12. fundur bæjarstjórnar Árborgar, 15.maí 2019

 1. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 15. maí 2019, í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:                    

Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi, M-lista

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Brynhildur Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista

Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

 

Almenn erindi
1. 1806094 – Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
  Fyrri umræða
Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, 46. grein – um fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.
  Lagt er til að vísa breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, 46. grein – um fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að til síðari umræðu.

Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

     
2. 1903178 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista – Upplýsingar um gatnagerðargjöld af lóðum í Álalæk
  Frekari gögn vegna málsins verða lögð fram á fundinum.
  Lögð var fram gildandi skráning BG eigna ehf. og breytingasaga, ásamt stofngögnum. Gildandi skráning er sú sama og stofnskráningin. Einnig voru siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Sveitarfélaginu Árborg lagðar fram.

Ari Björn Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er dapurlegt að verða vitni að því að svo reyndir bæjarfulltrúar eins og Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen skuli ekki sjá ástæðu til þess að draga til baka þau ummæli sem þeir viðhöfðu á síðasta bæjarstjórnarfundi í garð bæjarfulltrúa Tómasar Ellerts Tómassonar . Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að bæjarfulltrúarnir Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen hafi ekki sýnt háttvísi í umræðum um þetta mál. Ummæli þeirra voru hrein og klár ósannindi, fyrir liggur að forseti bæjarstjórnar hefur lagt fram gögn því til staðfestingar. Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt með undirritun sinni. Í 3. gr. siðareglna sveitarfélagsins segir m.a að kjörnir fulltrúar eigi að sýna störfum og réttindum annara kjörinna fulltrúa virðingu, að auki kemur fram í 2. gr. siðareglna að kjörnir fulltrúar eigi að forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu eða hvað það sem varpað getur rýrð á störf þeirra eða Svf Árborgar. Undirrituð telja það sjálfsagt og eðlilegt að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í samræmi við hlutverk sitt skv. 29. gr sveitarstjórnarlaga taki til umfjöllunar og úrskurði hvort bæjarfulltrúarnir Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen hafi brotið gegn siðareglum Svf Árborgar með ummælum sínum og háttvísi á síðasta bæjarstjórnarfundi þann 30 apríl s.l.
Sigurjón V Guðmundsson Á lista
Helgi S Haraldsson, B-lista,
Tómas E Tómasson, M-lista,
Eggert V Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

     
3. 1902099 – Lóðarumsókn – Austurbyggð
  Tillaga frá 18. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. apríl sl., liður 3 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
     
4. 1901247 – Byggingarleyfisumsókn – Grenigrund 31
  Tillaga frá 34. fundi bæjarráðs frá 9. maí sl., liður 15.10 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
     
5. 1903047 – Fyrirspurn til bygginganefndar – Lækjarbakki 7
  Tillaga frá 34. fundi bæjarráðs frá 9. maí sl., liður 15.14 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
     
6. 1904353 – Erindisbréf Umhverfisnefndar
  Erindisbréf umhverfisnefndar lagt fram til samþykktar
  Erindisbréf umhverfisnefndar var borið undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.
     
7. 1905209 – Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar
  Lagt er til við bæjarstjórn, í framhaldi af tillögu að erindisbréfi umhverfisnefndar, þar sem landbúnaðarmál er færð undir þá nefnd, að erindisbréfi um skipulags- og byggingarnefnd verði breytt til því til samræmis. Þannig verði felld brott 2. mgr. 3. gr. erindisbréfs skipulags- og byggingarnefndar sem kveður á um að hlutverk nefndarinnar sé að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni um landbúnaðar og landnýtingu í sveitarfélaginu og eftir atvikum veita umsögn um stærri verkefni er snerta landbúnaða og landnýtingu.

  Breyting á erindisbréfi skipulags- og byggingarnefndar var borið undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.
     
8. 1904193 – Erindisbréf eigna- og veitunefndar Árborgar
  Erindisbréf eigna- og veitunefndar lagt fram til samþykktar
  Erindisbréf eigna- og veitunefndar var borið undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.
     
9. 1710064 – Heilsueflandi samfélag
  Drög að samningi við embætti Landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
  Samningurinn um Heilsueflandi samfélag var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
     
10. 1810218 – Erindisbréf – Samþykktir hverfisráða Árborgar
  Tillaga að samþykkt fyrir hverfisráð Sveitarfélagsins Árborgar.
  Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillaga að samþykktum fyrir hverfisráð Sveitarfélagsins Árborgar var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

     
11. 1904238 – Ársreikningur 2018
  Síðari umræða
  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ný bæjarstjórn tók við á miðju síðasta ári. Ársreikningur Svf. Árborgar 2018 er því að mörgu leyti arfleifð fyrri meirihluta og fjárhagsáætlana hans. Ljóst er að mörg tækifæri eru til að gera betur og í þeirri vinnu verður m.a. horft til þeirrar úttektar sem Haraldur L. Haraldsson vann fyrir sveitarfélagið á liðnum vetri að frumkvæði meirihlutans. Ársreikningur Svf. Árborgar fyrir 2018 telst þó vel viðunandi og má þar sérstaklega benda á veltufé frá rekstri sem er 11,9% af heildartekjum, auk þess sem skuldaviðmið sveitarfélagsins er í ásættanlegu horfi.
Fjölgun íbúa í sveitarfélaginu gerir kröfu um mikla uppbyggingu og fjárfestingar. Það er áríðandi að ná góðum árangri í rekstri og fjármálum til að standa undir öllum þeim fjárfestingum. Aukin áhersla verður framvegis lögð á nákvæmni við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélagsins þannig að hægt sé að halda öllum frávikum í lágmarki. Mikil frávik eru frá fjárhagsáætlun árið 2018, þó þau jafnist þokkalega út þegar allt er tekið saman. Áreiðanleg fjárhagsáætlun er ákaflega mikilvægt tæki til að gæta aðhalds í rekstri.
Það er markmið meirihluta bæjarstjórnar að þjónusta sveitarfélagsins við íbúa verði eins og best gerist. Til að svo megi verða þarf að tryggja aukna þjónusta, með hagkvæmari hætti en verið hefur. Einnig þarf að ráðast í allar þær fjárfestingar sem eru undirstaða góðrar þjónustu og eru orðnar löngu tímabærar.

Ársreikningur 2018 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista hafa áhyggjur af stöðu aðalsjóðs. Þrátt fyrir verulega tekjuaukningu (m.a. útsvar hækkar um 500 milljónir króna) er aðalsjóður rekinn með 50 milljón króna halla.
Einnig er áhyggjuefni að skuldahlutfall hækkar í raun. Tvennt gerir það að verkum að það lítur út fyrir að skuldahlutfall lækki lítið eitt, en það er ekki niðurgreiðsla skulda sem veldur því. Annars vegar lækkar það um 5,6% vegna þess að reikningur Leigubústaða Árborgar er tekinn út úr samstæðu sveitarfélagsins eins og nú er heimilt. Hitt atriðið, sem ekki er minnst á í greinargerð bæjarstjóra með ársreikningnum, er það að reiknireglum skuldaviðmiðs hefur verið breytt og lítur því skuldaviðmið nú út fyrir að vera lægra en það hefði ella verið.
Reksturinn er ekki í jafnvægi og virðist sem tökin á honum hafi slaknað á seinni hluta ársins, en þá voru teknar ýmsar ákvarðanir sem höfðu í för með sér aukinn rekstrarkostnað, umfram upphaflega fjárhagsáætlun. Í greinargerð bæjarstjóra er vísað til mikillar íbúafjölgunar sem fylgi tækifæri og áskoranir. Íbúafjölgun í Árborg er ekki ný af nálinni og vissulega kallar fjölgun íbúa t.d. á fleiri leikskólapláss. Það er þó ekki hægt að tala um aukinn kostnað því samfara, nema brugðist sé við fjölguninni og leikskólaplássum t.d. fjölgað. Þar hefur meirihluta bæjarstjórnar algerlega brugðist bogalistin, en orkunni virðist einkum beint að verkefnum sem sveitarfélagið hefur því miður ekki efni á að ráðast í.

     
Fundargerðir
12. 1904009F – Eigna- og veitunefnd – 1
  1. fundur haldinn 29. apríl.
     
13. 1904006F – Skipulags og byggingarnefnd – 18
  18. fundur haldinn 29. apríl.
     
14. 1905001F – Skipulags og byggingarnefnd – 19
  19. fundur haldinn 8. maí.
     
15. 1904013F – Umhverfisnefnd – 1
  1. fundur haldinn 2. maí.
  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til um lið 1, málsnr. 1904351 – Hreinsunarátakið 2019.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til um lið 2, málsnr. 1904352 – Sumaropnunartími gámasvæðis 2019.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 3, málsnr. 1904353 – Erindisbréf Umhverfisnefndar

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 4, málsnr. 1904354 – Sorpflokkun í Svf. Árborg.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

     
16. 1905003F – Eigna- og veitunefnd – 2
  2. fundur haldinn 6. maí.
  Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 1, málsnr. 1905067 – Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 2, málsnr. 1811216 – Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Hér er samið um verulega fjárhæð, alls um 43 milljónir fyrir hönnun á fjölnotahúsi. Það er langt yfir mörkum hvað varðar útboðsskyldu og lögum samkvæmt er óheimilt að búta innkaup niður til að komast undir viðmiðunarfjárhæðir útboðsreglna. Meirihlutinn virðist vera búinn að henda öllum sínum prinsippum um gegnsæi og opna stjórnsýslu.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 3, málsnr. 1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 4, málsnr. 1903228 – Endurgerð götu – Smáratún.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 5, málsnr. 1905068 – Útboð á göngu- og hjólastígum 2019.

     
17. 1905002F – Fræðslunefnd – 11
  11. fundur haldinn 8. maí.
     
18. 1904011F – Bæjarráð – 34
  34. fundur haldinn 9. maí.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:55

Helgi Sigurður Haraldsson   Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson   Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir   Kjartan Björnsson
Ari B. Thorarensen   Gísli Halldór Halldórsson
Rósa Sif Jónsdóttir    10.  fundur bæjarstjórnar

10.  fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 20. mars 2019, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:                     
Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi, M-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista
Sveinn Ægir Birgisson, varamaður, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og einnig bauð hann velkomna á fundinn Helgu Maríu Pálsdóttur, bæjarrita.

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista, tók til máls og gerði athugasemd við fundarboð. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði til að fresta framlagningu fundargerða í liðum 17, 18 og 19 þar til þær hafa verið teknar fyrir á fundi bæjarráðs. Tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1903052 – Reglur um innritun í grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg
  Tillaga frá 9. fundi fræðslunefndar frá 13. mars sl., liður 6 – Reglur um innritun í grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til frekari afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Lagt er til að bæjarstjórn samþykkti reglurnar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

     
2. 1806094 – Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
  Síðari umræða
  Lagt er til að breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp verði samþykktar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista voru á móti.

Ari Björn Thorarensen, D-lista tók til máls.

     
3. 1902222 – Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
  Yfirlitsblað frá fjármálastjóra.
Á 27. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að kaupa rafmagnsbifreið fyrir tölvudeildina.
Kostnaður 1.500.000 kr. bókast á málaflokk 34-150 þjónustumiðstöð – fjárfesting. Útgjöldum er mætt með lækkun á handbæru fé.
  Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.
     
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á -lista, vék af fundi við afgreiðslu næsta máls.
4. 1902208 – Tillaga að deiliskipulagi – Vonarland
  Tillaga frá 15. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. mars sl., liður 8 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.
     
5. 1811139 – Ósk um deiliskipulag – Vöttur
  Tillaga frá 15. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. mars., liður 18 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
     
6. 1903014 – Kaup á húsnæði við Búðarstíg 22, Eyrarbakka
  Tillaga frá 27. fundi bæjarráðs frá 7. mars sl., liður 7 – Bæjarráð fagnar því að húsnæðismál Byggðasafns Árnesinga komist með þessum hætti í ásættanlegt horf til framtíðar. Með kaupunum gefast ný tækifæri til að styrkja og efla safnastarfsemi á Suðurlandi.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því áfram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn þar sem staðfest verði að Sveitarfélagið Árborg veiti ábyrgð fyrir lántöku, í samræmi við sína eignarhlutdeild, vegna kaupa fasteignar fyrir Byggðasafn Árnesinga. Heildarlántaka Byggðasafns Árnesinga verður allt að 100 m.kr., samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga.
  Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 100.000.000 kr. til allt að 15 ára.

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafni Árnesinga.

Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ganga frá kaupum á húsnæði Byggðasafnsins á Eyrabakka og endurbótum þess sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafns Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnunar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Byggðasafni Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

     
 
7. 1902212 – Umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi
  Tillaga frá 22. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 13. mars sl., liður 6 – Umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi. Eftir að nýr hringvegur verður tekinn í notkun norðan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá er fyrir séð að veghald á Austurvegi kunni að falla til sveitarfélagsins. Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði þverfaglegur vinnuhópur til að hefja vinnu við framtíðarskipulag og uppbyggingu á umferðarmannvirkjum í tengslum við fyrirhugaða breytingu á legu þjóðvegar nr.1.
  Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði til að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í þverfaglegan vinnuhóp um vinnu við framtíðarskipulag og og uppbyggingu á umferðarmannvirkjum í tengslum við fyrirhugaða breytingu á legu þjóðvegar nr.1:

Helgi S. Haraldsson, Tómas Ellert Tómasson, Sigurður Andrés Þorvarðarson, Ari Björn Thorarensen og Sveinn Ægir Birgisson.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

     
8. 1808039 – Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins
  Tillaga bæjarstjóra að aðgerðaráætlun, samkvæmt ósk bæjarstjórnar.
  Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram til kynningar og fylgdi úr hlaði tillögu um aðgerðaráætlun vegna tillagna Haraldar L. Haraldssonar.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.

Gert var fundarhlé.

Fundi var fram haldið.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

     
9. 1902217 – Endurskoðun aðgerðaráætlunar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri kynbundinni áreitni
  Tillaga frá bæjarstjóra um stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum Sveitarfélagsins Árborgar, ásamt aðgerðaráætlun.
  Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og fylgdi úr hlaði tillögu að stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum Sveitarfélagsins Árborgar, ásamt aðgerðaráætlun og lagði til að stefnan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

     
10. 1903168 – Skerðing tekna Jöfnunarsjóðs og mat á áhrifum á einstök sveitarfélög
  Bókun stjórnar sambandsins vegna áforma um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagð fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um a.m.k. 3,3 milljarða á árunum 2020 og 2021. Skerðingin kemur harðast niður á útgjaldajöfnunarframlögum, en þau renna einkum til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa mörg hver veikan fjárhag. Skerðingin kemur einnig niður á framlögum til þjónustu við fatlað fólk og getur falið í sér að dregið verði úr þeirri þjónustu.

Áætlað tekjutap sveitarfélaga á Suðurlandi af framlögum til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts er um 505 millj.kr. og vegna málefna fatlaðra 29 millj.kr. Framlög til málefna fatlaðra hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði og bætir þetta ekki stöðu þess málaflokks.

Árið 2015 voru samþykktar leiðréttingar á framlögum til málefna fatlaðra sem námu um 1,5 milljarði króna. Sú niðurstaða var samkomulag sem byggði á löngu og ítarlegu samráðsferli milli ríkis og sveitarfélaga. Að þurrka nánast út með einu pennastriki þann árangur sem þá náðist er í hróplegu ósamræmi við það samstarf við ríkið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt mikla vinnu í að styrkja á liðnum áratug.

Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu.

Bæjarstjórn krefst þess að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað.

Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

Tillaga að bókun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

     
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, vék af fundi við afgreiðslu næsta máls.
11. 1609215 – Breytingar á deiliskipulagi Björkurstykkis
  Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls og fylgdi úr hlaði eftirfarandi bókun frá fundi skipulags- og byggingarnefndar frá því í dag.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að nýju á deiliskipulagi fyrir Björkurstykki með þeim breytingum sem á tillögunni hafa verið gerðar.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Björkurstykki með þeim breytingum frá upphaflegri tillögu sem skipulags- og byggingarnefnd hefur lagt til.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

     
Fundargerðir til kynningar
12. 1903090 – Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka
  25. fundur haldinn 10. mars
  Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.
     
Fundargerðir
13. 1902018F – Bæjarráð – 26
  Haldinn 28. febrúar
  Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tók tilmáls um lið 5, málsnr. 1901297 – Verkfallslistar 2019.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls.

     
14. 1903001F – Bæjarráð – 27
  Haldinn 7. mars
  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 16, málsnr. 1901272 – Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands og lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Svf Árborgar tekur undir áhyggjur Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem fram kemur í bókun nefndarinnar á 194. fundi þann 27 febrúar sl. Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í sorpeyðingu á Suðurlandi,eru það mikil vonbrigði að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið skuli hafa hafnað undanþágubeiðni Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu um tímabundið leyfi til urðunar aukins magns úrgangs á Strönd á Rangárvöllum, en beiðnin var tilkomin vegna þeirrar ákvörðunar Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs, að hætta að taka við úrgangi frá Suðurlandi. Einnig er sú ákvörðun ráðuneytisins að hafna undanþágubeiðni Svf Rangárþings eystra til urðunar aukins úrgangs á urðunarstaðnum Skógarsandi mikil vonbrigði. Bæjarstjórn tekur heils hugar undir hvatningu Heilbrigðisnefndar Suðurlands til Umhverfis og auðlindaráðuneytisins um að taka upp vinnu við heildstæða lausn við sorpeyðingu á landsvísu.

Tillaga að bókun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

     
15. 1903005F – Bæjarráð – 28
  Haldinn 14. mars
     
16. 1902019F – Skipulags og byggingarnefnd – 15
  Haldinn 6. mars
  Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls um liði 10 – 16 – Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfa.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls um lið 17, málsnr. 1008692 – Ákvörðun varðandi túlkun skipulagsmála fyrir deiliskipulag Larsenstrætis.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um lið 19, málsnr. 1811085 – Lóðarumsókn – Larsenstræti 12.

Gert var fundarhlé.

Fundi var fram haldið.

     
17. 1902017F – Íþrótta- og menningarnefnd – 8
  Haldinn 12. mars
     
18. 1903003F – Fræðslunefnd – 9
  Haldinn 13. mars
     
19. 1903004F – Framkvæmda- og veitustjórn – 22
  Haldinn 13. mars
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

 

Helgi Sigurður Haraldsson   Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson   Gunnar Egilsson9. fundur bæjarstjórnar

 


9. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:        

1. 18051741
Afgreiðsla á grenndarkynningu fyrir Gauksrima 8
Tillaga frá 12. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 16. janúar sl., liður 6 –
Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista, vék af fundi meðan afgreiðsla fór fram. 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

2. 1810104
Afgreiðsla á grenndarkynningu fyrir Háheiði 3, Selfossi

Tillaga frá 13. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar sl., liður 10 – Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir hafa borist. Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Háheiðar verði samþykkt að teknu tilliti til athugasemda frá Mætti ehf um fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

3. 1901262
Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íþróttavallasvæðisins

Tillaga frá 13. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar sl., liður 11 – Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íþróttavallasvæðisins. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

4. 1811008
Umsókn um byggingarleyfi að Þúfulæk 18

Tillaga frá 13. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar sl., liður 17 – Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

5. 1608087
Reglur um leikskóla í Árborg
Tillaga frá 8. fundi fræðslunefndar frá 6. febrúar sl., liður 2 – Reglur um leikskólaþjónustu. Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

6. 1901205
Framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitustofnlögn

Tillaga frá 23. fundi bæjarráðs frá 7. febrúar sl., liður 7 – Afgreiðsla á 7. lið í 13. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitustofnlögn fyrir bæina Stardal 1 og 2 og Baldurshaga, Stokkseyri. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

7. 1901184
Framkvæmdaleyfi – Larsenstræti

Tillaga frá 23. fundi bæjarráðs frá 7. febrúar sl., liður 8 – Afgreiðsla á lið 8 í 13. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og veituframkvæmdum við Larsenstræti, Selfossi. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja takmarkað framkvæmdaleyfi sem nær til jarðvegsskipta í götustæði í samræmi við gildandi deiliskipulag. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

8. 1807067
VFF/SPI vísitala félagslegra framfara

Erindi frá 23. fundi bæjarráðs frá 7. febrúar sl., liður 9, – í framhaldi af kynningarfundi Cognito ehf. fyrir bæjarfulltrúa þann 17. janúar síðastliðinn til að kynna mögulega þátttöku Árborgar í vísitölu félagslegra framfara.

Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði sem nemur um 2 milljónum króna. Gunnar Egilsson, D-lista, greiðir atkvæði á móti.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði ásamt tillögu að viðauka við málaflokk 21 sem nemur hækkun útgjalda upp á kr. 2 milljónir króna og samsvarandi lækkun á handbæru fé.

Tillagan var samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista voru á móti.

9. 1901155
Yfirdráttarheimild fyrir Selfossveitur 2019
Erindi frá 19. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 30. janúar sl., liður 1 – Yfirdráttarheimild fyrir Selfossveitur 2019. Meirihluti stjórnar Selfossveitna bs. samþykkir yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á reikning Selfossveitna 0586-26-700 allt að 150.000.000. kr. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja yfirdráttarheimildina. 

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.  

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

10. 1902028
Sorphirða í Árborg 2019

Erindi frá 23. fundi bæjarráðs frá 7. febrúar sl., liður 10 – Tillaga frá framkvæmda- og veitustjóra um aðgerðaráætlun vegna þeirra aðstæðna sem komnar eru upp þ.e. að Sorpstöð Suðurlands bs. getur ekki lengur tryggt móttöku og meðhöndlun úrgangs frá Sveitarfélaginu Árborg. Lagt er til að unnið verði eftir öllum þáttum aðgerðaráætlunarinnar. Viðauki vegna kostnaðarauka verði undirbúinn og lagður fyrir bæjarráð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Bæjarráð telur nauðsynlegt að unnið verði eftir tillögu framkvæmda- og veitustjóra og óskar eftir að upplýsingar um kostnaðarauka og drög að viðauka verði lagt fyrir bæjarráð.

Tillaga frá 25. fundi bæjarráðs frá 21. febrúar sl., liður 1 – Viðauki frá framkvæmda- og veitustjóra og fjármálastjóra um kostnaðarauka vegna breytinga á sorphirðu og meðhöndlun úrgangs frá Sveitarfélaginu Árborg lagður fram.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við málaflokk 08 sem nemur hækkun útgjalda upp á 43 milljónir króna verði samþykktur og felur fjármálastjóra að útfæra hann.

Tillagan var borin undir atkvæði ásamt tillögu að viðauka við málaflokk 08 sem nemur hækkun útgjalda upp á kr. 43 milljónir króna og samsvarandi lækkun á handbæru fé.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

11. 1902053
Viðbót við H3 launakerfi Árborgar

Erindi frá 24. fundi bæjarráðs frá 14. febrúar sl., liður 4 – Viðbót við launakerfi Árborgar. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun þar sem gerð verði grein fyrir því hvernig kostnaði verði mætt.

Tillagan var borin undir atkvæði ásamt tillögu að viðauka við málaflokk 21 sem nemur hækkun útgjalda upp á kr. 3 milljónir króna og samsvarandi lækkun á handbæru fé.

Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

12. 1902101
Samningur – landsspilda úr Laugardælum

Erindi frá 24. fundi bæjarráðs frá 14. febrúar sl., liður 6 – Kaupsamningur vegna landsspildu úr Laugardælum. Samningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur og honum vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.  

Gunnar Egilsson, D-lista, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.

Samningurinn og viðauki upp á kr.1,9 milljóna sölu í fjárfestingu var borinn undir atkvæði og samþykktur með 9 atkvæðum.

13. 1811179
Verkefnið Ísland ljóstengt 2019 – umsóknarferli

Erindi frá 21. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 20. febrúar sl., liður 3 – Stjórn framkvæmda- og veitustjórnar samþykkir að taka tilboði fjarskiptasjóðs um styrk að fjárhæð 28.080.000 sem er 80% af þeirri upphæð sem er ófjármögnuð til lagningar ljósleiðara í dreifbýli – síðari áfangi. Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að bjóða út báða áfanga verksins, sameiginlega.
Bæjarstjóri leggur til að bæjarstjórn staðfesti ákvörðun nefndarinnar. 

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

14. 1809179
Grenndarkynning vegna Gagnheiðar 15, Selfossi

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 2 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

15. 1801089
Grenndarkynning vegna Heiðarvegar 1, Selfossi

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 3 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

16. 1809170
Grenndarkynning vegna Austurvegar 61, Selfossi

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 4 -Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

17. 1806188
Grenndarkynning vegna Ólafsvalla 33, Stokkseyri

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 5  – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

18. 1901046
Grenndarkynning vegna Starmóa 16, Selfossi

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 6  – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

19. 1008692
Breyting á deiliskipulagi Larsenstrætis til frekari afgreiðslu

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður  8.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

20. 1812079
Byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Urriðalæk 25, Selfossi

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 12 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

21. 1712064
Deiliskipulag lóðar milli Jaðars og Hrefnutanga

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 15 – Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt og auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

22. 1902144
Breyting á deiliskipulagi lóðar Mjölnis við Breiðumýri 3, Selfossi

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 17 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagi lóðarinnar verði breytt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

23. 1811038
Tillaga frá Sigtúni þróunarfélagi að götuheitum í miðbæ Selfoss          

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 21 – Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga Sigtúns þróunarfélags verði samþykkt. Lagt er til að götuheitin verði, A-gata verði Brúarstræti og B-gata verði Miðstræti.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

 Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum, bæjarfulltrúi Kjartan Björnsson, D-lista sat hjá.

24. 1902150
Erindi frá World Class þar sem óskað er eftir því að fyrirhuguð stækkun verði grendarkynnt

Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður  22 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulag svæðisins verði endurskoðað með tilliti til fyrirhugaðra breytinga.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

25. 1902185
Kauptilboð  – Gagnheiði 19

Tillaga frá 25. fundi bæjarráðs frá 21. febrúar sl., liður 2 – Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð í Gagnheiði 19 og felur fjármálastjóra að útbúa viðauka til að leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Viðauki upp á kr. 26,6 milljónir var borinn undir atkvæði og samþykktur með 9 atkvæðum.

26. 1902054
Íþrótta- og menningarmannvirki í Sveitarfélaginu Árborg

Tillaga frá 7. fundi íþrótta- og menningarnefndar frá 12. febrúar sl., liður 1 – Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem vinni áfram að þarfagreiningu og forgangsröðun íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.
Starfshópnum er ætlað að vinna ítarlegri skýrslu í framhaldi af áfangaskýrslu um framtíðaruppbygginu íþróttamannvirkja sem kom út árið 2018 og þeim hugmyndum sem Alark arkitektar hafa sett fram um uppbyggingu Selfossvallar. Hópurinn skili af sér skýrslu haustið 2019.

Forseti leggur til að vísa stofnun starfshóps til bæjarráðs til nánari útfærslu. 

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, Gunnar Egilsson, Brynhildur Jónsdóttir og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-lista, voru á móti, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá.

27. 1902222
Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

Samantektarblað á viðauka frá fjármálastjóra.

Lagt var fram yfirlitsblað Ingibjargar Garðarsdóttur, fjármálastjóra, með samantekt á viðaukum við fjárhagsáætlun 2019.

Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.  

28. 1708133
Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
Byggingarnefnd leggur til að farið verði í útboð á hönnun nýbyggingar fyrir leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og kennsluíþróttahúsnæðis í landi Bjarkar í Sveitarfélaginu Árborg.

Einnig eru meðfylgjandi fundargerðir 11. og 12. fundar byggingarnefndar sem ekki hafa verið lagðar fram til kynningar í bæjarráði.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

29. 1808039
Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar
Sjá úttekt

Skýrsla frá Haraldi Líndal Haraldssyni – Niðurstöður og tillögur.
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram eftirfarandi tillögu að úrvinnslu skýrslunnar:
Lögð er fram til kynningar skýrslan „Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar og tillögur“, sem unnin hefur verið af Haraldi L. Haraldssyni að ósk bæjarstjórnar.
Í skýrslunni eru settar fram 132 tillögur um mögulegar breytingar í rekstri og skipuriti Sveitarfélagsins Árborgar.

Forseti leggur til að tillögum skýrslunnar verði vísað til úrvinnslu hjá bæjarstjóra og honum, í samstarfi við starfsfólk sveitarfélagsins, og þeim falið að leggja fram, fyrir næsta fund bæjarstjórnar tímasetta aðgerðaráætlun þar sem því verður lýst hvernig brugðist verður við tillögunum og unnið úr þeim.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

30. 1902259
Tillaga að skipuriti Sveitarfélagsins Árborgar

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram eftirfarandi tillögu:        
Forseti leggur fram fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar tillögu að breyttu skipuriti ásamt skýringarmyndum. Tillagan er unnin í nánu samráði við lykilstjórnendur hjá sveitarfélaginu og byggir á þeim hugmyndum sem settar eru fram í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fór yfir tillögur að nýju skipuriti og lagði fram eftirfarandi útskýringar:
Rekstur Sveitarfélagsins Árborgar falli undir fjögur svið: Stjórnsýslusvið, Fjármálasvið, Mannvirkja- og umhverfissvið og Fjölskyldusvið. Á hverju sviði verður einn sviðsstjóri sem ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra á öllum málaflokkum sem undir sviðið heyra. Undir sviðsstjóra heyra deildarstjórar sem bera ábyrgð á málflokkum í sinni deild gagnvart sviðsstjóra. Bæjarstjóri ber ábyrgð á störfum sviðsstjóra gagnvart bæjarstjórn og bæjarráði og hefur sér til aðstoðar mannauðsstjóra við stjórnun starfsliðs sveitarfélagsins.

Stjórnsýslusvið

Stjórnsýslusvið skiptist í fimm deildir: almenna skrifstofu, stafræna stjórnsýslu, tölvuþjónustu, skjalaþjónustu og skipulagsþjónustu. Bæjarritari er sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Stjórnsýslusvið annast almenna stjórnsýslu sveitarfélagsins, skjalavörslu, lögfræðileg verkefni og málarekstur, íbúalýðræði, jafnréttismál, stafræna þróun, upplýsingamál, tölvutækni og atvinnumál.
Veitir þjónustu og upplýsingagjöf til bæjarbúa, fyrirtækja, bæjarfulltrúa og starfsmanna. Skrifstofan tryggir upplýsingaflæði um málefni bæjarins til viðeigandi aðila og er vettvangur til að koma skoðunum og hugmyndum á framfæri. Sviðið annast lögfræðilegan málarekstur og skipulags- og byggingarmál. Á sviðinu er veitt innri þjónusta á sviði skjalavistunar og lögfræði. Sviðið ber m.a. ábyrgð á málaflokkum 07 og 09, þ.e. brunamálum og almannavörnum og skipulagsmálum, auk þess að halda utan um störf og fundi bæjarstjórnar, bæjarráðs og hverfisráða og hafa umsjón með störfum nefnda sveitarfélagsins.
· Undir almenna skrifstofu heyrir þjónustuver. Þjónustuver miðlar þjónustu og upplýsingum milli íbúa og starfsmanna sveitarfélagsins.
· Stafræn stjórnsýsla heldur utan um almenn upplýsinga- og kynningarmál, vef Árborgar og þróun og innleiðingu stafrænna lausna.
· Tölvuþjónusta sér um tölvur og rafrænar gagnageymslur sveitarfélagsins, nettengingar og uppsetningu og viðhaldi hugbúnaðar og heldur utan um tölvunotendur, gögn þeirra og skráningu.
· Skjalaþjónusta rekur skjalakerfi sveitarfélagsins undir stjórn skjalastjóra og hefur yfirumsjón með flokkun og varðveislu skjala og fundargerða.
· Skipulagsþjónusta er undir stjórn skipulagsfulltrúa og undir hann heyrir byggingarfulltrúi og skrifstofa skipulagsmála. Deildin hefur umsjón með skipulags- og byggingarmálum, landupplýsingakerfum, leggur mat á þróun samfélags og atvinnulífs og gerir tillögur að úrbótum og viðbrögðum.

Fjármálasvið
Fjármálasvið skiptist í fjórar deildir: fjárreiðudeild, bókhaldsdeild, launadeild og hagdeild.
Fjármálastjóri er sviðsstjóri fjármálasviðs.
Fjármálasvið hefur umsjón með fjármálum, áætlanagerð, fjárhagseftirliti, innkaupum, reikningagerð, bókhaldi og vinnslu ársreikninga fyrir sveitarfélagið í heild sinni og sinnir ráðgjöf og þjónustu til allra eininga innan sveitarfélagins. Sviðið ber m.a. ábyrgð á málaflokkum 00, 21, 22, 27 og 28 og veitir bæjarráði, bæjarstjórn og öðrum nefndum upplýsingar er varða fjármál, rekstur og áætlanagerð.
· Fjárreiðudeild annast greiðslur og útgáfu og innheimtu reikninga
· Bókhaldsdeild annast bókhald og skráningu reikninga
· Launadeild annast allar launavinnslur
· Hagdeild sér meðal annars um haggreiningu, fjárhagslegt eftirlit með rekstri stofnana, áætlanagerð og innkaupastjórnun.

 

Mannvirkja- og umhverfissvið
Mannvirkja- og umhverfissvið skiptist í þrjár deildir: veitur, eignadeild og umhverfisdeild.
Mannvirkja- og umhverfissvið ber m.a. ábyrgð á málaflokkum 08, 10 og 11, þ.e. hreinlætismálum, umferðar- og samgöngumálum og umhverfismálum. Sviðið heldur utan um og þjónustar störf eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar.
Sviðið annast nýframkvæmdir, rekstur og viðhald allra mannvirkja í eigu Svf. Árborgar og aðrar verklegar framkvæmdir ásamt allri umsýslu varðandi veitur, fasteignir, götur, göngu- og hjólastíga, leiksvæði, tjaldsvæði og opin svæði. Ábyrgð á áætlanagerð, faglegum undirbúningi og verkstýringu framkvæmda er líka á hendi sviðsins. Undir sviðið heyrir einnig umhverfisvernd, garðyrkjumál, hreinlætismál, sorphirðumál, landbúnaðarmál, dýraeftirlit, s.s. hunda- og búfjáreftirlit ásamt
meindýravörnum.

· Veitur sjá um hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu og bera ábyrgð á Selfossveitum og öðrum veitufyrirtækjum í eigu eða eignarhluta Svf. Árborgar.
· Eignadeild sér um allar fasteignir í eigu Svf. Árborgar og dótturfélaga og allar fasteignir sem sveitarfélagið leigir til sín. Eignadeild annast allar nýframkvæmdir og viðhald vegna fasteigna og gatnakerfis Árborgar. Eignadeild ber ábyrgð á rekstri allra eignafélaga í eigu eða eignarhluta Svf. Árborgar.
· Umhverfisdeild ber ábyrgð á öllum opnum svæðum og þjónustu sveitarfélagsins við íbúa vegna umhverfismála, garðyrkju, leiksvæða, tjaldsvæða, hreinlætismála, sorpmála, dýraeftirlits og landbúnaðarmála. Umhverfisdeild rekur þjónustumiðstöð sem heldur um garðyrkjudeild, áhaldahús og aðra undirstofnanir umhverfisdeildar.

Fjölskyldusvið

Fjölskyldusvið skiptist í fimm deildir: fræðsluþjónustu, skóla, ráðgjafarþjónustu, virkni- og stuðningsþjónustu og Frístunda- og menningarþjónustu.
Fjölskyldusvið ber m.a. ábyrgð á málaflokkum 02, 04, 05 og 06, þ.e. félagsmálum, fræðslu- og uppeldismálum, menningarmálum og æskulýðs- og íþróttamálum. Sviðir heldur utan um og þjónustar störf fræðslunefndar, félagsmálanefndar og frístunda- og menningarmálanefndar.
· Fræðsluþjónusta ber ábyrgð á skólaþjónustu, sálfræðiþjónustu, kennslufræðilegri ráðgjöf, talmeinaráðgjöf og daggæslumálum.
· Ráðgjafarþjónusta ber ábyrgð á barnavernd, fjárhagsaðstoð, félagslegri ráðgjöf,
Auðlindinni/verum virk, húsnæðisúrræðum og eftirliti með daggæslu.
· Virkni- og stuðningsþjónusta ber ábyrgð á málefnum aldraðra, málefnum fatlaðs fólks og málefnum flóttamanna.
· Frístunda- og menningarþjónusta ber ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja,
félagsmiðstöðvum, Ungmennahúsi, vinnuskóla, frístundaheimilum, frístundastarfi fatlaðs fólks, forvörnum, bókasöfnum, menningarmálum, upplýsingamiðstöð og ferðaþjónustu.
· Skólar skiptast í raun í átta deildir. Undir skóla heyra allir grunnskólar og leikskólar Sveitarfélagsins Árborgar, þ.e. Sunnulækjarskóli, Vallaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Álfheimar, Hulduheimar, Jötunheimar, Árbær og Brimver/Æskukot. Skólastjórar þessara leik- og grunnskóla eru því deildarstjórar hver um sig.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillaga að nýju skipuriti Árborgar var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista voru á móti. 

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista eru andvígir þeim breytingum sem meirihluti Á, B, M og S-lista leggur til á skipuriti sveitarfélagsins. Að hluta til er verið að taka upp að nýju fyrirkomulag sem lagt var af 2010 og hafði ekki gefist nægilega vel. Með nýju skipuriti eru boðleiðir lengdar, millistjórnendum fjölgað og tekið upp óþarflega flókið og þunglamalegt kerfi, þar sem mjög fáir starfsmenn heyra beint undir bæjarstjóra og hafa beint aðgengi að honum. Virðist sem markmiðið sé að aðkoma bæjarstjóra að stjórnun og samskiptum við stjórnendur verði minni en verið hefur og endurspeglast það líka í því að í starfslýsingu nýráðins bæjarritara er tiltekið að hann skuli fara með samskipti við stjórnendur stofnana. Þá hefur ekki farið fram kostnaðargreining á nýju skipuriti og er vandséð annað en að samþykkja verði viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði sem óhjákvæmilega hlýst af breytingum sem þessum.

 

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun frá meirihluta bæjarstjórnar:
Vönduð stjórnun er forsenda þess að vel takist til í þjónustu og rekstri sveitarfélagsins. Nýju skipuriti fyrir Sveitarfélagið Árborg er ætlað að skýra hlutverk og ábyrgð og stuðla þannig að góðri stjórnsýslu, vönduðum ákvörðunum og skilvirkri framkvæmd þeirra.
Verkefni sveitarfélaga eru flókin í eðli sínu og því nauðsynlegt að vanda til verka við útfærslu skipurits, þannig að fyrir liggi með skýrum hætti hvar ábyrgð liggur á framkvæmd, innleiðingu, eftirfylgni og eftirliti. Skipurit þarf að styðja við góða stjórnarhætti með skýrum hlutverkum einstakra eininga.
Í nýju skipuriti er stjórnsýslu og rekstri skipt upp í fjögur svið eins og lagt er til í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar. Á hverju sviði er einn sviðsstjóri sem ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra á öllum málaflokkum sem undir sviðið heyra.
Undir nýtt svið, stjórnsýslusvið, heyra ýmis verkefni sem hafa verið unnin á skrifstofu Ráðhúss og víðar, auk þess sem skipulagsmálin falla undir þetta svið. Skipulags- og byggingarmál snúast í dag að stórum hluta um ítarlega og vandaða stjórnsýslu. Lagaleg álitamál verða jafnframt æ algengari í þessum málaflokki. Með því að færa skipulags- og byggingarmál undir stjórnsýslusvið er brugðist við þessum veruleika.
Með því að sameina verkefni félagsþjónustu og fræðslumála á einu sviði er undirstrikað mikilvægi þess að þeir starfsmenn, sem koma að málefnum fjölskyldna, vinni náið saman. Þetta er í samræmi við þróun sem hefur átt sér stað hérlendis á undanförnum árum sem í dag má sjá í áherslum félags- og barnamálaráðuneytis.
Nýtt skipurit kallar ekki á aukinn launakostnað eða mannaráðningar og ekki er þörf á að gera breytingar á fjárhagsáætlun vegna þess. Hins vegar var á haustmánuðum m.a. samþykkt að ráða bæjarritara til stjórnsýslunnar og verkefnisstjóra á framkvæmda- og veitusvið. Þeir starfsmenn munu gegna ábyrgðarhlutverkum í nýju skipuriti ásamt því að draga úr þörfinni á aðkeyptri sérfræðiþjónustu til sveitarfélagsins.
Breytingarnar munu leiða til þess að boðleiðir styttast og einfaldast, þar sem sviðsstjórum og deildarstjórum verður færð skýrari ábyrgð og umboð til að taka ákvarðanir í samráði við sitt starfsfólk.
Samhliða því að nýtt skipurit verður innleitt er áríðandi að skilgreind verði ýmis teymi sem bera eiga ábyrgð á framgangi verkefna. Slík teymi starfa þvert á svið og deildir og skýra hlutverk einstakra starfsmanna í slíkri samvinnu.
Nýtt skipurit sveitarfélagsins og markvissari stjórnun munu hafa í för með sér bætt skipulag og aukna skilvirkni sem aftur verður til þess að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við bæjarbúa.

31. 1806094
Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp – fyrri umræða     

Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Árborg:
Tillaga að breytingum á bæjarmálasamþykkt Sveitarfélagsins Árborgar
til aðlögunar að breyttu skipuriti og nefndum.
46. gr., liður B, breytist og verður svohljóðandi:
B. Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að loknum bæjarstjórnarkosningum skulu eftirtaldar fastanefndir kosnar:
1. Félagsmálanefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
2. Frístunda- og menningarnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
3. Fræðslunefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
4. Skipulags- og byggingarnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
5. Eigna- og veitunefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. erindisbréfi fyrir nefndina.
6. Umhverfisnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. erindisbréfi fyrir nefndina.
7. Kjaranefnd. Þrír fulltrúar og þrír til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.

 1. gr., liður D, breytist og verður svohljóðandi:
  Ráðning í æðstu stjórnunarstöður.
  Bæjarstjóri sveitarfélagsins, í umboði bæjarstjórnar, ræður sviðsstjóra og mannauðsstjóra og veitir þeim lausn frá starfi. Sviðsstjórar eru fjórir, á stjórnsýslusviði, fjármálasviði, fjölskyldusviði og mannvirkja- og umhverfissviði.
 2. gr., liður D, breytist og verður svohljóðandi:
  Um ráðningu annarra starfsmanna.
  Sviðsstjórar skv. 50. gr., að höfðu samráði við bæjarstjóra og mannauðsstjóra, ráða
  stjórnendur deilda og stofnana sem undir þá heyra og veita þeim lausn frá störfum.
  Stjórnendur stofnana og deilda ráða starfsmenn sem undir þá heyra að höfðu samráði við viðkomandi sviðsstjóra og mannauðsstjóra.
 3. gr., liður D, breytist og verður svohljóðandi:
  Framsal bæjarstjórnar og nefnda til starfsmanna til fullnaðarafgreiðslu mála.
  Bæjarstjórn er heimilt að fela embættismönnum fullnaðarafgreiðslu mála á sama hátt og með sömu skilyrðum og nefnd eru í 36. gr. samþykktar þessarar. Bæjarstjórn skal setja skýrar reglur um afgreiðslu embættismanna en viðkomandi fagnefndir hafa eftirlit með þeim og kalla reglulega eftir skýringum og upplýsingum um ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli þeirra.
  Embættismanni er alltaf heimilt að vísa ákvörðun skv. 1. mgr. til viðkomandi fagnefndar til fullnaðarafgreiðslu.
  Bæjarstjórn felur eftirtöldum embættismönnum fullnaðarafgreiðslu mála:
  Sviðsstjórum fjármála- og fölskyldusviðs í sameiningu að afgreiða umsóknir um
  lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars skv. 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna
  sveitarfélaga. Sviðsstjóra fjármálasviðs að afgreiða umsóknir um styrki til greiðslu
  fasteignaskatts af húsnæði sem ekki er nýtt í ágóðaskyni, svo sem vegna menningar-,
  íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi eða vinnu að mannúðarstörfum, skv. reglum
  sveitarfélagsins þar um, dags. 9. desember 2009.
  Beiðni um endurupptöku máls skal beint til þess sem ákvörðunina tók og fer um
  endurupptöku skv. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Lagt er til að vísa breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp til síðari umræðu. Tillagan var borin undur atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

32. 1902258
Breyting á nefndum kjörtímabilið 2018-2022 

 1. Félagsmálanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara
           Aðalmenn:                                                            Varamenn:
           Inga Jara Jónsdóttir, formaður                        Fjóla Ingimundardóttir
           Hjalti Tómasson                                                  Elsie Kristinsdóttir
           Eyrún Björg Magnúsdóttir                                Guðfinna Gunnarsdóttir
           Gunnar Egilsson                                                  Jóna Sigurbjartsdóttir
           Helga Þórey Rúnarsdóttir                                  Ólafur Hafsteinn Jónsson
 1. Frístunda- og menningarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara
           Aðalmenn:                                                             Varamenn:
           Guðbjörg Jónsdóttir, formaður                         Gunnar Rafn Borgþórsson
           Guðmundur Kr. Jónsson                                     Guðmundur Marías Jensson
           Jóna Sólveig Elínardóttir                                     Viðar Arason
           Kjartan Björnsson                                                 Gísli Á. Jónsson
           Karolina Zoch                                                        María Markó                
 1. Fræðslunefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara
           Aðalmenn:                                                             Varamenn:
           Arna Ír Gunnarsdóttir, formaður                      Klara Öfjörð Sigfúsdóttir
           Gunnar Rafn Borgþórsson                                  Gissur Jónsson
           Gunnar E. Sigurbjörnsson                                  Sigurður Á. Hreggviðsson
           Brynhildur Jónsdóttir                                          Ingvi Már Guðnason
           Þórhildur Ingvadóttir                                          Jakob H. Burgel

 

 1. Skipulags- og byggingarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara
           Aðalmenn:                                                                    Varamenn:
           Sigurjón Vídalín Guðmundsson, formaður           Álfheiður Eymarsdóttir
           Ari Már Ólafsson                                                        Guðrún Jóhannsdóttir
           Sigurður Þorvarðarson                                             Hjalti Tómasson
           Ari B. Thorarensen                                                    Helga Þórey Rúnarsdóttir       
           Magnús Gíslason                                                       Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

 1. Eigna- og veitunefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara
           Aðalmenn:                                                                Varamenn:
           Tómas Ellert Tómasson, formaður                     Solveig Pálmadóttir
           Álfheiður Eymarsdóttir                                         Sigurjón Vídalín Guðmundsson
           Viktor S. Pálsson                                                    Eggert Valur Guðmundsson
           Sveinn Ægir Birgisson                                           Guðjón Guðmundsson
           Þórdís Kristinsdóttir                                              Brynhildur Jónsdóttir

 

 1. Umhverfisnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara
           Aðalmenn:                                                             Varamenn:
           Eggert Valur Guðmundsson, formaður           Arna Ír Gunnarsdóttir
           Guðmunda Ólafsdóttir                                        Páll Sigurðsson
           Guðrún Jóhannsdóttir                                         Arnar Hlynur Ómarsson
           Ragnheiður Guðmundsdóttir                             Sveinn Ægir Birgisson
           Ólafur Hafsteinn Jónsson                                   Þórhildur Dröfn Ingvadóttir

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Egilssom, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls. 

Breyting á nefndum og kosning í nýja umhverfisnefnd var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.  

Fundargerðir til kynningar

1901008
Fundargerðir bæjarráðs 2019

a) 21. fundur frá 24. janúar
b) 22. fundur frá 31. janúar
c) 23. fundur frá 7. febrúar
d) 24. fundur frá 14. febrúar
e) 25. fundur frá 21. febrúar

Liður a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 19 í 21. fundargerð bæjarráðs, málsnr. 1611009 – Fundargerðir kjaranefndar. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

1901009
Fundargerð félagsmálanefndar 2019
a)  5. fundur frá 22. janúar

Liður a) Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tók til máls um lið 6 í 5. fundargerð félagsmálanefndar, málsnr. 1901151 – Upplýsingar um stöðu félagslegrar heimaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.           

1901010
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 2019

a) fundur frá 30. janúar
b) 20. fundur frá 13. febrúar
c) 21. fundur frá 20. febrúar

Liður a) Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 7 í 19. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1901283 – Erindi til framkvæmda- og veitustjóra varðandi lýsingu á og við skólalóð Vallaskóla.

Liður c) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 2 í 21. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls.

Liður b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til  máls um lið 1 í 20. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1804176 – Nýtt viðhaldskerfi fyrir hitaveitu og vatnsveitu.

Liður b )Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 2 í 20. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1902072 – Þjónustukaup eignadeildar 2019.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

           
1901011
Fundargerð fræðslunefndar 2019

a) 8. fundur frá 6. febrúar           

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 14 í 8. fundargerð fræðslunefndar, málsnr. 1901050 – Dagur leikskólans 2019.

Bæjarstjórn Árborgar tekur undir bókun fræðslunefndar um hamingjuóskir til Bjarkeyjar Sigurðardóttur, nemanda í leikskólanum Jötunheimum á Selfossi sem bar sigur út býtum í ritlistarsamkeppninni  Að yrkja á íslensku.

           
1901012
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 2019

a) 6. fundur frá 15. janúar
b) 7. fundur haldinn 12. febrúar

           

1901013
Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar 2019

a) 12. fundur frá 16. janúar
b) 13. fundur frá 30. janúar
c) 14. fundur frá 20. febrúar

 

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 20:20.

 

Helgi Sigurður Haraldsson                                
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson                       
Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir                                        
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Gísli Halldór Halldórsson

Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
8. fundur bæjarstjórnar

8. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

1.  1808017
Innkaupareglur Sveitarfélagsins Árborgar
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, fór yfir breytingar á innkaupareglum þar sem búið er að uppfæra upphæðir samkvæmt gildandi lögum, engar aðrar breytingar á reglum eru lagðar til.  Ný lög taka gildi í maí á þessu ári og lagt er til að þá verði búið að uppfæra reglurnar í heild sinni.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 2. 1810218
Kosning í Hverfisráð Árborgar
Kosning nefndarmanna og formanna og tilnefning bæjarfulltrúa sem starfa/mæta á fundi sem tengiliðir bæjarstjórnar.

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Eyrarbakka:

Aðalmenn                                                                            
Magnús Karel Hannesson, formaður            
Drífa Pálína Geirsdóttir                                            
Vigdís Sigurðardóttir
Guðmundur Ármann Pétursson

Bæjarfulltrúar
Eggert Valur Guðmundsson
Brynhildur Jónsdóttir

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Sandvíkurhrepps:

Aðalmenn                                                    
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður                   
Páll Sigurðsson
Anna Valgerður Sigurðardóttir
María Hauksdóttir
Oddur Hafsteinsson

Varamaður
Jónína Björk Birgisdóttir

Bæjarfulltrúar
Arna Ír Gunnarsdóttir
Kjartan Björnsson

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Selfoss:

           
Aðalmenn                                                    
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, formaður        
Stefán Pétursson                                           
Grétar Guðmundsson
Sigríður Grétarsdóttir
Elín María Halldórsdóttir

Varamenn
Jón Hjörtur Sigurðsson
Hörður Vídalín Magnússon
Böðvar Jens Ragnarsson
Úlfhildur Stefánsdóttir

Bæjarfulltrúar
Helgi Sigurður Haraldsson
Gunnar Egilsson

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Stokkseyrar:

 

Aðalmenn                                                
Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður                   
Jónas Höskuldsson                                       
Hafdís Sigurjónsdóttir
Svala Norðdahl
Björg Þorkelsdóttir

Bæjarfulltrúar
Ari Björn Thorarensen
Tómas Ellert Tómasson

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

3. 1812125
Upptaka og útsending bæjarstjórnarfunda
Tillaga frá 19. fundi bæjarráðs frá 20. desember sl., liður 13 – Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjórnarfundir Svf. Árborgar verði sendir út í beinni útsendingu bæði í hljóði og mynd og einnig að fundirnir verði aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins eftir að fundum bæjarstjórnar lýkur. Kostnaður er áætlaður um 1.000.000 kr. og rúmast innan samþykktar fjárhagsáætlunar.  

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.        

Lagt er til að vísa málinu til bæjarráðs til nánari útfærslu.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

4. 1807027
Heimild fyrir deiliskipulagi á jörðinni Goðanesi

Tillaga frá 11. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 19. desember sl., liður 3 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

5. 1812114
Breytt starfsemi í húsinu að Vallholti 27, Selfossi

Tillaga frá 11. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 19. desember sl., liður 8 – Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytta notkun húsnæðisins og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

6. 1812130
Tillaga um stofnun faghóps vegna byggingar nýs leikskóla í Dísarstaðalandi
Tillaga frá 7. fundi fræðslunefndar frá 9. janúar sl., liður 2 – Tillaga um byggingu sex deilda leikskóla í Dísarstaðalandi. Vegna fjölgunar leikskólabarna í Árborg er lagt til að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla í Dísarstaðalandi en þegar hefur verið gerður samningur um lóð fyrir skólann. Faghópur á vegum fræðslusviðs vinni með framkvæmda- og veitusviði. Lagt er til að hópinn skipi formaður fræðslunefndar Arna Ír Gunnarsdóttir, fræðslustjóri, Þorsteinn Hjartarson, leikskólaráðgjafi, Júlíana Hilmisdóttir og leikskólastjórarnir Júlíana Tyrfingsdóttir og Kristrún Hafliðadóttir. Framkvæmda- og veitusvið tilnefnir tvo fulltrúa í hópinn.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða, enda gert ráð fyrir kostnaði í fjárhags- og fjárfestinga áætlun ársins 2019 og 2020.

7. 1901031
Bygging leikskóla við Engjaland 21
Tillaga frá 18. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 9. janúar sl. – Tilnefning í faghóp vegna byggingar nýs leikskóla í Dísastaðalandi fulltrúar framkvæmda- og veitusviðs. Lagt er til að Tómas Ellert Tómasson, Sveinn Ægir Birgisson og Jón Tryggvi Guðmundsson muni vinna með faghóp fræðslusviðs að byggingu nýs leikskóla í Dísastaðalandi.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

8. 1807023
Skólahverfamál í Árborg – greining á búsetu nemenda

Erindi frá 7. fundi fræðslunefndar frá 9. janúar sl. – Skýrsla frá VSÓ Ráðgjöf frá október 2018 lögð fram og minnisblað frá desember 2018 þar sem um er að ræða viðbótargreiningu út frá áhrifum íbúðabyggðar í Laugardælalandi. Þar sem breyting á skólahverfamörkum er krefjandi verkefni var ákveðið að fá utanaðkomandi fagaðila í verkefnið. Í greiningu VSÓ er m.a. tekið mið af lýðfræðilegum þáttum, þróun byggðar, gönguleiðum og fjarlægð frá heimilum nemenda til og frá skóla.

Margir úr skólasamfélaginu hafa fengið kynningu á vinnu VSÓ og í kjölfar frekari skoðunar er lagt til að leið 3B verði valin, auk þess sem nemendur í væntanlegu Laugardælalandi sæki Vallaskóla. Skrifstofu fræðslusviðs er falið að kynna ný skólahverfi á næstu vikum en nýtt skipulag tekur gildi fyrir næsta skólaár. Þá er gert ráð fyrir að nýir nemendur sem tilheyra skólahverfi nýja skólans í Björkurstykki sæki Vallaskóla fyrst um sinn.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar D-lista gera athugasemd við að ekki sé horft nægilega til þeirrar byggðar sem mun verða í Laugardælalandi og þess fjölda grunnskólabarna sem mun búa þar í fullbyggðu hverfi. Það er nauðsynlegt að taka tillit til þess hvaða áhrif uppbygging í því hverfi mun hafa, þannig að ekki þurfi að koma til breytingar á mörkum skólahverfa að nýju eftir örfá ár.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Tillaga um að leið 3B við skilgreiningu skólahverfa verði valin var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.   

9. 1901039
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

Tillaga frá 20. fundi bæjarráðs frá 10. janúar sl. – Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin í málefnum Sorpstöðvar Suðurlands er lagt til við bæjarstjórn að flokkun lífræns sorps verði hafin í sveitarfélaginu eins fljótt og mögulegt er og að keyptar verði tunnur fyrir sveitarfélagið til að hefja lífræna flokkun. Samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2019, kostnaður er áætlaður um kr. 16 milljónir.

Tillaga um kaup á sorptunnum var borin undir atkvæði ásamt tillögu að viðauka við málaflokk 08 sem nemur hækkun útgjalda upp á kr. 16.000.000 og samsvarandi lækkun á rekstrarafgangi og handbæru fé.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

10. 1901038
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista

Helgi S. Haraldsson forseti bæjastjórnar, las upp eftirfarandi tillögu D-lista:
Lagt er til að ef til þess kemur að bæjarstjórn taki þá ákvörðun að selja hlut í fráveitu Árborgar þá fari fram íbúakosning um málið.
Bæjarfulltrúar D-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi frestunartillögu vegna tillögu D- lista um íbúakosningu:
Bæjarráð samþykkti, samhljóða, á fundi sínum 11. janúar sl. að fá hlutlaust endurskoðunarfyrirtæki til þess að leggja mat á hugmyndir Innviðasjóðs um kaup á 49% í fráveitu sveitarfélagsins. Niðurstöður úr þeirri vinnu liggja ekki fyrir, auk þess sem engar frekari tillögur  hafa verið lagðar fram um málið.

Undirritaðir bæjarfulltrúar Á-, B-, M- og S-lista, leggja því til að málinu verði frestað, þar sem það er með öllu ótímabært að taka afstöðu til máls sem ekki hefur verið mótuð tillaga um.
Sigurjón V Guðmundsson, Á-lista,
Helgi S Haraldsson, B-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Frestunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

11. 1207024
Skaðabótakrafa – Gámaþjónustan hf. og útboð sorphirðu í Árborg
Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands og viðbrögð stefnanda gagnvart áfrýjun.

Niðurstaða dómsins var lögð fram og upplýsingar frá Torfa R. Sigurðsyni, lögmanni, sem flutti málið fyrir sveitarfélagið um að stefnandi hefur ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar.    
           
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Við fögnum sýknudómum Héraðsdóms Suðurlands í þeim málum sem EKO eignir ehf (áður Gámaþjónustan hf) höfðaði gegn sveitarfélaginu til kröfu um skaðabætur vegna útboðs á sorphirðu í Árborg á árinu 2011.

Sveitarfélagið er sýknað af kröfum EKO eigna ehf og er m.a. með dómunum staðfest að Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista, var ekki vanhæfur til að taka þátt í meðferð málsins í bæjarstjórn. Þá eru EKO eignir dæmdar til að greiða sveitarfélaginu málskostnað upp á 8,5 milljónir króna.

Það hefur ekki gengið þrautalaust að koma þessum málum á dagskrá bæjarráðs og þessari bókun á framfæri. Undirrituð óskuðu eftir að niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands frá 18. desember sl. í tveimur málum EKO eigna ehf (áður Gámaþjónustan hf) gegn Sveitarfélaginu Árborg yrði tekin á dagskrá þarsíðasta bæjarráðsfundar, með afbrigðum frá dagskrá, en var meinað um það af meirihluta bæjarráðs. Til að bregðast við þessu óskaði Gunnar Egilsson, D-lista, eftir að þetta yrði á dagskrá síðasta bæjarráðsfundar. Þegar kom að þeim lið í dagskrá fundarins óskaði Gunnar eftir að leggja fram stutta bókun, þá sem greinir hér að ofan. Var honum synjað um það og lögðu fulltrúar meirihlutans í bæjarráði fram og samþykktu tillögu um að ekki mætti ræða málið. Þetta er grafalvarlegt mál, Gunnari er meinað að nota það málfrelsi sem hann hefur skv. sveitarstjórnarlögum og samþykktum sveitarfélagsins. Þessi háttur meirihlutans er í hæsta máta ólýðræðislegur og sýnir af sér argasta valdhroka. Þá er ekki farið að samþykktum sveitarfélagsins við ritun fundargerðar síðasta bæjarráðsfundar, þar sem fundarritari lét þess ógetið að Gunnar hefði óskað eftir að leggja fram bókun sem synjað var. 

Margt hefur verið ritað og rætt um ferli málsins sem var til umfjöllunar dómstóla, m.a. hafa bæjarfulltrúarnir Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Helgi S. Haraldsson, B-lista, haft uppi stór orð og verið með yfirlýsingar í fjölmiðlum og bókunum á þeim sjö árum sem ferli málsins hefur staðið yfir, t.d. í grein sem birt var á dfs.is í byrjun mars 2017.  Velta má fyrir sér hvort öll þau stóru orð sem hafa verið viðhöfð hafi alltaf verið samrýmanleg hagsmunum sveitarfélagsins, en það er vissulega ein af frumskyldum kjörinna bæjarfulltrúa að hafa hagsmuni sveitarfélagsins síns ætíð í fyrirrúmi.
Gunnar Egilsson, D-lista,​​
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista.

Gert var fundarhlé.

Fundi var fram haldið.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Það er ekki rétt það sem kemur fram í bókun bæjarfulltrúa D-lista að í grein bæjarfulltrúanna Eggerts Vals Guðmundssonar, Helga S. Haraldssonar og Örnu Írar Gunnarsdóttur sem birtist í Dagskránni í mars 2017 hafi verið efast um hæfi Gunnars Egilssonar til þess að fjalla um málið. Hvergi er minnst á hæfi Gunnars Egilssonar í umræddri grein. Í greininni er hins vegar fjallað um þá ákvörðun meirihluta D-lista  að hafa hafnað báðum tilboðum í sorphirðuna og ákveða að bjóða hana út að nýju. Þetta hafa dómstólar í tvígang dæmt ólögmæta aðgerð enda var það þetta sem öðru fremur var grunnur að málaferlum á hendur sveitarfélaginu með ófyrirsjáanlegum skaða.

Meðferð málsins af hálfu meirihlutans frá því að dómur héraðsdóms lá fyrir þann 18.desember sl. hefur í einu og öllu verið unnin skv. tilmælum bæjarlögmanns með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Undirritaðir bæjarfulltrúar taka undir að það sé frumskylda kjörinna fulltrúa að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í hvívetna enda teljum við okkur hafa gert það með því að fara að tilmælum bæjarlögmanns, sem rekur málið fyrir sveitarfélagið, um að fjalla ekki opinberlega um málið þar til áfrýjunarfrestur væri liðinn.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,

Helgi S. Haraldsson, B-lista, 
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Gert var fundarhlé.

Fundi var fram haldið.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Í bæjarmálasamþykkt er kveðið á um að þeir sem hafa rétt til að taka þátt í umræðum í bæjarstjórn eiga rétt á að fá bókaðar í fundargerð stuttar athugasemdir um afstöðu til þeirra mála sem til umræðu eru.

Bæjarstjóri, sem ritaði umrædda fundargerð bæjarráðs, kannast ekki við að farið hafi verið fram á að bókað væri um það í fundargerð að Gunnari Egilssyni hafi verið neitað um að leggja fram bókun um það mál sem bæjarráð samþykkti að fresta og tók þar með ekki til efnislegrar umræðu.

Bæjarstjóri vekur jafnframt athygli á þeirri ábyrgð sem bæjarráðsfulltrúar bera á fundargerðinni með því að undirrita hana, sem þeir gerðu í þessu tilviki allir og án fyrirvara.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tóku til máls.

 12. 1901077
Lántökur – Sveitarfélagið Árborg

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 600.000.000 kr. til 16 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun og einnig til að greiða afborganir af eldri lánum hjá Lánasjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

13. 1901078
Lántökur – Selfossveitur
 

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 600.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. gr, sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. 

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu. 

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

14. 1811132
Breyting á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla:
Lögð er til breyting á gjaldskrá leikskóla í Árborg á þann hátt að systkinaafsláttur með öðru barni ( kennsluhlutanum) hækki úr 25% í 50%, jafnframt verði samþykktur viðaukið við málaflokk 04 sem nemur hækkun útgjalda upp á kr. 7.000.000 og samsvarandi lækkun á rekstrarafgangi og handbæru fé.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tóku til máls.Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 15. 1901089
Tillaga frá D-lista – Álagningarhlutfall fasteignaskatts 2019
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu um álagningarhlutfall fasteignaskatts:

Bæjarfulltrúar D-lista leggja til að bókað verði um álagningarhlutfall fasteignaskatts 2019 í fundargerð bæjarstjórnar, þar sem það var ekki gert við afgreiðslu fjárhagsáætlunar á síðasta ári. Uppfylla verður skilyrði laga um að bæjarstjórn taki ákvörðun um álagningarhlutfall fasteignaskatts og sú ákvörðun verður ekki tekin nema með bókun þar um. 

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Til áréttingar um ákvarðanir bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2019

Í útsendum gögnum og tillögum vegna funda bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2019, sem haldnir voru 21. nóvember 2018 og 12. desember 2018, voru sundurliðaðar í greinargerð með fjárhagsáætlun upplýsingar sem eru grundvöllur tillögu að fjárhagsáætlun. Meðal þess sem fram kom í greinargerðinni voru þær breytingar á álagningu fasteignagjalda sem fólust í fjárhagsáætlunartillögum. Að samþykktri fjárhagsáætlun voru þessar  upplýsingar birtar á heimasíðu Árborgar, þann 13. desember 2018.

Til áréttingar, þar sem þær ákvarðanir sem eru tíundaðar hér á eftir voru ekki færðar í fundargerð bæjarstjórnar við samþykkt fjárhagsáætlunar, eins og þær voru samþykktar við síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar 12. desember 2018, staðfestir bæjarstjórn að neðangreindar ákvarðanir gilda um fasteignagjöld á árinu 2019.

Fasteignaskattur fyrir árið 2019 verður lagður á sem hér segir :

 • A-flokkur lækkar úr 0,325% og verður 0,275% af fasteignamati.
 • B-flokkur er óbreyttur – 1,32% af fasteignamati.
 • C-flokkur er óbreyttur – 1,65% af fasteignamati.

Lóðarleiga er óbreytt og verður sem hér segir árið 2019:

 • Almenn lóðarleiga verður 1,0% af fasteignamati lóðar.
 • Lóðarleiga ræktunarlands verður 3,3% af fasteignamati lóðar.

Vatnsgjald verður sem hér segir árið 2019:

 • Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,1961% og verður 0,1765%
 • Aukavatnsskattur verður óbreyttur og leggst á atvinnuhúsnæði m.v. rúmmetranotkun. Grunnur gjaldsins er 17,8 kr. á m3 miðað við grunnvísitölu neysluverðs í september 2007. Gjaldið uppreiknast á hverjum gjalddaga.

Fráveitugjald verður sem hér segir árið 2019:

 • Fráveitugjald lækkar úr 0,2795% og verður 0,2512% af fasteignamati.

Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 Fundargerðir til kynningar

16. 1806102
Fundargerðir bæjarráðs 2018

a) 19. fundur frá 20. desember

17. 1901008
Fundargerðir bæjarráðs 2019
a) 20. fundur frá 10. janúar

18. 1806174
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 2018
a) 16. fundur frá 12. desember
b) 17. fundur frá 19. desember

liður b ) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 6 í 17. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1812120 – Erindi frá Gagnaveitu Reykjavíkur vegna lagningar ljósleiðara í húseignir Árborgar.

19. 1901010
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 2019
a) 18. fundur frá 9. janúar

20. 1806177
Fundargerð fræðslunefndar 2018
a) 6. fundur frá 11. desember

21.  1901011
Fundargerð fræðslunefndar 2019
a) 7. fundur frá 9. janúar

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tók til máls um lið 9, málsnr. 1611240 – Menntastefna Árborgar 2018-2022

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Bæjarstjórn Árborgar fagnar nýútkominni og samþykktri menntastefnu Árborgar.

22. 1806173
Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar 2018       
a) 11. fundur frá 19. desember

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.  19:45

Helgi Sigurður Haraldsson                                
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson                       
Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir                                        
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Gísli Halldór Halldórsson

Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
7. fundur bæjarstjórnar

 

7. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá: 

1. 1711075
Deiliskipulagsbreyting að Eyravegi 34-38, Selfossi

Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 21. nóvember sl., liður 1 – Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

2. 1808156
Grenndarkynning vegna breytinga á innkeyrslum að Starmóa 14 og 16, Selfossi

Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 21. nóvember sl., liður 12 – Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

3. 1811174
Óveruleg breyting á deiliskipulagi – Larsenstræti

Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 21. nóvember sl., liður 15 – Lagt er til við bæjarráð [bæjarstjórn] að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi við Larsenstræti.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tóku til máls

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

4. 1810247
Hjólreiðasamgöngur í Árborg til framtíðar

Tillaga frá 17. fundi bæjarráðs frá 29. nóvember sl., liður 1 – Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að stofna stýrihóp um hjólreiðasamgöngur í Árborg til framtíðar og verði Jóna Sólveig Elínardóttir formaður hans. Meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar skipi auk þess einn fulltrúa hvor. Starfsmaður hópsins verður Bragi Bjarnason.
Stýrihópnum er falið að skila drögum að erindisbréfi og leggja fyrir bæjaráð til samþykktar. Lögð skal áhersla á að vinna stýrihópsins nýtist í tengslum við yfirstandandi endurskoðun á aðalskipulagi.

Lagt er til að Klara Öfjörð Sigfúsdóttir, S-lista  og Kjartan Björnsson, D-lista, verði  fulltrúar bæjarstjórnar í hópnum.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

5. 1811176
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borunar við Ingólfsfjall

Tillaga frá 10. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. desember sl., liður 1 – Lagt er til við bæjarráð [bæjarstjórn] að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

6. 1801220
Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg

Tillaga frá 4. fundi félagsmálanefndar frá 5. desember sl., liður 1 – Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar og leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

7. 1811030
Styrkbeiðni – Stígamót 2019

Tillaga frá 4. fundi félagsmálanefndar frá 5. desember sl., liður 6 – Félagsmálanefnd leggur til að veita Stígamótum styrk að upphæð kr. 70.000 fyrir árið 2019.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

8. 1810100Styrkbeiðni – Rekstur Kvennaathvarfsins árið 2019

Tillaga frá 4. fundi félagsmálanefndar frá 5. desember sl., liður 7 – Félagsmálanefnd leggur til veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð kr. 70.000 fyrir árið 2019.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

9.1812056
Siðareglur kjörinna fulltrúa
Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að yfirfara og endurskoða „Siðareglur kjörinna
fulltrúa hjá Sveitarfélaginu Árborg,“ ef þurfa þykir.  Eftir endurskoðun og breytingar verði þær lagðar fram í bæjarstjórn til samþykktar.

Lagt er til að vísa tillögunni til bæjarráðs til endurskoðunar í samráði við bæjarstjóra.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

 10. 1810219
Fyrirspurn Gunnars Egilssonar, bæjarfulltrúa, dags. 9. desember 2018
Á 13. fundi bæjarráðs spurðist ég fyrir um hvort sveitarfélagið ætti í viðræðum um sölu á hlut í fráveitu Árborgar. Fyrirspurninni var ekki svarað efnislega heldur fól svarið í sér upplýsingar um félagið Summu rekstrarfélag hf. Nú hefur komið í ljós að bæjarstjóri hefur verið í viðræðum við félagið um kaup þess á 49% hlut í fráveitu Árborgar, án umboðs bæjaryfirvalda að því er virðist. Undirritaður óskar eftir upplýsingum um það hvort fram hafi farið mat óháðs aðila á grundvelli 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 á þeirri ráðstöfun sem um ræðir.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Í svari við fyrirspurn bæjarfulltrúa Gunnars Egilssonar frá 13. fundi bæjarráðs kemur skýrt fram að bæjarstjóri hafi hitt fulltrúa frá Summu fjármálafyrirtæki. Tilgangur þessa fundar var að kynna fyrir bæjaryfirvöldum mismunandi leiðir til fjármögnunar framkvæmda við veitur. Það sem hins vegar var ekki vitað þegar þetta svar var lagt fram að sömu aðilar sem hér um ræðir höfðu hitt fyrrverandi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins á sambærilegum fundum á síðasta kjörtímabili. Þær samræður fóru fram án vitneskju þeirra kjörnu fulltrúa sem þá áttu sæti í bæjarstjórn, í það minnsta þeirra fulltrúa sem tilheyrðu minnihluta bæjarstjórnar. Í þeirri fyrirspurn sem liggur fyrir á þessum fundi eru aðdróttanir um að tilteknir starfsmenn séu að vinna í málum umboðslausir og á eigin forsendum. Það er  skoðun undirritaðs að slíkur málflutningur kjörins fulltrúa á opinberum vettvangi sé býsna alvarlegur og til þess fallinn að afvegaleiða umræðuna um þetta mál.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Umboð bæjarstjóra

Að því er látið liggja í fyrirspurninni að bæjarstjóri sé að vinna án umboðs bæjarstjórnar.

Í 48. grein samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar (bæjarmálasamþykkt) er kveðið á um að bæjarstjóri skuli annast verkefni sveitarfélagsins, auk framkvæmdar ákvarðana bæjarstjórnar. Í 49. grein bæjarmálasamþykktar er kveðið á um að bæjarstjóri skuli sjá um að fundir bæjarstjórnar séu vel undirbúnir, m.a. í þeim tilgangi að mál sem þar eru afgreidd séu vel upplýst.

 • Það hlýtur að samræmast störfum og umboði bæjarstjóra að vera í samskiptum við þau fyrirtæki sem óska eftir viðskiptum við sveitarfélagið, bjóða sveitarfélaginu þjónustu sína eða óska eftir þjónustu sveitarfélagsins.
 • Það hlýtur einnig að samræmast störfum og umboði bæjarstjóra að vinna að undirbúningi þeirra fjárfestinga sem bæjarstjórn er með til skoðunar og gera tillögur um fjármögnun þeirra.
 • Það hlýtur jafnframt að samræmast störfum og umboði bæjarstjóra að leita allra leiða til að bæta vegferð sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarstjórn mótaðar og undirbúnar tillögur um slíkar leiðir.
 • Þann 5. desember síðastliðinn boðaði bæjarstjóri kynningu fyrir bæjarfulltrúum á þeirri leið sem fjallað er um í drögunum og verður sú kynning haldin í aðdraganda bæjarstjórnarfundar 12. desember.

Framkvæmdir vegna fráveitu

Undirbúningur að framkvæmdum við nýja hreinsistöð fráveitu hefur staðið yfir síðastliðin tvö kjörtímabil og stendur enn. Á þeim tíma hafa verið ræddir fjárfestingakostir sem kostað gætu milljarða í framkvæmd. 

Á fundi framkvæmda- og veitustjórnar 6. desember 2017 voru kynntir eftirfarandi kostir í drögum að tillögu að matsáætlun um hreinsistöð fráveitu á Selfossi:

 1. Núllkostur. Hann miðast við óbreytt ástand, þ.e. að skólpi verði áfram veitt að mestu leyti óhreinsuðu í Ölfusá.
 2. Að byggja eins þreps hreinsistöð við Sandvík með útrás í Ölfusá.
 3. Að byggja tveggja þrepa hreinsistöð við Sandvík með útrás í Ölfusá.
 4. Að byggja hreinsistöð með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa við Sandvík með útrás í Ölfusá.
 5. Að byggja eins þreps hreinsistöð við Sandvík og dæla skólpi um lögn með Eyrarbakkavegi og áfram út í sjó við Eyrarbakkahöfn.

Ákvörðun bæjarstjórnar um að ráðast í slíkar fjárfestingar gæti mjög líklega fallið undir 66. grein sveitarstjórnarlaga. Sá valkostur um hreinsistöð sem nú er til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum er talinn kosta um 1.250 milljónir króna – það er reyndar mun ódýrari leið en áður hefur verið á borðinu.

Möguleg aðkoma fjárfestingarsjóðs lífeyrissjóðanna

Bæjarstjóri hefur verið í sambandi við Summu rekstrarfélag hf. frá því að fyrirtækið bað fyrst um fund með bæjarstjóra og var sá fundur haldinn 11. september síðastliðinn í Ráðhúsi Árborgar. Summa kynnti þar fyrir bæjarstjóra sjóð í eigu lífeyrissjóðanna, Innviðir fjárfestingar slhf., og mögulega aðkomu sjóðsins að innviðafjárfestingum sveitarfélaga. Í lok þeirrar kynningar upplýsti bæjarstjóri fulltrúa Summu um að miklar fjárfestingar væru fyrirhugaðar í fráveitumálum sveitarfélagsins og víst að þær fjárfestingar gætu orðið sveitarfélaginu þungur baggi. Niðurstaða fundarins var að Summa myndi kanna möguleika fjárfestingasjóðs lífeyrissjóðanna til að létta undir með sveitarfélaginu í því gríðarmikla verkefni sem fyrirhugað væri í uppbyggingu fráveitu Árborgar.

Summa rekstrarfélag hf. hefur í framhaldinu unnið drög að tillögu um aðkomu innviðasjóðs lífeyrissjóðanna að fjárfestingum í fráveitu Árborgar. Leið Summu er í stuttu máli sú að Sveitarfélagið Árborg stofni sérstakt félag um fráveituna og eignir hennar og Innviðir kaupi svo 49% í félaginu. Skýr lög og reglur eru um það að sveitarfélög verða að eiga meirihluta í slíkum félögum. Skýrar reglur eru einnig um það hvernig heimilt er að ákvarða gjaldskrá slíks félags og um það hver arðsemin má vera af slíku félagi. Sveitarfélagið færi með meirihluta í stjórn slíks félags. Helsti kosturinn við þessa aðferð er að Árborg gæti fjármagnað nýja hreinsistöð við Ölfusá – og aðrar fjárfestingaþarfir fráveitu – án lántöku.

Mat á áhrifum skuldbindinga sbr. 66. gr. sveitarstjórnarlaga

Ekki hefur farið fram mat á áhrifum ofangreindra fjárfestinga, í fráveitu eða þeirrar ráðstöfunar að selja Innviðum 49% hlut í hugsanlegu félagi um fráveitu Árborgar, á fjárhag sveitarfélagsins. Slíkt mat þarf að fara fram áður en bæjarstjórn tekur ákvarðanir um ofangreint ef þær nema sem svarar 20% af skatttekjum sveitarfélagsins, eða sem nemur um 1,2 milljörðum árið 2019. 

Gunnar Egilsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, óskaði eftir að Arna Ír Gunnarsdóttir, 1. varaforseti, tæki við stjórn fundarins. Arna Ír tók við stjórninni.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kjartan Björnsson, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tók aftur við stjórn fundarins.

11. 1811132
Gjaldskrár 2019 – síðari umræða 
a) Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
b) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2019 – Ný útfærsla á gjaldskrá frístundaheimila, lækkun hjá þeim sem nota þjónustuna mest og hækkun hjá þeim sem nota þjónustuna lítið og stopult. Þeir sem nota þjónustuna alla daga lækka um u.þ.b. 6.000 kr.
c) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
d) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
e) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
f) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
g) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2019 – Hækkunin nemur að meðaltali 4,2%.
h) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
i) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
j) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
k) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
l) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
m) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna afnota á skólahúsnæði í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
n) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna fráveitu (tæmingu rotþróa) í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
o) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2019 – Hækkunin nemur 10%.
p) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir gámasvæði Árborgar 2019 – Hækkunin nemur 3,6%.
q) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2019 – Hækkunin er breytileg milli einstakra liða, frá 1,7% – 6,7% fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Tillögur að breytingum á gjaldskrám fyrir Sveitarfélagið Árborg voru bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, sem  voru á móti.

12. 1811159
Samþykktir og gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2019 – síðari umræða 

Gísli Halldór Halldórsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi greinargerð:
Hér verið að leggja til nokkrar breytingar á innheimtu gatnagerðargjalda. Annars vegar miða þær að því að skerpa á innheimtu gjaldanna þannig að ekki sé hægt að halda lóðum í lengri tíma án þess að gatnagerðargjöld séu greidd upp. Hins vegar er gjaldskráin færð nær því sem tíðkast í öðrum sambærilegum sveitarfélögum.

Gatnagerðargjöld og innheimta þeirra þurfa að standa undir nauðsynlegri uppbygginu innviða í nýjum hverfum og því mikilvægt að þau séu í samræmi við kostnað af slíkri uppbyggingu.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Samþykktir og gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2019 voru bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa, D-lista, sem  voru á móti.

13. 1811233
Ákvörðun útsvarsprósentu 2019

Lögð var fram eftirfarandi tillaga um útsvarsprósentu. 

Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2019 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52 % af útsvarsstofni.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa, D-lista, sem voru á móti.

14. 1808140
Fjárhagsáætlun 2019 og 3ja ára áætlun – síðari umræða
           
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og kynnti breytingar á fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun milli umræðna. 

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, óskaði eftir að Arna Ír Gunnarsdóttir, 1. varaforseti, tæki við stjórn fundarins. Arna Ír tók við stjórninni.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tók aftur við stjórn fundarins.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Fjárhagsáætlun 2019 og 3ja ára áætlun voru bornar undir atkvæði og samþykkar með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa, D-lista, sem voru á móti.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftir farandi bókun bæjarfulltrúa D-lista vegna fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022:
Það er mat bæjarfulltrúa D-lista að tekjur sveitarfélagsins af lóðasölu þau ár sem áætlunin tekur til séu verulega ofáætlaðar og óraunhæft að áætlunin nái fram að ganga. Tekjuáætlunin virðist sett fram sem rök fyrir fjármögnun framkvæmda, sem ella væri ekki hægt að sýna fram á með hvaða hætti ætti að fjármagna. Bæjarfulltrúar D-lista hafna óábyrgri áætlanagerð eins og hér er viðhöfð.

Sú aukning sem er á rekstrarkostnaði sveitarfélagsins þykir benda til þess að ekki sé lengur sýnt það aðhald í rekstri sem viðhaft hefur verið undanfarin ár. Áfram er afar mikilvægt að gæta hófs í fjölgun stöðugilda. Áætlunin ber ekki með sér sparnað í aðkeyptri þjónustu á móti auknum fjölda stöðugilda, þvert á móti hækka þjónustukaup talsvert. Athygli vekur einnig að ekki skuli beðið eftir niðurstöðum úttektar á rekstri sveitarfélagsins áður en ákvarðanir eru teknar um ýmis ný útgjöld.

Bæjarfulltrúar D-lista eru andvígir þeirri gífurlegu hækkun gatnagerðargjalda sem gert er ráð fyrir í nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda. Hækkunin á gatnagerðargjöldum fyrir annað húsnæði en íbúðarhús nemur 42,9%, þar undir fellur allt atvinnuhúsnæði, s.s. iðnaðarhúsnæði, verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði, einnig falla þar undir aðrar byggingar svo sem hesthús og flugskýli. Þessi hækkun er ekki til þess fallin að laða atvinnufyrirtæki að sveitarfélaginu, né til þess að styrkja starfsemi þeirra fyrirtækja sem fyrir eru og þurfa að stækka við sig. Sveitarfélagið verður enganvegin samkeppnishæft hvað atvinnulóðir varðar, gjaldskráin verður t.d. tvöfalt hærri en gjaldskrá Sveitarfélagsins Ölfuss vegna iðnaðarhúsnæðis og tæplega fjórfalt hærri en gjaldskrá Hveragerðisbæjar vegna iðnaðarhúsnæðis. Þá hækkar gjaldskrá gatnagerðargjalda vegna fjölbýlishúsa um 46% og verður nærri fjórfalt hærri en t.d. í Sveitarfélaginu Ölfusi. 

Sú mikla fjárfesting sem ráðgerð er í fjárhagsáætluninni árin 2019-2022 leiðir til þess að skuldsetning sveitarfélagsins eykst verulega. Undir lok áætlunartímabilsins fer skuldahlutfall yfir viðmiðunarmörk og skuldaviðmið skv. nýjum útreikningum nálgast viðmiðunarmörk, hækkar um 30 prósentustig á áætlunartímabilinu. Ljóst er að sveitarfélagið mun þurfa að leita á önnur mið en til Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi lánafyrirgreiðslu, sem getur leitt af sér mun hærri fjármagnskostnað en verið hefur. Það virðist einbeittur ásetningur meirihluta Á-, B-, M- og S-lista að steypa sveitarfélaginu á ný í það skuldafen sem unnið hefur verið að á undanförnum árum að draga það upp úr.

Bæjarfulltrúar D-lista greiða því atkvæði gegn fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bókun vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar

Á grundvelli málefnasamnings framboðslista Áfram Árborgar, Framsóknar og óháðra, Miðflokks og Samfylkingarinnar sem varð til eftir kosningarnar sl vor, er nú lögð fram metnaðarfull fjárhagsáætlun. Hún miðar  að því að Svf. Árborg verði áfram leiðandi sveitarfélag á Suðurlandi, sem veita muni fyrirmyndarþjónustu m.a á sviði menntunar, menningar, velferðarþjónustu og góðra stjórnsýsluhátta. Við sem stöndum saman að þessu samstarfi í Svf. Árborg höfum sammælst um að gera gott sveitarfélag betra, við ætlum að vanda okkur við þau verkefni sem okkur hefur verið trúað fyrir enda snerta þau fólk,fyrirtæki og umhverfi okkar með beinum hætti. Við sem stöndum að þessu samstarfi komum úr ólíkum áttum og áherslurnar mismunandi. Það sem sameinar okkur er brennandi áhugi fyrir hagsmunum íbúa þessa sveitarfélags og uppbygging þess til framtíðar. Fagnefndum sveitarfélagsins, forstöðumönnum stofnana og öðru starfsfólki er þakkað fyrir að vinna innan þeirra rekstrarmarkmiða sem bæjarstjórn hefur sett sér. Starfsfólki er þakkað mikið og óeigingjarnt starf við gerð þessarar fjárhagsáætlunar, það er svo verkefni okkar allra að vinna með þeim hætti að áætlunin gangi eftir.

Helgi S Haraldsson
Tómas E Tómasson
Sigurjón V Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eggert V Guðmundsson

Fundargerðir til kynningar           
15. 1806102
Fundargerðir bæjarráðs
a) 16. fundur frá 22. nóvember
b) 17. fundur frá 27. nóvember
c) 18. fundur frá 6. desember

 • liður a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 6 í 16. fundargerð bæjarráðs, málsnr. 1810218 – Erindisbréf – Samþykktir hverfisráðs Árborgar.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls.   

 • liður a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 9 í 17. fundargerð bæjarráðs, málsnr. 1806138 – Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.    

16. 1806175
Fundargerð félagsmálanefndar
a) 4. fundur frá 5. desember

 1806174
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
a) fundur frá 28. nóvember

18. 1806176
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

a) 5. fundur frá 27. nóvember

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 2, málsnr. 1810117- Uppskeruhátíð ÍMÁ 2018.

19. 1806173
Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar                

a) 9. fundur frá 21. nóvember
b) 10. fundur frá 5. desember

 

Bæjarstjórn Árborgar sendir starfsmönnum og íbúum öllum hugheilar jóla- og  nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.  

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.  19:15

 

Helgi Sigurður Haraldsson     
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   
Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir   
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen
Gísli Halldór Halldórsson                                    
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
6. fundur bæjarstjórnar


6. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

1. 1810216
            Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir Vélaverkstæði Þóris, Larsenstræti 10 og 12.

Erindi frá 13. fundi bæjarráðs frá 1. nóvember sl., liður 9 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðunum Larsenstræti 10 og 12.  Bæjarráðs samþykkir vilyrðið með tveimur atkvæðum gegn einu.

Lagt er til við bæjarstjórn að vilyrðið verði samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, Brynhildur Jónsdóttir, Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-lista, voru á móti, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá. 

2. 1810215
            Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir RARIK ohf., Larsenstræti 16

Erindi frá 13. fundi bæjarráðs frá 1. nóvember sl., liður 10 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 16. Bæjarráð samþykkir vilyrðið með tveimur atkvæðum gegn einu.

Lagt er til við bæjarstjórn að vilyrðið verði samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, Brynhildur Jónsdóttir, Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-lista, voru á móti, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá. 

3. 1809275
            Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir Sólningu, Larsenstræti 8

Erindi frá 14. fundi bæjarráðs frá 8. nóvember sl., liður 9 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 8. Bæjarráð samþykkti erindið með tveimur atkvæðum gegn einu.

Lagt er til við bæjarstjórn að vilyrðið verði samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, Brynhildur Jónsdóttir, Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-lista, voru á móti, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá. 

 4. 1811024
Umsókn um stofnframlög

Umsókn Bjargs húsfélags hses um stofnframlag til leiguíbúða
Tillaga frá 15. fundi bæjarráðs frá 15. nóvember sl., liður 6 – Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn Bjargs verði samþykkt og gert verði ráð fyrir framlögum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2019.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

5. 1810083
Grenndarkynning fyrir Lambhaga 30, Selfossi
           
Tillaga frá 8. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 7. nóvember, liður 9 –

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynningin verði samþykkt.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

6. 1804104
            Breyting á deiliskipulagsskilmálum fyrir Urðarmóa 8, Selfossi

Tillaga frá 8. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 7. nóvember, liður 10 –

Lögð er fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust innan þess frests sem var veittur. Ein athugasemd barst eftir lok frestsins en efnislega laut hún ekki að breyttri þakgerð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsskilmálum er varða þakgerð að Urðarmóa 8 verði breytt í samræmi við efni grenndarkynningar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

7.
1810115
            Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
           
Tillaga frá 7. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 17. október, liður 14 –
Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar leggur til við bæjarstjórn að hafist verði handa við endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030.

            Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt skipulagslögum skal nýkjörin sveitarstjórn hverju sinni meta hvort þörf sé á endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nú eru liðin 12 ár síðan ákvörðun um slíka endurskoðun var síðast tekin og því telur meirihluti Á-, B-, M- og S- lista fulla þörf á að láta fara fram endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Frá því að núverandi aðalskipulag tók gildi eftir síðustu endurskoðun hafa orðið margvíslegar breytingar sem snerta mörg svið aðalskipulagsins, jafnframt því sem fyrirsjáanlegar eru ýmsar breytingar í nánustu framtíð. Má þar nefna samfélagslegar breytingar vegna mikillar fólksfjölgunar undanfarin ár, efnahagslegar breytingar sem snerta atvinnuuppbyggingu, færslu á þjóðvegi 1 og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá, aukinna krafna varðandi umhverfismál og aukna áherslu á lýðheilsu.

Sérstaklega skal horft til gildandi þingsályktunar um Landsskipulagsstefnu sem samþykkt var á Alþingi 16. mars 2016 við endurskoðun á aðalskipulaginu og samræma við hana eftir því sem við á. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

8. 1703281
Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir

            Tillaga frá 14. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 14. nóvember, liður 1 –

Endurskoðað kostnaðarmat fyrir umhverfismatið. Fleiri matsþættir og rannsóknir hafa bæst við upphaflega áætlun.
Stjórnin samþykkir tilboð frá Vatnaskilum vegna vinnu við dreifilíkansreikninga.
Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarstjórn að tillaga að matsáætlun vegna hreinsistöðvar fráveitu við Selfoss ásamt svörum við athugasemdum verði send til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

9. 1611240
Menntastefna Árborgar

            Tillaga frá 5. fundi fræðslunefndar frá 14. nóvember, liður 3 –

Stýrihópur leggur til að stefnan verði nefnd menntastefna Árborgar 2018-2022.
Fræðslunefnd gerði nokkrar breytingar á skjalinu og samþykkir að menntastefnan fari í lokauppsetningu og prentun. Jafnframt er stýrihópnum og öllum öðrum sem koma að þessari vinnu færðar bestu þakkir.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að menntastefnan verði samþykkt.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

10. 1809115
Uppbygging menningarsalarins í Hótel Selfoss
            Tillaga frá 3. fundi íþrótta- og menningarnefndar frá 16. október, liður 5, málsnr. 1809115 – Íþrótta- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur um uppbyggingu menningarsalar Suðurlands á Selfossi. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að bæjarstjórn leggi fjármuni strax í salinn til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsnæðinu.

Kjartan Björnsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
Bæjarstjórn sveitarfélagsins Árborgar hvetur Alþingi og mennta- og menningarmálaráðherra til þess tryggja með myndarlegum hætti stuðning við menningarhúsasamning við sveitarfélagið um að ljúka gerð menningarsalar Suðurlands. Menningarsalurinn bíður í dag frágangs, óinnréttaður með hallandi gólfi, og á að geta rúmað 270 manns í sæti. Í salnum er stórt svið og gryfja fyrir hljómsveit. Menningarhús í höfuðstað Suðurlands á Selfossi mun nýtast Sunnlendingum vel og er fyllilega tímabært að þessi menningarsalur verði til staðar á svæði þar sem búa yfir tuttugu þúsund manns og gestir skipta hundruðum þúsunda árlega.

Þingmenn Sunnlendinga hafa lagt fram tillögu að þingsályktun fyrir Alþingi þar sem hvatt er til þess að frágangi salarins ljúki ekki síðar en árið 2020. Bæjarstjórn skorar á alþingismenn að styðja við þetta framfaramál.

Bæjarstjórn samþykkir að bíða með stofnun starfshóps þar til línur skýrast í fyrirætlunum ríkisins um menningarhús á Selfossi.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

11. 1811132
Gjaldskrár 2019 – fyrri umræða

Helgi S. Haraldson, forseti bæjarstjórnar, fór yfir gjaldskrár og lagði til að vísa þeim til síðari umræðu. 

Gert var fundarhlé.

Fundi var framhaldið. 
a) Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2019
b) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2019
c) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2019
d) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2019
e) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2019
f) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2019
g) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2019
h) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2019
i) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2019
j) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2019
k) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2019
l) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2019
m) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna afnota af skólahúsnæði í Árborg 2019
n) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna fráveitu (tæmingu rotþróa) í Árborg 2019
o) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2019
p) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir gámasvæði Árborgar 2019
q)Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2019

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tók til máls.

Lagt var til að gjaldskrám yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

12. 1811159
Samþykktir og gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2019 – fyrri umræða           

Helgi S. Haraldson, forseti bæjarstjórnar, fór yfir samþykktir og gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2019 og lagði til að vísa þeim til síðari umræðu.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

Lagt var til að vísa samþykktum og gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2019 til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

13. 1808140

Fjárhagsáætlun 2019 og 3ja ára áætlun – fyrri umræða

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fylgdi úr hlaði greinargerð með fjárhagsáætlun 2019 og greinargerð með 3ja ára áætlun 2020-2022.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, fylgdi úr hlaði greinargerð um fjárfestingaráætlun 2019 – 2022.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

Lagt var til að fjárhagsáætlun fyrir 2019 og 3ja ára áætlun verði vísað til síðari umræðu 12. desember. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Fundargerðir til kynningar

14. 1806102
Fundargerðir bæjarráðs
a) 12. fundur frá 17. október
b) 13. fundur frá 1. nóvember
c) 14. fundur frá 8. nóvember
d) 15. fundur frá 15. nóvember           

 15. 1806174
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
a) 12. fundur frá 15. október
b) 13. fundur frá 24. október
c) 14. fundur frá 14. nóvember

16. 1806177
Fundargerð fræðslunefndar
a) 5. fundur frá 14. nóvember

–          Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 13 í fundargerð fræðslunefndar, málsnr. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

17. 1806176
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
a) 3. fundur frá 16. október
b) 4. fundur frá 13. nóvember

–          liður a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 1 í 3. fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, málsnr. 1808119 – Menningarmánuðurinn október 2018.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

18. 1806173
Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar                
a) 7. fundur frá 17. október
b) 8. fundur frá 7. nóvember                       

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:55.

 

Helgi Sigurður Haraldsson                                
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson                       
Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir                                        
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Gísli Halldór Halldórsson
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Fjárhagsáætlun 2019-2022 fyrri umræða fjárfestingaráætlun

Greinagerð_með_Fjarhagsáætlun_2019-2022

 

 

 
5. fundur bæjarstjórnar


5. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 17. október 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, varamaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri,  og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Þórhildi Dröfn Ingvadóttur velkomna á sinn fyrsta fund bæjarstjórnar.  Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá lið 10 úr 11. fundargerð bæjarráðs frá 4. október – Lóðarumsókn – Larsenstræti 2 málsnr. 1809275.

Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. 1809164
     Beiðni um viðbótarframlag vegna veikinda

Tillaga frá 10. fundi bæjarráðs frá 20. september sl. liður 10 – Óskað eftir viðbót við launaáætlun ársins 2018, vegna afleysinga á leikskóla kr. 3.467.210 og er það með launatengdum gjöldum.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til viðaukasamþykktar í bæjarstjórn.

Lagt er til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

2. 1808039
     Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins

Erindi frá 11. fundi bæjarráðs frá 4. október sl., liður 1 -Samningur við Harald L. Haraldsson. Bæjarráð samþykkti samninginn með tveimur atkvæðum gegn einu. Fulltrúi D-lista greiddi atkvæði á móti.

Lagt er til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

3. 1809126

Viljayfirlýsing vegna Jafnvægisvogar      

Erindi frá 3. fundi félagsmálanefndar frá 3. október sl. liður 3 – Viljayfirlýsing vegna Jafnvægisvogar.
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að undirrita viljayfirlýsinguna.

Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að undirrita viljayfirlýsinguna. 

Ari Björn Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

4. 1807027

Deiliskipulag af jörðinni Goðanesi við Eyrarbakka
Tillaga frá 6. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 26. september sl. liður 12 – Beiðni um heimild til að gera deiliskipulag af jörðinni Goðanesi við Eyrarbakka.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.           

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

5. 1809176
    Framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu gatnalýsingar við Eyraveg

Tillaga úr 6. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. september sl. liður 7, samanber 11. fundargerð bæjarráðs – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á gatnalýsingu við Eyraveg, Selfossi.
Umsækjandi HS veitur hf.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verðir veitt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

6. 1810093
     Tillaga frá bæjarstjóra um ráðningu mannauðsstjóra            

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að ráðinn verði mannauðsstjóri til Sveitarfélagsins Árborgar og að gert verði ráð fyrir launakostnaði vegna starfsins frá og með 1. janúar 2019.

Greinagerð:
Mjög hefur komið fram í máli starfsmanna og kjörinna fulltrúa að þörf sé á ráðningu mannauðsstjóra til Sveitarfélagsins Árborgar. Almennt má reikna með að mannauðsstjóra sé þörf þegar starfsmannafjöldi nær 80-120. Starfsmenn Árborgar eru fleiri en 700.

Vöntun á mannauðsstjóra veldur því að forstöðumenn stofnana þurfa án stuðnings að takast á við flókin starfsmannamál sem kalla á sérþekkingu á lögum, reglum og kjarasamningum. Þetta eykur álag á stjórnendur og getur leitt til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið þegar illa tekst til. Eftirlit með launaröðun starfsmanna, fjarvistum, veikindum og heilbrigðu starfsumhverfi er einnig ábótavant þegar mannauðsstjóri er ekki til staðar.

Mannauðsstjórnun snýr að því hvernig framlag starfsmanna í skipulagsheildum er  nýtt til að bæta árangur þeirra og snýst um að ná sem mestum árangri fyrir skipulagsheildina. Hlutverk mannauðsstjórans er að skapa umhverfi sem hvetur starfsfólk til dáða þannig að það leggi sig fram í starfi með hag skipulagsheildarinnar að leiðarljósi. Það er því augljós hagur sveitarfélagsins að ráðinn verði mannauðsstjóri.

Bæjarstjóri telur af þessum sökum nauðsynlegt að ráðning mannauðsstjóra eigi sér stað svo fljótt sem auðið er.

Kjartan Björnsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

 7. 1807089
Samningar við RARIK um lagningu þriggja fasa rafmagns í Sveitarfélagið Árborg
 

            Forseti tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lögð eru fram til kynningar drög að samningi við RARIK um lagningu þriggja fasa rafmagns að Grundarbæjum innan Sveitarfélagsins Árborgar.

Þá hefur Sveitarfélagið Árborg í samvinnu við RARIK einnig ákveðið að flýta lagningu þriggja fasa rafmagns að Kaldaðarnesi innan Sveitarfélagsins Árborgar.

Við nánari athugun hefur komið í ljós að kostnaður við tengingu við hitaveitu á framangreindu svæði er ekki fýsilegur kostur að svo stöddu. Lagning þriggja fasa rafmagns hefur talsverð samlegðaráhrif með lagningar ljósleiðara á svæðinu en stefnt er að því að vinna þessi tvö verk í sama verki. Með þessu fyrirkomulagi munu Selfossveitur spara umtalsverða fjármuni vegna lagningu ljósleiðara síðar.

Þá er framangreint fyrirkomulag til þess fallið að auka afhendingar- og rekstraröryggi á rafmagni á dreifisvæði RARIK.

Lagning þriggja fasa rafmagns er almennt til þess fallin að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu sem og stuðla að möguleikum til frekari tæknivæðingar og þannig hafa jákvæð áhrif á núverandi búrekstur sem og allan annan atvinnurekstur.

Framkvæmda- og veitustjóra er falið að undirrita samning við RARIK vegna Grundar. Jafnframt er framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga frá samkomulagi við RARIK um lagningu framangreinds þriggja fasa strengs að Kaldaðarnesi.

Lagt er til að kostnaði vegna þessara tveggja samninga kr. 22,3 millj.kr., verði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018.           

            Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, og Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum. 

 8. 1801103
      Lántökur 2018           

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 605.000.000 kr. til 16 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun og einnig til að greiða afborganir af eldri lánum hjá Lánasjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

 

9. 18051484
     Viðauki við fjárhagsáætlun  

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og gerði grein fyrir viðauka við fjárhagsáætlun.           

Kjartan Björnsson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.           

            Gert var fundarhlé.

            Fundi var fram haldið.

            Viðauki við fjárhagsáætlun var borinn undir atkvæði og samþykktur með 9 atkvæðum.            

            Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Við undirritaðir fulltrúar D-listans ítrekum fyrri bókun vegna kaupa á bíl fyrir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins þar sem áður hafði verið samþykkt að fara aðra leið í bílamálum framkvæmdastjórans. Einnig gagnrýnum við fjárveitingu til ráðgjafa vegna úttektar á rekstri sveitarfélagsins sem við leggjumst ekki gegn en furðum okkur á upphæðum fyrir úttektina og að ekki hafi verið leitað tilboða í verkið. Einnig furðum við okkur á því að hvergi liggur fyrir formleg samþykkt um viðskipti við Alark vegna uppbyggingar á íþróttamannvirkjum á Selfossvelli og útgjöldum tengdum því verki.
Bæjarfulltrúar D-listans.

10. 1809275
Lóðarumsókn – Larsenstræti 2
Erindi frá 11. fundi bæjarráðs frá 4. október sl., liður 10 – Lóðarumsókn – Larsenstræti 2. Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum gegn einu að veita Sólningu vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 2. Fulltrúi D-lista greiddi atkvæði á móti.

            Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Óskað er eftir að bæjarstjóra verði falið að leita álits Skipulagsstofununar, hvort fyrirhuguð starfsemi standist núverandi deiliskipulag.

            Lagt er til við bæjarstjórn að vilyrðið verði veitt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

Fundargerðir til kynningar 

11. 1806102
Fundargerðir bæjarráðs
a) 10. fundur frá 20. september
b) 11. fundur frá 4. október           

Ari Björn Thorarensen, D-lista,  Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls um fundargerðir bæjarráðs.

–          liður b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 14 í 11. fundargerð bæjarráðs, málsnr. 1810038 – Tillaga frá fulltrúum D-lista vegna kvikmyndarinnar „Lof mér að falla“.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

–          liður b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 11 í 11. fundargerð bæjarráðs, málsnr. 1804061 – Upplýsingar – breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.           

12. 1806175
Fundargerðir félagsmálanefndar
a) 3. fundur frá 3. október

13. 1806174

Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar
a) 9. fundur frá 25. september
b) 10. fundur frá 2. október
c) 11. fundur frá 4. október 

–          liður a) Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 1 í 9. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1711264 – Viðbygging við leikskólann Álfheima.

–          liður a) Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 4 í 9. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1809237 – Fráveita Árborgar –kortlagning svæða og stefnumótun um hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu.        

14. 1806177
       Fundargerð fræðslunefndar                                                        
a) 3. fundur frá 20. september
b) 4. fundur frá 10. október

–          liður b) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 19 í 4. fundargerð fræðslunefndar, málsnr. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki.

                  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

15. 1806173
       Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar                
a) fundur frá 12. september
b) 6. fundur frá 26. september        

 

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:05

     

Helgi Sigurður Haraldsson                                
Eggert Valur Guðmundsson                                                                      
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson                       
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir
Brynhildur Jónsdóttir                                        
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Gísli Halldór Halldórsson
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
4. fundur bæjarstjórnar


4. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 19. september 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, í stað Sigurjóns Vídalín Guðmundssonar,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, í stað Ara B. Thorarensen

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar:
Brynhildur Ágústsdóttir
Emilía Sól Guðmundsdóttir
Heimir Ingi Róbertsson
Jakob Heimir Burgel Ingvarsson
Jón Karl Sigurðsson
Kristín Ósk Guðmundsdóttir
Sigdís Erla Ragnarsdóttir
Veigar Atli Magnússon

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Ingibjörg Garðarsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennráðs Árborgar.

Dagskrá: 

Gunnar Egilsson tók til máls  og lagði fram bókun um fundarboð bæjarstjórnar.

Ég undirritaður geri athugasemd við fundarboð bæjarstjórnar. Athugasemdin lýtur að því að í fundarboði er ekki gert ráð fyrir að nokkrir liðir í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar séu teknir til afgreiðslu eins og ber að gera skv. 2. mgr. 37. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, sem hljóðar svo: „Þær ályktanir eða tillögur í fundargerðum sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar eru lagðar fyrir sem sérstök mál og eru afgreidd með formlegum hætti.” Er hér um að ræða 2., 4. og 7. lið í 6. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 6. september 2018 sem þarfnast staðfestingar.  Sama gildir um 8. lið 8. fundar bæjarráðs frá 6. september sl.

Þá er jafnframt bent á ákvæði 3. mgr. 37. gr. samþykktanna þar sem segir:  “Ályktun nefndar sem hefur fjárútlát í för með sér skal lögð fyrir bæjarráð.” Verður því ekki annað séð en að vísa verði þessum liðum fundargerðar framkvæmda- og veitustjórnar til umfjöllunar í bæjarráði að því marki sem þessir liðir varða fjárútlát. Athygli er vakin á því að misbrestur á því að rétt sé staðið að ákvarðanatöku getur leitt til ógildingar ákvörðunar á síðari stigum og er því nauðsynlegt að vanda til verka í upphafi.

Gunnar Egilsson, D-lista

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gísli Halldór Halldórsson tóku til máls.

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tók til máls og sagði frá verkefnum ungmennaráðs og því sem áunnist hefur hjá ráðinu og framundan er.

Tillögur:

1.
Tillögur ungmennaráðs Árborgar til bæjarstjórnar

 a) 1809135
Tillaga UNGSÁ um lýsingu göngustíga í sveitarfélaginu

Jakob Heimir Burgel Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:  Ungmennaráð leggur til að stígur sem liggur upp Stórahól verði lýstur upp. Einnig að göngustígurinn frá brúnni að Arnbergi verði lýstur upp.

Stígurinn sem þjónar nú jafnframt sem sleðabraut á Stórahól er sem stendur án viðunandi lýsingar, og leggur unmennaráð því til að sú braut verði lýst upp þar sem ungviði sveitarfélagsins notar brautina oftar en ekki í svartasta skammdegi vetrarins og mun það reynast erfitt að sjá aðskotahluti sem leynast á brautinni í myrkrinu.

Að auki er afar slæm lýsing á göngustígnum að Olís sem er talsvert nýttur af íbúum sveitarfélagsins. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

b) 1809138
Tillaga UNGSÁ um endurskinsvesti handa nemendum 1. bekkjar

Heimir Ingi Róbertsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:   Ungmennaráð leggur til að Sveitarfélagið Árborg gefi nemendum 1. bekkjar í grunnskólum sveitarfélagsins endurskinsvesti í byrjun hvers skólaárs. 

Sveitarfélagið fer nú ört stækkandi og þar með hefur umferð ökumanna sem og gangandi vegfaranda aukist til muna. Ungmennaráð telur því mikilvægt að huga að því að hafa yngstu kynslóðina vel sýnilega í skammdeginu með slíkum vestum. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar. 

c) 1809139
Tillaga UNGSÁ um endurskoðun umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Árborgar

Kristín Ósk Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði: Ungmennaráð leggur til að bæjarstjórn endurskoði umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Árborgar. 

Ungmennaráð telur að nú sé löngu orðið tímabært að endurskoða umhverfisstefnu sveitarfélagsins þar sem núverandi stefna var samþykkt þann 27. janúar 2005. Ótal margt hefur breyst á rúmum 13 árum hvað varðar umhverfisvernd og þykir ungmennaráði skammarlegt að stefnan hafi ekki verið endurnýjuð í svo langan tíma. Einnig er mikilvægt að stefnan sé endurskoðuð reglulega. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til starfshóps sem á að fara yfir og endurskoða umhverfisstefnuna.

 d) 1809140
Tillaga UNGSÁ um sundlaugar við Sunnulækjarskóla eða nýjan grunnskóla í Björkurstykki.

Jón Karl Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði: Ungmennaráð leggur til að sundlaug verði reist við Sunnulækjarskóla eða nýja grunnskólann í Björkurstykki.

Ungmennaráðið leggur til að byggð verði kennslulaug við Sunnulækjarskóla eða nýjan fyrirhugaðan skóla í Björkustykki. Ungmennaráðið telur það vera tilgangslaust að það sé verið að færa rúmlega 700 nemendur milli staða svo þau komist í 40 mínútna sundkennslustund. Þess vegna teljum við að það sé mikilvægt að það verði hægt að sækja sundkennslu í sínu nær umhverfi.

Að loknum umræðum samþykkir Bæjastjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.

e) 1809141
Tillaga UNGSÁ um rafhleðslustöðvar í sveitarfélaginu           

Jakob Heimir Burgel Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:  Ungmennaráð leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp innan sveitarfélagsins. 

Ungmennaráðið leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp í sveitarfélaginu. Grunnskólarnir eru góðir staðir fyrir nýjar rafhleðslustöðvar, þar sem þeir eru meðal fjölmennustu vinnustaða sveitarfélagins. Vegna aukningar á rafmagnsbílum hjá fólki  þarf að bjóða upp á stæði fyrir starfsmenn og íbúa sem sækja þjónustu við skólann. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

f.) 1809142
Tillaga UNGSÁ um menningarsalinn            

Sigdís Erla Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:  Ungmennaráð leggur til að samningur við ríkið um uppbyggingu á menningarsalnum verði kláraður. 

Ungmennaráðið telur það vera hreina nauðsyn að sveitarfélagið geri samning við ríkið um að endurbyggja menningarsalinn, sem er í Hótel Selfoss. Þetta er stór og flottur salur sem hefur margvístlegt notagildi en legið ónothæfur í fjölda ára. Þess vegna þarf að hefja viðræður við ríkið um að vinna með sveitarfélaginu í að laga þennan sal. Því það er synd og skömm að Árborg hafi ekki almennilegan stað fyrir tónleikahald. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til íþrótta- og menningarnefndar.

g) 1809143
Tillaga UNGSÁ um tíma fyrir íbúa 60 ára og eldri til hreyfingar í íþróttahúsum           

Sigdís Erla Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði: 
Ungmennaráð leggur til að það  verði hafðir tímar fyrir íbúa 60 ára og eldri til hreyfingar í íþróttahúsum.

Ungmennaráð Árborgar leggur til að fundinn verði tími sem eldri borgarar geti notað til góðrar hreyfingar. Hægt yrði að hafa hann vikulegan lið í starfi félags eldri borgara. Í mikilli hálku eiga flestir sem stunda hreyfingu úti, á hættu að detta, eldri borgarar eru í sérstökum áhættuhópi. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til íþrótta- og menningarnefndar.

 h) 1809144
Tillaga UNGSÁ um íþróttavöllinn

Emilía Sól Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð leggur til að lýsing sé bætt á frjálsíþróttavelli og að salernisaðstöðu sé komið upp við völlinn.

Lýsingu er mjög ábótavant við völlinn og hefur áhrif á nýtingu hans. Einnig er afar bagalegt að ekki sé salernisaðstaða við völlinn sem kemur illa við unga sem aldna iðkendur frjálsra íþrótta í sveitarfélaginu.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

 i) 1809146
Tillaga UNGSÁ um uppsetningu á vatnshönum í sveitarfélaginu

Emilía Sól Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð leggur til að vatnshönum verði komið upp á gönguleiðum innan sveitarfélagsins.

Engir vatnshanar eru við hlaupa- eða gönguleiðir innan sveitarfélagsins. Ungmennaráðið telur að þetta geti verið skref til þess að Árborg verði heilsueflandi sveitarfélag.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

 j) 1809148
Tillaga UNGSÁ um heimavist við FSU           

Veigar Atli Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð óskar eftir því að bæjarstjórn beiti sér fyrir því að heimavist verði komið upp að nýju við FSU. 

Það er ólíðandi að ekki sé heimavist til staðar við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Leiguverð hefur hækkað mikið á síðustu misserum og því er ekki jafnræði á meðal ungs fólks í landshlutanum varðandi nám við skólann. Sem dæmi er vitað að ungmenni séu að keyra yfir 80 km á hverjum morgni til að mæta í skólann. Ferðakostnaður hefur einnig hækkað mikið á þessu tímabili. Þetta er stærsti framhaldsskólinn á svæðinu og sá öflugasti sem býður upp á iðnám. Þrátt fyrir þessa staðreynd er FSu eini skólinn á svæðinu sem hefur ekki heimavist við skólann. Sveitarfélagið Árborg getur stutt við þessa hugmynd með aðgerðum svo sem að gefa lóð undir fasteignina. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjaráðs.

 k) 1809149
Tillaga UNGSÁ um lífsleiknitíma í grunnskólum Sveitarfélagsins Árborgar            

Brynhildur Ágústsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð leggur til að lífsleiknitímar á unglingastigi í grunnskólum verði lengri, markvissari og betur nýttir. 

 • Hingað til hafa lífsleiknitímar á unglingastigi ekki verið nýttir nógu vel. Þeir fara yfirleitt bara í kökudaga eða spilatíma. Okkur í ungmennaráðinu finnst það synd, því þessir tímar eiga að vera undirbúningur fyrir lífið.
 • Við leggjum til að gerð verði kennsluáætlun fyrir lífsleiknitímana þar sem sérstakt efni væri tekið fyrir í hverjum mánuði, með fræðslu í upphafi og verkefnavinnu og umræðum í kjölfarið.
 • Einnig leggjum við til að lífsleiknitímar verði tvöfaldaðir því það munar um leið svo miklu þegar hægt er að ná fram lengri umræðum eftir kynningar eða fræðslu.
 • Dæmi um fræðslu: Réttindi ungs fólks á vinnumarkaði, fjármálalæsi, skyndihjálp, kynfræðsla o.fl.

o   Sífellt er verið að brjóta á ungu fólki sem þekkir hvorki réttindi sín né vinnumarkaðinn nógu vel. Þetta mætti auðveldlega bæta með markvissri fræðslu og verkefnum með. Stéttarfélögin hafa síðustu ár verið með kynningu og við teljum það mjög gott. Þó má bæta smá við þetta með verkefnum.

o   Í fjármálalæsi má kenna gerð skattaskýrslna, læsi launaseðla, skilning á sköttum, lífeyrirssjóðum, tekjum, gjöldum o.s.frv. Strax við fermingu eignast meirihluti barna mjög mikið af peningum en kunna ekki einu sinni að leggja þá inn í banka.

o   Það er fullt af ungu fólki sem kann ekki skyndihjálp því það er svo lítið um fræðslu. Það er að sjálfsögðu ekki gott þegar á reynir. Hægt væri að fara í samstarf við björgunarsveitina, Rauða krossinn.

o   Það er nokkuð augljóst hvers vegna kynfræðsla er mikilvæg. Ungt fólk hefur oft margar spurningar en veit ekki hvert á að snúa sér með þær. Það er mjög gott að eiga stundum tíma sem gerður er fyrir slíkar spurningar. Einnig má reyna að fá allavega einu sinni á grunnskólagöngunni karlkynskennara til þess að kenna strákum kynfræðslu.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar. 

Gunnar Egilsson,

D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista,  tóku til máls.

2.  1801221
Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um fjárhagsaðstoð

Tillaga frá 2. fundi félagsmálanefndar frá 30. ágúst sl., liður 7, um breytingu á 22. grein reglna um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg, samanber 8. fundargerð bæjarráðs frá  6. september – Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á 22. gr.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

3.  1609215
Deiliskipulag í landi Bjarkar

Tillaga frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 1.  Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

4.  1808156
Ósk um breytingu á innkeyrslum við Starmóa 14 og 16, Selfossi

Lagt er til að erindið verði grenndarkynnt að Starmóa 12,13, 15 og 17. Einnig verður óskað eftir umsögn framkvæmda- og veitusviðs.

Forseti leggur til að erindið verði grenndarkynnt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

5.  1801230
Leyfi fyrir byggingu á bílageymslu að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 14, lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og        byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að leyft verði að byggja frístandandi bílageymslu með 40m2 íbúð á 2. hæð að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

6.  1712014
Grenndarkynning vegna breytinga á byggingarreit að Urðarmóa 8, Selfossi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 15, lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingareitnum að Urðarmóa 8 verði breytt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

7.  1709001
Deiliskipulag fyrir Votmúla II, Sandvíkurhreppi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 16, skipulags- og byggingarfulltrúi upplýsti að athugasemdir við deiliskipulagstillöguna hafi verið dregnar til baka. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

 8.  1804320
Breytt deiliskipulag að Ólafsvöllum Stokkseyri

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 17,

deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

 9.  1711075 Óveruleg breyting á aðalskipulagi að Eyravegi 34-38, Selfossi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 19, umsóknin var áður til afgreiðslu hjá nefndinni 2.júlí sl. Lagt er til við bæjarstjórn að hin óverulega breyting aðalskipulags að Eyravegi 34-38 verði samþykkt með eftirfarandi rökstuðningi:

Lóðarhafar hafa óskað eftir að landnotkun á Eyrarvegi 34-38 verði breytt í blandaða notkun þannig að einnig verði heimilt að hafa íbúðir á viðkomandi lóðum. Meginástæða breytingarinnar er sú að eftirspurn eftir þjónustu lóðum er nánast engin í sveitarfélaginu en vöntun hefur verið á lóðum fyrir íbúðabyggð. Um er að ræða lóðir sem eru staðsettar á blönduðu svæði verslunar- og þjónustu. Lóðirnar sem eru alls 9.540 fermetrar að stærð, eru að hluta aðliggjandi íbúðasvæði til norðurs þar sem standa þrjú fjölbýlishús 4-5 hæða. Með breytingunni er verið að auka nýtingarmöguleika þess húsnæðis sem fyrir er sem og á auðum lóðum en efri hæðir á Eyravegi 38 hafa staðið auðar svo árum skiptir og sama er að segja um lóðirnar við Eyraveg 34-36 en þær hafa staðið auðar og eru í dag nýttar undir gamla bíla og almennt geymslusvæði íbúa og fyrirtækja í grennd við lóðirnar.

Áætlað er að breytingin hafi lítil eða engin áhrif á þá starfsemi sem fyrir er eða á nærliggjandi íbúðasvæði en líklegt er að verðmæti lóðanna aukist með auknum heimildum til nýtingar.

Staðsetning m.t.t. íbúabyggðar er hentug m.a vegna nálægðar við leikskóla og opin svæði til leikja, göngustígakerfi er til staðar og góð tenging umferðar út á aðalgötu. Umrætt svæði er því vel í stakk búið til að taka á móti auknum íbúafjölda.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Helgi S. Haraldsson tóku til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

 10.  1804105
Grenndarkynning vegna breyttrar þakgerðar að Urðarmóa 11 Selfossi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 22, lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt þakgerð hússins að Urðarmóa 11 verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

11.  1804236
Grenndarkynning á stækkun byggingarreits að Vallartröð 3, Selfossi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 24, stækkun byggingarreitsins hefur verið grenndarkynnt, engin athugasemd barst. Lagt er til við bæjarstjórn að byggingarreiturinn verði stækkaður.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

12.  1808041
Þóknanir til kjörinna fulltrúa

Afgreiðsla fundar kjaranefndar frá 16. júlí, liður 1, kjaranefnd samþykkir óbreytta þóknun fyrir bæjarfulltrúa, þ.e. sömu forsendur gilda og voru samþykktar á fundi kjaranefndar 22.febrúar 2017.

Kjaranefnd samþykkir að greiða bæjarfulltrúum fyrir setu á fundum vegna fjárhagsáætlunarvinnu á haustin. Kjaranefnd samþykkir að greiða það sama fyrir hvern fund og greitt er fyrir nefndarfundi. Í dag er það 21.041 kr. á fund.

Heildarkostnaður ef fundir verða samtals 13 (tekið er mið af fjölda funda haustið 2017) og miðað er við að allir bæjarfulltrúar mæti á hvern fund.           

Heildarkostnaður með launatengdum gjöldum = 3.025.000 kr.

Vísað í viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Forseti leggur til við bæjarstjórn að þessar ákvarðanir kjaranefndar verði samþykktar og að heildarkostnaði vegna þess verði vísað í viðauka við fjárhagsáætlun.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Tillagan borin undir atkvæði í tvennu lagi.

Tillaga kjaranefndar um þóknun til bæjarfulltrúa samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Tillaga að greiðsla fyrir fundi vegna fjárhagsáætlunarvinnu verði vísað aftur til kjaranefndar. Samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

13. 1808041
Launamál framkvæmdastjóra/bæjarstjóra

Afgreiðsla fundar kjaranefndar frá 16. júlí, liður 2, kjaranefnd samþykkir laun fyrir framkvæmdastjóra/bæjarstjóra. Kjaranefnd samþykkir að greiða ekki fastan akstur á mánuði en greitt verður fyrir akstur skv. akstursdagbók hverju sinni.

Forseti leggur til við bæjarstjórn að þessar ákvarðanir kjarnefndar verði samþykktar að öðru leyti en því að ekki verði greitt fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók á meðan sveitarfélagið leggur bæjarstjóra til bifreið til afnota eins og bæjarráð hefur þegar samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með  5 – 2 og tveir sátu hjá.

14.  1808024
Erindisbréf fræðslunefndar

Afgreiðsla frá 2. fundi fræðslunefndar frá 12. september sl., liður 1, fræðslunefnd samþykkir erindisbréfið og vísar því til frekari skoðunar og afgreiðslu hjá bæjarstjórn.

Forseti leggur til við bæjarstjórn að erindisbréf fræðslunefndar verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

15.  1807070
Erindisbréf félagsmálanefndar

Afgreiðsla frá 2. fundi félagsmálanefndar frá 30. ágúst sl., liður 5, félagsmálanefnd samþykkti erindisbréfið samhljóða.           

Forseti leggur til við bæjarstjórn að erindisbréf félagsmálanefndar verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

16.  1808117
Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar

Afgr. frá 1. fundi íþrótta- og menningarnefndar frá 28. ágúst sl., liður 2, íþrótta- og menningarnefnd samþykkti erindisbréfið samhljóða.           

Forseti leggur til við bæjarstjórn að erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
 

Fundargerðir til kynningar

17.  1806102
Fundargerðir bæjarráðs  

a) 6. fundur frá 23. ágús
b) 7. fundur frá 30. ágúst
c) 8. fundur frá 6. september
d) 9. fundur frá 13. september

 

Til máls tóku: Helgi S. Haraldsson forseti, Gunnar Egilsson, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Gunnar Egilsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Sá ágalli var á fylgigögnum vegna tillögu um kaup á bíl fyrir bæjarstjóra að þar var ekki gert ráð fyrir því að rekstrarkostnaður, fjármagnskostnaður og afskriftir féllu á bæjarsjóð. Undirritaður óskaði því eftir að fjármálastjóri tæki saman hver væri áætlaður kostnaður við þessa þætti vegna kaupa á bíl fyrir bæjarstjóra. Samkvæmt tölvupósti fjármálastjóra frá því í gær er rekstrarkostnaður, fyrir utan dekkjakaup og með nokkurri óvissu um eldsneytiskostnað, áætlaður kr. 595.000 á ári. Fjármagnskostnaður er áætlaður kr. 225.833 og bíllinn afskrifast á 5 árum, og reiknast afskrift þá kr. 1.058.000 á ári. Samtals gera þetta 1.878.833 milljónir króna á ári, auk kostnaðar við dekk og með óvissu um eldsneytiskostnað. Á kjörtímabilinu nemur þetta því um 7.515.332 mkr. Undirritaður áætlar að endurnýjun dekkja undir bílinn á kjörtímabilinu geti kostað um 100.000 kr. Að því viðbættu nemur kostnaðurinn 7.615.332. Bæjarstjóri greiðir 14,52% útsvar af reiknuðum hlunnindum kr. 148.000 á ári og nemur það um kr. 21.489, sem bæjarsjóður fær til baka á ári eða 85.956 á fjórum árum. Í minnisblaði fjármálastjóra var tiltekið að bifreiðastyrkur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins 2014-2018 hefði numið kr. 7.697.200 á fjögurra ára tímabili. Skattgreiðslur á ári miðuðust við skattmat ríkisskattstjóra og greiddi fyrrverandi framkvæmdastjóri 14,52% útsvar af kr. 761.400 á ári og nemur það um 110.555 kr. sem bæjarsjóður fékk til baka á ári eða 442.220 á fjórum árum. Sú leið að kaupa bíl fyrir bæjarstjóra er því skv. upplýsingum fjármálastjóra, áætluðum dekkjakostnaði og útreiknuðu útsvari kr. 274.980 dýrari á kjörtímabilinu heldur en sem nam bifreiðagreiðslum til fyrrverandi framkvæmdastjóra.

Gerð er athugasemd við hversu illa þessi ákvörðun var undirbúin og ekki tekið tillit til allra kostnaðarþátta. Einnig er gerð athugasemd við þá bókun bæjarráðs að eignakaupunum væri „vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.“ Eðlilegri og réttari bókun hefði verið að leggja til við bæjarstjórn að samþykktur yrði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og setja síðan á dagskrá þessa fundar hér tillögu um að bæjarstjórn samþykki viðauka við fjárfestingaáætlun að fjárhæð kr. 5.290.000 vegna bifreiðakaupanna og viðauka við rekstraráætlun fyrir áætlaðan rekstrarkostnað út þetta ár. Þess í stað er sá liður í fundargerð bæjarráðs, 8. liður á 8. fundi bæjarráðs 6. september 2018, þar sem bílakaupin voru samþykkt lagður fram til kynningar hér á þessum fundi. Ekki verður séð að bæjarráð hafi haft fullnaðarafgreiðsluumboð til að afgreiða málið á fundi sínum, án staðfestingar bæjarstjórnar með viðeigandi viðauka við fjárhagsáætlun.

18.  1806175
Fundargerð félagsmálanefndar

 1. a) 2. fundur frá 30. ágúst

 19.  1806174
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 1. a) 5. fundur frá 9. ágúst
 2. b) 6. fundur frá 6. september
 3. c) 7. fundur frá 12. september
 4. d) 8. fundur frá 13. september

Til máls tóku: Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Helgi S. Haraldsson, forseti.

20.  1806177
Fundargerð fræðslunefndar

 1. a) 1. fundur frá 16. ágúst
 2. b) 2. fundur frá 12. september

Til máls tóku: Gunnar Egilsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista.

21.  1806176
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 1. a) 1. fundur frá 28. ágúst
 2. b) 2. fundur frá 11. september

Til máls tóku: Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista.

22.  1806173
Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar                

 1. a) 4. fundur frá 5. september

 23.  1808041
a) Fundargerð kjaranefndar frá 16. júlí

 

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:30

Helgi Sigurður Haraldsson                                 Eggert Valur Guðmundsson

Arna Ír Gunnarsdóttir                                        Tómas Ellert Tómasson

Álfheiður Eymarsdóttir                                      Gunnar Egilsson

Brynhildur Jónsdóttir                                         Kjartan Björnsson

Sveinn Ægir Birgisson                                       Gísli Halldór Halldórsson

Ingibjörg Garðarsdóttir ritari
3. fundur – aukafundur bæjarstjórnar


3. fundur – aukafundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson, varamaður, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð þau Álfheiði Eymarsdóttur, varamann, Á-lista og Svein Ægi Birgisson varamann, D-lista, velkomin á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.  

Dagskrá:

I.   Fundargerð til staðfestingar

1.
a) 1806173
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        3. fundur         frá 22. ágúst
            Fundargerð verður lögð fram á fundinum.  

Fundargerðin var lögð fram og borin undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

 
II.
18051486
            Íbúakosning um miðbæjarskipulag – skýrsla yfirkjörstjórnar 

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, flutti skýrslu yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar vegna íbúakosninganna 18. ágúst sl.

 

III.       1603203
            Staðfesting á aðalskipulagi fyrir miðbæ Selfoss           

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu framkvæmdastjóra:
Framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins leggur til að staðfest verði breyting á aðalskipulagi fyrir miðbæ Selfoss sem samþykkt var í íbúakosningu þann 18. ágúst sl.

 

Greinargerð:
Áður auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi var samþykkt í íbúakosningu með 2.130 atkvæðum gegn 1.425. Auðir / ógildir voru 85. Kjörsókn var 54,9% og því vilji bæjarstjórnar að kosningin sé bindandi.

Lögð er fram greinargerð með aðalskipulagi þar sem bætt hefur verið við texta er varðar samþykkt Vegagerðarinnar á nýrri tengingu við Tryggvatorg á Selfossi. Skipulagsgögn eru lögð fram til samþykktar.  

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun allra bæjarfulltrúa á fundinum:
Á bæjarstjórnarfundi þann 21. mars sl. var lögð fram ósk um að fram færi undirskriftarsöfnun í sveitarfélaginu, vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á breytingu á aðalskipulagi miðbæjar Selfoss í þeim tilgangi að ná fram nægjanlegum fjölda undirskrifta til að fara fram á  íbúakosningu um breytingar á aðalskipulaginu.  Á sama fundi var samþykkt að verða við þeirri beiðni og að undirskriftarsöfnun færi fram dagana, 23. mars til og með 20. apríl sl.  Í framhaldi af því náðist nægjanlegur fjöldi undirskrifta til að hægt væri að fara fram á íbúakosningu um breytingar á skipulaginu.  Á fundi bæjarstjórnar þann 14.maí sl. var lögð fram tillaga um að fram færi íbúakosning um þær breytingar sem samþykktar höfðu verið á fundi bæjarstjórnar þann 21. febrúar sl. og var hún samþykkt samhljóða.

Á fundi bæjarráðs þann 13. júlí sl. var síðan samþykkt að áðurnefnd íbúakosning færi  fram þann 18. ágúst sl. með hefðbundnum hætti í kjördeildum sveitarfélagsins.   Einnig var þar samþykkt að ef kjörsókn færi yfir 29%, yrðu úrslit hennar bindandi fyrir bæjarstjórn, í málinu. Úrslit kosninganna urðu þær að hlynntir breytingu á aðalskipulaginu voru 2130, andvígir 1425, auð og ógild atkvæði voru 85 en atkvæði greiddu 3640.  Kjörsókn var 54,89%.

Það er því ljóst að nægjanleg þátttaka var í kosningunum til þess að úrslit þeirra sé bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar í málinu.  Það er von bæjarstjórnar að með því að uppfylla óskir  íbúa um íbúakosningu, og að hafa gefið það út að niðurstaðan yrði bindandi miðað við kjörsókn yfir 29%, að þá muni íbúar nú virða niðurstöðu hennar og vilja meirihluta þeirra sem kusu í henni,  en það mun bæjarstjórn gera og vinna með framkvæmdaaðila að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi. 

 

IV. 1507134
            Staðfesting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss  

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu framkvæmdastjóra:
Framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins leggur til að staðfest verði breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss sem samþykkt var í íbúakosningu þann 18. ágúst sl. 

Greinargerð:
Áður auglýst tillaga að breytingum á deiliskipulagi var samþykkt í íbúakosningu með 2.034 atkvæðum gegn 1.434. Auðir / ógildir voru 172. Kjörsókn var 54,9% og því vilji bæjarstjórnar að kosningin sé bindandi.

Lögð er fram greinargerð þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun allra bæjarfulltrúa á fundinum:
Á bæjarstjórnarfundi þann 21.mars sl. var lögð fram ósk um að fram færi undirskriftarsöfnun í sveitarfélaginu, vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss í þeim tilgangi að ná fram nægjanlegum fjölda undirskrifta til að fara fram á  íbúakosningu um breytingar á deiliskipulaginu.  Á sama fundi var samþykkt að verða við þeirri beiðni og að undirskriftarsöfnun færi fram dagana, 23.mars til og með 20.apríl sl.  Í framhaldi af því náðist nægjanlegur fjöldi undirskrifta til að hægt væri að fara fram á íbúakosningu um breytingar á skipulaginu.  Á fundi bæjarstjórnar þann 14.maí sl. var lögð fram tillaga um að fram færi íbúakosning um þær breytingar sem samþykktar höfðu verið á fundi bæjarstjórnar þann 21.febrúar sl. og var hún samþykkt samhljóða.

Á fundi bæjarráðs þann 13.júlí sl. var síðan samþykkt að áðurnefnd íbúakosning færi  fram þann 18.ágúst sl. með hefðbundnum hætti í kjördeildum sveitarfélagsins.   Einnig var þar samþykkt að ef kjörsókn færi yfir 29%, yrðu úrslit hennar bindandi fyrir bæjarstjórn, í málinu. Úrslit kosninganna urðu þær að hlynntir breytingu á deiliskipulaginu voru 2034, andvígir 1434, auð og ógild atkvæði voru 172 en atkvæði greiddu 3640.  Kjörsókn var 54,89%.

Það er því ljóst að nægjanleg þátttaka var í kosningunum til þess að úrslit þeirra sé bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar í málinu.  Það er von bæjarstjórnar að með því að uppfylla óskir  íbúa um íbúakosningu, og að hafa gefið það út að niðurstaðan yrði bindandi miðað við kjörsókn yfir 29%, að þá muni íbúar nú virða niðurstöðu hennar og vilja meirihluta þeirra sem kusu í henni,   en það mun bæjarstjórn gera og vinna með framkvæmdaaðila að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi. 

            Gert var fundarhlé.

Fundi var framhaldið.

            Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

 

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 15:20.

Helgi Sigurður Haraldsson                                
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Tómas Ellert Tómasson
Álfheiður Eymarsdóttir                                     
Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir                                        
Kjartan Björnsson
Sveinn Ægir Birgisson                                      
Gísli Halldór Halldórsson
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 

 
2. fundur bæjarstjórnar


2. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 15. ágúst 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M- lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á- lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Gísla Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóra, velkominn til starfa og á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.  

Dagskrá: Sjá fundargerð á pdf skjali
1.  fundur bæjarstjórnar 2018 -2022


1.   fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn mánudaginn 18. júní 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Eggert Valur Guðmundsson S-lista, setti fundinn þar sem hann er aldursforseti þeirra bæjarfulltrúa sem eiga lengsta setu að baki í bæjarstjórn og stýrði honum á meðan fyrstu tveir liðirnir á dagskrá voru afgreiddir. Eggert bauð bæjarfulltrúa velkomna til starfa og þakkaði fráfarandi bæjarfulltrúum fyrir vel unnin störf fyrir sveitarfélagið.

Eggert Valur, leitaði afbrigða að taka á dagskrá sérstaklega lið 4 og 5 í fundargerð 146. fundar bæjarráðs frá 17. maí.  Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

I.   1806080
Skýrsla yfirkjörstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, flutti skýrslu yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí sl.

II.   1806075
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs. 

 1. Kosning forseta til eins árs.
  Lagt var til að Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  Helgi tók við stjórn fundarins, þakkaði hann það traust sem honum er sýnt með þessari kosningu.
   
 2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
  Lagt var til að, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.
  Lagt var til að Tómas Ellert Tómasson, M-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, bæjarfulltrúi Gunnar Egilsson, D-lista sat hjá.
 4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.         
  Lagt var til að Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.Tillagan var borin undir atkvæði og samhljóða.
 5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
  Lagt var til að Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

III.       1806075
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 27. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 679/2013:

Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Eggert Valur Guðmundsson                      Arna Ír Gunnarsdóttir           
Sigurjón Vídalín Guðmundsson               Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson                                          Kjartan Björnsson           

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV. 1806075
            Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 46. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 679/2013:

 1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara
 2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara
 3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
 4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
 5. Undirkjörstjórn 4, þrír fulltrúar og þrír til vara
 6. Undirkjörstjórn 5. (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
 7. Undirkjörstjórn 6. (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara

 

 1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara. 
  Aðalmenn:                                                Varamenn:
  Ingimundur Sigurmundsson                          Þórarinn Sólmundarson
  Steinunn Fjóla Sigurðardóttir                        Anna Ingadóttir
  Bogi Karlsson                                                Steinunn Erla Kolbeinsdóttir

     

 1. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Íris Böðvarsdóttir                                          Guðmundur Sigmarsson
  Gunnar Gunnarsson                                      Hólmfríður Einarsdóttir
  Ólafur Bachmann Haraldsson                       Herborg Anna Magnúsdóttir

 

 1. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara.
  Aðalmenn:                                                         Varamenn:
  Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir                  Grétar Páll Gunnarsson
  Ingibjörg Jóhannesdóttir                               Ingveldur Guðjónsdóttir
  Valdemar Bragason                                       Gunnar Þorkelsson

 

 1. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara.
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Sigríður Anna Guðjónsdóttir                        Kristjana Hallgrímsdóttir
  Hafdís Kristjánsdóttir                                   Magnús Gísli Sveinsson
  Jónína Halldóra Jónsdóttir                            Ingibjörg Elfa L. Stefánsdóttir         

 

 1. Undirkjörstjórn 4, þrír fulltrúar og þrír til vara.
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Magnús Jóhannes Magnússon                       Svava Júlía Jónsdóttir
  Inger Schiöth                                                 Sigríður Sigurjónsdóttir
  Elvar Ingimundarson                                     Þorgrímur Óli Sigurðsson

 

 1. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara.
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Lýður Pálsson                                                Arnar Freyr Ólafsson
  María Gestsdóttir                                          Þórarinn Ólafsson
  Birgir Edwald                                               Arnrún Sigurmundsdóttir

 

 1. Undirkjörstjórn 6 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara.
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Ingibjörg Ársælsdóttir                                   Kristín Þ. Sigurðardóttir
  Ólafur Már Ólafsson                                     Bjarkar Snorrason
  Ragnhildur Jónsdóttir                                   Guðni Kristjánsson

            Tillaga að fulltrúum í kjörstjórnir var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 V.  1806074
            Tillaga Kjartans Björnssonar, D-lista, um kjör formanns íþrótta- og menningarnefndar.

            Kjartan Björnsson- D, lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
            Tillaga til bæjarstjórnar um kjör formanns íþrótta- og menningarnefndar

Lagt er til að Kjartan Björnsson, D – lista, verði formaður íþrótta- og menningar- nefndar Sveitarfélagsins Árborgar kjörtímabilið 2018-2022.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum  Á-, B-,M-, og S-lista gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.           

VI. 1806075

            Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára sbr. B-lið . 46 gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 679/2013: 

 1. Félagsmálanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.
           Aðalmenn:                                                              Varamenn:
           Eggert Valur Guðmundsson, formaður           Arna Ír Gunnarsdóttir
           Inga Jara Jónsdóttir                                            Fjóla Ingimundardóttir
           Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Guðfinna Gunnarsdóttir
           Gunnar Egilsson                                                 Jóna Sigurbjartsdóttir
           Helga Þórey Rúnarsdóttir                                  Ólafur Hafsteinn Jónsson

         Samþykkt samhljóða.

 1. Íþrótta- og menningarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.
           Aðalmenn:                                                             Varamenn:
           Guðbjörg Jónsdóttir, formaður                         Gunnar Rafn Borgþórsson
           Guðmundur Kr. Jónsson                                     Guðmundur Marías Jensson
           Jóna Sólveig Elínardóttir                                     Viðar Arason
           Kjartan Björnsson                                                 Gísli Á. Jónsson
           Karolina Zoch                                                        María Markó    

         Samþykkt með 8 atkvæðum, bæjarfulltrúi Kjartan Björnsson, D-lista sat hjá. 

 

 1. Fræðslunefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.
           Aðalmenn:                                                             Varamenn:
           Arna Ír Gunnarsdóttir, formaður                     Klara Öfjörð Sigfúsdóttir
           Guðmunda Ólafsdóttir                                        Gissur Jónsson
           Gunnar E. Sigurbjörnsson                                  Sigurður Á. Hreggviðsson
           Brynhildur Jónsdóttir                                          Ingvi Már Guðnason
           Þórhildur Ingvadóttir                                           Jakob H. Burgel

         Samþykkt samhljóða.

 1. Skipulags- og byggingarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara
           Aðalmenn:                                                                  Varamenn:
           Sigurjón Vídalín Guðmundsson, formaður          Álfheiður Eymarsdóttir
           Guðrún Jóhannsdóttir                                              Ari Már Ólafsson
           Sigurður Þorvarðarson                                             Hjalti Tómasson
           Ari B. Thorarensen                                                    Helga Þórey Rúnarsdóttir
           Magnús Gíslason                                                       Ragnheiður Guðmundsdóttir 

         Samþykkt samhljóða.

 1. Framkvæmda- og veitustjórn, fimm fulltrúar og fimm til vara
           Aðalmenn:                                                             Varamenn:
           Tómas Ellert Tómasson, formaður                   Solveig Pálmadóttir
           Álfheiður Eymarsdóttir                                       Sigurjón Vídalín Guðmundsson
           Viktor S. Pálsson                                                  Eggert Valur Guðmundsson
           Sveinn Ægir Birgisson                                        Guðjón Guðmundsson
           Ragnheiður Guðmundsdóttir                            Þórdís Kristinsdóttir

         Samþykkt samhljóða.

 1. Kjaranefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara.
           Aðalmenn:                                                          Varamenn:
           Sigurjón Vídalín Guðmundsson                     Helgi S. Haraldsson            
           Eggert Valur Guðmundsson                            Arna Ír Gunnarsdóttir
           Ari Björn Thorarensen                                      Gunnar Egilsson

         Samþykkt með 8 atkvæðum, bæjarfulltrúi Kjartan Björnsson, D-lista, sat hjá.

 

VII.     1806075

            Kosning í nefndir, stjórnir eða til að sækja aðalfundi til fjögurra ára sbr. C-lið 46. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 679/2013: 

 1. Aðalfundur SASS, ellefu fulltrúar og ellefu til vara.
  Aðalmenn:                                                                   Varamenn:
  Helgi S. Haraldsson                                                     Guðbjörg Jónsdóttir
  Sólveig Þorvaldsdóttir                                                 Inga Jara Jónsdóttir
  Arna Ír Gunnarsdóttir                                                  Klara Öfjörð Sigfúsdóttir
  Eggert Valur Guðmundsson                                        Viktor S. Pálsson
  Tómas Ellert Tómasson                                                Guðrún Jóhannsdóttir
  Sigurjón Vídalín Guðmundsson                                  Álfheiður Eymarsdóttir
  Gunnar Egilsson                                                          Þórhildur Dröfn Ingvadóttir
  Brynhildur Jónsdóttir                                                  Magnús Gíslason
  Kjartan Björnsson                                                        Karolina Zoch           
  Ari Björn Thorarensen                                                 Helga Þórey Rúnarsdóttir
  Sveinn Ægir Birgisson                                                 Axel Ingi Viðarsson

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Eggert Valur Guðmundsson                                        Helgi S. Haraldsson

Samþykkt samhljóða.
 

 1. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, ellefu fulltrúar og ellefu til vara
  Aðalmenn:                                                                    Varamenn:
  Helgi S. Haraldsson                                                     Guðbjörg Jónsdóttir
  Sólveig Þorvaldsdóttir                                                 Inga Jara Jónsdóttir
  Arna Ír Gunnarsdóttir                                                  Klara Öfjörð Sigfúsdóttir
  Eggert Valur Guðmundsson                                        Viktor S. Pálsson
  Tómas Ellert Tómasson                                                Guðrún Jóhannsdóttir
  Sigurjón Vídalín Guðmundsson                                  Álfheiður Eymarsdóttir
  Gunnar Egilsson                                                          Þórhildur Dröfn Ingvadóttir
  Brynhildur Jónsdóttir                                                  Magnús Gíslason
  Kjartan Björnsson                                                        Karolina Zoch           
  Ari Björn Thorarensen                                                 Helga Þórey Rúnarsdóttir
  Sveinn Ægir Birgisson                                                 Axel Ingi Viðarsson

Samþykkt samhljóða.

 1. Fulltrúi í Almannavarnanefnd Árnessýslu, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Sólveig Þorvaldsdóttir                                                 Tómas Ellert Tómasson

Samþykkt samhljóða.

 1. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Eggert Valur Guðmundsson                                        Sigurjón Vídalín Guðmundsson

Samþykkt samhljóða.

 1. Fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga, níu fulltrúar og níu til vara.
  Aðalmenn:                                                                   Varamenn:
  Helgi S. Haraldsson                                                     Sólveig Þorvaldsdóttir
  Egget Valur Guðmundsson                                         Klara Öfjörð Sigfúsdóttir
  Arna Ír Gunnarsdóttir                                                  Viktor S. Pálsson
  Tómas Ellert Tómasson                                                Guðrún Jóhannsdóttir
  Sigurjón Vídalín Guðmundsson                                  Álfheiður Eymarsdóttir
  Gunnar Egilsson                                                          Sveinn Ægir Birgisson
  Brynhildur Jónsdóttir                                                  Þórhildur Dröfn Ingvadóttir
  Kjartan Björnsson                                                        Magnús Gíslason       
  Ari Björn Thorarensen                                                 Karolina Zoch

Samþykkt samhljóða.

 1. Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, fjórir fulltrúar og fjórir til vara.
  Aðalmenn:                                                                   Varamenn:
  Arna Ír Gunnarsdóttir                                                  Helgi S. Haraldsson
  Tómas Ellert Tómasson                                                Sigurjón Vídalín Guðmundsson
  Gunnar Egilsson                                                          Kjartan Björnsson
  Brynhildur Jónsdóttir                                                  Ari Björn Thorarensen

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Samstarfsnefnd með starfsmannafélögum, tveir fulltrúar og tveir til vara.
  Aðalmenn:                                                                   Varamenn:
  Arna Ír Gunnarsdóttir                                                  Helgi S. Haraldsson
  Gunnar Egilsson                                                          Kjartan Björnsson

Samþykkt samhljóða.

 1. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands, einn fulltrúi og einn til vara skv. gildandi samningi um félagið.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Helgi S. Haraldsson                                                     Tómas Ellert Tómasson

Samþykkt samhljóða.

 1. Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ehf, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Helgi S. Haraldsson                                                     Eggert Valur Guðmundsson

Samþykkt samhljóða.

 1. Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ses, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Helgi S. Haraldsson                                                     Eggert Valur Guðmundsson

Samþykkt samhljóða.

 1. Aðalfundur Bergrisans bs, ellefu fulltrúar og ellefu til vara.
  Aðalmenn:                                                                   Varamenn:
  Helgi S. Haraldsson                                                     Guðbjörg Jónsdóttir
  Sólveig Þorvaldsdóttir                                                 Inga Jara Jónsdóttir
  Arna Ír Gunnarsdóttir                                                  Klara Öfjörð Sigfúsdóttir
  Eggert Valur Guðmundsson                                        Viktor S. Pálsson
  Tómas Ellert Tómasson                                                Guðrún Jóhannsdóttir
  Sigurjón Vídalín Guðmundsson                                  Álfheiður Eymarsdóttir
  Gunnar Egilsson                                                          Þórhildur Dröfn Ingvadóttir
  Brynhildur Jónsdóttir                                                  Magnús Gíslason
  Kjartan Björnsson                                                        Karolina Zoch           
  Ari Björn Thorarensen                                                 Helga Þórey Rúnarsdóttir
  Sveinn Ægir Birgisson                                                 Axel Ingi Viðarsson  

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Aðalfundur Sandvíkurseturs ehf, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Eggert Valur Guðmundsson                                        Helgi S. Haraldsson

Samþykkt samhljóða.

 1. Aðalfundur Borgarþróunar ehf, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Arna Ír Gunnarsdóttir                                                  Sigurjón Vídalín Guðmundsson

Samþykkt samhljóða.

 1. Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar ehf, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Tómas Ellert Tómasson                                                Sigurjón Vídalín Guðmundsson

Samþykkt samhljóða.

 1. Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar slf, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Tómas Ellert Tómasson                                                Arna Ír Gunnarsdóttir

Samþykkt samhljóða.

 1. Aðalfundur Verktækni ehf, einn fulltrúi og einn til vara.
  Aðalmaður:                                                                  Varamaður:
  Sigurjón Vídalín Guðmundsson                                  Arna Ír Gunnarsdóttir

Samþykkt samhljóða.

 1. Þjónustuhópur aldraðra, tveir fulltrúar sem hafa þekkingu á félagslegri þjónustu við aldraða.

Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir og Ester Halldórsdóttir

Samþykkt samhljóða.

VIII.    Fundargerðir til staðfestingar.

1.   a) 146. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 17. maí


2. 
a) 1801003
            Fundargerð fræðslunefndar                                                  44. fundur       frá 15. maí

           b) 1801006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        53. fundur       frá 23. maí

          c) 1801005
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                          53. fundur       frá 16. maí

         d) 1801004
            Fundargerð félagsmálanefndar                                             35. fundur       frá 22. maí

           e) 1801008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                           40. fundur       frá 24. maí

          f) 147. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 24. maí 

            Úr 146. fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 4, málsnr. 18051504 – Gervigrasvöllur við Vallaskóla – Eikatún. Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að fjárhæð 1 mkr. til að skipta um gervigras á Eikatúni, til viðbótar þeim 8,5 mkr. sem eru í áætlun ársins, til þess að unnt verði að fjarlægja malbiksrönd meðfram vellinum og leggja gervigrasið að girðingu umhverfis völlinn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.

–          liður 5, málsnr. 18051074 – Fjölgun stöðugilda hjá skólaþjónustu Árborgar – Fjölgun stöðugilda hjá skólaþjónustu Árborgar. Beiðni fræðslustjóra um viðbótarstöðugildi sálfræðings í skólaþjónustu Árborgar.
Bæjarráð samþykkir að ráðið verði í eitt stöðugildi sálfræðings til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru hjá skólaþjónustu Árborgar frá 1. nóvember 2018 í samræmi við beiðni fræðslustjóra. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1,5 mkr. vegna kostnaðarauka á árinu 2018.

                    

            Úr fundargerð fræðslunefndar samanber 147. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 2, málsnr. 1804177 – Beiðni um endurnýjun stöðugildis deildarstjóra Vallaskóla. Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði deildarstjóri frá og með 1. ágúst nk. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa að fjárhæð 3,9 mkr.

–          liður 8, málsnr. 1802031 – Fundargerð hverfisráðs Sandvíkurhrepps, skólaakstur í dreifbýli. Bæjarráð samþykkir breytt fyrirkomulag og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1 mkr. vegna aukins aksturs.

 

–          liður 1 a) Fundargerð bæjarráðs frá 17. maí, liður 4, málsnr. 18051504 – Gervigrasvöllur við Vallaskóla – Eikatún. Beiðni um 1. mkr. viðbótarfjárveitingu vegna endurnýjunar á gervigrasi á Eikatúni, sparkvelli við Vallaskóla.   Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að fjárhæð 1 mkr. til að skipta um gervigras á Eikatúni, til viðbótar þeim 8,5 mkr. sem eru í áætlun ársins, til þess að unnt verði að fjarlægja malbiksrönd meðfram vellinum og leggja gervigrasið að girðingu umhverfis völlinn. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 1 a) Fundargerð bæjarráðs frá 17. maí, liður 5, málsnr. 18051074 – Fjölgun stöðugilda hjá skólaþjónustu Árborgar. Beiðni fræðslustjóra um viðbótarstöðugildi sálfræðings í skólaþjónustu Árbogar. Bæjarráð samþykkir að ráðið verði í eitt stöðugildi sálfræðings til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru hjá skólaþjónustu Árborgar frá 1. nóvember 2018 í samræmi við beiðni fræðslustjóra. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1,5 mkr. vegna kostnaðarauka á árinu 2018.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður  2 e) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. maí, lið 1, málsnr. 18051697  – 17. Júní hátíðarhöld á Selfossi 2018.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls.  

–          liður 2 d) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð félagsmálanefndar frá 22. maí, lið 7, málsnr. 18051680 – Snemmtæk íhlutun.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

–          liður 2 e) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. maí, lið 2, málsnr. 18051713 – Byggðaskilti við hvern byggðarkjarna í Árborg.
     

–          liður 2 a) Fundargerð fræðslunefndar frá 15. maí, liður 2, málsnr. 1804177 – Beiðni um endurnýjun stöðugildis deildarstjóra Vallaskóla. Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði deildarstjóri frá og með 1. ágúst nk. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa að fjárhæð 3,9 mkr.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 2 a) Fundargerð fræðslunefndar frá 15. maí, liður 8, málsnr. 1802031 – Fundargerð hverfisráðs Sandvíkurhrepps, skólaakstur í dreifbýli. Bæjarráð samþykkir breytt fyrirkomulag. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1 mkr. vegna aukins aksturs.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 

IX. 1806083
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála 

Með vísan til heimildar í 8. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 15. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 

X. 1806083
Tillaga um að bæjarráði verði falin útfærsla fundartíma í sumar  

Lagt var til að vísa útfærslu á fundartíma í sumar til bæjarráðs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 XI.  18051486
            Íbúakosning um miðbæjarskipulag             

            Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram eftirfarandi tillögu:

Lagt er til að niðurstaða úr fyrirhugaðri íbúakosningu um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi verði bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar um framhald málsins. Þessi binding bæjarstjórnar nær eingöngu til málsins ef að lágmarki 29% kjörgengra íbúa tekur þátt í kosningunni. Ef hins vegar færri en 29% íbúa taka þátt í kosningunni verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa Á-, B-, M- og S-lista, bæjarfulltrúar D-lista, sátu hjá. 

 

XII.     1806094
Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar – fyrri umræða

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, fór yfir tillögur um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa D-lista:

Bæjarfulltrúar D-lista, leggja til að breytingar á samþykktum sveitarfélagsins verði vísað frá.
Greinagerð:

Jafnframt eru bæjarfulltrúar D-lista tilbúnir í samstarfi við aðra flokka að endurskoða samþykktir sveitarfélagsins og verði því verkefni lokið fyrir áramót.

Tillaga D-lista var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa Á- B- M- og S- lista gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.  

Lagt er til að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp verði vísað til síðari umræðu var það samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa Á-, B-, M- og S-lista, bæjarfulltrúar D-lista, sátu hjá.

XIII.    1806093
            Ráðning framkvæmdastjóra

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu um ráðningu á framkvæmdastjóra

Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg auglýsi eftir framkvæmdastjóra til starfa fyrir sveitarfélagið. Kostnaður vegna ráðningarferilsins er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa Á-, B-, M- og S-lista, bæjarfulltrúar D-lista, sátu hjá.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:05

 

Helgi Sigurður Haraldsson                                 Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                        Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson                        Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir                                         Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                       Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 

 
46. fundur bæjarstjórnar


46. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn mánudaginn 14. maí 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

I.
Dagskrá:

I.
Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1801003
      Fundargerð fræðslunefndar              43. fundur       frá 11. apríl
    

b) 143. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 26. apríl 

2.
a) 1801006
     Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar      51. fundur frá 25. apríl –

b) 144. fundargerð bæjarráðs ( 1801001 ) frá 3. maí

3.
a) 1801006
      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar       52. fundur     frá 9. maí

4.
a) 1801005
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  51. fundur       frá 24. apríl
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  52. fundur       frá 2. maí

b) Fundargerð bæjarráðs  145. fundur   frá 11. maí  

-liður 13.11 í 51. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um byggingarleyfi vegna Larsenstræti 3, Selfossi og áætlun um kostnað við að gera innri lóðir við Larsenstræti byggingarhæfar. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

-liður 14 í 52. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál nr. 1507134, miðbæjarskipulag á Selfossi. Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um mál nr. 16, 1805868, undirbúningur lóðarúthlutunar í Hagalandi. Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls um sama lið fundargerðarinnar.

-liður 10 í 52. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál nr. 1609215 deiliskipulagstillaga Björkurstykki. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Eyrún B. Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 14 í 52. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 

Úr 51. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 144. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–       liður 10, málsnr. 1804320 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi Ólafsvalla á Stokkseyri. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–       liður 11, 1804321 – Tillaga að breyttu aðalskipulagi að Þóristúni 1, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 4a) fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, mál nr. 5, 1804229, útistofur við Vallaskóla.  Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, einnig ræddi hann um opnunartíma á gámasvæði. Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

 

Úr 52. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu:

–       liður 4, málsnr. 1709001 – deiliskipulagstillaga fyrir Votmúla II – Austurkot. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–       liður 6, málsnr. 1801324 – deiliskipulagsbreyting við leikskólann Álfheima. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–                   liður 10, málsnr. 1609215 – deiliskipulagstillaga Björkurstykki. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–                   liður 11, málsnr. 1805442 – umsókn um framkvæmdaleyfi til breikkunar hringvegar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn fagnar því að Vegagerðin hyggist hefja framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir og samþykktar samhljóða. 


II.
18051484 Viðauki við fjárhagsáætlun 2018 

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir viðauka við fjárhagsáætlun. Eyrún B. Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls.
Viðauki við fjárhagsáætlun var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

 

III.  18051485      Mannauðsstefna Sveitarfélagsins Árborgar, drög til kynningar 

Drögin voru lögð fram.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir vinnu við mannauðsstefnu sveitarfélagsins.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að fá frekari kynningu á mannauðsstefnunni áður en hún verður staðfest. 


IV.  18051487 Staða atvinnulóða við Larsenstræti (umræða að beiðni bæjarfulltrúa S-lista)
 

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 
V. 
18051486      Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um íbúakosningu um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss frá 21. febrúar 2018 

Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um íbúakosningu um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að efna til íbúakosningar á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss sem samþykkt var í bæjastjórn hinn 21. febrúar 2018.

Bæjarstjórn samþykkir að leita eftir heimild til þess að íbúakosningin fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna íbúakosningarinnar verði rafræn. Um framkvæmd kosninganna fari eftir ákvæðum bráðabirgðaákvæðis V við sveitarstjórnarlög, sbr. og reglugerð nr. 1002/2015 um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár.

Bæjarstjórn samþykkir að rafræna kosningin standi yfir í sjö sólarhringa og hefjist svo fljótt sem heimilað verður og lög leyfa. Bæjarstjórn felur bæjarráði að auglýsa kosninguna og taka ákvörðun um hvenær hún hefst, með vísan til framangreinds, svo og að ákveða hvar kjósendur geti greitt atkvæði á opinberum stöðum í sveitarfélaginu, þar sem nauðsynlegur tækjabúnaður er fyrir hendi. Bæjarstjórn samþykkir að miða kosningaaldur við 16 ára aldur.

Bæjarstjórn samþykkir að eftirfarandi spurningar verði lagðar fyrir íbúa í íbúakosningunni:

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?

Hlynnt(ur)

Skila auðu

Andvíg(ur)

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?

Hlynnt(ur)

Skila auðu

Andvíg(ur)

Bæjarstjórn getur lögum samkvæmt ekki ákveðið að niðurstaða kosningarinnar bindi hendur þeirrar bæjarstjórnar sem tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara þann 26. maí nk., en ljóst er vegna tímamarka í sveitarstjórnarlögunum að kosningin mun ekki fara fram fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:

Undirritaðir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna að sjálfsögðu því að tillaga um íbúakosningu vegna miðbæjarskipulags á Selfossi sé komin fram. Ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að undirrituð lögðu fram nánast samhljóða tillögu um íbúakosningu á 37. fundi bæjarstjórnar þann 23. ágúst 2017. Sú tillaga var felld af meirihluta D-lista og fulltrúa B-lista. Nú hafa íbúar sveitarfélagsins gripið inn í málið og knúið meirihluta bæjarstjórnar til þess að hlusta á kröfur íbúa og heimila almenningi að segja sína skoðun á lýðræðislegan hátt,það er sigur fyrir íbúalýðræðið.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S lista

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

VI.   1805028 Staðfesting kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 og veiting umboðs til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að gera breytingar á kjörskrár 

Bæjarstjórn Árborgar staðfestir kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 2018 og veitir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá skv. 10. gr. laga nr. 5/1998.

VII.   1804222
           Ársreikningur 2017 – síðari umræða 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er ánægjulegt að sjá loks A-hluta bæjarsjóðs skila afgangi, þó ekki sé hann mikill.  Það hefur verið skoðun mín alla tíð síðan ég varð bæjarfulltrúi að reka bæri A-hlutann réttu megin við núllið og hef ég oft ekki samþykkt fjárhagsáætlanir sem lagðar hafa verið fram með A-hlutann í mínus.  Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu eru hærri tekjur sveitarfélagsins.  Þrátt fyrir það að útgjöldin hafi einnig aukist frá fjárhagsáætlun.

Mikil fjölgun íbúa í sveitarfélaginu hefur skilað sér í auknum skatttekjum og er það vel, þrátt fyrir að við eigum enn langt í land með að hafa skatttekjur sem ættu að vera eðlilegar, sé miðað við landsmeðaltal.  Þar er verk að vinna í auknum atvinnutækifærum og hærra launuðum störfum í sveitarfélaginu.

En betur má ef duga skal og áfram verður að halda á þessari braut að daglegur rekstur sé ekki rekinn með tapi.  Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á nýrri bæjarstjórn að halda vel á rekstrinum og missa hann ekki í neina vitleysu.

B-hluta fyrirtæki sveitarfélagsins eru gerð upp með misjöfnum hætti, hvað tap og afgang varðar.  Fráveitan skilar afgangi upp á  261 milljón og á orðið eigið fé upp á 1300 milljónir. Selfossveitur og Vatnsveitan skila einnig afgangi og í eigið fé til að standa undir frekari framkvæmdum í veitukerfum sveitarfélagsins.  Í þessum málaflokkum þarf stöðugt að vera að tryggja til framtíðar og koma sveitarfélaginu til nútímans á sumum sviðum.

Að lokum skal á það minnst að það er á ábyrgð bæjarfulltrúa að fylgjast vel með rekstri sveitarfélagsins, reglulega,  allt árið um kring, og veita aðhald og leita útskýringa á frávikum frá gerðum áætlunum.  Fjárhagsáætlanir eru til þess að farið sé eftir þeim, nema brýna nauðsyn beri til annars.

Ég vil þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þátttöku í rekstri þess og sjá til þess að vel sé farið með fjármuni þess.  Einnig vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir samstarf við gerð fjárhagsáætlana og reglulega yfirferð á rekstri sveitarfélagsins.

Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista

Ásta Stefánsdóttir, D-lista tók til máls.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur sveitarfélagsins sem hér er til afgreiðslu sýnir jákvæðari rekstrarniðurstöðu en oft áður sem er í samræmi við það sem er að gerast í flestum sveitarfélögum á Íslandi um þessar mundir. Þessi niðurstaða skýrist fyrst og fremst af auknum útsvarstekjum sem helst í hendur við fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Það jákvæða við þennan ársreikning er niðurstaða A- hluta reikningsins sem er að komast í   ásættanlegt horf þó skuldir séu enn of miklar. Mjög mikilvægt er að halda áfram að leita allra leiða til þess að lækka skuldir og afborgunarbyrði lána til lengri tíma, svo hægt verði að lækka álögur á íbúa og halda uppi eðlilegu framkvæmda- og þjónustustigi. Undirrituð, bæjarfulltrúar, S-lista samþykkja framlagðan ársreikning fyrir árið 2017.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista

Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Eyrún B. Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2017 sem hér hefur verið samþykktur sýnir betri rekstrarniðurstöðu af reglulegum liðum en áður hefur sést í 20 ára sögu sveitarfélagsins. Afkoman er með besta móti, framlegðarhlutfall samstæðu var 15,2% og var rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir 1.287 mkr. Skuldaviðmið fer niður í 124% og hefur aldrei verið lægra. Samstæða sveitarfélagsins skilar afgangi frá rekstri upp á um 451 mkr. og var aðalsjóður rekinn með 123 mkr. rekstrarafgangi. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð sem nemur 16 mkr. Fjárfest var fyrir tæplega 600 mkr. og greiddar niður skuldir að fjárhæð nærri 785 mkr. Veltufé frá rekstri hækkar talsvert á milli ára og sjóðstreymi batnar á milli ára.

Þessi góða rekstrarniðurstaða sem hér er gerð grein fyrir náðist þrátt fyrir að sveitarfélagið tæki á sig umtalsverðar skuldbindingar vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð vegna A-deildar skv. samkomulagi BHM, BSRB og KÍ við íslenska ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nemur heildarframlagið 697,3 millj.kr (fyrir utan hlutdeild vegna byggðasamlaga) og eru 212 mkr. gjaldfærðar á árinu 2017 á launalið rekstrar vegna þessa og einnig færðar til hækkunar á skammtímaskuldum.

Vilja bæjarfulltrúar D-lista þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf og jafnframt þakka kjörnum fulltrúum og íbúum fyrir að standa saman að því að gera gott samfélag betra.

Eggert Valur Guðmundson, S-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Ársreikningur 2017 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:00.

    

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir
45. fundur bæjarstjórnar


45. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 25. apríl 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Estelle Burgel, varamaður Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

Sjá fundargerð á pdf skjali

 
44. fundur bæjarstjórnar


44. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá 50. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 21. mars og erindi um íbúakosningu vegna aðal- og deiliskipulags fyrir miðbæ Selfoss. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

I.
Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1801003
            Fundargerðir fræðslunefndar            41. fundur       frá 15. febrúar
            https://www.arborg.is/41-fundur-fraedslunefndar-2/

b)   137. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 22. febrúar
            https://www.arborg.is/137-fundur-baejarrads-3/

2.
a)        1801008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar         38. fundur       frá 28. febrúar
            https://www.arborg.is/38-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

b)        138. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá       mars
            https://www.arborg.is/138-fundur-baejarrads-3/

3.
a)        1801006
            Fundargerð- skipulags- og byggingarnefndar           49. fundur       frá        7. mars
            https://www.arborg.is/49-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

b)        1801003
            Fundargerð fræðslunefndar        42. fundur       frá        8. mars
            https://www.arborg.is/42-fundur-fraedslunefndar-2/

c)       139. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá     mars

            https://www.arborg.is/139-fundur-baejarrads-3/

4.
a)        1801005
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar       50. fundur       frá       21. mars           

–          liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S -lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. mars, lið 12, málsnr. 1803003 – Umsókn um lóðina að Larsenstræti 4, Selfossi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

–          liður 3 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. mars, lið 1, málsnr. 1802235- Ytra mat – Leikskólinn Jötunheimar. 

Bæjarstjórn Árborgar óskar leikskólanum Jötunheimum til hamingju með frábæra niðurstöðu ytra mats.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

           

II.     1803045
         Kosning í hverfisráð Árborgar            

         Lagt er til að eftirtaldir verið kosnir í hverfisráð Eyrarbakka út maí 2018:

Siggeir Ingólfsson, formaður
Guðbjört Einarsdóttir
Rúnar Eiríksson
Gísli Gíslason
Súsanna Björk Torfadóttir

Varamaður:
Þórunn Gunnarsdóttir

Tengiliðir bæjarstjórnar fyrir Eyrarbakka  – Eggert Valur Guðmundsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir.

            Lagt er til að eftirtaldir verði kosnir í hverfisráð Sandvíkurhrepps út maí 2018:

Margrét Kr. Erlingsdóttir, formaður
Anna Valgerður Sigurðardóttir 
Páll Sigurðsson
Aldís Pálsdóttir
Oddur Hafsteinsson           

Tengiliðir bæjarstjórnar fyrir Sandvíkurhrepp – Kjartan Björnsson og Arna Ír Gunnarsdóttir.

            Lagt er til að eftirtaldir verði kosnir í hverfisráð Selfoss út maí 2018:

Sveinn Ægir Birgisson, formaður
Valur Stefánsson
María Marko
Lilja Kristjánsdóttir
Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Varamaður:    
Böðvar Jens Ragnarsson

            Tengiliðir bæjarstjórnar fyrir Selfoss – Gunnar Egilsson og Helgi S. Haraldsson.

            Lagt er til að eftirtaldir verði kosnir í hverfisráð Stokkseyrar út maí 2018:

Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður
Svala Norðdal
Hafdís Sigurjónsdóttir
Elín Lóa Kristjánsdóttir
Björg Þorkelsdóttir

Tengiliðir bæjarstjórnar fyrir Stokkseyri – Ari Björn Thorarensen og Eyrún Björg Magnúsdóttir.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

III.       1801103
            Lántökur Sveitarfélagsins Árborgar            

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:       

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 820.000.000 kr. til 16 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun og einnig til að greiða afborganir af eldri lánum hjá lánasjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV.     1803167
          Lántökur Selfossveitna

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 180.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. Gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.     1803233
            Beiðni – tillaga að deili- og aðalskipulagi fyrir miðbæ Selfoss fari í íbúakosningu           

Lögð voru fram erindi Davíðs Kristjánssonar, Gísla R. Kristjánssonar og Aldísar Sigfúsdóttur, vegna undirskriftasöfnunar um íbúakosningu vegna deili- og aðalskipulags fyrir miðbæ Selfoss.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

Gert var fundarhlé.

            Fundi var framhaldið.

            Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn metur það svo skv. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 155/2013 að ákvæði 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hamli því ekki að unnt sé að krefjast almennrar atkvæðagreiðslu um málin og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að tilkynna ábyrgðaraðila þá niðurstöðu, birta tilkynningu um fyrirhugaða undirskriftasöfnun skv. 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar, senda Þjóðskrá Íslands tilkynningu um hana og láta ábyrgðaraðila í té eyðublöð sem uppfylla áskilnað 4. gr. reglugerðarinnar. Undirskriftasöfnun má hefjast 23. mars og skal lokið 20. apríl nk.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:00

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Magnús Gíslason
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
43. fundur bæjarstjórnar


43. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar 
1.
a) 1701028
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              46. fundur       frá 6. desember
            https://www.arborg.is/46-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

b) 1801005
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              47. fundur       frá 9. janúar   
            https://www.arborg.is/63585-2/

c) 132. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 18. janúar
            https://www.arborg.is/132-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 1801006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            46. fundur       frá 17. janúar
            https://www.arborg.is/46-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

b) 1801003
            Fundargerð fræðslunefndar                                      39. fundur       frá 18. janúar 
         https://www.arborg.is/39-fundur-fraedslunefndar-2/

c) 133. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 25. janúar
            https://www.arborg.is/133-fundur-baejarrads/ 

           
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 133. fund bæjarráðs til   afgreiðslu:

–          liður 2, málsnr. 1712152 – Beiðni um breytingu á skipulagsskilmálum að Hraunhellu 19, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar verði staðfest.

–          liður 3, málsnr. 1801092 – Beiðni um breytingar á lóðinni að Austurvegi 65, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.
 

Úr fundargerð fræðslunefndar samanber 133. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 6, málsnr. 1801044 – Verklagsreglur fagráðs sérdeildar Suðurlands, starfsreglur sérdeildar Suðurlands og reglur um innritun og útskrift nemenda sérdeildar. Lagt til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

3.
a) 1801008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                36. fundur       frá 24. janúar
            https://www.arborg.is/36-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

b) 134. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 1. febrúar
            https://www.arborg.is/134-fundur-baejarrads-3/ 

            Úr fundargerð 134. fundar bæjarráðs til afgreiðslu:

–           liður 2, málsnr. 1710009 – Húsnæðisáætlun Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að húsnæðisáætlunin verði samþykkt.   

4.
a) 1801005
            Fundargerð framkvæmda – og veitustjórnar            48. fundur       frá 31. janúar
            https://www.arborg.is/48-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

b) 1801004
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 34. fundur       frá 30. janúar
            https://www.arborg.is/63762-2/

c) 135. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 8. febrúar
            https://www.arborg.is/135-fundur-baejarrads/ 

Úr fundargerð félagsmálanefndar, samanber fundargerð 135. fundar bæjarráðs til afgreiðslu:   

–          liður 2, málsnr. 1801220 – Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

–          liður 3, málsnr. 1801221 – Reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

–          liður 4, málsnr. 1801222 – Reglur um daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

5.
a) 1801008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                37. fundur       frá 5. febrúar
            https://www.arborg.is/37-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

b) 1801006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            47. fundur       frá 7. febrúar
            https://www.arborg.is/47-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

c) 1801003
            Fundargerð fræðslunefndar                                      40. fundur       frá 8. febrúar
            https://www.arborg.is/40-fundur-fraedslunefndar-2/

 d) 136. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 15. febrúar
            https://www.arborg.is/136-fundur-baejarrads/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 136. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 9, málsnr. 1801324 – Deiliskipulagsbreyting við leikskólann Álfheima. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst.

–          liður 12, málsnr. 1705111 – Tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurveg 52-60a. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.

–          liður 13, málsnr. 1707183 – Tillaga að óverulegri aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags við Lén við Votmúlaveg. Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á aðalskiplagi og deiliskipulagi verði samþykkt.

–          liður 14, málsnr. 1802027 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir HSU, reit við Árveg, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst.

–          liður 16, málsnr. 1711056 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands verði auglýst.

6.
a) 1801006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar       48. fundur     frá 16. febrúar

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu:

–          liður 1, málsnr. 1603203 – Aðalskipulagsbreyting á miðbæ við hringtorg, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar og tekin verði afstaða til framkominna athugasemda.

–          liður 2, málsnr. 1507134 – Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tillögunni og tekin verði afstaða til framkominna athugasemda.    

–          liður 1 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 9. janúar, lið 2, málsnr. 1801035 – Stofnlagnir hitaveitu 2018.

–          liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. janúar, lið 9, málsnr. 1801100 – Beiðni um vilyrði fyrir lóð í Eyrarbakkafjöru.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 

–          liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 25. janúar, lið 3, málsnr. 1801135 – Afsláttur af hitaveitugjaldi fyrir sæbjúgnaeldi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 

–          liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 25. janúar, lið 6, málsnr. 1801177- Fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka.  

 

liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar, liður 2, málsnr. 1712152 – Beiðni um breytingu á skipulagsmálum að Hraunhellu 19, Selfossi. Lagt er til að eftirfarandi afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar verði staðfest:

Tekið er fyrir erindi frá eiganda Hraunhellu 19 þar sem óskað er eftir heimild til þess að víkja frá hámarkshæð byggingar á lóðinni frá því sem kemur fram í deiliskipulagsskilmálum. Erindi eiganda Hraunhellu 19 hefur verið grenndarkynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og bárust athugasemdir frá eigendum nærliggjandi fasteigna sem andmæltu umbeðnum breytingum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagsskilmálum má hámarkshæð byggingarinnar mest vera 7,2 m frá uppgefnum gólfkóta. Á lóðarblaði fyrir lóðina nr. 19 fyrir Hraunhellu eru gefnir út fastir hæðarkótar lóðarinnar á lóðarmörkum og gólfkóti hússins sem er 20,1 m. Samkvæmt deiliskipulagsskilmálunum má leyfa allt að 10 cm frávik frá uppgefnum gólfkóta. Að framangreindu virtu þykir ekki ástæða til þess að víkja frá gildandi deiliskipulagsskilmálum er varða hámarkshæð byggingarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn skv. framansögðu að hafna erindi eiganda Hraunhellu 19.
 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar, liður 3, málsnr. 1801092 – Beiðni um breytingu á lóðinni að Austurvegi 65, Selfossi. Lagt er til að breytingar verði samþykktar.

Tillagan var borin undur atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 2 b) Fundargerð fræðslunefndar frá 18. janúar, liður 6, málsnr. 1801044 – Verklagsreglur fagráðs sérdeildar Suðurlands, starfsreglur sérdeildar Suðurlands og reglur um innritun og útskrift nemenda sérdeildar. Lagt til að reglurnar verði staðfestar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 3 b) Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. febrúar, lið 3, málsnr. 1712158 – Einelti í grunnskólum.

 

–          liður 3 a) Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 6, málsnr. 1510110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 3, málsnr. 1612036 –  Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar.

–          liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 2, málsnr. 1711059 –Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2018.

–          liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 5, málsnr. 1801149 – Samstarfssamningur við Kvenfélag Selfoss.

–          liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 8, málsnr. 1801184 – Upplýsingagátt á heimasíðu SSÍ – umræða um kynferðisofbeldi í íþróttum.

–          liður 4 a) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 31. janúar, lið 3, málsnr. 1801208 – Göngu- og hjólastígar 2018 með styrk frá Vegagerðinni.

–          liður 3 b) Fundargerð bæjarráðs frá 1. febrúar, liður 2, málsnr. 1710009 – Húsnæðisáætlun Árborgar. Lagt er til að húsnæðisáætlunin verði samþykkt.   

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar, liður 2, málsnr. 1801220 – Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til að reglurnar verði samþykktar. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borun undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, bæjarfulltrúi Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, sat hjá.  

–          liður 4 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar, liður 3, málsnr. 1801221 – Reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til að reglurnar verði samþykktar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, bæjarfulltrúi Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, sat hjá.  

–          liður 4 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar, liður 4, málsnr. 1801222 – Reglur um daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til að reglurnar verði samþykktar. 

–          Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 5 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 5. febrúar, lið 1, málsnr. 1802011 – Afmælistónleikar á Vori í Árborg.

Kjartan Björnsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.                

–          liður 5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 9, málsnr. 1801324 – Deiliskipulagsbreyting við leikskólann Álfheima. Lagt er til að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 12, málsnr. 1705111 – Tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurveg 52-60a. Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 13, málsnr. 1707183 – Tillaga að óverulegri aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags við Lén við Votmúlaveg. Lagt er til að breyting á aðalskiplagi og deiliskipulagi verði samþykkt.

Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 14, málsnr. 1802027 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir HSU, reit við Árveg, Selfossi. Lagt er til að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður  5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 16, málsnr. 1711056 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðalandi. Lagt er til  að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Gert var fundarhlé.

Fundi fram haldið.

–          liður 6 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar, liður 1, málsnr. 1603203 – Aðalskipulagsbreyting miðbær við hringtorg, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist. Lagt er til að samþykkt verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar og tekin verði eftirfarandi afstaða til framkominna athugasemda:
Sveitarfélaginu Árborg bárust alls sjö erindi með athugasemdum við tillögur að breyttu aðalskipulagi fyrir Árborg.
1) Athugasemd frá Sigurði Rúnari Rúnarssyni, dags. 28. ágúst 2017, móttekin 28. ágúst 2017.
2) Athugasemd frá Axel Sigurðssyni, móttekin 29. ágúst 2017.
3) Athugasemd frá Steindóri Guðmundssyni og Klöru Öfjörð, móttekin 29. ágúst 2017.
4) Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur, móttekin 29. ágúst 2017.
5) Athugasemd frá Ingunni Guðmundsdóttur og Kristni G. Kristinssyni, móttekin 29. ágúst 2017.
6) Athugasemd frá Magnúsi Karel Hannessyni, móttekin 29. ágúst 2017.
7) Athugasemd frá Rögnu Björk Ragnarsdóttur og Kristjáni Helgasyni, móttekin 29. ágúst 2017.
Sérstaklega skal tekið fram að margt sem kom fram í framkomnum athugasemdum varðar ekki breytingartillöguna með beinum hætti. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki þörf á að svara í bókun þessari þeim athugasemdum sem ekki varða aðalskipulagstillöguna með efnislegum hætti.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar og tekin verði eftirfarandi afstaða til framkominna athugasemda.

1. Athugasemd frá Sigurði Rúnari Rúnarssyni
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við fjórðu tenginguna við Tryggvatorg enda sé hún líkleg til þess að valda vandamálum í sambandi við umferðarflæði um Selfoss.
Umsögn skipulags- og bygginganefndar:
Í samráði við Vegagerðina hefur verið unnið að umbótum á deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Selfoss auk þess sem gripið hefur verið til annarra ráðstafana til þess að auka umferðarflæði og öryggi vegfarenda. Greining á umferðarflæði hefur verið unnin í tengslum við breytingar á aðalskipulagi og samkvæmt umferðarhermum eru áhrif óveruleg á afkastagetu Tryggvatorgs. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Tryggvatorg minnki um u.þ.b. 40% við færslu Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss.

2. Athugasemd frá Axel Sigurðssyni
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi komi fram að engin byggðasérkenni móti miðbæjarsvæðið á Selfossi.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi kemur fram að miðsvæðið búi ekki yfir sérkennum sem vert er að byggja á tillögugerð að framtíðaruppbyggingu svæðisins. Í því felst ekki fullyrðing um að engin sérkenni séu á byggðinni. Meiri hluti byggðar á Selfossi er frá síðari hluta 20. aldar. Byggð á miðbæjarsvæðinu er töluvert gisin og einkennist að stórum hluta af umferðarmiklum götum og stórum bílastæðum. Markmið aðalskipulagsins er áfram að reisa þétta byggð með fjölbreyttu yfirbragði ólíkra húsa sem tekur mið af núverandi byggð.

3. Athugasemd frá Steindóri Guðmundssyni og Klöru Öfjörð
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi komi fram að engin byggðasérkenni móti miðbæjarsvæðið á Selfossi.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi kemur fram að miðsvæðið búi ekki yfir sérkennum sem vert er að byggja á tillögugerð að framtíðaruppbyggingu svæðisins. Í því fellst ekki fullyrðing um að engin sérkenni séu á byggðinni. Meiri hluti byggðar á Selfossi er frá síðari hluta 20. aldar. Byggð á miðbæjarsvæðinu er töluvert gisin og einkennist að stórum hluta af umferðarmiklum götum og stórum bílastæðum. Markmið aðalskipulagsins er áfram að reisa þétta byggð með fjölbreyttu yfirbragði ólíkra húsa sem tekur mið af núverandi byggð.

4. Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að í tillögu að breyttu aðalskipulagi sé ekki stefnumiðið að byggja á núverandi byggðasérkennum miðbæjarsvæðis á Selfossi.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi kemur fram að miðsvæðið búi ekki yfir sérkennum sem vert er að byggja tillögugerð að framtíðaruppbyggingu svæðisins á. Meiri hluti byggðar á Selfossi er frá síðari hluta 20. aldar. Byggð á miðbæjarsvæðinu er töluvert gisin og einkennist að stórum hluta af umferðarmiklum götum og stórum bílastæðum. Markmið aðalskipulagsins er áfram að reisa þétta byggð með fjölbreyttu yfirbragði ólíkra húsa sem tekur mið af núverandi byggð.

5. Athugasemd frá Ingunni Guðmundsdóttur og Kristni G. Kristinssyni
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að ekki hafi verið fylgt málsmeðferðarreglum skipulagslaga nr. 123/2010 vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Tillaga að breyttu aðalskipulagi fékk þá málsmeðferð sem áskilin er í 30. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin var ekki metin óveruleg eins og fram kemur í athugasemd.

6. Athugasemd frá Magnúsi Karel Hannessyni
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að í tillögu að breyttu aðalskipulagi sé ekki stefnumiðið að byggja á núverandi byggðasérkennum miðbæjarsvæðis á Selfossi og að fyrirhuguð breyting á greinargerð sé óþörf.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi kemur fram að miðsvæðið búi ekki yfir sérkennum sem vert er að byggja á tillögugerð að framtíðaruppbyggingu svæðisins. Meiri hluti byggðar á Selfossi er frá síðari hluta 20. aldar. Byggð á miðbæjarsvæðinu er töluvert gisin og einkennist að stórum hluta af umferðarmiklum götum og stórum bílastæðum. Markmið aðalskipulagsins er áfram að reisa þétta byggð með fjölbreyttu yfirbragði ólíkra húsa sem tekur mið af núverandi byggð.

7. Athugasemd frá Rögnu Björk Ragnarsdóttur og Kristjáni Helgasyni
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að tillaga að breyttu aðalskipulagi hafi verið illa auglýst.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Tillaga að breyttu aðalskipulagi fékk þá málsmeðferð sem áskilin er í lögum og reglugerðum. Tillagan var auglýst í samræmi við gildandi reglur. 

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og Æ lista, gegn 2 atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista. 

–          liður 2, málsnr. 1507134 – Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tillögunni og tekin verði eftirfarandi afstaða til framkominna athugasemda:
Sveitarfélaginu Árborg bárust alls tuttugu erindi með athugasemdum við tillögur að breyttu deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss.
1) Athugasemd frá Ingu Láru Baldvinsdóttur, móttekin 29. ágúst 2017.
2) Athugasemd frá Steinunni Pálsdóttur, móttekin 26. ágúst 2017.
3) Athugasemd frá Sigurði Rúnari Rúnarssyni, móttekin 28. ágúst 2017.
4) Athugasemd frá Ragnari Geir Brynjólfssyni, móttekin 28. ágúst 2017.
5) Athugasemd frá Gunnari Marel Hinrikssyni, móttekin 28. ágúst 2017.
6) Athugasemd frá Guðmundi S. Brynjólfssyni, móttekin 28. ágúst 2017.
7) Athugasemd frá Eiríki Þórkelssyni f.h. Knútsborgar ehf., móttekin 28. ágúst 2017 þar sem einnig er vísað til athugasemdar frá Hrafnhildi Kristinsdóttur hdl. f.h. Knútsborgar ehf., dags. 19. júlí 2016, móttekin 21. júlí 2016 við fyrri deiliskipulagstillögu.
8) Athugasemd frá Jóni Árna Vignissyni, móttekin 28. ágúst 2017 þar sem vísað er til athugasemda við fyrri deiliskipulagstillögu, dags. 28. júlí 2016.
9) Athugasemd frá Bárði Guðmundarsyni f.h. húsfélagsins Austurvegi 6, móttekin 25. ágúst 2017.
10) Athugasemd frá Öldu Sigurðardóttur og Jóni Özuri Snorrasyni, móttekin 28. ágúst 2017.
11) Athugasemd frá Axel Sigurðssyni, móttekin 29. ágúst 2017.
12) Athugasemd frá Steindóri Guðmundssyni og Klöru Öfjörð, móttekin 29. ágúst 2017.
13) Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur, móttekin 29. ágúst 2017.
14) Athugasemd frá Aldísi Sigfúsdóttur, móttekin 29. ágúst 2017.
15) Athugasemd frá Ingunni Guðmundsdóttur og Kristni G. Kristinssyni, móttekin 29. ágúst 2017.
16) Athugasemd frá Magnúsi Karel Hannessyni, móttekin 29. ágúst 2017.
17) Athugasemd frá 405 aðilum sem undirrituðu rafrænan undirskriftarlista, afhentur í nafni Hólmfríðar Einarsdóttur, Davíðs Kristjánssonar, Axels Sigurðssonar, Magnúsar Ragnars Magnússonar, Klöru Öfjörð, Steindórs Guðmundssonar, Bjarkar Reynisdóttur, Sigurðar Magnússonar og Gísla Ragnars Kristjánssonar, móttekin 29. ágúst 2017.
18) Athugasemd gerð með undirskriftarlista frá 112 aðilum, móttekin 29. ágúst 2017.
19) Athugasemd gerð með undirskriftarlista frá 232 aðilum, móttekin 29. ágúst 2017.
20) Athugasemd frá Rögnu Björk Ragnarsdóttur og Kristjáni Helgasyni, móttekin 28. júlí 2016 við fyrri deiliskipulagstillögu.

Sérstaklega skal tekið fram að margt sem kom fram í framkomnum athugasemdum varðar ekki breytingartillöguna með beinum hætti. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki þörf á að svara í bókun þessari þeim athugasemdum sem ekki varða deiliskipulagstillöguna með efnislegum hætti.

Breytingar hafa verið gerðar á auglýstum skipulagstillögum til samræmis við umsagnir umsagnaraðila og að hluta hefur verið komið á móts við þær athugasemdir sem bárust sveitarfélaginu.
Á uppdrætti deiliskipulagstillögunnar hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar:
1. Merkingu fyrir „TORGSVÆÐI“ breytt í „TORGSVÆÐI OG LÓÐIR“.
2. Bætt við merkingum fyrir einstefnugötur.
3. Merkingu fyrir „INNKEYRSLA Í BÍLAKJALLARA“ breytt í „INN-ÚTKEYRSLA Í BÍLAKJALLARA“.
4. Leigulóð við Eyraveg 5 sett inn á uppdrátt, fær númer 9 við Kirkjuveg. Einnig er bætt við merkingu fyrir lóðina 5a við Eyraveg. Bílastæðalóð við Kirkjuveg fær númerið 7.
5. Vegna 4.liðs breytist lóðin B-gata 1 og byggingarreitur hennar.
6. Vegna 4.liðs verða til 11 bílastæði við Kirkjuveg 11.
7. Vegna 4. liðs er fremsti hluti B-götu næst Kirkjuvegi færður til, einnig gerðar smávægilegar lagfæringar á breidd vistgatna þannig að göturýmið er a.m.k 10m breitt frá húsi í hús.
8. Vegna 7.liðs verða smávægilegar breytingar á lóðarstærðum á öllu vestursvæðinu.
9. Bæjargarðurinn er stækkaður á kostnað stærðar lóðanna B-götu 2 og B-götu 4.
10. Kvöð um gönguleið er bætt við lóðina B götu 4 og sett á uppdrátt á lóðinni Austurvegi 4.
11. Lóðinni C-götu 1 er skipt upp í 2 lóðir sitt hvorum megin götu og til verða lóðirnar C-gata 1 og C-gata 2.
12. Lóðarstærð á Austurvegi 6 breytt í 897m2.
13. Byggingareitir á Eyravegi 3, 5 og 5a eru breikkaðir til suðurs.
14. Heimiluð er breyting á Eyravegi 7, byggja má við húsið eða rífa og byggja stærra hús
15. Merkingum fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða er bætt við.
16. Fækkað er um tvö bílastæði í B-götu, en fjölgun um eitt stæði við Kirkjuveg.
17. Bílastæði við B-götu sem tilheyra Austurvegi 4a eru færð vestar til að auka sjónsvið við gatnamót Sigtúns.
18. Fækkað er um eitt bílastæði framan við Eyraveg 3 næst innkeyrslu á bílastæði á baklóð, til að auka sjónsvið. Einnig er miðeyjum breytt lítillega til að koma í veg fyrir vinstri beygju frá Eyravegi inn á fyrrgreint bílstæði.
19. Fyrirkomulagi á bílastæðum og römpum á lóðunum A-götu 2 og B-götu 6 breytt þannig að rampi er færður til á A-götu 2 og rampa er bætt við vegna bílakjallara á B-götu 6.
20. Merkt er inn kvöð lóða samkvæmt kafla „4.8 Tenging við bæjargarð“ í greinargerð, skipulags- og byggingarskilmálum.
21. Merktar eru inn mögulegar fornleifar skv. fornleifaskráningu.

Á greinargerð deiliskipulagstillögunnar hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar:
1. Upplýsingar um núverandi byggingar leiðréttar og lóðarstærðum bætt við í kafla 1.4.5.
2. Í kafla 1.6 húsaskrá er bætt við að húsið að Eyravegi 3 er einnig steinsteypt.
3. Í kafla 1.8 Minjar er bætt við texta um fornleifaskráningu samkvæmt bréfi Minjastofnunar Íslands: Reykjavík 3. ágúst 2017, MÍ201708-0005/6.09/KM.
4. Mynd 3 svæðaskipting deiliskipulags er endurskoðuð, m.a. er lóðum bætt við og byggingarmagn aukið á lóðunum 5, 5a og 7 við Eyraveg. Byggingarmagn er minnkað á lóðinni C-götu 1 enda var lóðin minnkuð.
5. Stærðum í töflu í kafla 2.2 hefur verið breytt lítillega.
6. Í kafla 2.5.4 er bætt við textanum: „Einnig eru sýnd bílastæði fyrir hreyfihamlaða á deiliskipulagsuppdrætti.“ Þar er einnig bætt við texta um að sérlóð fyrir bílastæði milli Sigtúns og Tryggvagötu þjóni fyrst og fremst lóðunum Austurvegi 6, 8 og 10.
7. Í kafla 2.6.5 er gerð smávægileg textabreyting, þ.e. tekinn út texti aftast í 1. málsgrein: „ef sótt er um breytingar á húsum.“
8. Í kafla 3.6 er gerð textabreyting þannig að tekið er út að heimilt sé að reisa girðingar og þess vegna einnig tekin út setningin um samráð um framkvæmdir. Þess í stað er bætt við texta um að ekki sé heimilt að reisa girðingar.
9. Í kafla 4.2 eru upplýsingar um stærðir lóða felldar út, en vísað í kafla 1.4.5.
10. Í kafla 4.3 og 4.4 er bætt við texta um bílakjallara og tiltekið að stærð þeirra kemur til viðbótar uppgefnu nýtingarhlutfalli lóðanna sem kemur fram í töflu í kafla 2.2.
11. Í kafla 4.5 er bætt við texta: „Heimilt er að byggja einn turn sem hluta af byggingu og má hann að hámarki vera 2x2m að grunnfleti og ná að hámarki 25m frá gólfkóta jarðhæðar.“
12. Í kafla 4.6 er smávægileg viðbót í texta, bætt er við: „hluta úr degi“ í aðra setningu kaflans.
13. Kafli 4.8 er nýr kafli sem ber heitið „Tenging við bæjargarð“ og er eftirfarandi: „Þær 3 lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er inn sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins sunnan megin við byggingar verði samtengdur bæjargarðinum og hannaður sem hluti af garðinum.“
14. Forsíðumynd af skýringaruppdrætti og aðrar myndir sem unnar eru ofan á skýringaruppdrátt eru uppfærðar, en mynd 5 er felld út.
15. Ein breyting var gerð á skýringaruppdrætti, teikningum með skuggavarpi var bætt við.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tillögunni og tekin verði eftirfarandi afstaða til framkominna athugasemda.

1. Athugasemd frá Ingu Láru Baldvinsdóttur
Samantekt athugasemdar:
Inga Lára Baldvinsdóttir gerir athugasemd við að byggja eigi upp falskar eftirgerðir gamalla húsa sem stóðu hér og þar á landinu og í því felist aðför að því almenningsrými sem um ræðir í sveitarfélaginu en einnig aðför að hinum byggðum sveitarfélagsins, Eyrarbakka og Stokkseyri.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka gildandi laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.
Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.
2. Athugasemd frá Steinunni Pálsdóttur
Samantekt athugasemdar:
Steinunn Pálsdóttir gerir athugasemd við að bæjargarður verði látinn víkja fyrir byggingum.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.

3. Athugasemd frá Sigurði Rúnari Rúnarssyni
Samantekt athugasemdar:
Sigurður Rúnar Rúnarsson gerir athugasemd við að umferðarþungi verði mikill á svæðinu og þá sérstaklega viðbótartengingu við Tryggvatorg. Lagt er til að umferð innan skipulagssvæðisins verði einskorðuð við þjónustuumferð. Þá er bílastæðamagn á svæðinu talið óhóflegt. Einnig er talið vandséð hvernig fyrirhuguð miðaldadómkirkja geti ýtt undir aukið mannlíf á svæðinu.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
A-, B- og C-götur eru einstefnu vistgötur þar sem hámarkshraði er 15 km/klst. og gönguhraði ef gangandi vegfarandi er nærri. Ökumenn skulu á vistgötum sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Þessi lági ökuhraði mun takmarka umferð ökutækja um svæðið.

Í samráði við Vegagerðina hefur verið unnið að umbótum á deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Selfoss auk þess sem gripið hefur verið til annarra ráðstafana til þess að auka umferðarflæði og öryggi vegfarenda. Greining á umferðarflæði hefur verið unnin í tengslum við breytingar á aðalskipulagi og samkvæmt umferðarhermum eru áhrif óveruleg á afkastagetu Tryggvatorgs. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Tryggvatorg minnki um u.þ.b. 40% við færslu Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss.

Fjöldi bílastæða er talinn hæfilegur fyrir þá notkun og starfsemi sem gert er ráð fyrir innan deiliskipulagssvæðisins. Þá má einnig gera ráð fyrir að á álagstímum verði þörf fyrir bílastæði í tengslum við viðburði í bæjargarði, á torgum og opnum svæðum innan deiliskipulagsreitsins.

Hvað varðar fyrirhugað menningarhús þá þykir rétt að benda á að breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni er kveðið á um að fyrirhugaðri byggingu á lóðinni B-götu 4 er ætlað að tengja saman starfsemi á miðbæjarsvæðinu við bæjargarðinn og hvetja til aukins mannlífs á svæðinu. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.

4. Athugasemd frá Ragnari Geir Brynjólfssyni
Samantekt athugasemdar:
Ragnar Geir Brynjólfsson gerir athugasemd við að í deiliskipulagstillögunni skuli ekki vera sett fram leiðsögn um útlit fyrirhugaðra bygginga þannig að samræmis verði gætt í heildarsvip og byggingarstíl.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.

5. Athugasemd frá Gunnari Marel Hinrikssyni
Samantekt athugasemdar:
Gunnar Marel Hinriksson gerir athugasemd við óhóflegan fjölda bílastæða á deiliskipulagssvæðinu. Þá er hann mótfallinn útliti bygginga á deiliskipulagssvæðinu.
Umsögn skipulags- og bygginganefndar:
Fjöldi bílastæða er talinn hæfilegur fyrir þá notkun og starfsemi sem gert er ráð fyrir innan deiliskipulagssvæðisins. Þá má einnig gera ráð fyrir að á álagstímum verði þörf fyrir bílastæði í tengslum við viðburði í bæjargarði, á torgum og opnum svæðum innan deiliskipulagsreitsins.

Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.

6. Athugasemd frá Guðmundi S. Brynjólfssyni
Samantekt athugasemdar:
Guðmundur S. Brynjólfsson gerir athugasemd við útlit bygginga á deiliskipulagssvæðinu.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.

7. Athugasemd frá Eiríki Þórkelssyni f.h. eigenda Knútsborgar ehf.
Samantekt athugasemdar:
Í athugasemd Eiríks Þórkelssonar f.h. eigenda Knútsborgar ehf. er vísað til fyrri athugasemdar Hrafnhildar Kristinsdóttur hdl. f.h. Knútsborgar ehf. Í athugasemdunum er bent á misræmi í tilgreindum lóðarstærðum í greinargerð með deiliskipulagstillögunni. Þá er gerð krafa um að virt verði leigulóðarréttindi Knútsborgar ehf. um lóðir aðliggjandi Eyravegi 5. Óskað er eftir því að byggingarréttur verði aukinn á lóðinni við Eyraveg 5 og að byggingarréttur verði ákveðinn á leigulóðum.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Stærð húsa og lóða hafa verið leiðréttar sem og lóðamörk í samræmi við opinberar skráningar og gagnagrunn sveitarfélagsins. Í lóðarleigusamningi um aðliggjandi lóð við Eyraveg 5 kemur skýrt fram að lóðin er leigð til þess að opna og auðvelda umferð að og frá lóðinni Eyravegi 5, en ekki gert ráð fyrir húsbyggingu á lóðinni. Byggingarreitir á lóðunum nr. 3, 5, 5a og 7 við Eyraveg hafa verið stækkaðir til að gæta samræmis.

8. Athugasemd frá Jóni Árna Vignissyni
Samantekt athugasemdar:
Í athugasemdum Jóns Árna Vignissonar er vísað til athugasemda sem hann gerði við fyrri deiliskipulagstillögu fyrir sama svæði. Í fyrsta lagi er vakin athygli á auknu byggingarmagni á deiliskipulagsreitnum frá gildandi skipulagi og gerð athugasemd við að ósamræmi sé í skipulagsgögnum um stærð skipulagssvæðis. Í öðru lagi er gerð athugasemd við að byggingarreitur og lóðarmörk liggi saman á mörgum lóðum. Í þriðja lagi að skýra þurfi betur hvernig byggingum á skýringaruppdrætti verði komið fyrir á byggingarreitum. Í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að upplýst verði um fjölda íbúða á vestursvæði deiliskipulagsreits. Í fimmta lagi er farið fram á að orðið „hótel“ verði fellt út af lóðinni við B-götu 2. Í sjötta lagi er gerð athugasemd við að byggingarréttur fyrir lóðina við Austurveg 4 svæði 2 hafi verið felldur út. Í sjöunda lagi er vakin athygli á því að ekki sé gerð grein fyrir umferðarflæði á deiliskipulagsreitnum, hvort um sé að ræða einstefnugötur og þá í hvora áttina skuli ekið. Þá er gerð athugasemd við að ekki hafi verið greint og áætlað umferðarflæði (magn) innan deiliskipulagsreitsins. Í áttunda lagi er lagt til að byggingar sunnan og vestan megin við torg verði lækkaðar og að útsýnisturni verði sleppt.
Umsögn skipulags- og bygginganefndar:
Aukið byggingarmagn á deiliskipulagsvæðinu í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu frá gildandi deiliskipulagi stafar af stækkun á heildardeiliskipulagsreit, stækkun lóða og byggingarreita. Byggingarmagn í deiliskipulagstillögunni gerir ráð fyrir því að mætt verði skilmálum í aðalskipulagi um nýtingarhlutfall á miðsvæði. Stærð þess svæðis sem deiliskipulagstillagan nær til er skýrlega afmarkað og misræmi í stærðum hefur verið lagfært og gætir ekki í greinargerð.

Í þeirri deiliskipulagstillögu sem nú er auglýst hefur lóðarmörkum og byggingarreitum verið breytt frá því að athugasemdirnar voru gerðar. Þar sem lóðarmörk og byggingarreitir fara saman er framkvæmdaraðilum gefið svigrúm til þess að ákveða endanlega staðsetningu bygginga innan lóða.

Hluti af deiliskipulagsgögnum er skýringaruppdráttur er sýnir útlínur fyrirhugaðra bygginga á deiliskipulagsreitnum. Innan byggingarreita lóða hafa framkvæmdaraðilar frjálst val um staðsetningu bygginga með fyrirvara um ákvæði í lögum og reglugerðum og samþykki leyfisveitenda.

Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni kemur fram að gert sé ráð fyrir blandaðri miðbæjarstarfsemi á svæðinu eins og tilgreint er í aðalskipulagi, þ.e. fjölbreyttri verslun og þjónustu ásamt íbúðum. Reiknað verði með allt að 100 nýjum íbúðum á skipulagssvæðinu, flestum á austursvæði.

Orðið „hótel“ hefur verið fjarlægt af uppdrætti deiliskiplagstillögunnar.

Byggingarreitur á lóðinni við Austurveg 4, svæði 2, hefur verið færður inn á lóðina. Samkomulag er við Árfoss ehf. um að stærð lóðarinnar verði 1.511 m2, og byggja megi samtals 1.058 m2 byggingu. Lögun lóðarinnar og byggingarreits hefur verið breytt í samráði við Árfoss ehf.

A-, B- og C-götur eru einstefnuvistgötur þar sem hámarkshraði er 15 km/klst. og gönguhraði ef gangandi vegfarandi er nærri. Ökumenn skulu á vistgötum sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Þessi lági ökuhraði mun takmarka umferð ökutækja um svæðið. Þá hefur akstursstefnu einstefnugatna verið bætt inn á uppdrátt. Samhliða deiliskipulagsferlinu hafa verið unnar umferðargreiningar á deiliskipulagssvæðinu, þá hefur Vegagerðin gert umferðaröryggisrýni. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem fagaðilar hafa gert við deiliskipulagstillöguna.

Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.

9. Athugasemd frá Bárði Guðmundarsyni f.h. húsfélagsins Austurvegi 6
Samantekt athugasemdar:
Í athugasemdum er í fyrsta lagi bent á að misræmis gæti í tilgreindri stærð lóðarinnar við Austurveg 6 í skipulagsgögnum innbyrðis, í fasteignamati sem skráð er hjá Þjóðskrá Íslands og lóðarblaði fyrir lóðina. Í athugasemdum er í öðru lagi bent á að bílastæði á lóðinni við Austurveg 8A sem tilheyrt hafa Austurvegi 6,8 og 10 verði tekin undir byggingu og götu í tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Gerð er krafa til þess að tryggður sé eignarhluti eigenda fasteigna við Austurveg 6, 8 og 10 í bílastæðum. Verði breyting á bílastæðum á lóðinni Austurvegi 8A án samþykkis lóðarhafa er áskilinn réttur til skaðabóta. Í þriðja lagi er gerð athugasemd við að á uppdrætti með deiliskipulagstillögunni sé ekki að finna lóð við C-götu 2 auk þess sem inn á uppdráttinn vantaði akstursstefnu. Í fjórða lagi er gerð athugasemd við hæð bygginga við C-götu 1 og farið fram á að byggingar verði lækkaðar um eina hæð. Í fimmta lagi er gerð athugasemd við að í skipulagsgögnunum sé ekki gerð nákvæm grein fyrir dreifingu íbúðafjölda á svæðinu. Í sjötta lagi er farið fram á að fært verði inn á uppdrátt fjölda hæða hverrar byggingar og hámarksnýtingarhlutfall.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga gerir ekki ráð fyrir breytingu á stærð lóðar við Austurveg 6. Í skipulagsgögnum er tilgreind birt stærð fyrir lóðina.
Lega bílastæða að Austurvegi 8a breytist og nýtast þau fyrir skrifstofuhúsnæði að Austurvegi 6, 8 og 10. Á svæðinu fjölgar bílastæðum úr 41 í 54.
Deiliskipulagsuppdráttur hefur verið leiðréttur til samræmis við greinargerð. Lóð nr. 1 við C-götu hefur nú verið skipt upp í tvær lóðir sem er í samræmi við texta í greinargerð. Akstursstefnu hefur jafnframt verið bætt inn á uppdráttinn sem og fjöldi hæða merktur inn á hvern byggingarreit fyrir sig ásamt nýtingarhlutfalli.
Hæð bygginga við C-götu 1 verður óbreytt.
Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni kemur fram að gert sé ráð fyrir blandaðri miðbæjarstarfsemi á svæðinu eins og tilgreint er í aðalskipulagi, þ.e. fjölbreyttri verslun og þjónustu ásamt íbúðum. Reiknað verði með allt að 100 nýjum íbúðum á skipulagssvæðinu, flestum á austursvæði.

10. Athugasemd frá Öldu Sigurðardóttur og Jóni Özuri Snorrasyni
Samantekt athugasemdar:
Í athugasemd er bent á að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé eignarlóð þeirra ráðstafað undir bílastæði og bílakjallara án þess að lóðareigendur hafi náð samkomulagi þar um. Þá er gerð athugasemd við að í greinargerð í kafla 1.6 sé byggingarefni fyrir hús á lóðinni við Eyraveg 3 einungis tilgreint timbur en hið rétta er að húsið sé í raun tvískipt og það sé að hluta steinsteypt. Bent er á að tilgreind lóðarstærð í kafla 2.2 sé röng.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Með því setja bílastæði og bílakjallara inn á lóðina við Eyraveg 3 er verið að festa í sessi núverandi nýtingu lóðarinnar. Til þess að ráðast megi í framkvæmdir á lóðinni skv. fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu þarf samþykki allra lóðareigenda að liggja fyrir.

Kafli 1.6 og 2.2 hafa verið leiðréttir í samræmi við framkomnar athugasemdir.

11. Athugasemd frá Axel Sigurðssyni
Samantekt athugasemdar:
Í athugasemd er byggt á því að bæjargarðurinn minnki verulega þannig að græn svæði rýrni umtalsvert og óljóst með hvaða hætti kvaðir verði settar á lóðir aðliggjandi garðinum. Þá er bent á ákvæði í greinargerð með deiliskipulagstillögunni að heimilt sé að setja upp girðingar á lóðarmörkum. Athugasemdir eru gerðar við útlit og gerð fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni nr. 4 við B-götu.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.
Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.

Hvað varðar fyrirhugað menningarhús þá þykir rétt að benda á að breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags eins og áður segir. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni er kveðið á um að fyrirhugaðri byggingu á lóðinni B-götu nr. 4 er ætlað að tengja saman starfsemi á miðbæjarsvæðinu við bæjargarðinn og hvetja til aukins mannlífs á svæðinu.

Ákvæði varðandi girðingar í kafla 3.6 í greinargerð hefur verið breytt og sérstaklega kveðið á um að ekki megi reisa girðingar á lóðarmörkum.

12. Athugasemd frá Steindóri Guðmundssyni og Klöru Öfjörð
Samantekt athugasemdar:
Í athugasemd er byggt á því að bæjargarðurinn minnki verulega þannig að græn svæði rýrni umtalsvert og óljóst með hvaða hætti kvaðir verði settar á lóðir aðliggjandi garðinum. Þá er bent á ákvæði í greinargerð með deiliskipulagstillögunni að heimilt sé að setja upp girðingar á lóðarmörkum. Athugasemdir eru gerðar við útlit og gerð fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni nr. 4 við B-götu.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.
Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.

Hvað varðar fyrirhugað menningarhús þá þykir rétt að benda á að breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags eins og áður segir. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni er kveðið á um að fyrirhugaðri byggingu á lóðinni B-götu nr. 4 er ætlað að tengja saman starfsemi á miðbæjarsvæðinu við bæjargarðinn og hvetja til aukins mannlífs á svæðinu.

Ákvæði varðandi girðingar í kafla 3.6 í greinargerð hefur verið breytt og sérstaklega kveðið á um að ekki megi reisa girðingar á lóðarmörkum.

13. Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við útlit bygginga á deiliskipulagssvæðinu og áhyggjum lýst af því að grænu svæði á deiliskipulagssvæðinu sé ekki gefið nægt rými.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.
Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.
14. Athugasemd frá Aldísi Sigfúsdóttur
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé bæjargarður minnkaður frá því sem hann er í núgildandi skipulagi.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.

15. Athugasemd frá Ingunni Guðmundsdóttur og Kristni G. Kristinssyni
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að erfitt sé að átta sig á hvaða deiliskipulagstillaga sé til meðferðar.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. júlí 2017 var lagt til við bæjarstjórn að auglýsa að nýju tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss. Á fundi bæjarstjórnar þann 13. júlí 2017 var samþykkt í bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst. Sú deiliskipulagstillaga sem til meðferðar er nú er hin sama og auglýst var í kjölfar framangreindra funda. Við undirbúning og auglýsingu deiliskipulagstillögunnar var farið að ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.

16. Athugasemd frá Magnúsi Karel Hannessyni
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að í miðbæ Selfoss eigi að byggja eftirlíkingar gamalla húsa og að byggingarmagn sé aukið til muna frá fyrra skipulagi. Þá er áhyggjum lýst varðandi lausnir á umferðarmálum á svæðinu og gerð athugasemd við óhóflegan fjölda bílastæða.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.

Aukið byggingarmagn á deiliskipulagsvæðinu í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu frá gildandi deiliskipulagi stafar af stækkun á deiliskipulagsreit, stækkun lóða og byggingarreita. Byggingarmagn í deiliskipulagstillögunni gerir ráð fyrir því að mætt verði skilmálum í aðalskipulagi um nýtingarhlutfall á miðsvæði.

A-, B- og C-götur eru einstefnuvistgötur þar sem hámarkshraði er 15 km/klst. og gönguhraði ef gangandi vegfarandi er nærri. Ökumenn skulu á vistgötum sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Þessi lági ökuhraði mun takmarka umferð ökutækja um svæðið.

Fjöldi bílastæða er talinn hæfilegur fyrir þá notkun og starfsemi sem gert er ráð fyrir innan deiliskipulagssvæðisins. Þá má einnig gera ráð fyrir að á álagstímum verði þörf fyrir bílastæði í tengslum við viðburði í bæjargarði, á torgum og opnum svæðum innan deiliskipulagsreitsins.

17. Athugasemd frá 405 aðilum sem undirrituðu rafrænan undirskriftarlista, afhentur í nafni Hólmfríðar Einarsdóttur, Davíðs Kristjánssonar, Axels Sigurðssonar, Magnúsar Ragnars Magnússonar, Klöru Öfjörð, Steindórs Guðmundssonar, Bjarkar Reynisdóttur, Sigurðar Magnússonar og Gísla Ragnars Kristjánssonar.
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé bæjargarður minnkaður frá því sem hann er í núgildandi skipulagi.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Athugasemdin ber ekki með sér nákvæmlega hverjir þessir 405 einstaklingar eru sem undirrituðu undirskriftarlistann og verður því einungis fyrirsvarsmönnum listans send neðangreind umsögn skipulags- og byggingarnefndar.

Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.

18. Athugasemd gerð með undirskriftarlista frá 112 aðilum
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé bæjargarður minnkaður frá því sem hann er í núgildandi skipulagi.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.

19. Athugasemd gerð með undirskriftarlista frá 232 aðilum
Gerð er athugasemd við að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé bæjargarður minnkaður frá því sem hann er í núgildandi skipulagi.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.

20. Athugasemd frá Rögnu Björk Ragnarsdóttur og Kristjáni Helgasyni
Samantekt athugasemdar:
Gerð er athugasemd við að byggja eigi upp gömul hús á deiliskipulagssvæðinu.
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar:
Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.  

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og Æ lista, gegn 2 atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista, í lið 1 og 2 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar og lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirrituð taka undir bókun fulltrúa S-lista frá 48. fundi skipulags og byggingarnefndar:
Það er skoðun okkar að ekki sé rétt að staðfesta þær breytingartillögur á aðalskipulagi og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss sem hér eru til afgreiðslu. Þrátt fyrir að ákveðið hafi verið með afar skömmum fyrirvara í dag að halda kynningarfund klukkutíma fyrir bæjarstjórnarfund, þar sem ekki allir bæjarfulltrúar gátu mætt, treystum við okkur ekki til þess að meta hvort verkefnið sé að fullu fjármagnað. Það er skoðun okkar að nauðsynlegt sé að sveitarfélagið fái óháðan aðila til þess að gera kostnaðaráætlun vegna þeirra framkvæmda sem Sigtún þróunarfélag hyggst fara í til samanburðar þeirri áætlun sem eigendur Sigtúns þróunarfélags hafa látið vinna fyrir sig. Undirrituð telja þetta vera algera forsendu til þess að bæjarfulltrúar geti tekið ábyrga afstöðu í þessu stóra máli og þannig gætt hagsmuna skattgreiðenda í sveitarfélaginu.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, í lið 1 og 2 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar og lagði fram eftirfarandi bókun:
Með þeirri tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss sem hér hefur verið samþykkt hefur verið tekið tillit til fjölmargra athugasemda sem bárust í skipulagsferlinu og vörðuðu skipulagið. Skipulagsferlið hefur tekið langan tíma frá því að bæjarstjórn veitti fyrst vilyrði fyrir verkefninu og deiliskipulagið verið auglýst í tvígang. Bæjargarðinum, Sigtúnsgarði, hefur verið ætlað meira rými en áður gildandi skipulag gerði ráð fyrir og gerðar aðrar breytingar bæði á byggingarreitum og götum. Tækifæri er nú til þróunar fjölbreyttrar atvinnustarfsemi og þjónustu við íbúa og gesti. Framkvæmdaraðilar, Sigtún þróunarfélag, hafa í samningum skuldbundið sig til að annast allar framkvæmdir, þ.m.t. gatnagerð, veitulagnir og frágang torga, stétta og opinna svæða á því svæði sem samningur um uppbyggingu miðbæjarstarfsemi tekur til. Jafnframt afsalar Sigtún þróunarfélag eignarlóðum sínum og lóðarleiguréttindum á svæðinu til Sveitarfélagsins Árborgar, sem gerir lóðarleigusamninga um lóðir á þeim hluta skipulagssvæðisins sem samningurinn tekur til. Einstakt tækifæri gefst nú til þess að byggja upp áhugavert, heildstætt svæði miðsvæðis á Selfossi á skömmum tíma, en framkvæmdatími er afmarkaður í samningi og skulu framkvæmdir hefjast innan 12 mánaða frá gildistöku skipulagsins og lokið innan fjögurra ára. Staðfesting á fjármögnun liggur fyrir og byggir hún á verksamningum og samþykktum tilboðum í verkið en ekki kostnaðaráætlunum.

            Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og ræddi um fundarsköp.   

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

 II.  1503158
            Staðfesting á fjármögnun Sigtúns þróunarfélags ehf
II-1503158

Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar tók til máls og lagði fram staðfestingu á fjármögnun Sigtúns þróunarfélags ehf.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

III.       1503158
Samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Sigtúns þróunarfélags ehf um frágang á miðbæjarsvæði og fl.
III-1802131

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir og lagði til að samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Sigtúns þróunarfélags um frágang á miðbæjarsvæði yrði samþykktur.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum B-, D- og Æ- lista, bæjarfulltrúar S-lista sátu hjá.

IV.  1802131
            Ábyrgð vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga
VI-1802131

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:                   

Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins: 

Sveitarfélagið Árborg  samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku eftirfarandi stofnana Héraðsnefndar Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga, hlutur Árborgar er samtals 67.300.000 kr. sem skiptist á eftirfarandi stofnanir : 

Brunavarnir Árnessýslu                     að  fjárhæð  15.900.000 kr.
Byggðasafn Árnesinga                       að fjárhæð  14.300.000 kr.
Héraðsskjalasafn Árnesinga              að fjárhæð  10.700.000 kr.
Listasafn Árnesinga                           að fjárhæð    4.300.000 kr.
Tónlistarskóli Árnesinga                    að fjárhæð  22.100.000 kr.
           

til allt að 40 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu, Byggðasafns Árnesinga, Héraðsskjalasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnananna sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum B-, D- og S- lista, bæjarfulltrúi Æ-lista sat hjá. 

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:15

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
42. fundur bæjarstjórnar

42. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá:

I.
Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1701029
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                35. fundur       frá 6. desember
            https://www.arborg.is/35-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

b) 1701027
            Fundargerð fræðslunefndar                                      36. fundur       frá 7. desember
            https://www.arborg.is/63228-2/

 c) 129. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 14. desember
            https://www.arborg.is/129-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 1701028
            Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar            45. fundur       frá 28. nóvember
            https://www.arborg.is/45-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

b) 1701024
            Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar          44. fundur       frá 6. desember
            https://www.arborg.is/44-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/
                                                                                                         45. fundur frá 15. desember
            https://www.arborg.is/45-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

 c) 130. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 21. desember
            https://www.arborg.is/130-fundur-baejarrads/ 

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 130. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–       liður 5, 1711269, framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborun að Langanesi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.

–       liður 10, 1712013, fyrirspurn um nafnabreytingu að Byggðarhorni. Lagt er til við bæjarstjórn að nafnabreyting verði samþykkt.

–       liður 16, 1712063, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.

–       liður 20, málsnr. 1712050, umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir færslu á Votmúlavegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.

–       liður 23, málsnr. 1712128, tillaga að aðalskipulagsbreytingu að Lágengi 10, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt í íbúðalóð.

–       liður 27, málsnr. 1712146, umsókn Gagnaveitunnar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Árveg. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt með því skilyrði að haft verði samráð við framkvæmda- og veitusvið varðandi yfirborðsfrágang.

3.
a) 131. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 11. janúar
            https://www.arborg.is/131-fundur-baejarrads-2/

–       liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 6. desember, lið 1, málsnr. 1709219 – Uppskeruhátíð ÍMÁ 2017.

–       liður 1 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. desember, lið 10, málsnr. 1712060 – Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni. 

Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

–       liður 2 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. desember, lið 1, málsnr. 1703281 – Staðan á vinnu við gerð umhverfismats vegna skolphreinsistöðvar við Geitanes.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 5, málsnr. 1711269 – Framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborun að Langanesi. Lagt er til að leyfið verði veitt.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 2 b) Fundargerð skipulag- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 10, málsnr. 1712013 – Fyrirspurn um nafnabreytingu að Byggðarhorni. Lagt er til að nafnabreyting í Byggðarhorn 2 verði samþykkt. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ásta Stefánsdóttir, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borun undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 16, málsnr. 1712063 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi. Lagt er til að leyfið verði veitt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 20, málsnr. 1712050 – Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir færslu á Votmúlavegi. Lagt er til að leyfið verði veitt. 

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 23, málsnr. 1712128 – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu að Lágengi 10, Selfossi. Lagt er til að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt í íbúðalóð.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 27, málsnr. 1712146 – Umsókn Gagnaveitunnar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Árveg. Lagt er til að leyfið verði veitt með því skilyrði að haft verði samráð við framkvæmda- og veitusvið varðandi yfirborðsfrágang. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–       liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. desember, lið 11, málsnr. 1712157 – Endurgreiðsla vsk vegna fráveituframkvæmda.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

–       liður 2 c) Helgi S. Haraldson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. desember, lið 14, málsnr. 1712165 – Fjárframlög HSu.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

–       liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. desember, lið 12, málsnr. 1606089 – Umhverfisstefna.

–       liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. desember, lið 13, málsnr. 1712167 – Tillaga – endurvakning umhverfisnefndar.

–       liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. janúar, liður 11, málsnr. 1702249 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2017.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

–       liður 3 a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. janúar, liður 15, málsnr. 1801027 – Ályktun vegna Þrengslavegar.

Helgi S. Haraldsson, B-lista,  og Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.
1712092
Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 679/2013 – síðari umræða

Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 679/2013 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa S-lista:
Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að þegar um er að ræða stór verkefni sem varða hagsmuni íbúa sveitarfélagsins til langrar framtíðar, skuli kalla eftir afstöðu fullskipaðrar bæjarstjórnar.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista.

III.       1712080
            Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2018 – síðari umræða
            II. 1712092
 

Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2018 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

IV.      1801065
            Breyting á fulltrúum í kjörstjórnum
           
 III. 1712080

Lagt er til að Bogi Karlsson verði aðalmaður í yfirkjörstjórn í stað Þórarins Sólmundarsonar og að Þórarinn verði varamaður í stað Rósu Sifjar Jónsdóttur.

Tillagan var borin undi atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.       1703193
            Tillaga fjármálastjóra vegna uppgjörs vegna breytinga á A-deild lífeyrissjóðsins Brúar           

Lögð var fram eftirfarandi tillaga fjármálastjóra að uppgjöri og lántöku:
Þann 4.janúar síðastliðinn fengum við sent samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins. Helstu breytingar á A-deild eru að réttindaávinnslu A-deildar er breytt úr jafnri réttindaávinnslu yfir í aldurstengda réttindaávinnslu. Skv. uppgjörinu greiðir Sveitarfélagið Árborg eftirfarandi :

Framlag í jafnvægissjóð A-deildar    165.750.424 kr.
Framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar 460.359.103 kr.
Framlag í varúðarsjóð A-deildar        49.526.812 kr.
                                        Samtals           675.636.339 kr.

 • Jafnvægissjóðurinn á að mæta halla á áfallandi lífeyrisskuldbindingu A-deildar sjóðsins þann 31.maí 2017.
 • Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga, þ.e. mismuninn á jafnri réttindaávinnslu og aldurstengdri ávinnslu í A-deild til framtíðar.
 • Varúðarsjóðnum er ætlað að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum.

Lagt er til að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 38 ára með 2,5% föstum verðtryggðum vöxtum að fjárhæð allt að 580.000.000 kr. til að gera upp við Brú lífeyrissjóð, eftirstöðvar eru teknar af sjóði.

Virðingarfyllst, Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri

Eftirfarandi tillaga að lántöku var lögð fram:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að höfuðstólsfjárhæð allt að 580.000.000 kr. með útgreiðslufjárhæð allt að 575.000.000 kr. með lokagjalddaga þann 15.nóvember 2055, í samræmi við skilmála lánstilboðs sem liggur fyrir fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar) standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna uppgjör við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og S- lista, bæjarfulltrúi Eyrún Magnúsdóttir, Æ-lista, sat hjá.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.  18:25

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir    
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 

 

 

41. fundur bæjarstjórnar

41. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 13. desember 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, boðaði forföll.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:  sjá fundargerð á pdf skjali
40. fundur bæjarstjórnar

40. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. nóvember 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:  Sjá fundargerði í pdf skjali
39. fundur bæjarstjórnar

39. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 11. október 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá: 

I.

1.
a) 1701027
            Fundargerð fræðslunefndar                                      35. fundur       frá 21. september
            https://www.arborg.is/35-fundur-fraedslunefndar/

 b) 121. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 28. september
            https://www.arborg.is/121-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            42. fundur       frá 4. október           

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu:

            – liður 1, málsnr. 1701168 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Gagnheiði 21,                  Selfossi. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

– liður 8, málsnr. 1709031 – Umsókn um stækkun á lóð að Hraunhólum 2 á Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga 2 verði samþykkt. Lóðarhafi ber allan kostnað af breytingu á lóðarblaði og lóðarleigusamningi.

– liður 25, málsnr. 1609215 – Tillaga að skipulagslýsingu Björkurstykkis. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt og auglýst almenningi.

–          liður 1, b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. september, lið 13, málsnr. 1709203 – Opið bókhald sveitarfélaga

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 21. september, lið 11, málsnr. 1708133 –  Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki.    

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. október, lið 26.11 málsnr. 1710013 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri utanhússklæðningu að Eyrarbraut 45 Stokkseyri. 

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. október, liður 1, málsnr. 1701168 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Gagnheiði 21, Selfossi. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. október, liður 8, málsnr. 1709031 – Umsókn um stækkun á lóð að Hraunhólum 2 á Selfossi. Lagt er til að tillaga 2 verði samþykkt. Lóðarhafi ber allan kostnað af breytingu á lóðarblaði og lóðarleigusamningi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. október, liður 25, málsnr. 1609215 – Tillaga að skipulagslýsingu Björkurstykkis. Lagt er til að skipulagslýsingin verð kynnt og auglýst almenningi.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista,  tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II.
1710008
            Breyting á fulltrúum B-lista í nefndum            

Lagt er til að Guðrún Þóranna Jónsdóttir verði aðalmaður í fræðslunefnd í stað Írisar Böðvarsdóttur og Íris verði varamaður í stað Guðrúnar Þórönnu.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

III.      
1705375
            Breyting á fulltrúum í kjörstjórnum           

Lagt er til að Þórarinn Sólmundarson verði aðalmaður í yfirkjörstjórn í stað Boga Karlssonar og að Rósa Sif Jónsdóttir verði varamaður í stað Þórarins.

Lagt er til að Jóhanna Bríet Helgadóttir verði varamaður í kjördeild 1 í stað Þorgríms Óla Sigurðssonar.

Lagt er til að Brynja Hjálmtýsdóttir verði aðalmaður í kjördeild 3 í stað Elvars Ingimundarsonar og að Magnús Gísli Sveinsson verði varamaður í kjördeild 3 í stað Steinunnar Jónsdóttur.

Lagt er til að Ólafur Már Ólafsson verði aðalmaður í stað Björns Harðarsonar í kjördeild 4 á Stokkseyri.

            Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

IV.
1710007
            Umboð framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að gera breytingar á kjörskrá           

            Sandra Dís Hafþórsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Árborgar veitir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá vegna alþingiskosninganna 28. október nk.           

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:25

Ásta Stefánsdóttir 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Magnús Gíslason 
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson   
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
38. fundur bæjarstjórnar


38. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 20. september 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Estelle Burgel, varamaður, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Estelle Burgel velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.  

Dagskrá:

I,
Fundargerðir til staðfestingar

 1.
a) 118. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                                frá 24. ágúst
            https://www.arborg.is/118-fundur-baejarrads-2/ 

            Úr fundargerð 118. fundar bæjarráðs til afgreiðslu:

–        liður 10, málsnr. 1708092 – Fjárhagsáætlun 2017 – Erindi frá Álfheimum. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna leiðréttinga á launalið og kostnaðar við alþrif að fjárhæð kr. 3.280.000.             

2.
a) 1701026
            Fundargerð félagsmálanefndar                                              32. fundur       frá 22. ágúst
            https://www.arborg.is/32-fundur-felagsmalanefndar-2/

            b) 1701028
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                           42. fundur       frá 23. ágúst
            https://www.arborg.is/42-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

          c) 119. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                                frá 31. ágúst
            https://www.arborg.is/119-fundur-baejarrads-2/ 

            Úr fundargerð 119. fundar bæjarráðs til afgreiðslu:
–        liður 3, málsnr. 1708161 – Beiðni um aukin stöðugildi í Vallaskóla. Lagt er til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.865.000 vegna fjölgunar stöðugilda í Vallaskóla.

3.
a) 1701027
            Fundargerð fræðslunefndar                                                   34. fundur       frá 31. ágúst
            https://www.arborg.is/34-fundur-fraedslunefndar-2/

b) 1701029
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                            32. fundur       frá 6. sept.
            https://www.arborg.is/32-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

 c) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                         41. fundur       frá 6. sept.
            https://www.arborg.is/41-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

d) 120. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                                frá 14. sept.
            https://www.arborg.is/120-fundur-baejarrads-2/

  Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 120. fund bæjarráðs til afgreiðslu. 

–        liður 2, málsnr. 1705110 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyrarvegi 11 og 13, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim athugasemdum sem fram koma í fundargerðinni.

–        liður 24, málsnr. 1709001 – Tillaga að deiliskipulagi Votmúla 2. Lagt er til við bæjarstjórn að landeiganda verði heimilað að gera deiliskipulagstillögu að landareign sinni.

–        liður 25, málsnr.1504329 – Breytt skipulag á lóð að Hásteinsvegi 30, Stokkseyri. Lagt er til að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.  

–        liður 2 b) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 23. ágúst, lið 4, málsnr. 1609137 – Orkusjóður – styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

–        liður 2 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 23. ágúst, lið 1, málsnr. 1708095 – Gatnagerð við Flugvöll Selfoss – Vallarheiði 2017.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

–        liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 31. ágúst, lið 4, málsnr. 1603040 – Áskorun til heilbrigðisráðherra vegna væntanlegs hjúkrunarheimilis í Árborg.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–        liður 3 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september – Stöðuleyfi fyrir gáma og umhirða lóða.

Kjartan Björnsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

–        liður 3 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september, lið 14, málsnr. 1708193 – Umsókn um lóðina Eyrargötu 15, Eyrarbakka.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–        liður 3 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september – Úthlutun lóða og byggingarleyfi. 

Ásta Stefánsdóttir, D-lista tók, til máls.

–        liður 3 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 6. september, lið 1, málsnr. 1703030 –  Menningarmánuðurinn október 2017.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

–        liður 1 a) Fundargerð bæjarráðs frá 24. ágúst, liður 10, málsnr. 1708092 – Fjárhagsáætlun 2017 – Erindi frá Álfheimum. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna leiðréttinga á launalið og kostnaðar við alþrif að fjárhæð kr. 3.280.000.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–        liður 2 c) Fundargerð bæjarráðs frá 31. ágúst, liður 3, málsnr. 1708161 – Beiðni um aukin stöðugildi í Vallaskóla. Lagt er til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.865.000 vegna fjölgunar stöðugilda í Vallaskóla.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–        liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september, liður  2, málsnr. 1705110 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyrarvegi 11 og 13, Selfossi. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi svörum við  athugasemdum sem fram koma í fundargerðinni. 

 1. Athugasemd frá Keipi ehf. Samantekt athugasemdar: Í athugasemd er hótelbyggingu að Eyravegi 11-13 mótmælt sökum þess að umferð valdi miklu ónæði og lýst áhyggjum af því að bifreiðum verði lagt um allt. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í aðalskipulagi eru fasteignir nr. 8-24 við Eyraveg skilgreindar fyrir blandaða byggð íbúðasvæðis og verslunar- og þjónustusvæðis. Íbúar á slíkum svæðum mega búast við því að verða fyrir meira ónæði en þeir íbúar sem búa á íbúðasvæðum. Starfsemin sem fyrirhuguð er á lóðinni við Eyraveg 11-13 fellur innan skilgreiningar svæðisins skv. aðalskipulagi og er ekkert sem bendir til þess að ónæði af starfseminni verði umfram það sem eðlilegt getur talist miðað við skilgreiningu svæðisins. Til þess að koma til móts við athugasemdir hefur verið gerð breyting á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og bílastæðum á lóðinni fjölgað. 2. Athugasemd frá Maríu H. Sigurjónsdóttur og Jafet Óskarssyni Samantekt athugasemdar: Í athugasemd er bent á að hugsanlega verði íbúar fyrir óþægindum vegna umferðar bifreiða við fyrirhugaða hótelbyggingu. Óskað er eftir því að sett verði grindverk meðfram öllu húsinu á aðliggjandi lóð við Heiðarveg. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Fært hefur verið inn í greinargerð deiliskipulagstillögunnar að gert sé ráð fyrir timburgirðingu á lóðamörkum við Heiðarveg sem er 1,3 m á hæð. Girðingin á að tryggja að íbúar á nærliggjandi lóð við Heiðarveg verði ekki fyrir óþægindum vegna bílaumferðar. Eigandi lóðarinnar við Eyraveg 11-13 hefur í yfirlýsingu samþykkt að bera kostnað af girðingunni. 3. Athugasemd frá Samfylkingarfélagi Árborgar Samantekt athugasemdar: Í athugasemdum er byggt á því að sameiginleg aðkoma að Eyravegi 11-13 og Eyravegi 15 sé ekki sýnd á uppdrætti fyrir deiliskipulagtillöguna. Einnig er gerð athugasemd við það að bílastæði á lóðinni við Eyraveg 15 séu ekki sýnd á uppdrætti. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni hefur verið bætt inn texta þess efnis að á lóðinni við Eyraveg 11-13 verði aðkoma fyrir 4 stæði á lóðinni við Eyraveg 15. Bílastæði á lóðinni við Eyraveg 15 hafa verið færð inn á uppdráttinn fyrir deiliskipulagstillöguna. 4. Umsögn Vegagerðarinnar um tillögu að breyttu deiliskipulagi. Í umsögn Vegagerðarinnar um tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Eyraveg 11-13 er talið óæskilegt með tilliti til umferðaröryggis að vera með samsíða bílastæði við stofnvegi líkt og Eyravegur er og eindregið mælt með að bílastæðin verði felld út en að öðrum kosti að brugðist verði við með því að setja eyjar til að auka umferðaröyggi. Þá getur Vegagerðin ekki fallist á að stæði fyrir langferðabifreiðar verði samsíða Eyravegi. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Bílastæði þau er nefnd eru í umsögn Vegagerðar, samsíða Eyravegi, eru utan deiliskipulagsreits og verða óbreytt. Fallið hefur verið frá því að hafa sérstakt stæði fyrir langferðabifreiðar samsíða Eyravegi. 5. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir eftirfarandi breytingu á texta greinargerðar: Vanda skal til útlitshönnunar allra bygginga og leitast við að ná markmiðum aðalskipulags um að draga fram byggðarsérkenni. Gæta skal að samræmi og heildarsvip í byggingarstíl. Skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins skal meta útlitshönnun og byggingarstíl. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–        liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september, liður 24, málsnr. 1709001 – Tillaga að deiliskipulagi Votmúla 2. Lagt er til að landeiganda verði heimilað að gera deiliskipulagstillögu að landareign sinni.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–        liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september, liður 25, málsnr.1504329 – Breytt skipulag á lóð að Hásteinsvegi 30, Stokkseyri. Lagt er til að skipulag lóðarinnar verði samþykkt. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:55

 

  Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson

Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson

 

Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir

 

Estelle Burgel                                                    Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
37. fundur bæjarstjórnar


37. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 23. ágúst 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar: Ásdís Ágústsdóttir, Guðmunda Bergsdóttir, Jakob Heimir Burgel, Pétur Már Sigurðsson, Sigdís Erla Ragnarsdóttir, Soffía Margrét Sölvadóttir, Sveinn Ægir Birgisson, Veigar Atli Magnússon og Þórunn Ösp Jónasdóttir.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennaráðs Árborgar og aðra gesti.  

Dagskrá: 

Pétur Már Sigurðsson tók til máls og sagði frá verkefnum ungmennaráðs og því sem áunnist hefur hjá ráðinu.

I.
1708100 
Tillaga UNGSÁ um leiguhúsnæði í Árborg

Sveinn Ægir Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að bæjarstjórn standi vörð um leigumarkaðinn í Árborg.

Mikill skortur er á leiguhúsnæði, sérstaklega  fyrir ungt fólk í Árborg, og eru mörg þeirra leigð út til ferðamanna. Þegar leitað er á „airbnb“ má finna í kringum 150 íbúðir og herbergi til leigu í Sveitarfélaginu Árborg, þar af 100 á Selfossi. Mesta þörfin fyrir leiguhúsnæði fyrir ungt fólk er yfir vetrarmánuðina eða þegar skólaárið stendur yfir.  Ein möguleg lausn væri að takmarka leigu á „airbnb“ íbúðum sem eru ekki leigðar út í atvinnuskyni við tímabilið frá upphafi maí til ágústloka. Önnur væri að húsnæði mætti vera leigt út annað hvert ár. Þar sem engin heimavist er fyrir nemendur FSu og lítið um leiguhúsnæði sækjast margir annað í skóla. Erfitt getur líka verið fyrir suma foreldra að hýsa uppkomin börn.

Ef bæjarstjórnin myndi standa vörð og tryggja það að leigumarkaður sé til staðar, þá sérstaklega litlar íbúðir, þá væru líklega meiri möguleikar fyrir ungt fólk.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Eftirfarandi var samþykkt samhljóða:
Tillaga ungmennaráðs rýmar vel við þær athugasemdir sem gerðar voru f.h. sveitarfélagsins við frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitinga- og gististaði sem var til meðferðar á Alþingi á sl. ári. Ekki var tekið tillit til athugasemdanna og eru sveitarfélögin í landinu nú í þeirri stöðu að þau hafa ekkert um það að segja hvort eða hvenær íbúðir eru leigðar út á „airbnb“ og öðrum sambærilegum miðlum. Einungis þarf að tilkynna slíka leigu til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélagið hefur heimilað uppbyggingu á litlum íbúðum sem henta til fyrstu kaupa og eru margar slíkar nú í byggingu.

II.
1708101
Tillaga UNGSÁ um athugun á húsnæði leik- og grunnskóla í Árborg 

            Jakob Heimir Burgel lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að Árborg skoði myglu í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.
Komið hafa upp nokkur dæmi á höfuðborgarsvæðinu um að mygla hafi fundist í leik- og grunnskólum.
Mygla getur valdið miklum heilsuvandamálum og skemmdum á verðmætu húsnæði.
Ungmennaráðið telur æskilegt að málið verði rannsakað áður en í óefni er komið í forvarnarskyni.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

            Eftirfarandi var samþykkt samhljóða:
Við árlegt viðhald fasteigna sveitarfélagsins er kannað hvort merki sjáist um myglu eða skemmdir af öðrum orsökum. Bæjarstjórn felur framkvæmda- og veitusviði og eignadeild sveitarfélagsins að gefa þessum þáttum sérstakan gaum. 

III.      
1708103
Fyrirspurn UNGSÁ um heimavist FSu 

            Þórunn Ösp Jónasdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn frá ungmennaráði:
            Ungmennaráðið spyr um stöðu mála varðandi heimavist Fjölbrautaskólans.

Fyrir einu ári var heimavist Fjölbrautaskólans lögð niður sem skapaði mikinn húsnæðisvanda fyrir nemendur sem sækja skólann. Nemendur sem æfðu íþróttir og stunduðu aðrar tómstundir og félagslíf hér í bænum þurftu að hætta því og jafnvel hætta í skóla vegna vegalengdar frá heimili.

Því spyr ungmennaráðið hvernig Árborg ætli að beita sér í þeim málum að fá heimavist aftur fyrir Fjölbrautaskólann.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Eftirfarandi var samþykkt samhljóða:
Málefni heimavistar FSu hafa að nokkru leyti ratað inn á borð SASS, einkum í framhaldi af ungmennaþingi sem haldið var fyrir um ári síðan og hefur sveitarfélagið fylgst með þeim hugmyndum sem þar hafa verið ræddar. Möguleikar Sveitarfélagsins Árborgar til að beita sér í málinu geta falist í því að hafa tiltæka byggingarlóð, og hafa lausnir í þá veru verið ræddar m.a. við SASS. Einnig getur bæjarstjórn beint því til menntamálaráðuneytisins að séð verði til þess að FSu geti leyst þetta mál. Bæjarstjórn er sammála því að nauðsynlegt sé að nemendur úr dreifðari byggðum sem þurfa að sækja framhaldsnám fjarri heimahögum þurfi að eiga kost á öruggu og hagkvæmu húsnæði til dvalar á meðan á námi stendur.  

 IV.
1708104
Tillaga UNGSÁ um stofnun ungbarnaleikskóla í sveitarfélaginu 

            Guðmunda Bergsdóttir  lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að Árborg skoði þá möguleika að stofna ungbarnaleikskóla í sveitarfélaginu.

Erfitt er að koma ungbörnum til dagmömmu þar sem þær eru ekki margar hér í sveitarfélaginu. Að auki hefur fjöldi dagmæðra í sveitarfélaginu verið sveiflukenndur og ekki alltaf í takt við fjölda ungbarna.

Það myndi hjálpa foreldrum að byrja fyrr í vinnu og býður upp á meiri stöðugleika í þjónustu við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna að ef dagmamma er veik eða frá vinnu af öðrum ástæðum þurfa foreldrar að útvega aðra gæslu fyrir barnið. Hjá ungbarnaleikskólum er auðveldara að finna afleysingu ef starfsmaður er veikur eða er á annan hátt frá vinnu.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar. 

V.
1708106
Tillaga UNGSÁ um fjölnota burðarpoka 

            Sigdís Erla Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að sveitarfélagið sendi fjölnota burðarpoka á hvert og eitt heimili í sveitarfélaginu. 

Plastpokar eru óþarfir sérstaklega ef litið er til þess tíma sem tekur fyrir plastið að brotna niður í náttúrunni. Burðarpokarnir gætu verið framleiddir hjá VISS og hvetja mætti nemendur í grunnskólum til að búa til fjölnota poka fyrir sitt heimili. Hægt væri að fá fyrirtæki með  í lið til þess að draga úr notkun plastpoka, t.d. með því að byrja að selja burðarpoka í auknum mæli.

Vert er að benda á að Stykkishólmsbær fór í átak og minni fyrirtæki hættu að selja plastpoka í verslunum sínum. Það gekk mjög vel. Miðað við fjölda plastpoka sem hver Íslendingur notar má reikna með að íbúar Árborgar noti um 900.000 plastpoka á ári hverju.

Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, ungmennaráði og Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

            Eftirfarandi var samþykkt samhljóða:
Bæjarstjórn felur starfshópi sem hafði það verkefni að vinna að útboði á sorphirðu það verkefni að skoða tillöguna nánar með tilliti til kostnaðar og útfærslu. Einnig verði kannað hvaða verslanir bjóða nú þegar upp á fjölnota burðarpoka.  

VI.
1708107
Tillaga UNGSÁ um nuddpottinn í Sundhöll Selfoss 

            Pétur Már Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að nuddpotturinn í Sundhöll Selfoss fái að þjóna sínum upprunalega tilgangi á ný. 

Mikill missir var þegar nuddpotturinn var kældur. Nú virðist sem þessi pottur sé lítið nýttur af almennum gestum Sundhallarinnar og teljum við að notagildi pottsins verði meira með heitu vatni í upprunalegri mynd. Þar sem hann er staðsettur lengra í burtu frá öðrum pottum var hann mjög vinsæll hjá ungu fólki. Einnig leggjum við til að gerður verði lítill aðgengilegur kaldur pottur í staðinn.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Sveinn Ægir Birgisson, ungmennaráði, tóku til máls. 

            Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til íþrótta- og menningarnefndar. 

VII.     1708108
            Tillaga UNGSÁ um sundtíma í grunnskólum Árborgar 

            Veigar Atli Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að sundtímar í grunnskólum Árborgar verði tvöfaldar kennslustundir og aðra hverja viku.  

Hingað til hafa margir nemendur, þá sérstaklega úr Sunnulækjarskóla og BES, misst dýrmætan tíma úr námi vegna rútuferða til og frá skólasundi. Strákarnir í 10. bekk úr Sunnulækjarskóla þurftu síðastliðinn vetur að fara 5 mínútum fyrr úr tíma fyrir sund og mættu síðan hálftíma of seint í tímann eftir það. Þetta gera allt að 35 mínútum á viku.

Með tvöföldun tímanna verða þeir markvissari og skila þar með betri árangri. Þar á móti geta verið lífsleiknitímar.

Samkvæmt kennurum sem kenndu fagið sem var eftir sundtíma strákanna fengu stelpur töluvert hærri einkunnir í því fagi. Þessi munur sást ekki í öðrum fögum.

Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, ungmennaráði, og Jakob Heimir Burgel, ungmennaráði tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkri samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar. 

VIII.   
1708109
Tillaga UNGSÁ um skólahúsnæði á Eyrarbakka 

            Ásdís Ágústsdóttir  lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að tengigöngum verði komið fyrir á milli kennslustofa á Eyrarbakka.

Nemendur BES þurfa að fara út til þess að ganga á milli kennslustofa. Oft er slagveður hjá okkur á Íslandi og veldur það miklum óþægindum fyrir nemendur að sitja rennblautir í tímum.

Ungmennaráðið vill að komi verði fyrir tengigöngum á milli stofanna. Hægt væri að nýta þá ganga fyrir fatahengi og skápa líkt og gert er í mörgum skólum á höfuðborgarsvæðinu.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, ungmennaráði og Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar. 

IX.
1708110
Tillaga UNGSÁ um lífsleiknitíma á unglingastigi í grunnskólum Árborgar 

             Veigar Atli Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð Árborgar leggur til að lífsleiknitímar á unglingastigi í grunnskólum verði  lengri, markvissari og betur nýttir. 

Hingað til hafa lífsleiknitímar á unglingastigi ekki verið nýttir nógu vel. Þeir fara yfirleitt bara í kökudaga eða spilatíma. Okkur í ungmennaráðinu finnst það synd, því þessir tímar eiga að vera undirbúningur fyrir lífið.

Við leggjum til að gerð verði kennsluáætlun fyrir lífsleiknitímana þar sem sérstakt efni verði tekið fyrir í hverjum mánuði, með fræðslu í upphafi og verkefnavinnu og umræðum í kjölfarið.

Einnig leggjum við til að lífsleiknitímar verði tvöfaldaðir því það munar um leið svo miklu þegar hægt er að ná fram lengri umræðum eftir kynningar eða fræðslu. Eins og áður var nefnt væri hægt að hafa þá tvöfalda á móti sundtímum.

Dæmi um fræðslu: Réttindi ungs fólks á vinnumarkaði, fjármálalæsi, skyndihjálp, kynfræðsla o.fl.

o   Sífellt er verið að brjóta á ungu fólki sem þekkir hvorki réttindi sín né vinnumarkaðinn nógu vel. Þetta mætti auðveldlega bæta með markvissri fræðslu og verkefnum með. Stéttarfélögin hafa síðustu ár verið með kynningu og við teljum það mjög gott. Þó má bæta smá við þetta með verkefnum.

o   Í fjármálalæsi má kenna gerð skattaskýrslna, læsi launaseðla, skilning á sköttum, lífeyrissjóðum, tekjum, gjöldum o.s.frv. Strax við fermingu eignast meirihluti barna mjög mikið af peningum en kunna ekki einu sinni að leggja þá inn í banka.

o   Það er fullt af ungu fólki sem kann ekki skyndihjálp því það er svo lítið um fræðslu. Það er að sjálfsögðu ekki gott þegar á reynir. Hægt væri að fara í samstarf við björgunarsveitina, Rauða krossinn.

o   Það er nokkuð augljóst hvers vegna kynfræðsla er mikilvæg. Ungt fólk hefur oft margar spurningar en veit ekki hvert á að snúa sér með þær. Það er mjög gott að eiga stundum tíma sem gerður er fyrir slíkar spurningar. Einnig má reyna að fá allavega einu sinni á grunnskólagöngunni karlkyns kennara til þess að kenna strákum kynfræðslu.

 

Kjartan Björnsson, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D- lista, Sveinn Ægir Birgisson, ungmennaráði, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Veigar Atli Magnússon, ungmennaráði, Jakob Heimir Burgel, ungmennaráði, og Sigdís Erla Ragnarsdóttir, ungmennaráði, tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.

X.
1708111
Tillaga UNGSÁ um samgöngur út Hagalækjar- Landa- og Hólahverfum 

            Soffía Margrét Sölvadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið gagnrýnir hvað það er langt að sækja þjónustu úr Hagalækjar-, Landa- og Hólahverfum.

Vert er að hafa það í huga í nýju deiliskipulagi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Eftirfarandi var samþykkt samhljóða:
Í aðalskipulagi sveitarfélagsins eru skilgreind þau svæði sem ætluð eru til þjónustu. Meginsvæðin eru á miðsvæði eins og það er skilgreint í skipulagi, þ.e. við Austurveg og Eyraveg. Aðalskipulag gerir ráð fyrir þjónustusvæði á því landi sem nú er hafin vinna við að deiliskipuleggja sunnan Suðurhóla, en þar er ráðgert þjónustusvæði meðfram Eyravegi.  

XI.
1708112
Tillaga UNGSÁ um umferðarljós á gatnamótunum Austurvegur/Tryggvagata 

            Sigdís Erla Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að komið verði fyrir umferðarljósum á gatnamótum Austurvegar og Tryggvagötu.  

Eins og flest ykkar vitið er mjög erfitt að komast inn á Austurveginn við þessi gatnamót og sérstaklega þegar maður tekur vinstri beygju á háannatíma. Oft getur verið fljótara að taka hægribeygju og snúa við á næsta hringtorgi sem er við Gaulverjabæjarveg. Tryggvagatan er eina gatan sem þverar frá suðri til norðurs á Selfossi og er jafnframt mikil umferðargata.

Umferðarljós við þessi gatnamót myndu létta töluvert fyrir umferðinni sem þarf að komast inn á eða þvert yfir Austurveginn.

Ungmennaráðið hefur heyrt að leiðslur fyrir umferðarljós séu til staðar á svæðinu og ætti því framkvæmdin að vera ódýrari en ella.

Kjartan Björnsson, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar. 

XII.    
1708113
Tillaga UNGSÁ um fjölskyldugarð í Árborg.   

             Pétur Már Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til þá hugmynd að mynda einhvers konar fjölskyldugarð í Árborg.

Tími er kominn á  almennilegt leiksvæði innan Árborgar sem gaman væri fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar að kíkja á. Þau leiksvæði sem þegar eru til staðar teljum við vera frekar einhæf og væri þetta því einstaklega skemmtileg viðbót í sveitarfélaginu.

Þar gæti verið ærslabelgur, aparóla, klifurgrind, kastali, rennibraut og hin ýmsu leiktæki, bekkir og borð til að sitja við o.fl. Jafnvel væri gaman að koma fyrir útilíkamsrækt. Dæmi um staðsetningu eru grasbletturinn fyrir framan Háengisblokkina, Gesthúsasvæðið og  Sigtúnsgarðurinn.

Einnig viljum við benda á að við erum vör við hönnunarkeppnina og íbúafundinn sem er á dagskrá varðandi útivistarsvæði en viljum við bara koma með okkar hugmynd hingað.     

Kjartan Björnsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, ungmennaráði, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Eftirfarandi var samþykkt samhljóða:
Tillaga ungmennaráðs fellur vel að því ferli sem þegar er hafið varðandi val á aðila til að annast hönnun á Sigtúnsgarði, leikvellinum við Heiðarveg og Tryggvagarði. Bæjarstjórn vísar tillögunni inn í þá vinnu sem þar er fram undan. 

XIII.    1708114
Tillaga UNGSÁ um betri lýsingu í sveitarfélaginu           

            Guðmunda Bergsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að lýsing verði bætt á eftirfarandi stöðum í sveitarfélaginu: 

A) Á göngustíg sem liggur austan við frjálsíþróttavöllinn.

Þessi vegur á það til að verða frekar ógnvekjandi þegar dimma fer á veturna. Krakkar í hverfum öðrum megin við Erlurima sækja þennan stíg mikið til þess að komast í skóla og tómstundir. Fleiri upplýstir göngustígar hvetja fólk til þess að ganga og hjóla í stað þess að nota vélknúin farartæki.

B) Á körfuboltavellinum við Vallaskóla

Það er afar vinsælt hjá ungu fólki að fara út í körfubolta eftir kvöldmat. Ekki eru margir körfuboltavellir úti í sveitafélaginu og er völlurinn hjá Vallaskóla vinsæll. Erfitt er að stunda íþróttina þar með enga lýsingu í skammdeginu.

            Kjartan Björnsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Bæjastjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

Sveinn Ægir Birgisson, tók til máls fyrir hönd ungmennaráðs og þakkaði bæjarstjórnarmönnum fyrir gott samstarf og sagði ungmennaráð hlakka til þess sem koma skal.   

Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tók til máls og þakkaði fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna.           

XIV.    Fundargerðir til kynningar           

1.
a) 1701027
            Fundargerð fræðslunefndar   29. fundur       frá 8. júní
            https://www.arborg.is/33-fundur-fraedslunefndar-2/

 b) 114. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 15. júní
            https://www.arborg.is/114-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 1701026
            Fundargerð félagsmálanefndar       29. fundur       frá 8. júní       
            https://www.arborg.is/29-fundur-felagsmalanefndar/

 b) 1701029
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar         31. fundur       frá 14. júní
            https://www.arborg.is/31-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

 c) 1701028
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              41. fundur       frá 14. júní
            https://www.arborg.is/41-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

 d) 115. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 29. júní
            https://www.arborg.is/115-fundur-baejarrads-2/

 3.
a) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            38. fundur       frá 5. júlí
            https://www.arborg.is/38-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

 b) 116. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 13. júlí
            https://www.arborg.is/116-fundur-baejarrads-2/

 4.
a) 1701026
            Fundargerð félagsmálanefndar           30. fundur       frá 13. júlí
            https://www.arborg.is/62140-2/

            Fundargerð félagsmálanefndar            31. fundur       frá 17. júlí
            https://www.arborg.is/31-fundur-felagsmalanefndar-2/

 b) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            40. fundur       frá 3. ágúst
            https://www.arborg.is/40-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

c) 117. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 3. ágúst
            https://www.arborg.is/117-fundur-baejarrads-arborgar/

–          liður 1 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. júní, lið 10, málsnr. 1706047 – Hefting á útbreiðslu lúpínu í Árborg.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. júlí, lið 3, málsnr. 1704015 – Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar, lið 8, tillaga um að hverfisráðum verði úthlutað fjármagni til framkvæmda.  

Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls.

–          liður 4 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. ágúst – Stöðuleyfi fyrir gáma.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

–          liður 4 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. ágúst, lið 8, málsnr. 1707234 – Tillaga að undirbúningi að hönnun Sigtúnsgarðs en Eggert Valur óskaði eftir að bókað yrði að hann tekur heils hugar undir bókun Örnu Írar Gunnarsdóttur.                     

 XV.
1708098
Tillaga bæjarfulltrúa S-lista – Íbúakosning um nýja deiliskipulagið á miðbæjarsvæðinu á Selfossi 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að láta fara fram íbúakosningu um nýja deiliskipulagstillögu á miðbæjarsvæðinu á Selfossi. Bæjarráði verði falið að útfæra með hvaða hætti staðið verði að kosningunni. 

Greinargerð: Framtíðarskipulag miðbæjarins á Selfossi er gríðarlega stórt mál og varðar alla íbúa sveitarfélagsins með einum eða öðrum hætti. Málið er umdeilt og flestir hafa á því skoðanir. Það er sameiginlegt verkefni okkar íbúa sveitarfélagsins að móta  hvernig samfélagi við viljum búa í. Því er mikilvægt að skapa sterka hefð fyrir því að leitað sé eftir viðhorfum og sjónarmiðum sem flestra og leggja stór mál eins og þetta í dóm íbúanna sjálfra. Með þeim hætti verður Svf. Árborg samfélag sem mótað er af almenningi sem þar lifir og starfar. Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að með því að fara þá leið að kjósa um málið, tryggjum við samráð og samvinnu um þróun sveitarfélagsins til framtíðar ásamt því að auka líkur á almennri sátt um þetta umdeilda mál.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista og Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með sex atkvæðum bæjarfulltrúa D- og B- lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa S- og Æ- lista.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég var samþykkur því í upphafi að í jafn stóru máli og skipulagi miðbæjarins væri ekki óeðlilegt að leggja skipulagið fyrir íbúana. En það varð ekki niðurstaðan og síðan hafa margir kynningarfundir verið haldnir og tækifæri verið gefin fyrir athugasemdir við skipulagið. Brugðist var við mörgum athugasemdanna og öðrum ekki eins og gengur. En íbúakosningu eftir skipulagsferilinn og núna þegar styttist í framkvæmdir er að mínu mati  hæpið að fara í.    

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fullyrða má að hvergi á vettvangi málefna sveitarfélaga sé gert ráð fyrir jafnvíðtæku samráði við íbúa og hagsmunaaðila og í skipulagsmálum. Samráðsferlar eru skýrir og fremur einfaldir. Gefst íbúum þar kostur á að tjá sig um hvaða þátt skipulagstillögunnar sem er og má því segja að það ferli gangi lengra hvað samráð varðar en að samþykkja eða hafna tillögunni í heild sinni líkt og tillaga bæjarfulltrúa S-lista gengur út á. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista og lagði fram eftirfarandi bókun:
Það veldur okkur vonbrigðum að ekki hafi náðst samstaða í bæjarstjórn um að vísa ákvörðun um framtíðarskipulag miðbæjar Selfoss til íbúa sveitarfélagsins. Það er okkar skoðun að þessi leið hefði lagt grunninn að friðsamlegu framhaldi málsins, og í leiðinni opnað leið fyrir  áhugasama íbúa til þess að hafa áhrif á samfélagið, umhverfið sitt og þar með sínar eigin aðstæður. Undanfarnar vikur hefur skapast mikil umræða á samfélagsmiðlum um þetta mál, stofnuð hefur verið sérstök síða um málið þar sem íbúar skiptast á skoðunum og efnt hefur verið til undirskriftasöfnunar gegn þessari deiliskipulagsbreytingu.  Það ætti að vera sjálfsagt og eðlilegt að bæjaryfirvöld nýti sér þá leið að kalla eftir viðhorfi íbúanna þegar um er ræða stór og þýðingarmikil mál sem áhrif hafa á umhverfið og daglegt líf íbúanna til langrar framtíðar. Mörg dæmi eru um að sveitarfélög vísi umdeildum og mikilvægum málum í íbúakosningu. Við lifum á breytingatímum og bæjaryfirvöld á hverjum tíma  verða að vera í tengslum við þá þróun sem á sér stað og vera óhrædd við öflugt samráð og samvinnu við íbúa um úrlausn mikilvægra mála. Við eigum ekki að vera smeyk við að kalla fram afstöðu og vilja almennings til slíkra mála.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista. 

Eyrún Björg Magnúsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu. 

XVI.   
1611041
            Kosning í hverfisráð Stokkseyrar 2017

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði aðalmenn í hverfisráði Stokkseyrar:

Hafdís Sigurjónsdóttir
Elín Lóa Kristjánsdóttir
Björg Þorkelsdóttir

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

XVII. 
1708119
            Erindi frá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu               

            Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

Bæjarstjórn Árborgar tekur undir eftirfarandi ályktun Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu:
Annað árið í röð er boðuð lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda og gæti hún numið allt að 35% í ár. Boðuð afurðaverðslækkun setur hag sauðfjárbænda í hættu, en ólíklegt er að nokkur atvinnugrein myndi þola slíka tekjuskerðingu.

Víða er sauðfjárræktin hryggjarstykkið í hinum dreifðu byggðum, og á það einnig við hér í Árnessýslu þar sem margir hafa sauðfjárrækt að sinni atvinnu. Grípa þarf til aðgerða strax til að leysa þann tímabundna birgðavanda sem upp er kominn.

Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu leggur áherslu á að vandinn verði leystur til að tryggja búskap á landinu öllu.    

 

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:40

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 

 

 

 

 

 
36. fundur bæjarstjórnar

36. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 13. júlí 2017 kl. 07:30 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð,
Kjartan Björnsson, D-lista, 
Gunnar Egilsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

Dagskrá: 

I.    1706063 Samningur við Árfoss ehf um málefni lóðarinnar Austurvegar 4b, Selfossi 

Lagður var fram samningur við Árfoss ehf um málefni lóðarinnar Austurvegar 4b, Selfossi.

Samningur vegna lóðar, Austurvegur 4

Samningurinn var samþykktur með fimm atkvæðum, bæjarfulltrúanna Ástu Stefánsdóttur, D-lista, Söndru Hafþórsdóttur, D-lista, Ara B. Thorarensen, D-lista, og Eyrúnar Guðmundsdóttur, Æ-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, greiddu atkvæði á móti, Íris Böðvarsdóttir, B-lista situr hjá.

Gert var fundarhlé.

Eggert Valur og Arna Ír lögðu fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð geta ekki samþykkt samning Svf og Árfoss ehf er varðar málefni Austurvegar 4 á Selfossi. Í stuttri bókun er ekki hægt að fara lið fyrir lið yfir þau atriði sem okkur þykir orka tvímælis í samning þessum. M.a. hugnast okkur ekki að bæjaryfirvöld samþykki skuldbindandi kvaðir gagnvart Árfoss ehf verði nýtt deiliskipulag miðbæjarreitsins ekki samþykkt. Undirrituð telja eðlilegra að ef skipulagið nær ekki fram að ganga að þá sé rétti tíminn til þess að lóðarhafar setjist að samningaborði.

Eggert Valur Guðmundsson, S lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S lista.

 

 II.  1503158 Samningur við Sigtún Þróunarfélag um uppbyggingu í miðbæ Selfoss   

Lögð voru fram drög að samningi við Sigtún Þróunarfélags ehf um málefni lóðarinnar Austurvegar 4b, Selfossi. Samningsdrögin eru gerð með fyrirvara um að deiliskipulag vegna verkefnisins öðlist gildi og að sýnt verði fram á fjármögnun framkvæmda.

Drög að samkomulagi vegna miðbæjar Selfoss

Lagt var til að bæjarstjórn feli framkvæmdastjóra að ganga frá samningi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og undirrita hann.

Gert var fundarhlé.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista. Bæjarfulltrúar B- og Æ-lista sátu hjá. Bæjarfulltrúar S-lista greiddu atkvæði á móti samningnum og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð geta ekki samþykkt samning milli Svf. Árborgar og Sigtúns Þróunarfélags með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum. Að okkar mati eru of margir óvissuþættir í samningnum sem þarf að skoða og rýna betur. Hér er um stórt hagsmunamál að ræða sem skiptir íbúa miklu að vel takist til með. Í ljósi þess að hér er sennilega um að ræða verðmætustu lóðir á Suðurlandi er það skoðun okkar að kalla ætti hlutlausa matsmenn til, með það fyrir augum að verðmeta lóðir sveitarfélagsins á miðbæjarreitnum. Þetta teljum við nauðsynleg til þess að tryggja fullt gagnsæi og upplýsingar til íbúa um verðmæti þessarar eignar sveitarfélagsins.

Eggert Valur Guðmundsson, S lista

Arna Ír Gunnarsdóttir, S lista

 

III.             1701024

Fundargerð 39. fundar skipulags- og byggingarnefndar            frá 11.07.17 

-liður 1, 1507134 tillaga að deiliskipulagi miðbæjar Selfoss og aðalskipulagsbreyting, lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting vegna nýrrar vegtengingar af hringtorgi við brúarsporðinn, inn á miðbæjarsvæðið verði auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Tillagan hefur þegar verið kynnt Skipulagsstofnun.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D og Æ-lista. Bæjarfulltrúar S-lista sátu hjá.

-liður 2, 1707096, breyting á byggingarreit Vallarland 7, bæjarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um grenndarkynningu á erindinu.

 

Fundargerðin staðfest. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 09:35.

 

 

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Íris Böðvarsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir  
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                  

 

 
35. fundur bæjarstjórnar


35. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. júní 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1701029
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                            30. fundur       frá 10. maí
https://www.arborg.is/30-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

 b) 1701027
Fundargerð fræðslunefndar                                                  32. fundur       frá 11. maí
https://www.arborg.is/32-fundur-fraedslunefndar-3/

c) 111. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 18. maí
            https://www.arborg.is/111-fundur-baejarrads-2/

 

2.
a) 112. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                                       frá 1. júní

            https://www.arborg.is/112-fundur-baejarrads-2/

3.
a) 1701024
      Fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa                         36. fundur       frá 7. júní
      https://www.arborg.is/36-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

b) 113. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 8. júní 
            https://www.arborg.is/113-fundur-baejarrads-2/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber fundargerð 113. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 

–          liður 11, málsnr. 1703202 – Breyting á byggingarreit bílskúrs að Hulduhól 2, Eyrarbakka, Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

4.
a) 1701024
       Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                    37. fundur          frá 13. júní


Úr fundargerð 37. fundar skipulags- og byggingarnefnda til afgreiðslu:

–          liður 1, málsnr. 1504330 – Deiliskipulagsbreyting að Austurvegi 39 – 41 Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin að Austurvegi 39 – 42 verði samþykkt.

–          liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. maí, lið 2,  málsnr. 1705187 – 17. júní hátíðarhöldin 2017.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, Eyrún Magnúsdóttir, Æ-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. maí, lið 3, málsnr. 1705175 – Hreyfivika 2017.

–          liður 1b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. maí, lið 5, málsnr. 1705059 – Ályktun – nýbygging eða stækkun við leikskólann Álfheima.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. maí, lið – 1, málsnr. 1705116 – Styrkur Sprotasjóðs til Jötunheima 2017 -2018.

–          liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 13. maí, lið 13, málsnr. 1705235 – Foreldrarölt.

Ásta Stefánsdóttir tók til máls og og leitaði afbrigða að taka á dagskrá 37. fundargerð skipulags- og byggingarnefndarf frá 13. júní. Var það samþykkt samhljóða.

–          liður 2 a) Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. júní, lið 14, málsnr. 1705370 – Póstþjónusta í Árborg.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista tóku til máls.

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. júní, lið 13, málsnr. 1705016 – Útboð á sorphirðu í Árborg.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista,  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

–          liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. júní, lið 1, málsnr. 1704014 –  Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2017.     

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. júní, liður 11, málsnr. 1703202 – Breyting á byggingarreit bílskúrs að Hulduhól 2, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 4, a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 13. júní, liður 1, málsnr. 1504330 – Deiliskipulagsbreyting að Austurvegi 39 – 41 Selfossi. Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin að Austurvegi 39 – 42 verði samþykkt með eftirfarandi svörum við athugasemdum sem tilgreind voru í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:

Athugasemdir íbúa í Grænumörk 2 og 2a.
Samantekt athugasemda:
Í athugasemdum er byggt á því að nauðsynlegt sé að mæla fyrir um í deiliskipulaginu að um verði að ræða íbúðir sem séu skilyrtar fyrir íbúa 50 ára og eldri, sérstaklega vegna fjölgunar aldraðra íbúa á Selfossi.  Þá eru gerðar athugasemdir við hátt nýtingarhlutfall bygginganna á lóðinni og of mörg bílastæði sem leiði til þess að nánast ekkert rými sé fyrir gróður.

Umsögn skipulags- og bygginganefndar:
Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagstillögunni frá því að hún var fyrst auglýst til þess að koma á móts við athugasemdir íbúa í Grænumörk 2 og 2a.  Í fyrsta lagi var frá upphafi ætlun eiganda lóðar að reisa íbúðir fyrir íbúa 50 ára og eldri, athugasemd þess efnis hefur verið færð inn í greinargerð með deiliskipulagstillögunni.

Farið hefur verið yfir nýtingarhlutfall lóðarinnar miðað við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.  Nýtingarhlutfallið er 1,08 og er það í samræmi við skilmála aðalskipulags sem mælir fyrir um nýtingarhlutfall 1-2 fyrir lóðina.  Nýtingarhlutfallið er því í neðri mörkum þess sem heimilt er skv. aðalskipulagi og getur vart verið minna.

Á lóðinni er gert ráð fyrir 50 bílastæðum og fleiri bílastæðum í neðanjarðar bílageymslu þannig að stæði verði 2 á hverja íbúð.  Heildarfjöldi íbúða verður á bilinu 32-35.  Telja verður að fjöldi bílastæða á lóð sé í samræmi við það sem almennt getur talist hæfilegt þegar um er að ræða fjölbýlishús.  Þá hefur athugasemd um gróður verið sett inn á deiliskipulagsuppdrátt um að gróður verði á þaki neðanjarðarbílageymslu. 

Athugasemdir Skipulagsstofnunar og umsögn Vegagerðar.
Í fyrsta lagi gerði Skipulagsstofnun athugasemd við það að ekki hefði verið rökstutt sérstaklega að meira en 6 mánuðir liðu frá lokum auglýsingarfrests þar til deiliskipulag var sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.  Skýringar á þeim drætti eru þær að gera þurfti breytingar á auglýstum skipulagsgögnum auk þess sem breytingar urðu á eignarhaldi á lóðinni sem tafði fyrir skipulagsferlinu.

Í öðru lagi gerði Skipulagsstofnun athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna fyrirliggjandi umsagnar Vegagerðarinnar við samþykkt deiliskipulag.  Eftir að athugasemdir Skipulagsstofnunar bárust var haft samráð við Vegagerðina og gerðar breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagsgögnum þannig að Vegagerðin gæti fallið frá athugasemdum.  Aðkoma á lóðinni verður einungis þegar ekið er í vestur átt eftir Austurvegi og útakstur af lóðinni verður einungis til vesturs.  Breytingarnar miðast þannig við bætt umferðaröryggi.

Í þriðja lagi gerði Skipulagsstofnun athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki væri gerð grein fyrir því hvaða áhrif breytt fyrirkomulag hefði á umhverfið, hvað varðar skuggavarp á íbúðalóðir við Grænumörk 2a og 3.  Þegar skipulagsgögn voru send Skipulagsstofnun fórst fyrir að senda skuggavarpsteikningar með, sem hluti af skipulagsgögnum, úr því mun verða bætt.

Varðandi aðrar ábendingar um ágalla á skipulagsgögnum:  breytingar á auglýstum skipulagsgögnum hafa verið færðar inn í greinargerð, heildregin lína utan um byggingar hefur verið felld út, skilmálar um sorpskýli hafa verið sett inn í greinargerð og sorpskýli færð til, ræma milli bílastæða á lóð Austurvegs 39-41 og Grænumarkar hefur verið felld út, akstursaðkoma er ekki frá Grænumörk enda engar akstursstefnuörvar inn á lóðina frá Grænumörk og ekki verður séð annað en að í nýtingarhlutfall hafi verið reiknuð bæði A og B rými.

Gunnar Egilsson, D-lista og Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt.

  Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður hafði verið samþykktir. 

II. 1705375

Kosning í embætti innan bæjarstjórnar til eins  

 1. Kosning forseta til eins árs.
 2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
 3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.                                  
 4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.         
 5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.

 

 1. Kosning forseta til eins árs
  Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 

Kjartan Björnsson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar þakkaði bæjarfulltrúum gott samstarf.
            Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tók við stjórn fundarins. 

 

 1. Kosning 1. varaforseta til eins árs
  Lagt var til að, Ari Björn Thorarensen, D-lista,  yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 1. Kosning 2. varaforseta til eins árs
  Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 1. Kosning tveggja skrifara til eins árs   Lagt var til að Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, yrðu kosin skrifarar til eins árs.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

           

 1. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs
  Lagt var til að Kjartan Björnsson og Ari B. Thorarensen, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.           

           

III.       1705375

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 1.tl. A-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum:           

            Lagt var til að eftirtaldir yrðu aðal- og varmenn í bæjarráði:

Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Gunnar Egilsson                                            Ari Björn Thorarensen
Kjartan Björnsson                                          Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir                                   Eggert Valur Guðmundsson

Tillagan um aðalmenn var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 greiddum atkvæðum, Ari Björn Thorarensen sat hjá.

Tillagan um varamenn var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

III. 1705375
            Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. 2. tl. A-liðs 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum: 

 1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
 2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
 3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
 4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
 5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
 6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
 7. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara. 

  Aðalmenn:                                                Varamenn:
  Ingimundur Sigurmundsson                Þórarinn Sólmundarson
  Steinunn Fjóla Sigurðardóttir              Anna Ingadóttir
  Bogi Karlsson                                           Þórunn Jóna Hauksdóttir

       

 1. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Erlendur Daníelsson                                      Þorgrímur Óli Sigurðsson
  Gunnar Gunnarsson                                      Hólmfríður Einarsdóttir
  Ólafur Bachmann Haraldsson                       Inger Schiöth

 

 1. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Magnús Jóhannes Magnússon                       Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir
  Ingibjörg Jóhannesdóttir                               Ingveldur Guðjónsdóttir
  Valdemar Bragason                                       Gunnar Þorkelsson

 

 1. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Elvar Ingimundarson                                     Sigríður Anna Guðjónsdóttir
  Hafdís Kristjánsdóttir                                   Steinunn Jónsdóttir
  Jónína Halldóra Jónsdóttir                            Ingibjörg Elfa L. Stefánsdóttir      
                 
 2. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Ingibjörg Ársælsdóttir                                   Helga Björg Magnúsdóttir
  Björn Harðarson                                            Bjarkar Snorrason
  Ragnhildur Jónsdóttir                                   Guðni Kristjánsson

 

 1. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
  Aðalmenn:                                                     Varamenn:
  Lýður Pálsson                                                Arnar Freyr Ólafsson
  María Gestsdóttir                                          Þórarinn Ólafsson
  Birgir Edwald                                               Arnrún Sigurmundsdóttir

            Tilaga að fulltrúum í kjörstjórnir var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV. 1705376
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála 

Með vísan til heimildar í 8. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 23. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 V. 1705376
Tillaga um að bæjarráði verði falin útfærsla fundartíma í sumar           

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Lagt var til að vísa útfærslunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

VII.     1701077
            Lántökur 2017, ábyrgð vegna láns Brunavarna Árnessýslu            

            Ásta Stefánsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 44.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2024 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýrri slökkvibifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarfélagið Árborg skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur kt. 251070-3189 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

VIII.    1706069
Breyting á lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fylgi úr hlaði breytingu á lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.   

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu.

 

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:35

 

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 

 

 
34. fundur bæjarstjórnar

34. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. maí 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista,

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1701028
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                          40. fundur       frá 26. apríl
 https://www.arborg.is/40-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

b) 109. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 4. maí
https://www.arborg.is/109-fundur-baejarrads/

2.
a) 1701024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                    35. fundur       frá 10. maí
https://www.arborg.is/35-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

b) 1701026 Fundargerð félagsmálanefndar fundur       frá 9. maí
https://www.arborg.is/28-fundur-felagsmalanefndar-2/

c) 110. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá  11. maí
https://www.arborg.is/110-fundur-baejarrads-arborgar/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 110. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 1, málsnr. 1703292 – Ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 8, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–          liður 2, málsnr. 1702317 – Ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 16-20, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 –     liður 3, málsnr. 1703303 – Ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 10-14, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 –     liður 4, málsnr.1703321 – Umsókn um stækkun byggingarreits að Árbakka 1, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–      liður 5, málsnr. 1703109 – Ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 3, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–      liður 6, málsnr. 1609181- Umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr að Hjalladæl 6, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–      liður 16, málsnr. 1609216- Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

–      liður 18, málsnr. 1705110 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 11-13. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst.

–      liður 20, málsnr. 1504330 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 39-41. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim svörum við athugasemdum sem tilgreind eru í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
     Úr fundargerð félagsmálanefndar, samanber 110. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 6, málsnr. 1701044 – Reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð verði samþykktar.

–          liður 7, málsnr. 1705151 – Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um félagslegar íbúðir verði samþykktar.

–          liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 26. apríl, lið 2, málsnr. 1704208 – Gámasvæði Árborgar við Víkurheiði,  opnunartími sumarið 2017.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og tók undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, undir lið 2 í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar.  

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

–          liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 4. maí, lið 3, málsnr. 1704254 – Styrkbeiðni – starfsemi Bataseturs Suðurlands, geðræktarmiðstöð. 

–          liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. maí, lið 3, málsnr. 1704012 – Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka.

–          Liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. maí, lið 15, málsnr. 1703243 – Niðurgreiðsla vegna barna hjá dagforeldrum.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 1, málsnr. 1703292 –  Ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 8, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 2, málsnr. 1702317 – Ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 16-20, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 –     liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 3, málsnr. 1703303 – Ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 10-14, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 –     liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 4, málsnr.1703321 – Umsókn um stækkun byggingarreits að Árbakka 1, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.      

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 5, málsnr. 1703109 – Ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 3, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 6, málsnr. 1609181- Umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr að Hjalladæl 6, Eyrarbakka.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 16, málsnr. 1609216 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 18, málsnr. 1705110 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 11-13.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, frá 10. maí, liður 20, málsnr. 1504330 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 39-41. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi svörum við athugasemdum sem tilgreind eru í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
Sveitarfélaginu Árborg barst eitt erindi með athugasemdum við tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurveg 39-41 á Selfossi. Athugasemdirnar voru frá íbúum í Grænumörk 2 og 2a á Selfossi. Athugasemdirnar eru ódagsettar en bárust 19. júlí 2016. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki þörf á að svara í bókun þessari þeim athugasemdum sem ekki varða deiliskipulagið með efnislegum hætti. Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagstillögunni frá því hún var auglýst vegna athugasemda og vegna leiðréttinga á upplýsingum í skipulagsgögnum. Skipulags- og bygginganefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurveg 39-41 verði samþykkt og tekin verði eftirfarandi afstaða til athugasemda. Athugasemdir íbúa í Grænumörk 2 og 2a. Samantekt athugasemda: Í athugasemdum er byggt á því að nauðsynlegt sé að mæla fyrir um í deiliskipulaginu að um verði að ræða íbúðir sem séu skilyrtar fyrir íbúa 50 ára og eldri, sérstaklega vegna fjölgunar aldraðra íbúa á Selfossi. Þá eru gerðar athugasemdir við hátt nýtingarhlutfall bygginganna á lóðinni og of mörg bílastæði sem leiði til þess að nánast ekkert rými sé fyrir gróður. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagstillögunni frá því að hún var fyrst auglýst til þess að koma til móts við athugasemdir íbúa í Grænumörk 2 og 2a. Í fyrsta lagi var frá upphafi ætlun eiganda lóðar að reisa íbúðir fyrir íbúa 50 ára og eldri, athugasemd þess efnis hefur verið færð inn í greinargerð með deiliskipulagstillögunni. Farið hefur verið yfir nýtingarhlutfall lóðarinnar miðað við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Nýtingarhlutfallið er 1,08 og er það í samræmi við skilmála aðalskipulags sem mælir fyrir um nýtingarhlutfall 1-2 fyrir lóðina. Nýtingarhlutfallið er því í neðri mörkum þess sem heimilt er skv. aðalskipulagi og getur vart verið minna. Á lóðinni er gert ráð fyrir 50 bílastæðum og fleiri bílastæðum í neðanjarðarbílageymslu þannig að stæði verði 2 á hverja íbúð. Heildarfjöldi íbúða verður á bilinu 32-35. Telja verður að fjöldi bílastæða á lóð sé í samræmi við það sem almennt getur talist hæfilegt þegar um er að ræða fjölbýlishús. Þá hefur athugasemd um gróður verið sett inn á deiliskipulagsuppdrátt um að gróður verði á þaki neðanjarðarbílageymslu. Umsögn Vegagerðar um deiliskipulagstillögu. Samantekt umsagnar: Í umsögn Vegagerðar um deiliskipulagstillöguna kemur fram að Vegagerðin líti svo á að fyrra deiliskipulag á lóðinni sé ekki í gildi og að umsögn Vegagerðar sé neikvæð. Afstaða Vegagerðar er sú að sveitarfélagið geti ekki samþykkt tengingar við stofnveg gegn mótmælum Vegagerðar. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til stendur við Austurveg og á lóðinni er samþykkt deiliskipulag í gildi þar sem gert er ráð fyrir tveimur tengingum við Austurveg. Breytingar hafa verið gerðar frá gildandi deiliskipulagi, þ.e. ekki verður um að ræða tvístefnu út af lóðinni í fyrirliggjandi tillögu. Breytingarnar eru því óverulegar frá gildandi skipulagi og eru til þess fallnar að tryggja betur umferðaröryggi. Síðustu ár hefur almennt verið unnið að því að fækka tengingum út á Austurveg og hefur þeim fækkað verulega á lóðunum í nágrenninu. Þá er nauðsynlegt að benda á að um er að ræða innkeyrslu á lóð sem stendur við Austurveg en ekki eiginlega vegtengingu. Jafnframt hefur verið tilkynnt að innan fárra ára muni lega þjóðvegar nr. 1 verða færð þannig að hún verði ekki lengur um Austurveg. Tillagan samþykkt samhljóða.       

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 2 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 9. maí, liður 6, málsnr. 1701044 – Reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 2 b) Fundargerð félagsmálanefndar, frá 9. maí, liður 7, málsnr. 1705151 – Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir verði samþykkta 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II. 1611041
Kosning í hverfisráð Eyrarbakka 2017 Varamaður  

            Lagt er til að Þórunn Gunnarsdóttir verði varamaður í hverfisráði Eyrarbakka.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

III.  1705230
Afsláttur af gatnagerðargjöldum  

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:        
Bæjarstjórn samþykkir að fella niður 25% afslátt sem gilt hefur af gatnagerðargjöldum vegna byggingarlóða í eigu sveitarfélagsins á Selfossi skv. samþykkt bæjarráðs frá 23. júní 2011. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

IV.  1703065
Breyting á fulltrúum S-lista í nefndum

Lagt er til að Hermann Dan Másson verði varamaður S-lista í skipulags- og byggingarnefnd í stað Kristjáns Júlíussonar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

V.  1704205
Ársreikningur 2016 – síðari umræða            

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um ársreikning 2016.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu ársreiknings 2016:
Enn eitt rekstrarárið er rekstur A-hluta sveitarfélagsins rekinn með tapi.  Það er ljóst að þannig rekstur gengur ekki til langframa, að skatttekjur standi ekki undir daglegum rekstri.  Því er ljóst að enn frekar verður að gæta aðhalds og rýna rekstur sveitarfélagsins til að ná rekstri A-hlutans í plús.  Það er ekki síst nauðsynlegt á þeim uppgangstímum sem nú eru og líkur eru á að skatttekjur aukist, að rekstrarkostnaður aukist ekki á sama tíma og enginn ávinningur verði af auknum tekjum. 

Því verður að gæta áfram, sem hingað til, mikils aðhalds í rekstri og leita allra leiða til að minnka rekstrarkostnað sveitarfélagsins ef tekjur þess aukast ekki verulega.  Það er verkefni starfsmanna þess og stjórnenda, ásamt bæjarfulltrúum öllum.

Helgi S Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa S-lista við afgreiðslu ársreiknings 2016:
Það er gríðarlega mikilvægt þegar fjallað er um fjármál sveitarfélagsins að nálgast umræðuna af ábyrgð og raunsæi. Það getur ekki verið jákvætt og sveitarfélaginu varla til framdráttar ef málflutningur minnihluta hvers tíma snýst aðallega um  það sem neikvætt er. Að sama skapi getur það ekki verið jákvæður og ábyrgur málflutningur  meirihluta hvers tíma að fjalla eingöngu um það sem vel hefur tekist til með. Rekstur sveitarfélagsins getur varla verið að snúast til betri vegar, þegar halli á rekstri aðalsjóðs nemur um 220 millj. kr. og enn á ný eru það B-hluta fyrirtækin sem skapa rekstrarafgang samstæðunnar. Veltufjárhlutfall lækkar á milli ára og er í árslok 2016 0,61 en ætti að vera yfir einum svo ekki skapist hætta á að  sveitarfélagið lendi í greiðsluerfiðleikum, þar sem veltufé dugir ekki fyrir skammtímaskuldum. Veltufjárhlutfallið lagast ekki nema til komi jákvæðari rekstur. Skuldahlutfall  lækkar og skýrist það að mestu leyti af auknum tekjum, en heildartekjur sveitarfélagsins voru um það bil 300 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. 

Undirrituð lýsa yfir áhyggjum yfir að ekki virðist ganga nógu vel að ná tökum á rekstri sveitarfélagsins þrátt fyrir mikla tekjuaukningu í samfélaginu og mikinn viðsnúning í rekstri sveitarfélaga á Íslandi. Mikilvægt er að á næstu árum verði stigið varlega til jarðar í nýfjárfestingum, og aðaláherslan lögð á að ná tökum á rekstrinum og niðurgreiðslu skulda. Hvergi má slaka á í stöðugri endurskoðun á rekstrarhluta bæjarsjóðs á næstu árum svo ekki fari illa. Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð þessa ársreiknings.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista við afgreiðslu ársreiknings 2016:
Á heildina litið er niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2016 afar jákvæð. Afgangur er af rekstri samstæðu, tekjur aukast og sjóðstreymi lagast. Skammtíma- og langtímaskuldir lækka og skuldahlutfall lækkar umtalsvert. Ánægjulegt er að skuldir við lánastofnanir og skammtímaskuldir skuli lækka, þær eru sá hluti skuldbindinga sveitarfélagsins sem bæjaryfirvöld á hverjum tíma geta haft bein áhrif á.  

Þrátt fyrir þetta er enn halli á rekstri aðalsjóðs og A-hluta, þó tekist hafi að minnka þann halla talsvert á milli ára. Mikilvægt er að ná jafnvægi milli tekna og útgjalda A-hluta og verður áfram leitast við að ná hagræðingu í rekstri.  

            Ársreikningur 2016 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:05

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Magnús Gíslason                                               
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir       
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
33. fundur bæjarstjórnar


33. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og óskaði bæjarfulltrúum og íbúum gleðilegs sumars.  

Dagskrá:

Sjá fundargerð á pdf skjali
32. fundur bæjarstjórnar


32. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. mars 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til staðfestingar 
1.
a) 1701028
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              36. fundur       frá 18. janúar
            https://www.arborg.is/26-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-4/

 

b) 1701029
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                27. fundur       frá 8. febrúar
https://www.arborg.is/27-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/


c) 1701027
            Fundargerð fræðslunefndar                                      29. fundur       frá 9. febrúar
            https://www.arborg.is/29-fundur-fraedslunefndar-2/

d) 100. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                           frá 16. febrúar
https://www.arborg.is/100-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            32. fundur       frá 16. febrúar
            https://www.arborg.is/32-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

b) 101. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                           frá 23. febrúar
            https://www.arborg.is/101-fundur-baejarrads-2/

 

3.
a) 1701026
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 27. fundur       frá 16. febrúar
            https://www.arborg.is/27-fundur-felagsmalanefndar-2/

 

 b) 1702305
            Fundargerð kjaranefndar                                          6. fundur         frá 22. febrúar
            https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2017/03/2-1702305.pdf

c) 102. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                           frá 2. mars
            https://www.arborg.is/102-fundur-baejarrads-2/

4.
a) 1701028
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              37. fundur       frá 22. febrúar
            https://www.arborg.is/37-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar

b) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            33. fundur       frá 1. mars
            https://www.arborg.is/33-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

 

c) 103. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                           frá 9. mars
            https://www.arborg.is/103-fundur-baejarrads-2/ 

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 103. fund bæjarráðs

            til afgreiðslu:

–          liður 5, málsnr. 1702281 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir endurnýjun á háspennustreng frá Austurvegi við Rauðholt að Vallholti. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.

–          liður 6, málsnr. 1702280 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir háspennustreng frá Stóra -Hrauni að Hraunsstekk. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.

–          liður 7, málsnr. 1702279 – Framkvæmdaleyfisumsókn til endurnýjunar á háspennustreng og lágspennustreng frá Eyravegi að Kirkjuvegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.

–          liður 8, málsnr.  1702298 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu til uppdælingar á kælivatni. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.

–          liður 11, málsnr. 1611004 – Umsókn um breytingu á byggingarreit að Háheiði 3, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–          liður 12, málsnr. 1611133 –  Umsókn um breytingu á stærð byggingarreits að Mólandi 5 – 7, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–          liður 16, málsnr. 1609217 – Deiliskipulagsbreyting, Víkurheiði. Lagt er til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og deiliskipulagsbreytingin sem tekur mið af þeim verði samþykkt.

–          liður 17, málsnr. 1609216 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.       

 –          liður 1 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir,  D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 9. febrúar, lið 5, málsnr. 1701159 – Samstarf grunnskóla í Árborg um valgreinar.

–          liður 4 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 9. febrúar, lið 4, málsnr. 1701129 – Fjölmenning í Árborg.

–          liður 1 d) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 16. febrúar, lið 10, málsnr. 1702102 – Unglingalandsmót UMFÍ 2020 og Landsmót UMFÍ 50 + 2019.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

–          liður 1a ) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 18. janúar, lið 3, málsnr. 1609137 – Orkusjóður – styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

          liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 18. janúar, lið 6, málsnr. 1509124 – Selfossveitur – orkuöflun til framtíðar.  

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

–          liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 8. febrúar, lið 2, málsnr. 1701046 – Vor í Árborg 2017.

–          liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 8. febrúar, lið 4, málsnr. 1701080 – Styrkbeiðni vegna verkefnisins Sögusjóður Selfossbæjar. 

–          liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 8. febrúar, lið 5, málsnr. 1702029 – Bókun stjórnar fimleikadeildar UMFS vegna kjörs íþróttakarls og -konu Árborgar.

–          liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 8. febrúar, lið 11, málsnr. 1701138 – Knatthús á Selfossvöll.

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar – Staða í lóðamálum í sveitarfélaginu. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar, lið 4, málsnr. 1702173 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluskýli að Gagnheiði 59.

–          liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. mars, lið 8, málsnr. 1603040 – Tilnefning fulltrúa í dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni hjúkrunarheimilis á Selfossi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

–          liður 3 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. mars, lið 4, málsnr. 1506088 – Umferð og umferðaskipulag við Votmúlaveg.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

–          liður 4 a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 22. febrúar, lið 2, málsnr. 1701041 – Klæðning-Suðurhólar 2017.

Gunnar Egilsson, D-lista og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

–          liður 4 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 22. febrúar, lið 4, málsnr. 1312062- Samþykkt um fráveitu í Sveitarfélaginu Árborg.

Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls.  

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, vék af fundi og Ari Björn Thorarensen tók við fundarstjórn.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar kom aftur inn á fundinn.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls um fundarsköp og fundarstjórn.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 5, málsnr. 1702281 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir endurnýjun á háspennustreng frá Austurvegi við Rauðholt að Vallholti. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 6, málsnr. 1702280 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir háspennustreng frá Stóra -Hrauni að Hraunsstekk. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 7, málsnr. 1702279 – Framkvæmdaleyfisumsókn til endurnýjunar á háspennustreng og lágspennustreng frá Eyravegi að Kirkjuvegi. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 8, málsnr.  1702298 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu til uppdælingar á kælivatni á lóð MS. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 11, málsnr. 1611004 – Umsókn um breytingu á byggingarreit að Háheiði 3, Selfossi. Lagt er til að breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 12, málsnr. 1611133 –  Umsókn um breytingu á stærð byggingarreits að Mólandi 5 – 7, Selfossi. Lagt er til að breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 16, málsnr. 1609217 – Deiliskipulagsbreyting, Víkurheiði. Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og deiliskipulagsbreytingin sem tekur mið af þeim verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 17, málsnr. 1609216 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi. Lagt er til að tillagan verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

  II:    1702332
            Endurskoðun innkaupareglna

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fór yfir breytingar á innkaupareglum.

            Innkaupareglur voru borar undir atkvæði og samþykktarsamhljóða.

 

III.   1703049     Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2017

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fór yfir gjaldskrá skipulags- og byggingarmála.

Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.

IV.   1703065
            Breytingar á fulltrúum S-lista í nefndum 2017           

Lagt er til að Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir verði aðalmaður í íþrótta- og menningarnefnd í stað Eggerts Vals Guðmundssonar og Arna Ír Gunnarsdóttir verði varamaður í stað Antons Arnar Eggertssonar.

Lagt er til að Eggert Valur Guðmundsson verði aðalmaður í framkvæmda- og veitustjórn í stað Viktors Stefáns Pálssonar og Viktor verði varamaður í stað Eggerts Vals.

Lagt er til að Viktor Stefán Pálsson verði aðalmaður í skipulags- og byggingarnefnd í stað Guðlaugar Einarsdóttur og Kristján Júlíusson verði  varamaður í stað Hermanns Dan Mássonar.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

V. 1207024
            Tillaga um áfrýjun dóms Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013  

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu um áfrýjun dóms Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013:
Bæjarstjórn samþykkir að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 sem kveðinn var upp hinn 21. febrúar 2017. Bæjarstjórn felur Torfa Sigurðssyni hrl. að undirbúa áfrýjunina.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D- og Æ-lista, bæjarfulltrúar B- og S-lista sátu hjá.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: 
Undirritaðir bæjarfulltrúar mótmæltu á sínum tíma mjög eindregið  þeirri ákvörðun meirihluta D-lista að hafna innsendum tilboðum í sorphirðu í sveitarfélaginu og vildu að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda. Á þeim tíma sem þessi undarlega ákvörðun meirihluta D-lista var tekin, var ekkert tillit tekið til né hlustað á málflutning minnihluta bæjarstjórnar. Það hlýtur að teljast eðlilegt að þau sem hófu þessa  vegferð klári sig af því ein og óstudd.  Það er einlæg von okkar að þetta mál fái farsælan endi og skaði ekki veikburða  stöðu bæjarsjóðs. Í ljósi aðdraganda og tilurðar þessa máls sitjum við undirrituð hjá við afgreiðslu þessa máls.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista

Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:40

 

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir       
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
31. fundur bæjarstjórnar

31. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. febrúar 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viktor Stefán Pálsson, varamaður, S-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Viktor Pálsson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.  

Dagskrá:

I.   Fundargerðir til staðfestingar

 1.
a) 1701027
            Fundargerð fræðslunefndar                                      28. fundur       frá 12. janúar
            https://www.arborg.is/60532-2/

b) 97. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                             frá 19. janúar 
            https://www.arborg.is/97-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 98. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                             frá 2. febrúar
            https://www.arborg.is/98-fundur-baejarrads-2/

3.
a) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            31. fundur       frá 1. febrúar
            https://www.arborg.is/31-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

b) 99. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                             frá 9. febrúar
            https://www.arborg.is/99-fundur-baejarrads-2/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 99. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 7, málsnr. 1611003 – Umsókn um breytingu á byggingarreit að Hellismýri 1, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–          liður 11, málsnr. 1701126 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum lögnum að dælustöð við Hraunsstekk. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

–          liður 12, málsnr. 1511199 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum við enda Ölfusárbrúar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.        

–          liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. Febrúar, lið 2, málsnr. 1701154 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. febrúar, lið 3, málsnr. 1701162 –  Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.  

–          liður 3 a) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, lið 4, 20, 21 og 22 – Umsóknir um lóðir í Álalæk.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.

–          liður 3 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. febrúar – Heimagisting og rekstrarleyfi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 3 b) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 9. febrúar, lið 5, málsnr. 1702022 – Heimsókn formanns Atorku.

–          liður 3 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 9. febrúar – Stöðuleyfi fyrir gáma og umhirða lóða.   

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. febrúar, liður 7, málsnr. 1611003 – Umsókn um breytingu á byggingarreit að Hellismýri 1, Selfossi. Lagt er til að breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. febrúar, liður 11, málsnr. 1701126 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum lögnum að dælustöð við Hraunsstekk. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. febrúar, liður 12, málsnr. 1511199 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum við enda Ölfusárbrúar. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði  veitt.

–          Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II.
1611041
            Kosning í hverfisráð Árborgar 2017
Eyrarbakki, Sandvíkurhreppur, Selfoss og Stokkseyri            

            Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Eyrarbakka:
            Siggeir Ingólfsson, formaður
            Guðbjört Einarsdóttir
            Rúnar Eiríksson
            Gísli Gíslason           

            Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Sandvíkurhrepps:
            Margrét Kr. Erlingsdóttir, formaður
            Anna Valgerður Sigurðardóttir
            Páll Sigurðsson
           Aldís Pálsdóttir

            Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Selfoss:
            Sveinn Ægir Birgisson, formaður
            Valur Stefánsson
            María Marko
            Lilja Kristjánsdóttir
            Kristján Eldjárn Þorgeirsson

            Varamaður:
            Böðvar Jens Ragnarsson

            Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Stokkseyrar:      
            Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður
            Svala Norðdal

            Kosning í hverfisráð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Árborgar býður nýja aðila velkoma í hverfisráð og færir þeim aðilum sem frá hverfa þakkir fyrir vel unnin störf.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri tók til máls og lagði til að fela bæjarráði að skipa bæjarfulltrúa sem tengiliði hvers hverfisráðs fyrir sig.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.        

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:56

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Viktor Pálsson                                                   
Arna Ír Gunnarsdóttir
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
30. fundur bæjarstjórnar


30. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Guðfinna Gunnarsdóttir, varamaður, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Guðfinnu Gunnarsdóttur velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Dagskrá: 

1.
Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1601004
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 25. fundur       frá  5. desember
            https://www.arborg.is/25-fundur-felagsmalanefndar-2/

b) 1601008          
          Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                25. fundur       frá 7. desember
            https://www.arborg.is/25-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
c) 1601003
            Fundargerð fræðslunefndar                                      27. fundur       frá 8. desember
            https://www.arborg.is/27-fundur-fraedslunefndar-2/

d) 94. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 15. desember
            https://www.arborg.is/94-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 1601007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              35. fundur       frá 14. desember
https://www.arborg.is/35-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

b) 95. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá       janúar
            https://www.arborg.is/95-fundur-baejarrads/

3. a) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            30. fundur       frá       4. janúar
            https://www.arborg.is/30-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

b) 1701029
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                26. fundur       frá      11. janúar
            https://www.arborg.is/26-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
c) 96. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá     janúar
            https://www.arborg.is/96-fundur-baejarrads-arborgar/

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 96. fund bæjarráðs til 
afgreiðslu:

 • liður 1, málsnr. 1611246 – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Fossnesi 14. Lagt er til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði samþykkt.
 • liður 4, málsnr. 1611147 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sniðræsi og stofnlögn vatnsveitu við Suðurhóla, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
 • liður 6, málsnr. 1612061 – Beiðni um að unnið verði deiliskipulag fyrir Austurveg 52-60. Lagt er til við bæjarstjórn að ráðist verði í gerð deiliskipulags fyrir reitinn.

  4.
  a) 1701026
              Fundargerð félagsmálanefndar                                 26. fundur       frá      10. janúar
             

            Úr fundargerð félagsmálanefndar til afgreiðslu:

 • liður 3, málsnr. 1701043 – Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um sérstakan húsnæðisstuðning. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. 
   
 • liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 7. desember, lið 1, málsnr. 1610190 – Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2016.
 • liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 7. desember, lið 4, málsnr. 1612036 – Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar.Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.
    
 • liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 7. desember, lið 5, málsnr. 1612037 – Endurskoðun menningarstefnu Árborgar.
 • liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. desember, lið 1, málsnr. 1611240 – Skólastefna Árborgar. Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.
 • liður 1 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir,D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. desember, lið 22, málsnr. 1612055 – PISA 2015
 • liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 7, málsnr. 1612127 – Notkun fjörustígs.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 15, málsnr. 1701001 – Lokun hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kumbaravogs.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Guðfinna Gunnarsdóttir, Æ-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.                                                

 • liður 2 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 22, málsnr. 1701006 – Íbúafjöldi í Árborg 2017.
 • liður 2 b) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 9, málsnr. 1607085 – Staðfesting á stofnframlagi Íbúðalánasjóðs til Brynju, hússjóðs.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

 • liður 2 b) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 13, málsnr. 1701002 – Samningur Sveitarfélagsins Árborgar og Velferðaráðuneytisins um móttöku flóttamanna.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Guðfinna Gunnarsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 2 b) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 14, málsnr. 1612048 – Upplýsingar um ráðningu verkefnastjóra vegna móttöku flóttamanna.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. janúar, liður 1, málsnr. 1611246 – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Fossnesi 14. Lagt er til að byggingarleyfið verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. janúar, liður 4, málsnr. 1611147 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sniðræsi og stofnlögn vatnsveitu við Suðurhóla, Selfossi. Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. janúar, liður 6, málsnr. 1612061 – Beiðni um að unnið verði deiliskipulag fyrir Austurveg 52-60. Lagt er til að ráðist verði í gerð deiliskipulags fyrir reitinn.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 4 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 10. janúar, liður 3, málsnr. 1701043 – Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um sérstakan húsnæðisstuðning. Lagt er til reglurnar verði samþykktar.
 • Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

 II.

1701077
Lántökur 2017 

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 500.000.000 kr. til 18 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun og einnig til að greiða afborganir af eldri lánum hjá lánsjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 

III.       1701078
            Lántökur 2017 – Selfossveitur 

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu: 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 150.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. 

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:20.

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Magnús Gíslason                                               
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Guðfinna Gunnarsdóttir                                   
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
29. fundur bæjarstjórnar


29. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. desember 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá:
Sjá fundargerð á pdf skjali.

 
28. fundur bæjarstjórnar

28. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 16. nóvember 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:
Sjá fundargerð bæjarstjórnar á pdf. skjali.
27. fundur bæjarstjórnar


27.  fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 26. október 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1601004
 Fundargerðir félagsmálanefndar     23. fundur       frá 14. júlí
https://www.arborg.is/23-fundur-felagsmalanefndar-arborgar/

24. fundur       frá 20. september
https://www.arborg.is/24-fundur-felagsmalanefndar-2/

b) 1601008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                22. fundur       frá 7. september
https://www.arborg.is/22-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
c) 1601003
            Fundargerð fræðslunefndar                                      24. fundur       frá 8. september
https://www.arborg.is/24-fundur-fraedslunefndar/
d) 1601007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              31. fundur       frá 21. september
            https://www.arborg.is/31-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

 

 e) 84. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 29. september
            https://www.arborg.is/84-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 1601007
            Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar
32. fundur       frá 28. september
https://www.arborg.is/32-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-3/

 1. fundur frá 29. september
  https://www.arborg.is/33-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

b) 85. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 6. október
            https://www.arborg.is/85-fundur-baejarrads-2/

 

3.
a) 1601008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar       23. fundur       frá 4. október
https://www.arborg.is/23-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

b) 1601003
            Fundargerð fræðslunefndar                                 25. fundur       frá 5. október
https://www.arborg.is/25-fundur-fraedslunefndar-2/

c) 1601006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar     27. fundur       frá 5. október
https://www.arborg.is/27-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/
d) 86. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 13. október
            https://www.arborg.is/86-fundur-baejarrads-2/
 

          Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 86. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 1, málsnr. 1609217 – Deiliskipulagsbreyting Víkurheiði. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 8, málsnr. 1609204 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu fyrir kalt vatn. Lagt er til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
 • liður 1 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 7. september, lið 4, málsnr. 1605275 – Menningarmánuðurinn október 2016.
 • liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð félagsmálanefndar frá 14. júlí, lið 3, málsnr. 1606040 – Erindi til bæjarstjórnar þar sem sótt er um styrk fyrir starfsemi Bataseturs.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls.

 • liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. september, lið 3, málsnr. 1608172 – Matseðlar í skólum Árborgar.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

 • liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. september, lið 5, málsnr. 1608176 – Matarinnkaup Sveitarfélagsins Árborgar v/leik- og grunnskóla.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 1 e) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 29. september, lið 30, málsnr. 1606170 – Tilkynning Minjastofnunar um úthlutun styrks til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka frá Einarshafnarsvæði að Háeyrarvöllum 12.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 3 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 5. október, lið 1, málsnr. 1008823- Stofnúttektir á leik- og grunnskólum.
 • liður 3 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. október, lið 4, málsnr. 1609215 – Lögð fram tillaga um að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags Björkustykkis.

Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

 • liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 4.október, lið 1, málsnr. 1610004 – Nafnasamkeppni um nýjan göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.
 • Liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndarf frá 4. október, lið 5, málsnr. 1609112 – Fyrirspurn UNGSÁ um menningarsalinn.
 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. október, liður 1, málsnr. 1609217 – Deiliskipulagsbreyting Víkurheiði. Lagt er til að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir deiliskipulagsbreytinguna Víkurheiði.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. október, liður 8, málsnr. 1609204 – Umsókn vatnsveitu Árborgar um framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu fyrir kalt vatn. Lagt er til að umsóknin verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu fyrir kalt vatn.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

 II.
1604126 Breyting í undirkjörstjórn
Varamaður í kjörstjórn 5 ( Eyrarbakki )

Lagt er til að Magnús Karel Hannesson verði varamaður í undirkjörstjórn 5 ( Eyrarbakki ) í stað Þórarins Ólafssonar.

Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.         

 

III.      1610139 Umboð framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að gera breytingar á kjörskrá

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Bæjarstjórn Árborgar veitir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá.

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.18:10
Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
26. fundur bæjarstjórnar Árborgar


 26. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn mánudaginn 19. september 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar: Andrea Lind Guðmundsdóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Elfar Oliver Sigurðarson, Freydís Ösp Leifsdóttir,  Pétur Már Sigurðsson, Sigdís Erla Ragnarsdóttir, Sigþór C. Jóhannsson, Sunneva Þorsteinsdóttir,  Sveinn Ægir Birgisson.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennaráðs Árborgar og aðra gesti.

Dagskrá:

Sveinn Ægir Birgisson tók til máls og sagði frá verkefni ungmennaráðs og það sem fram undan er hjá ráðinu.
I – 1609112. Fyrirspurn UNGSÁ vegna menningarsalarins

Sveinn Ægir Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið spyr hver staðan sé á Menningarsalnum ?

 • Ungmennaráðinu finnst leiðinlegt að svona stór salur í hjarta bæjarins standi auður og hvað lítið sé búið að gera málum salarins frá því að sveitarfélagið eignaðist hann.

 

 II – 1609113. Tillaga UNGSÁ um bíllausa viku í Árborg

 Ásdís Ágústsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að samstarf verði milli ungmennaráðs og bæjarstjórnar um verkefnið bíllausa viku 2017. 

 • Ungmennaráð Árborgar leggur til að Sv. Árborg haldi bíllausa viku árið 2017. Íbúar verða hvattir til að hjóla eða ganga til vinnu eða skóla. Hugmyndin væri að halda vikuna í lok apríl eða lok ágúst næsta árs. Við óskum því eftir fjármagni fyrir auglýsingar, verðlaun og annað tilheyrandi.
 • Við stefnum á að fá kynningar frá slysavarnafélaginu og lögreglu varðandi umferðaröryggi og mikilvægi hjálmsins.
 • Þetta passar inn í stefnu sveitarfélagsins sem umhverfisvænt og heilsueflandi sveitarfélag.

Af hverju bíllaus vika?

 • Heilsueflandi

-Eykur hreyfingu yfir daginn

 • Umhverfisvænna

-Minnkar umferð ökutækja við skóla

-Minnkar útblástur

 • Fjölskyldueflandi

-Fjölskyldan saman að hreyfa sig

-Forvörn

 • Eykur umræðu um umhverfistengd og heilsueflandi málefni

Tímaramminn sem við sjáum fyrir okkur er ein vinnuvika, eða fimm virkir dagar.

Vikan hefst á mánudegi og endar á föstudegi. Kynning á verkefninu fer fram í vikunni á undan svo allir séu með á nótunum. Stefnum á að hafa keppni á milli skóla og fyrirtækja í sveitarfélaginu. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þann eða þá sem stendur uppi sem sigurvegari bíllausrar viku. Skoða má hvort viðburðurinn verður árlegur ef vel tekst til.

 III – 1609114.  Tillaga UNGSÁ um plastpokalausa Árborg

 Sigþór C. Jóhannsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið sendi fjölnotaburðarpoka á hvert og eitt heimili í sveitarfélaginu í tilefni átaksins plastpokalaust Suðurland.  

 • Plastpokar eru óþarfir, sérstaklega ef litið er til þess tíma sem tekur fyrir plastið að brotna niður í náttúrunni.
 • Burðarpokarnir gætu verið framleiddir hjá VISS og hvetja mætti nemendur í grunnskólum til að búa til fjölnota poka fyrir sitt heimili.
 • Hægt væri að fá fyrirtæki með í lið til þess að draga úr plastpokanotkun, t.d. með því að byrja að selja burðarpoka í auknum mæli.
 • Með fjölnota pokanum myndi fylgja upplýsingabæklingur um skaðsemi plasts í náttúrunni.
 • Vert er að benda á að Sveitarfélagið Stykkishólmur fór í átak og minni fyrirtæki hættu að selja plastpoka í verslunum sínum. Það gekk mjög vel.
 • Miðað við fjölda plastpoka sem hver Íslendingur notar má reikna með að íbúar Árborgar noti um 900.000 plastpoka á ári hverju.

IV – 1609115. Tillaga UNGSÁ um lífsleiknitíma á unglingastigi í grunnskólum Árborgar

 Pétur Már Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu ungmennaráð

Ungmennaráð Árborgar leggur til að lífsleiknitímar á unglingastigi í grunnskólum verði lengri, markvissari og betur nýttir.

 • Hingað til hafa lífsleiknitímar á unglingastigi ekki verið nýttir nógu vel. Þeir fara yfirleitt bara í kökudaga eða spilatíma. Okkur í ungmennaráðinu finnst það synd, því þessir tímar eiga að vera undirbúningur fyrir lífið.
 • Við leggjum til að gerð verði kennsluáætlun fyrir lífsleiknitímana þar sem sérstakt efni verði tekið fyrir í hverjum mánuði, með fræðslu í upphafi og verkefnavinnu og umræðum í kjölfarið.
 • Einnig leggjum við til að lífsleiknitímar verði tvöfaldaðir því það munar svo miklu þegar hægt er að ná fram lengri umræðum eftir kynningar eða fræðslu.
 • Dæmi um fræðslu: Réttindi ungs fólks á vinnumarkaði, fjármálalæsi, skyndihjálp, kynfræðsla o.fl.
 • Sífellt er verið að brjóta á ungu fólki sem þekkir hvorki réttindi sín né vinnumarkaðinn nógu vel. Þetta mætti auðveldlega bæta með markvissri fræðslu og verkefnum með. Stéttarfélögin hafa síðustu ár verið með kynningu og við teljum það mjög gott. Þó má bæta smá við þetta með verkefnum.
 • Í fjármálalæsi má kenna gerð skattaskýrslna, læsi launaseðla, skilning á sköttum, lífeyrirssjóðum, tekjum, gjöldum o.s.frv. Strax við fermingu eignast meirihluti barna mjög mikið af peningum en kunna ekki einu sinni að leggja þá inn í banka.
 • Það er fullt af ungu fólki sem kann ekki skyndihjálp því það er svo lítið um fræðslu. Það er að sjálfsögðu ekki gott þegar á reynir. Hægt væri að fara í samstarf við björgunarsveitina, Rauða krossinn.
 • Það er nokkuð augljóst hvers vegna kynfræðsla er mikilvæg. Ungt fólk hefur oft margar spurningar en veit ekki hvert á að snúa sér með þær. Það er mjög gott að eiga stundum tíma sem gerður er fyrir slíkar spurningar. Einnig má reyna að fá allavega einu sinni á grunnskólagöngunni karlkyns kennara til þess að kenna strákum kynfræðslu.

V – 1609116.  Tillaga UNGSÁ um fræðslu um geðheilbrigði í grunnskólum Árborgar

 Sigdís Erla Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð leggur til að það verði meiri fræðsla um geðheilbrigði í grunnskólum sveitarfélagsins.

 • Lítið er um geðheilbrigðisfræðslu í grunnskólum eins og er. Vanþekking ýtir undir fordóma og mikið er um misskilning hvað varðar geðsjúkdóma og einkenni þeirra meðal ungmenna.
 • Auðvelt væri að bæta þessi mál, þó það væri ekki nema viðhald á plakötum og aðgengilegri upplýsingar að þjónustu og hjálparlínum. Einnig væri hægt að koma inn aukinni fræðslu í lífsleiknitíma.
 • Hægt er að fá fjöldann allan af fyrirlesurum víðs vegar af landinu sem bjóða upp á hnitmiðaða en áhrifaríka fræðslu. Sem dæmi má nefna fagaðila geðheilbrigðissviðs og einstaklinga sem sjálfir þekkja til geðrænna vandamála.
 • Auka þarf aðgengi að skólasálfræðingum innan veggja grunnskóla eins fljótt og auðið er. Eins og staðan er í dag getur verið margra mánaða bið eftir tíma hjá skólasálfræðingi. Brýnt er að fjölga sálfræðingum í heimabyggð.
 • Mikilvægt er að taka á geðrænum kvillum um leið og þeim byrjar að bregða fyrir.           

VI – 1609117.  Tillaga UNGSÁ um fræðsluefni fyrir ungmenni um stéttarfélög

 Freydís Ösp Leifsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu ungmennaráðs:

Ungmennaráð leggur til að gert verði fræðsluefni fyrir ungt fólk í samstarfi við stéttarfélögin á Suðurlandi.

 • Mikið er um að brotið sé á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.
 • Auka þarf fræðslu í formi forvarna svo sem bæklinga, fyrirlestra í skólum og myndbanda.
 • Tilvalið væri að nýta lífsleiknitíma í þessa fræðslu og hafa þá verkefni með, en ungmennaráð hefur mikla reynslu af slíku.
 • Ef Sv. Árborg leggur til fjármagn gæti ungmennaráð staðið að gerð fræðsluefnis í formi jafningjafræðslu í samstarfi við stéttarfélögin.

VII – 1609118.  Tillaga UNGSÁ um æfingasvæði fyrir akstur og akstursíþróttir

Andrea Lind Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu ungmennaráðs:

 Ungmennaráð Árborgar leggur til að bæjarstjórn komi upp ákveðnu svæði þar sem akstursáhugamenn geta komið saman og sinnt áhugamálum sínum.

 • Þess konar svæði er mjög hentugur vettvangur fyrir ökukennslu á margvíslegan hátt.
 • Hægt væri að nýta þetta svæði fyrir sérstaka viðburði á borð við Delludaga.

Þessi aðgerð myndi stuðla að:

 • Auknu öryggi bæði gangandi vegfarenda og annarrar umferðar innan sveitarfélagsins.
 • Minna álagi á götur og vegi sveitarfélagsins. Dregur úr viðhaldskostnaði.
 • Minni hljóðmengun í þéttbýliskjörnum.
 • Áhættuhegðun færist frá götum sveitarfélagsins á öruggt afmarkað svæði.
 • Að auki má færa rök fyrir því að aksturssvæði af þessu tagi geti stuðlað að öruggari umferð. Ef vísað er í skýrslu rannsóknarverkefnisins Kostnaður umferðarslysa við Háskólann í Reykjavík frá 2014 kemur fram að hvert banaslys í umferðinni er talið kosta 659,6 milljónir króna og hvert alvarlegt slys 86,4 milljónir króna. ggt afmarkað svæði. Svona svæði er góður vettvangur til að deila áhugamálum. Hægt væri að nýta þetta svæði fyrir t.d. Delludaga. Einnig væri þetta svæði mjög hentugur vettvangur til ökukennslu á margan hátt 

Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Freydís Ösp Leifsdóttir, ungmennaráði, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, og Sveinn Ægir Birgisson, ungmennaráði, tóku til máls um tillögur ungmennaráðs.

Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi, tók til máls um tillögur og starf ungmennaráðs.
Lagt var til að tillögunum yrði vísað til bæjarráðs, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls og þakkaði fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna.
Gert var fundarhlé.
Fundi var fram haldið. 

 VIII – Fundargerðir til staðfestingar

1. 

a) 1601003

            Fundargerð fræðslunefndar                                                  23. fundur       frá 25. ágúst

https://www.arborg.is/23-fundur-fraedslunefndar-2/

 b) 82. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 1. sept.

https://www.arborg.is/82-fundur-baejarrads-2/

 2.

 a) 1601006. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        26. fundur       frá 7. sept.

https://www.arborg.is/26-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/
b) 83. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 8. sept.             https://www.arborg.is/83-fundur-baejarrads-2/

 • liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 25. ágúst, lið 14, málsnr. 1608051 – Tillaga Örnu Írar Gunnarsdóttur um frí námsgöng fyrir grunnskólabörn.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

 • liður 2 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. september – Fjölgun byggingarleyfa í Árborg.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls.

 • liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. september, lið 10, málsnr. 1601304 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Byggðarhorni 9.           

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

 IX – 1608138.  Breyting á fulltrúum Æ-lista í nefndum

 Lagt er til að Guðfinna Gunnarsdóttir verði varamaður í bæjarráði.
Einnig er lagt til að Guðfinna Gunnarsdóttir verðir varamaður á aðalfundi SASS, fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga, landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga og aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í stað Más Ingólfs Mássonar.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 X – 1505237.  Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

 Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Gert var fundarhlé.

Fundi var fram haldið.
Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:25

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
25. fundur bæjarstjórnar


25. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 24. ágúst 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til kynningar 

 1. a) 77. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 9. júní
              https://www.arborg.is/77-fundur-baejarrads/
   

 2. a) 1601007
   Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar      29. fundur       frá 8. júní             https://www.arborg.is/29-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

           b) 1601003
            Fundargerð fræðslunefndar      22. fundur       frá 9. júní
            https://www.arborg.is/22-fundur-fraedslunefndar-2/

          c) 78. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 23. júní
            https://www.arborg.is/78-fundur-baejarrads-2/

 


 1. a) 1601006
              Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar          24. fundur       frá 6. júlí            https://www.arborg.is/24-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

          b) 79. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 7. júlí
            https://www.arborg.is/79-fundur-baejarrads-2/

 1. a) 80. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 4. ágúst
  https://www.arborg.is/80-fundur-baejarrads-2/
   
 2. a) 1601008
   Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar         21. fundur       frá 9. ágúst
  https://www.arborg.is/21-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

      b) 1601006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar          25. fundur       frá 10. ágúst
https://www.arborg.is/25-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/
     c) 1601007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              30. fundur       frá 10. ágúst
https://www.arborg.is/30-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

     d) 81. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 18. ágúst
            https://www.arborg.is/81-fundur-baejarrads-2/

 • liður 2 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 9. júní, lið 1, málsnr. 1503028 – Erasmus + verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag.
 • liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. júní, lið 9, málsnr. 1506088 – Beiðni íbúa í Austurkoti um breytingar á umferð og umferðarskipulagi við Votmúla.
 • liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. júní, lið 11, málsnr. 1606090 – Umferðarhraði og umferð gangandi vegfarenda um Eyraveg við Suðurhóla.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls um lið, 9 og 11 úr fundargerð bæjarráðs frá 23. júní.

 • liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráð frá 7. júlí, lið 5, málsnr. 1604130 – Tillaga um breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar ( Ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa í nefndum).

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 3 a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. Júlí – umsagnir um rekstrarleyfi fyrir gististaði í sveitarfélaginu.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

 • liður 4 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 4. ágúst, lið 7, málsnr. 1201041 – Deiliskipulagstillaga og beiðni Kaþólsku kirkjunnar um úthlutun lóðar til Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

 • liður 5b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. ágúst – Lóðaúthlutun í sveitarfélaginu.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • Liður 4 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 4. ágúst, lið 10, málsnr. 1607082 – Beiðni Brynju, hússjóðs um 12% stofnstyrk og 4% viðbótarframlag vegna kaupa á íbúðum í Árborg á árunum 2017 og 2018.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 5 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. ágúst, lið 44, málsnr. 1507134 – Tillaga að breyttu aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss.
 • liður 5 a) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 9. ágúst, lið 1, málsnr. 1112102 – Menningarsalurinn í Hótel Selfoss.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

 • liður 5 a) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 9. ágúst, lið 7, málsnr. 1608014 – Bókun framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss vegna íþróttafulltrúa.
 • liður 5 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 9. ágúst, lið 4, málsnr. 1608012 – Frístundastyrkir 5-17 ára vegna þátttöku í tómstundum.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 • liður 5 d) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. ágúst, lið 14 – Aðstaða fyrir handbolta í íþróttahúsum á Selfossi.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Magnús Gíslason, D-lista, tóku til máls.

 • liður 5 d) Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. ágúst, lið 10, málsnr. 1608004 – Bókun bæjarfulltrúa Æ-lista um svonefnda „Grindavíkurleið“ samstarf vegna íþróttaiðkunar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

 • liður 5 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 10. ágúst, lið 3, málsnr. 1508018 – Umferðarmál á Engjavegi austan Reynivalla.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.

II.    1604126
            Breyting í undirkjörstjórn 5 ( Eyrarbakki )  

            Lagt er til að Birgir Edwald verði aðalmaður í undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki) í stað Þórdísar Kristinsdóttur.

Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:20

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Magnús Gíslason
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
24. fundur bæjarstjórnar


24. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Magnús Gíslason, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Már Ingólfur Másson, varamaður, Æ-lista.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 Dagskrá:
I.   Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1601004
            Fundargerð félagsmálanefndar           22. fundur     frá 10. maí
            https://www.arborg.is/22-fundur-felagsmalanefndar-2/

 b) 74. fundur bæjarráðs ( 1601001 )             frá 19. maí
            https://www.arborg.is/74-fundur-baejarrads/

 2.
 a) 1601003
            Fundargerð fræðslunefndar      21. fundur     frá 12. maí
https://www.arborg.is/21-fundur-fraedslunefndar-2/
b) 1601007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar      28. fundur   frá 18. maí
https://www.arborg.is/28-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
c) 75. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 26. maí
            https://www.arborg.is/75-fundur-baejarrads/
3.
a) 1601008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar      20. fundur     frá 25. maí
https://www.arborg.is/20-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
b) 76. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 2. júní
https://www.arborg.is/76-fundur-baejarrads/

4.
a) 1601006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar      23. fundur     frá 1. júní 

Til afgreiðslu úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:
-liður 3, 1605254 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitu í Engjavegi frá Seljavegi að Tryggvagötu.

-liður 4, 1605247 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsveitulögn, háspennustreng og ljósleiðara frá Hörðuvöllum að Heiðmörk.

-liður 5, 1605340 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hraðalækkandi aðgerða við Engjaveg.

-liður 13, 1602182 – Tillaga að deiliskipulagi að dælustöð í landi Gamla Hrauns.

-liður 14, 1504330 – Tillaga að breytingu deiliskipulags að Austurvegi 39-41, Selfossi.

-liður 2b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um 5. og 6. lið í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, 1605214 og 1605215. – Gatnaframkvæmdir í Hagalandi og – Endurnýjun á þakklæðningu á verkstæðishúsi Selfossveitna. Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

-liður 2b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um 4. lið í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, 1605064 – Sundhöll Selfoss, trjágróður á lóð. Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

-liður 3a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um lið 3 í fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, 1605274 – Málefni Vinnuskólans í Árborg 2016. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um 3. og 4. lið 1501110, – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.

Til afgreiðslu úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar:
-liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 3, 1605254 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitu í Engjavegi frá Seljavegi að Tryggvagötu. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 4, 1605247 -Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsveitulögn, háspennustreng og ljósleiðara frá Hörðuvöllum að Heiðmörk. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 5, 1605340 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hraðalækkandi aðgerða við Engjaveg. Lagt er til að tillögunni verði vísað til framkvæmda- og veitustjórnar.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 13, 1602182 – Tillaga að deiliskipulagi að dælustöð í landi Gamla- Hrauns. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 4a, fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 1. júní, liður 14, 1504330 – Tillaga að breytingu deiliskipulags að Austurvegi 39-41, Selfossi. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II.     1604126
            Kosning í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs 

 1. Kosning forseta til eins árs.
 2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
 3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.                                  
 4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
 5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.

 

 1. Kosning forseta til eins árs
  Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 2. Kosning 1. varaforseta til eins árs
  Lagt var til að Ari B. Thorarensen, D-lista, yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.

  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 3. Kosning 2. varaforseta til eins árs
  Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.

  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 4. Kosning tveggja skrifara til eins árs   Lagt var til að Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, yrðu kosin skrifarar til eins árs.

  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs
  Lagt var til að Ari B. Thorarensen og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.

  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 

III.       1604126

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 1.tl. A-liðs 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum

Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Gunnar Egilsson                                            Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                   Kjartan Björnsson
Eyrún B. Magnúsdóttir                                 Már Ingólfur Másson 

IV. 1605200
Tillaga um að bæjarráði verði falin útfærsla fundartíma í sumar 

Lagt var til að vísa útfærslunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

V. 1605200
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála 

Með vísan til heimildar í 8. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 24. ágúst. Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

VI. 1606032
Tillaga um breytingu á lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Árborgar 

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fylgdi úr hlaði eftirfarandi tillögu:
Lagt er til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á 3. mgr. 9. gr. lögreglusamþykktar nr. 430/2014.

Ákvæðið hljóðar svo í gildandi samþykkt:
Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, fellihýsum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.

Lagt er til að ákvæðinu verði breytt og það verði eftirfarandi:
Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, fellihýsum, hjólhýsum, tjaldvögnum eða öðrum sambærilegum búnaði á almannafæri innan marka sveitarfélagsins, utan sérmerktra svæða.

Greinargerð:
Gerð hefur verið breyting á náttúruverndarlögum sem tók gildi í nóvember 2015. Meðal breytinga á lögunum var breyting á heimildum til að tjalda. Er lagt til að orðalagi 3. mgr. 9. gr. verði breytt til samræmis við það. Unnið er að gerð merkinga sem sýna að óheimilt sé að tjalda utan tjaldsvæða og jafnframt leiðbeint um hvar heimilt sé að gista.

Ásta Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu.
 

VII.     1602152
Lántökur 2016, ábyrgðir vegna lána Héraðsnefndar Árnesinga og Brunavarna Árnessýslu  

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 74.000.000 kr. til 8 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga frá 26.5.2016 sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á tankbifreiðum og slökkvistöð í Árnesi sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarfélagið Árborg skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Héraðsnefndar Árnesinga bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga frá 26.5.2016 sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga bs. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurlands sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarfélagið Árborg skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Héraðsnefndar Árnesinga bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Héraðsnefndar Árnesinga bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Héraðsnefnd Árnesinga bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 

VIII.    1507014
Rannsóknir og jarðhitaleit í Laugardælum, tillaga framkvæmda- og veitustjórnar um að ráðist verði í borun í Laugardælum 

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráðist verði í borun eftir heitu vatni í Laugardælum.

IX.  1505237
Viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við borun í Laugardælum 

Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna borunar eftir heitu vatni í Laugardælum. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
X.  1606033
Umræða um umhverfis- og umhirðumál í sveitarfélaginu, beiðni Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, um umræður 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ari B. Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða gildandi umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Árborgar.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:25.

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Magnús Gíslason
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Már Ingólfur Másson
23. fundur bæjarstjórnar


23. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

 1. Fundargerðir til staðfestingar

a) 1501029

            Fundargerð félagsmálanefndar                                 14. fundur       frá   8. september

https://www.arborg.is/14-fundur-felagsmalanefndar-3/

 1. fundur frá 29. september

https://www.arborg.is/15-fundur-felagsmalanefndar-2/

 1. fundur frá   1. desember

https://www.arborg.is/16-fundur-felagsmalanefndar-2/

 1. fundur       frá 16. desember

https://www.arborg.is/17-fundur-felagsmalanefndar-2/
b) 1601004

            Fundargerð félagsmálanefndar                                 21. fundur       frá 12. apríl

https://www.arborg.is/21-fundur-felagsmalanefndar/

 c) 1601007

            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              25. fundur       frá 16. mars

https://www.arborg.is/25-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

 1. fundur frá 13. apríl

https://www.arborg.is/26-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-3/
d) 1601003

            Fundargerð fræðslunefndar                                      20. fundur       frá 14. apríl

            https://www.arborg.is/20-fundur-fraedslunefndar-2/

 e) 1601008

            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                19. fundur       frá 13. apríl

https://www.arborg.is/19-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
f) 72. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 28. apríl

https://www.arborg.is/72-fundur-baejarrads/

 1. 1601006

            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            22. fundur       frá 4. maí
Til afgreiðslu:

 • liður 3, málsnr. 1604262 – Athugasemd við göngustíg sem liggur hjá Fossvegi 6 Selfossi. Lagt er til að vísa erindinu til frekari afgreiðslu.
 • liður 9, málsnr. 1604260 – Umsókn TRS um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara á Stokkseyri. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
 • liður 10, málsnr. 1504327 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hulduhól, Eyrarbakka. Erindið hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 11, málsnr. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51- 59. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 12, málsnr. 1312089 – Tillaga að deiliskipulagi hreinsistöðvar við Geitanes. Lagt er til að skipulagslýsing verði endurskoðuð, auglýst og kynnt.
 • liður 13, málsnr. 1601304 – Fyrirspurn um aukið byggingarmagn að Byggðarhorni landi nr. 9. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 1 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerðir félagsmálanefndar – Styrkbeiðnir.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 16. mars, lið 2, málsnr. 1603160 – Hreinsunarátak í Árborg 2016.

Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

 • liður 1 e) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. apríl, lið 2, málsnr. 1601074 – Vor í Árborg.
 • liður 1 e) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. apríl, lið 1, málsnr. 1603078 – Menningarviðurkenning Árborgar 2016.
 • liður 1 e) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. apríl, lið 3, málsnr. 1604036 – Æfingar handboltaakademíunnar í IÐU.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 3, málsnr. 1604262 – Athugasemd við göngustíg sem liggur hjá Fossvegi 6, Selfossi. Lagt er til að vísa erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 9, málsnr. 1604260 – Umsókn TRS  um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara á Stokkseyri. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 10, málsnr. 1504327 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hulduhól, Eyrarbakka. Erindið hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 11, málsnr. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51- 59. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28.apríl, liður 12, málsnr. 1312089 – Tillaga að deiliskipulagi hreinsistöðvar við Geitanes. Lagt er til að skipulagslýsing verði endurskoðuð, auglýst og kynnt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 13, málsnr. 1601304 – Fyrirspurn um aukið byggingarmagn að Byggðarhorni, landi nr. 9. Lagt er til að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 2. 1604125 – Ársreikningur 2015 – síðari umræða

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu ársreiknings 2015:

Það er ljóst við framlagningu ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2015 að grafalvarleg staða er í fjármálum þess. Eitt árið enn er A-hluti bæjarsjóðs rekinn með tapi og er það núna 357 milljónir, eftir afskriftir og fjármagnsliði.  Bæjarsjóður hefur þá verið rekinn með tapi samfellt í átta ár, eða frá því árið 2008.   Þrátt fyrir að horft sé á rekstur bæði A- og B- hluta saman, er samt tap  upp á 21 milljón.  Er það í fyrsta skipti í sex ár sem tap er á rekstri A- og B- hluta.

Það er því alveg ljóst að ekki verður haldið áfram á þessari braut og nú verður að grípa til aðgerða til að snúa rekstri sveitarfélagsins til betri vegar áður en enn verr fer.

Samhliða taprekstrinum hafa skuldir sveitarfélagsins aukist jafnt og þétt og eru núna, skuldir og skuldbindingar þess, komnar í tæpa 11 milljarða króna og hafa aukist á milli ára um tæp 9%.

Það er því ljóst að ærið verkefni er fram undan hjá bæjarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins að leita leiða til að bæta reksturinn og snúa tapi í hagnað. Í því sambandi er leitt til þess að vita að hugmyndir undirritaðs í vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2016 skuli ekki hafa verið teknar til greina og notaðar til að bæta hann strax á þessu ári, þrátt fyrir að þær hafi þýtt hækkun á fasteignagjöldum fasteignaeigenda, frekar en að skera niður þjónustu við fjölskyldur og börn þeirra.

Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa S-lista við afgreiðslu ársreiknings 2015.

Ársreikningur sveitarfélagsins vegna ársins 2015 sýnir glöggt að ekki hefur tekist að ná böndum utan um rekstur sveitarfélagsins. Sú staðreynd að rekstur í vaxandi sveitarfélagi skili tapi upp á 357 milljónir króna er í senn nöturleg og grafalvarleg. Fyrir tveimur árum var afgreiddur ársreikningur vegna ársins 2013 með tapi uppá 37 milljónir, síðan þá hefur leiðin legið beint niður á við. Vissulega voru lögbundnar kjarasamningshækkanir starfsfólks sveitarfélagsins þungar, en það skýrir eingöngu hluta vandans. Skuldahlutfall bæjarsjóðs er 148,4 % sem er við þau skuldaviðmið sem fjármálareglur sveitarfélaga kveða á um. Það er því ljóst að ekki má mikið út af bera til að sveitarfélagið lendi á borði eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. 

Á árinu 2015 voru útsvarstekjur 108 milljónum króna hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Það er því ljóst að tapið af rekstri A- hlutans hefði orðið enn meira ef sú hækkun væri ekki staðreynd. Það er ljóst að svona getur þetta ekki gengið til framtíðar. Eitt af því sem verður að gera er að sveitarfélagið nýti betur þá tekjustofna sem fyrir hendi eru. Sem fyrr eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar reiðubúnir í alla þá vinnu sem þarf til þess að rétta af slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag við gerð þessa ársreiknings.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista við afgreiðslu ársreiknings 2015:

Nokkrir þættir gera það að verkum að niðurstaða rekstrar samstæðu sveitarfélagsins árið 2015 varð neikvæð um 21,1 mkr.   Breytingar vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga vega þar þungt, en áhrifin eru eftirfarandi: Annars vegar er gjaldfærð breyting lífeyrisskuldbindinga 16 millj.kr. lægri en áætlun gerir ráð fyrir í rekstrarreikningi hjá samstæðu. Hins vegar er hækkun á lífeyrisskuldbindingu færð meðal verðbóta í fjármagnsgjöldum 171,6 millj.kr. í aðalsjóði og 11,6 millj.kr. hjá Selfossveitum. Þetta gerir það að verkum að fjármagnsgjöldin hækka um 183,2 millj.kr. í rekstrarreikningi. Hækkanir þessar má rekja til áhrifa kjarasamninga og þess að aðferðum við útreikning var breytt. Heildaráhrif af gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga í rekstrarreikningi sveitarfélagsins eru því 167 millj.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir og munar um minna.

Rekstrarniðurstaða varð hagstæðari en fjárhagsáætlun með viðauka sem samþykktur var í október gerði ráð fyrir. Í umræddum viðauka var bætt inn þeim stærðum sem þá voru þekktar vegna kjarasamningshækkana og voru umfram það sem áætlað hafði verið fyrir vegna slíkra hækkana í upphaflegri fjárhagsáætlun ársins. Launahækkanir eru liður sem hafði veruleg áhrif á niðurstöðu rekstrar árið 2015, en alls hækkuðu launagreiðslur sveitarfélagsins um 517 mkr á milli ára. Í viðauka var aukið við launaliði um 62 mkr vegna nýs starfsmats og um tæpar 70 mkr vegna yfirkeyrslu launa í leik- og grunnskólum sem að mestu voru vegna veikindalauna. Þá var einnig mætt kjarasamningshækkunum hjá Tónlistarskóla Árnesinga, sem nam tæpum 17 mkr. Bæjarstjórn gætti fyllsta aðhalds á árinu og samþykkti ekki viðbótarfjárheimildir til nýrra verkefna í viðauka við fjárhagsáætlun. Þetta aðhald og aðhald sem stjórnendur sveitarfélagsins sýndu á árinu gerir það að verkum að við lokauppgjör er staða rekstrar heldur betri en áætlun gerði ráð fyrir og má benda á að rekstrarkostnaður, annar en laun, var talsvert undir áætlun. Auk þessa hafði jákvæð áhrif fyrir rekstrarniðurstöðu að vart varð aukningar á útsvarstekjum á lokamánuðum ársins, umfram það sem áætlað hafði verið.

Lífeyrisskuldbindingar í efnahagsreikningi hækka um 150 millj.kr. milli áranna 2014 og 2015. Þessi hækkun hefur áhrif á útreikning á skuldahlutfalli samstæðunnar, en þrátt fyrir þessa hækkun náðist að halda skuldahlutfalli undir því viðmiði sem skylt er skv. reglugerð um fjárhagsviðmið sveitarstjórna og er það 148,4%. Veltufé frá rekstri hækkar á milli ára og veltufjárhlutfall sömuleiðis. Veltufjárhlutfall hafði farið lækkandi en hækkar nú á ný og er 0,6 fyrir árið 2015.

Bæjarfulltrúar D-lista.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
Ársreikningur 2015 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:10

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir

Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson

Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson

Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir

Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
22. fundur bæjarstjórnar

22. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Magnús Gíslason,varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiðni Viðars Helgasonar um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: Sjá fundargerð á pdf skjali
21. fundur bæjarstjórnar


21. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 16. mars 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar

 1.
a) 1601008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                17. fundur       frá 10. febrúar
            https://www.arborg.is/17-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

 b) 1601007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              24. fundur       frá 10. febrúar
            https://www.arborg.is/24-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

 c) 1601003
            Fundargerð fræðslunefndar                                      18. fundur       frá 11. febrúar
https://www.arborg.is/18-fundur-fraedslunefndar-2/

d) 65. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 25. febrúar
            https://www.arborg.is/65-fundur-baejarrads/ 

 

2.
a) 1601004
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 19. fundur       frá 25. febrúar
https://www.arborg.is/19-fundur-felagsmalanefndar-2/
b) 66. fundur bæjarráðs ( 1601001 )                         frá   mars
            https://www.arborg.is/66-fundur-baejarrads/
3.
a) 1601006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        20. fundur       frá    2. mars
https://www.arborg.is/20-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/
b) 67. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 10. mars
            https://www.arborg.is/67-fundur-baejarrads-2/


Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 67. fund bæjarráðs til afgreiðslu:
 

–          liður 6, málsnr. 1602112 – Umsókn um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja hól við Engjaveg/íþróttavöll. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.

–          liður 8, málsnr. 1512074 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn vatnsveitu og háspennustrengs í Austurvegi frá Fagurgerði að Hörðuvöllum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.

–          liður 9, málsnr. 1511230 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir heimtaugar fyrir vatns- og hitaveitu, FSu Hamar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.

–          liður 10, málsnr.  1510194 – Breyting á skipulagi lóða í Hagalandi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

–          liður 14, málsnr.  1405411 – Tillaga að deiliskipulagi Mjólkurbúshverfis. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

–          liður 15, málsnr. 1507134 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Selfoss og aðalskipulagi.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst og kynnt almenningi og tillaga að breyttu aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni.

–          liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. febrúar, lið 1, málsnr. 1601074 – Vor í Árborg 2016.

–          liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. febrúar, lið 3, málsnr. 1602067 – Umræður um tómstunda- og forvarnamál.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

–          liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. febrúar, lið 4, málsnr. 16010306 – Ársyfirlit Leikfélags Selfoss 2015.

–          liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. febrúar, lið 5, málsnr. 1601471 – Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2016.

–          liður 1 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 10. febrúar, lið 3, málsnr. 1510214 – Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

–          liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. febrúar, lið 5, málsnr. 1602048 – Leikskóladagatal 2016 – 2017.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.

–          liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. febrúar, lið 6, málsnr. 1602049 – Skóladagatal 2016 – 2017.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.

–          liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. febrúar, lið 12, málsnr. 1602069 – Innritun 6 ára barna skólaárið 2016 – 2017 og skólahverfi í Árborg.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 1 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. febrúar, lið 3, málsnr. 1602035 – Nám grunnskólanemenda í Árborg á framhaldsskólastigi.

–          liður 1 d) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 25. febrúar, lið 1, málsnr. 1601008 – Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, lið 2, – Ósk um styrk – Örnefni á Selfossi. Helgi S. Haraldsson, B-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Kjartan    Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

–          liður 2 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. mars, lið 8, málsnr. 1602193 – Ályktun sérfræðinga hjá félagsþjónustu vegna skerðingar vistunartíma í leikskólum og skólavistun í Árborg.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

–          liður 2 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. mars, lið 7, málsnr. 1602183 – Auglýsing UMFÍ eftir aðilum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 22. Unglingalandsmóts UMFÍ 2019.

–          liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. mars, lið 8, málsnr. 1603040 – Drög að samkomulagi milli velferðarráðuneytisins og Sveitarfélagsins Árborgar um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

–          liður 3, a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 6, málsnr. 1602112 – Umsókn um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja hól við Engjaveg/íþróttavöll. Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum, Kjartan Björnsson, D-lista, sat hjá.

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 8, málsnr. 1512074 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn vatnsveitu og háspennustrengs í Austurvegi frá Fagurgerði að Hörðuvöllum. Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 9, málsnr. 1511230 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir heimtaugar fyrir vatns- og hitaveitu, FSu Hamar.  Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 10, málsnr. 1510194 – Breyting á skipulagi lóða í Hagalandi. Lagt er til að tillagan verði samþykkt

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 14, málsnr.  1405411 – Tillaga að deiliskipulagi Mjólkurbúshverfis. Lagt er til að tillagan verði auglýst.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars, liður 15, málsnr. 1507134 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Selfoss og aðalskipulagi.  Lagt er til að deiliskipulagstillagan verði auglýst og kynnt almenningi og tillaga að breyttu aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum, bæjarfulltrúar, S-lista, sátu hjá.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðir bæjarfulltrúar geta ekki tekið undir afgreiðslu 15.liðar frá 20. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 2.mars sl., er varðar að senda breytta deiliskipulagstillögu miðbæjar Selfoss í almennt auglýsingarferli.

Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að ekki sé tímabært að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi. Enn er ýmsum spurningum ósvarað varðandi þetta mikilvæga skipulagsmál og forsendur vilyrðis fyrir lóðum til handa Sigtúni þróunarfélagi er ekki fullnægt. Í því vilyrði sem samþykkt var á fundi bæjarráðs þann 19. mars 2015 var m.a kveðið á um að framkvæmdaaðila bæri að sýna með hvaða hætti þeir hygðust fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir, en undirritaðir bæjarfulltrúar hafa ekki séð neitt hvað þann mikilvæga þátt varðar. Þá liggur ekkert fyrir um með hvaða hætti sveitarfélagið hyggist endurheimta þann útlagða kostnað sem lagt var í við uppkaup þess á umræddu svæði. 

Í áðurnefndri viljayfirlýsingu um vilyrði fyrir lóðum kemur einnig fram að sveitarfélagið muni annast gatnagerð á svæðinu. Engin gögn eða upplýsingar hafa verið  kynntar fyrir undirrituðum varðandi kostnað sveitarfélagsins vegna hugmynda Sigtúns þróunarfélags á miðbæjarreitnum. Undirrituð minna á að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er ekki sterk um þessar mundir, og  ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í  fjárfestingaráætlun ársins 2016 eða framkvæmdaáætlunum sveitarfélagsins til næstu ára.  

Bæjaryfirvöld í Árborg samþykktu í mars árið 2011 að kaupa land í miðbæ Selfoss fyrir 175 milljónir króna. Rökin fyrir þeirri fjárfestingu voru þau að með því að festa kaup á landi Miðjunnar var sveitarfélagið að eignast lykilsvæði í framtíðarmiðbæ Selfoss og næði þar með forræði og tökum á framvindu miðbæjarsvæðisins. Í framhaldi af því var svo unnið að gerð nýs miðbæjarskipulags sem taka átti á öllum þeim þáttum er aflaga þóttu hafa farið frá fyrri tíð, að mati meirihluta bæjarstórnar. Það er því afar sérkennilegt að hér séu bæjaryfirvöld að leggja fram enn eitt miðbæjarskipulagið sem í þetta skiptið er unnið án beinnar þátttöku bæjaryfirvalda og víkur verulega frá núgildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 2014. 

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki lagst gegn því að Sigtún þróunarfélag fengi að koma hugmyndum sýnum um nýtt miðbæjarskipulag á framfæri við íbúa sveitarfélagsins. Í því felst hins vegar ekkert mat eða skoðun á ágæti hugmyndanna, heldur frekar sú skoðun að skipulag, yfirbragð og útlit miðbæjarins sé mál sem íbúarnir sjálfir eigi að hafa lokaorð um, annaðhvort í gegnum lögvarinn andmælarétt í auglýsingaferli eða jafnvel í framhaldinu með beinni lýðræðislegri íbúakosningu.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II. 1603159

Fyrirspurn bæjarfulltrúa S-lista vegna nýbyggingar við Sundhöll Selfoss

Lögð var fram eftirfarandi fyrirspurn bæjarfulltrúa S-lista:
Undirrituð óska eftir því að lagt verði fram fyrir næsta fund bæjarstjórnar þann 16. mars svör við eftirfarandi fyrirspurnum.

 1. Sundurliðað kostnaðaryfirlit vegna nýbyggingar við Sundhöll Selfoss.
 2. Sundurliðað kostnaðaryfirlit vegna aukaverka (viðbótarverka) sem orðið hafa til á verktímanum.
 3. Sundurliðuð kostnaðaráætlun vegna þeirra framkvæmda sem eftir er að vinna svo unnt verði að loka verkefninu.

Greinargerð:
Viðbygging við Sundhöll Selfoss er stærsta einstaka framkvæmd sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum misserum. Það er   skoðun undirritaðra að til þess að uppfylla kröfur um opna og góða stjórnsýsluhætti sé sjálfsagt og  eðlilegt  að svör við framkomnum fyrirspurnum séu lagðar fram á bæjarstjórnarfundi og færð til bókar, til upplýsingar fyrir íbúa og  bæjarfulltrúa.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svar við fyrirspurn vegna kostnaðar við nýbyggingu Sundhallar Selfoss:
Kostnaður vegna verksamnings við JÁVERK ehf um viðbyggingu við Sundhöll Selfoss nemur kr. 476.966.732 auk vsk, eða alls 612.304.641 með vsk. Samningur aðila hljóðar upp á 477.000.000 auk vsk.

Á framkvæmdatímanum tók byggingarnefnd Sundhallar ákvarðanir um að láta vinna nokkra verkþætti tengda eldri byggingu Sundhallar til viðbótar upphaflegum verksamningi (viðbótarverk). Samtals hafa verið greiddar 39.824.985 auk vsk, eða 49.382.981 með vsk, fyrir þau verk. Er þar t.d. um að ræða endurnýjun á hluta þaks eldra húss, endurnýjun á loftræstikerfi við gömlu innilaugina, málun á gluggum og veggjum eldra húss (útveggir og við innilaug), endurnýjun saunaklefa og endurbætur á kjallara eldra húss. Hlutdeild sveitarfélagsins í kostnaði við útskipti á gólfefnum við innilaug nemur kr. 1.612.903 auk vsk, eða alls 2.000.000 með vsk.Eftir er að vinna eða reikningsfæra nokkra kostnaðarliði sem falla undir viðbótarverk og er þar alls um að ræða 5.471.000 auk vsk, eða alls 6.780.040 með vsk. Þessir liðir snúa einkum að kjallara eldra húss.

Viðbygging við Sundhöll Selfoss er afar velheppnuð framkvæmd og hefur samningur við JÁVERK ehf um byggingu hússins staðist í öllum atriðum. Ákvarðanir byggingarnefndar um að vinna verk til viðbótar upphaflegum samningi hafa verið teknar á grundvelli vettvangsskoðana og kostnaðaráætlana og aðhalds gætt í hvívetna. Þá skilar sú starfsemi sem samið hefur verið um á efri hæð nýbyggingar tekjum inn í reksturinn sem koma á móti fjárfestingarkostnaði.

Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls og þökkuðu fyrir svörin.

III: 1503158

           Beiðni um framlengingu á vilyrði um lóðaúthlutun vegna lóða í miðbæ Selfoss  

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi beiðni Sigtúns þróunarfélags ehf. 

Sigtún þróunarfélag ehf. óskar eftir að vilyrði félagsins fyrir úthlutun á lóðum Sveitarfélagsins Árborgar í miðbæ Selfoss verði framlengt. Einnig að gengið verði til samninga við félagið um endanlega úthlutun sem fyrst.

F.h. Sigtúns þróunarfélags, Leó Árnason 

Lagt var til að vilyrði fyrir lóðaúthlutun verði framlengt til 3ja mánaða og framkvæmdastjóra sveitarfélagsins falið að vinna drög að samningi við Sigtún þróunarfélag ehf. um gatnagerð og úthlutun lóða og leggja samning fyrir bæjarráð.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B- og D-lista, bæjarfulltrúar S-lista sátu hjá.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:00

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
20. fundur bæjarstjórnar

20. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I.   Fundargerðir til staðfestingar
 

1. a) 1601007
            Fundargerð framkvæmda- og veitusviðs                  23. fundur       frá 20. janúar
https://www.arborg.is/23-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

b) 1601003
            Fundargerð fræðslunefndar                                      17. fundur       frá 21. janúar
https://www.arborg.is/17-fundur-fraedslunefndar-2/

c) 63. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 28. janúar
            https://www.arborg.is/63-fundur-baejarrads-2/

 

 2. a) 1601008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                16. fundur       frá 13. janúar
https://www.arborg.is/16-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

      b) 1601004
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 18. fundur       frá   2. febrúar
            https://www.arborg.is/18-fundur-felagsmalanefndar-2/

     c) 1601006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            19. fundur       frá   3. febrúar
https://www.arborg.is/19-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

     d) 64. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 11. febrúar
            https://www.arborg.is/64-fundur-baejarrads-2/

            Úr fundargerð félagsmálanefndar, samanber 64. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 4, málsnr. 1501120 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2015. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 64. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 12, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísastaðalandi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 15, málsnr. 1503075 – Athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillögu að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 20. janúar, lið 1, málsnr. 1302259 – Deiliskipulagsbreyting – Dísastaðaland.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

 • liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 21. janúar, lið 3, málsnr. 1404071 – Frístundaheimili – mögulegar útfærslur.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

 • liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. janúar, lið 7, málsnr. 1601151 – Vetrarlokanir á Suðurlandsvegi og vetrarþjónusta á Suðurstrandarvegi.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

 • liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, frá 13. janúar, lið 2, málsnr. 1601075 – Málefni sundlauga Árborgar.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. janúar, lið 1, málsnr. 1501110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. janúar, lið 3, málsnr. 1601074- Vor í Árborg 2016
 • liður 1 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 2. febrúar, liður 4, málsnr. 1501120 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2016. Lagt er til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.

Reglur um fjárhagsaðstoð 2016 voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 2 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. febrúar, liður 12, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísastaðalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Lagt er til að kvöð verður sett á lóðarblöð um lagnarbelti fráveitu á þeim lóðum sem um ræðir, einnig verði hlykkir á botnlangagötum breikkaðir til samræmis við breidd gatnanna. Við hönnun gatna verði gert ráð fyrir 2m gangstétt og 2m grasræmum meðfram götum eins og sýnt er í deiliskipulagstillögunni.

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna.

 • liður 2 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. Febrúar, liður 15, málsnr. 1503075- Athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillögu að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Nýr deiliskipulagsuppdráttur var lagður fram í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:50

Magnús Gíslason
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir

Rósa Sif Jónsdóttir, ritari.
19. fundur bæjarstjórnar


19. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 20. janúar 2016 kl. 18:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, varamaður, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 59. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 10. desember

https://www.arborg.is/59-fundur-baejarrads-2/

 

 2.
a) 1501031
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              22. fundur       frá 9. desember
https://www.arborg.is/22-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
b) 1501030
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                15. fundur       frá 9. desember
https://www.arborg.is/15-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
c) 1501028
Fundargerð fræðslunefndar                                      16. fundur       frá 10. desember
https://www.arborg.is/16-fundur-fraedslunefndar/
d) 60. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 17. desember
https://www.arborg.is/60-fundur-baejarrads-2/ 

3.
a) 1601006
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        18. fundur       frá 6. janúar
https://www.arborg.is/18-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/
b) 61. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 14. janúar
https://www.arborg.is/61-fundur-baejarrads-2/

Úr fundargerð skipulags og byggingarnefndar, samanber 58. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 6, málsnr. 1512179 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir veg austast í landi Kaldaðarness. Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
 • liður 12, málsnr. 1507155 – Tillaga að deiliskipulagi við Kotleysu Tanga, Stokkseyri. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 14, málsnr. 1504327 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Hulduhól Eyrarbakka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. desember, lið 3, málsnr. 1501157 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

 • liður 2 b) Kjartan Björnsson, D-lista tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 9. desember, lið 1, málsnr. 1510085 – Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2015
 • liður 2 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 9. desember, lið 4, málsnr. 1512043 – Skemmdir á Selfossvelli.
 • liður 2 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. desember, lið1, málsnr. 1511160 – Sérdeild Suðurlands – námskrá 2015-2016 og starfsáætlun.

Bæjarstjórn Árborgar sendir hamingjuóskir til Sérdeildar Suðurlands með menntaverðlaun Suðurlands.

 • liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. desember, lið 4, málsnr. 1511073 – Sumarlokanir leikskóla 2016.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 • liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 9. desember, lið 3, málsnr. 1509124 – Selfossveitur – orkuöflun til framtíðar.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 • liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. janúar, lið 3, málsnr. 1512182 – Athugasemdir vegna vegriðs/steinkants – Gagnheiði 19 Selfossi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. janúar, málsnr. 1502082 – Beiðni um niðurfellingu á gjöldum vegna byggingar á aðstöðu fyrir Stangaveiðifélag Selfoss.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. janúar, liður 6, málsnr. 1512179 – Framkvæmdaleyfi fyrir veg austast í landi Kaldaðarness. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. janúar, liður 12, málsnr. 1507155 – Tillaga að deiliskipulagi við Kotleysu Tanga, Stokkseyri. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. janúar, liður 14, málsnr. 1504327 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Hulduhól, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II.
1510215
Fyrirhugaðar breytingar á heitavatnssölu í Tjarnabyggð

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

III.
1601202
Lántökur 2016

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 450.000.000 kr. til 18 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun og einnig til að greiða afborganir af eldri lánum hjá Lánasjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.

Lántökur ársins 2016 voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:15
Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
18. fundur bæjarstjórnar


18. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Guðlaug Einarsdóttir, varamaður, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar: Ásdís Ágústsdóttir, Bergdís Bergsdóttir, Guðmunda Bergsdóttir, Pétur Már Sigurðsson, Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir, Sigdís Erla Ragnarsdóttir, Sveinn Ægir Birgisson, Sverrir Heiðar Davíðsson og Þórunn Ösp Jónasdóttir.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Sjá fundargerð
17. fundur bæjarstjórnar


17. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Sjá fundargerð á pdf skjali
16. fundur bæjarstjórnar


16. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. október 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Axel Ingi Viðarsson,varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Axel Inga Viðarsson velkominn á sinn fyrsta fund.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1501031
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  17. fundur                   frá 9. september
            https://www.arborg.is/17-framkvaemda-og-veitustjornar/
b) 1501028
            Fundargerð fræðslunefndar                          13. fundur                   frá 10. september
https://www.arborg.is/13-fundur-fraedslunefndar-2/

c) 49. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 17. september
            https://www.arborg.is/49-fundur-baejarrads/

 

 2.
a) 50. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 23. september
            https://www.arborg.is/50-fundur-baejarrads-2/

3.
a) 51. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 1. október
            https://www.arborg.is/51-fundur-baejarrads-2/

4.
a) 52. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 8. október
            https://www.arborg.is/52-fundur-baejarrads-2/

5.
a) 1501031
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
https://www.arborg.is/18-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
             fundur frá 22. september

https://www.arborg.is/19-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
            fundur frá 6. október

https://www.arborg.is/20-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
           fundur frá 8. október

b) 1501028
            Fundargerð fræðslunefndar        14. fundur       frá 8. október
https://www.arborg.is/14-fundur-fraedslunefndar-2/

c) 1501026
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar           15. fundur       frá 7. október
            https://www.arborg.is/15-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

d) 53. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 14. október
            https://www.arborg.is/53-fundur-baejarrads-2/

 

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 53. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 18, málsnr. 1510035 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði staðfest.
 • liður 19, málsnr. 1510036 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir háspennustreng í Austurvegi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði staðfest.
 • liður 20, málsnr. 1509118 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Suðurhólum í tengivirki Selfossi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði staðfest.
 • liður 24, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísarstaðalandi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 25, málsnr. 1503075 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 26, málsnr. 1103050 – Tillaga að skipulagi miðbæjar Eyrarbakka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 9. september, lið 3, málsnr. 1509022 – Styrkur til uppsetningar á varmadælum í Árborg 2016.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

 • liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. september, lið 2, málsnr. 1505048 – Fjárhagsáætlun 2016.
 • liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. september, lið 4, málsnr. 1508148 – Undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

 • liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. september, lið 3, málsnr. 1505126 – Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Axel Ingi Viðarsson, varafulltrúi, D-lista, vék af fundi vegna liðs 4 í fundargeð bæjarráðs frá 1. október.

Axel Ingi kom aftur inn á fundinn.

 • liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. október, lið 5, málsnr. 1509125 – Styrkbeiðni HSK vegna gerðar heimildarmyndar um Landsmóts UMFÍ á sambandssvæði HSK.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október, lið 5, málsnr. 1509240 – Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn um tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs.

Kjartan Björnsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundson, S-lista, tóku til máls.

 • liður 4 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október, lið 9, málsnr. 1510037 – Erindi Björns Rúrikssonar þar sem hann lýsir áhuga sínum á að verða bæjarlistamaður.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 5 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, lið 16, málsnr. 1510014 – Fyrirspurn um breytta notkun á bílskúr í Fífutjörn 4, Selfossi.
 • liður 5 d) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. október, lið 7, málsnr. 1510087 – Tillaga Helga S. Haraldssonar, B-lista, um áskorun á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þannig að þeir verði í samræmi við verkefni þeirra.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Gert var fundarhlé.

Fundi var fram haldið.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar tók til máls.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir eftirfarandi áskorun:
Á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna voru lögð fram gögn sem sýna verulega versnandi afkomu sveitarfélaga á Íslandi. Í umræðum á fjármálaráðstefnunni lýstu fjölmargir sveitastjórnarmenn yfir þungum áhyggjum af afkomu sveitarfélaganna nú þegar vinna við fjárhagsáætlanir ársins 2016 er í fullum gangi. Á fundum með þingmönnum Suðurlands í kjördæmavikunni voru áhyggjur af afkomu sveitarfélaganna það sem var sveitastjórnarmönnum efst í huga.  

Bæjarstjórn Svf. Árborgar skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér af öllu afli fyrir því að farið verði án tafar í markvissa vinnu með fulltrúum ríkisvaldsins við sanngjarnari skiptingu tekna eða nýja tekjustofna fyrir sveitarfélögin. Ef ekki kemur til umtalsverðra breytinga á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga er veruleg hætta á að sveitarfélög á Íslandi verði að grípa til skerðingar á nauðsynlegri þjónustu við íbúa sína auk þess sem hætta er á að sveitarfélög þurfi að skila ákveðnum verkefnum aftur til ríkisins.

 • liður 5 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar. Vinna við fjárhagsáætlunargerð.
 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 18, málsnr. 1510035 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fjörustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði staðfest.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 19, málsnr. 1510036 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir háspennustreng í Austurvegi. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði staðfest.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 20, málsnr. 1509118 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Suðurhólum í tengivirki Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði staðfest.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 24, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísarstaðalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.              

 

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 25, málsnr. 1503075 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði til að tillagan verði samþykkt ásamt eftirfarandi svari við athugasemd sem barst við tillöguna.

Vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi Gráhellu barst ein athugasemd við tillöguna. Athugasemdin barst frá Sverri Sigurjónssyni.

Gerð er athugasemd við að verið sé að fækka íbúðum og gera byggingar einsleitari, í stað tveggja hæða húsa í bland við lágreistari hús sé verið að breyta byggðinni í einsleitari lágreista byggð. Verið sé að stuðla að stéttarskiptingu í samfélaginu með breyttu deiliskipulagi sem augljóslega sé ætlað fyrir hina efnaminni. Þá sé umrædd breyting ekki fallin til þess að laða metnaðarfulla byggingarverktaka að svæðinu, þar sem einungis sé gert ráð fyrir lágreistum húsum sem byggð verði svo til eftir sömu teikningu.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og athugasemdinni verði svarað með eftirfarandi hætti:

Sveitarfélagið Árborg bendir á að deiliskipulagsbreytingin gerir einungis ráð fyrir fækkun um 28 íbúðir á svæðinu, þ.e. að íbúðum fækki úr 144 í 116. Gert er ráð fyrir 18 einbýlishúsum, 9 parhúsum á einni hæð, 2 raðhúsum á einni hæð og 8 raðhúsum þar sem innrétta má þakrými sem hluta íbúðar. Í öllum tilfellum eru eigendur lóða frjálsir af húsagerð sem er innan marka byggingarreglugerðar og deiliskipulags. Einungis er gert ráð fyrir að öll hús innan sömu lóðar skuli hönnuð sem ein heild.

Að framangreindu virtu verður ekki séð að samþykki umræddra deiliskipulagsbreytinga feli í sér einsleitari byggð, né að umræddar húseignir höfði frekar til ákveðins þjóðfélagshóps í efnahagslegu tilliti.

Sveitarfélagið Árborg leggur áherslu á að samþykki umræddra breytinga á gildandi deiliskipulagi skerðir ekki þau stefnumið sem sett eru í gildandi aðalskipulagi, það er að skapa ákjósanleg skilyrði til heilbrigðs lífs og kjöraðstæður til uppvaxtar barna og ungmenna, þar sem fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins.

Sveitarfélagið Árborg vill þakka þann áhuga sem sýndur er með framangreindri athugasemd og vonar að með þessu svari hafi verið gefnar fullnægjandi skýringar vegna framkominna athugasemda, ábendinga, tilmæla og mótmæla.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda þeim svarbréf er gerðu athugasemdir.

Tillagan var borin undir atkvæði ásamt svari við athugasemd.
Var það samþykkt samhljóða. 

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október liður 26, málsnr. 1103050 – Tillaga að skipulagi miðbæjar Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði til að tillagan verði samþykkt ásamt eftirfarandi svari við athugasemdum sem bárust við tillöguna.

1) Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur, dags. 6.7.2015, og hljóðar svo:
Ég er með athugasemd vegna þess deiliskipulags sem verið er að vinna fyrir miðhverfi Eyrarbakka og er mótfallin akstursfærum göngustíg austan við Túngötu 61. Það er breiður göngustígur vestan megin við þessa húseign sem hægt er að keyra einkabíl í neyð. Það virðist ekki þjóna miklum tilgangi að leggja stíg þarna fyrir gangandi umferð því þeir sem velja að ganga yfir Garðstúnið, taka nú eðlilega bara strollið þvert yfir grasið. 

Mér fyndist mikið óráð að breyta notkun á Garðstúninu frá því sem er því það er sá blettur sem ætti að hugsa sem framtíðarútisvæði í tengslum við söfnin í þorpinu. Hús safnanna teygja sig frá Kirkjubæ (við hlið Rauða Hússins) og yfir í Sjóminjasafn og Garðstúnið er veigamikið til að halda friðhelgi þessa svæðis, enda ýmislegt þar undir torfinu.

Einnig væri óráð að opna fyrir akstur, eða gefa fordæmi fyrir akstri sem myndi gefa beina aksturslínu austan við kirkju, fram hjá bæjarhlaði Hússins og yfir túnið að Túngötu. Það yrði of frekt í þetta þrönga umhverfi og skapa ónæði. 

Ég hef líka efasemd um að merking Eyrargötu ætti að vera vistgata og tel það óraunhæft að það sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem því fylgja t.d. 15 km hámarksakstri. Hins vegar er ég mjög hlynnt öllum þeim þrengingum og tillögum sem teiknaðar eru til að hægja umferð. 

Allt annað í þessu skipulagi finnst mér gott og öllum til góða og þakka fyrir mig. 

Linda Ásdísardóttir
Hjallavegi 2
820 Eyrarbakka
s.820 0620 

Svar:
Þessi athugasemd barst í raun áður en tillagan fór í auglýsingu og var búið að taka tillit til athugasemda varðandi stíginn og vistgötuna í auglýstri tillögu. Athugasemdin kallar því ekki á frekari breytingar á deiliskipulagstillögu. 

2) Athugasemd frá Jóhanni Jónssyni, Rauða Húsinu á Eyrarbakka, dags. 20.8.2015, og hljóðar svo:
Góða kvöldið,
Mig langar fyrir hönd Rauða Hússins að bera fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.

Á bak við Rauða Húsið er gert ráð fyrir nýrri lóð fyrir einbýlishús, við teljum að betra væri að halda þessu áfram sem grænum reit að minnsta kosti þar til búið er að klára alla hellulögn í miðbænum í kringum kirkjuna, Húsið og Rauða Húsið og reynsla komin á það hvort breytingin kalli á fleiri bílastæði á svæðið.

Upplagt væri að gróðursetja tré á lóðinni og tengja hana garðinum við Kirkjubæinn þangað til að reynsla af nýjum og bættum miðbæ annaðhvort leyfði nýtt hús eða hafnaði því auk þess sem skjól myndi aukast á svæðinu. 

Kær kveðja/Kind regards,
Jóhann Jónsson 

Svar:
Skipulags- og byggingarnefnd er sammála um að gott sé að bíða með að byggja/úthluta lóðinni þar til frágangur á torgum og opnum svæðum er kominn vel á veg. Hins vegar hentar svæðið ekki sérstaklega vel fyrir bílastæði vegna lögunar sinnar og telur nefndin að frekar mætti fjölga bílastæðum norðan við Kirkjubæ ef þess reynist þörf. Sjá ennfremur svar við næstu athugasemd. 

 

3) Athugasemd frá íbúum í Hreggvið og Skúmsstöðum 5, dags. 18.8. 2015, og hljóðar svo:
Við íbúar Skúmsstaðahverfis á Eyrarbakka, Rósa Marta Guðnadóttir sem býr í Hreggvið og Hallgrímur Geir Jónsson sem býr að Skúmsstöðum 5, gerum alvarlega athugasemd við að ný byggingarlóð sé fyrirhuguð á bak við veitingastaðinn Rauða Húsið, í miðju hverfinu. Við það verður þrengt að öðrum húsum í þessu litla hverfi og ætti það að vera óþarfi þar sem nóg er af byggingarlóðum á Eyrarbakka. Tilvalið er hins vegar að gera svæðið að fallegu torgi þar sem mætti til dæmis hafa markað og menn gætu komið saman. Á þessu svæði er fjölskrúðugt fuglalíf og þar má rækta ýmislegt. 

Virðingarfyllst,
Rósa Marta Guðnadóttir, 011255-3969
Hallgrímur Geir Jónsson, 200877-4709 

Svar:
Í deiliskipulagsskilmálum stendur að byggja megi einbýlishús á einni hæð með risi og er nýtingarhlutfall 0,35, lóðarstærð er 354m². Húsið yrði því mjög lítið og í lið 3.3. Húsagerðir í deiliskipulagstillögunni er ennfremur kveðið á um útlit húss sem tryggir að það falli vel að þeim húsum sem fyrir eru þarna í kring. Í skipulaginu er gert ráð fyrir torgi á öðrum stað, á milli Hússins og Kirkjubæjar og framan við Rauða Húsið (Miklagarð).  

Rétt er að nóg er til af byggingarlóðum á Eyrarbakka, t.d. í Einarshafnarhverfinu, en lóð á þessum stað er sett inn í skipulagið með það í huga að þar væri hægt að byggja eða flytja hús, sem myndi styrkja heildarmynd þessa hverfis, sem er smágert og þétt. Það er í höndum bæjaryfirvalda að úthluta lóðinni og geta þau valið að bíða með það þar til séð verður hvernig þróunin verður í kringum Kirkjutorgið og Húsið.  

Það þykir því ekki rétt að fella þessa lóð út úr skipulaginu að svo komnu máli en mælst til að beðið verði með úthlutun hennar og ekki verði vikið frá skilmálum deiliskipulagsins.

Tillagan var borin undir atkvæði ásamt svari við athugasemdum.
Var það samþykkt samhljóða. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

 II. 1505206 Kosning í embætti innan bæjarstjórnar

            1 fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga og varamaður

            1 fulltrúi á aðalfund SASS og varamaður

            1 fulltrúi á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og varamaður

            1 fulltrúi á aðalfund málefna fatlaðra og varamaður

Lagt er til að Eggert Valur Guðmundsson verði aðalmaður í Héraðsnefnd Árnesinga og Guðlaug Einarsdóttir og Viktor Pálsson verði varamenn.

Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Einnig er lagt til að Axel Ingi Viðarsson verði aðalmaður á aðalfundi SASS, á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og á aðalfundi málefna fatlaðra og að Jóna Sigurbjartsdóttir og Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir verði varamenn.

Voru tillögurnar bornar undir atkvæði og samþykkar samhljóða. 

 

III.       1505237
            Viðauki við fjárhagsætlun 2015
            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

IV.    1501112
            Lántökur 2015

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 179.500.000 kr. til 20 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr.

68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við Sunnulækjarskóla, framkvæmdir við Sundhöll Selfoss og afborganir af eldri lánum hjá Lánasjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.

Tillaga um  lántöku var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert.   Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:45

 

 

 

 

________________________                           ________________________

Ásta Stefánsdóttir                                              Kjartan Björnsson

 

________________________                           ________________________

Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson

 

________________________                           ________________________

Axel Ingi Viðarsson                                           Helgi Sigurður Haraldsson

 

________________________                           ________________________

Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir

 

________________________                           ________________________

Viðar Helgason                                                  Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
15. fundur bæjarstjórnar


15. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 16. september 2015 kl. 17:30 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Ásta Stefánsdóttir ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:
I.      Fundargerðir til staðfestingar

 1. a) 46. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá       27. ágúst
            https://www.arborg.is/46-fundur-baejarrads-2/

2. a) 1501029
            Fundargerð félagsmálanefndar     13. fundur     frá       25. ágúst
            https://www.arborg.is/13-fundur-felagsmalanefndar/

      b) 1501031
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar        16. fundur     frá       26. ágúst
            https://www.arborg.is/16-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

      c) 1501028
            Fundargerð fræðslunefndar          12. fundur     frá       27. ágúst
            https://www.arborg.is/12-fundur-fraedslunefndar-2/

      d) 47. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 3. september
            https://www.arborg.is/47-fundur-baejarrads-2/ 

3.    a) 1501026
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar       14. fundur     frá   2. september
            https://www.arborg.is/14-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

        b) 1501030
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar          12. fundur     frá   2. september
            https://www.arborg.is/12-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

      c) 48. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 10. september
            https://www.arborg.is/48-fundur-baejarrads-2/

 

-liður 2 í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, mál nr. 1507111, fjörustígur 2015, útboð og framkvæmdir við göngu- og hjólastíg á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

-liður 22 í fundargerð fræðslunefndar, mál nr. 1508113, áskorun Barnaheilla til sveitarfélaga um gjaldfrjálsan grunnskóla. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Magnús Gíslason, D-lista, tóku til máls.

-fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

-liður 8 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál nr. 1508128, umsókn um breytta notkun á bílskúr að Grundartjörn 3, Selfossi. Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, einnig um mál nr. 10, 1508130, stöðuleyfi til notkunar fyrir geymslu undir kajaka.

-liður 3 og 4 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál nr. 1508127 og 1508181 umsóknir um lóðina Heiðarveg 1. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
II:    1508178
            Málefni flóttamanna – Áskorun frá ungmennaráði Árborgar
Lögð var fram eftirfarandi áskorun:
Ungmennaráð Árborgar skorar á bæjarstjórn að stofna starfshóp sem hefur það að markmiði að undirbúa komu flóttamanna til sveitarfélagsins á næstu mánuðum. Ungmennaráðið telur að Sveitarfélagið Árborg og þéttbýliskjarnar þess séu vel í stakk búnir til að taka á móti flóttafólki.

 

Ari B. Thorarensen, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn þakkar erindið. Á fundi bæjarráðs hinn 10. september sl. var samþykkt að taka jákvætt í erindi Velferðarráðuneytisins um móttöku flóttafólks og er undirbúningsvinna hafin. Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, félagsmálastjóri og fræðslustjóri vinna að málinu í samráði við Velferðarráðuneyti og aðra samstarfsaðila, meðal annars hefur verið rætt við nágrannasveitarfélög um samvinnu vegna málsins.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

 

III.       1508178
            Ályktun frá Bjartri framtíð í Árborg um málefni flóttamanna 

Viðar Helgason, Æ-lista, fylgdi ályktuninni úr hlaði.
Björt framtíð í Árborg vill koma á framfæri ánægju með þá ákvörðun sveitarfélagsins að undirbúa hugsanlega móttöku flóttafólks. Björt framtíð hvetur jafnframt til skjótra vinnubragða þar sem neyðin er brýn og þessi málefni þola enga bið.

Grunnskylda samfélaga er að skapa öruggt umhverfi og nauðsynlegt að horfa á það í stærra samhengi. Sagan hefur sýnt að tímabundin aðstoð og eða stuðningur skilar sér margfalt til baka í samfélagið.

Björt framtíð telur mikilvægt að reynt verði að stuðla að samvinnu milli nærliggjandi sveitarfélaga til að veita flóttafólki sem besta möguleika á öruggu umhverfi og góðum lífsskilyrðum, enda sé það samfélagsleg ábyrgð okkar  allra að huga að þeim sem minna mega sín.

Björt framtíð í Árborg hvetur sveitarfélagið til að hraða ferlinu eins og kostur er og kalla nágranna okkar að borðinu. Samtakamáttur sveitarfélaga á Suðurlandi er mikill og saman getum við lyft grettistaki í málefnum flóttafólks.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði að bæjarfulltrúar S-lista taki undir bókunina.

Kjartan Björnsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, Magnús Gíslason, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

IV.     1509091
            Fyrirspurnir um umhverfisvæna innkaupastefnu
            Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, fylgdi fyrirspurninni úr hlaði.

Fyrirspurn á Bæjarstjórnarfundi á degi íslenskrar náttúru 16.september 2015:
1.  Hefur Svf. Árborg sett sér umhverfisvæna innkaupastefnu?

2. Er umhverfisstefnan virk og eru starfsmenn sveitarfélagsins meðvitaðir um stefnuna?

Umhverfisvæn innkaup snúast um að velja umhverfisvænar vörur fremur en þær sem valda meiri skaða á umhverfinu. Mikilvægt er að kaupa þá vöru sem hefur í för með sér minnstan úrgang, lágmarkar notkun á hráefni og orku og hefur minnsta mögulegt magn efna sem skaðleg eru umhverfinu og heilsu manna. Við innkaup er nauðsynlegt að skoða ekki eingöngu stofnkostnað heldur einnig líftímakostnað, þ.e. þann kostnað sem felst í notkun vörunnar, s.s. orkunotkun, viðhald, kostnað við förgun o.s.frv.

Undirrituð leggja ríka áherslu á að stofnanir Svf. Árborgar séu í fararbroddi þegar kemur að því að ganga eins vel og kostur er um umhverfið.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi svar:
Í innkaupastefnu Árborgar sem birt er á vefnum (https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2012/04/Innkaupastefna-Sveitarfélagsins-Arborgar-des.2009.pdf) er kveðið á um að við innkaup skuli taka tillit til gæða, umhverfissjónarmiða og verðlags.

Innkaupastefnan er virk og starfsmenn þekkja til hennar og tilheyrandi innkaupareglna. Í útboðum er, þar sem við á, gerð krafa um þætti sem snúa að umhverfissjónarmiðum, hvort sem um er að ræða kaup á þjónustu eða vörum,sjá t.d. eftirfarandi texta úr útboðsgögnum:

Stuðull varðandi mengun/útblástur í flutningum:
Bifreiðar sem notaðar eru við söfnun og flutning úrgangs til móttökustöðvar skulu að lágmarki uppfylla EURO IV en frá 1. júlí 2013 uppfylla EURO V kröfur eða nota metan eldsneyti.

Kröfur um hreinlætisvörur í útboði á ræstingum:
Allar hreinlætisvörur (fljótandi sápur, sápustykki, pappírshandþurrkur, salernispappír,handklæði og ruslapokar o.þ.h.) skal verktaki leggja til. Allar hreinlætisvörur skulu vera umhverfisvænar.

2.1.3 Notkun á efnum og tækjum, ábyrgð verktaka.
Allar hreinlætisvörur sem verktaki leggur til skulu vera umhverfisvænar og háðar samþykki verkkaupa.
Við þrif og ræstingar skal eingöngu nota hreinsiefni sem hvorki skaða byggingarefni þeirra hluta sem verið er að þrífa né umhverfi þeirra. Velja skal hreinsiefni sem byggingarefni viðkomandi hlutar þolir hvað best, þó þannig að viðunandi árangur náist.

Meðferð og val hreinsiefna skal ætíð vera eftir leiðbeiningum framleiðenda hreinsiefna m.t.t. þeirra áhalda sem notuð eru. Almennt þá skulu hreinsiefni vera laus við óþarfa aukaefni svo sem litar- og lyktarefni, þ.e.a.s. þau skulu vera umhverfisvæn. Þannig skulu öll efni hafa viðurkennd umhverfismerki. Öll hreinsiefni skulu vera prófuð fyrir húðertingu og uppfylla kröfur heilbrigðisyfirvalda þar að lútandi.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar

 V.    1509090
            Tillaga um breytingu á dreifisvæði raforku í Sveitarfélaginu Árborg 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að fela framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að hefja vinnu við að fá fram breytingar á skiptingu dreifisvæðis, fyrir raforku, í Sveitarfélaginu Árborg. Sú vinna hlýtur að hefjast með samtali við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og síðan aðra aðila ef með þarf.

Greinargerð:
Það að íbúar sveitarfélagsins skuli ekki njóta sömu kjara hvað viðkemur dreifingu á raforku innan sveitarfélagsins, er með öllu óásættanlegt. Það að gömul „hreppamörk“ dreifingarsvæða rafmagns skuli bitna á íbúum þess, eftir því hvort þeir búa sunnan við götu eða norðan megin hennar, í nýjum hverfum eða gömlum, getur ekki talist eðlilegt. Sama á við um marga aðra íbúa sveitarfélagsins. Að fá þetta leiðrétt getur skipt þessa íbúa miklu máli og hlaupið á stórum upphæðum ár hvert.

Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:12.

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Magnús Gíslason
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdótti
Viðar Helgason
14. fundur bæjarstjórnar


14. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 19. ágúst 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Már Ingólfur Másson varamaður, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til kynningar

            1. a) 42. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 25. júní
            https://www.arborg.is/42-fundur-baejarrads/ 

            2. a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 12. fundur     frá 1. júlí
            https://www.arborg.is/12-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

            b) 43. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 9. júlí
            https://www.arborg.is/43-fundur-baejarrads-2/ 

            3. a) 44. fundur bæjarrás ( 1501025 ) frá 23. júlí
            https://www.arborg.is/44-fundur-baejarrads-2/

            4. a) Fundargerð skipulag- og byggingarnefndar 13. fundur    frá   5. ágúst
            https://www.arborg.is/13-fundur-skipulags-og-bygginganefndar/

            b) 45. fundur bæjarráð ( 1501025 ) frá 13. ágúst
            https://www.arborg.is/45-fundur-baejarrads-2/ 

 • liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 25. júní, lið 5, málsnr. 1506210 – Tillaga um breytingu á gjaldskrá sundlauga Árborgar.
 • liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júlí, lið 2, málsnr. 1505271 – Beiðni um breytingu á götuheiti Gagnheiðar 61-78.
 • liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júlí, lið 10, málsnr. 1506229 – Stöðuleyfisumsókn fyrir gám að Birkivöllum 3.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Undirritaður beinir því til skipulags- og bygginganefndar með tilliti til afgreiðslu nefndarinnar á lið 10 á 12. fundi nefndarinnar þar sem umsækjanda um stöðuleyfi fyrir gám er hafnað á þeim forsendum að erindið samræmist ekki gildandi skipulagi, að kortlagt verði hvar gámar eru staðsettir í sveitarfélaginu. Í framhaldinu verði gefið út stöðuleyfi fyrir þeim gámum sem uppfylla skilyrði, en aðrir fjarlægðir. Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista

 • liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. júlí, lið 5, málsnr. 1504105 – Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um niðurstöðu ársreiknings 2014 og fjárhagsáætlun 2015 – 2018.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 • liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. ágúst, lið 5, málsnr. 0906114 – Afturköllun vilyrðis frá 17. febrúar 2005 til Smáratorgs ehf fyrir lóð við aðkomu að Selfossi.
 • liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. ágúst, lið 7, málsnr. 1508018 – Umferðamál á Engjavegi austan Reynivalla, erindi Sigríðar Ólafsdóttur.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 • liður 4 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. ágúst, lið 1, málsnr. 1501026 – Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, lið 5, málsnr. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51 – 59. II. 1501547
  Breyting á fulltrúum Æ-lista í nefndum 2015

Lagt er til að Eyrún Magnúsdóttir sem er að snúa til baka út leyfi taki sæti Más Ingólfs Mássonar sem næsti varmaður Viðars Helgasonar sem bæjarfulltrúi, sem varaáheyrnarfulltrúi í bæjarráði og sem varamaður í Héraðsnefnd Árnesinga.

Einnig er lagt til að Eyrún Magnúsdóttir taki sæti Guðfinnu Gunnarsdóttur sem aðalmaður í félagsmálanefnd og Guðfinna verði varamaður í stað Jóns Þórs Kvaran.

Tillagna var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:55

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir

 
13. fundur bæjarstjórnar


13. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 24. júní 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I.
a) 1501029
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 12. fundur                  frá    3. júní
https://www.arborg.is/12-fundur-felagsmalanefndar/

b) 1501026
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            11. fundur                  frá    3. júní
https://www.arborg.is/11-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

Úr fundargerð félagsmálanefndar samanber 40. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 4, málsnr. 1506008 – Reglur um sérstakar húsaleigubætur, bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar.
 • liður 5, málsnr. 1506007 – Reglur um félagslegt leiguhúsnæði, bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar.
 • liður 6, málsnr. 1506006 – Reglur um fjárhagsaðstoð, bæjarráðs vísar reglunum til bæjarstjórnar.
 • liður 7, málsnr. 1506009 – Öldungaráð, bæjarráð vísar samþykktinni til bæjarstjórnar.

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 40. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 9, málsnr. 1103050 – Tillaga að deiliskipulagi miðhverfis Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 10, málsnr. 1209098 – Tillaga að aðalskipulagi fjörustígs. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 17, málsnr. 1205364 – Skipulagslýsing miðbæjar Selfoss. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt.c) 40. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 11. júní
              https://www.arborg.is/40-fundur-baejarrads-2/

 

 1.  a) 1501031
  Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                          15. fundur       frá 10. júní
  https://www.arborg.is/15-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/b) 1501030
  Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                           11. fundur       frá 10. júní            https://www.arborg.is/11-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

  c) 1501028
  Fundargerð fræðslunefndar                                                  11. fundur       frá 11. júní            https://www.arborg.is/56201/

  d) 41. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 18. júní
  https://www.arborg.is/41-fundur-baejarrads-2/ 

 • liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní – Ritun fundargerða.
 • liður 1 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní, lið 4, málsnr. 1506008 – Reglur um sérstakar húsaleigubætur. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa S-lista:
Undirrituð leggja til að dagskrárliðnum, reglur um sérstakar húsleigubætur, verði frestað, og félagsmálanefnd og félagsmálastjóra verði falið að koma fram með sértækar tillögur sem taka til þess hóps sem verður fyrir mikilli skerðingu á sérstökum húsaleigubótum vegna hinna nýju reglna.
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi,S-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Tillaga Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, og Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, um reglur um sértakar húsaleigubætur var borin undir atkvæði og felld með með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og Æ-lista.

Reglurnar um sérstakar húsaleigubætur voru bornar undir atkvæði og samþykktar með sjö atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og Æ-lista gegn tveim atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista.

Eggert Valur Guðmundsson S-lista tók til máls og gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista:
Undirrituð geta ekki samþykkt þær reglur um sérstakar húsleigubætur sem hér eru til afgreiðslu. Ákveðinn hópur fólks sem ekki hefur neina möguleika á að auka tekjur sínar, er skilinn eftir með aukna greiðslubyrði og það getum við ekki sætt okkur við. Undirrituð greiða því atkvæði á móti þessari útfærslu reglna um sérstakar húsleigubætur, sem hér eru lagðar fram af meirihluta -D lista.

                   Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista

                   Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu.

 • liður 1 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní, lið 5, málsnr. 1506007 – Reglur um félagslegt leiguhúsnæði. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Reglurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar með sjö atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og Æ-lista, bæjarfulltrúar S-lista sátu hjá.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista:
Á síðasta kjörtímabili breytti meirihluti D-lista reglum um lengd  búsetu í sveitarfélaginu varðandi rétt fólks til þess að sækja um félagslegar íbúðir úr einu ári í þrjú ár. Bæjarfulltrúar S-lista mótmæltu þessari breytingu kröftuglega þegar hún var lögð fram. Nú hefur meirihlutinn séð að sér og breytir fyrri ákvörðun og er það fagnaðarefni. Álit undirritaðra hefur ekki breyst varðandi þetta mál og það er okkar skoðun að föst búseta í sveitarfélaginu í eitt ár eigi duga til að eiga möguleika á að sækja um félagslega íbúð. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista

Arna Ír Gunnarsdóttir,bæjarfulltrúi, S-lista

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

 • liður 1 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní, lið 6, málsnr. 1506006 – Reglur um fjárhagsaðstoð. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Reglurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 1 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní, lið 7, málsnr. 1506009 – Öldungaráð. Bæjarráð vísar samþykktinni til bæjarstjórnar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Lagt er til að vísa samþykktum fyrir öldungaráð til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.              

 • liður 1 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. júní, lið 9, málsnr. 1103050 – Tillaga að deiliskipulagi miðhverfis Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 1 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. júní, lið 10, málsnr. 1209098 – Tillaga að aðalskipulagi fjörustígs. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 1 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. júní, lið 17, málsnr. 1205364 – Skipulagslýsing miðbæjar Selfoss. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 1 c) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. Júní, lið 13, málsnr. 1501242 – Þakkir fyrir styrk við útgáfu leiðarvísis um hjólaleiðir í Árnessýslu.
 • liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 10. júní, lið 1, málsnr. 1506053 – Val á orkuöflunarsvæði hitaveitu með AHP.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 

II      1505206
         Kosning í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs  

 1. Kosning forseta til eins árs
 2. Kosning 1. varaforseta til eins árs
 3. Kosning 2. varaforseta til eins árs                                 
 4. Kosning tveggja skrifara til eins árs
 5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs

   1. Kosning forseta til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Kjartan þakkaði fyrir sig  og Ari Björn tók við stjórn fundarins.

 1. Kosning 1. varaforseta til eins árs
  Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista,  yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 1. Kosning 2. varaforseta til eins árs
  Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 1. Kosning tveggja skrifara til eins árs
  Lagt var til að Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, yrðu kosin skrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 1. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs
  Lagt var til að Kjartan Björnsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

III.       1505206
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 1.tl. A-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum:

Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Gunnar Egilsson                                               Kjartan Björnsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir                              Ari Björn Thorarensen
Helgi Sigurður Haraldsson                            Íris Böðvarsdóttir

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV:   1505206
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr.2. tl. A-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum:

 1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara
2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara
3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara 

Lagt var til að eftirtaldir verði kosnir í kjörstjórnir til eins árs.

 1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
  Aðalmenn:                                                            Varamenn:
  Ingimundur Sigurmundsson                     Lára Ólafsdóttir
  Steinunn Fjóla Sigurðardóttir                   Sigurbjörg Gísladóttir
  Bogi Karlsson                                                Þórunn Jóna Hauksdóttir

 

 1. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                         Varamenn:
Erlendur Daníelsson                                      Þorgrímur Óli Sigurðsson
Gunnar Gunnarsson                                      Hólmfríður Einarsdóttir
Ólafur Bachmann Haraldsson                       Svanborg Egilsdóttir

 

 1. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                           Varamenn:
Erling Rúnar Huldarsson                        Magnús Jóhannes Magnússon
Ingibjörg Jóhannesdóttir                         Ingveldur Guðjónsdóttir
Valdemar Bragason                                   Gunnar Þorkelsson

 1. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                           Varamenn:
Kristín Björnsdóttir                                       Elvar Ingimundarson
Hafdís Kristjánsdóttir                                   Anna Ingadóttir
Ragnhildur Benediktsdóttir                          Jónína Halldóra Jónsdóttir

 

 1. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir                                   Helga Björg Magnúsdóttir
Björn Harðarson                                            Bjarkar Snorrason
Ragnhildur Jónsdóttir                                   Guðni Kristjánsson

 

 1. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Lýður Pálsson                                                Arnar Freyr Ólafsson
María Gestsdóttir                                          Þórarinn Ólafsson
Birgir Edwald                                               Arnrún Sigurmundsdóttir

 

Var það samþykkt samhljóða.        

 V. 1505208
Tillaga um fyrirkomulag bæjarráðsfunda  í sumar 

Lagt er til að bæjarráð fundi ekki vikulega frá og með 25. júní til 20. ágúst.

Lagt var til að vísa útfærslunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 VI. 1505208
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála 

Með vísan til heimildar í 8. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 19. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.

Tillaga um fyrirkomulag bæjarstjórnarfunda í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsso
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsso
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir
Viðar Helgason                                                  Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
12. fundur bæjarstjórnar


12. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 18. júní 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, 2. varaforseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Helga Þórey Rúnarsdóttir, varabæjarfulltrúi, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir,varabæjafulltrúi, D-lista,
Sigríður Guðmundsdóttir, varabæjarfulltrúi, D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista,
Guðlaug Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi, S-lista,
Guðfinna Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Sandra Dís Hafþórsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð fundarkonur velkomnar á 12. fund bæjarstjórnar sem tileinkaður er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Dagskrá:

1.         1505239
            Yfirlýsing um samstarf við lögregluna á Suðurlandi gegn heimilisofbeldi
            Fulltrúi lögreglu kemur inn á fundinn og kynnir verkferla og tölulegar upplýsingar.

Rúnar Þór Steingrímsson, fulltrúi lögreglunnar á Suðurlandi kom á fundinn og kynnti verklagsreglur um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tilkynnt eru til lögreglunnar. Einnig fór hann yfir tölulegar upplýsingar um heimilisofbeldi.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, 2. varaforseti bæjarstjórnar þakkaði Rúnari fyrir góða kynningu og las upp tillögu að samstarfsyfirlýsingu milli sveitarfélaga á Suðurlandi og lögreglunnar á Suðurlandi.

Sveitarfélögin á Suðurland samþykkja að beita sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi í samvinnu við lögregluna á Suðurlandi.  Um nánari útfærslu er vísað til samstarfs lögreglu og félagsþjónustu sveitarfélaganna en það samstarf hófst í upphafi ársins.

Lögreglustjóri skal gera grein fyrir árangri af verkefninu á fundi samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Suðurlandi ár hvert og oftar sé þess óskað.

Sveitarfélögin og embætti lögreglustjórans á Suðurlandi munu vinna saman að þessu verkefni í samráði við hagsmunasamtök og aðra sem geta lagt verkefninu lið.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaðar fagna undirritun þessarar yfirlýsingar á hátíðarfundinum hér í dag. Það er gríðarlega þýðingarmikið að Lögregluembættið á Suðurlandi í samstarfi við félagsþjónustusvæðin vinni eftir nýjum verklagsreglum um meðferð og skráningu heimilisofbeldis. Við verðum öll að taka höndum saman til þess að vinna gegn því samfélagsmeini sem heimilisofbeldi er og gera okkar besta þannig að inngrip á upphafsstigum og eftirfylgni mála hafi forvarnargildi varðandi frekara ofbeldi. Vonandi sjáum við með breyttu verklagi m.a. þann árangur að færri konur og börn þurfi að nýta sér þjónustu kvennaathvarfs og fleiri karlar nýti sér meðferðarúrræðið „karlar til ábyrgðar“.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Guðlaug Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi, S-lista

Guðlaug Einarsdóttir, S-lista tók til máls.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista tók til máls og tók undir bókun bæjarfulltrúa S-lista.

Yfirlýsingin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

II.      Fundargerðir til kynningar

1.        a) 1501029
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 11. fundur                  frá    6. maí
https://www.arborg.is/11-fundur-felagsmalanefndar-2/

b) 37. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 13. maí

https://www.arborg.is/37-fundur-baejarrads-2/ 

 2.     a) 1501028
            Fundargerð fræðslunefndar                                      10. fundur                  frá 19. maí
https://www.arborg.is/10-fundur-fraedslunefndar-2/

          b) 1501031
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              14. fundur                  frá 20. maí
https://www.arborg.is/14-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
           c) 38. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 28. maí
            https://www.arborg.is/38-fundur-baejarrads-2/

3.       a) 39. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá   4. júní
https://www.arborg.is/39-fundur-baejarrads-2/

 • liður 1 b), Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. maí, lið 1, málsnr. 1501029 – Fundargerð félagsmálanefndar frá 6. maí lið 4, Starfsár Félags eldri borgara 2014.
 • liður 1 b) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. maí, lið 4, málsnr. 1408010 – Tillaga vegna 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna.
 • liður 2 c) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. maí, lið 9, málsnr. 1502008 – Tvöföldun Suðurlandsvegar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls.

 • liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 19. maí, lið 4, málsnr. 1504026 – Tölvumál Vallaskóla.
 • liður 2 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 19. maí.
 • liður 3 a) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 4. júní, lið 2, málsnr. 1505126 – Fundargerðir þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og fór yfir sögu þeirra kvenna sem fyrstar tóku sæti í hreppsnefndum og bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Árborg.

Gert var fundarhlé.

Fundi var framhaldið.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fundarins:
Hátíðarfundur í Bæjarstjórn Árborgar haldinn í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna vill minnast þeirra kvenna sem vörðuðu veginn og urðu fyrstar til að taka sæti í hreppsnefndum þeirra sveitarfélaga sem síðar urðu að Svf. Árborg.  

Í Selfosshreppi tók fyrst kvenna sæti Unnur Þorgeirsdóttir árið 1958. 

Í Sandvíkurhreppi tók fyrst kvenna sæti Anna Valdimarsdóttir 1973 

Í Eyrarbakkahreppi tók fyrst kvenna sæti Valgerður Sveinsdóttir 1970. 

Í Stokkseyrarhreppi tók fyrst kvenna sæti Margrét Frímannsdóttir 1982. 

Hátíðarfundurinn minnist mikilsverðs framlags þeirra með virðingu og þakklæti. Þær ruddu brautina með setu sinni í hreppsnefnd og sýndu kjark með því að hefja gönguna inn á vettvang sem áður hafði eingöngu verið skipaður körlum.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, 2. varaforseti bæjarstjórnar tók til máls og þakkaði fundarkonum fyrir fundinn.

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:40

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir

Helga Þórey Rúnarsdóttir                                  Ragnheiður Guðmundsdóttir

Sigríður Guðmundsdóttir                                   Íris Böðvarsdóttir

Arna Ír Gunnarsdóttir                                        Guðlaug Einarsdóttir

Guðfinna Gunnarsdóttir                                    Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
11. fundur bæjarstjórnar


11. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 13. maí 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

1. Fundargerðir til staðfestingar

 a) 1501031
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              12. fundur       frá 15. apríl
            https://www.arborg.is/12-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

 b) 1501028
            Fundargerð fræðslunefndar                                      9. fundur         frá 15. apríl
https://www.arborg.is/9-fundur-fraedslunefndar/

 c) 35. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 30. apríl
https://www.arborg.is/35-fundur-baejarrads-2/
2.
a) 1501031
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              13. fundur       frá 29. apríl
https://www.arborg.is/13-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
b) 1501026
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            10. fundur       frá    6. maí
https://www.arborg.is/10-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/
c) 36. fundur bæjarráðs ( 1501031 ) frá    maí
https://www.arborg.is/36-fundur-baejarrads-2/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 36. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 4, málsnr. 1502006 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 69. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 5, málsnr. 1502005 – Tillaga að deiliskipulagi við Hótel Selfoss. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 6, málsnr. 1504327 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Hulduhól, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst og kynnt.
 • liður 7, málsnr. 1407045 – Aðgerðaráætlun gegn hávaða. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. apríl, lið 2, málsnr. 1504087 – Gámasvæði Árborgar við Víkurheiði – opnunartímar 2015.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. apríl, lið 1, málsnr. 1501109 – Aðkomuvegur og veitulagnir að hreinsistöð við Geitanes.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

 • liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 7. maí, lið 9, málsnr. 1505048 – Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista, undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2016.
 • liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. maí, lið 4, málsnr. 1502006 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 69. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. maí, lið 5, málsnr. 1502005 – Tillaga að deiliskipulagi við Hótel Selfoss. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. maí, lið 6, málsnr. 1504327 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Hulduhól, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst og kynnt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. maí, lið 7, málsnr. 1407045 – Aðgerðaráætlun gegn hávaða. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir

II. 1504105

Ársreikningur 2014 – síðari umræða                  

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun vegna ársreiknings 2014:

Það er ljóst að framlagning ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2014 sýnir grafalvarlega stöðu í fjármálum sveitarfélagsins.  Enn og aftur er A-hlutinn, bæjarsjóður, rekinn með tapi eða sem nemur 194 milljónum eftir afskriftir og fjármagnsliði.  Bæjarsjóður hefur þá verið rekinn með tapi í samfellt sjö ár, eða frá því árið 2008.  Er svo komið að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga,(EFS), hefur sent sveitarfélaginu bréf þar sem nefndin lýsir yfir verulegum áhyggjum af rekstri A-hluta þess og áætlunum til ársins 2018, um áframhaldandi taprekstur A-hlutans.   Í bréfi nefndarinnar kemur m.a fram: „Vegna rekstrar A-hluta sveitarfélagsins og áætlana um  áframhaldandi neikvæða rekstrarniðurstöðu hans, óskar EFS eftir upplýsingum frá bæjarstjórn um stefnumótun hennar í rekstri A-hluta, mikilvægi þess að bæta neikvæðan rekstur A-hluta þannig að hann skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu, hugsanlegar aðgerðir bæjarstjórnar sem væru þess valdandi að ná markmiðum um jákvæða rekstrarniðurstöðu og aðrar upplýsingar sem bæjarstjórn vill koma á framfæri í tengslum við fyrirspurn þessa. Svar skal berast nefndinni fyrir 18.maí nk.“ Í stuttu máli, rekstur A-hlutans verður að bæta og það verður eingöngu gert með auknum tekjum eða niðurskurði í rekstrarkostnaði hans.

Rekstur A- og B-hluta skilar afgangi upp á 102 milljónir eftir afskriftir og fjármagnsliði og hefur skilað afgangi sl. fimm ár.  Inn í það uppgjör eru komin B-hluta fyrirtæki sveitarfélagsins, s.s vatnsveita, fráveita og hitaveita, sem hafa skilað afgangi öll þessi ár vegna minni framkvæmda og haldið þannig uppi heildarrekstri sveitarfélagsins réttum megin við núllið.  En eins og oft hefur komið fram áður eiga þessi fyrirtæki ekki að standa undir beinum rekstri sveitarfélagsins í A-hluta, heldur halda uppi þjónustustigi og afhendingaröryggi í sínum þjónustuflokki, með fjárfestingum og viðhaldi.  En það vekur athygli að allt frá árinu 2010 hefur skuld aðalsjóðs (A-hluta) við eigin fyrirtæki í B-hluta aukist verulega, eða frá því að vera árið 2009 432 milljónir í að vera í árslok 2014 840 milljónir, tæplega tvöfaldast.

Þrátt fyrir allt tal um að heildarskuldir sveitarfélagsins, að frádregnum peningalegum eignum, hafi lækkað á undanförnum árum er ljóst að svo er ekki og þær hafa bara hækkað. Er svo komið að í áætlun um rekstur sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að þessar sömu skuldir verði árið 2018 komnar í tæpa 10 milljarða, úr því að vera rúmir 6 milljarðar árið 2010.

Það er ljóst að allar þær ábendingar, bókanir og umræða sem undirritaður hefur tekið þátt í á undanförnum árum til að benda á þær staðreyndir að rekstur sveitarfélagsins þurfi að laga, hafa allar átt rétt á sér og verið réttar, þrátt fyrir að meirihluti bæjarstjórnar og einstaka bæjarfulltrúar hafi reynt á undanförnum árum að snúa út úr og gera lítið úr þeim.  Nú síðast staðfestir bréf EFS þennan málflutning undirritaðs.  Því skora ég nú á meirihluta bæjarstjórnar að sýna ábyrgð og hefja nú þegar vinnu allra bæjarfulltrúa til að snúa rekstri sveitarfélagsins okkar til betri vegar, því það verður ekki beðið með það lengur ef ekki á illa að fara. Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista.

Viðar Helgason, Æ-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun vegna ársreiknings 2014:

Til umræðu hér í dag er ársreikningur ársins 2014, sú staða sem við erum í og hvert við stefnum miðað við þá fjármuni sem við höfum úr að spila. Eðlilegt er að líta til annarra sveitarfélaga og bera okkur saman við þau um það hvernig við stöndum og hvað við getum gert betur.

Ég vil hrósa meirihlutanum fyrir það að umtalsverður árangur hefur náðst í hagræðingu á rekstri sveitarfélagsins á þeirra vakt. En betur má ef duga skal.

Skatttekjur Árborgar standa ekki undir rekstri aðalsjóðs sem er alvarlegt mál. Það er ljóst að önnur sveitarfélög eiga við sama vandamál að stríða enda eru möguleikar sveitarfélaga til tekjuöflunar mjög mismunandi.

Sveitarfélagið Árborg hefur upp á mjög margt að bjóða, ekki síst í auðugu mannlífi sem býr við stórkostlega landkosti. En þó ber að hafa það í huga að við höfum ekki stóra tekjupósta eins og mörg önnur sveitarfélög, svo sem sjávarútveg eða orkufrekan iðnað. Árborg er fyrst og fremst þjónustusvæði og tækifæri okkar felast aðallega í því að byggja upp fjölskylduvænt samfélag sem laðar til sín íbúa og ferðamenn, innlenda sem erlenda.

Möguleikar okkar eru miklir en töluvert vannýttir. Tekjumöguleikar okkar liggja einnig í því að byggja grunn fyrir hvers kyns rekstur smærri sem stærri fyrirtækja. Það eru ýmis teikn á lofti um að einstaklingar og fyrirtæki eru að byggja upp og fjárfesta í ferðamannaiðnaði. Ber okkur kjörnum fulltrúum að standa við bakið og greiða götu þeirra sem vilja byggja upp.

En staðan er engu að síður sú, eins og ég sagði, að rekstur og tekjur sveitarfélagsins eru ekki í jafnvægi og það bendir því miður ekki til að svo verði í nánustu framtíð. Því verðum við, ásamt því að auka tekjur, að kafa ofan í rekstur sveitarfélagsins, velta við hverjum steini og nýta þá fjármuni sem við höfum úr að spila eins vel og kostur er.

Við í Bjartri framtíð viljum leggja okkar af mörkum í þeirri vinnu á uppbyggilegan hátt með þverpólitískri samstöðu um að ná sem bestum árangri í rekstri sveitarfélagsins. Ég velti því þeirri hugmynd upp sem fram hefur komið hvort ekki væri skynsamlegt og þarft að leita til utanaðkomandi óháðs aðila sem gæti hjálpað okkur að greina hvað við gætum gert betur í rekstrinum.

Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka félögum mínum í bæjarstjórn fyrir opin, heiðarleg og jákvæð vinnubrögð í fjárlagavinnunni. Viðar Helgason, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Árborg.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar vegna ársreiknings ársins 2014:

Ársreikningur Svf. Árborgar vegna ársins 2014 sýnir vel að ekki hefur tekist að ná tökum á rekstri sveitarfélagsins. Skuldahlutfall samstæðureiknings sveitarfélagsins er nú 153% og er komið yfir þær viðmiðunartölur sem reglugerð nr. 502/2012 setur sveitarfélögum.

Ljóst er að verulegt tap er á A-hluta reksturs sveitarfélagsins eða sem nemur tæpum 200 milljónum króna. Þetta er verulegt áhyggjuefni og skýrist  ekki eingöngu af kjarasamnings bundum launahækkunum eins og fulltrúar meirihlutans hafa ítrekað vísað til. A-hlutinn er sá hluti rekstursins sem  að langmestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum og  eru útsvarstekjur um 150 milljónum króna hærri en áætlunin gerði ráð fyrir. Einnig er rekstrarniðurstaðan mun betri vegna lægri verðbólgu heldur en gert var ráð fyrir en þar munar verulegum fjárhæðum.

Það er algerlega óásættanlegt að veltufé frá rekstri dugi eingöngu fyrir afborgunum af lánum þannig að sveitarfélagið verður að taka lán fyrir öllum framkvæmdum ársins.

Það er skoðun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar að sá mikli halli sem ársreikningurinn sýnir á rekstri A- hlutans sé grafalvarlegur og kalli á aðgerðir er varða endurskipulagningu rekstursins og nýja forgangsröðun verkefna ef ekki á illa að fara. Það er mikilvægt að hefja nú þegar vinnu við rekstrarhagræðingu A-hlutans með það að markmiði að reksturinn verði í jafnvægi þannig að skatttekjur dugi fyrir rekstrarútgjöldum.

Svf. Árborg verður að sýna festu og ábyrgð í sínum fjármálum til þess að hægt sé að standa undir góðri þjónustu og nauðsynlegum framkvæmdum í skólamálum, fráveitumálum o.fl. Ástæða er til að árétta að allt yfirbragð umræðna í bæjarstjórn hefur breyst mjög til batnaðar frá því sem áður var og lýðræðislegri umræðu gert hærra undir höfði. Fyrir það ber að þakka. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar samþykkja fyrirliggjandi ársreikning sveitarfélagsins vegna ársins 2014. Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Ársreikningur 2014 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.

III.       1501112

Lántökur 2015 

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls              

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 495.500.000 kr. til 20 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við Sunnulækjarskóla, framkvæmdir í fráveitu, vatnsveitu, eignasjóði og afborganir af eldri lánum hjá Lánsjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Lántökur ársins 2015 voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.           

IV.  1505160

Tillaga frá bæjarfulltrúum S- og  Æ-lista – Átak um eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Árborgar

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu frá bæjarfulltrúum S- og Æ-lista:

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Árborgar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Svf. Árborgar. Lagt er til að Svf. Árborg leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um fræðslu og ráðgjöf við nemendur og starfsfólk grunnskólanna líkt og dæmi eru um úr öðrum sveitarfélögum.

Greinargerð:

Hinsegin ungmenni upplifa gjarnan mikinn skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Efling hinsegin fræðslu getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð og kynvitund. Auk þess getur hinsegin fræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum. Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista Viðar Helgason, bæjarfulltrúi, Æ-lista

Viðar Helgason, Æ-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi greinagerð:

Greinargerð vegna tillögu S- og Æ-lista um hinsegin fræðslu

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Árborgar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Svf. Árborgar. Lagt er til að Svf. Árborg leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um fræðslu og ráðgjöf við nemendur og starfsfólk grunnskólanna líkt og dæmi eru um úr öðrum sveitarfélögum.

Fræðsla og upplýst umræða um hinsegin málefni eru án efa mikilvægur þáttur í því að draga úr fordómum og hatursfullri orðræðu gagnvart hinsegin einstaklingum. Fræðsla og upplýst umræða skiptir jafnframt gríðarlegu máli fyrir þau ungmenni sem eru að velta fyrir sér kynhneigð sinni og kynvitund, eða sem tengjast hinsegin manneskju fjölskylduböndum.

Langflestir eru undir 18 ára aldri þegar þeir uppgötva kynhneigð sína og eru þar af leiðandi börn. Það skiptir miklu máli fyrir sjálfsmynd þeirra og framtíðarmöguleika að umhverfi þeirra sé umvefjandi og þau fái tækifæri til að vera þau sjálf án þess að verða fyrir fordómum. Staðreyndin er sú að samkvæmt íslenskum rannsóknum eru samkynhneigðir nemendur í meiri hættu en jafnaldrar þeirra á að upplifa eigin lífsánægju lakar, vera með verri andlega heilsu og að vera líklegri til að hafa reynt að enda eigið líf.

Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að jákvæðum breytingum og upplýstri umræðu til að eyða fordómum og bæta lífsskilyrði hinsegin einstaklinga. Upplýst umræða framkallar meiri þekkingu sem getur aukið virðingu fyrir fjölbreytilegu mannlífi og jafnframt dregið úr fordómum. Ungmenni þurfa að fá þau skilaboð að ekkert sé rangt við kynhneigð þeirra eða kynvitund. Við þurfum öll að vinna saman að þessum sjálfsögðu mannréttindum, að þurfa ekki að fyrirverða sig fyrir það hver maður er eða hvern maður elskar.

Til þess að þetta takist þurfa allir að taka höndum saman og skólakerfið þarf að vera í stakk búið að taka á fordómum í garð hinsegin einstaklinga og jafnframt að stuðla að jákvæðri orðræðu meðal nemenda og starfsfólks skólanna. Fræðsla um hinsegin málefni og opin upplýst umræða er gríðarlega mikilvægur hlekkur í þessari keðju og vonum við að bæjarfulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar taki jákvætt í tillögur okkar. Viðar Helgason, bæjarfulltrúi, Æ-lista

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Bæjarfulltrúar D-lista fagna áhuga fulltrúa S- og Æ-lista á málefninu.  Forvarnahópur Árborgar hefur lagt áherslu á hinsegin fræðslu og hefur menningar- og frístundafulltrúi, í samráði við framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, unnið að gerð samnings við Samtökin ´78 um fræðslu til fagfólks, foreldra, nemenda í 10. bekk o.fl. og um ráðgjafarþjónustu sem samtökin veita. Samningsdrög liggja fyrir og er næsta skref að kynna þau í forvarnahópnum og fyrir skólum sveitarfélagsins. Í grunnskólunum hafa framhaldsskólanemendur sinnt sk. jafningjafræðslu, en skv. fyrrgreindum samningsdrögum er gert ráð fyrir skipulagðri fræðslu fulltrúa Samtakanna ´78 til nemenda í 10. bekk, sé eftir því óskað.

Lagt er til að vísa tillögunni til fræðslunefndar og íþrótta- og menningarnefndar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 V.  1505162

            Tillaga frá bæjarfulltrúum B-, S- og Æ-lista – 100 ára kosningarafmæli kvenna 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu frá bæjarfulltrúum B-, S- og Æ-lista: 

Tillaga lögð fram í bæjarstjórn Árborgar 14.maí 2015: Þann 19.júní nk. fögnum við Íslendingar því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Af því tilefni leggja undirritaðir bæjarfulltrúar til að reglulegan bæjarstjórnarfund í júní nk. sitji eingöngu konur, þ.e.a.s. kvenbæjarfulltrúar og kvenvarabæjarfulltrúar.

Greinargerð:

Þess er minnst í ár með margvíslegum hætti að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Nú þegar hafa verið ýmsir viðburðir víða um land til þess að minnast þessa merka áfanga og margir fleiri viðburðir erufyrirhugaðir á næstunni. Mikilvægt er að Svf. Árborg leggi sitt af mörkum til þess að minnast þessara merku tímamóta og taki þátt í nýrri sókn í átt að aukinni jafnréttis-, lýðræðis- og mannréttindavitund. Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista Viðar Helgason, bæjarfulltrúi, Æ-lista

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

 Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:40

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Viðar Helgason
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
10. fundur bæjarstjórnar

10. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:  sjá fundargerð í pdf skjali.
9. fundur bæjarstjórnar


9. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. mars 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Guðlaug Einarsdóttir, varamaður, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Már Ingólfur Másson, varamaður, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Má Ingólf Másson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Dagskrá:

I.        Fundargerðir til staðfestingar

1.         a) 1501028
Fundargerð fræðslunefndar                                      7. fundur         frá 12. febrúar

7. fundur fræðslunefndar

   b) 27. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá 19. febrúar

27. fundur bæjarráðs

2.         a) 1501030
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                7. fundur         frá 11. febrúar

7. fundur íþrótta- og menningarnefndar

b) 1501031
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              10. fundur       frá 11. febrúar

10. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

c) 28. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá 26. febrúar

28. fundur bæjarráðs

3.         a) 1501029
Fundargerð félagsmálanefndar                                 7. fundur         frá 24. febrúar

7. fundur félagsmálanefndar

b) 29. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá   5. mars

29. fundur bæjarráðs

4.         a) 1501026
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        8. fundur         frá 4. mars

8. fundur skipulags- og byggingarnefndar

b) 30. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá 12. mars

30. fundur bæjarráðs

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 30. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 6, málsnr. 1502032 – Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda. Lagt er til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.

–          liður 1 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. febrúar, lið 10, málsnr. 1501206 – Menntaverkefni Sóknaráætlunar  Suðurlands.

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. febrúar, lið 4, málsnr. 1501110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.

–          liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. febrúar, lið 6, málsnr. 1404071 – Frístundaheimili – mögulegar útfærslur.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. febrúar, lið 5, málsnr. 1501111 – Framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar og Már Ingólfur Másson, Æ-lista, tóku til máls.

–          liður 2 a) Már Ingólfur Másson, Æ – lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. febrúar, lið 1, málsnr. 1502067 – Bæjar- og menningarhátíðir 2015.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.

–          liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 26. febrúar, lið 5, málsnr. 1411043 – Fundargerðir starfshóps um sorpmál.

–          liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 26. febrúar, lið 4, málsnr. 1501347 – Fundargerðir stjórnar Leigubústaða Árborgar ses.

–          liður 2 c) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 26. febrúar, lið 11, málsnr. 1502177 – Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn – frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, heildarlög, EES reglur.

–          liður 3 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð félagsmálanefndar frá 24. febrúar.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

–          liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. mars, lið 6, málsnr. 1502032 – Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda. Lagt er til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir fylgdi gjaldskránni úr hlaði.

Lagt er til að gjaldskránni verði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur.

II.       1411147
Gjaldskrá fyrir hundahald 

Ásta Stefánsdóttir fylgdi gjaldskránni úr hlaði.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Gjaldskrá fyrir hundahald var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

III.      14811148
 Gjaldskrá fyrir kattahald 

Ásta Stefánsdóttir fylgdi gjaldskránni úr hlaði.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Gjaldskrá fyrir kattahald var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:45

 

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Guðlaug Einarsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Már Ingólfur Másson
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
8. fundur bæjarstjórnar


8. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. febrúar 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Magnús Gíslason,varamaður, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og gerði grein fyrir að Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista, boðaði forföll  af óviðráðanlegum aðstæðum fyrir sig og varamann sinn rétt fyrir fundinn.

Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar

 1.
a) 1501030
Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar             6. fundur         frá 20. janúar
https://www.arborg.is/6-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

b) 1501029
Fundargerð félagsmálanefndar                                 6. fundur         frá 20. janúar
https://www.arborg.is/6-fundur-felagsmalanefndar-2/

c) 24. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 29. janúar
https://www.arborg.is/24-fundur-baejarrads-2/           

            Úr fundargerð félagsmálanefndar samanber 24. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 3, málsnr. 1501121 – Reglur um félagslega liðveislu. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.
 • liður 4, málsnr. 1501120 – Reglur um fjárhagsaðstoð. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.
 • liður 5, málsnr. 1501117 – Reglur um leigubílaakstur fyrir eldri borgara. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

2.
a) 1501031
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              9. fundur         frá 21. janúar
https://www.arborg.is/9-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

b) 25. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 5. febrúar
https://www.arborg.is/25-fundur-baejarrads/           

            Úr fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar samanber 25. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 4, málsnr. 1305234 – Reglur um styrki vegna varmadælna. Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar.

 3.
a) 1501026
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            7. fundur         frá 4. febrúar
https://www.arborg.is/7-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

b) 26. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                         frá 12. febrúar
https://www.arborg.is/26-fundur-baejarrads-2/

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 26. fund bæjarráðs, til afgreiðslu:

 • liður 1.6, málsnr. 1501066 – Beiðni um umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I að Íragerði 14, Stokkseyri. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.
 • liður 2, málsnr. 1501435 – Reglur um úthlutun landbúnaðarlands. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
 • liður 3, málsnr. 1407045 – Aðgerðaráætlun gegn hávaða í Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áætlunin fari í kynningarferli.
 • liður 6, málsnr. 1501388 – Umsókn um framkvæmdaleyfi við endurgerð Tryggvagötu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
 • liður 8, málsnr. 1502005 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 2. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 9, málsnr. 1502006 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurvegi 69. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 10, málsnr. 1502010 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi, Víkurheiði. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 13, málsnr. 1302008 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengs frá Selfossi að Óseyrarbrú. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
 • liður 14, málsnr. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51 – 59. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 1 a) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 20. janúar, lið 1, málsnr. 1501110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

 • liður 1 a) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 20. janúar, lið 3, málsnr. 1501111 – Framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss.
 • liður 1 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 20. janúar, liður 3, málsnr. 1501121 – Reglur um félagslega liðveislu. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

Reglur um félagslega liðveislu voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 1 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 20. janúar, liður 4, málsnr. 1501120 – Reglur um fjárhagsaðstoð. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirrituð vekur athygli á því að þrátt fyrir þá hækkun sem verið er að samþykkja hér á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar þá er sveitarfélagið Árborg með lægstu grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar af sveitarfélögum á Íslandi ásamt Reykjanesbæ. Það er langt frá því að vera ásættanlegt og þyrfti að hækka þessa fjárhæð mun meira, þannig að sómi sé af.“

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

Reglur um fjárhagsaðstoð voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 1 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 20. janúar, liður 5, málsnr. 1501117 – Reglur um leigubílaakstur fyrir eldri borgara. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

Reglur um leigubílaakstur fyrir eldri borgara voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 1 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 29. janúar, lið 1, fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, lið 3, málsnr. 1501111 – Framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 21. janúar, lið 1, málsnr. 1411209 – Endurgerð Tryggvagötu 2015.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 2 a) Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 21. janúar, lið 4, málsnr. 1305234 – Reglur um styrki vegna varmadælna. Bæjarráðs vísar reglunum til bæjarstjórnar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Reglur um styrki vegna varmadælna voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 2 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. febrúar, lið 9, málsnr. 1502008 – Umræða um samgöngumál.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 3 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 12. febrúar, lið 3, málsnr. 1502024 – Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

 • liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, lið 1.10, málsnr. 1501391 – Umsókn um stöðuleyfi fyrir þremur gámum að Búðarstíg 22, Eyrarbakka.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Gunnar Egilsson, D-lista, vék af fundi á meðan  fundargerð skipulags- og byggingarnefndar var lögð fram til samþykktar að undanskildum þeim liðum sem hér koma á eftir.

Fundagerðin var samþykkt samhljóða.

Gunnar Egilsson, D-lista, kominn á fundinn.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 1.6, málsnr. 1501066 – Beiðni um umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I að Íragerði 14, Stokkseyri. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 2, málsnr. 1501435 – Reglur um úthlutun landbúnaðarlands. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Reglur um úthlutun landbúnaðarlands voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 3, málsnr. 1407045 – Aðgerðaráætlun gegn hávaða í Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áætlunin fari í kynningarferli.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 6, málsnr. 1501388 – Umsókn um framkvæmdaleyfi við endurgerð Tryggvagötu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 8, málsnr. 1502005 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 2. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 9, málsnr. 1502006 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurvegi 69. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 10, málsnr. 1502010 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi, Víkurheiði. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 13, málsnr. 1302008 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengs frá Selfossi að Óseyrarbrú. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar, liður 14, málsnr. 1405411- Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51 – 59. Bæjarráð leggur til við bæjastjórn að tillagan verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II
1501547
Breyting á fulltrúum Æ-lista í nefndum 

            Beiðni Eyrúnar Bjargar Magnúsdóttur um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum fyrir Æ- listann fram á haustið var lögð fram og samþykkt samhljóða.

Lagt er til að Már Ingólfur Másson taki sæti Eyrúnar sem næsti varamaður Viðars Helgasonar sem bæjarfulltrúi, sem varaáheyrnarfulltrúi í bæjarráði og sem varamaður í Héraðsnefnd Árnesinga.

Lagt er til að Guðfinna Gunnarsdóttir taki sæti Eyrúnar sem aðalmaður í félagsmálanefnd og Jón Þór Kvaran verði varamaður í stað Guðfinnu Gunnarsdóttur.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:30

Ásta Stefánsdóttir
Magnús Gíslason
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Viðar Helgason
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari