35. fundur bæjarráðs 16.maí 2019

  1. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 16. maí 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

 

Mætt:                

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

 

Formaður óskaði eftir að taka á dagskrá með afbrigðum svar við fyrirspurn Gunnars Egilssonar í 5. lið 31. fundi bæjarráðs frá 4. apríl. Það var samþykkt.

Dagskrá:

 

Almenn erindi
1. 1905139 – Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2020
  Erindi frá deildarstjóra menningar- og frístundadeildar um stofnun vinnuhóps vegna unglingalandsmóts 2020. Ásamt samstarfssamningi við UMFÍ.
  Bæjarráð tilnefnir starfsmennina Braga Bjarnason og Auði Guðmundsdóttur og bæjarfulltrúana Tómas Ellert Tómasson og Kjartan Björnsson sem fulltrúa í vinnuhópinn.
     
2. 1905206 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista – Upplýsingar um biðlista og leikskólapláss
  Fyrirspurn Gunnars Egilssonar:
1. Hvað eru mörg börn frá 12 mánaða að 18 mánaða aldri á biðlista eftir leikskólaplássi?
Svar: 23 börn
2. Hvað eru mörg börn eldri en 18 mánaða á biðlista eftir leikskólaplássi?
Svar: 28 börn
3. Hversu mörg þeirra barna sem eru á biðlista verða orðin 18 mánaða í ágúst n.k.?
Svar: 35 börn
     
3. 1905039 – 97. þing HSK
  Tillögur frá héraðsþingi HSK ásamt ársskýrslu 2018.
  Bæjarráð þakkar fyrir ársskýrsluna. Stefna sveitarfélagsins er að halda áfram að styðja og styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu og á vettvangi HSK.
     
4. 1905166 – Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030
  Stefnumótun frá mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum, dags. 2. maí.
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefnd.
     
5. 1905193 – Framkvæmdir við brú yfir Ölfusá
  Erindi frá Vegagerðinni, dag. 8. maí, þar sem óskað er eftir umsögn vegna viðhaldsframkvæmda á brú yfir Ölfusá.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn enda verði Vegagerðin í nánu samráði við bæjaryfirvöld um framkvæmdirnar.
     
6. 1905207 – Samgönguáætlun 2020-2024
  Erindi frá Vegagerðinni, dags. 6. maí, um fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd.
     
7. 1905210 – Áskorun – fjölgun bekkja við götur á Selfossi
  Áskorun frá Félagi eldri borgara Selfossi, dags. 10. maí, um að fjölga bekkjum á Selfossi.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
     
8. 1905211 – Breyting á póstnúmeri 801
  Tilkynning frá Íslandspósti dags. 13. maí, um breytingu á dreifbýlispóstnúmerum hjá 5 sveitarfélögum sem tilheyra 801 Selfoss.
  Bæjarráð gerir engar athugasemdir við breytt fyrirkomulag á póstnúmerum.
     
9. 1905212 – Þingfundur ungmenna 17. júní 2019
  Upplýsingar um þingfund ungmenna sem halda á 17. júní nk. í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar frístunda- og menningarnefnd og ungmennaráði.
     
15. 1903189 – Lántökur 2019
  Gunnar Egilsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn undir 5. lið 31. fundar bæjarráðs þann 4. apríl:
Undirritaður óskar eftir að upplýst verði hvernig meirihluti bæjarstjórnar hyggst fjármagna þær framkvæmdir sem áætlaðar eru.
  Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði að öllu leyti fjármagnaðar með veltufé frá rekstri og lántökum frá Lánasjóði Sveitarfélaga. Ekki er talin þörf á öðrum leiðum, þó að KPMG hafi greint mögulega fjármögnun frá lífeyrissjóðum og leitt í ljós að sú nálgun eykur fjárfestingargetu Árborgar umtalsvert.
Eins og bæjarráð kallaði eftir, 21. mars síðastliðinn, er fjárfestingaáætlun 2019-2022 nú í endurskoðun. Í því samhengi þótti nauðsynlegt að endurmeta einnig forsendur í fjárhagsáætlun enda hefur afkoma sveitarsjóðs mikil áhrif á fjárfestingargetu. Stefnt er að því að endurmat liggi fyrir í byrjun júní. Þar mun koma fram hvernig æskilegt er að fjárfestingar dreifist og hvernig haga þarf lántökum. Tillaga um uppfærða fjárfestingaáætlun ætti þá að geta komið til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar 19. júní.

Ályktun bæjarráðs frá 21. mars síðastliðnum:
„Í ljósi breyttra forsenda telur bæjarráð rétt að endurmeta fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins 2019-2022 og kanna hvort ástæða er til að gera breytingar frá þeirri áætlun sem samþykkt var í desember síðastliðinn.
Á fyrstu mánuðum ársins hafa verið samþykktir miklir viðaukar vegna útgjalda í sorpmálum vegna breyttra aðstæðna. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að samþykkja frekari viðauka, vegna stofnframlaga og annarra útgjalda. Þessir viðaukar hafa lækkað áætlaðan afgang ársins 2019 umtalsvert.
Það má einnig ætla að fyrir liggi nýjar kostnaðarupplýsingar um einhverjar af þeim fjárfestingum sem ráðgerðar eru í fjárfestingaáætlun og jafnvel nýjar upplýsingar um fyrirsjáanlega framvindu í gatnagerð ársins. Loks eru blikur á lofti í efnahagslífinu og ástæða til að meta hvort það kallar á sérstök viðbrögð.“

     
Fundargerðir
10. 1905005F – Eigna- og veitunefnd – 3
  3. fundur haldinn 11. maí.
  Lagt fram til kynningar.
     
11. 1905004F – Íþrótta- og menningarnefnd – 10
  10. fundur haldinn 13. maí.
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerðir til kynningar
12. 1901272 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
  196. fundur haldinn 9. maí.
  Lagt fram til kynningar.
     
13. 1902248 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2019
  7. fundur haldinn 16. apríl.
8. fundur haldinn 7. maí.
  Lagt fram til kynningar.
     
14. 1901345 – Fundargerðir BÁ 2019
  5. fundur haldinn 30. apríl og ársreikningur
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:45

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
     

 

 
34.fundur bæjarráðs 9.maí 2019

  1. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 9. maí 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

 

Mætt:                  

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Helga María Pálsdóttir, bæjarritari

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 8. maí, fundargerð eigna – og veitunefndar frá 6. maí og fundargerð fræðslunefndar frá 8. maí. Var það samþykkt.

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 1904175 – Umsögn – frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
  Á 33. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra, í samráði við bæjarfulltrúa, að gera drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið er fremur jákvæð og Sambandið átti fulltrúa í starfshópi um gerð þess. Mjög ólíkar skoðanir hafa hinsvegar komið frá sveitarfélögum og einhverjar sveitarstjórnir hugnast illa að setja á stofn sérstaka Þjóðgarðastofnun, hefur Grímsnes- og Grafningshreppur m.a. sent frá sér umsögn í þá veru. Einnig er ljóst að sveitarstjórnir sjá ekki endilega fyrir sér að umdæmaráð muni reynast heppilegri leið til samráð um málefni friðlýstra svæða heldur en beint samráð við einstakar sveitarstjórnir.
  Fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar gerir bæjarráð eftirfarandi athugasemdir við frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
Bæjarráð telur brýnt að gera breytingu á frumvarpinu í þá veru að þeir aðilar sem nefndir eru í 3. tölulið 2. mgr. 12. greinar um umdæmisráð gegni stöðu áheyrnarfulltrúa. Eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á mun slík breyting á frumvarpinu undirstrika að meginhlutverk þess er að vera samráðsvettvangur Þjóðgarðastofnunar og sveitarfélaga.
Bæjarráð Árborgar hvetur til þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu þannig að drög að atvinnustefnu fyrir friðlýst svæði verði samþætt verndar- og stjórnaráætlun. Heiti slíkra áætlana gæti þá orðið stjórnunar-, verndar- og nýtingaráætlanir.
Bæjarráð tekur undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að mikilvægt sé að huga að því að það fyrirkomulag stjórnsýslu sem lagt er til í frumvarpinu verði ekki þyngra í vöfum en tilefni er til.
Bæjarráð Árborgar telur að breyta þurfi frumvarpinu þannig að áréttað verði að miðlæg stoðþjónusta geti átt sér stað utan aðalskrifstofu. Jafnframt óskar Svf. Árborg eftir því að aðalskrifstofa Þjóðgarðastofnunar hafi aðsetur í höfuðstað Suðurlands, á Selfossi.
     
2. 1905014 – Umsögn – frumvarp til laga um skráningu einstaklinga
  Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
  Lagt fram til kynningar.
     
3. 1904267 – Minnisblað um leikskólamál
  Minnisblað um leikskólamál frá Þorsteini Hjartarsyni.
  Vinna er í gangi við að útvega færanlegar kennslustofur til að mæta þeim vanda sem óskað er lausnar á. Bæjarráð leggur áherslu á að farsæl lausn liggi fyrir á næstu vikum.
     
4. 1904255 – Fyrirspurn – gatnagerðargjöld á Gagnheiði 20
  Fyrirspurn Fossmáta ehf, dags. 9. apríl, spurt er hvort að hægt sé að fá lækkun á gatnagerðargjöldum ef byggt yrði iðnaðarhús á lóðinni við Fossheiði 20. Fossmát ehf. eru eigendur að Gagnheiði 20 en ekki Fossheiði 20.
  Bæjarráð hafnar erindinu.
     
5. 1810162 – Rekstrarleyfisumsögn – Guesthouse Heba
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 19. október, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Íragerði 12, Stokkseyri. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti erindið á 18. fundi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
     
6. 1811175 – Rekstrarleyfisumsögn – gistiheimilið South Central Selfoss apartment
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 21. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Furugrund, Selfossi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti erindið á 18. fundi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
     
7. 1901344 – Rekstrarleyfisumsögn – Skolo apartment
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 31. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Skólavöllum 9, Selfossi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti erindið á 18. fundi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
     
8. 1810177 – Rekstrarleyfisumsögn – gististaðurinn Thoristun Villa
  Beiðni sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 með síðari breytingum.
Óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II, íbúðir, að Þóristúni 19.
Skipulags- og byggingarnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 6. mars síðastliðinn og leggst gegn veitingu leyfis þar sem starfsemin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.
  Bæjarráð leggst gegn veitingu leyfis þar sem starfsemin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.
     
9. 1904204 – Gildistaka laga um opinber innkaup og námskeið
  Lagður fram upplýsingapóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna laga um opinber innkaup og breytinga er varða sveitarfélög.
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1904257 – Umsögn – jarðgerð Íslenska gámafélagsins á Selfossi
  Tilkynning Íslenska Gámafélagsins um jarðgerð á Selfossi. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Árborgar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Erindið var til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 8. maí.
  Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar til málsins og telur ekki nauðsynlegt að fram fari umhverfismat vegna framkvæmdarinnar með vísan til 2.viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
     
11. 1905017 – Umsögn – grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga
  Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
  Lagt fram til kynningar.
     
12. 1905080 – Beiðni um afnot af skúr fyrir dvalarheimilið Sólvöllum
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarritara að ganga frá samningi um afnot.
     
13. 1905082 – Umsögn Sambandsins á tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024
  Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði ítarlegri umsögn um fjármálaáætlun 2020-2024 til fjárlaganefndar Alþingis og hvetur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama.
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármálaáætlun 2020-2024.
Farið er í umsögninni yfir þá hnökra sem orðið hafa á samskiptum ríkis og sveitarfélaga í tengslum við þá einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að frysta framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Skerðingin nemur samtals 3-3,5 ma.kr. og bitnar harðast á fámennum sveitarfélögum. Gerð er skýlaus krafa um að Alþingi dragi til baka þessi áform ríkisstjórnarinnar.
Í umsögninni er einnig farið nokkuð ítarlega yfir einstök málefnasvið í fjármálaáætluninni enda snúa fjölmargar aðgerðir að samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Á meðal atriða sem sambandið leggur mesta áherslu á má nefna:
Að innheimtuþóknun sem sveitarfélögin greiða ríkinu fyrir innheimtu útsvars í staðgreiðslu verði lækkuð verulega.
Að tryggt verði fjármagn til sóknaráætlana landshluta og til almenningssamgangna.
Að tekjur af gistináttaskatti færist til sveitarfélaga og að gripið verði til aðgerða til að bæta stöðu ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni.
Að hraðað verði vinnu við mótun tillagna um skattlagningu orkumannvirkja.
Að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði hraðað.
Að unnið verði áfram að umbótum í menntamálum, með áherslu á nýliðun í kennarastétt.
Að rekstrarforsendur hjúkrunar- og dagdvalarrýma á öldrunarstofnunum verði treystar, þannig að daggjöld taki mið af kröfulýsingum fyrir þessar stofnanir.
Að teknar verði upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig hægt verði að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar.
     
Fundargerðir
14. 1904009F – Eigna- og veitunefnd – 1
  1. fundur haldinn 24. apríl
     
15. 1904006F – Skipulags og byggingarnefnd – 18
  18. fundur haldinn 10. apríl og framhaldið 29. apríl.
  15.3 1902099 – Ósk Rarik og Vörðulands ehf. um breytingu á deiliskipulagi Austurbyggðar.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 18
  Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.
   
 
  15.4 1904046 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu heimtaugar að Austurvegi 69 Selfossi. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 18
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
  Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna lagningu heimtaugar að Austurvegi 69, Selfossi.
 
  15.10 1901247 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna byggingarleyfis að Grenigrund 31 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 18
  Lagt er til við bæjarráð að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
  Bæjarráð vísar tillögu skipulagsnefndar í liðum 14.10 og 14.14 verði vísað til bæjarstjórnar.
 
  15.14 1903047 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna byggingaáforma að Lækjarbakka 7 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 18
  Lagt er til við bæjarráð að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
  Bæjarráð vísar tillögu skipulagsnefndar í liðum 14.10 og 14.14 verði vísað til bæjarstjórnar.
 
     
16. 1905001F – Skipulags og byggingarnefnd – 19
  19. fundur haldinn 8. maí.
  16.1 1901275 – Tillaga að skipulagslýsingu við Tjarnarstíg Stokkseyri.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 19
  Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsingin verði kynnt og auglýst, einnig að lýsingin verði kynnt fyrir hverfaráði Stokkseyrar.
  Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagslýsingin verði kynnt og auglýst og einnig að óskað verði eftir umsögn hverfisráð Stokkseyrar um deiliskipulagslýsinguna.
 
  16.4 1904257 – Beiðni um umsögn vegna jarðgerðar Íslenska gámafélagsins á Selfossi
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 19
  Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
   
 
     
17. 1904013F – Umhverfisnefnd – 1
  1. fundur haldinn 2. maí
  17.1 1904351 – Hreinsunarátak 2019
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Hreinsunarátak 2019 verður dagana 13.-25.maí með sama sniði og undanfarin ár. Á tímabilinu verður þjónusta á gámasvæði sveitarfélagsins gjaldfrjáls fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Gámar verða staðsettir á Eyrarbakka, austan tjaldsvæðis við Búðarstíg og á Stokkseyri við áhaldahús 13.-17.maí.
Nefndin hvetur íbúa til að taka þátt í hreinsunarátakinu og virða almennar umgengnisreglur um gámana.

Kristján Jóhannesson verkstjóri þjónustumiðstöðvar kom á fundinn og tók þátt í umræðu um hreinsunarátakið.

   
 
  17.2 1904352 – Sumaropnunartími gámasvæðis 2019
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Rætt var um opnunartíma á gámasvæði. Samþykkt var að opnunartími gámasvæðis sumarið 2019 verði frá 10-17 mánudaga-laugardaga auk þess sem opnunartími verður lengdur til kl 18:30 einn virkan dag í hverri viku. Verkstjóra þjónustumiðstöðvar falið að útfæra breytingar á opnunartíma.

Kristján Jóhannesson verkstjóri þjónustumiðstöðvar kom á fundinn og tók þátt í umræðu um opnunartíma á gámasvæði.

   
 
  17.3 1904353 – Erindisbréf Umhverfisnefndar
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Farið var yfir drög að erindisbréfi nefndarinnar og bæjarritara falið að vinna drögin áfram.
   
 
  17.4 1904354 – Sorpflokkun í Svf. Árborg
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Fyrirkomulag sorpflokkunar í stofnunum sveitarfélagsins rædd og hvetur nefndin alla starfsmenn til þess að taka þátt í aukinni flokkun með jákvæðu hugarfari.
   
 
  17.5 1904356 – Kynning á verkefnum umhverfisdeildar
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Dagskrárlið frestað til næsta fundar.
   
 
     
18. 1905003F – Eigna- og veitunefnd – 2
  2. fundur haldinn 6. maí.
  18.1 1905067 – Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Kristinn Hauksson frá Eflu fór yfir aðdraganda á útboði vegna ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Svf. Árborgar og kynnti niðurstöður.

Tvö tilboð bárust:
Gagnaveita Reykjavíkur 45.346.163 kr
Míla 53.936.000 kr
Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 83.527.676 kr

Eigna- og veitunefnd leggur til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda svo framarlega sem hann standist kröfur sem tilteknar eru í útboðsgögnum.

  Bæjarráð samþykkir að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Gagnaveitu Reykjavíkur, svo framarlega sem hann standist kröfur sem tilteknar eru í útboðsgögnum.
 
  18.2 1811216 – Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Fulltrúar Verkís hf og Alark ehf skiluðu af sér og kynntu forhönnun fyrsta áfanga fjölnota Íþróttahúss á íþróttasvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Einnig lögðu fulltrúar Verkís fram og kynntu framkvæmda- og greiðsluáætlun með lykildagsetningum fyrir lokahönnun, útboð og framkvæmd á byggingu hússins. Gestir frá UMFS sátu kynninguna.

Framkvæmdaáætlun Verkís gerir ráð fyrir að útboðshönnun fyrir jarðvinnuverksamning og byggingarverksamning ljúki í sumar. Verksamningarnir verði síðan boðnir út á sama tíma með það að augnamiði að gefa verktökum tækifæri til þess að gera tilboð í hvorn verksamning fyrir sig, með möguleika á að gera frávikstilboð í báða samningana á sama tíma.

Framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir því að jarðvinnuframkvæmdir geti hafist í byrjun október 2019, sem gefur jarðvinnuverktaka möguleika á að nýta haustið og veturinn til undirbúnings og uppgraftrar með það fyrir augum að ljúka allri vinnu við steyptar undirstöður og veggi, ásamt fyllingum í jörðu fyrir unglingalandsmót UMFÍ í ágúst 2020. Gert er ráð fyrir hléi frá 15.júli til 10. ágúst vegna unglingalandsmótsins.

Þá gerir áætlunin ráð fyrir að boðinn sé út verksamningur um íþróttabúnað og innréttingar fyrir lok árs 2020 svo vinna við frágang innanhúss geti hafist á fyrstu mánuðum ársins 2021.

Gert er ráð fyrir að öllum framkvæmdum ljúki með lögbundinni öryggisúttekt 1. júlí 2021 og að mannvirkið og lóðin séu afhent tilbúin til notkunar 1. ágúst 2021. Lögbundin lokaúttekt fer svo fram ári síðar, þann 1. ágúst 2022, þegar ábyrgðartími verksamninga rennur út.

Með því að gefa verktökum rúman byggingartíma og stýra greiðsluflæði framkvæmdarinnar þannig, að jafnar greiðslur falli til allan framkvæmdatímann, mun kostnaður vegna byggingarinnar dreifast á fjögur ár, sem gerir sveitarfélaginu auðveldar fyrir að fjármagna verkefnið.

Meirihluti Eigna- og veitunefndar leggur til við bæjarráð að samþykkja ofangreinda framkvæmdaáætlun og jafnframt óskar meirihluti nefndarinnar eftir því við bæjarráð að sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs verði falið að undirrita samninga um útboðshönnun verkefnisins við Verkís og AlArk.

Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa nefndarmenn D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tímum.

  Bæjarráð samþykkir tillögu meirihluta eigna- og veitunefndar og felur sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að undirrita samninga um útboðshönnun verkefnisins við Verkís og AlArk.

Fulltrúi D-lista tekur undir afstöðu og bókun fulltrúa D-lista í eigna- og veitunefnd.

 
  18.3 1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Útboðsgögn og kostnaðaráætlun vegna viðbyggingar við leikskólann Álfheima og endurgerð á eldra húsi lögð fram. Nefndin leggur áherslu á að viðbygging sem inniheldur starfsmannaaðstöðu verði kláruð á þessu ári.

Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að fela starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissvið að bjóða verkið út eins fljótt og kostur er.

  Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út eins fljótt og kostur er.
 
  18.4 1903228 – Endurgerð götu – Smáratún
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Niðurstaða útboðs á verkinu „Endurgerð götu – Smáratún“ kynnt.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið:

Gröfutækni ehf 79.245.375 kr
Borgarverk ehf 93.490.000 kr
Aðalleið ehf 98.599.370 kr

Kostnaðaráætlun var 101.647.425kr

Lagt er til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið svo framarlega sem hann uppfylli skilyrði sem tiltekin eru í útboðsgögnum og starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs falið að ganga til samninga.

  Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo framarlega sem hann uppfyllir skilyrði sem tiltekin eru í útboðsgögnum.
 
  18.5 1905068 – Útboð á göngu og hjólastígum 2019
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Lögð fram áætlun um útboð á göngu- og hjólastígum í sveitarfélaginu 2019.

Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að hafa samráð við skipulags- og byggingarfulltrúa vegna umferðaöryggis stígana, samþykkja áætlunina og fela starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út.

  Bæjarráð samþykkir áætlunina og felur starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út.
 
     
Fundargerðir til kynningar
20. 1905081 – Fundargerðir kjaranefndar 2019
  Fundur kjaranefndar 30. apríl 2019.
     
21. 1902257 – Fundargerðir Veiðifélags Árnesinga 2019
  Aðalfundur haldinn 28. mars
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:35

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
Helga María Pálsdóttir    33. fundur bæjarráðs 26.apríl 2019

  1. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn föstudaginn 26. apríl 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

 

Mætt:                

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Formaður leiðtaði afbrigða að taka á dagskrá fundartíma bæjarráðs.

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 1903205 – Persónuverndaryfirlýsing Árborgar
  Persónuverndarlýsing Árborgar lögð fram til samþykktar.
  Bæjarráð samþykkir samhljóða persónuverndarlýsingu Árborgar.
     
2. 1904133 – Ársskýrsla 2018 – Byggðasafn Árnesinga
  Lagt fram til kynningar.
     
3. 1904165 – Umsögn – frumvarp til laga nr. 782 og 792 og tillaga til þingsályktunar nr. 791 um breytingu á raforkulögum
  Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (vísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku) mál 792.
Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði) 782. mál.
  Lagt fram til kynningar.
     
4. 1904163 – Umsögn – frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi
  Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi) mál 784.
  Bæjarráð tekur undir eftirfarandi umsögn Bláskógabyggðar við frumvarpið:
Verði frumvarpið að lögum er nauðsynlegt að koma á virku samráði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við sveitarfélögin á landsbyggðinni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur t.a.m. haldið uppi mjög virku eftirliti með leyfisskyldri gististarfsemi og hefur m.a. ráðið starfsmann í hálft stöðugildi til að sinna því. Upplýst hefur verið um talsvert mörg brot og viðeigandi viðurlögum beitt. Hætt er við að eftirlitið á landsbyggðinni verði ekki eins virkt eftir að sektarheimildum og eftirliti verður komið fyrir hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Þá vill sveitarstjórn beina því til Alþingis að úr því unnið er að breytingum á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sé fullt tilefni til að þrengja heimildir til heimagistingar (90 daga reglan svonefnda). Það er mat bæjarráðs að heimildin sé of rúm og að margt sem í henni felst sé til þess fallið að raska eðlilegri samkeppni gagnvart leyfisskyldri gististarfsemi, einkum á landsbyggðinni þar sem ferðamannatímabilið er í sumum tilvikum ekki mikið lengra en 90 dagar að sumri.
     
5. 1904175 – Umsögn – frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþings, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, mál 778.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við bæjarfulltrúa, að gera drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
     
6. 1904162 – Umsögn – frumvarp til laga um lýðskóla
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, mál 798.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra og fræðslunefndar.
  Lagt fram til kynningar.
     
7. 1904161 – Umsögn – frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 11. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, mál 801.
  Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra og fræðslunefndar.
     
8. 1904160 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IV. viðauka við EES samninginn, þriðja orkupakkann
  Erindi utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 11. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES- samninginn (þriðji orkupakkinn), mál 777.
  Lagt fram til kynningar.
     
9. 1904164 – Umsögn – frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, EES reglur, stjórnvaldssektir o.fl.
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.) mál 775.
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1904187 – Þjónustusamningar við sveitarfélög og Árborg
  Þjónustusamningur milli sveitarfélaga og Bergrisans bs. og samningur milli Árborgar og Bergrisans bs.
  Bæjarráð samþykkir samningana.
     
11. 1605210 – Frágangur og malbikun á aðkomu að Gesthúsum
  Erindi frá framkvæmdastjóra Gesthúsa, dag. 11. apríl, þar sem hún skorar á sveitarfélagið að bæta úr aðkomu að Engjavegi 56.
  Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitusviðs.
     
12. 1904204 – Gildistaka laga um opinber innkaup og námskeið
  Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. apríl, um gildistöku laga um opinber innkaup og námskeið sem haldið verður 6. maí nk.
  Lagt fram.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Tómas Ellert Tómasson, munu sitja námskeiðið.
     
13. 1903035 – Stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum 2019
  Erindi frá Íls, dags. 17. apríl, þar sem óskað er eftir staðfestingu frá sveitarfélaginu um stofnframlag vegna umsóknar Brynju hússjóðs.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Svf. Árborg veiti stofnframlög til Brynju að upphæð 36 milljónir vegna byggingar 10 íbúða.
Bæjarstjóra falið að útbúa viðaukatillögu til bæjarstjórnar vegna málsins.
     
14. 1904027 – Fundartími bæjaráðs 2019
  Formaður lagði til að næsti reglulegi fundur bæjarráðs verði á hefðbundnum tíma 9. maí. Samþykkt samhljóða.
     
Fundargerðir
15. 1904003F – Fræðslunefnd – 10
  10. fundur haldinn 10. apríl
  Lagt fram til kynningar.
     
16. 1904007F – Félagsmálanefnd – 6
  6. fundur haldinn 16. apríl
  Lagt fram til kynningar.
  16.1 1904038 – Beiðni um móttöku fjölskyldu frá Sýrlandi
 
  Niðurstaða Félagsmálanefnd – 6
  Beiðni hefur borist frá félagsmálaráðuneytinu um að taka á móti einni fimm manna fjölskyldu frá Sýrlandi en um er að ræða fjölskyldu sem hefur nú þegar tengsl við sveitarfélagið þar sem að fjölskyldumeðlimur þess er búsettur í sveitarfélaginu.
Nefndin leggur til við bæjarráð að samþykkja beiðni ráðuneytisins.
  Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um að taka á móti fimm manna fjölskyldu frá Sýrlandi.
 
  16.2 1902105 – Uppsögn á samningi um heimsendan mat
 
  Niðurstaða Félagsmálanefnd – 6
  Sláturfélag Suðurlands hefur sagt upp samningi um framleiðslu á matarskömmtum fyrir Sveitarfélagið Árborg frá og með 1. maí nk. Sláturfélagið vill þakka þau góðu viðskipti sem það hefur átt í gegnum tíðina og þakkar sveitarfélagið sömuleiðis góð viðskipti og samskipti á liðnum árum.
Sveitarfélagið hefur sent öllum notendum bréf til upplýsingar um stöðuna sem og að starfsmaður muni hafa samband fljótlega til að finna tímabundna lausn þar til framtíðarlausn hefur fundist.
Nefndin leggur til að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að framtíðarlausn um heimsendan mat í hádeginu með fulltrúa frá Félagi eldri borgara á Selfossi, Félagi eldri borgara á Eyrarbakka, eldri borgara á Stokkseyri, félagsmálanefndar, deildarstjóra virkni- og stoðþjónustu og forstöðumanni félagslegrar heimaþjónustu. Mikilvægt er að vinnuhópurinn vinni hratt að úrlausn þessa máls.
Félagsmálanefnd tilnefnir Jónu S. Sigurbjartsdóttur sem fulltrúa fyrir sína hönd.
  Bæjarráð staðfestir skipan vinnuhópsins og hvetur til að málin verði skoðuð í samráði við notendur þjónustunnar og með hliðsjón af öðrum mötuneytum sveitarfélagsins. Starfsmaður fjármálasviðs verður hópnum til aðstoðar.
 
  16.8 1812039 – Hugmyndir um frístundamiðstöð á Selfossi
 
  Niðurstaða Félagsmálanefnd – 6
  Nefndin er sammála um að gott sé að hýsa í sama húsi fjölbreytta starfsemi frístundastarfs í sveitarfélaginu. Kostir þess eru aukin samvinna, fagþróun og möguleg hagræðing í frístundaþjónustu við börn og ungmenni.
Nefndin hvetur sveitarfélagið til að vinna áfram að úrlausn þessari.
  Lagt fram til kynningar.
 
     
Fundargerðir til kynningar
17. 1904185 – Fundargerðir hverfisráðs Selfoss
  1. fundur haldinn 27. mars
  Bæjarráð vísar umræðu um starfsemi hverfisráðs í fundargerðinni til vinnu við gerð samþykkta fyrir hverfisráð. Nýjar samþykktir fyrir hverfisráð munu verða teknar til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar 15. maí næstkomandi, en þær eru unnar upp úr þeim hugmyndum og tillögum sem komið hafa frá fundum hverfisráðanna.
Bæjarráð vísar umræðu um umhverfisþætti, í þremur síðari punktum fundargerðar, til umfjöllunar í umhverfisnefnd sveitarfélagsins.
     
18. 1901335 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
  870. fundur haldinn 11. apríl
     
19. 1901272 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
  195. fundur haldinn 10. apríl
     
20. 1901039 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
  279. fundur haldinn 9. apríl
     
21. 1903124 – Fundargerðir Bergrisans bs. 2019
  5. fundur haldinn 9. apríl
     
22. 1901176 – Fundargerðir stjórnar SASS 2019
  545. fundur haldinn 4. apríl
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
Rósa Sif Jónsdóttir    32 fundur bæjarráðs 11.apríl 2019

  1. fundur bæjarráðsÁrborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 11. apríl 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:                   

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Formaður óskaði eftir að hönnunargögn vegna skóla í Björkurstykki yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum og var það samþykkt.

Dagskrá:

 

Almenn erindi
1. 1904044 – Yfirlýsing vegna lífskjarasamninga 2019-2022 á almennum vinnumarkaði
  Yfirlýsing frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. apríl, í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022.
  Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2020.
     
2. 1808140 – Fjárhagsáætlun 2019
  Bréf frá bæjar- og fjármálastjóra vegna fyrirspurnar frá EFS um upplýsingar um hvort einhver þeirra áætluðu fjárfestinga sem fram koma í fjárhagsáætlun ársins 2019 falli undir ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga.
  Bæjarráð samþykkir að framlagt svar verði sent Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
 
  Gestir
  Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri. – 17:00
     
3. 1902273 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2019
  Rekstraryfirlit jan-feb.
  Fjármálastjóri Árborgar fór yfir milliuppgjör jan-feb 2019.
 
  Gestir
  Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri – 17:00
     
4. 1811233 – Útsvarsprósenta 2019
  Erindi frá RSK, dags. 3. apríl, um staðfestingu á útsvarshlutfalli við álagningu 2019 vegna tekna á árinu 2018.
  Fjármálastjóra falið að svara erindinu.
 
  Gestir
  Inga Garðarsdóttir, fjármálastjóri – 17:00
     
5. 1904076 – Umsögn – frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl., innflutningur búfjárafurða
  Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 4. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), mál 766.
  Lagt fram til kynningar.
     
6. 1811206 – Umsögn – verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
  Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 4. apríl. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2019 – Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 30.04.2019.
  Lagt fram til kynningar.
     
7. 1904104 – Umsögn – lyfsöluleyfi fyrir nýrri lyfjabúð, Austurvegi 24-26
  Erindi frá Lyfjastofnun, dags. 3. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn vegna nýs lyfsöluleyfis fyrir nýja lyfjabúð að Austurvegi 24-26, Selfossi.
  Bæjarráð, fyrir hönd bæjarstjórnar, gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
     
8. 18051725 – Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
  Fréttatilkynning frá afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands, dags. 9. apríl.
  Lagt fram til kynningar.
     
9. 1904116 – Tækifærisleyfi – Hvíta húsið annan í páskum 2019
  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 9. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna páskaballs 22. apríl nk. óskað er eftir leyfi til kl. 04:00.
  Bæjarráð mælist til þess að veitt verði umbeðið leyfi til að opið verði til klukkan 4:00.
     
10. 1806198 – Ný heimasíða og innri síða
  Tillaga frá bæjarstjóra og starfshópi vegna heimsíðu Árborgar um að gengið verði til samninga við Hugsmiðjuna um gerð nýs Árborgarvefs.
  Bæjarráð samþykkir tillöguna. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 3,5 milljónir króna. Gert er ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun ársins.
     
Fundargerðir
11. 1903012F – Skipulags og byggingarnefnd – 17
  17. fundur haldinn 3. apríl
  Lagt fram til kynningar.
  11.5 1903278 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara. Umsækjandi: Míla ehf.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 17
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt. Allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.
  Bæjarráð samþykktir veitingu framkvæmdaleyfis til Mílu vegna lagningu ljósleiðara. Allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.
 
  11.6 1903222 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara. Umsækjandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 17
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt. Allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.
  Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. vegna lagningu ljósleiðara, allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.
 
  11.7 1903305 – Framkvæmdaleyfisumsókn vegna dæluhúsa í landi Hellis. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 17
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt.
  Bæjarráð samþykkir að veit verði framkvæmdaleyfi til Vatnsveitu Árborgar vegna dæluhúsi í landi Hellis.
 
  11.9 1804263 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna umsóknar um byggingaleyfi fyrir viðbyggingu að Lyngheiði 11 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 17
  Lagt er til við bæjarráð að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
  Bæjarráð samþykkir skipulagsbreytinguna vegna Lyngheiðar 11, Selfossi.
 
  11.19 1904028 – Lýsing deiliskipulag við Austurveg milli Sigtúns og Fagurgerðis.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 17
  Lagt er til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt.
  Bæjarráð samþykkir að lýsing deiliskipulags við Austurveg milli Sigtúns og Fagurgerðis verði auglýst og kynnt.
 
     
13. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Bæjarráð samþykkir þau gögn sem lögð hafa verið fram, yfirlesin af lögmönnum og eru nú í auglýsingu.
     
Fundargerðir til kynningar
12. 1902248 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2019
  6. fundur haldinn 2. apríl
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
     31. fundur bæjarráðs 4. apríl 2019

  1. fundur bæjarráðsÁrborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 4. apríl 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:                     

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

 

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 1901038 – Skoðun á samstarfi við Innviðasjóð slhf.
  Kl. 17:00 – Auðunn Guðjónsson frá KPMG kemur inn á fundinn og kynnir skýrslu KPMG vegna hugsanlegra aðkomu Innviða fjárfestinga slhf. að fráveitu Árborgar.
  Bæjarráð þakkar kynninguna. Stefnt er að kynningu fljótlega fyrir bæjarfulltrúa.

Bókun vegna skýrslu KPMG
Eins og kunnugt er hafa framtíðarlausnir í fráveitumálum sveitarfélagsins verið óleystar. Á næstunni er stefnan að byggja hreinsistöð sem áætlað er að kosti í kringum 1,5 milljarða, auk þess sem reikna má með að aðrar nauðsynlegar fjárfestingar í fráveitumálum sveitarfélagsins kosti um 1 milljarð kr. Þessi verkefni eru stór og viðamikill og kalla á verulegar lántökur. Það er skylda kjörinna fulltrúa að skoða allar færar leiðir til þess að tryggja það að nauðsynlegir innviðir séu í lagi, og standist samanburð við önnur sveitarfélög. Það er einnig skylda kjörinna fulltrúa að tryggja góðan rekstur og efnahag sveitarfélagsins. Af þessum ástæðum m.a hefur verið til skoðunar á undanförnum vikum hvort það væri valkostur í stöðunni sem uppi er að Innviðasjóður, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, gæti komið með einhverjum hætti að þessum verkefnum ásamt sveitarfélaginu. Það liggur fyrir að lántaka frá öðrum en Lánasjóði Sveitarfélaga væri dýr kostur og því var sérstök áhersla lögð á að skoða mögulega aðkomu Innviðasjóðs með hlutafjárframlögum. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar s.l að fá endurskoðunarfyrirtækið KPMG, til þess að leggja mat á þær hugmyndir að Innviðasjóður kæmi inn með hlutafé í fráveitu Árborgar. Nú hefur KPMG lagt fram vandaða og ítarlega skýrslu um þennan valkost. En áður en endanleg ákvörðun verður tekin í þessu máli þarf að fara fram kynning á niðurstöðu skýrslunnar fyrir öllum kjörnum fulltrúum. Stefnt er að því að sú kynning verði fljótlega. Umfjöllun og opinber kynning kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hefur verið eins gagnsæ og opin í þessu máli eins og kostur er og sett fram í þeim eina tilgangi að vinna íbúum og sveitarfélaginu til heilla.

Eggert Valur Guðmundsson S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson Á-lista

Kynning_Fráveita Árborgar 280319

Fylgiskjöl Kynning Innviðir Árborg Fráveita

     
2. 1904020 – Umhverfismat – Þórustaðanáma í Ingólfsfjalli
  Kl. 17:30 – Fulltrúi landeiganda og fulltrúi Fossvéla mæta á fundinn og fara yfir vinnu vegna umhverfismats vegna stækkunar á Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli.
  Bæjarráð þakkar kynningu á vinnu við undirbúning umhverfismats vegna fyrirhugaðrar stækkunar Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli. Bæjarráð fagnar þeirr vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar.
 
  Gestir
  Magnús Ólason, framkvæmdastjóri Fossvéla – 17:50
  Helgi Eggertsson, landeigandi Þórustaði – 17:50
     
3. 1903301 – Beiðni – úrbætur á hurðum á kennslustofum
  Beiðni Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 28. mars, þar sem óskað er eftir settir verði gluggar í hurðir á kennslustofum sem notaðar eru til tónlistarkennslu í Vallaskóla, BES Stokkseyri og Eyrarbakka – Vörn gegn kynferðisáreiti/-ofbeldi og er það með öryggi nemenda og kennara að leiðarljósi.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá umsjónarmanni húseigna.

1903301 -Beiðni um glugga á kennslustofum

     
4. 1904004 – Rekstur samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka
  Drög að auglýsingu frá íþrótta- og menningarfulltrúa vegna reksturs samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka.
  Bæjarráð samþykkir að auglýst verði með þessum hætti.
     
5. 1903189 – Lántökur 2019
  Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista um að birta bókun Lánasjóðs sveitarfélaga um afgreiðslu á láni til Árborgar.
  Gunnar Egilsson, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Á fundi framkvæmda- og veitustjórnar hinn 30. janúar s.l. samþykkti meirihluti stjórnar Selfossveitna bs. að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 600.000.000 kr., til 16 ára til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu lánsins stæði einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar og setji það til tryggingar tekjur sínar. Fulltrúar D-lista sitja hjá við þessa afgreiðslu málsins.
Nú hefur verið lagður fram tölvupóstur með afgreiðslu stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem eftirfarandi kemur fram:
„Stjórn Lánasjóðsins tók fyrir lánsumsókn Árborgar á síðasta fundi, síðastliðinn þriðjudag og var lánsumsókn fyrir 600 mkr. samþykkt.
Lánsumsóknin var samþykkt þannig að 580 mkr. séu vegna afborganir eldri lána og 20 mkr. séu vegna framkvæmda ársins.“
Afgreiðslan er skilyrt við að langstærstur hluti lánsins, 580 mkr, sé nýttur til afborgana eldri lána og einungis 20 mkr vegna framkvæmda ársins. Í samþykkt framkvæmda- og veitustjórnar var hinsvegar sótt um lán til að fjármagna framkvæmdir ársins samkvæmt fjárhagsáætlun, ekki til endurfjármögnunar. Þessi afgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga staðfestir það sem haldið hefur verið fram af fulltrúum D-lista að fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins fær ekki staðist skoðun og er mjög óábyrg. Ljóst er að áætluð fjárfesting er alltof há og áætlaðar tekjur á móti fjárfestingu af gatnagerðargjöldum eru með öllu óraunhæfar. Undirritaður óskar eftir að upplýst verði hvernig meirihluti bæjarstjórnar hyggst fjármagna þær framkvæmdir sem áætlaðar eru.Gunnar Egilsson, D-lista.Bókun vegna beiðni bæjarfulltrúa D lista
Það vekur furðu undirritaðra bæjarfulltrúa sú beiðni fulltrúa D lista, að afgreiðsla stjórnar Lánasjóðs Sveitarfélaga sé færð inn sem sérstakt mál inn á fund bæjarráðs. Afgreiðslumál Lánasjóðsins eru ekki leyndarmál enda um opinbera aðila að ræða, það vekur líka furðu hvers vegna fulltrúi D lista leggur ekki sjálfur fram með hvaða hætti stjórn Lánasjóðsins afgreiddi lánsumsókn sveitarfélagsins í ljósi þess að hann fékk hana senda í tölvupósti frá bæjarstjóra í síðustu viku. Það er ekkert óeðlilegt við það að lán frá Lánasjóði Sveitarfélaga fari til afborgana eldri lána enda er það ætlun meirihluta bæjarstjórnar að leita leiða til þess að endurfjármagna eldri lán með hagstæðari kjörum. Á næstu dögum fer í gang vinna við endurskoðun fjárfestingaráætlunar,sérstaklega með tilliti til breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu frá því í haust.
Það felur í sér mikla ábyrgð að vera kjörinn bæjarfulltrúi. Við gerð fjárhags og fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins á liðnu hausti voru allir kjörnir fulltrúar boðaðir á vinnu og samráðsfundi, alls níu talsins. Það er ein af frumskyldum þeirra sem kjörnir eru til þess að stýra sveitarfélaginu, að taka þátt í slíkri vinnu til þess að vera vel upplýstir um fyrirhugaðar fjárfestingar, rekstur og lántökur næstu ára. Fulltrúi D lista í bæjarráði mætti einungis á einn slíkan samráðsfund og boðaði ekki forföll á hina. Sú fjarvera skýrir hugsanlega á einhvern hátt fjölmargar fyrirspurnir og bókanir fulltrúans varðandi fjárhag, hugsanlegar fjárfestingar og rekstur sveitarfélagsins á undanförnum vikum og mánuðum.Eggert Valur Guðmundsson S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson Á-lista
     
6. 1904025 – Styrktarsjóður EBÍ 2019
  Bréf frá EBÍ, dags. 25. mars, þar sem fram koma upplýsingar um styrktarsjóð EBÍ 2019.
  Bæjarráð óskar eftir að íþrótta- og menningarfulltrúi takið erindið til skoðunar og meti möguleika sveitarfélagsins til að leggja inn umsókn.
     
7. 1904023 – Orlof húsmæðra 2019
  Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. apríl, þar sem fram koma upplýsingar um framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda. Framlag skal minnst vera 144,22 kr. fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins.
  Lagt fram til kynningar.

1904023 – Orlof húsmæðra 2019

     
8. 1904027 – Fundartími bæjaráðs 2019
  Fundartími bæjarráðs í apríl.
  Næsti fundur bæjarráðs verður á venjulegum tími þann 11. apríl. Vegna hátíðisdaga mun bæjaráð svo funda næst þar á eftir föstudaginn 26. apríl klukkan 8:10.
     
9. 1810209 – Uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossvelli
  Yfirlýsing vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Selfossvelli.
  Formaður bæjarráðs leggur til að sameiginleg yfirlýsing Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Selfossvelli verði samþykkt.
Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum gegn þremur, Gunnar Egilsson D-lista greiddi atkvæði á móti.Gunnar Egilsson, D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa bæjarfulltrúar D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tímum.
Gunnar Egilsson, D-lista
     
Fundargerðir
10. 1903013F – Íþrótta- og menningarnefnd – 9
  9. fundur haldinn 1. apríl

Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

     
Fundargerðir til kynningar
11. 1903280 – Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2019
  1. fundur haldinn 21. mars
  Bæjarráð felur bæjarritara að samræma athugasemdir hverfisráða Árborgar í ný drög að erindisbréfi fyrir hverfisráðin.

Fundargerð hverfisráðs Sandvíkurhrepps

     
12. 1903289 – Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2019
  Fundur haldinn 20. mars
  Bæjarráð vísar hugmyndum í liðum 2, 3, 6, 7 og 10 til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Bæjarráð vísar hugmyndum í liðum 9 og 13 til umfjöllunar í Eigna- og veitunefnd.
Bæjarráð vísar hugmyndum í lið 11 til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefnd.Bæjarráð vísar hugmyndum í lið 4 til þeirrar vinnu sem er í vinnslu hjá Mannvirkja- og umhverfissviði. Benda má á að Fjörustígurinn verður malbikaður í sumar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma tillögu í 5. lið á framfæri við Póstinn.
Verið er að leggja lokahönd á drög að nýju deiliskipulagi, vegna svæðis í framhaldi af Tjarnarstíg, sem auka mun framboð af byggingarlóðum á Stokkseyri, líkt og óskað er eftir í fundarlið nr. 8.
Í tengslum við 12. lið fundargerðar má benda á að frumhönnun vegna framkvæmda við planið á bak við Gimli er þegar farin í gang.Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:40

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
     30. fundur bæjarráðs 28.mars´19

  1. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 28. mars 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

 Mætt:

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, varaformaður, Á-lista

Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður, S-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Helga María Pálsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 1808140 – Fyrirspurn frá EFS vegna fjárhagsáætlunar 2019
  Fyrirspurn frá EFS, dags. 8. mars þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort einhver þeirra áætluðu fjárfestinga sem fram koma í fjárhagsáætlun ársins 2019 falli undir ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga.
  Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara yfir málin og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
     
2. 1808140 – Erindi frá EFS um almennt eftirlit í samræmi við lög og reglur
  Erindi frá EFS, dags. 18. mars, um almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.
  Lagt fram til kynningar.
     
3. 1903137 – Fyrirspurn – vilji sveitarstjórna til þjónustusamninga vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
  Erindi frá Útlendingastofnun, dags. 13. mars, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs/bæjarstjórnar til að gera þjónustusamning vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
  Sveitarfélagið sér sér ekki fært að sinna þessu verkefni meðal annars af þeirri ástæðu að ekki er nægt framboð af húsnæði í sveitarfélaginu og ekkert húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem gæti þjónað verkefninu.

1903137

     
4. 1903203 – Styrkbeiðni – hjartastuðtæki í Grænumörk 5
  Erindi frá Félagi eldri borgara á Selfossi, dags. 21. mars 2019, þar sem skorað er á bæjarráð að kaupa hjartastuðtæki til uppsetningar í Mörkinni í Grænumörk 5.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir styrk að hámarki fjárhæð 250.000 kr. og vísar málinu til bæjarstjóra.

1903203

     
5. 1903204 – Styrkbeiðni – útgáfa söngbókarinnar Rósin söngbók eldri borgara
  Styrkbeiðni frá Kiwanisklúbbnum Hraunborg, dags. 21. mars, þar sem óskað er eftir styrk til endurprentunar á söngbókinni Rósin sem er tileinkuð eldri borgurum og Alzheimersamtökunum á Íslandi.
  Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

1903204

     
6. 1903223 – Umsögn – frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð
  Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 22. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóðs. Mál 710.
  Lagt fram til kynningar.

1903223

     
7. 1903241 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, neyslurími
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni ( neyslurími), mál 711.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

1903241

     
8. 1903071 – Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024
  Erindi frá SASS, dags. 14. mars, þar sem óskað er eftir að fundinn verði fundartími fyrir íbúafund fyrir láglendi Árnessýslu. Um er að ræða fyrsta áfanga í vinnu við stefnumörkun fyrir nýja Sóknaráætlun Suðurlands.
  Bæjarráð leggur til að fundirnir verði haldnir í Sveitarfélaginu Árborg 9. apríl nk. og leggur til að SASS ákveði tímasetningar.

1903071

     
Fundargerðir
9. 1902017F – Íþrótta- og menningarnefnd – 8
  8. fundur haldinn 12. mars
  Lagt fram til kynningar.

liður 9

     
10. 1903003F – Fræðslunefnd – 9
  9. fundur haldinn 13. mars
  Lagt fram til kynningar.

liður 10

     
11. 1903004F – Framkvæmda- og veitustjórn – 22
  22. fundur haldinn 13. mars
  Lagt fram til kynningar.
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi tók undir mótatkvæði fulltrúa D-lista á fundinum og lagði fram eftirfarandi bókun undir lið 8, málsnr. 1811216 – Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli:
Bæjarfulltrúi D-lista bendir á að rétt væri að vinna að uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á lengri tíma og í áföngum, eins og hugmyndir fulltrúa D-lista gerðu ráð fyrir. Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa bæjarfulltrúar D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tíma í einum áfanga. Mjög brýn og aðkallandi þörf er fyrir úrbætur í leikskóla- og skólamálum, sem mun verða afar kostnaðarsöm og ekki er hægt að fresta. Vandséð er að sveitarfélaginu muni standa til boða lánsfé á ásættanlegum lánskjörum fyrir þeim fjárfestingum og fjölnota íþróttahúsi að auki. Þrátt fyrir að á síðust árum hafi tekist að lækka skuldahlutfall sveitarfélagsins verulega mun ekki taka langan tíma að koma því aftur til fyrra horfs með því að ráðast í slíkar fjárfestingar umfram getu sveitarfélagsins, sem meirihlutinn vinnur að.liður 11
     
12. 1903006F – Skipulags og byggingarnefnd – 16
  16. fundur haldinn 20. mars
  12.7 1903074 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar hitaveitulagnar meðfram Suðurlandsvegi. Umsækjandi: Selfossveitur.

liður 12

 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
  Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.
 
  12.8 1903152 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu jarðstrengs. Umsækjandi: HS veitur
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
  Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.
 
  12.9 1903077 – Umsókn um stofnun nýrrar lóðar, Eyði-Mörk 2 Sandvíkurhrepp. Umsækjendur: Ólafur Kristjánsson og María Hauksdóttir
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
   
 
  12.10 1903078 – Umsókn um stofnun nýrrar lóðar, Geirakot 3 Sandvíkurhrepp. Umsækjendur: Ólafur Kristjánsson og María Hauksdóttir
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
   
 
  12.11 1903079 – Umsókn um stofnun nýrrar lóðar, Geirakot 2 Sandvíkurhrepp. Umsækjendur: Ólafur Kristjánsson og María Hauksdóttir
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
   
 
  12.12 1902150 – Breytingar á deiliskipulagi Sundhallarreits.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Sundhallarreits verði auglýst.
   
 
  12.13 1901280 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna byggingaleyfisumsóknar að Urriðalæk 24 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til við bæjarráð að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
  Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna.
 
  12.14 1901277 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna breyttrar vegtengingar að Suðurbraut 25 Tjarnarbyggð. Engar athugasemdir bárust.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til við bæjarráð að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
  Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna.
 
  12.15 1811021 – Tillaga að lóð undir kirkju Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í Hagalandi.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til við bæjarráð að tillaga að legu lóðar verði samþykkt og stofnuð. Einnig er lagt til að lóðinni verði úthlutað til Kaþólsku kirkjunnar.
  Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfið og að lóðinni verði úthlutað til Kaþólsku kirkjunnar.
 
  12.17 1903166 – Lögð fram tillaga að nýrri þjónustulóð á horni Norðurhóla og Suðurhóla.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 16
  Lagt er til að tillaga að legu lóðar og lóðarstærð verði samþykkt.
  Bæjarráðs samþykkir tillögu að legu lóðar og að lóðarstærð verði samþykkt.
 
     
Fundargerðir til kynningar
13. 1901335 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
  869. fundur haldinn 15. mars
  Lagt fram til kynningar.

1901335

     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:35

Sigurjón Vídalín Guðmundsson   Arna Ír Gunnarsdóttir
Gunnar Egilsson   Rósa Sif Jónsdóttir
Helga María Pálsdóttir    29. fundur bæjarráðs

29. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Helga María Pálsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1903177 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista – Ósk um að fá Ólaf Gestsson endurskoðanda á fund bæjarráðs
  Fjárfestingaáætlun 2019 og 3ja ára fjárfestingaáætlun
Ég undirritaður óska eftir að Ólafur Gestsson, endurskoðandi, komi inn á næsta bæjarráðsfund og fari yfir möguleika sveitarfélagsins á að standa undir fjárfestingum skv. gildandi fjárfestingaáætlun.
Gunnar Egilsson, D-lista.
Ólafur Gestsson, endurskoðandi, kemur á fundinn kl. 17:00.
  Í ljósi breyttra forsenda telur bæjarráð rétt að endurmeta fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins 2019-2022 og kanna hvort ástæða er til að gera breytingar frá þeirri áætlun sem samþykkt var í desember síðastliðinn.
Á fyrstu mánuðum ársins hafa verið samþykktir miklir viðaukar vegna útgjalda í sorpmálum vegna breyttra aðstæðna. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að samþykkja frekari viðauka, vegna stofnframlaga og annarra útgjalda. Þessir viðaukar hafa lækkað áætlaðan afgang ársins 2019 umtalsvert.
Það má einnig ætla að fyrir liggi nýjar kostnaðarupplýsingar um einhverjar af þeim fjárfestingum sem ráðgerðar eru í fjárfestingaáætlun og jafnvel nýjar upplýsingar um fyrirsjáanlega framvindu í gatnagerð ársins. Loks eru blikur á lofti í efnahagslífinu og ástæða til að meta hvort það kallar á sérstök viðbrögð.
 
  Gestir
  Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri – 17:00
  Ólafur Gestsson, endurskoðandi – 17:00
     
2. 1903178 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista – Upplýsingar um gatnagerðargjöld af lóðum í Álalæk
  Ég undirritaður óska eftir upplýsingum um hvort gatnagerðargjöld af Álalæk 1-3, 5-7 og 9-11 hafi verið greidd, og ef svo er hverjir hafi greitt þau, hverjir fengu lóðunum úthlutað og hverjir eiga þær í dag.
Gunnar Egilsson, D-lista.
  Bæjarstjóri lagði fram umbeðnar upplýsingar.

Gunnar Egilsson óskaði eftir að upplýsingarnar yrðu bókaðar í fundargerð:
Álalækur 1-3, úthlutað til: Hótel Geysir ehf. 481293-2519, greitt, eigandi í dag: Húshás ehf.
Álalækur 5-7, úthlutað til: Akurhólar ehf. 421216-0370, greitt, eigandi í dag: Stórefli ehf.
Álalækur 9-11, úthlutað til: BG eignir ehf. 450109-0610, greitt, eigandi í dag: Stórefli ehf.

Eggert V. Guðmundsson og Sigurjón V. Guðmundsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það hlýtur að vera einstakt mál að kjörinn fulltrúi leggi fram fyrirspurn á opinberum vettvangi án rökstuðnings, um það hvort einstakir framkvæmdaaðilar eða viðskiptamenn sveitarfélagsins hafi greitt álögð gjöld, og einnig sú fyrirspurn bæjarfulltrúans um hvaða aðili hafi séð um að greiða. Einnig vekur það furðu að það þurfi að óska eftir upplýsingum á fundi bæjarráðs hvaða aðilar fá úthlutanir fyrir einstökum byggingalóðum. Upplýsingar um lóðaúthlutanir og byggingaleyfi í sveitarfélaginu eru aðgengilegar öllum í fundargerðum skipulags og bygginganefndar, og ætti því að vera auðvelt fyrir bæjarfulltrúan að fá allar þær upplýsingar sem hann kýs um lóðaúthlutanir í sveitarfélaginu með einföldum hætti.
Eggert Valur Guðmundsson S lista
Sigurjón V Guðmundsson Á lista

     
3. 1902257 – Fundarboð – Veiðifélag Árnesinga 2019
3-1902257
  Boð á aðalfund Veiðifélags Árnesinga sem haldinn verður í Félagslundi fimmtudaginn 28. mars nk.
  Bæjarráð samþykkir að Gunnar Egilsson mæti á aðalfund Veiðifélags Árnesinga og fari með atkvæði Sveitarfélagsins Árborgar.
     
4. 1903117 – Umsögn – frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta
4-1903117
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 13. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háraða fjarskiptaneta, mál 639.
  Lagt fram til kynningar.
     
5. 1903135 – Umsögn – frumvarp til laga um fiskeldi, áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.
5-1903135- FYRRI HLUTI  –  5-1903135- SEINNI HLUTI
  Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 14. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), mál 647.
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerðir til kynningar
6. 1903124 – Fundargerðir Bergrisans bs. 2019
6-1903124
  Aðalfundur haldinn 18. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
7. 1903142 – Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2019
7-1903142
  2. fundur haldinn 21. febrúar
  Lagt fram til kynningar.
     
8. 1901176 – Fundargerðir stjórnar SASS 2019
8-1901176
  544. fundur haldinn 1. mars
  Lagt fram til kynningar.
     
9. 1901039 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
9-1901039
  278. fundur haldinn 11. mars
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1902097 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2019
10-1902097
  192. fundur haldinn 18. mars
  Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vill koma á framfæri þeirri leiðréttingu að tónlistarkennsla sem rætt er um í 2. lið fundargerðar mun flytjast í húsnæði BES á Stokkseyri.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:05

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson28. fundur bæjarráðs

 


28. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 14. mars 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:                       

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1903038 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar
1-1903038
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 6. mars, þar sem boðið er upp á umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, mál 86.
  Lagt fram til kynningar.
     
2. 1903100 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn
2-1903100
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 11. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), mál 90.
  Lagt fram til kynningar.
     
3. 1903035 – Stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum 2019
3-1903035
  Tilkynning frá Íbúðalánasjóði um að búið sé að opna fyrir umsóknir um stofnframlög.
  Lagt fram til kynningar.
     
4. 1902193 – Rekstrarleyfisumsögn – Tryggvaskáli
4-1902193
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 19. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki III veitingahús – Tryggvaskáli. Samþykkt var að veita jákvæða umsögn á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarnefndar 27. febrúar sl.
  Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um að rekstrarleyfið verði veitt.
     
5. 1903016 – Rekstrarleyfisumsögn – Central Apartment
5-1903016
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 4. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi gististaður án veitinga í flokki II – Eyravegur 7, Selfossi. Samþykkt var að veita jákvæða umsögn á 15. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
  Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um að rekstrarleyfið verði veitt.
     
6. 1703281 – Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
6-1703281
  Ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun – Hreinsistöð fráveitu á Selfossi.
  Lagt fram til kynningar.
     
7. 1903021 – Endurskoðun samgönguáætlunar Suðurlands 2019-2028
7-1903021
  Sveitarfélagið Árborg – Helstu forgangsverkefni SASS í samgöngumálum.
  1. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í nýframkvæmdum er varða samgöngur í sveitarfélaginu ykkar?
* Hringtorg og undirgöng á Eyrarvegi við Suðurhóla á Selfossi
* Ný brú yfir Ölfusá
* Umferðarmannvirki vegna þungaumferðar sunnan Selfoss (Tenging hringvegar við Þorlákshöfn)2. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í rekstri og viðhaldi samgöngumannvirkja í sveitarfélaginu ykkar?
* Umferð gangandi og hjólandi um núverandi Ölfusárbrú verði bætt
* Ástand Eyravegar er slæmt og aðkallandi að Vegagerðin fari í gagngerar endurbætur
* Austurvegur á Selfossi þarfnast mikilla endurbóta3. Ef horft er á Suðurland sem heild, hvaða þrjár samgönguframkvæmdir myndi sveitarstjórn ykkar setja fremst á blað, aðrar en í ykkar sveitarfélagi?
* Tvöföldun Suðurlandsvegar verði hraðað sem kostur er
* Uppbygging og endurbætur á Þrengslavegi með breikkun vegar og bættri veglínu
* Uppbygging hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn4. Hver er afstaða sveitarstjórnar er varða áætlanir ríkisstjórnar um veggjöld?
* Afstaða Árborgar liggur ekki fyrir þar sem endanleg útfærsla á álagningu veggjalda er ekki ljós

5. Hvaða sýn hefur sveitarstjórn á fyrirkomulag almenningssamgangna á Suðurlandi?
* Ríkissjóður þarf að leggja mun meira fé í almenningssamgöngur svo auka megi tíðni ferða og bjóða ódýr fargjöld svo að almenningur fari að líta á þær sem raunhæfan valkost.

     
8. 1903073 – Svæðisskipulag Suðurhálendisins
8-1903073
  Beiðni frá SASS, dags. 8. mars sl., um tilnefningu tveggja kjörinna fulltrúa og eins kjörins til vara frá hverju bæjar- og sveitarfélagi á Suðurlandi sem á land að Suðurhálendinu. Fulltrúarnir verða svo boðaðir á fund um hugmyndir um gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.
  Fulltrúar Árborgar verða Ari Björn Thorarensen og Helgi S. Haraldsson. Varamaður verður Sigurjón V. Guðmundsson.
     
9. 1903071 – Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024
9-1903071
  Beiðni frá SASS, dags. 15. febrúar, þar sem óskað er eftir tilnefningu á samráðsvettvagn Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024. Sveitarfélögin á Suðurlandi eru beðin um að tilnefna fjóra fulltrúa á samráðsvettvanginn/fundinn, tvo kjörna fulltrúa og tvo aðra fulltrúa úr sveitarfélaginu. Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024 verður haldinn á Hótel Selfossi 4. apríl 2019, klukkan 12.00 – 16:00.
  Bæjarráð tilnefnir fyrir hönd Svf. Árborgar sem fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar 2020-2024:
Tómas Ellert Tómasson,bæjarfulltrúa,
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúa,
Braga Bjarnason,
Jónu Sólveigu Elínardóttur.
     
10. 1710064 – Heilsueflandi samfélag
  Minnisblað frá Braga Bjarnasyni, menningar- og frístundafulltrúa
  Bæjarráð samþykkir að skipa stýrihóp Sveitarfélagsins Árborgar um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Fulltrúar í hópnum eru eftirfarandi:

– Guðmundur Kr. Jónsson, fulltrúi íþrótta- og menningarnefndar, eldri borgari
– Páll Sveinsson, fulltrúi úr grunnskólum Árborgar
– Ásrún Aldís Hreinsdóttir, fulltrúi úr Ungmennaráði
– Díana Gestsdóttir, fulltrúi búsettur á Selfossi og tengd heilsueflandi leikskólum
– Esther Guðmundsdóttir, fulltrúi búsettur á Eyrarbakka

Bragi Bjarnason verður starfsmaður hópsins

     
Fundargerð
11. 1902019F – Skipulags og byggingarnefnd – 15 
  Bæjarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að unnar verði reglur um leyfisveitingar vegna reksturs gistiheimila í sveitarfélaginu. Tillaga að reglum verði lögð fyrir bæjarráð fyrir lok apríl mánaðar.
  11.8 1902208 – Tillaga að deiliskipulagi fyrir Vonarland Stokkseyri.
 
  Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar 
  Lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.Sigurjón Vídalín Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
   
 
  11.18 1811139 – Ósk um deiliskipulag – Vöttur
 
  Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar 
  Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
   
 
     
Fundargerðir til kynningar
12. 1903090 – Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka
12-1903090
  25. fundur hverfisráðs Eyrarbakka, haldinn 10. mars 2019, ásamt tillögum að breytingum á samþykktum fyrir hverfisráð Sveitarfélagsins Árborgar
  Bæjarráð þakkar metnaðarfulla tillögu hverfisráðs Eyrarbakka að nýjum samþykktum hverfisráða Árborgar en frestar frekari umfjöllun um tillöguna þar til öðrum hverfisráðum hefur gefist kostur á að koma á framfæri sínum tillögum um þær.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:15

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
     27. fundur bæjarráðs

27. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 7. mars 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1901291 – Landsþing Sambandsins 2019
1-1901291
  Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXIII. landsþing sem verður föstudaginn 29. mars.
  Lagt fram til kynningar.
     
2. 1902292 – Áskorun – heitur matur í hádeginu í Grænumörk
2-1902292
  Áskorun frá Félagi eldri borgara á Selfossi, dags. 21. febrúar sl. um að boðið verði upp á heitan mat í hádeginu í Grænumörkinni.
  Bæjarráð óskar upplýsinga frá Fjölskyldusviði um kosti þess og galla að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í Grænumörk, auk þess sem lagt verði mat á kostnað og ávinning af þeirri tilhögun.
     
3. 1705144 – Áskorun – hjúkrunarheimili og hjúkrunarmál eldri borgara á Selfossi
3-1705144
  Áskorun frá aðalfundi Félags eldri borgara Selfossi sem haldinn var 21. febrúar sl. um að flýta sem mest byggingu fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis á Selfossi.
  Bæjarráð leggur ríka áherslu á að framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili seinki ekki frekar en orðið er og þakkar aðalfundi Félags eldri borgara á Selfossi fyrir hvatninguna.
     
4. 1902298 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi
4-1902298
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, mál 184.
  Lagt fram til kynningar.
     
5. 1903018 – Þátttaka sveitarfélaga í verkefni um íbúasamráð
5-1903018
  Erindi frá Sambandi íslenska sveitarfélaga, dags. 28. febrúar, þar sem sveitarfélög eru hvött til að sækja um að taka þátt í íbúðasamráðsverkefni.
  Lagt fram til kynningar.
     
6. 1902054 – Stofnun starfshóps um forgangsröðun íþróttamannvirkja í Sveitarf. Árborg
  Á fundi bæjarstjórnar 27. febrúar sl. lagði forseti til að vísa stofnun starfshóps sem vinni á áfram að þarfagreiningu og forgangsröðun íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg til bæjarráðs til nánari útfærslu.
  Bæjarráð skipar í nefndina fjóra fulltrúa bæjarstjórnar og eru þeir eftirfarandi:
Guðbjörg Jónsdóttir, formaður íþrótta- og menningarnefndar,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar,
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi,
Brynhildur Jónsdóttir, bæjarfulltrúi.
Bragi Bjarnason, frístunda- og menningarfulltrúi verði starfsmaður hópsins.
Drög að erindisbréfi verði lögð fram á fyrsta fundi starfshópsins.
     
7. 1903014 – Kaup á húsnæði við Búðarstíg 22 Eyrarbakka
7-1903014
  Erindi frá Héraðsnefnd Árnessýslu bs., dagsett 3. mars, þar sem óskað er eftir að tekið verði fyrir kauptilboð og endurbætur á fasteigninni við Búðarstíg 22 á Eyrarbakka fyrir Byggðasafn Árnesinga. Framkvæmdastjórn HNÁ og stjórn BSÁ óska eftir heimild frá aðildarsveitarfélögum HNÁ til að ganga frá kaupum á fasteigninni Búðarstígur 22 á Eyrarbakka og að kaupin og endurbætur á húseigninni sem farið verði í á árinu 2019 verði fjármögnuð með lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga allt að 100 milljónum króna.
  Bæjarráð fagnar því að húsnæðismál Byggðasafns Árnesinga komist með þessum hætti í ásættanlegt horf til framtíðar. Með kaupunum gefast ný tækifæri til að styrkja og efla safnastarfsemi á Suðurlandi.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því áfram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn þar sem staðfest verði að Sveitarfélagið Árborg veiti ábyrgð fyrir lántöku, í samræmi við sína eignarhlutdeild, vegna kaupa fasteignar fyrir Byggðasafn Árnesinga. Heildarlántaka Byggðasafns Árnesinga verður allt að 100 m.kr., samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga.
     
8. 1902276 – Beiðni um kaup á rafmagnsbifreið fyrir tölvudeild
8-1902276
  Á 26. fundi bæjarráðs var óskað eftir frekari upplýsingum um verð og gæði vegna bílakaupa tölvudeildar. Jafnframt er óskað eftir að drög að viðauka vegna kaupanna verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.
  Bæjarráð samþykkir kaupin.
Kostnaður 1.500.000 kr. bókast á málaflokk 34-150 Þjónustumiðstöð – fjárfesting. Útgjöldum er mætt með lækkun á handbæru fé.
     
9. 1903021 – Endurskoðun samgönguáætlunar Suðurlands 2019-2028
9-1903021
  Erindi frá samgöngunefnd SASS, dags. 4. mars, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum um helstu forgangsverkefni í samgöngumálum 2019-2028. Skilafrestur er til 15. mars nk.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að svörum fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
     
10. 1810218 – Fulltrúar í hverfisráð Árborgar – Eyrarbakka
10-1810218
  Bæjarráð samþykkir eftirfarandi fulltrúa í hverfisráð Árborgar Eyrarbakka:
Aðalmaður verður Sigmar Ólafsson
Varamaður verður Esther H. Guðmundsdóttir
     
11. 1812039 – Hugmyndir um frístundamiðstöð á Selfossi
  Niðurstaða ástandsskoðunar – Lagt fram á fundinum.
  Lagt fram til kynningar.
     
12. 1903028 – Afsal fyrir lóðinni Hafnartúni landnr. 162967
12-1903028
  Bæjarráð samþykkir afsalið fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.
     
13. 1801287 – Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands
  Niðurstaða dóms, dags. 4. mars, í máli á hendur Sveitarfélaginu Árborg og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. – Lagt fram á fundinum.
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerðir til kynningar
14.

 

1902257 – Fundargerðir Veiðifélags Árnesinga 2019
14-1902257 – Fyrri hluti
14-1902257 – Seinni hluti
  Fundargerð stjórnar haldinn 19. febrúar með upplýsingum um að aðalfundur félagsins verði 28. mars nk.
  Lagt fram til kynningar.
     
15. 1901335 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
15-1901335
  868. fundur haldinn 22. febrúar
  Lagt fram til kynningar.
     
16. 1901272 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
16-1901272
  194. fundur haldinn 27. febrúar
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:05

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson26. fundur bæjarráðs


26. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1902219 – Umsögn – frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur
1-1902219
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, mál, 225.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
     
2. 1902220 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um velferðartækni
2-1902220
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um velferðartækni, mál 296.
  Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
     
3. 1902247 – Styrkbeiðni – fuglatónleikar á Eyrarbakka
3-1902247
  Erindi frá Bakkastofu, dags. 18. febrúar, þar sem sótt er um styrk 150.000 kr. vegna fyrirhugaðra Fuglatónleika á Eyrarbakka.
  Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu en bendir umsækjendum á að opið er til 5. mars fyrir umsóknir vegna nýrra menningarverkefna hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
     
4. 1810146 – Tenging Flóahrepps við ljósleiðarakerfi Árborgar
4-1810146
  Tillaga um að ganga til samninga við Flóaljós um lagningu ljósleiðara að bæjunum Hólum, Hólaborg og Baugstöðum í Árborg.
  Sveitarfélagið Árborg samþykkir að ganga til samninga við Flóaljós um lagningu ljósleiðara að bæjunum Hólum, Hólaborg og Baugstöðum í Árborg. Samningurinn er gerður í tengslum við landsátakið „Ísland ljóstengt“. Útlagður kostnaður Árborgar er áætlaður 4,3 milljónir auk vsk. Á móti koma tekjur af stofngjöldum og styrkur frá Fjarskiptasjóði.
Svf. Árborg mun annast innheimtu stofngjalda og samskipti við Fjarskiptasjóð.
Lagning ljósleiðara í dreifbýli Árborgar er á fjárfestingaráætlun 2019-2020 og er fyrrgreindur samningur hluti af þeirri áætlun. Samningurinn við Flóaljós er gerður til að lágmarka kostnað Árborgar við ljósleiðaravæðingu í dreifbýli enda liggja fyrrgreindir bæir vel við samtengingu við dreifikerfi Flóaljóss.
     
5. 1901297 – Verkfallslistar 2019
5-1901297
  Auglýsing um skrá yfir störf hjá Sveitarfélaginu Árborg sem eru undanþegin verkfallsheimild.
  Eftirtaldir starfsmenn hafa ekki verkfallsheimild sbr.5. til 8. tl. 19. gr. l. 94/1986:

Yfirstjórn:
Bæjarstjóri sveitarfélagsins

Fjármálasvið:
Fjármálastjóri
Starfsmenn á launadeild (2 stöður)
Deildarstjóri tölvudeildar

Fræðslusvið:
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Sunnulækjarskóla
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Vallaskóla
Leikskólastjóri leikskólans Jötunheima
Leikskólastjóri leikskólans Álfheima
Leikskólastjóri leikskólans Hulduheima
Leikskólastjóri leikskólans Árbæjar
Leikskólastjóri leikskólans Brimvers/ Æskukots
Fræðslustjóri

Íþrótta og menningarsvið
Frístunda- og menningarfulltrúi
Forstöðumaður íþróttamannvirkja

Félagsmálasvið:
Félagsmálastjóri
Forstöðumaður Vallholti 9 (sólarhr. þjónusta)
Aðrir starfsmenn Vallholti 9 (sólarhr. þjónusta)
Forstöðumaður Vallholti 12-14 (sólarhr. þjónusta)
Aðrir starfsmenn Vallholti 12-14 (sólarhr. þjónusta)
Þroskaþjálfar Vallholti 12-14 (sólarhr. þjónusta)

Tækni- og veitusvið:
Tækni- og veitustjóri
Skipulags- og byggingafulltrúi
Verkstjóri þjónustumiðstöðvar

Framangreint tekur gildi 1.mars 2019 og tilkynnist hér með að höfðu samráði við stéttarfélög.

     
6. 1902276 – Beiðni um kaup á rafmagnsbifreið fyrir tölvudeild
6-1902276
  Beiðni frá tölvudeild um kaup á rafmagnsbifreið fyrir deildina.
  Bæjarráð telur ástæðu til að keyptur verði rafbíll fyrir tölvudeild en óskar eftir frekari upplýsingum um verð og gæði. Jafnframt er óskað eftir að drög að viðauka vegna kaupanna verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.
     
7. 1902273 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2019
  Rekstraryfirlit janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerðir til kynningar
8. 1707234 – Hönnun Sigtúnsgarðs – undirbúningur framkvæmda
8-1707234
  Fundur starfshóps um græn svæði í miðbæ Selfoss. Starfshópurinn telur skynsamlegt að kynna drögin fyrir íbúum þannig að þeim gefist tækifæri til að koma á framfæri ábendingum áður en skipulagið er formlega samþykkt.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við mannvirkja- og umhverfissvið, að gangast fyrir kynningu á hugmyndunum.
     
9. 1902248 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2019
9-1902248
  5. fundur haldinn 22. febrúar
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1901039 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019

10-1901039

  277. fundur haldinn 18. febrúar.
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar 5. lið fundargerðar, um samþykktir sveitarfélaga í úrgangsmálum, til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
     
11. 1902257 – Fundargerðir Veiðifélags Árnesinga 2019
11-1902257
  Stjórnarfundur haldinn 19. febrúar
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson25. fundur bæjarráðs

 

25. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:         
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá kauptilboð í eignarhluta Ríkisjóðs Íslands af lóðinni Austurvegi 4 og umsókn um vilyrði fyrir lóð 9 og 11 á fluglaði við Selfossflugvöll. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 1902028 – Sorphirða í Árborg 2019
  Viðauki frá framkvæmda- og veitustjóra og fjármálastjóra um kostnaðarauka vegna breytinga á sorphirðu og meðhöndlun úrgangs frá Sveitarfélaginu Árborg.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við málaflokk 08 sem nemur hækkun útgjalda upp á 43 milljónir króna verði samþykktur og felur fjármálastjóra að útfæra hann.
     
2. 1902185 – Kauptilboð – Gagnheiði 19
  Kauptilboð í Gagnheiði 19, lagt fram á fundinum.
  Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð í Gagnheiði 19 og felur fjármálastjóra að útbúa viðauka til að leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
     
3. 1902192 – Dagdvöl og félagsaðstaða aldraðra Austurvegi 51 – lokauppgjör
  Lagt fram á fundinum.
  Bæjarráð samþykkir framlagt uppgjör vegna kaupa sveitarfélagsins á dagdvöl og félagsaðstöðu aldraðra Austurvegi 51.

1902192

     
4. 1811017 – Umsókn um stofnframlag 2018-2019
  Erindi frá Brynju hússjóði ÖBÍ, þar sem óskað er eftir staðfestingu frá Sveitarfélaginu Árborg á skilyrðum sem Íls setur vegna hugsanlegra kaupa á íbúð við Álalæk 32.
  Bæjarráð samþykkir að veita Brynju hússjóði ÖBÍ 16% stofnframlag sveitarfélags, kr. 4.000.000, vegna umræddrar íbúðar við Álalæk 32, fnr. 250-1256

1811017

     
5. 1706063 – Samningur um málefni lóðarinnar Austurvegi 4
  Kauptilboð í eignarhluta Ríkissjóðs Íslands í lóðinni Austurvegi 4.
  Bæjarráð samþykkir að framlagt tilboð verði gert í 21,42% eignarhluta Ríkissjóðs Íslands í lóðinni Austurvegi 4, svæði 2, á Selfossi, fasteignanúmer 234-0438, kr. 7.282.800,-
     
6. 1812084 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðir 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar
  Erindi áður frestað á 23. fundi bæjarráðs.
  Bæjarráð samþykkir að veita Gunnari S. Einarssyni f.h. Helia-Austria vilyrði fyrir lóðum 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar.
     
Fundargerðir til kynningar
7. 1901010 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2019
  20. fundur haldinn 13. febrúar

1901010

     
8. 1901012 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2019
  7. fundur haldinn 12. febrúar

1901012

     
9. 1901176 – Fundargerðir stjórnar SASS 2019
  543. fundur haldinn 1. febrúar

1901176

     
10. 1902004 – Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu bs. 2019
  15. fundur – aukafundur haldinn 11. febrúar

1902004

     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:55

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson24. fundur bæjarráðs

 

24. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:   
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Dagskrá:

 

Almenn erindi
1. 1902046 – Erindi frá fulltrúum World Class
  Fulltrúar frá World Class komu inn á fundinn kl. 17:00.
  Björn Leifsson og Sigurður Leifsson frá World Class, Kjartan Sigurbjartsson, Pro-Ark, og Bragi Bjarnason, menningar- frístundafulltrúi, komu inn á fundinn. Fulltrúar World Class kynntu hugmyndir að stækkun stöðvarinnar á Selfossi.
     
2. 1902052 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
  Erindi frá velferðarnefnd alþingis, dags. 6. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), mál 495.

1902052

  Lagt fram til kynningar.
     
3. 1902059 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 7. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, mál 509.

1902059

  Lagt fram til kynningar.
     
4. 1902053 – Viðbót við H3 launakerfi Árborgar
  Minnisblað frá mannauðsstjóra vegna kaupa á viðbótum við H3 launakerfi Árborgar. Bæjarstjóri leggur til að bæjarráð samþykki kaup á H3 Mannauði og H3 Ráðningum og feli bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun þar sem gerð verði grein fyrir því hvernig kostnaði verði mætt.
  Lagt var fram minnisblað frá mannauðsstjóra um ósk um kaup á H3 Mannauði og H3 Ráðningum sem viðbót við launakerfi Árborgar. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun þar sem gerð verði grein fyrir því hvernig kostnaði verði mætt.
     
5. 1902098 – Tilnefningar eða framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
  Erindi frá Lánasjóði Sveitarfélaga, dags. 11. febrúar, þar sem óskað er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

1902098

  Lagt fram til kynningar.
     
6. 1902101 – Samningur – landspilda úr Laugardælum
  Kaupsamningur vegna landspildu úr landi Laugadæla. Samningurinn er í undirritun og verður lagður fram undirritaður á fundi bæjarráðs til samþykktar.
  Samningur um sölu á landspildu úr landi Laugardæla, landnr. 206-114, stærð 1,971 m2, söluverð 1.971.000, var borinn undir atkvæði. Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
     
Fundargerðir til kynningar
7. 1901011 – Fundargerðir fræðslunefndar 2019
  8. fundur haldinn 6. febrúar

1901011

  Fundargerð lögð fram til kynningar.
     
8. 1902097 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2019
  191. fundur haldinn 11. febrúar

1902097

  Fundargerð lögð fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:50

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Rósa Sif Jónsdóttir
     23. fundur bæjarráðs

 


23. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá samkomulag um kjarasamningsumboð. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1902001 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi
1-1902001
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 31. Janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, mál 274.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
     
2. 1902002 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, Framkvæmdasjóð aldraðra
2-1902002
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 31. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóð aldraðra), mál 306.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
     
3. 1902003 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, kosningaaldur
3-1902003
  Erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 31. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), mál 356.
Einnig er erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka afstöðu til málsins.
  Bæjarráð tekur undir álit Sambands íslenskra sveitarfélaga.
     
4. 1902017 – Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins
4-1902017
  Erindi frá Öldu, félagi um sjálfbærni, dags. 1. febrúar, um ráðgjöf félagsins um styttingu vinnuviku og eflingu lýðræðisins.
  Lagt fram til kynningar.
     
5. 1901131 – Opnunartími Ráðhúss Árborgar
  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að opið verði í Ráðhúsi Árborgar frá 10:00 til 16:00. Þetta fyrirkomulag verði haft til reynslu til 31. maí en verði þá endurmetið í ljósi fenginnar reynslu.

Markmið breytinga á opnunartíma er að styrkja þjónustuverið þannig að það geti leyst úr sem flestum erindum strax, án þess að vísa þurfi erindum áfram á aðra starfsmenn. Með þessum hætti er stefnt að því að íbúar fái greiðari svör og skjótari þjónustu þegar þeir leita hennar í Ráðhúsi.
Tími starfsmanna í þjónustuveri utan opnunartíma verður þá nýttur til þess að fara yfir afgreiðslu erinda sem borist hafa þjónustuveri, setja markmið um mögulegar úrbætur og afla upplýsinga og þekkingar hjá öðrum deildum til að geta í framhaldinu veitt betri svör. Þetta gefur einnig möguleika á reglulegum starfsmannafundum, úrvinnslu ýmissa erinda og fræðslu til starfsfólks í þjónustuveri.

Gunnar Egilsson, D-lista, lætur bóka hjásetu sína.

     
6. 1812084 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðir 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar
6-1812084
  Afgreiðsla á lið 6 í 13. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. Janúar, umsókn um vilyrði fyrir lóðirnar við Vallarheiði 9 og 11 á Selfossflugvelli. Lagt er til við bæjarráð að vilyrði verði veitt.
  Bæjarráð frestar erindinu.
     
7. 1901205 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitustofnlögn
7-1901205
  Afgreiðsla á 7. lið í 13. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. Janúar, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitustofnlögn fyrir bæina Stardal 1 og 2 og Baldurshaga, Stokkseyri. Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.
     
8. 1901184 – Umsókn um framkvæmdaleyfi – Larsenstræti
8-1901184
  Afgreiðsla á lið 8 í 13. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og veituframkvæmdum við Larsenstræti, Selfossi. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja takmarkað framkvæmdaleyfi sem nær til jarðvegsskipta í götustæði í samræmi við gildandi deiliskipulag.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.
     
9. 1807067 – VFF/SPI vísitala félagslegra framfara
9-1807067
  Í framhaldi af kynningarfundi Cognito ehf. fyrir bæjarfulltrúa þann 17. janúar síðastliðinn til að kynna mögulega þátttöku Árborgar í vísitölu félagslegra framfara eru hér lögð fram drög að samkomulagi um samstarfið.
  Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði sem nemur um 2 milljónum króna.

Gunnar Egilsson, D-lista, greiðir atkvæði á móti.

     
10. 1902028 – Sorphirða í Árborg 2019
10-1902028
  Tillaga frá framkvæmda- og veitustjóra um aðgerðaráætlun vegna þeirra aðstæðna sem komnar eru up,p þ.e. að Sorpstöð Suðurlands bs. getur ekki lengur tryggt móttöku og meðhöndlun úrgangs frá Sveitarfélaginu Árborg. Lagt er til að unnið verði eftir öllum þáttum aðgerðaráætlunarinnar. Viðauki vegna kostnaðarauka verði undirbúinn og lagður fyrir bæjarráð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
  Bæjarráð telur nauðsynlegt að unnið verði eftir tillögu framkvæmda- ogveitustjóra og óskar eftir að upplýsingar um kostnaðarauka og drög að viðauka verði lögð fyrir bæjarráð.
     
11. 1812017 – Kjarasamningsumboð 2019
11-1812017
  Sveitarfélagið Árborg felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd við stéttarfélög.
  Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamninsgerðar fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.
     
Fundargerðir til kynningar
12. 1901010 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2019
  19. fundur haldinn 30. janúar
     
13. 1901013 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2019
  13. fundur haldinn 30. janúar
     
14. 1901335 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
  867. fundur haldinn 25. janúar  14-1901335
     
15. 1803263 – Fundargerðir BÁ 2018
  3. fundur haldinn 12. nóvember  15-1803263-3 fundur
     
16. 1901345 – Fundargerðir BÁ 2019
  4. fundur haldinn 31. janúar  15-1803263-4 fundur
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:40

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson  

 

22. fundur bæjarráðs

 

22. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 31. janúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:                    
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1901139 – Samstarf um greiðslur gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa
  Afgreiðsla á lið 3 í 5. fundargerð félagsmálanefndar frá 22. janúar. Nefndin leggur til við bæjarráð að drög að samningi við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa verði samþykkt með smávægilegum breytingum á 13. gr., við bætist „samningurinn endurnýjast árlega og framlengist sé honum ekki sagt upp“.
  Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um greiðslur vegna gistináttagjalds í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavíkurborg.
Frá Árborg gistu þrír einstaklingar í Gistiskýli í alls sex nætur og tveir einstaklingar í Konukoti í alls fjórtán nætur.
Samkvæmt gjaldskrá greiðir Árborg 17.500 fyrir hverja gistinótt. Verðið byggir á rekstrarkostnaði neyðarathvarfanna.
     
2. 1901138 – Styrkbeiðni – starfsemi Bjarkarhlíðar árið 2019
  Afgreiðsla á lið 4 í 5. fundargerð félagsmálanefndar frá 22. janúar. Nefndin leggur til við bæjarráð að Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, verði veittur 70.000 kr. styrkur vegna ársins 2019.
  Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um að styrkja starfsemi Bjarkarhlíðar – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, um kr. 70.000,-
Til Bjarkarhlíðar leita einstaklingar af öllu landinu, þar á meðal frá Sveitarfélaginu Árborg.
     

 

 

3. 1901150 – Reglur um fjárhagsaðstoð
  Afgreiðsla á lið 5 í 5. fundargerð félagsmálanefndar frá 22. janúar. Nefndin leggur til við bæjarráð að grunnkvarði fjárhagsaðstoðar verði hækkaður í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. En þar var lögð til hækkun um 7%. 10.gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði með eftirfarandi hætti: Einstaklingur hækkar úr 149.628 kr. í 160.102 kr. Hjón/sambúðarfólk hækkar úr 239.045 kr. í 255.778 kr. Einstaklingur sem býr með öðrum og leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings hækkar úr 119.702 kr í 128.082 kr. Einstaklingur sem býr hjá foreldrum, er inniliggjandi á sjúkrastofnun eða í áfengis- eða vímuefnameðferð hækkar úr 67.332 kr. í 72.046 kr.
  Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um hækkun á grunnkvarða fjárhagsaðstoðar.
     
4. 1901285 – Tækifærisleyfi – þorrablót í íþróttahúsinu á Stokkseyri 2019
4-1901285
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 28. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á Stokkseyri 9. febrúar nk.
  Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um veitingu leyfisins.
     
5. 1901145 – Rekstrarleyfisumsögn – Hvíta Húsið
5-1901145
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 18. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitingar í flokki III, veitingahús, skemmtistaður, veisluþjónusta og veitingaverslun að Hrísmýri 6 Selfossi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfisins.
     
6. 1812164 – Rekstrarleyfisumsögn – Hótel Selfoss
6-1812164
  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 20. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til gölu gistingar í flokki IV hótel, frá Hótel Selfoss.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfisins.
     
7. 1804061 – Upplýsingar – breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016

7-1804061

  Svarbréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 21. janúar, um fjárhagsáætlunarvinnu.
  Lagt fram til kynningar.
     
8. 1801154 – Stefnumótun Friðlands í Flóa
  Beiðni frá Fuglavernd, dags. 21. nóvember, um styrk til að setja saman stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðland í Flóa.
Kosning tveggja fulltrúa Árborgar í starfshóp um Fuglafriðlandið í Flóa
  Bæjarráð óskar eftir fundi með Fuglavernd um framtíðarfyrirkomulag samstarfs Fuglaverndar og sveitarfélagsins um Friðland í Flóa. Bæjarstjóra falið að kalla fulltrúa Fuglaverndar til fundar. Bæjarráð frestar því að taka afstöðu til styrkbeiðninnar.
     
9. 1901291 – Landsþing Sambandsins 2019
9-1901291
  Boðun á XXXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 29. mars nk. á Grand Hótel Reykjavík.
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1901293 – Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun og sveitarfélögin
10-1901293
  Erindi frá forsætisráðuneytinu, dags. 28. janúar, þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér heimsmarkmiðin og einnig er sagt frá kynningarfundi um sveitarfélög og heimsmarkmiðin en fundurinn verður á Grand Hóteli í Reykjavík 15. febrúar nk.
  Lagt fram til kynningar.
     
11. 1711262 – Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland

11-1711262

  Erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðneytinu, dags. 25. janúar, þar sem óskað er eftir að áfangastaðáætlun Suðurlands verði lögð fram og vísað til viðeigandi stofnunar/sviðs.
Áfangastaðaáætlun Suðurlands – samantekt
https://www.south.is/is/dmp
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd og íþrótta- og menningarnefnd.
     
Fundargerðir til kynningar
12. 1901009 – Fundargerðir félagsmálanefndar 2019
  5. fundur haldinn 22. janúar
     
13. 1901272 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
13-1901272
  193. fundur haldinn 23. janúar
     
14. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
14-1708133
  10. fundur haldinn 28. janúar
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:24

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson21. fundur bæjarráðs

21. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 24. janúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00 

Mætt:                     
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1812085 – Fulltrúar N1 mæta til fundar með bæjarráði
1-1812085
   
  Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóri N1 og Guðlaugur Pálsson verkefnastjóri framkvæmda hjá N1 ræddu hugmyndir um starfsemi fyrirtækisins í Svf. Árborg.
     
2. 1812125 – Upptaka og útsending bæjarstjórnarfunda
  Vísað til bæjarráðs til nánari útfærslu á 8. fundi bæjarstjórnar.
Tillaga frá 19. fundi bæjarráðs frá 20. desember sl., liður 13 – Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjórnarfundir Svf. Árborgar verði sendir út í beinni útsendingu bæði í hljóði og mynd og einnig að fundirnir verði aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins eftir að fundum bæjarstjórnar lýkur. Kostnaður er áætlaður um 1.000.000 kr. og rúmast innan samþykktar fjárhagsáætlunar.
Kristinn Grétar Harðarson, kerfisstjóri, mætir á fundinn kl. 17:30
  Bæjarráð felur kerfisstjóra að vinna áfram að málinu þannig að búnaður verði keyptur og uppsettur í samráði bæjarstjóra.
     
3. 1901045 – Tækifærisleyfi – Þorrablót á Eyrarbakka 2019
3-1901045
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts á Stað, Eyrarbakka, 26. janúar nk.
  Bæjarráð er samþykkt því að leyfið verði veitt.
     

 

4. 1901044 – Tækifærisleyfi – Selfossþorrablót 2019
4-1901044
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsi Vallaskóla vegna Selfossþorrablóts 26. janúar nk.
  Bæjarráð er samþykkt því að leyfið verði veitt.
     
5. 1901050 – Dagur leikskólans 2019
5-1901050
  Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. febrúar þar sem sveitarfélög eru hvött til að halda Degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag.
  Lagt fram til kynningar.
     
6. 1901035 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista – Eignarhald á Innviðum fjárfestingum slhf
6-1901035
  Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista.

Á síðasta fundi var lagt fram yfirlit yfir eigendur Innviða slhf þar sem fram kemur að auk nokkurra lífeyrissjóða sé félag að nafni Ursus ehf meðal eigenda. Óskað er upplýsinga um eignarhald á því félagi.

Gunnar Egilsson, D-lista

Svar verður lagt fram á fundinum.

  Bæjarstjóri upplýsti að eigandi Ursus ehf., sem á 2,92% í Innviðasjóði slhf., er Heiðar Guðjónsson.
     
7. 1901104 – Fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar í Afréttamálafélagi Flóa og Skeiða
  Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Árborgar í Afréttamálafélagi Flóa og Skeiða verði Ari Björn Thorarensen og Baldur Gauti Tryggvason.
     
8. 1812185 – Fyrirspurn vegna viðbyggingar – Austurvegur 69
8-1812185
  Afgreiðsla á lið 2 í 12. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. janúar, nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og óskar eftir fullunnum aðaluppdráttum. Einnig leggur nefndin til við bæjarráð að farið verði fram á breytingu sveitafélagamarka að lóðarmörkum lóðarinnar og samþykkt verði stækkun hennar í samræmi við fyrirspurnarteikningu.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita Flóahreppi erindi og óska eftir að sveitarfélagamörkum verði breytt þannig að fyrirhuguð lóðarmörk Austurvegar 69 verði innan Sveitarfélagsins Árborgar.
     
9. 1703281 – Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
9-1703281
  Erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 7. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn frá Sveitarfélaginu Árborg um tillögu að matsáætlun vegna hreinsistöðvar fráveitu á Selfossi.
Skýrsla frá Eflu
https://www.efla.is/media/umhverfismat/2839-080-MAT-001-V06-Hreinsistod-Selfossi.pdf

 

  Sveitarfélagið Árborga er að láta vinna umrætt umhverfismat og bæjarstjórn hefur þegar samþykkt tillögu þessa að matsáætlun. Bæjarráð gerir því ekki athugasemdir við tillöguna.
     
10. 1901146 – Þing um málefni barna nóvember 2019
10-1901146
  Erindi frá umboðsmanni barna, dags. 19. janúar, þar sem fjallað er um 30 ára afmæli Barnasáttmálans og þing um málefni barna sem haldið verður 21. – 22. nóvember nk. Óskað er eftir að tilnefndur verði tengiliður sveitarfélagsins sem hefur milligöngu með þátttöku barna úr sveitarfélagsins á þinginu.
  Ákveðið hefur verið að halda fyrsta þing um málefni barna, barnaþing, 21.- 22. nóvember nk. í Hörpu. Gera má ráð fyrir 400-500 þátttakendum á þinginu þar af hópi barna sem einnig kemur að skipulagningu þingsins.
Ekki hefur verið ákveðið hvernig fulltrúar barna verði valdir en vonir standa til að fá til þátttöku hóp barna af öllu landinu með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Til að svo megi verða óskar embætti umboðsmanns barna eftir samstarfi við sveitarfélögin um stuðning við þau börn sem verða valin til þáttöku á þinginu. Þá er jafnframt óskað eftir að tilnefndur verði tengiliður hvers sveitarfélags við embættið sem hefur það hlutverk að hafa milligöngu um þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og tilnefnir Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa sem tengilið verkefnisins.
     
11. 1901061 – Skákdagur Íslands 2019
11-1901061
  Erindi frá Skáksambandi Íslands, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í Skákdegi Íslands 26. janúar nk.
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð minnir á Skólakeppni á Suðurlandi í skák sem haldin verður á morgun, 25. janúar.
     
12. 1704290 – Kynning – alþjóðaflugvöllur í Árborg
12-1704290
  Erindi frá Andra Björgvini Arnþórssyni, dags. 12. janúar, þar sem óskað er eftir afstöðu Sveitarfélagsins Árborgar um áframhaldandi vinnu að alþjóðarflugvelli í sveitarfélaginu.
  Bæjarráð Svf. Árborgar lýsir yfir jákvæðri afstöðu til þess að fram fari rannsóknir á náttúrulegum, viðskiptalegum og lagalegum forsendum þess að alþjóðaflugvelli verði fundinn staður í Árborg, ásamt því að skoðað verði til hlítar hverjir séu kostir þess og gallar fyrir samfélagið í Árborg.
Nú liggur fyrir dyrum endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Í slíkri vinnu er mikilvægt að ná sem best utan um alla þá framtíðarmöguleika sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir og taka afstöðu til þeirra. Endanleg afstaða sveitarfélagsins til þess hvort byggður verði slíkur alþjóðaflugvöllur ræðst svo af niðurstöðum aðalskipulagsvinnu, vilja íbúanna og hagsmunum samfélagsins.
     
13. 1901169 – Rekstur Knarrarósvita á Stokkseyri
13-1901169
  Hugmyndir og minnisblað frá menningar- og frístundarfulltrúar og atvinnu- og viðburðarfulltrúa, dags. 21. janúar, um rekstrarform fyrir Knarrarósvita á Stokkseyri.
  Bæjarráð þakkar samantektina og samþykkir að áfram verði unnið á þeim nótum sem lýst er í minnisblaðinu um rekstrarfyrirkomulag. Stefnt skal að því að opna megi Knarrarósvita fyrir almenning fyrir næsta sumar gegn gjaldi og samningum við ferðaþjónustuaðila. Íþrótta- og menningarnefnd mun útfæra tillöguna og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.
     
14. 1901126 – Íslandsmót verk- og iðngreina og framhaldsskólakynning
14-1901126
  Erindi frá Samandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. janúar, um Íslandsmót í verk- og iðngreinum og framhaldskólakynning – Mín framtíð sem fram fer 14. til 16. mars er kynnt. Sveitarfélög eru hvött til að leggja sitt af mörkum svo nemendur í 9. og 10. bekk geti tekið þátt í viðburðinum.
  Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
     
15. 1811132 – Systkinaafsláttur – Frístundaheimili Árborgar
15-1811132
  Bæjarráð samþykkir að systkinaafsláttur sem samþykktur var á fundi bæjarstjórnar 16. janúar sl. gildi einnig um frístundaheimili.
     
16. 1811132 – Viðbætur við gjaldskrá frístundaheimila í Sveitarfélaginu Árborg
  Þrátt fyrir að ný gjaldskrá frístundaheimila í Sveitarfélaginu Árborg sem tók gildi um áramótin hafi í för með sér lækkun fyrir flesta notendur er um að ræða talsverða hækkun hjá hluta notenda. Af þessum ástæðum samþykkir bæjarráð að bætt verði við möguleika á styttri vistun í frístundaheimilum Árborgar á Selfossi og sérstökum 10% afslætti í frístundaheimilinu á Stokkseyri. Með samþykktinni er komið til móts við þá notendur sem verða fyrir mestu hækkuninni. Þessar aðgerðir gilda tímabundið fram á sumar 2019.

Foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem nýta sér þjónustu frístundaheimila Árborgar á Selfossi, sem opna kl. 13:00 á daginn, oft í viku (3-5 daga) og einungis fyrri hluta dagsins eða frá kl. 13:00 – 14:30 geta skráð þau í styttri vistun og greitt samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

Gjaldskrá frístundaheimili Árborgar á Selfossi (stutt vistun kl. 13:00 – 14:30, án hressingar)

1 dagur: 3.944 kr.
2 dagar: 6.787 kr.
3 dagar: 7.500 kr.
4 dagar: 9.000 kr.
5 dagar: 10.500 kr.

     
17. 1901178 – Styrkbeiðni – rekstur Kvennaráðgjafarinnar 2019
17-1901178
  Beiðni, dags. 11. janúar, um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2019
  Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
     
18. 1901183 – Sirkusráðstefna eða sirkuslistahátíð á Selfossi
18-1901183
  Erindi frá Sirkus Íslands, dags. 15. janúar, þar sem kannaður er möguleiki um samstarf og stuðning við sirkushátíð/ráðstefnu.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og menningarnefnd.
     

 

Fundargerðir til kynningar
19. 1611009 – Fundargerðir kjaranefndar 2015-2016
  3. fundur haldinn 15. janúar 2015
  Bæjarstjóra falið að taka saman upplýsingar um kjör bæjarfulltrúa í sambærilegum sveitarfélögum.
     
20. 1901012 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2019
  6. fundur haldinn 15. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
21. 1901013 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2019
  12. fundur haldinn 16. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
22. 1901125 – Stöðvun á móttöku úrgangs frá Suðurlandi
22-1901125
  16. fundargerð eigenda SORPU bs
402. fundur stjórnar SORPU bs
  Lagt fram til kynningar.
     
23. 1901039 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
23-1901039
  276. fundur haldinn 17. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
24. 1804060 – Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2018
24-1804060
  1. fundur haldinn 18. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
25. 1901176 – Fundargerðir stjórnar SASS 2019
25-1901176
  542. fundur haldinn 11. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson

 

 
20. fundur bæjarráðs

 

20. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 10. janúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:                     
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 7. janúar sl. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1812188 – Skýrsla – starfsemi héraðsskjalasafna
1-1812188
  Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 18. desember, um starfsemi héraðsskjalasafna.
  Lagt fram til kynningar.
     
2. 1901030 – Atvinnumál – afsláttur af hitaveitugjaldi fyrir sæbjúgnaeldi
2-1901030
  Beiðni Sæbýlis ehf, dags. 6. Janúar, þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á heitu vatni frá Selfossveitum.
  Bæjarráð samþykkir erindið. Jafnframt óskar bæjarráð eftir ársreikningi síðasta árs og áætlun um framhald starfseminnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka til endurskoðunar reglur um styrki til nýsköpunar og leggja drög að nýjum reglum fyrir bæjarráð.

     
3. 1901034 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista – Notkun á heimasíðu
3-1901034
  Fyrirspurn til bæjarráðs varðandi notkun á heimasíðu sveitarfélagsins.
Á heimasíðu sveitarfélagsins var birtur pistill bæjarstjóra hinn 21. desember sl. þar sem viðraðar voru hugleiðingar hans um mögulega sölu á tæplega helmings hlut í fráveitu sveitarfélagsins og hvað salan gæti haft í för með sér. Í tilefni af pistlinum óskar undirritaður eftir upplýsingum um hvort áherslubreytingar hafi verið gerðar varðandi notkun heimasíðunnar, þannig að hún sé notuð í pólitískum tilgangi? Hafa slíkar breytingar verið kynntar og er það nú svo að allir bæjarfulltrúar geti birt þar sínar pólitísku hugleiðingar? Stendur bæjarfulltrúum til boða að birta þar pistla þar sem brugðist er við einhliða og mögulega villandi upplýsingum .
Gunnar Egilsson, D-lista.
  Svar:
Pistill bæjarstjóra á heimasíðu var liður í að upplýsa íbúa um það mál sem var til umræðu í bæjarstjórn, enda um stórt mál að ræða sem þarfnast ítarlegrar umfjöllunar. Lögð verður áhersla á að veita íbúum sem bestar upplýsingar á vef Árborgar og að bæta þjónustu við þá með gerð nýs vefjar sveitarfélagsins. Ekki stendur fyrir dyrum ákvörðun um að bæjarfulltrúum bjóðist að birta pistla eða hugleiðingar á vef Árborgar.
     
4. 1901035 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista – Eignarhald á Innviðum fjárfestingum slhf
4-1901035
  Fyrirspurn til bæjarráðs varðandi eignarhald á Innviðum fjárfestingum slhf.
Hverjir eru eigendur Innviða fjárfestinga slhf.? Óskað er eftir að lögð verði fram í bæjarráði gögn um eignarhald á Innviðum fjárfestingum slhf.
Gunnar Egilsson, D-lista.
  Gögn lögð fram skriflega á fundinum.
     
5. 1812186 – Endurskoðun kosningalaga
5-1812186
  Erindi frá starfshóp um endurskoðun kosningalaga, dags. 19. desember, þar sem óskað er eftir athugasemdum við endurskoðun á kosningalögum.
     
6. 1207024 – Skaðabótakrafa – Gámaþjónustan hf. og útboð sorphirðu í Árborg
  Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli Gámaþjónustunnar (EKO Eignir ehf) gegn Sveitarfélaginu Árborg verður lagður fram á fundinum samkvæmt beiðni bæjarfulltrúa, D-lista.
  Samkvæmt beiðni bæjarfulltrúa D-lista eru lagðir fram til kynningar dómar Héraðsdóms Suðurlands í málum nr. 147/2013 og E-61/2017. Undirritaðir bæjarfulltrúar telja ekki tímabært að taka dómana til umfjöllunar í bæjarráði fyrr en bæjarstjórn hefur náð að funda með bæjarlögmanni til að fara yfir niðurstöður málanna. Að beiðni bæjarlögmanns er áformað að slíkur fundur verði settur á síðar í þessum mánuði, þegar áfrýjunarfrestur málsins er liðinn.
Lagt er til að frekari umræðum um þessi mál verði frestað þar til framangreindur fundur með bæjarlögmanni hefur farið fram. Vert er vekja athygli, að á heimasíðu sveitarfélagsins er fréttatilkynning frá 20.des sl. þar sem tekin eru saman aðalatriði í niðurstöðu Héraðsdóms í umræddu máli, að auki eru dómarnir aðgengilegir á heimasíðu Héraðsdóms Suðurlands.
Eggert Valur Guðmundsson, S- lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á- listaSamþykkt 2-1.
Gunnar Egilsson, D-lista, greiddi atkvæði á móti.
     
7. 1901038 – Tillaga – Skoðun á samstarfi við Innviðasjóð slhf.
7-1207024
  Tillaga um skoðun á samstarfi við Innviðasjóð slhf.
Lagt er til við bæjarráð að endurskoðunarfyrirtæki verði fengið til að leggja mat á hugmyndir um aðkomu Innviðasjóðs að fráveitunni. Fengið verði álit og samanburður á þessum kosti og óbreyttri stöðu og hvernig það hefur áhrif á efnahag og fjárfestingarmöguleika Sveitarfélagsins Árborgar.
  Bæjarráð samþykkir tillöguna.
     
8. 1812039 – Hugmyndir um frístundamiðstöð á Selfossi
8-1812039
  Tillaga frá bæjarstjóra, menningar- og frístundafulltrúa, félagsmálastjóra og fræðslustjóra.
Sveitarfélaginu Árborg hefur nú boðist til kaups húsnæði sem hugsanlegt væri að nota undir starfsemi frístundamiðstöðvar eins og henni er lýst í greinargerð menningar- og frístundafulltrúa og félagsmálastjóra.
Lagt er til við bæjarráð að gerð verði ástandsskoðun á húsnæðinu og kannað hvort það hæfir til starfseminnar.
Jafnframt er lagt til að umfjöllun um hugsanlega frístundamiðstöð verði vísað til félagsmálanefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og menningarnefndar.
  Bæjarráð samþykkir tilöguna með fyrirvara um að ástandsskoðun rúmist innan fjárhagsáætlunar.
Greinargerðin fylgi til umfjöllunar í félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og menningarnefnd.
     
Fundargerðir til kynningar
9. 1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 – ný nefnd
  17. fundur haldinn 19. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  11. fundur haldinn 19. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
11. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
9-1806174
  9. fundur haldinn 19. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
12. 1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
  540. fundur haldinn 7. desember
541. fundur haldinn 27. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
13. 1901039 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
13-1901039
  275. fundur haldinn 7. janúar og fréttatilkynning um útflutning á sorpi frá Suðurlandi.
  Lögð var fram fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands og fréttatilkynning SOS.
Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin í málefnum Sorpstöðvar Suðurlands leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að flokkun lífræns sorps verði hafin í sveitarfélaginu eins fljótt og mögulegt er og að keyptar verði tunnur fyrir sveitarfélagið til að hefja lífræna flokkun. Samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun, kostnaður er áætlaður um kr. 16 milljónir.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:05

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
     

 

 
19. fundur bæjarráðs

 

19. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 20. desember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00 

Mætt:                    

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Leitað var afbrigða að taka fyrir ósk Frónar um tækifærisleyfi og það samþykkt.

Fulltrúi D-lista leitaði afbrigða að tekin yrði á dagskrá,  niðurstaða héraðsdóms í máli Gámaþjónustunnar gegn Sveitarfélaginu Árborg. Því var hafnað.

 

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1812150 – Tækifærisleyfi – Frón áramót
  Umsókn um tímabundið áfengisleyfi í Frón Eyravegi 35 frá kl. 23:00 – 04:30
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt. Opnunartíma þarf þó að takmarka við til klukkan 4:00 eins og lögreglustjóri hefur bent á.
     
2. 1812052 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess
2-1812052
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 7. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019 – 2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, mál 409.
  Lagt fram til kynningar.
     
3. 1809217 – Málþing – ungt fólk og umferðaröryggi
3-1809217
  Ályktun, þakkir og niðurstöður frá málþingi ungmennaráðs Grindarvíkur, Öryggi okkar mál, sem haldið var í Grindavík 8.-9. nóvember sl.
  Lagt fram til kynningar.
     
4. 1812105 – Umsögn – frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs
4-1812105
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd, dags. 13. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, mál 417.
  Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í íþrótta- og menningarnefnd.
     
5. 1812106 – Umsögn – tilaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi
5-1812106
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 13. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, mál 443.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í fræðslunefnd.
     
6. 1812077 – Afnot af landsvæði fyrir dúfnakofa
6-1812077
  Erindi frá Bréfdúfnafélagi Íslands, Suðurlandsdeild, dags. 14. nóvember, þar sem sótt er um landsvæði í eigu Árborgar fyrir dúfnakofa.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá samningi við Bréfdúfnafélag Íslands, Suðurlandsdeildar, til fimm ára sem verði uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara. Kvöð þarf að vera um snyrtilega umgengni.
     
7. 1812084 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðium 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar
7-1812084
  Erindi frá Heli-Austria, dags. 12. desember, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- byggingarnefnd.
     
8. 1809156 – Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni
8-1809156
  Tilkynning frá Íbúðalánasjóði, dags. 12. desember, þar sem fram kemur að Sveitarfélagið Árborg sé ekki meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst verða tekin inn í tilraunaverkefni sjóðsins í húsnæðismálum á landsbyggðinni.
  Lagt fram til kynningar.
     
9. 1810048 – Byggðakvóti fiskveiðiársins 2018-2019
9-1810048
  Erindi fra atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. desember, þar sem fram kemur leiðrétt skipting á almennum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2018/2019.
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1812117 – Tækifærisleyfi – Hvítahúsið annar í jólum
10-1812117
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 18. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna dansleiks á annan í jólum í Hvítahúsinu. Óskað er eftir leyfi til 04:00
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt. Opnunartími verði þó ekki lengur en til klukkan 3:00 eins og lögreglustjóri hefur bent á.
     
11. 1806198 – Verðkönnun – Ný heimasíða og innri síða
  Tilboð verða lögð fram á fundinum.
  Frestað til næsta fundar.
     
12. 1812130 – Samningur – afhending lóðar nr. 21 við Engjaland
12-1812130
  Samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Vörðulands ehf um málefni lóðar nr. 21 við Engjaland, Austurbyggð, Selfossi
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
13. 1812125 – Upptaka og útsending bæjarstjórnarfunda
13-1812125
  Tillaga um að bæjarstjórnarfundir verði sendir út í beinni útsendingu bæði í hljóði og mynd, og einnig að verði fundirnir aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins eftir að fundum bæjarstórnar lýkur.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjórnarfundir Svf Árborgar verði sendir út í beinni útsendingu bæði í hljóði og mynd, og einnig að fundirnir verði aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins eftir að fundum bæjarstórnar lýkur. Tölvudeild verði falið að kostnaðarmeta framkvæmdina og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Greinargerð:
Það er skoðun bæjarráðs að verði fundir bæjarstjórnar sendir út beint í hljóði og mynd, auki það áhuga íbúa og annarra á málefnum sveitarfélagsins. Þessi framkvæmd er hluti af því að gera stjórnsýsluhætti sveitarfélagsins betri og tryggja að stjórnsýslan sé opin og fagleg.

     
14. 1812145 – Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista – Kostnaður vegna VSÓ um skiptingu á skólahverfin
14-1812145
  Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um kostnað vegna VSO um skiptingu á skólahverfin.
  Svar: Komnir eru þrír reikningar frá VSÓ, alls að upphæð kr. 2.117.535,-
     
Fundargerðir til kynningar
15. 1806177 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  6. fundur haldinn 11. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
16. 1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar  2018 – ný nefnd
  16. fundur frá 12. desember
  Bókun vegna liðar 1 í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar:
Það er vekur furðu meirihluta bæjarráðs að stjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins í framkvæmda- og veitustjórn skuli leggja fram bókun, sem segir að meirihluti D- lista á síðasta kjörtímabili hafi tekið ákvörðun um að fara í borun á holu ÓS-4 við Ósabotna. Með þessari bókun er verið að reyna gera nauðsynlegar heitavatnsframkvæmdir að póltísku ágreiningsefni. Verkefnið við Ósabotna hefur komið til umfjöllunar hjá tveimur stjórnum síðustu tvö kjörtímabil og hefur enginn pólítískur ágreiningur verið um þetta verk fram að þessu. Það er því dapurlegt að reynt sé að upphefja einn umfram annan vegna framkvæmda sem almenn sátt hefur ríkt um. Undirritaðir vilja þakka sérfræðingum ÍSOR fyrir vandaðan undirbúning og trausta ráðgjöf varðandi borframkvæmdir við Ósabotna, ÓS-4. Jafnframt er starfsmönnum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða þakkað fyrir fagleg vinnubrögð og vel heppnað verk það sem af er. Sá árangur sem nú þegar er kominn fram er framar þeim væntingum sem bundnar voru við verkið í upphafi.
Eggert Valur Guðmundsson, S- lista
Sigurjón V Guðmundsson, Á- lista
     
17. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
17-1708133
  8. fundur haldinn 5. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
18. 1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
18-1802019
  865. fundur haldinn 30. nóvember
866. fundur haldinn 14. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
19. 1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
19-1802003
  192. fundur haldinn 5. desember
Fundargerð aðalfundar haldinn 19. október
  Lagt fram til kynningar.
     
20. 1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
20-1802059
  274. fundur haldinn 13. desember
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl 17:35

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

 
18. fundur bæjarráðs


18. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 6. desember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista 
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi 
1.   1806198 – Starfshópur – ný heimasíða og innri síða
  Kristinn Grétar Harðarson kemur inn á fundinn.
     
2.   1811223 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur, rétt námsmanna og fatlaðs fólks
2-1811223
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 27. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks) mál 140.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra.
     
3.   1812008 – Drög – reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga
3-1812008
  Drög frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 28. nóvember, að reglugerð um stefnumótandi áætlunríkisins um málefni sveitarfélaga.
  Lagt fram til kynningar.
     
4.   1811237 – Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028
4-1811237
  Erindi frá Landsneti, dags. 27. nóvember, um verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar fyrir 2019-2028.
Landsnet kynnir verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar.
  Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá framkvæmda- og veitustjórn.
     
5.   1808120 – Samningur um frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg
5-1808120
  Erindi menningar- og frístundafulltrúa, dags. 3. desember, þar sem óskað er eftir heilmild til að framlengja samning við Guðmund Tyrfingsson um frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg út skólaárið [31. maí 2019].
Gert er ráð fyrir kostnaði við þetta, sem nemur 5 m.kr., í tillögu að fjárhagsáætlun 2019.
  Bæjarráð samþykkir að framlengja samning við Guðmund Tyrfingsson um frístundaakstur út skólaárið, til 31. maí 2019. Kostnaði vísað í fjárhagsáætlun 2019.
     
6.   1812013 – Styrkbeiðni – neytendastarf 2019
6-1812013
  Beiðni frá Neytendasamtökunum um styrkveitingu vegna ársins 2019. Óskað er eftir 5 kr. á hvern íbúa.
  Bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
     
Fundargerðir til kynningar
7.   1806176 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018 – ný nefnd
  5. fundur haldinn 27. nóvember
     
8.   1802026 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2018
8-1802026
  190. fundur haldinn 26. nóvember
     
9.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
9-1802059
  Aðalfundur haldinn 18. október
     
10.   1806104 – Fundargerð ársþings SASS 2018
10-1806104
  Fundargerð aðalfundar SASS haldinn 18. og 19. október
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:15

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson

 
17. fundur bæjarráðs

  
17. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 29. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1810247 – Hjólreiðasamgöngur í Árborg til framtíðar
1-1810247
  Tillaga frá íþrótta- og tómstundanefnd 13. nóvember:
Lagt til við bæjarráð að stýrihópur verði stofnaður til að móta skammtíma- og langtímastefnu um samþættingu hjólreiða sem hluta af samgöngukerfi Árborgar ásamt því að skoða skipulag göngu- og reiðstíga í sveitarfélaginu til að þessir þættir vinni vel saman. Vinna stýrihópsins ætti að nýtast í fyrirhugaða endurskoðun á aðalskipulagi.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að stofna stýrihóp um hjólreiðasamgöngur í Árborg til framtíðar og verði Jóna Sólveig Elínardóttir formaður hans. Meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar skipi auk þess einn fulltrúa hvor. Starfsmaður hópsins verður Bragi Bjarnason.

Stýrihópnum er falið að skila drögum að erindisbréfi og leggja fyrir bæjaráð til samþykktar. Lögð skal áhersla á að vinna stýrihópsins nýtist í tengslum við yfirstandandi endurskoðun á aðalskipulagi.

     
2.   1811005 – Rekstrarleyfisumsögn – gististaður að Tryggvagötu 4a
2-1811005
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 31. október, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu á gistingu í flokki II að Tryggvagötu 4a á Selfossi.

Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa hefur þegar samþykkt að veita jákvæða umsögn.

  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
3.   1811206 – Umsögn – verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
3-1811206
  Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 26. nóvember, þar sem kynnt er verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ásamt ósk um umsögn um verkefnið.

Þverpólitísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Þá er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Jafnframt er henni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn og lagafrumvarpi um þjóðgarðinn, þar sem m.a. er tekin afstaða til stjórnskipulags þjóðgarðsins. Loks skal nefndin setja fram áætlun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

  Lagt fram til kynningar.
     
4.   1810048 – Byggðakvóti fiskveiðiársins 2018-2019
4-1810048
  Erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 23. nóvember, um niðurstöðu að úthlutun byggðakvóta til Sveitarfélagsins Árborgar.
  Bæjarráð samþykkir að byggðakvótinn verði auglýstur til úthlutunar með sömu reglum og áður giltu.
     
5.   1811158 – Tækifærisleyfi – herrakvöld Karlakórs Selfoss í Karlakórsheimili
5-1811158
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 19. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga frá Karlakór Selfoss vegna Herrakvölds 11. janúar nk.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
6.   1811021 – Kaþólska kirkjan á Selfossi
6-1811021
  Erindi frá Kaþólsku kirkjunni á Íslandi, dags. 13. nóvember, þar sem óskað er eftir lóð við Urðarmóa.

Skipulags- og byggingarnefnd, 9. fundur 21. nóv., vísar erindinu til bæjarráðs til frekari afgreiðslu. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.

  Bæjarráð samþykkir að veita Kaþólsku kirkjunni á Íslandi vilyrði fyrir lóð í Urðarmóa. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að vinna deiliskipulag fyrir reitinn og afmarka þar lóð undir kirkjubyggingu og safnaðarheimili.
     
Fundargerðir til kynningar
7.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  9. fundur haldinn 21. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
8.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
8-1708133
  7. fundur haldinn 22. nóvember
     
9.   1806138 – Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs. 2018 – nýtt kjörtímabil
9-1806138
  14. fundur haldinn 22. október
  Lagt fram til kynningar.
     
10.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
10-1802059
  273. fundur haldinn 20. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
11.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
11-1802004
  539. fundur haldinn 16. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:20

 

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

 

 
16. fundur bæjarráðs

16. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 22. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1811129 – Umsögn – frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt skipulagsskrá og málefnum aldraðra
1-1811129
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 15. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisbúðir,) mál 40.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í félagsmálanefnd.
     
2.   1811130 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins
2-1811130
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), mál 45.
  Lagt fram til kynningar.
     
3.   1811122 – Leiðbeinandi verklagsreglur – viðauki við fjárhagsáætlun
3-1811122
  Leiðbeinandi verklagsreglur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. nóvember, vegna viðauka við fjárhagsáætlun.
  Lagt fram til kynningar.
     
4.   1811146 – Rekstraráætlun Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka 2019
4-1811146
  Erindi frá safnstjóra Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka, dags. 16. nóvember, þar sem óskað er eftir hækkun á framlagi til safnsins úr 6.080 þús. í 6.630. þús.
  Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun.
     
5.   1810073 – Rekstrarleyfisumsögn endurnýjun – Selfoss Hostel
5-1810073
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 9. október, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Austurvegi 28, Selfossi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
6.   1810218 – Erindisbréf – Samþykktir hverfisráða Árborgar
6-1810218
  Samþykktir lagðar fram til umfjöllunar.
Tillaga að auglýsingu um setu í hverfisráðum Árborgar
  Samþykktir voru lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð leggur til að eftirfarandi auglýsing verði auglýst í héraðsfréttamiðla og á heimasíðu Árborgar í næstu viku.Seta í hverfisráðum í Árborg
Sveitarfélagið auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka sæti aðal- eða varamanna í hverfisráðum Árborgar á Eyrarbakka, Selfossi, Stokkseyri og í Sandvík (fyrrum Sandvíkurhreppi). Hverfisráð hafa verið við lýði í Sveitarfélaginu Árborg í nokkur ár og eru fulltrúar kosnir til setu í þeim til eins árs í senn. Aðalmenn eru fimm talsins og varamenn einn til fimm. Í því skyni að efla hverfisráðin hefur bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar samþykkt að tveir bæjarfulltrúar verði sérstakir tengiliðir við hvert hverfisráð.
Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið rosa@arborg.is  eða haft samband í síma 480 1900 fyrir 8. desember nk.
     
Fundargerðir til kynningar
7.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
7-1708133
  6. fundur haldinn 13. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
8.   18051541 – Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ses. 2018
8-18051541
  Stjórnarfundur haldinn 15. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
9.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
9-1803226
  3. fundur haldinn 18. október
  Lagt fram til kynningar.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:20

 

Eggert Valur Guðmundsson      Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Rósa Sif Jónsdóttir15. fundur bæjarráðs


15. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 15. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:00.
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Sigurður Á. Hreggviðsson, varamaður, Á-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1803082 – Miðbær Selfoss 2018
  Lögð var fram umsókn Sigtúns þróunarfélags um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar nýs miðbæjar á Selfossi.
  Bæjarráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi til Sigtúns þróunarfélags ehf. vegna framkvæmda við miðbæ Selfoss á grundvelli fyrirliggjandi gagna og minnisblaðs frá Mannviti verkfræðistofu, dags. 15. nóvember 2018.
     
2.   1811067 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum
2-1811067
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 8. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, mál 5.
  Lagt fram til kynningar.
     
3.   1811039 – Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð
3-1811039
  Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 1. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa umsögn sveitarfélagsins um nýja reglugerð um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
     
4.   1810153 – Rekstrarleyfisumsögn – Gimli Kaffi bar og Bistro
4-1810153
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. október, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki II kaffihús, Gimli veitingar.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
     
5.   1701016 – Rekstrarleyfisumsögn – heimagisting
5-1701016
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. janúar 2017, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki I, rekstur gististaðar að Smáratúni 10, Selfossi.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
     
6.   1811017 – Umsókn um stofnframlag 2018-2019
  Áður á dagskrá á 14. fundi.
  Bæjarráð samþykkir umsókn Bjargs um stofnframlag og vísar kostnaði til fjárhagsáætlunar 2019.
     
Fundargerðir til kynningar
7.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  8. fundur haldinn 7. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
8.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
8-1802003
  191. fundur haldinn 31. október
Samþykkt um embættisafgreiðslur HES
  Lagt fram til kynningar.
     
9.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
  271. fundur haldinn 17. október       9-1802059-271
272. fundur haldinn 1. nóvember    9-1802059-272
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:22

 

Eggert Valur Guðmundsson   Gunnar Egilsson
Sigurður Á. Hreggviðsson   Gísli Halldór Halldórsson14. fundur bæjarráðs


14. fun
dur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá:

Almenn erindi
1.   1811012 – Trúnaðarmál
  Fjallað um byggingarleyfi Gagnheiðar 17 og 19
  Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samráði við bæjarlögmann.
   

Torfi Sigurðsson, bæjarlögmaður, mætti til fundar undir þessum lið.

     
2.   1811020 – Fyrirspurn – lækkun fasteignagjalda eldri borgara
  Fyrirspurn frá Haraldi Elfari Ingasyni, dags. 25. október, um lækkun á fasteignagjöldum.
  Bæjarráð þakkar erindið.

Sveitarfélagið Árborg veitir sérstakan afslátt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega við álagningu fasteignaskatts og fráveitugjalds á íbúðarhúsnæði skv. reglum þar um. Sjá töflu.

Tekjur einstaklinga, –    Lækkun – Tekjur hjóna – Lækkun
Allt að 4.008.531 100% Allt að       5.310.003      100%
Allt að 4.486.114 75%   Allt að        6.045.614        75%
Allt að 4.961.431 50%   Allt að       6.778.973          50%
Allt að 5.425.439 25%   Allt að      7.514.577         25%

   

 

 

3.   1712164 – Beiðni um vilyrði – uppbygging ofan við fjöruna á Eyrarbakka
  Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina, í samráði við umsækjanda, og úthluta henni til 1765 ehf. enda muni félagið sjálft kosta vinnu við aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag. Úthlutun þessi falli úr gildi eftir tvö ár hafi þá ekki verið lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi. Úthlutun þessi falli úr gildi verði framkvæmdir ekki hafnar innan árs frá því að nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt.
     
4.   1811009 – Dagur íslenskrar tungu 2018
  Erindi frá mennta- og menningarmálaráðherra, dags. í október 2018, um Dag íslenskrar tungu 16. nóvember nk.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.

1811009

     
5.   1811030 – Styrkbeiðni – Stígamót 2019
  Beiðni frá Stígamótum, dags. 31. október, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi fyrir árið 2019.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd.

1811030

     
6.   1710107 – Samstarfssamningur við Markaðsstofu Suðurlands 2018-2020
  Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands, dags. 30. október, þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi. Óskað er eftir að samningurinn verði óbreyttur.
  Bæjarráð samþykkir framlengingu samstarfssamningsins til eins árs og óskar eftir kynningu frá Markaðsstofu Suðurlands á starfseminni og nýrri áfangastaðaáætlun.

1710107

     
7.   1809025 – Kæra – íbúakosning í Sveitarfélaginu Árborg
  Úrskurður dómsmálaráðuneytisins.
  Lagt fram til kynningar.

Gunnar Egilsson, D-lista, lætur bóka:
Undirritaður fagnar niðurstöðu ráðuneytisins í kærumáli Aldísar Sigfúsdóttur vegna íbúakosninganna sem fram fóru sl. sumar. Ljóst er að yfirkjörstjórn sveitarfélagsins stóð vel að framkvæmd kosninganna og í samræmi við lög og reglur.

Sjá nánar

     
8.   1811017 – Umsókn um stofnframlag 2018-2019
  Erindi frá Brynju hússjóði, dags. 30. október, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir stofnframlagi vegna kaupa á 5 tveggja herbergja íbúðum. Áætlað stofnverð er 140.000.000,- Sótt er um 12% stofnframlag sem er 16.800.000,-
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

1811017

     
9.   1809275 – Beiðni – vilyrði um lóð
  Umsókn frá Sólningu ehf, dags. 5. nóvember, um vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 8, Selfossi.
  Bæjarráð samþykkir erindið en Gunnar Egilsson, D-lista, greiðir atkvæði á móti.

Gunnar Egilsson, D-lista, lætur bóka:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

Frekari vinnsla bíður afgreiðslu bæjarstjórnar.

1809275

     
10.   1811024 – Umsókn um stofnframlag
  Umsókn Bjargs húsfélags hses um stofnframlag til leiguíbúða
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn Bjargs verði samþykkt og gert verði ráð fyrir framlögum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2019.

1811024

     
Fundargerðir til kynningar
11.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
  4. fundur haldinn 30. október
  Lagt fram til kynningar.

1803226

     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

 
13. fundur bæjarráðs


13. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 1. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Bæjarráð vill í upphafi fundar koma á framfæri :
Bæjarráð vottar samúð sína aðstandendum þeirra sem létust í mannskæðum bruna á Selfossi í gær og virðingu þeim sem létust.
Einnig vill bæjarráð koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem unnu á vettvangi fyrir þá framúrskarandi fagmennsku sem þar átti sér stað.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn um rekstrarleyfi í flokki II að Austurvegi 7, Selfossi. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1806198 – Starfshópur – ný heimasíða og innri síða
  Kristinn Grétar Harðarson kynnti vinnu starfshóps við val á samstarfsaðila vegna nýrrar heimasíðu sveitarfélagsins.
     
2.   1810155 – Áskorun – heilsuræktarstyrkir fyrir eldri borgara
2-1810155
  Áskorun frá Félagi eldri borgara á Selfossi um að Sveitarfélagið Árborg taki upp heilsuræktarstyrki fyrir eldri borgara í Árborg
  Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun.
     
3.   1810133 – Stofnun stöðu aðstoðarleikskólastjóra að nýju í heilsuleikskólanum Brimveri/Æskukoti
3-1810133
  Beiðni frá fræðslustjóra, dags. 16. október, þar sem óskað er eftir að stofnuð verði ný staða aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Brimver/Æskukot.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun.
     
4.   1810173 – Ágóðahlutagreiðsla 2018
4-1810173
  Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu til Sveitarfélagsins Árborgar 2018.
  Lagt fram til kynningar.
     
5.   1809091 – Bókun framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja
5-1809091
  Svar við erindi bæjarráðs um framtíðarsýn um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Afstaða fundar framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss frá 15. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1810125 – Styrkbeiðni – rekstur Aflsins Akureyri 2019
6-1810125
  Styrkbeiðni frá Aflinu, dags. 4. október, vegna reksturs Aflsins 2019.
  Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
     
7.   1810146 – Tenging Flóahrepps við ljósleiðarakerfi Árborgar
7-1810146
  Beiðni Guðmundar Daníelssonar, f.h. Flóaljóss, dags. 15. október, um leyfi til að leggja ljósleiðararör í landi Árborgar vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar Flóahrepps á grunninnviðum fjarskipta í sveitarfélaginu.
  Bæjarráð samþykkir erindið fyrir hönd landeiganda.
     
8.   1810209 – Uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossvelli
8-1810209
  Bæjarráð samþykkir að settur verði á fót undirbúningshópur um fyrirhugaða uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossi og felur bæjarstjóra að leita eftir tillögum um þátttakendur í hópinn í samræmi við tillögu menningar- og frístundafulltrúa.
     
9.   1810216 – Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir Vélaverkstæði Þóris, Larsenstræti 10 og 12
9-1810216
  Umsókn frá Vélaverkstæði Þóris um vilyrði fyrir lóðunum við Larsenstræti 10 og 12 á Selfossi. Óskað er eftir að sameina lóðir og byggja yfir starfsemi fyrirtækisins á einum stað.
  Umsóknin er samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

Gunnar Egilsson, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

     
10.   1810215 – Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir RARIK ohf., Larsenstræti 16
10-1810215
  Umsókn frá Rarik ohf., dags. 30. október, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 16, Selfossi.
  Umsóknin er samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

Gunnar Egilsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

     
11.   1804061 – Upplýsingar – breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016
11-1804061
  Svarbréf fjármálastjóra við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 13. september, um viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
  Lagt fram til kynningar.
     
12.   1810130 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda
12-1810130
  Beiðni frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 15. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, mál 27.
  Lagt fram til kynningar.
     
13.   1810207 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru
13-1810207
  Beiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25. október, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, mál 222.
  Lagt fram til kynningar.
     
14.   1810206 – Umsögn – frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna, ákvörðun matsverðs
14-1810206
  Beiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25. október, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), mál 212.
  Lagt fram til kynningar.
     
15.   1810208 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða
15-1810208
  Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 29. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, mál 20.
  Lagt fram til kynningar.
     
16.   1810218 – Erindisbréf hverfisráða Árborgar
16-1810218
  Tillaga um að endurnýja umboð hverfisráða í sveitarfélaginu.
  Bæjarráð samþykkir að koma á fót hverfisáðum í sveitarfélaginu.
Bæjarstjóra verði falið vinna erindisbréf með nýjum áherslum fyrir hverfisráð og auglýsa eftir áhugasömum aðilum.
Unnið verður út frá því að hverfisráðin verði fjögur talsins eins og hefur verið og bæjarfulltrúar verði hverfisráðunum til ráðgjafar.
     
17.   1810222 – Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista – kostnaður við setu varamanns í bæjarráði og bæjarstjórn
17-1810222
  Hver er áfallinn kostnaður sveitarfélagsins við að varamaður situr flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar sem fulltrúi Á-lista er kjörinn til að sitja, þ.e. kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur?

Svar:
Fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fær varamaður greiddar kr. 16.833. Varamenn Á-lista hafa setið 10 fundi bæjarráðs. Þessi háttur á greiðslum vegna funda bæjarráðs hefur verið viðhafður a.m.k. frá árinu 2003.

     
18.   1810221 – Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista – samningur um framkvæmdir við Larsenstræti
18-1810221
  Samþykkt hefur verið vilyrði fyrir úthlutun á lóð við Larsenstræti. Hefur farið fram uppgjör á grundvelli samnings um framkvæmdir við Larsenstræti og ef svo er ekki, er það mál í vinnslu hjá sveitarfélaginu?

Svar:
Árið 2006 var veitt vilyrði fyrir lóðum við Larsenstræti til Jáverks ehf. og samningur gerður árið 2010 um uppbyggingu á svæðinu. Í samningum kemur fram að ef ekki hefur verið sótt um lóðirnar eða vilyrði framlengt fyrir 31.júlí 2015 og sveitarfélagið ætli að nýta lóðirnar sjálft eða úthluta, skuli fara fram uppgjör samkv. samningi frá árinu 2010. Samkvæmt því þarf sveitarfélagið að greiða Jáverki ehf. hlut í þeim framkvæmdum sem átt hafa sér stað í gatnagerð svæðisins. Beðið er viðbragða frá Jáverki ehf. vegn boðs sveitarfélagsins um uppgjör en einnig var fundað með þeim til að útskýra ástæðu þess að sveitarfélagið leysti lóðirnar til sín.

     
19.   1810219 – Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista – viðræður um fjármögnun framkvæmda hita- og fráveitu við félag í eigu lífeyrissjóða
19-1810219
  Aðilar sem starfa fyrir félag í eigu lífeyrissjóða hafa verið í viðræðum við sveitarfélög um að koma að fjármögnun stærri framkvæmda, s.s. hita- og fráveitu, með því að gerast eignaraðilar að hlut í viðkomandi veitum. Á Sveitarfélagið Árborg, eða hefur átt, í slíkum viðræðum vegna fjármögnunar framkvæmda við hitaveitu eða fráveitu?

Svar:
Summa rekstrarfélag hf. hefur kynnt bæjarstjóra starfsemi sína og er félagið nú að skoða hvort Innviðasjóður lífeyrissjóðanna geti með einhverjum hætti komið að framfaramálum í fráveitu Árborgar.

Summa rekstrarfélag er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi til reksturs sjóða og fjárfestingarráðgjafar. Summa rekur Innviðasjóð, sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og fæst við hagræna innviði (e. economic infrastructure) á Íslandi. Sjóðurinn getur tekið þátt í verkefnum ásamt ríki og sveitarfélögum og minnkað þannig áhættu og skuldsetningu hins opinbera. Opinberum aðilum gefst þá aukið rými til fjárfestinga í samfélagslegum innviðum, t.d. skólamálum.

     
20.   1810209 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um kostnað við hönnunarvinnu á íþróttasvæðinu við Engjaveg
20-1810209
  Óskað er eftir að lagt verði fram yfirlit yfir kostnað við hönnunarvinnu vegna þeirra hugmynda sem kynntar hafa verið að nýrri útfærslu á íþróttasvæðinu við Engjaveg.

Svar:
Greiddar hafa verið 3,5 milljónir króna vegna vinnu Alark arkitekta við útfærslu á íþróttasvæðinu.

     
21.   1507134 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um útgáfu á framkvæmdaleyfi vegna miðbæjar Selfoss
21-1507134
  Hver er staðan á útgáfu framkvæmdaleyfis til Sigtúns Þróunarfélags fyrir uppbyggingu í miðbæ Selfoss?

Svar:
Beðið er eftir að Sigtún þróunarfélag ljúki þeim hluta verkhönnunar sem varðar veituframkvæmdir, í samráði við veitufyrirtæki. Að því búnu og í samræmi við samning um uppbyggingu í miðbæ Selfoss, getur bæjarráð gefið út framkvæmdaleyfi.

     
22.   1708133 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um hver staðan er á þarfagreiningu og undirbúningi við byggingu skóla í landi Bjarkar.
22-1708133
  Hver er staðan á þarfagreiningu og undirbúningi að byggingu skóla í landi Bjarkar og hvenær er áætlað að nýr skóli taki til starfa?

Svar:
Að lokinni hugmyndavinnu liggur fyrir skýrsla um faglegar áherslur og starfsemi skólans. Byggingarnefnd hefur fundað nokkrum sinnum í haust og nú er verið að semja við verkefnisstjóra sem hefur reynslu af sambærilegum verkefnum. Hann mun vinna þarfagreiningu og forsögn. Vonast er til að þeirri vinnu ljúki fljótlega upp úr áramótum.
Nefndin hefur skoðað gögn frá öðrum sveitarfélögum og fengið kynningu frá Verkís um nálgun, verklag og stjórnun sambærilegs verkefnis. Stefnt er að því að taka fyrsta áfanga skólans í notkun haustið 2021.

     
23.   1711264 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um stöðu á uppbyggingu leikskóla í Árborg
23-1711264
  Hver er staðan á uppbyggingu leikskóla í Árborg eftir að ákveðið var að taka ekki tilboðum sem bárust í stækkun leikskólans Álfheima og hvenær er áætlað að taka fleiri leikskólapláss í notkun?

Svar:
Stefnt er að því að nýr leikskóli verði tekinn í notkun haustið 2020. Fram að þeim tíma kann að reynast nauðsynlegt að grípa til tímabundinna ráðstafana til að fjölga leikskólaplássum. Verið er að setja af stað vinnu við að skoða hvaða aðgerða er þörf og verður það gert í samráði við fræðslusvið sveitarfélagsins.

     
24.   1810217 – Tækifærisleyfi – árshátíð starfsfólks Árborgar í íþróttahúsi Vallaskóla
24-1810217
  Beiðni um tækifærisleyfi vegna árshátíðar starfsfólks Árborgar í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 3. nóvember.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
25.   1810226 – Tillaga um stofnun starfshóps um hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss
25-1810226
25-1810226-
  Tillaga frá menningar- og frístundafulltrúa, dags. 30. október, um að stofnaður verði starfshópur um hönnun útisvæðis fyrir Sundhöll Selfoss.
  Lagt er til að stofnaður verði starfshópur um hönnun útisvæðis fyrir Sundhöll Selfoss. Hópurinn myndi vinna með hönnuðum að framtíðarskipulagi útisvæðisins sem síðan væri hægt að framkvæma í áföngum næstu árin.
Vitað er að skólasundkennsla er komin að þolmörkum í sundlauginni og nauðsynlegt að bæta við nýrri útilaug til kennslu sem og stækka barnalaug, endurnýja rennibrautir og fjölga heitum pottum.
Í fjárhagsáætlun 2018 var gert ráð fyrir fjármagni í þjónustukaup af fagaðilum sem myndu aðstoða sveitarfélagið við forhönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss.
Lagt er til að í starfshópnum verði 2-3 kjörnir fulltrúar ásamt fulltrúum framkvæmdasviðs og menningar- og frístundasviðs.Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fulltrúar bæjarstjórnar verði Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Gunnar Egilsson og Gunnar Borgþórsson. Bæjarstjóra falið að kalla eftir fulltrúum framkvæmdasviðs og menningar- og frístundasviðs.
     
26.   1805143 – Rekstrarleyfisumsögn – Kaffi Krús
26-1805143
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 23. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki II að Austurvegi 7.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
Fundargerðir til kynningar
27.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 – ný nefnd
  12. fundur haldinn 15. október
13. fundur haldinn 24. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
28.   1806176 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018 – ný nefnd
  3. fundur haldinn 16. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
29.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  7. fundur haldinn 17. október.
  Bæjarráð vísar 16. lið fundargerðarinnar til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
     
30.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
30-1708133
  4. fundur haldinn 16. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
31.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
31-1802019
  864. fundur haldinn 10. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
32.   1802026 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2018
32-1802026
  189. fundur haldinn 12. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
33.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
33-1802004
  538. fundur haldinn 17. október.
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00.

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

 
12. fundur bæjarráðs


12. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn miðvikudaginn 17. október 2018, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurður Ágúst Hreggviðsson, varamaður, Á-lista
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, ritaði fundargerð

Formaður bauð Sigurð velkominn á sinn fyrsta bæjarráðssfund.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá styrkbeiðni frá handknattleiksdeild Umf. Selfoss vegna þátttöku í Evrópukeppni í handknattleik. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1809148 – Tillaga UNGSÁ um heimavist við FSu
1-1809148
  Erindi var vísað til bæjarráðs á 4. fundi bæjarstjórnar.
  Bæjarráð tekur undir með ungmennaráði. Brýn nauðsyn er til þess að á Selfossi sé heimavist þannig að FSU geti með góðu móti þjónað ungu fólki á Suðurlandi.
Málið hefur þegar verið rætt á fundi með þingmönnum Suðurlands og verður lögð fram ályktun vegna þess frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga á haustfundinum sem verður næstkomandi mánudag.
Bæjaryfirvöld munu leggja mikla áherslu á að málið leysist farsællega.
     
2.   1809025 – Kæra – íbúakosning í Sveitarfélaginu Árborg
2-1809025
  Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 21. september, um kæru vegna úrskurðar kjörnefndar sem skipuð var á grundvelli 2.mgr. 93. gr. laga nr. 5/1998 vegna íbúakosninga sem fram fór í Sveitarfélaginu Árborg.
  Lagt fram til kynningar.

 

     
3.   1810073 – Rekstrarleyfisumsögn endurnýjun – Selfoss Hostel
3-1810073
  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 9. október, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Austurvegi 28 á Selfossi.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa liggur fyrir.
     
4.   1810048 – Byggðakvóti fiskveiðiársins 2018-2019
4-1810048
  Auglýsing frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 2. október, um umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Sækja þarf um byggðakvóta fyrir 1. nóvember nk.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir hönd sveitarfélagsins.
     
5.   1810098 – Skýrslan Mannvirki á miðhálendinu – framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026
liður 5 – Hægt er að nálgast prentað eintak skýrslunnar hjá Skipulagsstofnun en nánari upplýsingar um verkefnið og skýrsluna eru á skipulag.is.liður 6 – https://www.althingi.is/altext/149/s/0173.htmlliður 7 –https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.html 
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1810113 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun árin 2019-2023
6-1810113
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, mál 172. Umsagnarfrestur er til 26. október.
  Bæjarráð mótmælir því að ný brú yfir Ölfusá skuli ekki vera á dagskrá næstu fimm árin. Einnig skal átalið að ekki sé ráðist strax í tvöföldun vegarins á milli Selfoss og Hveragerðis, heldur látið nægja að gera 2 1 veg. Bæjarráð vekur athygli á að þessi vegarkafli er einn hættulegasti vegarkafli landsins eins og opinberar slysatölur segja til um.

Bæjarstjóra er falið að gera athugasemdir við þessi atriði og önnur sem eru aðfinnsluverð í fimm ára samgönguáætlun.

     
7.   1810114 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033
7-1810114
  Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, mál 173. Umsagnarfrestur er til 26. október.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn athugasemdir fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

     
8.   1810120 – Styrkbeiðni handknattleiksdeildar Umf. Selfoss vegna Evrópukeppni
8-1810120
  Ósk handknattleiksdeildar Umf. Selfoss um stuðning við þátttöku deildarinnar í Evrópukeppninni, með sérstöku fjárframlagi.
  Bæjarráð Árborgar samþykkir að veita handknattleiksdeild Umf. Selfoss styrk að upphæð 1,2 milljónir króna vegna þátttöku karlaliðsins í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik.
Um er að ræða mikið afrek hjá liðinu sem nú er komið í 3. umferð keppninnar og á möguleika á að komast fyrst íslenskra liða áfram í riðlakeppnina sem byrjar í febrúar. Þátttaka í Evrópukeppninni er hins vegar mjög kostnaðarsöm fyrir deildina og vegur ferðakostnaður þar þyngst. Engir opinberir sjóðir eða styrkir frá HSÍ eru til staðar til að sækja í og kostnaður við hverja umferð hleypur á milljónum. Það má því segja að um sé að ræða tilraunaverkefni hjá handknattleiksdeild sem alveg er óljóst hvernig tekst að leysa fjárhagslega.
Vegna glæsilegs árangurs liðsins vill Sveitarfélagið Árborg styrkja þessa þátttökutilraun deildarinnar með sérstöku einsskiptis fjárframlagi, eins og að framan greinir.  Sveitarfélagið hvetur jafnframt fyrirtæki og einstaklinga til að leggja hönd á plóg í þessu mikla verkefni.Bæjarstjóra falið að finna þessu framlagi stað í fjárhagsáætlun og leggja viðauka fyrir bæjarstjórn ef þörf er á.
     
Fundargerðir til kynningar
9.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 – ný nefnd
  10. fundur haldinn 2. október.
11. fundur haldinn 4. október.
     
10.   1806175 – Fundargerðir félagsmálanefndar 2018 – ný nefnd
  3. fundur haldinn 3. október.
     
11.   1806177 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  4. fundur haldinn 10. október.
     
12.   1810108 – Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ehf. 2018
12-1810108
  Haldinn 8. október.
     
13.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
13-1802059
  270. fundur haldinn 1. október.
     
14.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
14-1802004
  537. fundur haldinn 3. október.
     
15.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
15-1802019
  863. fundur haldinn 26. september.
     
       

 

Formaður vekur athygli á að næsti reglulegi fundur bæjarráðs mun falla niður að óbreyttu. Næsti fundur bæjarráðs verður þá haldinn 1. nóvember.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurður Ágúst Hreggviðsson
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson
     

 

 
11. fundur bæjarráðs


11. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 4. október 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tillögu frá bæjarfulltrúum D-lista um boð til 9. og 10. bekkinga grunnskóla Árborgar á kvikmyndina ,,Lof mér að falla“

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1808039 – Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins
1-1808039
  Samningur við Harald L. Haraldsson, dags. 24. september, um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Sveitarfélagsins Árborgar
  Bæjarráð samþykkir framlagðan samning með tveimur atkvæðum gegn einu. Fulltrúi D-lista greiðir atkvæði á móti.
     
2.   1809270 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda
2-1809270
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 26. september, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra og óskar eftir að hann gefi umsögn eftir því sem ástæða er til.
     
3.   1810008 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum
3-1810008
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 28. september, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum foreldrum, mál 25.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í félagsmálanefnd og fræðslunefnd.
     
4.   1809217 – Málþing – ungt fólk og umferðaröryggi
4-1809217
  Erindi frá ungmennaráði Grindavíkur um málþing um ungt fólk og umferðaröryggi.
  Ungmennaráð Árborgar mun tilnefna þrjá fulltrúa sem sækja ráðstefnuna ásamt starfsmanni Árborgar. Bæjarráð þakkar boðið og hvetur kjörna fulltrúa til að sækja ráðstefnuna eigi þeir þess kost.
     
5.   1809276 – Styrkbeiðni – Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára afmælisblað
5-1809276
  Beiðni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, dags. 25. september, þar sem óskað er eftir styrk í afmælisblað félagsins.
  Bæjarráð samþykkir að styrkja Landsbjörg vegna afmælisins og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
     
6.   1809273 – Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2017
6-1809273
  Lagt fram til kynningar.
     
7.   1809091 – Bókun framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja
7-1809091
  Erindi samþykkt af framkvæmdastjórn Umf. Selfoss, dags. 4. september, um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.
  Frá því erindi framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss var samþykkt á fundi stjórnarinnar hefur farið fram kynningarfundur með fulltrúum Umf. Selfoss og deilda þess. Á þeim fundi voru kynntar hugmyndir Alark arkitekta um uppbyggingu íþróttasvæðisins á Selfossi.
Bæjarráð telur nauðsynlegt að fá fram afstöðu Umf. Selfoss til framtíðarsýnar sem þar var kynnt, ekki síst með tilliti til þess að hægt verði að hefja vinnu við að reisa nýtt knatthúss sem allra fyrst.
     
8.   1809233 – Unglingalandsmót árin 2021 og 2022
8-1809233
  Erindi frá UMFÍ, dags. 21. september, þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsliðum og sveitarfélögum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldin verða 2021 og 2022.
  Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar.
     
9.   1809258 – Umsögn – starfsleyfi fyrir ökutækjaleigu að Eyravegi 15b, Selfossi
9-1809258-
  Beiðni Samgöngustofu, dags. 25. september, um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu að Eyravegi 15b.
  Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa.
     
10.   1809275 – Lóðarumsókn – Larsenstræti 2
10-1809275
  Umsókn, dags. 26. september, um lóð nr. 2 við Larsenstræti.
  Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gegn einu að veita Sólningu, kt. 700169-0149, vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 2. Fulltrúi D-lista greiðir atkvæði á móti.

Gunnar Egilsson lætur bóka að hann hefði viljað vísa þessu til skipulags- og byggingarnefndar sem myndi þá úthluta lóðinni eftir auglýsingu.

Meirihlutinn í bæjarráði lætur bóka:
Bókun vegna afgreiðslu vilyrða vegna byggingalóða við Larsenstræti
Það vekur furðu að bæjarfulltrúi D lista skuli ekki taka undir vilyrðisumsóknir fyrir lóð frá öflugum atvinnufyrirtækjum sem hafa lýst vilja sínum á uppbyggingu sinna fyrirtækja í sveitarfélaginu. Það er markmið meirhluta Á- ,B-,M- og S- lista að leggja sig fram um að stuðla að uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra eftir því sem kostur er, auk þess að viðhalda öflugu þjónustustigi í sveitarfélaginu. Úthlutun vilyrða fyrir byggingalóðum er engin nýlunda í Svf. Árborg, skemmst er að minnast úthlutunar vilyrða fyrir lóðum í miðbæ Selfoss. Það er von okkar undirritaðra að nýframkvæmdir geti hafist sem fyrst við Larsenstræti og svæðið byggist upp fljótt og örugglega.
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S- lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varabæjarfulltrúi Á- lista

     
11.   1804061 – Upplýsingar – breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016
11-1804061
  Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 13. september, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið hafi verið að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið fyrir árið 2016.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
     
12.   1810011 – Rekstrarleyfisumsögn – gististaður Túngötu 9
12-1810011
  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 1. október, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II á Túngötu 9 á Eyrarbakka.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa liggur fyrir.
     
13.   1809176 – Framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu gatnalýsingar við Eyraveg
  Bæjarráð ákvað að taka fyrir með afbrigðum lið 7.  í fundargerð 6. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 26. september.
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á gatnalýsingu við Eyraveg Selfossi. Umsækjandi: HS Veitur HF.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
  Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.
     
14.   1810038 – Tekin fyrir með afbrigðum tillaga frá fulltrúum D lista vegna kvikmyndinarinnar „Lof mér að falla“
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista, um boð til 9. og 10. bekkinga grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“:
Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir.
 Kjartan Björnsson, Gunnar Egilsson , Brynhildur Jónsdóttir og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-listans.
  Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra og íþrótta- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram. Kostnaður vegna þessa fari af liðnum forvarnarmál 02-320.
     
Fundargerðir til kynningar
15.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 – ný nefnd
  9. fundur haldinn 25. september
  Lagt fram til kynningar.
     
16.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  5. fundur haldinn 12. september
6. fundur haldinn 26. september
  – liður 7, málsnr. 1809176 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á gatnalýsingu við Eyraveg, Selfossi. Umsækjandi HS veitur HF. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði leyft.

Lagt fram til kynningar.

     
17.   1806177 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  3. fundur haldinn 20. september
  Lagt fram til kynningar.
     
18.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
18-1809176
  2. fundur haldinn 25. september
  Lagt fram til kynningar.
     
19.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
19-1802004
  536. fundur haldinn 18. september
  Lagt fram til kynningar.
     
20.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
  189. fundur haldinn 23. ágúst  20-1802003-189. fundur
190. fundur haldinn 26. september  20-1802003-190. fundur
  Lagt fram til kynningar.
     
21.   1803263 – Fundargerðir BÁ 2018
21-1803263
  2. fundur haldinn 24. september.
  Lagt fram til kynningar.
     
22.   1810010 – Fundargerðir Borgarþróunar ehf. 2018
22-1810010
  Aðalfundur haldinn 19. september
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson10. fundur bæjarráðs

10. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 20. september 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1809100 – Fyrirspurn – styrkur fyrir landsbyggðarleikhús 2019
1-1809100
  Styrkbeiðni frá Jóel Sæmundssyni, vegna landsbyggðarleikhúss.
  Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.
     
2.   1809098 – Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga – starf félagsráðgjafa
2-1809098
  Bréf frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, dags. 6. september, um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
  Lagt fram til kynningar.
     
3.   1603040 – Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
3-1603040
  Lagt fram til kynningar.
     
4.   1809097 – Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda – friðað hús
4-1809097
  Beiðni frá eiganda Ísólfsskála á Stokkseyri, dags. 2. september, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum af húseigninni sem er friðuð samkvæmt lögum um menningarminjar.
  Bæjarráð hafnar erindinu.
     
5.   1809151 – Beiðni um samstarf – villikettir í Árborg og handsömun katta
5-1809151
  Beiðni Villikatta, dags. 14. september, þar sem óskað er eftir samstarfi við Árborg.
  Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar til umfjöllunar.
     
6.   1809152 – Haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2018
6-1809152
  Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum.
  Bæjarráð hvetur íbúa og lögaðila í sveitarfélaginu til að kynna sér möguleika á þátttöku vegna nýsköpunarverkefna.
     
7.   1809156 – Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni
7-1809156
  Erindi frá Íbúðalánasjóði, dags. 11. september, þar sem sjóðurinn óskar eftir þátttöku sveitarfélaga í tilraunaverkefni um uppbygginu húsnæðismála á landsbyggðinni.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu.
     
8.   1809158 – Styrkbeiðni – atvinnuskapandi verkefni í Árborg 2019
8-1809158
  Erindi frá héraðsskjalaverði, dags. 17. september, þar sem óskað er eftir framlagi vegna ljósmyndaverkefnis á Héraðsskjalasafni Árnesinga á árinu 2019.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
     
9.   1809025 – Kæra – íbúakosning í Sveitarfélaginu Árborg 
9-1809025
  Úrskurður kjörnefndar um atkvæðagreiðslu í Sveitarfélaginu í Árborg sem fram fór þann 18. ágúst sl.
  Bæjarráð fagnar þeim úrskurði kjörnefndar Sýslumannsins á Suðurlandi að hafna skuli kröfum kærenda um ógildingu íbúakosninganna 18. ágúst síðastliðinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að að gera úrskurðinn og kæruna aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
     
10.   1809164 – Beiðni um viðbótarframlag vegna veikinda
  Óskað eftir viðbót við launaáætlun ársins 2018 vegna afleysinga á leikskóla, kr. 3.467.210 og er það með launatengdum gjöldum.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til viðaukasamþykktar í bæjarstjórn.

     
11.   1809040 – Framlag til starfsmannafélaga og sameiginlegrar árshátíðar 2018
11-1809040
  Erindi frá tengiliðum sveitarfélagsins vegna undirbúnings árshátíðar starfsmanna Árborgar 3. nóvember nk.
  Bæjarráð samþykkir sambærilega niðurgreiðslu vegna árshátíðar og verið hefur undanfarin ár.
     
12.   1803185 – Fundartími bæjarráðs 2018
  Fundartími bæjarráðs
27. september
11. október
18. október
25. október
  Bæjarráð samþykkir að fella niður fund bæjarráðs 27. september vegna Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga. Að óbreyttu falla einnig niður fundir bæjarráðs 11. október vegna fjármálaráðstefnu og 18. október vegna ársþings SASS.
Stefnt er að því að fyrirhugaður fundur bæjarráðs 25. október verði haldinn þann 24. október.
     
13.   1807119 – Rekstur á samkomuhúsinu Gimli, Stokkseyri
  Að undangenginni auglýsingu er nú lagt til að samið verði við Elínu Dögg Haraldsdóttur, Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur og Ivon Stefán Cilia um rekstur í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri.
  Bæjarráð samþykkir að samið verði við Elínu Dögg Haraldsdóttur, Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur og Ivon Stefán Cilia um rekstur í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri.
     
Fundargerðir til kynningar
14.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
14-1708133
  3. fundur haldinn 13. september
  Lagt fram til kynningar.
     
15.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
15-1802059
  269. fundur haldinn 13. september
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson9. fundur bæjarráðs


9. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 13. september 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundartíma bæjarráðs. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar
1.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  4. fundur haldinn 5. september.

4.1 1609215 – Tillaga að deiliskipulagi fyrir Björkurstykki. Höfundur skipulags, Hermann Ólafsson, kynnnir tillögur sínar. Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

4.11 1808156 – Ósk um breytingu á innkeyrslum við Starmóa 14 og 16, Selfossi. Umsækjandi: Bent Larsen Fróðason.
Lagt er til að erindið verði grenndarkynnt að Starmóa 12,13, 15 og 17. Einnig verður óskað eftir umsögn framkvæmda- og veitusviðs.

4.14 1801230 – Afgreiðsla grenndarkynningar að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri.
Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að leyft verði að byggja frístandandi bílgeymslu með 40m2 íbúð á 2.hæð að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri.

4.15 1712014 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna breytinga á byggingarreit að Urðarmóa 8, Selfossi. Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingareitnum að Urðarmóa 8 verði breytt.

4.16 1709001 – Tillaga að deiliskipulagi fyrir Votmúla II, Sandvíkurhreppi. Skipulags- og byggingarfulltrúi upplýsti að athugasemdir við deiliskipulagstillöguna hafi verið dregnar til baka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

4.17 1804320 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Ólafsvöllum, Stokkseyri. Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og bygggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

4.19 1711075 – Óveruleg breyting á aðalskipulagi að Eyravegi 34-38, Selfossi. Umsóknin var áður til afgreiðslu hjá nefndinni 2.júlí sl.
Lagt er til við bæjarstjórn að hin óverulega breyting aðalskipulags að Eyravegi 34-38 verði samþykkt með eftirfarandi rökstuðningi:
Lóðarhafar hafa óskað eftir að landnotkun á Eyrarvegi 34-38 verði breytt í blandaða notkun þannig að einnig verði heimilt að hafa íbúðir á viðkomandi lóðum. Meginástæða breytingarinnar er sú að eftirspurn eftir þjónustulóðum er nánast engin í sveitarfélaginu en vöntun hefur verið á lóðum fyrir íbúðabyggð. Um er að ræða lóðir sem eru staðsettar á blönduðu svæði verslunar og þjónustu. Lóðirnar sem eru alls 9.540 fermetrar að stærð, eru að hluta aðliggjandi íbúðarsvæði til norðurs þar sem standa þrjú fjölbýlishús 4-5 hæða. Með breytingunni er verið að auka nýtingarmöguleika þess húsnæðis sem fyrir er sem og á auðum lóðum en efri hæðir á Eyravegi 38 hafa staðið auðar svo árum skiptir og sama er að segja um lóðirnar við Eyraveg 34-36 en þær hafa staðið auðar og eru í dag nýttar undir gamla bíla og almennt geymslusvæði íbúa og fyrirtækja í grennd við lóðirnar.
Áætlað er að breytingin hafi lítil eða engin áhrif á þá starfsemi sem fyrir er eða á nærliggjandi íbúðasvæði en líklegt er að verðmæti lóðanna aukist með auknum heimildum til nýtingar.
Staðsetning m.t.t. íbúabyggðar er hentug, m.a vegna nálægðar við leikskóla og opin svæði til leikja, göngustígakerfi er til staðar og góð tenging umferðar út á aðalgötu. Umrætt svæði er því vel í stakk búið til að taka á móti auknum íbúafjölda.

4.22 1804105 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna breyttrar þakgerðar að Urðarmóa 11, Selfossi. Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt þakgerð hússins að Urðarmóa 11 verði samþykkt.

4.24 1804236 – Afgreiðsla á grenndarkynningu um stækkun byggingarreits að Vallartröð 3 Selfossi. Umsækjandi: Bent Larsen Fróðason fyrir hönd lóðarhafa. Stækkun byggingarreitsins hefur verið grenndarkynnt, engin athugasemd barst.
Lagt er til við bæjarstjórn að byggingarreiturinn verði stækkaður.

  Lagt fram til kynningar.
     
2.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
2-1802019
  862. fundur haldinn 31. ágúst.
  Lagt fram til kynningar.
     
Almenn afgreiðslumál
3.   1809045 – Rekstrarleyfisumsögn – gististaðurinn Merkigil Eyrarbakka
3-1809045
  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 4. september, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II á Eyrarbakka – Merkigil gisting.
  Málinu frestað þar til álit skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir.
     
4.   1809068 – Ályktun bæjarráðs – Vegabætur við gatnamótin Eyravegur – Suðurhólar
  Bæjarráð Árborgar skorar á Vegagerðina að hefja nú þegar hönnun og síðan framkvæmd á gerð hringtorgs, auk undirganga fyrir gangandi vegfarendur, við gatnamót Eyravegar og Suðurhóla á Selfossi.
Með fjölgun íbúa á Selfossi og þá sérstaklega í Hagalandi hefur umferð aukist verulega um þessi gatnamót sem í dag eru krossgatnamót. Að auki mun uppbygging í Björkurstykki hefjast á næsta ári með enn frekari aukningu umferðar. Mikill umferðarhraði hefur einnig aukið verulega slysahættu þarna og nýlegt umferðarslys á þessum gatnamótum er skýrt dæmi um það.
     
5.   1809014 – Samráðsvettvangur um Sigtún og nýjan miðbæ
  Sigtún þróunarfélag hefur tilnefnt þrjá fulltrúa í samráðshóp um málefni nýs miðbæjar á Selfossi, þá Leó Árnason, Guðjón Arngrímsson og Vigni Guðjónsson. Samkvæmt fyrri ákvörðun bæjarráðs verða fulltrúar sveitarfélagsins bæjarstjóri, Sigurjón Guðmundsson, fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar, og Brynhildur Jónsdóttir, fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar.
Fyrirhugað er að halda fyrsta fund á mánudaginn kemur, 17. september.
     
6.   1809095 – Húsnæðismál Auðlindarinnar
  Auðlindin er virkni- og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað. Til þess að Auðlindin geti tekið að sér fjölbreytileg verkefni og eigi sér samastað þá er nauðsynlegt að koma verkefninu í gott húsnæði. Áður hefur Auðlindin átt samastað í áhaldahúsinu og Pakkhúsinu, en rekst þar á við aðra starfsemi.

Bæjarráð veitir bæjarstjóra og félagsmálastjóra umboð til að kanna húsnæðiskosti fyrir Auðlindina, til kaups eða leigu, og kynna fyrir bæjarráði.

     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:40

 

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson

 

 
8.  fundur bæjarráðs


8.  fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 6. september 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar
1.   1806176 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  1. fundur haldinn 28. ágúst
  Lagt fram til kynningar.
     
2.   1806175 – Fundargerðir félagsmálanefndar 2018
  2. fundur haldinn 30. ágúst
  Tillögu í 7. lið (1801221)er vísað til bæjarstjórnar, sem tekur lokaákvörðun í málinu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

     
3.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
3-1708133
  1. fundur haldinn 20. ágúst
2. fundur haldinn 29. ágúst
  Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
     
4.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
4-1803226
  1. fundur haldinn 28. ágúst
  Lagt fram til kynningar.
     
5.   1803263 – Fundargerðir BÁ 2018
5-1803263
  1. fundur haldinn 24. ágúst
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
6-1802059
  268. fundur haldinn 22. ágúst

Magn úrgangs frá sveitarfélaögum  á Suðurlandi 2017

Spurningakönnun um úrgangsmál á Suðurlandi

  Fundargerð 268. fundar lögð fram til kynningar, ásamt fyrirlestri Stefáns Gíslasonar um magn úrgangs frá sveitarfélögum á Suðurlandi 2017 og niðurstöðum úr spurningakönnun um úrgangsmál á Suðurlandi.
Bæjarráð óskar eftir að skýrslurnar verði gerðar aðgengilegar íbúum.
     
Almenn afgreiðslumál
7.   18051486 – Íbúakosning um miðbæjarskipulag
7-18051486
  Fyrirspurn frá Innflytjendaráði, dags. 24. ágúst, vegna íbúakosninga.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
     
8.   1809004 – Kaup á bíl vegna bæjarstjóra sveitarfélagsins
  Minnisblað dags. 31. ágúst frá Ingibjörgu Garðarsdóttur, fjármálastjóra, um kaup á bíl til afnota fyrir bæjarstjóra Árborgar.
  Bæjarráð samþykkir kaup á bifreið til afnota fyrir bæjarstjóra. Eignakaupum, kr. 5.290.000, vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

Kjartan Björnsson lét bóka hjásetu sína.

     
9.   1808123 – Styrkumsókn vegna samnorrænnar ráðstefnu ungbarnasundskennara á Selfossi
9-1808123
  Erindi frá menningar- og frístundarfulltrúa, dags. 21. ágúst, þar sem fram kemur beiðni frá BUSL um aðkomu sveitarfélagsins að ráðstefnu sem félagið heldur í Árborg í október nk.
  Bæjarráð samþykkir að styrkja ráðstefnu BUSLI, félags ungbarnasundkennara á Íslandi, sem haldin verður á Selfossi í október næstkomandi um kr. 150.000 og með fríum aðgangi ráðstefnugesta að sundlaugum Árborgar ráðstefnudagana.
     
10.   1809014 – Samráðsvettvangur um Sigtún og nýjan miðbæ
  Tillaga um samráðsvettvang vegna uppbyggingar miðbæjarins á Selfossi.
  Bæjarráð samþykkir að skipaður verði með formlegum hætti samstarfshópur þar sem hafa má samráð um uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi. Í hópnum verði fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar og Sigtúns þróunarfélags ehf. Fulltrúar Árborgar verði þrír, bæjarstjóri, fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar og fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar. Bæjarstjóra er falið að óska eftir tveimur til þremur fulltrúum Sigtúns þróunarfélags í hópinn.

Greinargerð:
Að loknum íbúakosningum 18. ágúst 2018 um miðbæjarskipulag og ákvörðun bæjarstjórnar þann 22. ágúst á grunni kosningaúrslitanna liggur fyrir að Sigtún þróunarfélag ehf. mun hefjast handa við áform sín um að byggja upp nýjan miðbæ við Sigtúnsgarðinn á Selfossi. Nauðsynlegt er að gott samstarf skapist milli framkvæmdaaðila og bæjaryfirvalda um framgang verksins með reglulegum fundum og fundargerðum sem lagðar yrðu fyrir bæjarráð til kynningar. Þannig má best tryggja hagsmuni íbúa og skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu.
Samkvæmt áformum Sigtúns þróunarfélags ehf. þá hefjast framkvæmdir við nýjan miðbæ strax í haust og hann verður tilbúinn innan þriggja ára. Ætlað er að hundruð manna fái atvinnu við uppbygginguna og að fjöldamörg ný tækifæri skapist fyrir íbúa Árborgar. Forsvarsmenn Sigtúns þróunarfélags sjá fyrir sér að framkvæmdirnar leiði til þess að Árborg hasli sér betur völl sem vettvangur ferðaþjónustu, en telja þó að forsenda þess sé að íbúar verði sáttir við framkvæmdirnar og þann miðbæ sem þær skapa.
Forsvarsmenn Sigtúns hafa lýst sig reiðubúna til þátttöku í ofangreindum samráðsvettvangi.

     
11.   1809026 – Netmál í Árborg
  Bæjarráð hvetur Mílu til að bregðast við umkvörtunum um nettengingar í Sveitarfélaginu Árborg. Í kjölfar frétta af slæmu netsambandi í austurhluta Eyrarbakka kom fram hjá upplýsingafulltrúa Mílu að hægt væri að leysa málin með uppsetningu á einföldum tengiskápum. Netsambönd eru svo mikilvægur þáttur í lífi nútímafólks að ekki er hægt að una við óbreytt ástand.

Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

     
Erindi til kynningar
12.   1507134 – Miðbæjarskipulag á Selfossi frá 2015
12-1507134
  Staðfesting frá Skipulagsstofnun um breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030.
  Lagt fram til kynningar.
     
13.   1806094 – Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
13-1806094
  Staðfest samþykkt frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 23. ágúst, um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
  Lagt fram til kynningar.
     
14.   1808158 – Andmæli við kröfur SASS um sviptingu rekstrarleyfis nokkurra hópferðafyrirtækja
14-1808158
  Afrit af bréfi hópferðaleyfishafa, dags. 23. ágúst, til ráðherra samgöngumála, vegna ólögmætra krafna SASS um rekstrarleyfissviptingu.
  Lagt fram til kynningar.
     
15.   1809013 – Tillögur um aðgerðir gegn ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi
15-1809013
  Bréf frá mennta- og menningarráðuneytinu, dags. 22. ágúst,og skýrsla með tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
  Skýrslunni og bréfi ráðherra vísað til umfjöllunar í íþrótta- og menningarnefnd.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:19

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson

 

 
7. fundur bæjarráðs


7. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 30. ágúst 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar
1.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
1-1802059
  267. fundur haldinn 5. júlí
  Lagt fram til kynningar.
     
2.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
2-1802004
  535. fundur haldinn 15. ágúst
  Lagt fram til kynningar.
     
Almenn afgreiðslumál
3.   1808099 – Kortlagning umhverfismála á Suðurlandi
3-1808099
Kortlagning umhverfismála á Suðurlandi
  Skýrsla um kortlagningu umhverfismála á Suðurlandi.
  Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
     
4.   1804225 – Beiðni um aukinn nemendakvóta í Tónsmiðju Suðurlands
4-1804225
  Bæjarráð ítrekar að erindið er í vinnslu og verður tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í haust.
     
5.   1808132 – Styrkbeiðni – viðgerð á Skálholtskirkju
5-1808132
  Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
     
6.   1808116 – Starfsmannamál – námsleyfi, lotur 2019-2021
  Bæjarráð fellst á framlagða beiðni um launað námsleyfi.
     
Erindi til kynningar
7.   1805148 – Landsþing sambandsins 2018
7-1805148
  Erindi frá SASS um undirbúning sunnlenskra sveitarfélaga fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í september 2018.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að safna saman athugasemdum frá bæjarfulltrúum og koma til skila til SASS.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
Rósa Sif Jónsdóttir    6. fundur bæjarráðs


6. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 23. ágúst 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 – ný nefnd
  5. fundur haldinn 9. ágúst
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1806177 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  1. fundur haldinn 16. ágúst
  Fundargerðin staðfest.
     
3.   1808041 – Fundargerðir kjaranefndar 2018
  Fundur haldinn 16. júlí
  Fundargerðinni og tillögum í henni er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
     
Fundargerðir til kynningar
4.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
4-1802004
  534. fundur haldinn 26. júní
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
5.   1808039 – Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins
  Athugasemd vegna rangfærslna í bókun bæjarfulltrúa D-lista á 2. fundi bæjarstjórnar 15. ágúst sl. er varðar meint vanhæfi varabæjarfulltrúa Á-lista í bæjarráði. Álit bæjarlögmans verður lagt fram á fundinum.
  Lagt var fram eftirfarandi svar frá Sigurði Sigurjónssyni bæjarlögmanni:

Vegna fyrirspurnar um kosningar og kjörgengi til setu í bæjarráði hef ég tekið saman helstu meginreglur er um það efni gilda.

Um kosningu í byggðarráð/bæjarráð er fjallað í 36. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í 3. mgr. 36. gr. laganna segir að aðalmenn skuli koma úr hópi aðalmanna í sveitarstjórn og varamenn skuli einnig velja úr hópi aðalfulltrúa í sveitarstjórninni. Meginreglan er því sú að varamenn skuli velja úr hópi aðalfulltrúa í sveitarstjórninni.

Í lokamálslið 3. mgr. 36. gr. er hins vegar að finna heimild til þess að að ákveða að aðalfulltrúar og varafulltrúar, af sama framboðslista og hinn kjörni byggðarráðsmaður, verði varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann. Samkvæmt því sýnist ekkert því til fyrirstöðu að sveitarstjórn geti ákveðið á nýta sér þessa undantekningu frá meginreglunni í 3. gr. við val á varamanni til setu í bæjarráði, svo fremi að sá aðalmaður hafi skipað næsta sæti á eftir þeim sama aðalmanni á sama framboðslista.
Sigurður Sigurjónsson hrl.

     
6.   1802044 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2018
  Rekstraryfirlit janúar – júní
  Lagt fram.
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, komi inn á fundinn.
     
7.   1808079 – Niðurfelling á lóðargjöldum
  Beiðni Jóhanns Rúnarssonar um niðurfellingu á lóðargjöldum vegna Jórutúns 1
  Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.
     
8.   1804229 – Útistofur við Vallaskóla 2018
8-1804229
  Svar við spurningu Gunnars Egilssonar, D-lista, sem lögð var fram á 2. fundi bæjarráðs 5. júlí. Stendur til að seinka framkvæmdum við nýjan skóla í Björkurlandi?
  Lagt var fram eftirfarandi svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista, frá 2. fundi bæjarráðs:
Starfshópur um undirbúning og byggingu nýs skóla í Björkurstykki, hefur tekið til starfa og var fyrsti fundur hópsins haldinn mánudaginn 20. ágúst sl. og næsti fundur áætlaður í næstu viku. Hvað varðar hugrenningar bæjarfulltrúans um hvort til standi að seinka framkvæmdum við nýjan skóla, er þvert á móti vilji til þess að flýta framkvæmdum eins og kostur er. Þó þarf að hafa huga í þessu samhengi að framkvæmdir við nýjan skóla þurfa að vera í takt við aðrar framkvæmdir á svæðinu.Greinargerð:
Undirrituð vilja vekja athygli bæjarfulltrúans á því að almenna reglan hefur verið sú að fyrirspurnir sem beint er til bæjarráðs séu lagðar fram sem formlegar fyrirspurnir en ekki sem hluti af bókun um annað og óskylt mál. Það vinnulag verður tekið upp á þessu kjörtímabili að fyrirspurnir sem berast bæjarráði með formlegum hætti verður svarað á sama fundi og þær eru teknar til afgreiðslu, en ekki lagðar fram á fundinum og svarað síðar eins og viðgengist hefur mörg undanfarin ár.
Eggert Valur Guðmundsson, S lista,
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista.
     
9.   1808047 – Drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun
  Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 27. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp um Þjóðgarðastofnun.
  Lagt fram og vísað til skipulags- og byggingarnefndar til kynningar.
     
10.   1808086 – Ályktun – Fyrirhugaðar framkvæmdir á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss
  Bæjarráð Árborgar lýsir ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Ráðið telur þó að fjögur ár sé of löng bið eftir að verkinu ljúki – jafnvel þó önnur mikilvæg verkefni liggi fyrir í vegamálum landsmanna – í ljósi þess hve ört umferðarþunginn eykst á þessum vegarkafla, sem er einn sá hættulegasti á landinu.
Bæjarráð Árborgar kallar eftir því að hafist verði handa við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá á næstu fjórum árum, enda er þegar orðið ófremdarástand við gömlu brúna þar sem 17.000 bílar fara yfir daglega og það ástand mun ekki skána með vaxandi umferð.
     
11.   18051378 – Rekstrarleyfisumsögn – Draugasetrið
11-18051378
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 2. ágúst, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki III fyrir Draugasetrið ehf á Stokkseyri, kt. 440903-2150.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
     
Erindi til kynningar
12.   1808061 – Samningur GOS og Vegagerðarinnar vegna bóta Suðurlandsvegar
12-1808061
  Staðfesting á heimild GOS til að semja um bætur vegna lagningar nýs Suðurlandsvegar yfir hluta Svarfhólsvallar.
  Lagt fram.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15

Eggert Valur Guðmundsson                         
Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson                                           
Rósa Sif Jónsdóttir
Gísli Halldór Halldórsson

 
5. fundur bæjarráðs

5. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 2. ágúst 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá umboð til innlausnar á eignarhluta vegna íbúðar nr. 210 í Grænumörk 5 og lokun brúarinnar á kjördag þegar  íbúakosningin fer fram. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 – ný nefnd
  3. fundur haldinn 19. júlí
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  2. fundur haldinn 26. júlí
  – liður 8, málsnr. 1804280 – Breytingar á deiliskipulagi Álalækjar 1-11. Erindi hefur verið kynnt og athugasemdir borist.
Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu um breytingar á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar.
– liður 9, málsnr. 1703301 – Aðalskipulagsbreyting að Lambatanga. Breyting á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 vegna Kotleysutanga L165554 (Lambatangi).
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi rökstuðning skipulags- og byggingarnefndar um að samþykkt verði tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Árborgar þar sem breytt er landnýtingu á spildu í norðausturjaðri Stokkseyrar, Kotleysa-Tangi L165554, sem mun fá nafnið Lambatangi. Nýtingunni verður breytt úr svæði fyrir frístundabyggð í íbúðasvæði á u.þ.b. 11.400 m2 svæði. Tillagan felur ekki í sér breytingu á meginstefnu aðalskipulags enda er spildan staðsett í mikilli nálægð við þéttbýli á Stokkseyri. Með tillögunni er lagt til að landnotkun verði breytt til samræmis við það hvernig spildan er nýtt í dag en á henni stendur eitt íbúðarhús. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á umfangi landnýtingar. Á spildunni eru ekki náttúru- eða menningarminjar. Tillagan að breyttri nýtingu spildunnar sem um ræðir felur ekki í sér breytingar á því hvernig spildan er nýtt í dag svo áhrif breytingar á nærliggjandi svæði eru nær engin en líklegt er að verðmæti spildunnar aukist þegar á henni verður leyfð föst búseta allt árið.
– liður 10, málsnr. 1804321 – Aðalskipulagsbreyting að Þóristúni 1. Breyting á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 vegna Þóristúns 1.
Bæjarráðs samþykkir eftirfarandi rökstuðning skipulags- og byggingarnefndar um að samþykkt verði tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Árborgar þar sem breytt er landnýtingu á lóðinni við Þóristún 1 á Selfossi en lóðin er skráð 863 m2. Nýtingu lóðarinnar verður breytt úr íbúðasvæði í miðsvæði. Tillagan felur ekki í sér breytingu á meginstefnu aðalskipulags enda er lóðin staðsett á mörkum íbúðasvæðis, miðsvæðis og svæðis fyrir stofnanir. Með tillögunni er lagt til að landnotkun verði breytt til samræmis við það hvernig lóðin hefur verið nýtt en á lóðinni hefur verið starfrækt gistiheimili um árabil en breytingar eru ekki á umfangi landnýtingar. Á lóðinni eru ekki náttúru- eða menningarminjar. Áhrif breytingarinnar á nærliggjandi umhverfi eru hverfandi enda er verið að breyta landnotkun í samræmi við það hvernig lóðin er og hefur verið nýtt. Líklegt er að verðmæti lóðarinnar aukist með auknum heimildum til nýtingar en áhrifin á verðmæti aðliggjandi lóða/fasteigna eru talin hverfandi.
– liður 12, málsnr. 1804013 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurvegi 67. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi að Austurvegi 67.Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   1806138 – Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs. 2018 – nýtt kjörtímabil
3-1806138
  13. fundur haldinn 16. júlí
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1806093 – Ráðning framkvæmdastjóra
   
  Ráðningarsamningur við Gísla Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóra, var lagður fram til staðfestingar.
Ráðningarsamningur var borinn undir atkvæði og samþykktur.
 Gunnar Egilsson óskaði nýráðnum framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til hamingju með starfið og óskaði eftir góðu samstarfi.
     
5.   1805028 – Staðfesting á kjörskrá og umboð til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að gera breytingar á kjörskrá
  Bæjarráð Árborgar staðfestir kjörskrá vegna íbúakosninga 18. ágúst 2018 og veitir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Gísla Halldóri Halldórssyni, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá skv. 10. gr. laga nr. 5/1998.
     
6.   1807111 – Rekstrarleyfisumsögn – Seaside Cottages
6-1807111
  Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II á Eyrargötu 37a. Umsækjandi Margrét Kristjánsdóttir, kt: 050968-4489.
  Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
     
7.   1807119 – Rekstur á samkomuhúsinu Gimli Stokkseyri
  Tillaga menningar- og frístundafulltrúa Árborgar um rekstur samkomuhússins Gimlis á Stokkseyri
  Lögð var fram tillaga Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa, um rekstur samkomuhússins Gimlis á Stokkseyri. Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vilja leigja efri hæð samkomuhússins Gimlis á Stokkseyri og felur menningar- og frístundafulltrúa að vinna áfram að málinu.
     
8.   1807120 – Styrkbeiðni vegna upptöku Árborgarlagsins „Borgin við ána“
8-1807120
  Umsókn frá Valgeiri Guðjónssyni fyrir hönd Bakkastofu, dags. 27. júlí, þar sem óskað er eftir styrk vegna upptöku Árborgarlagsins „Borgin við ána“.
  Í tilefni af 20 ára afmæli Svf Árborgar telur bæjarráð vel við hæfi og full ástæða til þess að samþykkja fyrirliggjandi styrkumsókn um stuðning við útsetningu Árborgarlagsins (Borgin við ána).
Bæjarráð fagnar því þegar einstaklingar búsettir í sveitarfélaginu hafa frumkvæði, áhuga og metnað til þess að kynna sína heimabyggð með listsköpun sinni á jafn jákvæðan hátt og hér um ræðir. Kostnaði vegna þessarar styrkveitingar er vísað í málaflokk 05 menningarmál.
Samþykkt samhljóða.
     
9.   1806078 – Beiðni um aukin kennslukvóta 2018-2019
9-1806078
  Beiðni Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 8. júní, þar sem óskað er eftir aukningu á kennslukvóta í Árborg veturinn 2018 – 2019.
  Lögð var fram beiðni Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 8. júní, þar sem óskað er eftir auknum kennslukvóta í Árborg veturinn 2018- 2019.
Bæjarráð samþykkir að auka kennslukvóta um 7 klst. fyrir komandi kennsluár. Kostnaður samsvarar 4 millj. og er kostnaði vegna þessa vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.
     
10.   1807121 – Breyting á endurgreiðslu vegna garðsláttar eldri borgara og öryrkja
10-1807121
  Tillaga um breytingu á endurgreiðslu vegna garðsláttar fyrir eldri borgara og öryrkja.
  Eftirfarandi tillaga um breytingu á endurgreiðslu vegna garðsláttar fyrir eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Árborg var lögð fram.

Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldi fyrir garðslátt eldri borgara og öryrkja vegna ársins 2018.
Eftir breytingu verður hámarkskostnaður garðeigenda 4.500 fyrir aðkeypta þjónustu frá viðurkenndum aðila. Að öðru leyti er vísað í reglur um garðaþjónustu til eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Árborg.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

     
11.   1808003 – Umboð til innlausnar á eignarhluta í Grænumörk 5
  Bæjarráð Árborgar samþykkir að veita Sigurði Sigurjónssyni, bæjarlögmanni, umboð til þess að undirrita öll skjöl vegna innlausnar sveitarfélagsins á eignarhlutanum í samræmi við ákvæði 76. gr. laga nr. 93/1997.
     
12.   18051486 – Íbúakosning um miðbæjarskipulag
  Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að opnuð verði kjördeild fyrir „utan á“ laugardaginn 18. ágúst nk. vegna íbúakosningar um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss, eða annarra leiða leitað til að gera íbúum þar kleift að nýta kosningarétt sinn.
Greinargerð:
Nú liggur fyrir ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafa Ölfusárbrú lokaða í nokkra daga í ágúst. Inn í það tímabil fellur laugardagurinn 18. ágúst þegar kjósa skal um skipulagstillögur vegna miðbæjar Selfoss. Ljóst er að það gerir íbúum í hverfinu fyrir utan á erfitt fyrir að nýta kosningarétt sinn og getur haft áhrif á gildi kosninganna. Nauðsynlegt er að bregðast við því með því að opna þar sérstaka kjördeild eða leita annarra leiða til að gera íbúum þar mögulegt að nýta kosningarétt sinn á kjördag, s.s. með því að semja við sýslumann um að hafa opið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir „utan á“ á laugardeginum.
Gunnar Egilsson, D-lista.
Framkvæmdastjóra er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við erindið.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

__________________________
Rósa Sif Jónsdóttir

 

 
4. fundur bæjarráðs


4. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 19. júlí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista 
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1806175 – Fundargerðir félagsmálanefndar 2018 – ný nefnd
  1. fundur haldinn 12. júlí
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórn 2018 – ný nefnd
  2. fundur haldinn 12. júlí
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
  266. fundur haldinn 26. júní
Aukaaðalfundur haldinn 27. júní
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1806107 – Persónuverndarfulltrúi
4-1806107
  Afgreiðslu frestað í 1. fundi.
  Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Dattaca Labs til eins árs kostnaður sveitarfélagins vegna þessa er 179.900 án vsk á mánuði. Bæjarráð felur Ingibjörgu Garðarsdóttur, fjármálastjóra, að ganga frá samningi. Bæjarráð samþykkir að vísa til viðauka við fjárhagsáætlun kostnaði við samninginn.
     
5.   18051727 – Rekstrarleyfisumsögn – Hótel Þóristún
5-18051727
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 6. júlí þar sem óskað er eftir umsögun um rekstarleyfi í flokki II fyrir stærra gistiheimili að Þóristúni 1. Umsækjandi Hótel Þóristún, kt. 530813-0450.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
6.   1807083 – Tækifærisleyfi – Sumar á Selfossi 2018
6-1807083
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna hátíðarinnar Sumar á Selfossi. Umsækjandi Knattspyrnufélag Árborgar, kt. 500101-2610.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
7.   1807082 – Útboð vegna frístundaaksturs
   
  Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, kom inn á fundinn og fór yfir drög að útboðsgögnum.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð á frístundaakstri innan sveitarfélagsins samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa, að vinna áfram að málinu.
     
8.   1807027 – Heimild fyrir deilskipulagi á jörðinni Goðanes
8-1807027
  Erindi frá eigendum jarðarinnar Goðaness á Eyrarbakka, dags. 6. júlí, þar sem óskað er eftir að heimild til að láta gera deiliskipulag af jörðinni.
  Bæjarráð samþykktir að eigendur jarðarinnar Goðaness á Eyrarbakka láti gera deiliskipulag af jörðinni, enda fellur allur kostnaður vegna deiliskipulagsvinnunnar á eigendur jarðarinnar.
     
9.   1806198 – Starfshópur – ný heimasíða og innri síða
  Áður frestað á 2. fundi bæjarráðs
  Bæjarráð tilnefnir Álfheiði Eymarsdóttur, Á-lista, Brynju Valgeirsdóttur, B-lista, Maríu Marko, D-lista, til setu í starfshópi um nýja heimasíðu og innri síðu. Kristinn Grétar Harðarson, Bragi Bjarnason, Bryndís Sumarliðadóttir og Anna Ingadóttir, starfmenn Árborgar, starfi með hópnum.
Kristinn Grétar Harðarson, mun kalla hópinn saman á fyrsta fund.
     
10.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Breyting á fulltrúa D-lista í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki.
  Bæjarráðs samþykkir að Magnús Gíslason, D-lista, taki sæti Gunnars Egilssonar og í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki Gunnar verði varamaður í nefndinni.
     
11.   1806083 – Fundartími bæjarráðs sumar 2018
  Næsti fundur bæjarráðs verður 2. ágúst.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40

 

 

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson   Rósa Sif Jónsdóttir

 

 
3. fundur bæjarráðs

  1. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn föstudaginn 13. júlí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   18051486 – Íbúakosning um miðbæjarskipulag
  Bæjarráð Árborgar samþykkir að íbúakosning um miðbæjarskipulag á Selfossi fari fram laugardaginn 18. ágúst 2018. Stefnt er að því að kosningin verði með hefðbundnum hætti í kjördeildum og kjörstaðir verði opnir frá kl. 9:00 – 18:00.

Bæjarráð áréttar að eftirfarandi spurningar sem áður voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar 14. maí sl. verði lagðar fyrir í íbúakosningunni.

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Andvíg(ur)

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Andvíg(ur)

Bæjarráð áréttar að niðurstöður kosninganna verði eins og áður var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 18. júní sl.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu úr íbúakosningunni um breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi verði bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar um framhald málsins. Þessi binding bæjarstjórnar nær eingöngu til málsins ef að lágmarki 29% kjörgengra íbúa tekur þátt í kosningunni. Ef hins vegar færri en 29% íbúa taka þátt í kosningunni verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa til viðauka við fjárhagsáætlun kostnaði við íbúakosninguna.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Greinargerð með tillögu um íbúakosningu þann 18. ágúst n.k.
Áfram Árborg, Framsókn og óháðir, Miðflokkurinn og Samfylkingin stofnuðu til meirihlutasamstarfs í bæjarstjórn Sveitarfélagins Árborgar að afloknum sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí s.l.. Meginstef málefnasamnings framboðanna er lýðræðisleg og gagnsæ stjórnsýsla.
Í mars 2015 samþykkti Bæjarráð Árborgar vilyrði til sex mánaða fyrir úthlutun 16.000m2 svæðis í miðbæ Selfoss til handa Sigtúns þróunarfélags ehf, sem skuldbatt sig til þess að sjá um og kosta gerð deiliskipulags fyrir svæðið í heild sinni og leggja fyrir sveitarfélagið til umfjöllunar og afgreiðslu. Eftir nær þriggja ára undirbúning, vinnslu og umfjöllun var deiliskipulag miðbæjar á Selfossi síðan samþykkt í bæjarstjórn þann 21. febrúar 2018. Fjöldi athugasemda bárust vegna deiliskipulagsins og þeirrar aðalskipulagsbreytingar sem nauðsynleg var til að deiliskipulagið gæti öðlast gildi. Í framhaldinu óskaði svo þriðjungur íbúa sveitarfélagsins, eftir því að fá að kjósa um hvort skipulag miðbæjarins á Selfossi byggðri á hugmyndum Sigtúns þróunarfélags ehf, öðlaðist lögformlegt gildi.
Á grundvelli málefnasamnings meirihluta bæjarstjórnar, X. Kafla sveitarstjórnarlaga nr.138/2011 um samráð við íbúa og til þess að tryggja að íbúar sveitarfélagsins fái að segja sína skoðun á miðbæjarskipulagi Sigtúns þróunarfélags ehf, fer íbúakosningin fram laugardaginn 18. ágúst n.k.. Með því að kjósa þennan dag, gefst rúmur tími til að auglýsa og kynna íbúakosninguna eins og lög gera ráð fyrir. Þá næst einnig að uppfylla tímaramma um auglýsingu í B- deild stjórnartíðinda verði skipulagið samþykkt í íbúakosningunni. Nú liggur fyrir að Þjóðskrá Íslands nær ekki að undirbúa og vinna fyrir sveitarfélagið gögn nægjanlega fljótt svo unnt sé að láta kosninguna fara fram með rafrænum hætti eins og áður hafði verið ákveðið í bæjarstjórn, þess í stað verður kosningin með hefðbundnu fyrirkomulagi í kjördeildum.
Það er og hefur verið skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að mikilvægt sé að fá niðurstöðu í þetta mál sem allra fyrst svo að uppbygging á miðbæjarreitnum geti hafist eins fljótt og kostur er. Það er svo í höndum íbúa sveitarfélagsins hvort að unnið verði áfram með hugmyndir Sigtúns þróunarfélags ehf eða að uppbygging svæðisins verði með öðrum hætti. Hvort þetta tiltekna skipulag sem um ræðir verður samþykkt í almennri íbúakosningu eða ekki, mun núverandi meirihluti leggja sig fram um að uppbygging á miðbæjarreit Selfoss fari í gang sem allra fyrst.
Málið hefur að okkar dómi verið allt of lengi í undirbúningi og á vinnslustigi einnig virðist það hafa klofið íbúa sveitarfélagsins í tvær fylkingar með eða á móti skipulaginu. Það er því von okkar að með því að fá lýðræðislega niðurstöðu með íbúakosningu þann 18. ágúst n.k. náist sátt um framhald eða lok málsins.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista.

Kjartan Björnsson, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður fagnar því að meirihluta B-, S-, Á- og M-lista hefur snúist hugur varðandi íbúakosninguna og hefur nú ákveðið að kosningin fari fram áður en aðal- og deiliskipulagstillaga um miðbæ Selfoss fellur úr gildi. Er það í samræmi við ábendingar og tillögur fulltrúa D-lista frá því í bæjarráði í sl. viku. Íbúum gefst því kostur á að greiða atkvæði um málefni sem raunverulega skiptir máli, en ekki tillögu sem er fallin úr gildi. Æskilegt hefði verið að 16 og 17 ára íbúar fengju að segja sitt álit á miðbæjarskipulaginu en geta það því miður ekki þar sem lög um rafræna kosningu eru ekki orðin að veruleika.

Kjartan Björnsson, D-lista.

     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40

 

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Kjartan Björnsson   Rósa Sif Jónsdóttir2. fundur bæjarráðs


2. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 5. júlí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tvær tillögur frá bæjarfulltrúa D-lista um íbúakosningu vegna miðbæjarskipulags. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórn 2018 – ný nefnd
  1. fundur haldinn 28. júní
  – liður 3, málsnr. 1710088 – Hönnun á dælustöð og miðlunargeymir Selfossveitna. Bæjarráðs leggur til að breytingunum verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

– liður 4, málsnr. 1804229 – Útistofur við Vallaskóla. Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun til að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

Gunnar Egilsson, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun undir lið 4, í fundargerð:
Undirritaður furðar sig á vinnubrögðum meirihluta B-, S-, Á og M-lista í þessu máli. Í vor var samþykkt samhljóða af öllum fulltrúum í framkvæmda- og veitustjórn að ráðast í kaup á lausum kennslustofum til nota í Vallaskóla, ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við stjórnendur í Vallaskóla vegna mjög hraðrar fjölgunar nemenda í skólanum mánuðina þar á undan og fyrirsjáanlegra þrengsla í skólanum í haust. Voru kaupin staðfest að undangenginni könnun á verði slíkra eininga. Viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins var síðan samþykktur samhljóða í bæjarstjórn. Um er að ræða einfalda og ódýra leið til að taka á húsnæðisvanda í þéttsetnum grunnskóla til skamms tíma og fljótlegt er að koma einingunum fyrir þar sem þær eru ekki jarðfastar. Stefnt hefur verið að því að taka fyrsta áfanga nýs skóla í landi Björkur í notkun haustið 2020 og nýta stofurnar þangað til. Samskonar lausnir hafa verið nýttar á öðrum stöðum á landinu, og er t.d. verið að reisa heilan skóla úr slíkum stofum í Reykjanesbæ. Nú tekur nýr meirihluti, sem er að mestu skipaður sömu einstaklingum og samþykktu þessi kaup fyrir nokkrum vikum, þá ákvörðun að henda þessu úrræði um næstu áramót og setja niður aðrar kennslustofur til bráðabirgða. Fjárheimildir til aukins kostnaðra í þessu skyni eru ekki fyrir hendi. Ekki er farið vel með fjármuni sveitarfélagsins með þessum hætti og er klárlega ekki verið að gæta hagsmuna Sveitarfélagsins Árborgar með þessari ákvörðun. Þessi hringlandaháttur vekur einnig upp hugrenningar um hvort til standi að seinka framkvæmdum við nýjan skóla í Björkurlandi og er hér með farið fram á svör við þeirri spurningu.
Gunnar Egilsson, D-lista.

Fundargerðin staðfest.

     
2.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  1. fundur haldinn 2. júlí
  – liður 3, málsnr. 1711075 – óveruleg breyting á aðalskipulagi að Eyravegi 34-38, Selfossi. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi rökstuðning skipulags- og byggingarnefndar fyrir umræddri aðalskipulagsbreytingu: Um er að ræða lóðir sem eru staðsettar á blönduðu svæði verslunar- og þjónustu. Lóðirnar sem eru alls 9.540 fermetrar að stærð, eru að hluta aðliggjandi íbúðarsvæði og er einungis verið að auka við mögulega nýtingu lóðanna með því að leyfa íbúðir á efri hæðum enda hafa tvær lóðanna staðið óbyggðar svo árum skiptir og efri hæð húsnæðis við Eyraveg 38 hefur staðið auð. Eins og fram kemur í greinargerð er ekki um að ræða verulegar breytingar á meginstefnu aðalskipulags. Ekki er um að ræða aukningu á byggingarmagni eða stækkun byggingarreits. Svæðið nýtur ekki sérstakrar verndar. Áætlað er að tillagan hafi lítil eða engin áhrif á þá starfsemi sem fyrir er eða á nærliggjandi íbúðarsvæði en líklegt er að verðmæti lóðanna aukist með auknum heimildum til nýtingar.
– liður 4, málsnr. 1707183 – breyting á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags að Lækjarmóti/Lén. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi rökstuðning skipulags- og byggingarnefndar fyrir umræddri aðalskipulagsbreytingu: Um er að ræða lóð sem eru staðsett á landbúnaðarsvæði. Allt umhverfis lóðina er landbúnaðarsvæði. Lóðin sem er alls 6186 fermetrar að stærð. Núverandi eigandi lóðarinnar hyggst reisa heilárshús á lóðinni, þar sem hann muni búa með fjölskyldu sinni. Eins og fram kemur í greinargerð er ekki um að ræða verulegar breytingar á meginstefnu aðalskipulags. Fyrirhugað er að byggja eitt íbúðarhús á lóðinni og mun byggingareitur stækka í samræmi við það. Svæðið nýtur ekki sérstakrar verndar. Áætlað er að tillagan hafi lítil eða engin áhrif á þá starfsemi sem fyrir er eða á nærliggjandi löndum og jörðum en líklegt er að verðmæti lóðarinnar aukist með auknum heimildum til nýtingar.
– liður 8, málsnr. 18051048 – Umsókn Selfossveitna, um framkvæmdaleyfi til að reka ídráttarrör undir Suðurlandsveg. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfið.
– liður 12, málsnr. 18051708 – Umsókn TRS, um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara í Gagnheiði, Selfossi. Álfheiður vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfið með því skilyrði að gerður verði skriflegur samningur við framkvæmda- og veitusvið um yfirborðsfrágang og verktíma.
– liður 13, málsnr. 1804016 – Umsókn Selfossveitna, um framkvæmdaleyfi fyrir dælubrunni að Jórutúni 2a, Selfossi. Umsóknin var grenndarkynnt og ein athugasemd barst. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara athugasemdinni. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfið.
– liður 14, málsnr. 1802234 – Afgreiðsla grendarkynningar að Stekkjarlandi 12, Selfossi. Bæjarráð samþykkir breytinguna.
– liður 21, málsnr. 1806200 – Umsókn HS veitna, um framkvæmdaleyfi fyrir raflögnum að fyrirhuguðum dælubrunni við Jórutún 2b. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfið með því skilyrði að gerður verði skriflegur samningur við framkvæmda- og veitusvið um yfirborðsfrágang og verktíma.
– liður 25, málsnr. 1711075 – Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að Eyravegi 34-38, Selfossi. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.
Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   18051661 – Fundargerðir Bergrisans bs. 2018
  34. fundur haldinn 18. júní  3-18051661
Aukaaðalfundur haldinn 18. júní 3-18051661 auka fundur
  – liður 6, Bæjarráð Árborgar samþykkir að ráðist verði í byggingu íbúðarkjarna á Selfossi. Jafnframt samþykkir bæjarráð Árborgar að veita stofnframlög til verkefnisins í formi lóðarúthlutunar.
– liður 8, Bæjarráð Árborgar samþykkir að ráðist verði í kaup á íbúðarhúsi til nota fyrir börn með fjölþættan vanda og að úrræðið verði tekið í notkun svo fljótt sem unnt er.
     
4.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
4-1802003
  188. fundur haldinn 29. júní
  Lagt fram.
     
5.   1806079 – Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf. – Þekkingarnets
5-1806079
  10. aðalfundur haldinn 12. júní
  Lagt fram.
     
6.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
6-1802019
  861. fundur haldinn 29. júní
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
7.   1709212 – Samkomulag um Hólaskarðsveg við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi
7-1709212
  Minnisblað lagt fram. Bæjarráð samþykkir að vegurinn verði alfarið í umsjá vegasamlags um Hólaskarðsveg, enda fellur enginn kostnaður á Sveitarfélagið Árborg vegna málsins.
     
8.   1806093 – Samkomulag um að Ingibjörg Garðarsdóttir gegni starfi framkvæmdastjóra tímabundið þar til nýr hefur verið ráðinn.
8-1806093
  Bæjarráðs samþykkir samkomulagið.
     
9.   1806198 – Skipan starfshóps um endurbætta heimasíðu og innri síðu
  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
     
10.   1807006 – Umsókn um leyfi – skilti á horni Suðurlandsvegar og Breiðumýrar
10-1807006
  Erindi frá Stillingu, dags. 2. júlí, þar sem óskað er eftir að setja upp skilti á horni Suðurlandsvegar og Breiðumýrar.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd.
     
11.   18051486 – Tillaga frá Gunnari Egilssyni, bæjarfulltrúa D-lista, um miðbæ Selfoss og íbúakosningu.
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Undirritaður leggur til að samið verði við Sigtún Þróunarfélag um að gildistöku samninga sveitarfélagins og Sigtúns Þróunarfélags verði frestað fram yfir fyrirhugaða íbúakosningu. Jafnframt verði skipulagsferli miðbæjarskipulags haldið áfram. Íbúakosningin fari fram eins fljótt og unnt er og verði rafræn eins og áður hefur verið ákveðið.
Greinargerð:Tillaga þessi er sett fram þar sem fyrir liggur að Þjóðskrá getur ekki útvegað kosningakerfi til að viðhafa rafrænar kosningar nógu tímanlega til þess að unnt verði að ljúka ferlinu í ágústmánuði. Í lok ágúst er eitt ár liðið frá því að athugasemdafresti vegna miðbæjarskipulags lauk og ógildist skipulagstillagan ef auglýsing um gildi hennar verður ekki birt í Stjórnartíðindum fyrir þann tíma.Gunnar Egilsson, D-lista.
  Tillagan var borin undir atkvæði og feld með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Á- og S-lista.
     
12.   18051486 – Tillaga frá Gunnari Egilssyni, bæjarfulltrúa D-lista, vegna íbúakosningu vegna miðbæjarskipulags.
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Undirritaður leggur til að fyrirhuguð íbúakosning um aðal- og deiliskipulagstillögu vegna miðbæjar Selfoss verði haldin laugardaginn 11. ágúst n.k. með hefðbundnu sniði.
Greinargerð:Framkvæmdaaðilum vegna miðbæjar á Selfossi hefur verið tilkynnt af fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar að skipulagsferlið verði stöðvað með þeim afleiðingum að hinn 29. ágúst n.k., þegar ár er liðið frá því að athugasemdafresti lauk, ógildist deiliskipulagið. Í ljósi þess leggur undirritaður til að íbúakosning verði haldin laugardaginn 11. ágúst n.k. með hefðbundnu kosningafyrirkomulagi, þ.e. ekki rafrænt eins og áður hafði verið ákveðið. Fram hefur komið að þjóðskrá getur ekki útvegað kosningakerfi fyrir rafrænar kosningar fyrr en í september n.k.Meirihluti B-, S-, Á og M lista hefur hafnað þeirri einföldu lausn að láta deiliskipulagið taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda og semja við framkvæmdaaðila um að samningur um framkvæmdir á lóðum í miðbæ Selfoss taki ekki gildi fyrr en eftir íbúakosninguna, fái skipulagið framgang í henni og er því nauðsynlegt að láta kosninguna fara fram með hefðbundnum hætti eigi síðar en 11. ágúst n.k.

Gunnar Egilsson, D-lista.

  Tillagan var borin undir atkvæði og feld með 2 atkvæðum bæjarfulltrúa Á- og S-lista.

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að meirihluti B-S-Á- og M- lista, hafnar þeim leiðum sem færar eru til þess að láta deiliskipulagstillögu vegna miðbæjar ekki ógildast meðan beðið er íbúakosningar. Verði niðurstaðan sú að íbúakosning að fleiri eru með tillögunni en á móti þarf því að byrja allt ferlið á nýjan leik með tilheyrandi kostnaði og töfum.
Gunnar Egilsson, D-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bókun vegna tillögu bæjarfulltrúa D lista
Það hefur verið öllum ljóst sem að hafa fjallað um fyrirhugað miðbæjarskipulag á Selfossi að gildistaka samnings sveitarfélagsins og Sigtúns þróunarfélags öðlast ekki gildi fyrr en skipulagsferlinu er lokið og skipulagið hefur endanlega öðlast gildi. Það er því óþarfi að samþykkja sérstaka tillögu um það mál.
Fyrir liggur að Þjóðskrá er að undirbúa rafræna íbúakosningu fyrir sveitarfélagið byggða á tillögu sem D listi Sjálfstæðisflokksins lagði fram á 46. fundi bæjarstjórnar þann 14 maí s.l og var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Það er ekki á valdi bæjarfulltrúa meirihlutans að hafa áhrif á hve Þjóðskrá Íslands þarf mikinn tíma til þess að undirbúa slíka kosningu, en aldrei hefur staðið annað til en íbúakosning um miðbæjarskipulagið verði framkvæmd en fljótt og kostur er.
Í greinargerð með tillögunni kemur fram að meirihluti bæjarstjórnar hafi hafnað því að láta deilskipulagið taka gildi með auglýsingu í B deild stjórnartíðinda, og gera samhliða baksamning við framkvæmdaraðila. Það að láta skipulagið öðlast formlegt gildi áður en niðurstaða liggur fyrir úr íbúakosningunni eru vinnubrögð sem meirihluta bæjarstjórnar hugnast ekki.
Málið verður unnið áfram eftir leikreglum góðra stjórnsýsluhátta og gegnsæi.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista.

     
Erindi til kynningar
13.   1806139 – Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga – öldungaráð og þjónustuhópur aldraðra
13-1806139
  Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní,um ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem taka gildi þann 1. október nk.
  Lagt fram.
     

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20

 

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson   Rósa Sif Jónsdóttir1.  fundur bæjarráðs 2018 – 2022


1.  fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 21. júní 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Dagskrá: 

1.   1806075 – Kosning í embætti og nefndir 2018
  Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs
  Lagt var til að Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, verði formaður og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, verði varaformaður. Var það samþykkt með tveimur atkvæðum, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá.

 

Fundargerðir til kynningar
2. 1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
2-1802003
  187. fundur haldinn 31. maí og ársskýrsla 2017
  Lagt fram.
     
3. 1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
3-1802019
  860. fundur haldinn 18. maí
  Lagt fram.
     
4. 1804380 – Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs. 2018
4-1804380
  Vorfundur haldinn 30. apríl
  Lagt fram.
     
5. 1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
5-1802004
  533. fundur haldinn 1. júní
  Lagt fram.
     
6. 18051573 – Fundargerð Landskerfis bókasafna 2018
6-18051573
  Aðalfundur 2018
  Lagt fram.
     
7. 1804198 – Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2018
7-1804198
  Aðalfundur haldinn 26. apríl
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
     
8. 1606089 – Skipan í starfshóp um endurskoðun umhverfisstefnu ( 3 fulltrúar )
  Bæjarráð tilnefnir, Eggert Val Guðmundsson, S-lista, Guðbjörgu Jónsdóttur, B-lista og Brynhildi Jónsdóttur, D-lista, til setu í starfshópi um endurskoðun umhverfisstefnu. Jón Tryggvi Guðmundsson og Auður Guðmundsdóttir, starfsmenn framkvæmda- og veitusviðs, starfi með hópnum.
     
9. 1603040 – Tilnefning í bygginganefnd vegna hjúkrunarheimilis í Árborg
  ( 2 fulltrúar )
  Bæjarráð tilnefnir Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Ara Björn Thorarensen, D-lista, til setur í byggingarnefnd vegna hjúkrunarheimilis í Árborg.
     
10. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Tilnefning í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki ( 3 fulltrúar )
  Bæjarráð tilnefnir Örnu Ír Gunnarsdóttur, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, til setu í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki.
     
11. 1803120 – Staða mála vegna persónuverndarlaga
11-1803120
  Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Haldið verði áfram við innleiðingu persónuverndarlaga.
     
12. 1806107 – Persónuverndarfulltrúi
  Persónuverndarfulltrúi til leigu – áskriftarleiðir
  Lagt var fram tilboð frá Dattaca Labs vegna vinnu persónuverndarfulltrúa. Ákvörðun frestað.
     
13. 1806066 – Styrkbeiðni – Afrika Festival á Skipum
13-1806066
  Styrkbeiðni, dags. 18. maí, vegna Afrika Festivel.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
     
14. 18051710 – Fyrirspurn – endurnýjun á gömlu húsi Búðarstíg 10
14-18051710
  Fyrirspurn dags. 23. maí um fasteign á Búðarstíg 10, Eyrarbakka
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. Stefna bæjaryfirvala er engu að síður að halda áfram vinnu við að styrkja hina einstöku götumynd á Eyrarbakka.
     
15. 1806035 – Áskorun – hraðahindrun innan Gráhelluhverfis
15-1806035
  Áskorun frá íbúum í Gráhelluhverfinu um að sett verði upp hraðahindrun innan hverfisins í sumar.
  Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og til framkvæmda- og veitustjórnar.
     
16. 1804353 – Verðkönnun fyrir ljósleiðaravæðingu í Árborg
16-1804353
  Opnun tilboða í verkið Ljósleiðaravæðing Árborgar áfangi I.
  Lagt var fram tilboð í verkið „Ljósleiðaravæðing Árborgar áfangi I“. Lagt var til að hafna báðum tilboðum í ljósi þess að tilboðin voru 65% yfir kostnaðaráætlun.
     
17. 18051744 – Lóðarumsókn – iðnaðarlóð nálægt þjóðvegi 1
17-18051744
  Erindi frá Vélaverkstæði Þóris, dags. 27. maí, þar sem óskað er eftir lóð fyrir starfsemi vélaverksæðisins.
  Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
     
18. 1603040 – Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
18-1603040
  Erindi frá Framkvæmdasýslu ríkissins, dags. 31. maí, þar sem óskað er eftir formlegu svara um að halda megi áfram með hönnun á grundvelli bygginganefndarteikninga sem nýlega voru kynntar.
  Bæjarráð Árborgar samþykkir að halda áfram með hönnun hjúkrunarheimilis í Árborg og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.
     
19. 1806125 – Samkomulag um afnot af íþróttahúsinu IÐU
19-1806125
  Bæjarráð staðfestir samninginn og vísar honum til íþrótta- og menningarnefndar til kynningar.
     
20. 18051727 – Rekstrarleyfisumsögn – Hótel Þóristún
20-18051727
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 24. maí, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi vegna Þóristúns 1, sala á gistingu í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
21. 18051769 – Rekstrarleyfisumsögn – Garun Guesthouse
21-18051769
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. maí þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna Skólavalla 7, sala á gistingu í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið til 30.09.2018.
     
22. 18051800 – Rekstrarleyfisumsögn – María Lovísa Gesthús
22-18051800
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 31. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna Suðurbrautar 4, leyfi til sölu gistingar í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
23. 1806008 – Rekstrarleyfisumsögn – Bellahotel
23-1806008
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi vegna Bellahotel leyfi til sölu veitinga í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
24. 1806128 – Rekstrarleyfisumsögn – Krisp kitchen & bar
24-1806128
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 18. júní, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
25. 1806083 – Fundartími bæjarráðs sumarið 2018
  Samþykkt er að bæjarráð fundi næst fimmtudaginn 5. júlí.
     
Erindi til kynningar
26. 1806059 – Kerfisáætlun Landsnets 2018-2021
26-1806059
  Kynning á opnu umsagnarferli að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi.
  Lagt fram til kynningar.
     
         

Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs þakkaði Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Kjartan Björnsson   Ásta Stefánsdóttir
Rósa Sif Jónsdóttir    

 
147. fundur bæjarráðs

147. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801003 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
   
  -liður 2, 1804177, beiðni um endurnýjun stöðugildis deildarstjóra Vallaskóla. Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði deildarstjóri frá og með 1. ágúst nk. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa að fjárhæð 3,9 mkr.
-liður 8, 1802031, fundargerð hverfisráðs Sandvíkurhrepps, skólaakstur í dreifbýli. Bæjarráð samþykkir breytt fyrirkomulag og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1 mkr. vegna aukins aksturs.
Fundargerðin staðfest.
nr. 1 – 1801003
     
2.   1801006 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018
  Fundargerð 53. fundar frá 23. maí 2018.
  Fundargerðin staðfest.
nr. 2 – 18011006
     
3.   1801005 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018
  53. fundur haldinn 16. maí 2018.
  Fundargerðin staðfest.
nr. 3 – 1801005
     
4.   1801004 – Fundargerðir félagsmálanefndar 2018
  35. fundur frá 22. maí 2018.
  -liður 8, 18051684, ályktun um álag hjá löggæslu og sjúkraflutningum á Suðurlandi. Bæjarráð tekur undir ályktun nefndarinnar um nauðsyn þess að auka mannafla í löggæslu og sjúkraflutningum.
Fundargerðin staðfest.
nr. 4 – 1801004
     
5.   1801008 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  40. fundur fundur frá 24. maí 2018.
  Fundargerðin staðfest.

nr. 5 – 1801008
nr. 5 – drög að hönnun Heiðarvegsróló
nr. 5 – drög að hönnun Sigtúnsgarðs
nr. 5 – hugmyndir að útivistarsvæði fyrir eldri borgara
nr. 5 – hugmyndir að útivistarsvæði fyrir eldri borgara2

     
Fundargerðir til kynningar
6.   18051541 – Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ses. 2018
  Aðalfundur frá 14. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 6 – 18051541

     
7.   18051538 – Fundargerðir Sandvíkurseturs ehf. 2018
  Aðalfundur frá 14. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 7 – 18051538

     
8.   18051537 – Fundargerðir Fasteignafélags ehf. 2018
  Aðalfundur frá 14. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 8 – 18051537

     
9.   18051536 – Fundargerðir Verktækni ehf. 2018
  Aðalfundur frá 14. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 9 – 18051536

     
10.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
  532. fundur frá 3. og 4. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 10 – 1802004

     
11.   1703106 – Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs. 2017
  33. fundur frá 8. maí 2018.
  -liður 3, stofnframlag Íbúðalánasjóðs vegna byggingar á þjónustukjarna fyrir fatlaða. Bæjarráð fagnar því að samþykkt hafi verið stofnframlög til verksins.
Fundargerðin lögð fram.nr. 11 – 1703106
     
Almenn afgreiðslumál
12.   1402110 – Landsskipti við Gamla Hraun
  Samkomulag við Sjávarbýlið ehf um makaskipti á landi. Háeyri lóð 3, lnr. 217287, lóð Hraunstekkur 2, lnr. 224351, Hraunstekkur 1, lnr. 224352.
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að undirrita hann.

nr. 12 – 1402110

     
13.   18051567 – Aðgangur að Sundhöll Selfoss og merkingar á hlaupaleiðum 2018
  Beiðni Kvenfélags Selfoss um aðgang að Sundhöll Selfoss fyrir þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ 2. júní 2018.
  Bæjarráð samþykkir erindið.

nr. 13 – 18051567

     
14.   18051564 – Styrkbeiðni – kynning og tónleikar á lögum Sigfúsar Halldórssonar á Suðurlandi
  Beiðni Guðnýjar Charlottu Harðardóttur um styrk til að halda kynningu og tónleika á lögum Sigfúsar Halldórssonar.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

nr. 14 – 18051564

     
15.   18051573 – Fundargerð Landskerfis bókasafna 2018
  Fundarboð aðalfundar 30. maí kl. 15.
  Bæjarráð felur Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur, forstöðumanni bókasafna Árborgar, að mæta á fundinn.

nr. 15 – 18051573

     
16.   18051565 – Fyrirspurn – lóð undir hundahótel
  Fyrirspurn Unnar Hagalín, dags. 16. maí 2018, um lóð fyrir hundahótel á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.
  Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir mögulega staðsetningu á hundahóteli.

nr. 16 – 18051565

     
17.   18051505 – Rekstrarleyfisumsögn – Arthostel
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. maí 2018, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

nr. 17 – 18051505

     
18.   1805869 – Fyrirspurn Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, um áfallinn kostnaður vegna vinnu með Sigtúni þróunarfélagi og Árfossi vegna nýs deiliskipulags í miðbæ Selfoss
  Lagt var fram svar við eftirfarandi fyrirspurn:
Undirrituð óskar eftir að fá upplýsingar um hversu hár áfallinn lögfræðikostnaður er orðinn ásamt öðrum kostnaði vegna funda og samningagerðar við Sigtún þróunarfélag og Árfoss, meðferðar og afgreiðslu athugasemda og allra annarra þátta er lúta að nýju deiliskipulagi í miðbæ Selfoss.Svar: Útlagður kostnaður sveitarfélagsins er 8.923.050 kr., en bent er á að kostnaður við skipulagsvinnu greiðist af þeim sem leggur fram deiliskipulagstillögu sbr. 5. gr. gjaldskrár skipulags- og byggingarmála nr. 395/2017. Sveitarfélagið ber því ekki kostnað af skipulagstillögum á vegum einkaaðila.
     
19.   1712023 – Beiðni Eimskips um vilyrði fyrir lóðinni Víkurheiði 1
  Beiðni Eimskips um framlengingu vilyrðis fyrir lóðarúthlutun.
  Bæjarráð samþykkir framlengingu til sex mánaða.

nr. 19 – 17122023

     

 

Formaður bæjarráðs þakkaði bæjarráðsfulltrúum fyrir samvinnuna á kjörtímabilinu sem er að ljúka.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

 
146. fundur bæjarráðs


146. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 17. maí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá samning við Vegagerðina um leigu á Knarrarósvita. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál
1.   1712114 – Viljayfirlýsing um uppbyggingu leiguíbúða og vilyrði fyrir úthlutun lóða.
  Viljayfirlýsing við Bjarg, leiguíbúðafélag
  Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Sveitarfélaginu Árborg og samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðum í Björkurstykki, lóðir nr. 1 og 3 við götu sem merkt er nr. 3 í deiliskipulagstillögu vegna svæðisins.
Bæjarráð fagnar áhuga Bjargs, íbúðafélags, á að byggja upp leiguíbúðir í sveitarfélaginu.
1-1712114
     
2.   18051378 – Rekstrarleyfisumsögn – Draugasetrið
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. maí 2018, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi vegna Draugasetursins á Stokkseyri.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

2-18051378

     
3.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Skipan fulltrúa í byggingarnefnd skólans.
  Bæjarráð tilnefnir Hrund Harðardóttur og Helgu Sighvatsdóttur til setu í nefndinni sem fulltrúa fræðslusviðs. Dregið var um sæti bæjarfulltrúa B-, S- og Æ-lista, í nefndinni. Sætið kom í hlut Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, verði varamaður.

3-1708133

     
4.   18051504 – Gervigrasvöllur við Vallaskóla – Eikatún
  Beiðni um 1 mkr. viðbótarfjárveitingu vegna endurnýjunar á gervigrasi á Eikatúni, sparkvelli við Vallaskóla.
  Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að fjárhæð 1 mkr. til að skipta um gervigras á Eikatúni, til viðbótar þeim 8,5 mkr. sem eru í áætlun ársins, til þess að unnt verði að fjarlægja malbiksrönd meðfram vellinum og leggja gervigrasið að girðingu umhverfis völlinn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.

4-18051504

     
5.   18051074 – Fjölgun stöðugilda hjá skólaþjónustu Árborgar
  Beiðni fræðslustjóra um viðbótarstöðugildi sálfræðings í skólaþjónustu Árborgar.
  Bæjarráð samþykkir að ráðið verði í eitt stöðugildi sálfræðings til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru hjá skólaþjónustu Árborgar frá 1. nóvember 2018 í samræmi við beiðni fræðslustjóra. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1,5 mkr. vegna kostnaðarauka á árinu 2018.

5-18051074

     
6.   18051362 – Beiðni um leyfi til eggjatöku við Eyrarbakka
  Umsögn Fuglaverndar lögð fram.
  Bæjarráð hafnar beiðni um heimild til að taka egg undan hettumáfi vestan við Eyrarbakka með vísan til umsagnar Fuglaverndar.

6-18051362

     
7.   1502134 – Kaup á lóðarspildum í landi Fossness
  Samningur við SS um kaup á lóðarspildum í landi Fossness. Breyting á afmörkun lands frá fyrri samningi.
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að undirrita hann.

7-1502134

     
8.   18051543 – Samkomulag um leigu á Knarrarósvita
  Samkomulag milli Vegagerðarinnar og Árborgar um leigu og umsjón með Knarrarósvita
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:50.

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir
     145. fundur bæjarráðs


145. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn föstudaginn 11. maí 2018, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:15.

 Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún B. Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801005 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018
  51. fundur haldinn 24. apríl
52. fundur haldinn 2. maí
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
2-1802019
  859. fundur haldinn 27. apríl
  Lagt fram.
     
3.   1803263 – Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2018
3-1803263
  22. fundur haldinn 4. maí
  Lagt fram.
     
4.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
4-1802003
  Fundargerð 186. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 3. maí 2018
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
5.   1802044 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2018
6-1804099
  Rekstraryfirlit janúar – mars og yfirlit útsvarstekna og framlaga úr jöfnunarsjóði janúar – apríl
  Lagt fram.
     
6.   1804099 – Styrkbeiðni – verkefnið Þorpið með rekstur upplýsingamiðstöðvar á Stað Eyrarbakka
7-1805086
  Erindi frá Drífu Pálín Geirsdóttur, Vigdísi Sigurðardóttur og Guðbjörgu Evu Guðbjartsdóttur fyrir hönd Þorpsins, dags. 30. apríl, þar sem óskað er eftir styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar á Stað á Eyrarbakka.
  Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa og atvinnu- og viðburðafulltrúa að ræða við umsækjendur.
     
7.   1805086 – Samningur um afnot af landi fyrir golfvöll
7-1805086
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
8.   1805065 – Umsögn – frumvarp til laga um Kristnisjóð, ókeypis lóðir o.fl.
8-1805065
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd, dags. 3. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), mál 269.
  Lagt fram.
     
9.   1805870 – Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. 2018
9-1805870
  Fundarboð vegna aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. sem haldinn verður 23. maí 2018 kl. 14. Beiðni um skil á umboði.
  Bæjarráð veitir Söndru Dís Hafþórsdóttur umboð til að sitja fundinn f.h. Árborgar.
     
10.   1805876 – Þjónustusamningur við Björgunarsveitina Björg 2018 – 2022
10-1805876
  Endurnýjun á þjónustusamningi við björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka til 2022.
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
11.   1805878 – Rekstur tjaldsvæðis á Eyrarbakka
11-1805878
  Samningur við björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka um rekstur tjaldsvæðis til 2022.
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
12.   1805874 – Samstarfssamningur við Leikfélag Selfoss 2018-2020
12-1805874
  Samstarfssamningur við Leikfélag Selfoss til ársloka 2020.
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
13.   1805875 – Tækifærisleyfi – Sumargleði D-lista
13-1805875
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi, flugskýli Einars Elíassonar 11. maí 2018.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
14.   1805869 – Fyrirspurn – áfallinn kostnaður vegna vinnu með Sigtúni þróunarfélagi og Árfossi vegna nýs deiliskipulags í miðbæ Selfoss
14-1805869
  Fyrirspurn Örnu Írar Gunnnarsdóttur, S-lista, um áfallinn kostnað við samningagerð og deiliskipulag vegna miðbæjar Selfoss.
  Lögð var eftirfarandi fyrirspurn:
Undirrituð óskar eftir að fá upplýsingar um hversu hár áfallinn lögfræðikostnaður er orðinn ásamt öðrum kostnaði vegna funda og samningagerðar við Sigtún þróunarfélag og Árfoss, meðferðar og afgreiðslu athugasemda og allra annarra þátta er lúta að nýju deiliskipulagi í miðbæ Selfoss.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.Bæjarráð felur fjármálasviði að taka saman umbeðnar upplýsingar.

     
15.   1805877 – Þjónustusamningur við Körfuknattleiksfélag Selfoss 2019 – 2022
15-1805877
  Samningur við körfuknattleiksfélag FSu
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
16.   1712114 – Viljayfirlýsing um uppbyggingu leiguíbúða
16-1712114
  Staða mála varðandi viðræður við Bjarg, leiguíbúðafélag, um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar áhuga Bjargs á að byggja leiguíbúðir fyrir tekjulága íbúa.
     
17.   18051362 – Beiðni um leyfi til eggjatöku við Eyrarbakka
  Bæjarráð óskar eftir áliti Fuglaverndar, sem umsjónaraðila Fuglafriðlandsins við Eyrarbakka, á því hvort ástæða sé til að takmarka varp hettumáfs.
     
Erindi til kynningar
18.   1801084 – Endurskoðun sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi
18-1801084
  Sameiginleg viljayfirlýsing, dags. 26. apríl, fyrir aðildarfélög Sorpstöðvar Suðurlands, sem SORPA bs, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf, Sorpstöð Suðurlands bs. og Sorpurðun Vesturlands hafa undirritað.
  Yfirlýsingin var lögð fram.
     
19.   1805087 – Samkomulag milli sveitarfélaga um afnot af hunda- og kattageymslu
19-1805087
  Samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og GOGG um afnot af hunda- og kattageymslu SÁ við Víkurheiði.
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
 Eyrún B. Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

 

 

 
144. fundur bæjarráðs


144. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 3. maí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801006 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018
  51. fundur haldinn 25. apríl
  -liður 10, tillaga að breyttu deiliskipulagi Ólafsvalla á Stokkseyri. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
-liður 11, tillaga að breyttu aðalskipulagi að Þóristúni 1, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst.
Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
2-1803226
  16. fundur haldinn 23. apríl og ársskýrsla safnsins 2017
  Lagt fram.
     
3.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
3-1802059
  265. fundur haldinn 24. apríl
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1804388 – Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 2018
4-1804388
  Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu, kr. 150.000, í tilefni af 20 ára afmæli hátíðarinnar og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun.
     
5.   1804342 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024
5-1804342-fyrri hluti
5-1804342-seinni hluti
  Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 – 2024, mál 480.
  Lagt fram.
     
6.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Tilnefning í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki
  Bæjarráð samþykkir að skipa í nefndina Gunnar Egilsson, Ástu Stefánsdóttur, Jón Tryggva Guðmundsson og Óðin K. Andersen. Óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa frá B-, S- og Æ-lista.
Óskað er eftir tilnefningum tveggja aðila frá fræðslusviði.
     
7.   1804089 – Könnun á þörf fyrir leigueignir Íbúðalánasjóðs
7-1804089
  Erindi frá Íbúðalánasjóði, dags. 27. mars, þar sem að sveitarfélaginu er boðið að skoða 5 eignir sjóðsins með það í huga að taka þær á leigu.
  Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga.
     
8.   1803110 – Verkefnið Umhverfis Suðurland
8-1803110
  Ábending frá verkefnastjórn Umhverfis Suðurland þar sem skorað er á sveitarfélög að skipuleggja strandhreinsun í sínu sveitarfélagi 5. maí nk. en sá dagur er Norrænn strandhreinsunardagur.
  Bæjarráð hvetur íbúa til að taka þátt í að hreinsa ströndina.
     
9.   1711073 – Styrkbeiðni – áframhaldandi uppbygging í Hellisskógi 2018
9-1711073
  Bæjarráð staðfestir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins.
     
10.   0904212 – Tenging milli vatnsveitu Flóa og Árborgar
10-0904212
  Drög að samkomulagi um lokauppgjör á samningi um öflun og sölu vatns frá vatnsveitu Árborgar til vatnsveitu Flóahrepps.
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
     
11.   1804317 – Áhorfendastúka í íþróttahúsinu Iðu
11-1804317
  Tilboð frá Altis ehf í áhorfendastúku fyrir íþróttahúsið Iðu
  Bæjarráð samþykkir kaup á stúkunni og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð allt að kr. 12.750.000.
     
12.   1804411 – Aðkoma gangandi að hundasleppisvæðinu við Suðurhóla
12-1804411
  Erindi frá Taumi, hagsmunafélagi hundaeigenda í Sveitarfélaginu Árborg, dags. 27. apríl, varðandi hundasleppisvæði
  Bæjarráð vísar framkvæmdaatriðum sem fjallað er um í erindinu til framkvæmda- og veitusviðs. Bæjarráð vísar ábendingu varðandi gangbraut til skipulags- og byggingarnefndar.
     
13.   1712164 – Beiðni um vilyrði – uppbygging ofan við fjöruna á Eyrarbakka
13-1712164
  Erindi frá 1765, dags. 30. apríl, þar sem óskað er á ný eftir framlengingu á vilyrði sveitarfélagsins fyrir veittri lóð til sex mánaða.
  Bæjarráð samþykkir framlengingu vilyrðis til sex mánaða.
     
14.   1804414 – Orlof húsmæðra 2018
  Erindi frá gjaldkera orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dags. 26. apríl, ásamt skýrslu um starfsemi og ársreikning fyrir árið 2017.
  Skýrslan lögð fram.
     
15.   1805012 – Viðbótaropnun í sundlaug Stokkseyrar
15-1805012
  Samantekt um kostnað vegna aukinnar opnunar í sundlauginni á Stokkseyri.
  Bæjarráð samþykkir að sundlaugin á Stokkseyri verði opin á sunnudögum allt árið, en ekki bara á sumrin eins og verið hefur. Lagt er til að kostnaðarauka fyrir árið 2018 kr. 450.000 verði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun.
     
16.   1805013 – Beiðni um umsjón með Eyrarbakkavelli
16-1805013
  Ósk frá Umf. Stokkseyrar, dags. 27. apríl, þar sem óskað er eftir að fá umsjón með Eyrarbakkavelli.
  Bæjarráð samþykkir að Ungmennafélag Stokkseyrar fái umsjón með Eyrarbakkavelli, en áætlað er að hefja knattspyrnuæfingar fyrir yngstu aldurshópana á Eyrarbakka og Stokkseyri nú í sumar.
     
17.   1805016 – Breytingar á notkun íþróttamannvirkja í Árborg
  Viljayfirlýsing um samstarf um framkvæmdir í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi 2018
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
18.   1803185 – Fundartími bæjarráðs 2018
  Bæjarráð samþykkir að næsti fundur verði föstudaginn 11. maí nk. kl. 08:15.
     
Erindi til kynningar
19.   1804389 – Ályktun frá 90. ársfundi SSK
19-1804389
  Fréttatilkynning og ályktun frá 90. ársfundi Sambands sunnlenskra kvenna sem haldinn var 21. apríl sl.
  Lagt fram til kynningar.
     
20.   1207024 – Skaðabótakrafa – Gámaþjónustan hf. og útboð sorphirðu í Árborg
20-1207024
  Dómur hæstaréttar
  Lagður var fram dómur hæstaréttar í máli Gámaþjónustunnar (EKO Eignir ehf) gegn sveitarfélaginu, þar sem dómur Héraðsdóms Suðurlands er ómerktur.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:25.

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir143. fundur bæjarráðs


143. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 26. apríl 2018, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritaði fundargerð.

Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801003 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  43. fundur frá 11. apríl
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
2-1802004
  531. fundur haldinn 6. apríl
  Lagt fram til kynningar.
     
3.   1803042 – Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga 2018
3-1803042
  Fundur haldinn 10. apríl
  Lagt fram til kynningar.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1804177 – Beiðni um endurnýjað stöðugildi deildarstjóra Vallaskóla
  Beiðni frá skólastjóra Vallaskóla, dags. 9. apríl, þar sem óskað er eftir heimild til að ráða deildarstjóra við Vallaskóla frá og með 1. ágúst nk.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar fræðslunefndar.
     
5.   1804225 – Beiðni um aukinn nemendakvóta í Tónsmiðju Suðurlands
5-1804225
  Erindi frá Tónsmiðju Suðurlands, dags. 16. apríl, þar sem óskað er eftir auknum kvóta til handa Tónkjallaranum ehf.
  Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
     
6.   1804198 – Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2018
6-1804198
  Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga fyrir árið 2017 sem haldinn verður fimmtudaginn 26. apríl nk.
  Bæjarráð felur Gunnari Egilssyni, formanni bæjarráðs, að sækja fundinn f.h. Sveitarfélagsins Árborgar og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
     
7.   1804151 – Lóðarumsókn
7-1804151
  Erindi frá Vörðufelli þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 9 við Víkurheiði.
  Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði til sex mánaða með þeim fyrirvara að unnið er að enduskoðun deiliskipulagsins og kunna því lóðarmörk að taka breytingum.
     
8.   1804238 – Athugasemdir – ljósaskilti á Eyravegi 2
8-1804238
  Erindi íbúa við Jórutún, dags. 10. apríl, þar sem óskað er eftir að gripið verði til aðgerða vegna auglýsingaskiltis við Eyraveg 2.
  Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að svara erindinu.
     
9.   1804248 – Bakhjarlar – tuttugu ára afmæli Hróksins
9-1804248
  Erindi frá Hróknum, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Árborg gerist bakhjarl félagsins.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
     
10.   1804300 – Umsögn – frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða
10- 1804300 1. hluti
10- 1804300 2. hluti
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, mál 425.
  Lagt fram til kynningar.
     
11.   1804301 – Umsögn – frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.
11-1804301 – 1. hluti
11-1804301 – 2. hluti
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), mál 467.
  Lagt fram til kynningar.
     
12.   1804288 – Umsögn – frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl., gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta
12-1804288
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl  þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), mál 454
  Lagt fram til kynningar.
     
13.   1804289 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru o.fl.
13-1804289
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029.
  Lagt fram til kynningar.
     
14.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
14-1708133
  Lokaskýrsla undirbúningshóps vegna nýs skóla í Björkurstykki.
  Skýrslan er lögð fram. Bæjarráð þakkar fyrir vinnu starfshópsins.
     
15.   1804317 – Áhorfendastúka í íþróttahúsinu Iðu
  Farið var yfir mögulegar útfærslur á stúku í Iðu. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa að vinna áfram að málinu.
     
16.   1804318 – Nýtt gólfefni í íþróttahúsinu Iðu
     
17.   1802010 – Vilyrði fyrir sjávarlóð við Eyrarbakka til sex mánaða vegna sjóbaða
  Guðmundur Ármann Pétursson kom inn á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
    Ásta Stefánsdóttir

 
142. fundur bæjarráðs


142. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801008 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  39. fundur haldinn 4. apríl

1801008

  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1802031 – Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2017-2018
  4. fundur haldinn 20. mars
  -liður 1, tippur við Lækjamót. Samningaviðræður standa yfir við landeiganda og umráðamann tipps við Lækjamót varðandi frágang hans. Starfsleyfi fyrir nýjan stað er í auglýsingaferli.
-liður 2, um akstur strætisvagna. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ræða við Strætó um þá annmarka sem lýst er í fundargerðinni.
-liður 3, samningur við hestamannafélagið Sleipni. Samningurinn verður sendur hverfisráði, auk þess sem hann er birtur á vef sveitarfélagsins.
-liður 4, lega hjólastígs frá Strokkhólsvegi og niður úr. Hönnunargögn vegna hjólastígs verða send hverfisráði.
-liður 5, hjólastígar við Votmúlaveg. Ekki er tímasett áætlun um göngu- og hjólastíg meðfram Votmúlavegi.
-liður 6, umhverfismál, bílhræ á opnum svæðum. Þegar ábendingar berast áhaldahúsi sveitarfélagsins um bílhræ á opnum svæðum þá er Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fengið til að líma tilkynningu á viðkomandi bíl um að hann verði fjarlægður ef eigandi aðhefst ekki. Samningur er við Vöku um að fjarlægja bílana að tilskildum tíma liðnum. Hverfisráði er bent á að senda ábendingar um bílhræ á opnum svæðum til verkstjóra áhaldahúss.
-liður 7, umhverfi gámasvæðisins við Víkurheiði. Bæjarráð þakkar ábendinguna.
-liður 8, auglýsingar kjörstjórnar. Bæjarráð treystir kjörstjórn til að auglýsa kosningar í sveitarfélaginu með þeim hætti að það standist áskilnað laga og reglna. Ábendingunni er vísað til kjörstjórnar.
-liður 10, afgreiðslur bæjarráðs og nefnda. Afgreiðslur bæjarráðs hafa verið sendar með tölvupósti á netfang ritara hverfisráðs til þessa. Afgreiðslur verða sendar á fleiri ráðsmenn eftirleiðis.1802031
     
3.   1804060 – Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2018
  21. fundur haldinn 23. mars
  Lagt fram.

1804060

     
Almenn afgreiðslumál
4.   1802044 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2018
  Rekstraryfirlit janúar – febrúar og yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði janúar – mars
  Lagt fram.
     
5.   1712209 – Sveitarfélagamörk í Árbakkalandi
  Svarbréf frá Flóahreppi, dag. 6. apríl, vegna óska um breytingar á sveitarfélagsmörkum í Árbakkalandi.
  Lagt fram svarbréf Flóahrepps.

1712209

     
6.   1803097 – Knatthús Selfossi 2018
  Tillaga að teikningu og kostnaðaráætlun yfirfarin.
  Farið var yfir gögn varðandi undirbúning útboðs og kostnaðaráætlun. Samþykkt var að vinna málið áfram miðað við tillögu að grunnmynd nr. 3.
     
7.   0904212 – Tenging milli Vatnsveitu Flóa og Árborgar
  Samningur við Landsvirkjun um uppgjör vegna samnings frá 2009 um afhendingu á vatni til Flóahrepps.
  Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins falið að ganga frá samningnum.
     
8.   1804124 – Samkomulag um aðgang að sundstöðum Árborgar
  Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps um aðgang að sundstöðum Árborgar fyrir börn, ungmenni og eldri borgara með lögheimili í Flóahreppi.
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.

1804124

     
9.   1804125 – Beiðni – styrktarsamningur milli Árborgar og Veiðisafnsins á Stokkseyri
  Erindi frá Páli Reynissyni,dag. 26. febrúar, fyrir hönd Veiðisafnsins þar sem hann óskar eftir árlegum rekstrarstyrk til handa safninu.
  Bæjarráð samþykkir að gera samning við Veiðisafnið um 500.000 kr. styrk árlega með þeim skilmálum sem í erindinu greinir.

1804125

     
10.   1803291 – MMA æfingar í Sandvíkursalnum
  Á fundinn komu Hlynur Torfi Rúnarsson og Þórður Sindri Ólafsson frá MMA sem hefur haft aðstöðu til æfinga í Sandvíkursalnum. Fóru þeir yfir það hvernig skipulag MMA æfinga hefur þróast.
     
11.   1803185 – Fundartími bæjarráðs 2018
  Samþykkt var að fella niður fund bæjarráðs í næstu viku þar sem reglulegan fundartíma ber upp á sumardaginn fyrsta.
     
12.   1804172 – Tækifærisleyfi – 20 ára afmælistónleikar í Íþróttahúsinu Iðu
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um umsókn um tækifærisleyfi frá kl. 19:30 til miðnættis.

1804172

     
Erindi til kynningar
13.   1804059 – Aldurssamsetning íbúa sveitarfélaga 2018
  Upplýsingar um aldursdreifingu hjá sveitarfélögum fyrir árin 1998 og 2018
  Lagt fram til kynningar.

1804059

     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50.

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

 
141. fundur bæjarráðs


141. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 5. apríl 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar
1.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
1-1802059
  264. fundur haldinn 6. mars
  Lagt fram.
     
2.   1701105 – Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2017
2-1701105
  19. fundur haldinn 14. nóvember
  Lagt fram.
     
3.   1803263 – Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2018
  20. fundur haldinn 2. febrúar
21. fundur haldinn 23. mars
  Lagt fram.
     
4.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
4-1803226
  15. fundur haldinn 19. febrúar
  Lagt fram.
     
5.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
5-1802003
  185. fundur haldinn 22. mars
  Lagt fram.
     
6.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
6-1802019
  858. fundur haldinn 23. mars
  Lagt fram.
     
7.   1803295 – Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2018
7-1803295
  Fundur haldinn 20. mars
  -liður 1, fjölgun byggingarlóða, unnið er að breytingum á skipulagi lóða við Ólafsvelli til að fjölga par-/raðhúsalóðum, einnig er til skoðunar hvar næstu byggingarlóðir verða gerðar.
-liður 2, bílaplan við Gimli, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs.
-liður 3, skemmdir á grasi við Fréttablaðskassa, vísað til framkvæmda- og veitusviðs.
-liður 4, mikið um villiketti, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs.
-liður 5, hundagerði, framkvæmda- og veitusviði er falið að meta kostnað við að setja upp afgirt hundasleppisvæði.
-liður 6, bílhræ í þorpinu, leitast er við að beita þeim heimildum sem sveitarfélagið hefur til að láta fjarlægja bílhræ, erfitt er að eiga við bílhræ inni á einkalóðum þar sem takmarkaðar heimildir eru fyrir hendi.
-liður 7, minkur í varnargarðinum, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs.
-liður 8, Þuríðargarður verði nýttur til útikennslu, skólanum er heimilt að nýta garðinn til útikennslu. Bæjarráð felur starfsmönnum umhverfisdeildar að funda með hverfisráði Stokkseyrar og fara yfir tillögur þeirra að útfærslu garðsins.
-liður 9, vantar áningarbekk við Þuríðarbúð, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs.
-liður 10, færsla á stoppistöð, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að ræða við strætó um að bílstjórar gæti þess að stöðva ekki þannig að lokist fyrir innkeyrslur að húsum.
-liður 11, afgreiðsla mála í nefndum, bæjarráð hvetur hverfisráð til að fylgjast með fundargerðum nefnda.
-liður 12, sláttur á bökkum Löngudælar, ekki er gert ráð fyrir að bakkar Löngudælar séu slegnir.
-liður 13, hraðahindrun er nokkrum metrum vestar, ekki stendur til að setja hraðahindrun við Íragerði, en bæjarráð vísar því til skipulags- og byggingarnefndar að meta það hvort setja eigi gangbraut við Íragerði.
-liður 14, þrenging eða vistgata í Íragerði, á skipulagi er ekki gert ráð fyrir þrengingum inn í botnlanga við Íragerði, frekar en annars staðar í sveitarfélaginu.
-liður 15, hreinsun við Eymdina, erindinu er vísað til framkvæmda- og veitusviðs.
     
Almenn afgreiðslumál
8.   1803262 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála
8-1803262
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um breytingar á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggða rmála, mál, 389.
  Lagt fram.
     
9.   1803288 – Umsögn – frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur
9-1803288
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, mál 345.
  Lagt fram.
     
10.   1803289 – Umsögn – frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði
10-1803289 – Fyrri hluti
10-1803289 – Seinni hluti
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. Mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, mál. 394.
  Lagt fram.
     
11.   1803232 – Áskorun – endurskoða reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi
11-1803232
  Áskorun frá FEB, dagsett 15. mars, þar sem skorað er á Sveitarfélagið Árborg að endurskoða reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi.
  Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2019. Fjármálastjóra er falið að taka saman minnisblað með samanburði á afsláttum af fasteignasakatti og fráveitugjöldum hjá sveitarfélögum af svipaðri stærð.
     
12.   1803198 – Styrkbeiðni vegna Verðlaunahátíðar barnanna
12-1803198
  Erindi frá Sagna- samtökum um barnamenningu, dags. 19. mars, þar er óskað er eftir styrk vegna hátíðarinnar.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
     
13.   1803188 – Beiðni um vilyrði fyrir lóð – Larsenstræti 4
13-1803188
  Beiðni frá Sólningu, dags. 19. mars, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 4 við Larsenstræti. Einnig koma lóðir nr. 2, 6 og 8 við Larsenstræti til greina.
  Lóðirnar nr. 2, 4, 6 og 8 eru ekki ætlaðar fyrir verkstæðisstarfsemi skv. skipulagi og er beiðni um vilyrði því hafnað. Bæjarráð felur framkvæmda- og veitusviði að láta kostnaðarmeta gatnagerð í Larsenstræti til að gera megi lóðir nr. 10, 12, 14 og 16 byggingarhæfar. Skipulagsskilmálar á því svæði gætu mögulega rúmað þá starfsemi sem sótt er um.
     
14.   1803286 – Beiðni um staðfestingu fyrir lóðarúthlutun að Víkurheiði 2
14-1803286
  Erindi frá Set ehf, dags. 22. mars, þar sem óskað er eftir staðfestingu á úthlutun lóðar að Víkurheiði 2.
  Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni með formlegum hætti.
     
15.   1803287 – Fyrirspurn – hugsanleg endurbygging Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka
15-1803287
  Fyrirspurn frá Ingu Láru Baldvinsdóttur o.fl., dags. 26. mars, þar sem spurt er um hugsanlega endurbyggingu Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka með tilliti til aðalskipulags, deiliskipulags o.fl.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjendur um afmörkun svæðis/lóðar.
     
16.   1707110 – Upplýsingar – rekstur félagslegra leiguíbúða
16-1707110
  Erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dags. 21. mars 2018, þar sem koma fram niðurstöður könnunar sem KPMG stóð fyrir á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum.
  Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að ræða við Varasjóð húsnæðismála þar sem upplýsingar um eignasafn sveitarfélagsins stemma ekki.
     
17.   1603194 – Tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og ný brú á Ölfusá
  Bæjarráð Árborgar ítrekar tilmæli sín til fjármála- og samgönguráðuneytisins þess efnis að Vegagerðinni verði tryggðir fjármunir til að ráðast í framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og gerð nýrrar brúar á Ölfusá. Unnið hefur verið að hönnun vegarins og brúarinnar um nokkurt skeið og samningaviðræður Vegagerðarinnar við landeigendur, þar sem kaupa þarf upp land, eru langt komnar. Nauðsynlegt er að tryggja áframhald verkefnisins, enda eykst stöðugt umferðarálag á umræddum vegarkafla. Um er að ræða einn fjölfarnasta hluta þjóðvegakerfisins og er afar brýnt að bæta umferðaröryggi á kaflanum og auka afkastagetu með nýrri brú á Ölfusá. Öll sú umferð sem hlýst af auknum ferðamannastraumi um Suðurland og til Austurlands fer í gegnum Selfoss og um Ölfusárbrú, auk þeirrar umferðar sem fer um Landeyjahöfn að sumarlagi. Minna má á að ítrekað hafa komið fram loforð fyrri ríkisstjórna um breikkun vegarins og nýja brú. Bæjarráð Árborgar gerir þá kröfu að brugðist verði við með fjármagni til verkefnisins nú þegar.
     
Erindi til kynningar
18.   1803253 – Tillögur um bættar aðstæður utangarðsfólks
18-1803253
  Erindi frá Velferðarvaktinni dag. 22. mars, um bættar aðstæður utangarðsfólks.
  Lagt fram.
     
19.   1803283 – 96. þing HSK
19-1803283
  Tillögur sem samþykktar voru á 96. héraðsþingi HSK 10. mars sl.
  Lagt fram.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:40.

 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

 
140. fundur bæjarráðs


140. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá styrktar- og þjónustusamning við Fischersetrið. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801005 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018
  49. fundur haldinn 13. mars
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1803164 – Fundargerðir Fasteignafélags Árborgar slf 2018
2-1803164
  Fundur haldinn 16. mars
  Fundargerðin lögð fram.
     
3.   1802031 – Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2017-2018
3-1802031
  3. fundur haldinn 14. febrúar
  -liður 1, skólaakstur. Bæjarráð vísar ábendingunum til fræðslustjóra.
-liður 4, bæjarskilti við Votmúlaveg. Bæjarráð felur framkvæmda- og veitusviði að ræða við Vegagerðina um uppsetningu bæjarskilta.
Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1803120 – Umsögn – frumvarp til laga um persónuvernd
4-1803120 – FYRRI HLUTI
4-1803120 – SEINNI HLUTI
  Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um persónuvernd.
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að fara yfir drögin.
     
5.   1803131 – Umsögn – frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands
5-1803131
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, mál 339.
  Lagt fram.
     
6.   1803141 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um byggðaáætlun
6-1803141
  Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 12. mars þar sem tillaga sem kynnt er að þingsályktun um stefnumótandi áætlun í byggðamálum 2018-2024.
  Lagt fram.
     
7.   1709203 – Opið bókhald
7-1709203
  Lagt var fram minnisblað fjármálastjóra um tilboð í lausnina „Opið bókhald“. Samþykkt var að taka tilboði KPMG. Tilboðið rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.
     
8.   1803155 – Ályktun – Dagdvalarrými í Árborg
  Bæjarráð Árborgar óskar eftir svörum frá velferðarráðuneytinu við umsókn, dags. 4. september 2017, um fjölgun almennra dagdvalarrýma í sveitarfélaginu sem nemur 6 rýmum. Umsóknin var sett fram þar sem fyrir dyrum stendur flutningur almennrar dagdvalar í rúmbetri húsakynni, sem gefur færi á að veita fleirum þjónustu. Framkvæmdasjóður aldraðra samþykkti á sl. ári 23,7 mkr. fjárframlag til byggingar stærra húsnæðis fyrir dagdvöl og standa framkvæmdir nú yfir. Á biðlista eftir rými á almennri dagdvöl eru nú 7 einstaklingar. Dagdvölin þjónar bæði íbúum í Sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi. Dagdvöl er mikilvægt úrræði til stuðnings þeim einstaklingum sem þurfa stöðugt eftirlit og umsjá. Verulegur skortur er á hjúkrunarrýmum í Árnessýslu í framhaldi af lokun Kumbaravogs og Blesastaða og er því enn brýnna að geta boðið öldruðum sem bíða eftir hjúkrunarrými pláss í dagdvöl.
Þá á Sveitarfélagið Árborg einnig óafgreitt erindi hjá ráðuneytinu varðandi úrræði sem snýr að því að bjóða einstaklingum stöku sinnum næturgistingu í húsnæði dagdvalarinnar í Vallholti, en þar er boðið upp á dagdvöl fyrir einstaklinga með minnissjúkdóma. Á biðlista eftir plássi í þar eru nú sex einstaklingar. Hugmyndin að því að bjóða dvöl að næturlagi í húsnæði dagdvalar var sett fram í því skyni að unnt væri að bjóða fjölbreyttari úrræði þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og mæta þörfum hópsins betur.
Í ljósi þess að nýtt hjúkrunarheimili í Árborg verður ekki tekið í notkun fyrr en á árinu 2020 er afar brýnt að unnt sé að bjóða sem flestum úrræði á borð við dagdvöl. Er því afar mikilvægt að jákvæð svör fáist við þeim erindum Sveitarfélagsins Árborgar sem að framan eru rakin.
     
9.   1501110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg
9-1501110
  Lagðar voru fram fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.
     
10.   1612105 – Verkefnið Ísland ljóstengt 2017 – umsóknarferli
10-1612105
  Samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2018
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að undirrita hann.
     
11.   1803181 – Tækifærisleyfi – Páskaball Hvíta hússins
11-1803181
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi og lengdan opnunartíma í Hvíta húsinu 2. apríl nk.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. Kjartan Björnsson D-lista,vék af fundi við afgreiðslu málsins.
     
12.   1803186 – Tillaga frá S-lista um auglýsingar á lausum lóðum undir atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu
12-1803186
  Tillaga frá S-lista þar sem lagt er til að sveitarfélagið auglýsi til umsóknar í stóru landsfjölmiðlunum lausar lóðir undir atvinnustarfsemi.
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Tillaga til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Svf. Árborgar 22.mars 2018:
Undirrituð leggur til að Svf. Árborg auglýsi til umsóknar í stóru landsfjölmiðlunum lausar lóðir undir atvinnustarfssemi.
Greinargerð:
Gríðarleg íbúafjölgun hefur orðið í sveitarfélaginu á skömmum tíma. Mikilvægt er að sem flestir íbúar hafi möguleika á því að velja að starfa í sveitarfélaginu og þurfi síður að sækja vinnu um langan veg. Í ljósi þessa skiptir miklu máli að bæjaryfirvöld sæki sem mest fram í atvinnumálum og bjóði ný fyrirtæki velkomin með sína starfsemi. Það er afar mikilvægt að vekja athygli á þeim möguleikum sem eru í boði í sveitarfélaginu.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að láta auglýsa þær lóðir sem eru byggingarhæfar.
     
13.   1803185 – Fundartími bæjarráðs 2018
  Fundartími í vikunni fyrir páska
  Bæjarráð samþykkir að fundur í dymbilviku falli niður.
     
14.   1704132 – Gagnaveitan – ljósleiðaravæðing
  Viljayfirlýsing Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðaravæðingu Árborgar.
  Erling Freyr Guðmundsson og Jóhann Sveinn Sigurleifsson komu inn á fundinn og kynnti Erling áætlanir Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðaralagnir í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg.
Véku þeir af fundi að kynningu lokinni.
Bæjarráð fagnar framtakinu sem mun bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur framkvæmdastjóra að undirrita hana.
     
15. 

 

1803231 – Styrktar- og þjónustusamningur við Fischersetrið á Selfossi
15-1803231
Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
Erindi til kynningar
16.   1801182 – Samningur um reiðvegagerð í Árborg 2019-2024
16-1801182
  Samningur um uppbyggingu reiðvega í Sveitarfélaginu Árborg
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 09:40.

 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

 
139. fundur bæjarráðs


139. fun
dur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 15. mars 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801006 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018
  49. fundur haldinn 7. mars 2018
  -liður 1, 1802241, breytingar á mannvirkjalögum. Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og byggingarnefndar þar sem tekið er undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga að víðtæk faggildingarkrafa frá og með 1. janúar 2019 muni þýða aukin útgjöld fyrir byggingaraðila og sveitarfélög. Nefndin tekur einnig undir þau sjónarmið sambandsins að tekin verði upp þrískipt flokkun á grundvelli stærðar og vandastigs.

Fundargerðin staðfest.

     
2.   1801003 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  42. fundur haldinn 8. mars
  Lagt fram.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
3-1802004
  530. fundur haldinn 2. mars 2018
  Lagt fram.
     
4.   1603040 – Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
4-1603040
  Fundargerð verkkaupafundar, 11. fundur haldinn 2. mars 2018.
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
5.   1803084 – Umsögn – frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu, rétt til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum
5-1803084
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 6. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til helbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), mál 178.
  Lagt fram.
     
6.   1803090 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga
6-1803090
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 8. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, mál 200.
  Lagt fram.
     
7.   1803077 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum
7-1803077
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um þingsályktun um aðgengi að stafrænum smiðjum, mál 236.
  Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra.
     
8.   1802044 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2018
  Rekstraryfirlit og yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði – janúar
  Lagt fram.
     
9.   1606090 – Hringtorg og undirgöng við Eyraveg
9-1606090
  Áskorun til Vegagerðarinnar og Samgönguráðuneytisins um að tryggja fjárframlag til framkvæmda við hringtorg á mótum Suðurhóla, Hagalækjar og Eyravegar og undirgöng undir Eyraveg í tillögum til fjárlaga fyrir árið 2019.
  Í ljósi þess að nú stendur yfir vinna innan ráðuneyta og ríkisstofnana við gerð tillagna til fjárlaga ársins 2019 vill bæjarráð Árborgar árétta fyrri bókanir sínar og erindi til fjárlaganefndar varðandi nauðsyn þess að gera hringtorg á mótum Eyravegar, Suðurhóla og Hagalækjar á Selfossi og undirgöng undir Eyraveg. Vegagerðin er veghaldari Eyravegar og beinir Árborg því til Vegagerðarinnar og Samgönguráðuneytisins að tryggt verði fjármagn eigi síðar en á fjárlögum 2019 til að gera megi hringtorg við téð gatnamót og undirgöng undir Eyraveg.
Mikil og hröð umferð bifreiða er af Eyrarbakkavegi inn á Eyraveg og umrædd gatnamót fjölfarin af gangandi og hjólandi vegfarendum, bæði börnum og fullorðnum. Hagahverfi er nú í mjög hraðri uppbyggingu og eykst því stórlega umferð gangandi og hjólandi barna um gatnamótin. Það er því verulega brýnt út frá öryggissjónarmiðum að ráðist verði í þessar framkvæmdir sem allra fyrst.
     
10.   1803109 – Útfærsla launaþróunartryggingar – hækkun launatöflu
10-1803109
  Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar vegna aðildarfélaga ASÍ og BSRB, sem nemur 1,4% hækkun á launatöflu aðila frá 1. janúar 2018.
  Lagt fram.
     
11.   1803110 – Verkefnið Umhverfis Suðurland
11-1803110
  Kynning á verkefninu sem er áhersluverkefni á vegum SASS. Beiðni um tilnefningu tengiliðar.
  Bæjarráð samþykkir að Auður Guðmundsdóttir verði tengiliður sveitarfélagsins vegna verkefnisins.
     
12.   1802132 – Þjónustusamningur – ráðgjafarvinna vegna innleiðingar á nýju persónuverndarlöggjöfinni GDPR
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ganga frá samningi við Dattaca Labs ehf um ráðgjafarvinnu varðandi innleiðingu á nýju persónuverndarlöggjöfinni.

Skýrsla vegna persónuverndar

     
Erindi til kynningar
13.   1803080 – Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2018
13-1803080
  Dagskrá aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður 23. mars á Grand Hótel Reykjavík.
  Bæjarráð felur Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

     
14.   1801017 – Orkunýtingarstefna SASS, endanleg útgáfa
14-1801017
  Lagt fram.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:35

Gunnar Egilsson                                              Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                    Helgi Sigurður Haraldsson
Ásta Stefánsdóttir                                            Eyrún B. Magnúsdóttir
138. fundur bæjarráðs


138. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 8. mars 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1. 1801008 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018

38. fundur haldinn 28. febrúar
-liður 2, 1802165, Styrkbeiðni frá Kaffi Selfoss ofl vegna HM svæðis á Selfossi. Bæjarráð samþykkir að koma að verkefninu með því að aðstoða við ákveðin verkefni tengd uppsetningu og kynningu HM-svæðisins, án beins fjárstuðnings. Menningar- og frístundafulltrúa er falið að vera í sambandi við styrkbeiðendur varðandi útfærslu verkefnisins.
Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar

2. 1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
2-1802019

857. fundur haldinn 23. febrúar
Lagt fram.

3. 1802026 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2018
3-1802026

188. fundur haldinn 27. febrúar
Lagt fram.

4. 1803042 – Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga 2018
4-1803042

Fundur haldinn 27. febrúar
Lagt fram.

Almenn afgreiðslumál

5. 1802206 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum
5-1802206

Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 26. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, mál 90.
Erindinu er vísað til félagsmálastjóra til skoðunar.

6. 1802212 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku
6-1802212
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 26. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, mál 179.
Lagt fram.

7. 1802240 – Umsögn – frumvarp til sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn
7-1802240

Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 28. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn ) mál 190.
Lagt fram.

8. 1802239 – Rekstrarleyfisumsögn – Skálinn Stokkseyri
8-1802239

Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 28. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi á Hásteinsvegi 2, Stokkseyri, veitingar í flokki II og greiðasala.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.

Erindi til kynningar
9. 1802210 – Styrktarsjóður EBÍ 2018
9-1802210
Bréf frá EBÍ, dags. 21. febrúar, þar sem fram koma upplýsingar um styrktarsjóð EBÍ 2018.
Lagt fram.

10. 1802193 – Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2018
10-1802193
Auglýsing eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands
Lagt fram.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:40.

Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Ásta Stefánsdóttir
137. fundur bæjarráðs


137. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801003 – Fundargerð fræðslunefndar
  41. fundur haldinn 15. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
2.   1802106 – Umsögn – frumvarp til laga um útlendinga, rétt barna til dvalarleyfis
2-1802106
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), mál 34.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra.
     
3.   1802107 – Umsögn – frumvarp til laga um útlendinga, fylgdarlaus börn
3-1802107
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn) mál 42.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra.
     
4.   1802139 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir
4-1802139
  Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 15. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, mál 52
  Lagt fram.
     
5.   1802117 – Umsögn – frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, brottfall kröfu um ríkisborgararétt
5-1802117
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 14. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), mál 35.
  Lagt fram.
     
6.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Tilnefning á nýjum fulltrúa í Björkurskólahópinn stað Eyrúnar Bjargar Magnúsdóttur.
  Bæjarráð tilnefnir Helga S. Haraldsson, B-lista, til setu í starfshópi um byggingu skóla í landi Bjarkar.
     
7.   1802128 – Lóðarumsókn undir starfsemi RARIK ohf. á Selfossi
7-1802128
  Umsókn, dags. 12. febrúar, um lóð nr. 8 og 10 við Larsenstræti
  Málinu er frestað.
     
8.   1802158 – Tilnefningar eða framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. frá 2018
8-1802158
  Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
  Lagt fram.
     
Erindi til kynningar
9.   1802127 – Handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa
9-1802127
  Slóð á handbókina http://www.samband.is/media/lydraedi—mannrettindi/Lydraedisrit_loka.pdf
  Lagt fram til kynningar.
     
10.   1802126 – Sumarstörf fyrir háskólamenntaða 2018
10-1802126
  Erindi frá Vinnumálastofnun, dags. 14. febrúar, þar sem bent er á þann möguleika að ráða háskólamennaða atvinnuleitendur til sumarstarfa með fjárstyrk frá Vinnumálastofnun.
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00.

 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

 
136. fundur bæjarráðs


136. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 15. febrúar 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, varamaður
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801008 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  37. fundur haldinn 5. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1801006 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018
  47. fundur haldinn 7. febrúar
  -liður 9, 1801324 deiliskipulagsbreyting við leikskólann Álfheima. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst.
-liður 12, 1705111 tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurveg 52-60a. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst.
-liður 13, 1707183, tillaga að óverulegri aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags við Lén við Votmúlaveg. Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á aðalskiplagi og deiliskipulagi verði samþykkt.
-liður 14, 1802027, tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir HSU, reit við Árveg, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst.
-liður 16, 1711056, tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands verði auglýst.
Fundargerðin staðfest.
     
3.   1801003 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  40. fundur haldinn 8. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
4.   1802043 – Fundargerðir öldungaráðs Árborgar 2018
1802043
  5. fundur haldinn 1. febrúar
  -liður 1, 1801293, frístundastyrkur fyrir eldri borgara. Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. Bæjarráð felur félagsmálastjóra að afla upplýsinga um frístundastyrki og afsláttarkjör sveitarfélaga af sundkortum o.þ.h. í öðrum sveitarfélögum.
-liður 2, 1801292, afsláttur af fasteignaskatti og fráveitugjaldi. Bæjarráð bendir á að reglurnar voru endurskoðaðar í desember 2013. Bæjarráð felur fjármálastjóra að afla upplýsinga um viðmiðunartekjur varðandi afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi í öðrum sveitarfélögum.
     
5.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
1802059
  263. fundur haldinn 30. janúar
  Lagt fram.
     
6.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
1802004
  529. fundur haldinn 2. febrúar
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
7.   1802040 – Styrkbeiðni – ungbarnasundkennararáðstefna á Selfossi 2018
1802040
  Beiðni Busla, félags ungbarnasundkennara, dags. 5. febrúar, um styrk vegna samnorrænnar ungbarnasundkennararáðstefnu sem verður haldin á Selfossi í október nk.
  Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa að ræða við styrkbeiðendur.
     
8.   1801286 – Umsókn um stofnun nýrrar lóðar – Stardalur
1801286
  Beiðni, dags. 7. febrúar, um breytingar á lóð Stardals 1.
  Bæjarráð samþykkir að skipulags- og byggingarnefnd láti stofna sérstaka lóð sem verði úthlutað í samræmi við erindið.
     
9.   1802086 – Beiðni – greining á þörf íbúa og fyrirtækja fyrir þrífasa rafmagn
1802086
  Erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðaneytinu, dags. 8. febrúar, þar sem óskað er eftir að veittar verði upplýsingar um hvar sé mest og brýnasta þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í sveitarfélaginu.
  Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitusviðs.
     
10.   1702249 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2017
  Rekstraryfirlit janúar – desember 2017
  Lagt var fram rekstraryfirlit fyrir janúar til desember.
     
Erindi til kynningar
11.   1802083 – Ábending – þéttleiki byggðar og fjarlægðir í verslun á Selfossi
1802083
  Erindi, dags. 8. febrúar, þéttleiki skóla og verslunar á Selfossi. Ábending frá Ragnari Viðarssyni.
  Við endurskoðun aðalskipulags verður horft til þeirra þátta sem nefndir eru í erindinu. Bent er á að verslunar- og þjónustulóðir eru á því svæði sem nú er verið að deiliskipuleggja í landi Björkur.
     
12.   1711262 – Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland
1711262
  Minnisblað yfir stöðu á áfangastaðaáætlun DMP, vinnulagi, erindi sem sent var SASS o.fl.
  Lagt fram.
     

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:20.

 

Gunnar Egilsson   Ari B. Thorarensen
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

 

 
135. fundur bæjarráðs


135. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 8. febrúar 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, boðaði forföll.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801005 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018
  48. fundur haldinn 31. janúar
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1801004 – Fundargerðir félagsmálanefndar 2018
  34. fundur haldinn 30. janúar
  -liður 2, 1801220, reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
-liður 3, 1801221, reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
-liður 4, 1801222, reglur um daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg. B æjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   1802031 – Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2018
3-1802031
  1. fundur haldinn 27. nóvember
2. fundur haldinn 8. janúar
  Fundargerð 2. fundar – ályktun um öryggi gatnamóta við Tjarnabyggð og Eyrarbakkaveg. Bæjarráð samþykkir að senda ályktunina til Vegagerðarinnar og ræða hana á fundum með Vegagerðinni um samgöngumál.
Ályktun um aðgerðir til að lækka ökuhraða á Kaldaðarnesvegi frá gatnamótum við Eyrarbakkaveg og að Stóru-Sandvíkurafleggjara. Bæjarráð samþykkir að senda ályktunina til Vegagerðarinnar og ræða hana á fundum með Vegagerðinni um samgöngumál.
     
4.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
4-1802004
  528. fundur haldinn 11. og 12. janúar
  Lagt fram.
     
5.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
5-1802003
  184. fundur haldinn 25. janúar
  Lagt fram.
     
6.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
6-1802019
  856. fundur haldinn 26. janúar
  Lagt fram.
     
7.   1802026 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2018
7-1802026
  187. fundur haldinn 2. febrúar
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
8.   1801271 – Tækifærisleyfi – þorrablót í íþróttahúsinu á Stokkseyri
8-1801271
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi – Þorrablót í íþróttahúsinu Stokkseyri 10. febrúar nk.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
9.   1801197 – Viðræður um gatnakerfi í landi Byggðarhorns
9-1801197
  Erindi frá Netpörtum sf. dags. 23. janúar, þar sem óskað er eftir  því að sveitarfélagið taki við eignarhaldi á gatnakerfi í Byggðarhorni og komi að því að leggja bundið slitlag á veginn í samstarfi við Vegagerðina.
  Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
     
10.   1802020 – Samkomulag um landamerki Hraunstorfunnar
10-1802020
  Bæjarráð samþykkir að ganga frá landamerkjum í samræmi við erindið og felur framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita samkomulag um landamerkin.
     
11.   1802030 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)
11-1802030
  Erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 2. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun) 9. mál.
  Lagt fram.
     
12.   1802035 – Niðurgreiðsla til dagforeldra í Árborg 2018
12-1802035
  Tillaga um aukna niðurgreiðslu á þjónustu dagforeldra.
  Lagt er til að niðurgreiðslur Sveitarfélagsins Árborgar á þjónustu dagforeldra, sem nema nú 50.000 kr á mánuði miðað við 8 tíma vistun verði 65.000 á mánuði frá 1. mars nk. miðað við 8 tíma vistun. Jafnframt er lagt til að út árið 2018 verði veittur stofnstyrkur til dagforeldra að fjárhæð kr. 100.000 miðað við að dagforeldri sé með leyfilegan hámarksfjölda barna í gæslu.
Lagt er til að starfandi dagforeldrar, sem hafa starfað í meira en 8 mánuði samfellt geti sótt um styrkinn 1. mars nk. og að hann verði greiddur í eingreiðslu fyrir 1. apríl nk. Dagforeldrar sem eru með skemmri starfsaldur eða hefja störf á árinu 2018 geti sótt um styrkinn þegar umsókn um leyfi til að starfrækja daggæslu hefur verið samþykkt. Styrkurinn verði greiddur í tvennu lagi, 50.000 kr. þegar umsókn hefur verið samþykkt og starfsemi hafin og 50.000 kr. þegar dagforeldri hefur starfað samfellt í 8 mánuði.Greinargerð:
Dagvistarplássum hjá dagforeldrum í Sveitarfélaginu Árborg hefur ekki fjölgað í takt við aukna eftirspurn sl. mánuði. Sveitarfélagið birti í byrjun janúar sl. auglýsingu þar sem áhugasamir voru hvattir til að gerast dagforeldrar, en enn sem komið er hefur engin ný umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsum borist félagsþjónustu Árbogar. Nokkur fjöldi barna er nú á biðlista hjá dagforeldrum eftir þjónustu. Með framangreindum breytingum vonast sveitarfélagið til að geta hvatt áhugasama aðila til að hefja störf sem dagforeldrar.Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15

Gunnar Egilsson                                            
Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                               
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Ásta Stefánsdóttir
134. fundur bæjarráðs


134. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 1. febrúar 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801008 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  36. fundur haldinn 24. janúar
  Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
2.   1710009 – Húsnæðisáætlun Árborgar
2-1710009
  Húsnæðisáætlun 2018-2025 fyrir Árborg
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að húsnæðisáætlunin verði samþykkt.
     
3.   1712158 – Einelti í grunnskólum
3-1712158
  Minnisblað frá fræðslusviði vegna óskar bæjarráðs um upplýsingar um verklag og viðbrögð skóla og fleiri aðila í eineltismálum.
  Bæjarráð felur fræðslustjóra í samráði við menningar- og frístundafulltrúa og forvarnahóp sveitarfélagsins að vinna tillögu að áætlun til að auka enn frekar umræðu og forvarnir varðandi einelti og hvers kyns áreiti og ofbeldi í sveitarfélaginu.
     
4.   1801217 – Lífeyriskröfur Brúar vegna A deildar – stofnanir SASS
4-1801217
  Lagt fram yfirlit frá Brú lífeyrissjóði um skuldbindingar stofnana SASS
  Bæjarráð samþykkir að greiða hlutdeild sveitarfélagsins vegna lífeyrisskuldbindingar A deildar Brúar lífeyrissjóðs fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Menningarráð og Skólaskrifstofu.
     
5.   1802002 – Afsal af lóðunum – Austurvegur 51 og 53
  Bæjarráð staðfestir afsalið og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að undirrita afsalið.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.

 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
    Ásta Stefánsdóttir

 

 
133. fundur bæjarráðs


133. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 25. janúar 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801006 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018
  46. fundur haldinn 17. janúar           
Fylgigögn skip og bygg 1 hluti 
Fylgigögn skip og bygg 2 hluti
  -liður 2, 1712152, beiðni um breytingu á skipulagsskilmálum að Hraunhellu 19, Selfossi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar verði staðfest.
-liður 3, 1801092 beiðni um breytingar á lóðinni að Austurvegi 65, Selfossi, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.
Fundargerðin staðfest.
     
2.   1801003 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  39. fundur haldinn 18. janúar
2. fylgigögn fræðslunefndar
  -liður 3, 1801066, beiðni um styrk vegna útgáfu bókarinnar Transbarnið, umsækjandi Trausti Steinsson. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um 200.000 kr. styrk til útgáfu bókarinnar.
-liður 6, 1801044 verklagsreglur fagráðs sérdeildar Suðurlands, starfsreglur sérdeildar Suðurlands, reglur um innritun og útskrift nemenda sérdeildar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.
Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
3.   1801135 – Atvinnumál – afsláttur af hitaveitugjaldi fyrir sæbjúgnaeldi
3- 1801135
  Beiðni frá Sæbýli ehf, dags. 16. janúar, þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á heitu vatni frá Selfossveitum vegna sæbjúgnaeldis.
  Bæjarráð samþykkir styrk til Sæbýlis vegna kaupa á heitu vatni fyrir árið 2018 sem nemur 25% afslætti frá gjaldskrá Selfossveitna í samræmi við reglur um styrki til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja vegna orkunotkunar.
     
4.   1801146 – Fablab smiðja við FSu
4-1801146
  Tillaga um aðkomu sveitarfélaga að stofnun Fablab smiðju við FSu.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið miðað við að gerður verði samningur um þriggja ára verkefni með aðkomu sveitarfélaganna.
     
5.   1801166 – Lénið Selfoss.is
5-1801166
  Bæjarráð afturkallar vilyrði til Más Ingólfs Mássonar vegna afnota af léninu www.selfoss.is og samþykkir að nýta lénið til kynningarmála fyrir sveitarfélagið í samræmi við ráðleggingar ráðgjafa í tengslum við stefnumótun í ferðamálum.
     
6.   1801177 – Fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka
6-1801177
  Tillaga frá Örnu Ír Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa S-lista, um að greiðslur til íþróttafélaga og félagasamtaka verði skilyrtar.
  Svf. Árborg áskilur sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara/umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda. Einnig skulu þeir sem Svf. Árborg styrkir hafa jafnréttisáætlanir, sýna fram á að farið sé eftir þeim og að aðgerðaráætlun sé skýr. Svf. Árborg hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.Tillagan var samþykkt samhljóða. Menningar- og tómstundafulltrúa er falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur.
     
7.   1801181 – Rekstrarleyfisumsögn – Eldhúsið
7-1801181
  Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 22. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi, veitingar í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
8.   1801182 – Samningur um reiðvegagerð í Árborg 2019-2024
8-1801182
  Beiðni reiðveganefndar Sleipnis, dags. 22. Janúar, þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um uppbyggingu reiðvega í Árborg.
  Bæjarráð samþykkir að framlengja samning um reiðvegagerð til fimm ára í samræmi við erindið.
     
Erindi til kynningar
9.   1801145 – Aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu í opinberum innkaupum
9-1801145
  Kynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvernig hægt sé að verjast spillingu í opinberum innkaupum. Skýrsla Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustfundi 2017.
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40.

 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir