnað í lok maí en með tilkomu þess geta foreldrar nýtt styrkinn strax til niðurgreiðslu tómstunda barna sinna. Kerfið verður auglýst betur þegar nær dregur en af þessum sökum er ekki tekið […]

Sumarblað Árborgar 2016 komið út – námskeið og æfingar fyrir börnin í sumar

Hið árlega Sumarblað Árborgar er komið út í vefformi en því verður einnig dreift í hús í Sveitarfélaginu Árborg á næstu dögum. Blaðið er hefðbundið og í því er að finna upplýsingu um helstu námskeið og æfingar fyrir börnin í sumar. Blaðið er hægt að lesa hér að neðan.

Tilkynning frá Vatnsveitu Árborgar

Dagana 2-6. maí verður lokað fyrri umferð á Hörðuvöllum við gatnamót Hörðuvalla og Austurvegar vegna framkvæmda við vatnsveitu. Lokað verður fyrir umferð mánudagsmorguninn 2. maí og eru íbúar beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda

Einar Elíasson og Gunnar Granz fengu menningarviðurkenningu Árborgar 2016

Menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar var afhent á opnunarhátíð Vors í Árborg í menningarsalnum í Hótel Selfoss á sumardaginn fyrsta. Þetta árið fengu tveir aðilar viðurkenningu en það voru þeir Gunnar Gränz og Einar Elíasson. 

Hreinsunarátak í Árborg 29. apríl – 8. maí

Hreinsunarátak verður í Árborg 29. apríl – 8. maí nk. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og taka til í sínu nánasta umhverfi. Nánari upplýsingar um upplýsingar um átakið.

Fjölmenni á Skóladegi Árborgar sem heppnaðist vel

Skóladagur Árborgar var haldinn fyrir allt starfsfólk leik- og grunnskóla í Árborg miðvikudaginn 27. apríl síðastliðinn. Óhætt er að segja að dagurinn hafi heppnast vel því þátttaka var afar góð og andi samstarfs, áhuga og virkni sveif yfir vötnum Stokkseyrar. Þar var í boði frábær aðstaða og umgjörð í Menningarverstöðinni og skólanum á Stokkseyri (BES). […]

Spennandi dagskrá á Skóladegi Árborgar

Á Skóladegi Árborgar, sem haldinn verður á Stokkseyri miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi, er skemmtilegt að sjá hversu vel mannauður skólasamfélagsins í Árborg nýtist bæði í fyrirlestrum og menntabúðum. Dagurinn er liður í því að styrkja samstarfið og miðla upplýsingum milli skóla og skólastiga í sveitarfélaginu um verkefni og faglegar áherslur sem hafa nýst vel.

Skóladagur Árborgar – mikilvægt samstarfsverkefni fyrir skólasamfélagið

Skóladagur Árborgar verður haldinn á Stokkseyri miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi fyrir alla starfsmenn leik- og grunnskóla. Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra og menntabúðir allan daginn og hefur undirbúningshópur unnið hörðum höndum að undanförnu. Allir skólar sveitarfélagsins verða lokaðir þennan dag.

Vor í Árborg hefst á morgun 21. apríl

Vor í Árborg hefst á morgun, Sumardaginn fyrsta, og stendur fram á sunnudag. Hátíðin hefst strax um morguninn og stendur dagskráin fram á kvöld. Stimpilleikurinn „Gaman saman sem fjölskylda“ er á sínum stað og verður hægt að fá stimpla á fimmtudeginum í Iðu, Selfosskirkju, Fischersetrinu, í Litla leikhúsinu við Sigtún, hjá Bókasafninu á Selfossi, Handverksskúrnum […]

Fjölmörg tónlistaratriði verða í tengslum við Vor í Árborg hátíðina þetta árið

Þar er helst að nefna Bakkann- alþýðutónlistarhátíðina sem hefst á sumardaginn fyrsta kl. 14 í Húsinu á Eyrarbakka. Verða tónleikar alla helgina á dagskránni hjá þeim bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þá mun Karlakór Selfoss hefja vortónleikröð sína með tónleikum í Selfosskirkju um kvöldið. Afmælistónleikar Björgvins Þ. Valdimarssonar verða á sunnudaginn 24. apríl í Selfosskirkju […]

Aukning í útgáfu byggingarleyfa

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Árborgar sem haldinn var hinn 6. apríl sl. voru teknar fyrir nokkrar umsóknir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsnæði. Alls var veitt leyfi fyrir 16 íbúðum, þar af tveimur einbýlishúsum, þremur parhúsum og tveimur fjögurra íbúða raðhúsum. Um er að ræða byggingar sem munu rísa í Austurbyggð, Hagalandi og við Jaðar.

Vor í Árborg – tónleikar, sýningar og stimpilleikur – dagskrá hátíðarinnar komin út

Fimmtudaginn 21. apríl hefst bæjarhátíðin Vor í Árborg og eru fjölda viðburða á dagskrá hátíðarinnar eins og undanfarin ár. Fyrstu dagskrárliðir eru fjölskyldusamvera í Selfosskirkju og opin fjölskyldutími í íþróttahúsinu Iðu. Síðan opnar fjöldinn allur af sýningum og listviðburðum út um allt sveitarfélag. Skrúðganga með skátunum hefst kl.13 frá Tryggvatorgi og fjölskylduhátíð hjá þeim í […]

Vor í Árborg – Afmælistónleikar í Selfosskirkju sunnudaginn 24. apríl kl. 16:00.

Í tengslum við Vor í Árborg heldur Björgvin Þór Valdimarsson sérstaka afmælistónleika í Selfosskirkju nk. sunnudag 24.apríl kl. 16:00. Sex söngvarar, blandaður kór og hljómsveit flytja tónlist eftir Björgvin Þ. Valdimarsson í tilefni 60 ára afmælis hans.

Fréttabréf fræðslusviðs Árborgar (apríl 2016)

Hér gefur að líta nýtt fréttabréf fræðslusviðs á rafrænu formi. Í því er fjallað um viðburði og ýmis verkefni sem vert er að vekja athygli á. Þar má til að mynda nefna verkefni Árbæjar á Degi leikskólans, verkefni sem snýst um að meta orðaforða tvítyngdra barna, námskeið fyrir börn og fullorðna, talmeinaþjónustu, væntanlegan Skóladag Árborgar […]

Opnað fyrir umsóknir unglinga í vinnuskóla Árborgar 2016

Opnað verður fyrir umsóknir unglinga í vinnuskóla Árborgar 2016 á morgun fimmtudaginn 14. apríl og verður opið til og með mánudaginn 9. maí. Um er að ræða einstaklinga fædda á árunum 2000-2002. Það eru næg störf í boði fyrir unglingana en við skorum á foreldra að virða umsóknarfrestinn og drífa af umsóknarferlið. Varðandi þau ungmenni […]

Fyrirlestur um tölvufíkn – punktar fyrir foreldra

Þriðjudaginn 5.apríl sl. hélt Eyjólfur Arnar Jónsson, sálfræðingur fyrirlestur um tölvufíkn í Fjallasal Sunnulækjarskóla í samstarfi við Samborg og Sveitarfélagið Árborg. Þar fór Eyjólfur yfir mismunandi birtingarmyndir tölvufíknar og hvernig foreldrar gætu brugðist við sem forvörn. Eftirfarandi punktar eru frá Eyjólfi og eru allir foreldrar hvattir til að kynna sér þá.

Sandvíkurtjaldurinn lentur

Góðir Sunnlendingar. Vorið er komið! Tjaldaparið margfræga sem haldið hefur sig í Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi síðustu ár lenti í Sandvík síðastliðna nótt og er þá staðfest að veturinn er nánast úti hér sunnanlands. Tjaldurinn gaf frá sér lendingarhljóð seint í gærkvöldi og í dag var koma hans staðfest þegar hann sást spóka sig í rófugarði […]

Sveitarfélagið Árborg vann Ölfus í spurningaþættinum Útsvari – komin í undanúrslit

Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit í æsispennandi viðureign Árborgar og Ölfuss í Útsvari í Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldið. Lokatölur, að loknum „venjulegum leiktíma“ voru 70-70, en lið Árborgar sigraði að lokum 72-70 og er komið í undanúrslit. Lið Árborgar skipuðu þau Gísli Stefánsson, Gísli Axelsson og Herborg Pálsdóttir. Í liði Ölfuss voru þau Ágústa Ragnarsdóttir, […]

Upplýsingar fyrir Sumarblaðið – tómstundir fyrir börn í Árborg sumarið 2016

Sveitarfélagið Árborg gefur árlega út sérstakt sumarblað með upplýsingum um þau íþrótta- og tómstundanámskeið sem í boði eru í sveitarfélaginu yfir sumarið. Blaðið er í fullri vinnslu og geta þeir sem ætla að bjóða uppá námskeið fyrir börn sumarið 2016 sent inn upplýsingar og myndir í blaðið en því er dreift inn á öll heimili í […]