7. fundur bæjarstjórnar


7. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar:

Hrefna Björg Ragnarsdóttir, Andrea Lind Guðmundsdóttir, Steinþóra Jóna Hafdísardóttir, Ólöf Eir Hoffritz, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir og Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennaráðs Árborgar og aðra gesti og leitaði afbrigða að gera breytingu á dagskrá og taka lið 7 númer 2 í framhaldi af afhendingu úr æskulýðssjóði Árborgar.

Dagskrá: 

Hrefna Björg Ragnarsdóttir frá UNGSÁ kom upp og kynnti ungmennaráð og fór yfir stöðu og störf ungmennaráðs á liðnu ári.

I.         1501089
            Afhending úr Æskulýðssjóði Árborgar

Hrefna Björg Ragnarsdóttir frá UNGSÁ afhenti Brynjólfi Ingvarssyni styrk úr æskulýðssjóði Árborgar. Hann sótti um styrkinn til að geta keypt púða fyrir MMA íþróttaiðkun. Verður hann notaður til kynningar fyrir nemendur skóla, félagsmiðstöðvar og Pakkhússins.

II.        1501089
            Tillaga UNGSÁ um æskulýðssjóð

Hrefna Björg Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að æskulýðssjóður haldi áfram starfsemi sinni.

Æskulýðsfélög eða aðrir hópar ungmenna geta sótt um litla styrki í sjóðinn til að styrkjaviðburði, samstarf og önnur álitleg verkefni rekin af ungmennum.

Á síðastliðnu ári var settur á laggirnar æskulýðssjóður til prufu. Sveitarfélagið Árborg lagði til 100 þúsund króna stofnframlag með þeim orðum að ákvörðunin yrði endurskoðuð að ári. Ungmennaráðið telur mikilvægt að sjóðurinn fái að lifa lengur svo meta megi áhrif hans á menningarlíf og umhverfi ungs fólks. Ungmennaráðið lýsir yfir ánægju með í hvað styrkurinn fór á fyrsta starfsári og viljum við sjá fleiri ungmenni fá styrk til að ýta góðum hugmyndum í framkvæmd.

Viðar Helgason, Æ-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Lagt var til að æskulýðssjóðurinn haldi áfram starfsemi sinni, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

III.      1501084
            Tillaga UNGSÁ um heilsueflandi stefnu

Andrea Lind Guðmundsdóttir  lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að Sveitarfélagið Árborg leggi mikla áherslu á heilsueflandi stefnu í sveitarfélaginu á næstu árum.

Með eftirfarandi aðgerðum er hægt að stíga stór skref í þessa átt:

·         Byggja upp „heilsustíg“ á Selfossi, merkta hlaupaleið með völdum stöðvum þar sem finna má einföld æfingartæki þar sem vinna má með eigin þyngdir svo sem upphífingarslá, armbeygjubekk o.s.frv.

·         Bjóða upp á opna tíma í íþróttahúsi fyrir almenning sem er ekki í skipulögðu íþróttastarfi. Nýta má þessa tíma til að kynna íþrótta- og aðra hreyfingarmöguleika í sveitarfélaginu.

·         Að komið sé upp frisbígolfvelli í Miðbæjargarðinum. Um er að ræða tiltölulega ódýra framkvæmd sem býður upp á ódýran hreyfi- og afþreyingarmöguleika.

Rök:
Framkvæmd heilsustígs kemur á móts við sístækkandi hóp fólks sem vill stunda sína líkamsrækt og hreyfingu undir berum himni. Heilsustígurinn býður upp á ókeypis hreyfingu og góða aðstöðu fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Einnig er hægt að hafa hluta framkvæmdarinnar í höndum ungmenna sem starfa fyrir sveitarfélagið á sumrin. Verkstæðið á VISS gæti einnig komið inn í verkefnið með einhverjum hætti.

Opnir tímar í íþróttahúsi myndu bjóða upp á gott tækifæri fyrir þá íbúa sem stunda ekki skipulagðar íþróttir eða keppnisíþróttir. Einnig er hægt að nýta þessa tíma til að kynna þær íþróttir og aðra hreyfimöguleika í sveitarfélaginu.

Frisbígolf á orðið sístækkandi hóp iðkenda. Það er ódýr íþrótt sem öll fjölskyldan getur stundað saman. Framkvæmdin er tiltölulega ódýr og með því að hafa völl í Miðbæjargarðinum er verið að slá tvær flugur í einu höggi. Skemmtileg hreyfing og verið að glæða garðinn lífi.

Viðar Helgason, Æ-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ari Björn Thorarensen,  D-lista, og Kjartan Björnsson, D – lista, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til íþrótta- og menningarnefndar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV.      1501085
            Tillaga UNGSÁ um samgöngumál

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að lögð verði áhersla á að leysa úr vissum samgönguvandamálum sem er að finna í veitarfélaginu Árborg.

Með eftirfarandi aðgerðum má bæta þessi mál verulega:

·         Að hraða framkvæmdum við göngustíg á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka annars vegar og  drífa í framkvæmd stígs á milli Selfoss og Eyrarbakka.

·         Að lýsa upp göngustíginn í gegnum skóginn við Suðurengi

·         Að gerður sé skurkur í því að koma upp skýlum og lýsingu við helstu strætóstoppistöðvar í sveitarfélaginu.

Rök:
Það er bagalegt að í jafn fjölmennu sveitarfélagi og Árborg sé ekki hægt að fara á milli helstu þéttbýliskjarna gangandi eða hjólandi án þess að fara um akbrautir. Það er löngu tímabært að klára malbikaða hjóla- og göngustíga á milli þéttbýliskjarnanna þriggja.

Í nóvember 2013 var eftirfarandi texti lesinn hér á bæjarstjórnarfundi: „Í gegnum skóginn móti Jötunheimum og við Suðurengi liggur stígur sem nær alveg að Sunnulækjarskóla. Á sumrin er hann mjög fallegur og gaman að ganga um hann en á veturna þegar dimmt er getur hann verið mjög drungalegur. Hann er alveg óupplýstur og skapar því hættu. Það væri frábært að geta nýtt þennan göngustíg á veturna þegar dimmt er og tillaga okkar er því sú að koma fyrir nokkrum ljósastaurum eða slíku til að lýsa upp leiðina“. Í byrjun desember 2014 var ráðist á unga stúlku á þessum göngustíg án þess að hún hafi náð að bera kennsl á árásaraðilann. Við teljum afar mikilvægt að bæta úr þessu birtuleysi.

Ástandið við helstu stoppistöðvar strætó er frekar slæmt hér í sveitarfélaginu. Má benda á svæði eins og við FSu, í Tjarnarbyggðinni og á Stokkseyri þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Bæði vantar skjól og lýsingu við þessa staði.

Viðar Helgason, Æ-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til framkvæmda- og veitustjórnar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.        1501086
            Tillaga UNGSÁ um síðuna Mín Árborg

Ólöf Eir Hoffritz lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að aðgangur að síðunni Mín Árborg verði takmarkaður við 16 ára aldur en ekki 18 ára eins og nú er.

Allir 18 ára og eldri geta skráð sig inn á Mína Árborg og tilgangur síðunnar er þessi:,, Með opnun íbúagáttarinnar er tekið stórt skref í rafrænni þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Í gegnum gáttina er nú hægt að sækja um hvatagreiðslur og leikskólapláss. Áður en langt um líður verður einnig hægt að senda inn formleg erindi, fylgjast með málum og koma skoðunum sínum á málefnum sveitarfélagsins á framfæri hvar og hvenær sem er.“ (Þarna er líka hægt að sækja um vinnu).

Tillaga okkar er að Sveitarfélagið lækki aldurinn inn á síðuna niður í 16 ára.

Rök:
Ef breytingin ætti sér stað, gætu unglingar 16 – 18 ára sótt um vinnuskólann og bæjarvinnuna sjálf. Fyrstu tvö árin í vinnuskólanum sækja foreldrarnir um vinnuna og börnin læra af því, svo taka þau sjálf við og það getur reynst þeim ágætis reynsla í að sækja um vinnu.

Það er mjög gott fyrir þennan aldur að fá að axla ábyrgð á eigin gjörðum.

Margir foreldrar eiga sjálfir í erfiðleikum með tölvur, unga fólkið er oft reyndara hvað þær varðar .

Ungar mæður geta átt í miklum erfiðleikum með að sækja  t.d. um leikskólapláss ef aldurinn verður ekki lækkaður, vegna þess að þær þyrftu að biðja foreldra sína um að sækja um fyrir sig.

Okkur finnst að 16 ára og eldri ungmenni eigi rétt á því eins og aðrir í sveitarfélaginu að fá að koma skoðunum sínum á framfæri á síðunni, þegar þar að kemur.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til framkvæmdastjóra, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

VI.      1501087
           Tillaga UNGSÁ um aðstöðu í Sigtúnsgarði

Steinþóra Jóna Hafdísardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að aðstaða í miðbæjargarðinum verði bætt til muna svo úr verði fjölskylduparadís.

·         Við leggjum til að leikvöllur verði byggður í garðinum með fjölbreyttum og spennandi leiktækjum eins og apa- og köngulóarrólu.

·         Mikið pláss sem nýta má undir íþróttasvæði, eins og frisbígolfvöll.

·         Ekki er nægjanlegt skjól í garðinum til að svæðið nýtist sem best.

·         Ferðamenn líklegir til að nýta sér aðstöðuna þar sem garðurinn er mjög nálægt upplýsingamiðstöðinni í Hótel Selfoss.

·         Ungmennaráðið hefur mikinn áhuga á að vita gang mála í sambandi við menningarsalinn sem og framtíð hans.

Rök:
Staðsetning miðbæjargarðsins er mjög hentug þar sem hún er nálægt helstu afþreyingu og því er mikilvægt að svæðið sé nýtt vel.

Viðar Helgason, Æ-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til íþrótta- og menningarnefndar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

VII.     1501088
            Tillaga UNGSÁ um námsefni og kennsluaðferðir grunnskólanna

Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að börn og unglingar geti haft áhrif á námsefni og kennsluaðferðir grunnskólanna.

Með eftirfarandi atriðum er hægt að bæta grunnskólana að mati ungmenna:

·         Skólareglur grunnskólanna þurfa að vera uppfærðar í samræmi við nútímann. Ekki þarf að leggja jafn mikla áherslu á að banna tyggjó og útiföt í kennslustofu, frekar ætti að setja orku í að minnka notkun farsíma. Börn ættu að læra frá unga aldri að bjarga sér án gemsa, þar sem þeir eru líka mikil truflun í kennslustund.

·         Samskipti grunnskóla Árborgar eru mikilvæg en líka að þeir séu í góðu sambandi við FSu.

·         Fjárnám ætti að vera í boði fyrir elstu bekki grunnskóla Árborgar, auk nægrar aðstoðar og kennslu. Frábært væri að geta nýtt stoðtíma kennara í FSu, auk þess að fá aðstoð frá nemendum FSu. Gott væri líka að sameina fjarnemendur úr grunnskólunum þremur í kennslu.

·         Hljóðbækur aðgengilegar fyrir alla sem óska eftir þeim og umsóknarferli einfalt.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til fræðslunefndar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, og Hrefna Björg Ragnarsdóttir, UNGSÁ, tóku til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, þakkaði fulltrúum ungmennaráðs Árborgar fyrir komuna og gott framlag til fundarins.

VIII.    Fundargerðir til staðfestingar

1.         a) 19. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                             frá 11. desember

https://www.arborg.is/19-fundur-baejarrads-2/          

 

2.         a) 1406099
Fundargerð fræðslunefndar                                      5. fundur         frá 11. desember
https://www.arborg.is/5-fundur-fraedslunefndar-3/

b) 20. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                             frá 18. desember
https://www.arborg.is/20-fundur-baejarrads/

3.         a) 1406097
Fundargerð félagsmálanefndar                                  5. fundur         frá 16. desember
https://www.arborg.is/5-fundur-felagsmalanefndar-2/

b) 21. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá        8. janúar
https://www.arborg.is/21-fundur-baejarrads/

4.         a) 1406100
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                5. fundur         frá 10. desember
https://www.arborg.is/5-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

b) 1501026
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        6. fundur         frá       7. janúar
https://www.arborg.is/6-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

c) 22. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá      15. janúar
https://www.arborg.is/22-fundur-baejarrads/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 22. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 1, málsnr. 1412188 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun á rannsóknarholum fyrir vatnsveitu Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt.

–          liður 8, málsnr. 1405411- Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51 – 59. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt og auglýst.

–          liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. desember, lið 1, málsnr. 1408177 – Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 2 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. desember, lið 2, málsnr. 1411050 – Ársskýrsla skólaþjónustu 2013 – 2014.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.

–          liður 2 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. desember, lið 3, málsnr. 1412058 – LOGOS lesskimarnir í grunnskólum Árborgar.

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. desember, lið 4, málsnr. 1412038 – Samræmd könnunarpróf 2014.

–          liður 1 a) Viðar Helgason, Æ-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. desember, lið 4, málsnr. 1410085 – Beiðni Markaðsstofu Suðurlands um endurnýjun á samstarfssamningi og endurskoðun samningsfjárhæðar.

–          liður 1 a) Viðar Helgason, Æ-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. desember, lið 5, málsnr. 1411206 – Stefnumörkun í atvinnu- og ferðamálum.

–          liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. desember, lið 21, málsnr. 1412059 – Hvatning – átak að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.

–          liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. desember, lið 1, málsnr. 1406099 – Fundargerð fræðslunefndar.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.

–          liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. desember, lið 3, málsnr. 1403025 – Auglýsing UMFÍ eftir umsókn frá sambandsliðum UMFÍ vegna unglingalandsmóts UMFÍ 2017.

–          liður 3 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð félagsmálanefndar frá 16. desember, lið 4, málsnr. 1412102- Tölulegar upplýsingar um félagsþjónustumál 2014.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

–          liður 4 c) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. janúar, lið 5, málsnr. 1301348 – Hjúkrunarheimilið Kumbaravogi.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

 

–          liður 4 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. desember, lið 1, málsnr. 1411026 – Kjör á íþróttakonu og -karli Árborgar.

–          liður 4 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. desember, lið 2, málsnr. 1412071 – Hvatningarverðlaun ÍMÁ 2014.

–          liður 4 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. desember, lið 3, málsnr. 1411065 – Menningarstyrkir ÍMÁ 2014.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. janúar, liður 1, málsnr. 1412188 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun á rannsóknarholum fyrir vatnsveitu Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. janúar, liður 8, málsnr. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51 – 59. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt og auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

IX.       1501125
            Tillaga bæjarfulltrúa S-lista um stofnun öldungaráðs

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði til eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að stofna öldungaráð í Sveitarfélaginu Árborg.

Greinargerð:
Með stofnun öldungaráðs  verður til öflug ráðgefandi nefnd í sveitarfélaginu sem gætir hagsmuna  eldri borgara. Meginmarkmið öldungaráðsins verði að eldri borgarar í sveitarfélaginu hafi formlegan og milliliðalausan aðgang að bæjarstjórn varðandi hagsmunamál sín. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði falið að móta nánari tillögur um hlutverk, tilgang og skipun ráðsins í samráði við Félag eldri borgara. Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Lagt er til að tillögunni verði breytt á þann veg að tillögunni verði vísað til félagsmálanefndar til úrvinnslu en ekki framkvæmdastjóra.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

X.        1501112
            Lántökur 2015

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá
Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 500.000.000 kr. til 20 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við Sundhöll Selfoss og viðbyggingu við Sunnulækjarskóla sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:50

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Viðar Helgason
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
6. fundur bæjarstjórnar

6. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 10. desember 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka lið II fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun – síðari umræða á dagskrá í lok fundar. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Dagskrá:
Sjá fundargerð bæjarstjórnar á pdf skjali
5. fundur bæjarstjórnar

 

5. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 12. nóvember 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn leitaði afbrigða að taka sérstaklega á dagskrá, lið 2, í 5. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 29. október. Gjaldskrá Selfossveitna. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Sjá fundargerð

 

 

 
4. fundur bæjarstjórnar

 


4. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. október 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,

Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,

Ari Björn Thorarensen, D-lista,

Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,

Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,

Viðar Helgason, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá breytingu í nefndum. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá: 

1. Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1406099

Fundargerð fræðslunefndar                                      2. fundur         frá 11. september

b) 9. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                              frá 18. september


2.

a) 1406097

Fundargerð félagsmálanefndar                                 3. fundur         frá 15. september

b) 10. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                        frá  október

 

3.
a) 1406100

Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                3. fundur         frá  24. september

b) 1406098

Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              3. fundur         frá 30. september

4. fundur            frá   2. október
c) 1406101

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            3. fundur         frá  1. október
d) 11. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                          frá  október

 

 • liður 1 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. september, lið 4, málsnr. 1409028 – Erindi frá foreldrafélagi Brimvers.
 • liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. september, lið 9, málsnr. 1409047 – Fjárhagsáætlun 2015.
 • liður 1 a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. september, lið 11, málsnr. 1409046 – Heimanám í grunnskólum Árborgar.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 2 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. október, lið 5, málsnr. 1402020 – Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
 • liður 2 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. október, lið 8, málsnr. 1409124 – Kjarasamningur við Selfossveitur 2014-2015.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 3 a) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. september, lið 1, málsnr. 1408035 – Menningarmánuðurinn október 2014.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

 • liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. september, lið 2, málsnr. 1409180- Áherslur ÍMÁ fjárhagsáætlun 2015.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.

 • liður 3 d) Helgi. S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október lið, 2, málsnr. 1406098 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar – og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Mjög mikilvægt er að skipulag og boðun funda sé í föstum skorðum hjá sveitarfélaginu og tekið sé tillit til ábendinga, svo að svo geti orðið.“

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Undirrituð furða sig á bókun bæjarfulltrúa D-lista varðandi það að 3. og 4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar hafi ekki verið almennir fundir heldur hefðbundnir vinnufundir vegna fjárhagsáætlunargerðar eins og segir í bókun fulltrúanna. Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að vinna og gerð fjárfestingaráætlunar fyrir sveitarfélagið sé eitt stærsta verkefni stjórnar framkvæmda- og veitusviðs. Í fundargerð  4. fundar þann 2. október er bókað eftirfarandi:  „Almenn afgreiðslumál. Stjórn framkvæmda- og veitusviðs kom saman til fundar vegna vinnu við fjárfestingaráætlun 2015-2018. Stjórnin samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu“. Það er skilningur undirritaðra bæjarfulltrúa að hér sé stjórnin að afgreiða fjárfestingaráætlun til bæjarstjórnar til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar og því hlýtur að vera um afgreiðslufund að ræða.“

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista

 • liður 3 d) Helgi. S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október, lið 9, málsnr. 1410014 – Beiðni Golfklúbbs Selfoss varðandi fjárhagslega aðkomu Sveitarfélagsins Árborgar að breytingum á golfvelli Selfoss og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Þar sem styttist í að nýr vegur og brú yfir Ölfusá verði að veruleika er mjög mikilvægt að flýta því að hefja viðræður við Vegagerðina um samkomulag og bætur fyrir það land sem fer undir nýtt vegstæði.“

–          liður 3 d) Helgi. S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október lið, 14, málsnr. 1405102 – Umferð og öryggi um Votmúlaveg– og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Mjög mikilvægt er að þrýsta á að fjármagn fáist í samgönguáætlun til þess að færsla Votmúlavegar verði að veruleika og frágangur á samgöngumannvirkjum á þessu svæði, þar sem íbúafjöldi og umferð hefur aukist verulega á undanförum árum.“

 • liður 3 d) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október, lið 10, málsnr. 1409237 – Styrkbeiðni Bókabæjanna austanfjalls og óskaði sérstaklega eftir því að bókað yrði að hann legði áherslu á að jákvætt yrði tekið í styrkbeiðni Bókabæjanna austanfjalls.
 • Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
II.
1302008

Aðalskipulagsbreyting – lagning jarðstrengs og ljósleiðara

Ásta Stefánsdóttir tók til máls.

Lagt fram bréf Minjastofnunar þar sem fram kemur að stofnunin telur ástæðu til að varðveita Nesbrú, gamla leið. Því beri að staðsetja strenginn austan við Nesbrú.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi:

Vegna umsagnar Minjastofnunar á deiliskipulagstillögu um lagningu jarðstrengs og hjólastígs milli Selfoss og Þorlákshafnar vill bæjarstjórn Árborgar vekja athygli stofnunarinnar og annarra umsagnaraðila á stefnu bæjarstjórnarinnar í málefnum tengdum menningarminjum og náttúruvernd, sem sett er fram í greinargerð með aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 á bls. 28, en þar segir m.a.
„ Stefna Sveitarfélagsins Árborgar er að komandi kynslóðir í Árborg fái að njóta núverandi menningar- og náttúruminja eins ósnortinna sem verða má.

Menningararfurinn er eitt það dýrmætasta sem við getum fært komandi kynslóðum. Sagan er til þess að læra af henni og undirstaða fyrir frekari framvindu og þróun. Því er nauðsynlegt að skila þessum arfi í hendur kynslóðanna í upprunalegri mynd. Með því að varðveita menningarminjar og náttúru gefum við íbúum Árborgar kost á því að fræðast og njóta. Auk þess sem þær eru aðdráttarafl fyrir ferðamenn „

Með vísan í ofanritað tekur bæjarstjórn heilshugar undir þau sjónarmið að varðveita eigi gamlan veg sem liggur milli Selfoss og Eyrarbakka og nefndur er Nesbrú. Bæjarstjórn samþykkir að í því augnamiði verði jarðstrengurinn lagður austan við Nesbrú eins og lagt er til í umsögn Minjastofnunar og að samþykktin verði send öðrum umsagnaraðilum og framkvæmdaraðila til upplýsingar.

 

III.       1410100

            Breyting á fulltrúum Æ-lista í nefndum

Lagt er til að Estelle Burgel taki sæti sem aðalmaður í íþrótta- og menningarnefnd í stað Ómars Vignis Helgasonar og Hulda Gísladóttir taki sæti sem varamaður.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:45

 

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir

Ari Björn Thorarensen                                       Magnús Gíslason

Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson

Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir

Viðar Helgason                                                  Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
3. fundur bæjarstjórnar

3. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Margnúsdóttir, varamaður, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Magnús Gíslason velkominn á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.

Forseti leitaði afbrigða að taka á dagskrá lið 16, málsnr. 1302008, í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september, – Deiliskipulagsbreyting vegna lagningar á jarðstreng og ljósleiðara. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Dagskrá:

1. Fundargerðir til staðfestingar

1
a) 1406099
Fundargerð fræðslunefndar                                      1. fundur                    frá 21. ágúst
https://www.arborg.is/1-fundur-fraedslunefndar-2/

b) 1406097
Fundargerð félagsmálanefndar                                 1. fundur                    frá 13. ágúst
https://www.arborg.is/1-fundur-felagsmalanefndar-2/

 c) 6. fundur bæjarráðs ( 1407137 ) frá 28. ágúst
https://www.arborg.is/6-fundur-baejarrads/

2.
a) 1406097
Fundargerð félagsmálanefndar                                 2. fundur                    frá 28. ágúst
https://www.arborg.is/2-fundur-felagsmalanefndar-2/

b) 7. fundur bæjarráðs ( 1407137 ) frá 4. sept. 
https://www.arborg.is/7-fundur-baejarrads/

3.
a) 1406098
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              2. fundur                    frá 2. sept.
https://www.arborg.is/2-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

b) 1406100
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                2. fundur                    frá 3. sept.
https://www.arborg.is/2-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

c) 1406101
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        2. fundur                    frá 3. sept.
https://www.arborg.is/2-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

d) 8. fundur bæjarráðs ( 1407137 ) frá 11. sept.
https://www.arborg.is/8-fundur-baejarrads/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 8. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 5, málsnr. 1402123 – Deiliskipulag – Lóð FSU.

Lagt er til við bæjarráð að tillagan verði auglýst.

 • liður 6, málsnr. 1402124 – Tillaga að deiliskipulagi við Hraunlist ( Kríuna ). Lagt er til við bæjarráð að tillagan verði auglýst.
 • liður 7, málsnr. 1209098 – Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna göngu- og hjólastígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Skipulagslýsing hefur verið auglýst og athugasemdir borist. Nefndin samþykkir að aðalskipulagstillagan verði kynnt og lögð fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

 • liður 8, málsnr. 1312089 – Deiliskipulagstillaga að fráveituhreinsistöð við Geitanes.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Nefndin tekur eftirfarandi afstöðu til framkominna athugasemda.

 • liður 3 d) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. september, lið 13, málsnr. 1409063 – Framlag til starfsmannafélaga og sameiginlegrar árshátíðar starfsmannafélaga sveitarfélagsins 2014.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og tók undir bókun Eggerts Vals   Guðmundssonar, S-lista, frá 8. fundi bæjarráðs.

 • liður 3 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 3. september, lið 2, málsnr. 1408035 – Menningarmánuðurinn október 2014.
 • liður 3 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 3. september, lið 4, málsnr. 1408179 – Stofnun bókabæja á Suðurlandi.
 • liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 2. september, lið 2, málsnr. 1408165 – Sunnulækjarskóli – viðbygging, 5. áfangi.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september – liður 5, málsnr. 1402123 – Deiliskipulag – Lóð FSu. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september – liður 6, málsnr. 1402124 – Tillaga að deiliskipulagi við Hraunlist ( Kríuna ). Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september – liður 7, málsnr. 1209098 – Tillagan að breytingu á aðalskipulagi vegna göngu- og hjólastígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði kynnt íbúum sveitarfélagsins.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september – liður 8, málsnr. 1312089 – Deiliskipulagstillaga að fráveituhreinsistöð við Geitanes.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og samþykki þau svör við athugasemdum sem bárust vegna skipulagsins sem skipulags- og byggingarnefnd leggur til.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- byggingarnefndar frá 3. september – liður 16, málsnr. 1302008 – Deiliskipulagsbreyting vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara við Víkurheiði. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki matslýsingu og að farið verði með deiliskipulagsbreytinguna sem óverulega sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II.
1301020
Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir breytingu á erindisbréfi framkvæmda- og veitustjórnar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

III.
1408070

Erindisbréf fræðslunefndar

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir breytingar á erindisbréfi fræðslunefndar.

Erindisbréf fræðslunefndar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV.
1406031
Kosning í hverfisráð Árborgar

Breyting í hverfisráði Eyrarbakka

Lagt er til að Guðbjört Einarsdóttir verði aðalmaður í stað Ívars Arnar Gíslasonar og að Ingólfur Hjálmarsson verði varamaður.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.
1309226
 Fjárhagsáætlun 2014
Viðauki við fjárhagsáætlun.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

VI.
1409113
Tillaga frá bæjarfulltrúa B-lista – Ráðning atvinnu- og ferðamálafulltrúa

Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði:

Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að ráða til starfa, atvinnu- og ferðamálafulltrúa fyrir sveitarfélagið. Gert verði ráð fyrir að hann hefji störf í byrjun árs 2015.  Í vinnu við fjárhagsáætlun, fyrir árið 2015, verði gert ráð fyrir kostnaði vegna þessa nýja starfs.

Greinargerð:
Sveitarfélagið Árborg hefur verið í stöðugum vexti undandarin ár og nálgast íbúafjöldi þess núna 8000 íbúa. Á sama tíma hefur ekki orðið mikil aukning á nýjum atvinnutækifærum til að mæta þessari fjölgun íbúa.  Mikil fjölgun hefur orðið á fjölda ferðamanna til landsins og því hafa þar skapast tækifæri til að efla ferðaþjónustu í sveitarfélaginu með aukinni samvinnu og skipulagningu.  Þrátt fyrir þátttöku sveitarfélagsins í ýmsum samstarfsverkefnum, s.s Markaðsstofu Suðurlands, SASS o.fl., er nauðsynlegt að Sveitarfélagið Árborg hafi starfsmann í fullu starfi til að sinna þessum málaflokki, skipulagningu hans, eflingu þess atvinnulífs sem fyrir er og leiti að nýjum tækifærum. Helgi S Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista. Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Undirrituð leggja til að tillögu um ráðningu atvinnu- og ferðamálafulltrúa verði vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu og niðurstaðan liggi fyrir 1. desember 2014.

Greinargerð:
Undirrituð taka undir með bæjarfulltrúa B- lista um mikilvægi þess að í sveitarfélaginu sé starfandi atvinnu- og ferðamálafulltrúi. En áður en til þess kemur er  nauðsynlegt að bæjaryfirvöld klári vinnu við stefnumótun í atvinnu- og ferðamálum til framtíðar sem hófst á síðasta kjörtímabili. Þar þurfa að koma fram helstu áherslur og markmið í málaflokknum. Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að ráðning eins aðila í starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa án þess að slík vinna hafi farið fram muni ekki skila þeim árangri sem til er ætlast. Í ljósi þess að atvinnumál heyra formlega undir bæjarráð í stjórnkerfi sveitarfélagsins, teljum við eðlilegast að mótun og skilgreining á nýju starfi atvinnu- og ferðamálafulltrúa fari fram á vettvangi bæjarráðs áður en samþykkt er að auglýsa eftir nýjum starfsmanni. Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 greiddum atkvæðum, bæjarfulltrúi B-lista sat hjá.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:30

 

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Magnús Gíslason
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
2. fundur bæjarstjórnar

2. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 20. ágúst 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri sveitarfélagsins,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Guðlaug Einarsdóttir, varamaður, S-lista,
rna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, varamaður, Æ-lista 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, ritar fundargerð. 

Forseti bauð Guðlaugu Einarsdóttur velkomna á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn. 

Forseti leitað afbrigða til að taka á dagskrá þakkir til aðila sem hafa staðið að hátíðarhöldum í sveitarfélaginu sumarið 2014. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

I.                   Fundargerðir til kynningar

1.         a) 1401094             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        46. fundur       frá 27. maí
            https://www.arborg.is/46-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

            b) 1401093             Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              78. fundur       frá 28. maí
            https://www.arborg.is/78-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

            c) 1. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                                           frá 19. júní
            https://www.arborg.is/1-fundur-baejarrads-2/ 

2.         a) 2. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                               frá 26. júní
            https://www.arborg.is/2-fundur-baejarrads-arborgar-2/

3.         a) 3. fundur bæjarrás ( 1407137 )                                                 frá 17. júlí
            https://www.arborg.is/3-fundur-baejarrads-arborgar-2/

4.         a) 1406098             Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              1. fundur         frá 16. júlí
            https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2014/08/1.-1406098.pdf

            b) 4. fundur bæjarráðs (1407137)                                                 frá 31. júlí             
            https://www.arborg.is/4-fundur-baejarrads/

5.         a)1406101             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        1. fundur         frá 8. ágúst
            https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2014/08/1.-1406101-skipulag-og-byggingarn.pdf

            b)1406100             Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                1. fundur         frá 13. ágúst 
            https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2014/08/2.-1406100-fundarg-ithrotta-og-menningarn.pdf

            c) 5. fundur bæjarráðs (1407137)                                                 frá 14. ágúst
           https://www.arborg.is/5-fundur-baejarrads/

-liður 1b) fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls um 2. lið 1311160 hreinsistöð við Geitanesflúðir, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um 1. lið 1308042, miðlunargeymir hitaveitu.Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.  

-liður 1c) fundargerð bæjarráðs, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um mál nr. 1406038, deiliskipulag í landi Laugardæla. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.  

-liður 1c) fundargerð bæjarráðs, Guðlaug Einarsdóttir, S-lista, tók til máls varðandi 18. lið, mál nr. 1406068, langtímaleiga á húsinu Gimli, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.    

-liður 2a) fundargerð bæjarráðs, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, um 3. lið, mál nr. 1306087, kaup á landi úr Flóagafli, og lið 10, 1302008 aðalskipulagsbreyting vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara. Guðlaug Einarsdóttir, S-lista, tók til máls um 3. lið, mál nr. 1306087, kaup á landi úr Flóagafli. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Ari B. Thorarensen, D-lista, tóku til máls.  

-liður 3a) fundargerð bæjarráðs, liður 10, 1406066 ráðning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls, og lagði fram eftirfarandi bókun: Undirritaðar lýsa yfir vonbrigðum sínum með að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, hafi ekki orðið við munnlegri ósk bæjarfulltrúa S-lista Eggerts Vals Guðmundssonar að víkja af fundi bæjarráðs, undir 10.dagskrárlið fundarins, er varðaði afgreiðslu á ráðningarsamning framkvæmdastjórans sjálfs. Það skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að 17. grein samþykkta um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Árborgar hafi sannarlega átt við í þessu máli, en hún hljóðar svo. “Bæjarfulltrúa, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélagsins ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að afstaða hans mótist að einhverju leiti þar af“.

Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S- lista Guðlaug Einarsdóttir varabæjarfulltrúi S- lista

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.  

-liður 4b) fundargerð bæjarráðs, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 8, 1407164 tilmæli til Vegagerðarinnar um að bæta ástand Austurvegar.  

-liður 5a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 32 og 33, mál nr. 1405099 og 1405093, úthlutun á landi til leigu, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.  

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 5a) fundargerð menningarnefndar.  

-liður 5c) fundargerð bæjaráðs, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 3, 1407119, skipan fulltrúa í byggingarnefnd vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss.  

II. Önnur mál    

a)      1407169 Siðareglur kjörinna fulltrúa 

Siðareglur sem settar voru af bæjarstjórn hinn 12. janúar 2011 voru lagðar fram til mats á því hvort endurskoða þurfi reglurnar sbr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.  

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að siðareglurnar gildi óbreyttar.  

b)     1406031 Kosning varamanns í íþrótta- og menningarnefnd (D-listi) og varamanns í fræðslunefnd (D-listi) 

Lagt var til að Gísli Felix Bjarnason verði varamaður í íþrótta- og menningarnefnd í stað Ásgerðar Tinnu Jónsdóttur.  

Lagt var til að Jóna S. Sigurbjartsdóttir verði varamaður í fræðslunefnd í stað Ásgerðar Tinnu Jónsdóttur.  

Samþykkt samhljóða. 

c)      1309031 Tillaga bæjarfulltrúa S-lista um átak gegn notkun plastpoka 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði. 

Undirritaðar leggja til að Sveitarfélagið Árborg vinni markvisst að því að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti í sveitarfélaginu.

Lagt er til að farið verði í samstillt átak með íbúum og verslunareigendum, markvisst kynningarátak ásamt samráði og samstarfi við alla hagsmunaaðila. Hvatt verði til að verslunareigendur auki framboð á fjölnota pokum og umhverfisvænum ruslapokum sem leysast hratt upp í náttúrunni. Einnig er lagt til að Svf. Árborg taki beinan þátt í verkefninu með afhendingu fjölnota poka á öll heimili í sveitarfélaginu. 

Greinargerð:
Plastpokar brotna ekki niður lífrænt, heldur molna á hundruðum ára í smærri einingar sem að endingu verða að svokölluðu plastryki. Plastrykið endar í sjónum og blandast loks við fæðu fugla og fiska og mengar þannig alla fæðukeðjuna og vistkerfið. Plastpokar sem velkjast á landi og sjó stofna dýralífi í hættu en plastrusl hefur einnig verulegan kostnað í för með sér. Áætlað er t.d. að kostnaður útgerða í Skotlandi vegna plasts, sem flækist í veiðarfæri, skrúfur, vatnsinntök o.fl., samsvari um 5% af tekjum útgerðarfyrirtækjanna.

Þegar hafa nokkur ríki náð umtalsverðum árangri í að draga úr plastpokanotkun. Í dag nota t.d. Danir og Finnar að meðaltali 4 poka á ári á meðan Íslendingar nota um 218 poka. Um 70 milljón burðarpokar úr plasti enda í ruslinu hér á landi, mögulega um 1.120 tonn af plasti en til þess að  framleiða slíkt magn þarf um 2.240 tonn af olíu. Evrópuþingið hefur lagt til að bannað verði að gefa plastpoka í verslunum og dregið verði úr notkun um 50% fyrir árið 2017 og 80% fyrir árið 2019. Eftir árið 2019 verði aðeins pokar úr endurnýttum pappír eða niðurbrjótanlegum efnum í umferð.

Nokkur sveitarfélög á Íslandi eru þegar komin í gang með átaksverkefni til þess að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti eins og t.d. Hafnarfjörður, Garðabær og Stykkishólmsbær, sem hlaut m.a. sérstakan styrk úr umhverfisráðuneytinu til verkefnisins.

Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista

Guðlaug Einarsdóttir varabæjarfulltrúi S-lista 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, og Ari B. Thorarensen, D-lista, tóku til máls.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn felur  framkvæmda- og veitustjórn að vinna að framkvæmd tillögunnar.              

d)     1408085 Lántökur 2014, Selfossveitur bs.

Sveitarstjórn samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. gr, sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir á vegum Selfossveitna sem eru viðgerð á miðlunartanki, hluta af kostnaði við borholu við Ósabotna, kostnað við virkjun ÞK 17 og stækkun dreifikerfis, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

Samþykkt með átta atkvæðum, Viðar Helgason, Æ-lista, situr hjá.  

e)      1404121 Lántökur 2014, Sveitarfélagið Árborg

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 448.700.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna ýmis verkefni hjá Eignasjóði, framkvæmdir við vatnsveitu og endurfjármögnun á eldri lánum hjá Lánasjóðnum, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða.  

f)       Þakkir til aðila sem staðið hafa að hátíðarhöldum í sveitarfélaginu sumarið 2014 

Bæjarstjórn Árborgar þakkar þeim aðilum sem staðið hafa að hátíðum og viðburðum í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2014 fyrir frábært framtak og óeigingjarnt starf. Bæjarstjórn telur það sveitarfélaginu og byggðakjörnum þess til mikils framdráttar að hafa fjölbreytt úrval hátíða sem laða að gesti, auðga mannlíf og auka samheldni íbúa. Bæjarstjórn vonast eftir góðu samstarfi um hátíðarhöld, viðburði og uppákomur, hér eftir sem hingað til.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.  18:55. 

Kjartan Björnsson                                             
Gunnar Egilsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir     
Ari B. Thorarensen
Ásta Stefánsdóttir  
Helgi Sigurður Haraldsson
Guðlaug Einarsdóttir                                        
Arna Ír Gunnarsdóttir
Viðar Helgason
1. fundur bæjarstjórnar

1. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 19. júní 2014, kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, varamaður, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, setti fundinn þar sem hann er elstur þeirra bæjarfulltrúa sem eiga lengsta r að baki í bæjarstjórn og stýrði honum á meðan fyrstu tveir liðirnir á dagskrá voru afgreiddir.  

Dagskrá: 

I.         1406055
Skýrsla yfirkjörstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
         

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, flutti skýrslu yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí sl. 

II.        1406031
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs

1.   Kosning forseta til eins árs.
Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum bæjafulltrúa D- og Æ- lista, bæjarfulltrúar B- og S- lista sátu hjá. 

Kjartan tók við stjórn fundarins. 

2.  Kosning 1. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista,  yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá. 

3.  Kosning 2. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá. 

4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.  Lagt var til að Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá.           

5.  Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá. 

III. 1406031
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið   58. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 599/2009: 

Aðalmenn:                                                        Varamenn:
Gunnar Egilsson                                            Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir                            Kjartan Björnsson
Eggert Valur Guðmundsson                        Arna Ír Gunnarsdóttir 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, fulltrúi Æ-lista sat hjá. 

IV.   1406031
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013: 

1.         Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.      
2.         Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
3.         Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
4.         Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
5.         Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
6.         Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara

Lagt var til að eftirtaldir verði kosnir í kjörstjórnir til eins árs.

1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara. 
Aðalmenn:                                                                 Varamenn:
Ingimundur Sigurmundsson                      Lára Ólafsdóttir
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir                    Sigurbjörg Gísladóttir
Bogi Karlsson                                                Þórunn Jóna Hauksdóttir          

2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Erlendur Daníelsson                                   Þorgrímur Óli Sigurðsson
Gunnar Gunnarsson                                   Hólmfríður Einarsdóttir
Ólafur Bachmann Haraldsson                   Svanborg Egilsdóttir 

3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Erling Rúnar Huldarsson                         Magnús Jóhannes Magnússon
Ingibjörg Jóhannesdóttir                          Ingveldur Guðjónsdóttir
Valdemar Bragason                                    Gunnar Þorkelsson 

4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Kristín Björnsdóttir                                       Elvar Ingimundarson
Hafdís Kristjánsdóttir                                   Anna Ingadóttir
Ragnhildur Benediktsdóttir                          Jónína Halldóra Jónsdóttir

5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir                               Helga Björg Magnúsdóttir
Björn Harðarson                                         Bjarkar Snorrason
Ragnhildur Jónsdóttir                                Guðni Kristjánsson 

6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Lýður Pálsson                                              Arnar Freyr Ólafsson
María Gestsdóttir                                        Þórarinn Ólafsson
Birgir Edwald                                               Arnrún Sigurmundsdóttir

Var það samþykkt samhljóða.           

V.    1406031
Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára sbr. B-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013:

Helgi S. Haraldsson tók til máls og lagði fram yfirlýsingu um að Framsóknarflokkurinn og Björt framtíð í Árborg munu leggja fram sameiginlega lista fyrir kosningar í nefndir sveitarfélagsins.

1.  Félagsmálanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.        
Aðalmenn:                                                       Varamenn:        
Ari Björn Thorarensen, formaður         Helga Þórey Rúnarsdóttir
Jóna S. Sigurbjartsdóttir                         Sigríður J. Guðmundsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir                             Ásbjörn Jónsson
Svava Júlía Jónsdóttir                            Steinunn Jónsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                     Guðfinna Gunnarsdóttir                

Samþykkt samhljóða.                       

2.  Framkvæmda- og veitustjórn, fimm fulltrúar og fimm til vara
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Gunnar Egilsson, formaður                  Guðjón Guðmundsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir               Jón Jónsson
Ingvi Rafn Sigurðsson                         Sandra Dís Hafþórsdóttir
Viktor Pálsson                                      Eggert Valur Guðmundsson
Helgi S. Haraldsson                             Gissur Kolbeinsson

Samþykkt samhljóða.  

3.   Fræðslunefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara
Aðalmenn:                                                       Varamenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður    Ragnheiður Guðmundsdóttir
Magnús Gíslason                                     Víglundur Guðmundsson
Brynhildur Jónsdóttir                            Ásgerður Tinna Jónsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir                            Sesselja S. Sigurðardóttir
Íris Böðvarsdóttir                                   Guðrún Þóranna Jónsdóttir    

Samþykkt samhljóða.

4.   Íþrótta- og menningarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

Aðalmenn:                                             Varamenn:
Kjartan Björnsson, formaður             Gísli Á. Jónsson
Axel Ingi Viðarsson                              Ásgerður Tinna Jónsdóttir
Helga Þórey Rúnarsdóttir                  Einar Ottó Antonsson           
Eggert Valur Guðmundsson               Anton Örn Eggertsson
Ómar Vignir Helgason                         Estelle Burgel 

Samþykkt samhljóða.

5.   Skipulags- og byggingarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara        

Aðalmenn:                                            Varamenn:
Ásta Stefánsdóttir, formaður               Hjalti Jón Kjartansson
Magnús Gíslason                                  Brynhildur Jónsdóttir
Gísli Á. Jónsson                                   Markús Vernharðsson
Guðlaug Einarsdóttir                            Hermann Dan Másson
Ragnar Geir Brynjólfsson                    Karen Karlsdóttir Svendsen 

Samþykkt samhljóða.

6.   Kjaranefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara. 

Dregið var um þriðja fulltúra í kjaranefnda á milli S-lista og sameiginlegs framboðs B- og Æ-lista, kom sætið í hlut S-lista.

Aðalmenn:                                            Varamenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður    Gunnar Egilsson
Ari Björn Thorarensen                          Kjartan Björnsson                 
Eggert Valur Guðmundsson                Arna Ír Gunnarsdóttir

Samþykkt samhljóða.

VI.   1406031
Kosning í nefndir, stjórnir eða til að sækja aðalfundi til fjögurra ára sbr. C-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2073: 

1.   Aðalfundur SASS, tíu fulltrúar og tíu til vara.
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Gunnar Egilsson                                   Axel Ingi Viðarsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir                     Helga Þórey Rúnarsdóttir
Kjartan Björnsson                                Ragnheiður Guðmundsdóttir            
Ari Björn Thorarensen                          Gísli Á. Jónsson        
Ásta Stefánsdóttir                                Sigríður J. Guðmundsdóttir
Magnús Gíslason                                  Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson                Guðlaug Einarsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir                          Viktor Pálsson
Helgi S. Haraldsson                             Íris Böðvarsdóttir
Viðar Helgason                                    Eyrún Björg Magnúsdóttir

Samþykkt samhljóða.

2.   Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson 

Samþykkt samhljóða. 

3.  Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, fulltrúi Æ-lista sat hjá.

4.  Fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga, átta fulltrúar og átta til vara.
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir                 Magnús Gíslason
Kjartan Björnsson                               Axel Ingi Viðarsson
Ari Björn Thorarensen                       Helga Þórey Rúnarsdóttir
Ásta Stefánsdóttir                                Ragnheiður Guðmundsdóttir
Gunnar Egilsson                                  Gísli Á. Jónsson
Arna Ír Gunnarsson                            Eggert Valur Guðmundsson
Helgi S. Haraldsson                            Íris Böðvarsdóttir
Viðar Helgason                                    Eyrún Björg Magnúsdóttir 

Dreginn var miði um sjöunda og áttunda fulltrúa í nefndinni og komu sætin í hlut D- og sameiginlegs framboðs B- og Æ- lista. 

Samþykkt samhljóða. 

5.   Fulltrúi í Almannavarnanefnd Árnessýslu, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson 

Samþykkt samhljóða.  

6.  Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, fjórir fulltrúar og fjórir til vara.
Aðalmenn:                                              Varamenn:
Gunnar Egilsson                                    Kjartan Björnsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir                    Ari Björn Thorarensen
Arna Ír Gunnarsdóttir                         Eggert Valur Guðmundsson
Helgi S. Haraldsson                             Viðar Helgason 

Samþykkt samhljóða.  

7.  Samstarfsnefnd með starfsmannafélögum, tveir fulltrúar og tveir til vara.
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Ásta Stefánsdóttir                                Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                   Kjartan Björnsson 

Samþykkt samhljóða.  

8.  Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.  

9.      Fulltrúi í stjórn þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra
Ásta Stefánsdóttir 

Samþykkt samhljóða. 

10.  Þjónustuhópur aldraðra, tveir fulltrúar sem hafa þekkingu á félagslegri þjónustu við aldraða.  
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Vaka Kristjánsdóttir  

Samþykkt samhljóða.  

11.  Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, tíu fulltrúar og tíu til vara.
Aðalmenn:                                                Varamenn:
Gunnar Egilsson                                   Axel Ingi Viðarsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir                    Helga Þórey Rúnarsdóttir
Kjartan Björnsson                                Ragnheiður Guðmundsdóttir            
Ari Björn Thorarensen                         Gísli Á. Jónsson
Ásta Stefánsdóttir                                Sigríður J. Guðmundsdóttir
Magnús Gíslason                                  Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson                Guðlaug Einarsdóttir            
Arna Ír Gunnarsdóttir                          Viktor Pálsson
Helgi S. Haraldsson                             Íris Böðvarsdóttir
Viðar Helgason                                    Eyrún Björg Magnúsdóttir 

Samþykkt samhljóða.  

12. Aðalfundur Borgarþróunar ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.  

13.  Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.

14.   Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar slf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                               Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.  

15.  Aðalfundur Sandvíkurseturs ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                          Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.

16.  Aðalfundur Verktækni ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.   

VII.    1406031
Kosning í hverfisráð Árborgar.           

Lagt er til að eftirtaldir verið kosnir í hverfisráð til eins árs.

1. Hverfisráð Selfossi, fimm fulltrúar og tveir til vara.            
Anna Margrét Magnúsdóttir, formaður
Katrín Klemensdóttir
Böðvar Jens Ragnarsson
Þröstur Þorsteinsson

2. Hverfisráð Stokkseyrar, fimm fulltrúar og tveir til vara.
Vigfús Helgason, formaður
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Hafdís Sigurjónsdóttir
Guðríður Ester Geirsdóttir
Valdimar Gylfason

Varamaður:
Gísli Friðriksson
Herdís Sif Ásmundsdóttir

3. Hverfisráð Eyrarbakka, fimm fulltrúar og tveir til vara.
Siggeir Ingólfsson, formaður
Þórunn Gunnarsdóttir
Gísli Gíslason
Ívar Örn Gíslason
Guðlaug Einarsdóttir Varamaður:
Víglundur Guðmundsson

4. Hverfisráð Sandvíkurhrepps,  fimm fulltrúar og þrír til vara.
Oddur Hafsteinsson, formaður
Guðmundur Lárusson
Anna Gísladóttir
Jónína Björk Birgisdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Varamenn: Aldís Pálsdóttir
Jóna Ingvarsdóttir
Arnar Þór Kjærnested

Samþykkt samhljóða.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls.

VIII.    Fundargerðir til staðfestingar. 

1.         a) 1401093 
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  76. fundur       frá 2. maí
            https://www.arborg.is/76-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/           

            b) 1401065
            Fundargerð fræðslunefndar                          44. fundur         frá 8. maí
            https://www.arborg.is/44-fundur-fraedslunefndar/ 

            c) 182. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                       frá 15. maí
            https://www.arborg.is/182-fundur-baejarrads-2/ 

2.         a) 1401093
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar     77. fundur      frá 13. maí      
            https://www.arborg.is/77-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/ 

            b) 1401095
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar    18. fundur                  frá 14. maí
            https://www.arborg.is/18-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/ 

            c) 183. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                                frá 22. maí
            https://www.arborg.is/183-fundur-baejarrads-2/

            Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
–          liður 15, málsnr. 1405281 – Viðbótarsumarstörf fyrir 18 – 20 ára ungmenni

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði viðbótarfjárveiting vegna viðbótarstarfa fyrir 18 – 20 ára ungmenni sumarið 2014 að fjárhæð 3,8 mkr.  

3.        a) 1401092            
           Fundargerð félagsmálanefndar                      34. fundur                  frá 21. maí            
           https://www.arborg.is/34-fundur-felagsmalanefndar/

            b) 184. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá 30. maí
            https://www.arborg.is/184-fundur-baejarrads/

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 2. maí, lið 4, málsnr. 1404288- Ársreikningur 2013. 

–          liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. maí, lið 8, málsnr. 1402072 – Lóðarumsókn Leós Árnasonar fyrir húsið Ingólf að Eyravegi 1. 

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

–          liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. maí, lið 13, málsnr. 1401023 – Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar.  

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. 

–          liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. maí, lið 6, málsnr. 1404127 – Styrkur úr Sprotasjóði – að auka hæfni, þekkingu og leikni leikskólabarna í læsi .  

–          liður 2 c) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 22. maí, lið 5, málsnr. 1305094 – Viðbygging við Grænumörk 5. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.  

–          liður 2 c) Fundargerð bæjarráðs frá 22. maí – liður 15, málsnr. 1405281 – Viðbótarsumarstörf fyrir 18-20 ára ungmenni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði viðbótarfjárveiting vegna viðbótarstarfa fyrir 18-20 ára ungmenni sumarið 2014 að fjárhæð 3,8 mkr. 

Var viðbótarfjárveiting borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur. 

IX.      1406066            
Ráðning framkvæmdastjóra 2014-2018  

Lagt er til að bæjarstjórn Árborgar samþykki að ráða Ástu Stefánsdóttur sem framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar kjörtímabilið 2014-2018. Bæjarráði er falið að ganga frá ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

 Hyggst bæjarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir, þiggja tvöföld laun hjá sveitarfélaginu, bæði sem bæjarfulltrúi og sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins.            
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð ítreka þá skoðun sína að starfsheiti æðsta embættismanns sveitarfélagsins eigi að vera bæjarstjóri en ekki framkvæmdastjóri eins og tíðkast í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af sambærilegri stærð. Það verður að teljast afar athyglisvert í ljósi þess að meirihluti þeirra bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem leggja þessa tillögu fram nú, fannst ástæða til þess á fyrsta fundi á síðasta kjörtímabils að leggja til breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins eftirfarandi tillögu: „ Lagt  er til að 64. grein hljóði svo:  Bæjarstjórn ræður framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Ekki er heimilt að ráða starfandi bæjarfulltrúa í starf framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við hann þar sem m.a skal kveðið á um ráðningartíma, kaup og kjör. Ráðningartími skal staðfestur af bæjarráði“. Þessi tillaga var lögð fram fyrir sléttum fjórum árum af bæjarfulltrúum D- lista þeim Eyþóri Arnalds, Gunnari Egilssyni, Ara Thorarensen, Söndru Dís Hafþórsdóttur og Elfu Dögg Þórðardóttur. Það er því augljóst að afstaða meirihluta þeirra sem leggja nú til að starfandi bæjarfulltrúi verði ráðinn í starf framkvæmdastjóra hefur farið í heilan hring á ekki lengri tíma en raun ber vitni. Undirrituð sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista,  bæjarfulltrúar B-, S-, og Æ lista sátu hjá.

Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls og gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.

 Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.  

X.  1406048
Tillaga um að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti í sumar

Lagt er til að bæjarráð fundi ekki vikulega frá og með 20. júní til 20. ágúst.  

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.  

Lagt var til að vísa útfærslunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

XI.      140048            
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála

Með vísan til heimildar í 8. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 20. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að þrátt fyrir að bæjarráð hafi fullt umboð til endanlegrar afgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar, fái ráðningarsamningur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins fái umfjöllun og verði endanlega staðfestur á fyrsta fundi fullskipaðrar bæjarstjórnar eftir sumarleyfi.
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S lista
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S lista

Tillaga Eggerts Vals var borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum D-lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa B-, S- og Æ-lista. 

Tillaga um fyrirkomulag bæjarstjórnarfunda í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum  D-lista, fulltrúar B-, S-, og Æ-lista sátu hjá.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls. 

XII.     1406074            
Tillaga frá fulltrúa B-lista – Breyting á almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins

Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi eftirfarandi tillögu úr hlaði:

Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að hefja strax vinnu við breytingar á almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins með það að markmiði að stórauka tíðni ferða innan sveitarfélagsins alla daga vikunnar.

Greinargerð:

Það er ljóst að það brennur mikið á íbúum sveitarfélagsins að almenningssamgöngur innan þess séu alls ekki í nógu góðu lagi.  M.a er ekkert ekið um helgar, ferðir of fáar og þjónustan ekki nógu góð.  Stokka þarf upp þetta kerfi og má velta fyrir sér hvort það eigi að vera hluti af kerfi Strætó bs,  alfarið á könnu sveitarfélagsins eða að hluta.  Einnig þarf að gera könnun meðal íbúanna hvaða tímasetningar henta best til að sem mest not séu fyrir þá.
Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Lagt er til að vísa tillögunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

XIII.   1406075            
Tillaga frá fulltrúa B-lista – Hækkun á niðurgreiðslu til foreldra með börn hjá dagforeldrum

Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi eftirfarandi tillögu úr hlaði:
Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að hækka niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforeldrum í sveitarfélaginu, þannig að foreldrar borgi sama gjald og fyrir sömu vistun,  ef barnið væri á leikskóla. 

Greinargerð:
Meðan þörf er á þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu og börn komast ekki inn á leikskóla hefur það hamlandi áhrif á að foreldrar komist aftur út á vinnumarkað. Í  dag þarf að greiða helmingi hærra gjald til dagforeldra en sambærilegt leikskólagjald og því margir foreldrar sem hreinlega hafa ekki efni á því að snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof eða yfir höfuð að senda barn til dagforeldra.

Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsson, S-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.            

Lagt er til að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:15

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
54. fundur bæjarstjórnar

54. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 14. maí 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá samning um bankaviðskipti milli Sveitarfélagsins Árborgar og Íslandsbanka hf. og tillögu um breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2014 vegna 66 kv. jarðstrengs á milli Selfoss og Þorlákshafnar og hjólreiðastígs, ásamt umhverfisskýrslu.   

Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

Dagskrá:
I.                   Fundargerðir til staðfestingar 

1.         a) 1401094
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        45. fundur       frá 15. apríl
            https://www.arborg.is/45-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/ 

            b) 180. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá 30. apríl
            https://www.arborg.is/180-fundur-baejarrads/ 

2.         a) 1401093
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              75. fundur       frá 29. apríl
            https://www.arborg.is/75-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/ 

            b) 181. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá   8. maí
            https://www.arborg.is/181-fundur-baejarrads-2/ 

            Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
            liður 4, málsnr. 1403106- Samningur milli Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og            Sveitarfélagsins Árborgar um kaup á landi úr landi Laugadæla.  Bæjarráð staðfestir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kaupanna. 

–          liður 2 b) Fundargerð bæjarráðs frá 8. maí – liður 4, málsnr. 1403106 – Samningur milli Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og Sveitarfélagsins Árborgar um kaup á landi úr landi Laugadæla. Bæjarráð staðfestir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun kr. 288 m.kr. vegna kaupanna.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Eyþór Arnalds, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.  

            Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.  

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur. 

II.        1404386
            Breyting á varamanni í undirkjörstjórn 1 ( Selfossi )
            Breyting á aðalmanni í undirkjörstjórn 4 ( Stokkseyri )  

            Lagt er til að Ingveldur Guðjónsdóttir taki sæti sem varamaður í undirkjörstjórn 1 á Selfossi í stað Þorgríms Óla Sigurðssonar og að Einar Sveinbjörnsson taki sæti sem aðalmaður í undirkjörstjórn 4 á Stokkseyri í stað Björns Harðarsonar. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

III.       1405177
            Tillaga um að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála tengdum sveitarstjórnarkosningum  

Lagt var til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála tengdum sveitarstjórnarkosningum.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

VI.       1404288
            Ársreikningur 2013 – síðari umræða.  

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls og gerði grein fyrir breytingum á ársreikningi milli fyrri og síðari umræðu.  

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.           

            Ársreikningur 2013 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

            Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Svf. Árborgar fyrir árið 2013 liggur hér frammi til afgreiðslu.  Tap var á rekstri bæjarsjóðs, A-hluta, sem nam tæpum 36 milljónum. Er það endanleg niðurstaða eftir afskriftir og fjármagnsliði, sem að sjálfsögðu eru hluti af rekstri sveitarfélagsins, þrátt fyrir að í annað hafi verið látið skína frá því að ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu. Aftur á móti var hagnaður af rekstri A- og B- hluta upp á rúmar 404 milljónir, einnig eftir afskriftir, fjármagnsliði og reiknaðan tekjuskatt. Í því sambandi ber að hafa í huga að B- hluta fyrirtæki sveitarfélagsins sem eru m.a fráveita, vatnsveita og Selfossveitur,  skila samtals afgangi upp á tæpar 350 milljónir.  En það eru þeir fjármunir sem þessi fyrirtæki hafa þá til að framkvæma fyrir eftir árið, enda er ekki reiknað með að fjármunir þeirra séu notaðir í annað en til framkvæmda og endurnýjunar þess sem þau sjá um að reka. Í árslok er staðan sú að fráveita og vatnsveita eiga kröfu á aðalsjóð upp á rúmar 700 milljónir sem ætlast er til að fari til framkvæmda í fráveitu og vatnsveitu en ekki til annars reksturs sveitarfélagsins.  Mikilvægt er að halda þessu til haga í umræðu um afkomu sveitarfélagsins.

Ef við setjum þetta í samhengi við venjulegt heimilisbókhald er það A-hluti rekstrarins sem er heimilisbókhaldið.  Þar eru tekjurnar, skatttekjur og framlögJjöfnunarsjóðs sveitarfélaganna, gjöldin eru daglegur rekstur, s.s félagsþjónusta, fræðslu- og uppeldismál, æskulýðs- og íþróttamál ofl.  Útkoman úr þessum rekstri er því það sem eftir er til að lifa af, án lántöku eða annarra tekna.  Því er mjög mikilvægt að ná þessum rekstri niður fyrir núllið.  En rekstur A-hluta hefur verið rekinn með tapi allt kjörtímabilið, árin 2010, 2011,2012 og 2013.

Skuldir sveitarfélagsins hafa lítið sem ekkert lækkað frá árinu 2010 og eru í ársbyrjun þessa árs nánast þær sömu og í ársbyrjun ársins 2010, þrátt fyrir að í annað hafi verið látið skína í umræðu um fjármál sveitarfélagsins.  Það skal tekið fram að þá tel ég ekki með þann gjörning síðasta árs að breyta Leigubústöðum Árborgar í sjálfseignarstofnun og færa þar með nokkur hundruð milljónir af skuldum úr bókum sveitarfélagsins, nánar tiltekið 675 milljónir, ásamt eignum, en sitja samt áfram með fulla ábyrgð á skuldunum, lögum samkvæmt.  Einnig sölu Björgunarmiðstöðvarinnar við Árveg upp á tæpar 300 milljónir.  Það að tala um ábyrga fjármálastjórnun og lækkun skulda á að koma fram í aðhaldi í rekstri og ráðdeild en ekki sölu eigna og bókhaldstrikki  á ögurstundu til að sína fram á árangur.

Skuldir A- hluta bæjarsjóð, við lánastofnanir og leiguskuldir voru í upphafi árs 2010 tæpir 4,8  milljarðar og í ársbyrjun 2014 þær sömu tæpir 4,8 milljarðar. Skuldir A- og B- hluta bæjarsjóðs við lánastofnanir og leiguskuldir  saman, voru í upphafi árs 2010 rúmir 6,3 milljarðar og í ársbyrjun 2014 þær sömu tæpir 6,3 milljarðar, með skuldum Leigubústaða Árborgar og söluandvirði Björgunarmiðstöðvarinnar.  Ef við tökum sölu hennar frá er það andvirði hennar sem er  öll lækkun heildarskulda sveitarfélagsins á kjörtímabilinu um tæpar 300 milljónir.

Rekstur er oft á tíðum erfiður eins og allir vita og gengur upp og niður, ekki hvað síst á undanförnum árum.   En þá er bara betra að viðurkenna ef markmiðin nást ekki, frekar en að slá ryki í augun á fólki og viðurkenna ekki sannleikann.

Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista.

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Í ársreikningi sveitarfélagsins vegna ársins 2013 má sjá  betri afkomu en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Helstu ástæður eru auknar útsvarstekjur miðað við það sem gert var ráð fyrir í áætlun er nemur um 100 millj. kr. og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru mun hærri en reiknað var með eða sem nemur 62 millj.kr. Tap er á bæjarsjóði (A-hluti) upp á 37 millj. kr. þrátt fyrir að afkoma A-hluta stofnana hafi skilað rúmlega 28 millj. hagstæðari niðurstöðu en áætlun gerði ráð fyrir. Fráveita og vatnsveita sem falla undir B-hluta stofnanir skila rekstrarafgangi upp á um 350 millj. kr. en fráveitu og vatnsgjöld eru ekki tekjustofn heldur á álagning þeirra gjalda að standa undir viðhaldi og endurnýjun í kerfinu, enda hluti af þeirri grunnþjónustu sem sveitarfélagið veitir íbúum sínum.

Sé litið til rekstrarniðurstöðu einstakra málaflokka sést að í meginatriðum hefur almennt tekist vel að  fylgja fjárhagsáætlunum stofnana sveitarfélagsins. Ársreikningar sveitarfélaga sem birtir hafa verið að undanförnu sýna almennt betri afkomu sveitarfélaga og er rekstrarniðurstaða níu af tólf stærstu sveitarfélögum landsins jákvæð. Þetta sýnir að hagur sveitarfélaga á Íslandi fer batnandi. Við skoðun ársreikningsins kemur í ljós að skuldahlutfall sveitarfélagsins er komið undir þau viðmiðunarmörk sem sveitarfélögum eru sett af eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Þó að jákvæð þróun hafi verið í rekstrinum, eru skuldir enn miklar og þörf fyrir aðhald og ráðdeild við rekstur sveitarfélagsins á næstu árum. Sem dæmi má nefna að skuldir á íbúa í lok árs 2010 voru kr. 1.018,000 miðað við kr. 1.005,000 í lok árs 2013. Ein aðalástæða þess að skuldahlutfall sveitarfélagsins hefur lækkað eru auknar tekjur enda umsvif í samfélaginu stóraukist frá samdrættinum í kjölfar efnahagshrunsins. Hlutverk sveitarfélaga er ekki að skila sem mestum hagnaði, heldur er hlutverk þeirra og markmið að sjá íbúum sínum fyrir ákveðinni þjónustu hvort sem hún er bundin í lög eða ekki.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa á kjörtímabilinu lagt áherslu á ábyrga og málefnalega þátttöku við stjórn sveitarfélagsins og lagt sig fram um að skapa forsendur fyrir samstarfi og samstöðu við gerð fjárhagsáætlana og rekstur sveitarfélagsins. Í ljósi þess að þetta er síðasti fundur bæjarstjórnar á þessu kjörtímabili, þökkum við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar starfsfólki sveitarfélagsins og kjörnum fulltrúum fyrir samstarfið á því kjörtímabili sem senn er á enda.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S- lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S- lista

            Þórdís Eygló Sigurðardóttir tók til máls og tók undir bókun bæjarfulltrúa Eggerts Vals Guðmundssonar og Örnu Írar Gunnarsdóttur.  

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

V.        1309190
            Samningur um bankaviðskipti milli Sveitarfélagsins Árborgar og Íslandsbanka hf.    

            Ásta Stefánsdóttir , framkvæmdastjóri, tók til máls.        

Bæjarstjórn samþykkir samning um bankaviðskipti við Íslandsbanka sem liggur fyrir fundinum og byggir á útboði á bankaþjónustu sem fram fór í apríl sl., en í samningnum felst heimild til að skuldbinda sveitarfélagið vegna yfirdráttarláns að fjárhæð allt að 200 m.kr.  Bæjarstjórn felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, að undirrita samninginn.

            Samningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.  

            1302008
Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2014 vegna 66 kv. jarðstrengs á milli Selfoss og Þorlákshafnar og hjólreiðastígs, ásamt umhverfisskýrslu.  

Eyþór Arnalds, D-lista tók til máls og gerði grein fyrir tillögunni. 

Tillagan lá frammi til kynningar á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, í Ráðhúsi Árborgar og á heimasíðu Sveitarfélagsins á kynningartíma á tímabilinu frá 27. mars til 12. maí. Óskað var eftir umsögnum frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Vegagerðin gera ekki athugasemdir. Ekki bárust umsagnir frá Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands. Athugasemd barst frá framkvæmda- og veitusviði Árborgar við tillöguna. Athugasemdirnar lutu að legu strengs um framtíðarveg við suðurmörk þéttbýlis á Selfossi, í landi Bjarkar, legu strengs við Hreppamarkaskurð, bent á að gæta þurfi að framkvæmdum við Einbúa og að Nesbrú sé forn leið og skoða þurfi legu strengs með tilliti til þess. Á auglýsingartímanum hefur verið haft samráð við Landsnet og framkvæmda- og veitusvið vegna þeirra atriða sem fram koma í athugasemdunum. Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir athugasemdirnar og leggur til að gerð verði breyting á legu strengsins frá auglýstri tillögu svo hann fylgi Suðurhólum og Eyravegi í stað framtíðarvegar samkvæmt aðalskipulagi. Ekki er um grundvallarbreytingu að ræða. Ný strengleið fylgir lagnabelti sem þegar er skilgreint í aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 og er innan eignarlands sveitarfélagsins og mun ekki hafa áhrif á aðra landnotkun. Breytingin mun ekki hafa áhrif á niðurstöðu umhverfisskýrslu. Ný strenglega fer ekki um deiliskipulögð svæði. Vísað er til frekari svara í greinargerð með endanlegri áætlun samkvæmt 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aðrar athugasemdir bárust ekki. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að greinargerð með endanlegri áætlun, skv. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, verði samþykkt, einnig leggur nefndin til að skipulagstillagan með fyrrgreindum breytingum verði samþykkt og verði vísað til meðferðar skv.2.mgr.32. gr skipulagslaga nr.123/2010. 

            Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls. 

            Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:     
  Ég tel að skynsamlegra sé að sá stígur sem lagður verður meðfram þessum jarðstreng verði gerður að reiðstíg í stað hjóla og göngustígs og þar með verður umferð ríðandi fólks niður til strandar færð frá Eyrarbakkavegi og þeirri umferð sem þar er. Í stað þess verði hægt að gera núverandi reiðstíg að malbikuðum göngu- og hjólreiðastíg niður á Stokkseyri og Eyrarbakka og tengja þannig saman bæjarkjarna í Árborg fyrir þá umferð. Með þessu er möguleiki að slá tvær flugur í einu höggi og gera skemmtilegar tengingar fyrir þessa notendur á milli byggða.

            Helgi S. Haraldsson, B-lista     

Aðalskipulag  Árborgar 2010-2014 vegna 66 kv. jarðstrengs á milli Selfoss og Þorlákshafnar og hjólreiðastígs, ásamt umhverfisskýrslu, var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.    

Fleira ekki gert.  
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15 

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
53.fundur bæjarstjórnar

53. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista

 Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

 Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá kosningu formanns í hverfisráð Stokkseyrar. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Sjá bæjarstjórnarfund á .pdf skjali

 
52. fundur bæjarstjórnar

52. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 16. apríl 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, varabæjarfulltrúi, D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista

 Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá, lið 6 í 45. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. apríl. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Dagskrá:

I. 

1.         a) 1401092
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 33. fundur
            https://www.arborg.is/33-fundur-felagsmalanefndar/                       frá 13. mars                                            

            b) 1401065
            Fundargerð fræðslunefndar                                      42. fundur
            https://www.arborg.is/42-fundur-fraedslunefndar/                           frá 13. mars           

            c) 175. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá 20. mar
            https://www.arborg.is/175-fundur-baejarrads-2/ 

            Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
–          liður 3, málsnr. 1403152 – Beiðni um fjárveitingu til endurnýjunar á fimleikadýnu. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárfestingu að fjárhæð kr. 2.200.000 kr. til að unnt sé að ljúka verkinu. 

2.         a) 1401095
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                16. fundur      
            https://www.arborg.is/16-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/     frá 12. mars 

            b) 1401093
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              73. fundur
            https://www.arborg.is/16-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/     frá 19. mars 

            Úr fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar:
–          liður 1, málsnr. 1403180 – Hitaveita í Smáralandi Austurbyggð. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við hitaveitu í Smáralandi Austurbyggð að fjárhæð kr. 3.680.000. 

            c) 176. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá 27. mars
            https://www.arborg.is/176-fundur-baejarrads-2/           

            Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
–          liður 15, málsnr. 1401181 – Sunnulækjarskóli – milligólf í anddyri.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins að fjárhæð kr. 20.000.000. 

3.         a) 177. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá 3. apríl
                 https://www.arborg.is/177-fundur-baejarrads/       

            Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
–          liður 1, málsnr. 1403296 – Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hulda Gísladóttir verði varamaður í hverfisráði Stokkseyrar.

 4.         a) 178. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá 10. apríl
                 https://www.arborg.is/178-fundur-baejarrads-2/           

            Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
–          liður 1, málsnr. 1403316 – Fyrirhuguð skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í skoðanakönnun verði spurt hvort kjósendur vilji kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaga eða ekki. Ef kjósendur vilja skoða slíkan möguleika verði gefnir þeir möguleikar að merkja við Árnessýslu sem eitt sveitarfélag eða sameinast einu eða fleiri sveitarfélögum í Árnessýslu.

–          liður 9, málsnr. 1106016 – Fundargerð 1. og 2. fundar byggingarnefndar vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss og tilboð frá verktaka. Bæjarráð staðfestir fundargerðirnar og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun þar sem fjármagn verði fært á milli ára í þriggja ára áætlun.

–          liður 10, málsnr. 1404087 – Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5 að fjárhæð 4 m.kr. 

5.         a) 1401094
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            45. fundur       frá 15. apríl                                                                                                                  

–          liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 13. mars, lið 3, málsnr. 1403119 – Stöður leikskólastjóra við Hulduheima og Jötunheima.  

                 Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls. 

–          liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 13. mars, lið 4, málsnr. 1403096 – Upplýsingatækni og skólastarf. 

–          liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. mars, lið 4, málsnr. 1403181 – Fyrirspurn/umsókn um lóðina Tryggvagötu 36 fyrir nemendagarða, sumargistingu og/eða leiguíbúðir. 

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

–          liður 1 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. mars, lið 13, málsnr. 1305094 – Skipan í starfshóp vegna Grænumarkar 5. 

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tók til máls. 

–          liður 1 c) Fundargerð bæjarráðs frá 20. mars – liður 3, málsnr. 1403152 – Beiðni um fjárveitingu til endurnýjunar á fimleikadýnu, umfram þá fjárhæð sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárfestingaráætlun að fjárhæð kr. 2.200.000 kr. til að unnt sé að ljúka verkinu. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls. 

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

–          liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 12. mars, lið 1, – Vor í Árborg. 

–          liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 27. mars, lið 8, málsnr. 1309180 – Niðurstöður jafnlaunakönnunar. 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls. 

–          liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 27. mars, lið 12, málsnr. 1403292 – Forvarnastefna Sveitarfélagsins Árborgar. 

–          liður 2 b) Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 19. mars – liður 1, málsnr. 1403180 – Hitaveita í Smáralandi Austurbyggð. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárfestingaráætlun vegna hitaveitu í Smáralandi Austurbyggð að fjárhæð kr. 3.680.000. 

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

–      liður 2 c) Fundargerð bæjarráðs frá 27. mars – liður 15, málsnr. 1401181 – Sunnulækjarskóli – milligólf í anddyri. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki umfram þá fjárhæð sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun vegna verkefnisins að fjárhæð kr. 20.000.000. 

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

–          liður 3 a) Fundargerð bæjarráðs frá 3. apríl – liður 1, málsnr. 1403296 – Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hulda Gísladóttir verði varamaður í hverfisráði Stokkseyrar. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. apríl, málsnr. 1201089 – Framtíð Selfossflugvallar. 

Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

–       liður 3 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. apríl, málsnr. 1403378 – Tillaga frá fulltrúa B-lista um að skoða möguleg kaup á húseigninni Sigtúni.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð lýsa sig andvíg því að Sveitarfélagið Árborg kaupi umrædda húseign. Undirrituð líta svo á að hlutverk bæjarfulltrúa sé fyrst og fremst að þjóna almannahagsmunum íbúa sveitarfélagsins. Erfitt er að sjá hvernig  tugmilljóna króna kaup á Sigtúni ásamt kostnaðarsömum viðgerðum á húsinu geti þjónað hagsmunum almennings í sveitarfélaginu að svo komnu máli. Undirrituð telja að fara þurfi í margar brýnni fjárfestingar áður en þessi kemur til álita. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
Eggert Valur Guðmundsson,bæjarfulltrúi S-lista 

–       liður 4 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl, lið 7, málsnr. 1404086 – Tillaga frá fulltrúa B-lista um að jörðin Björk verði auglýst til sölu.   

–        liður 4 a) Fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl – liður 1, málsnr. 1403316 – Fyrirhuguð skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Tómas Ellert Tómasson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls. 

Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 4 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl – lið 16, málsnr. 1402106 – Niðurstöður könnunar á vegum SASS á leiguhúsnæði á Suðurlandi. 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls. 

–        liður 4 a) Fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl – liður 9, málsnr. 1106016 – Fundargerð 1. og 2. fundar byggingarnefndar vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss og tilboð frá verktaka. Bæjarráð staðfestir fundargerðirnar og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun þar sem fjármagn verði fært á milli ára í þriggja ára áætlun. 

Viðauki við fjárhagsáætlun  – fjárfestingaráætlun – færsla á milli ára

Vegna tilboðs í viðbyggingu við Sundlaug Selfoss er nauðsynlegt að breyta fjárfestingaráætlun 2014-2016. Lagt er til að færðar verði 182.200.000 kr. úr fjárfestingaráætlun  árið 2015 undir liðnum viðbygging við Sundhöll Selfoss yfir á árið 2014. Lagt er til að færðar verði 120.000.000 kr. úr fjárfestingaráætlun  2016 yfir á árið 2015. Samtals var áætlað í verkefnið á árunum 2014-2016 470.000.000 kr. Tilboðið hljóðar upp á 477.000.000 kr. og að auki er gert ráð fyrir 10.000.000 kr. í eftirlitskostnað og er því um aukningu um að ræða 17.000.000 kr. á árinu 2015. Verkefnið viðbygging við Sundhöll Selfoss verður því eftirfarandi :

2014 : 292.200.000 kr.
2015 : 194.800.000 kr.

                   Var viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

–        liður 4 a) Fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl – liður 10, málsnr. 1404087 – Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5 að fjárhæð 4 m.kr. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls. 

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

–        liður 5 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. apríl – liður 6, málsnr. 1302259 – Deiliskipulagsbreyting Austurbyggðar, lokafrágangur í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingarnar og framsetning skipulagsins verði samþykkt. 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.   

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.      

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.        1401004
            Endurskoðun innkaupareglna, drög að reglum           

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir breytingar á innkaupareglum. 

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls. 

            Innkaupareglur voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

III.       1404120
            Lántökur 2014 

            Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, fylgdi út hlaði tillögu um lántöku:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna fráveituframkvæmdir, stækkun skólabyggingar og viðbyggingu við sundlaug, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. 

            Lántökur 2014, lán að fjárhæð 400 m.kr. var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.19:30

Tómas Ellert Tómasson                                     
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Íris Böðvarsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
51. fundur bæjarstjórnar

51. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 19. mars 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá 44. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. mars. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

Dagskrá: 

I.          Fundargerðir til staðfestingar 

1.         a) 1401093 
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              71. fundur                                         
            https://www.arborg.is/71-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá 11. febrúar           

            b) 1401095
            Fundargerð íþrótta- menningarnefndar                     15. fundur   
            https://www.arborg.is/15-fundur-ithrotta-og-menningarnefnd/        frá 12. febrúar 

            c) 1401065
             Fundargerð fræðslunefndar                                     41. fundur       
            https://www.arborg.is/41-fundur-fraedslunefndar/                           frá 13. febrúar 

            d) 171. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá 20. febrúar
            https://www.arborg.is/171-fundur-baejarrads/ 

2.         a) 172. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá 27. febrúar
            https://www.arborg.is/172-fundur-baejarrads-2/  

3.         a) 1401093
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 72. fundur
            https://www.arborg.is/72-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá 26. febrúar 

            b) 173. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá   6. mars
            https://www.arborg.is/173-fundur-baejarrads/ 

            Úr fundargerð bæjarráðs, til afgreiðslu:

 • liður 7, málsnr. 1402236 – Styrkbeiðni Nemendafélags FSu vegna uppsetningar leiksýningarinnar Footloose. Bæjarráð samþykkir að kaupa miða á leiksýninguna fyrir alla nemendur í 10. bekkjum grunnskóla Árborgar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við miðakaupin. 

4.         a) 174. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá 13. mars
            https://www.arborg.is/174-fundur-baejarrads-2/ 

5.         a) 1401094             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            44. fundur       frá 18. mars 

 • liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar, lið 1, málsnr. 1401093 – Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar. 

 • liður 3 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. mars, lið 13, málsnr. 1106016 – Viðbygging við Sundhöll Selfoss 

  Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

 • liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. mars, lið 15, málsnr. 1402238 – Greining Arionbanka á fjárhag Árborgar í tengslum við möguleika til endur- og framkvæmdafjármögnunar SÁ 

                   Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.  

 •  liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. mars, lið 12, málsnr. 1007011 – Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Kjartan Björnsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.  

 • liður 3 b) fundargerð bæjarráðs frá 6. mars – liður 7, málsnr. 1402236 – Styrkbeiðni Nemendafélags FSu vegna uppsetningar leiksýningarinnar Footloose. Bæjarráð samþykkir að kaupa miða á leiksýninguna fyrir alla nemendur í 10. bekkjum grunnskóla Árborgar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun, lið 05-810-9915, vegna kostnaðar við miðakaupin kr. 300.000. 

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls. 

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.  

 • liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. mars, lið 4, málsnr. 1403025 – Unglingalandsmót UMFÍ 2017. 

  Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls. 

 • liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. mars, lið 10, málsnr. 1402035 – Svarbréf menntamálaráðuneytisins vegna umsóknar um styrk til uppbyggingar íþróttamannvirkja vegna landsmóta.

Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista,  tóku til máls.

 • liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. mars, lið 12, málsnr. 1305094 – Viðbygging við Grænumörk 5, aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara.

Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tóku til máls.

 • liður 4 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. mars, lið 3, málsnr. 1403024 –  Landsmót UMFÍ 50+ 2016. 

  Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls. 

 • liður 5 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. Mars, lið 5, málsnr. 1403134 – Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma að Austurvegi 52.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

 • liður 5 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 18. mars, lið 11, málsnr. 1402072 og lið 12, málsnr. 1403135 – Umsókn um lóðina Eyraveg 1, Selfossi. 

  Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

 • liður 5 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. mars – liður 16, málsnr. 1209098 – Skipulagslýsing að göngu- og hjólastíg milli Eyrarbakka og Hraunsár. Lagt er til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt.

Tillaga um að skipulagslýsing að göngu- og hjólastíg milli Eyrarbakka og Hraunsár verði auglýst og kynnt var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 5 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. mars – liður 17, málsnr. 1302194 – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu að Nýjabæ. Lagt er til við bæjarstjórn að óskað verði heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna. 

  Tillaga um að óskað verði heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa aðalskipulagsbreytingu að Nýjabæ var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 • liður 5 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. mars – liður 18, málsnr. 1403236 – Breytt deiliskipulaga – íþróttavöllur. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst. 

  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. 

  Tillaga um að deiliskipulagsbreyting á íþróttavelli verði auglýst var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.      

II.        1201083
            Tillaga að breytingu á samþykkt um hundahald í Sveitarfélaginu Árborg nr. 440/2013 – síðari umræða

Samþykkt um hundahald var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

III.       1304209
            Tillaga að breytingu á samþykkt um kattahald í Sveitarfélaginu Árborg nr. 587/2009 – síðari umræða

Samþykkt um kattahald var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

IV.       1310127
            Breyting á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2014 – síðari umræða 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri fór yfir breytingar á gjaldskrá fyrir hundahald.           

            Gert var fundarhlé. 

            Fundi var haldið áfram. 

            Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með þeim breytingum sem lagt var til að gerðar yrðu á 6. og 7. gr. gjaldskrárinnar.   

V.        1310128
            Breyting á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2014 – síðari umræða 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.                        

            Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

VI.       1302052
            Kosning í hverfisráð Árborgar

            Fulltrúar í hverfisráð Selfoss            

            Eftirtaldir aðilar voru kosnir í hverfisráð Selfoss fram til loka kjörtímabilsins. 

            Anna Margrét Magnúsdóttir, formaður 
            Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson 
            Katrín Klemensdóttir
            Böðvar Jens Ragnarsson
            Þröstur Þorsteinsson 

   Bæjarstjórn Árborgar býður nýja aðila velkoma í hverfisráð og færir þeim aðilum sem frá hverfa þakkir fyrir vel unnin störf.  

            Kosning í hverfisráð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

VII.     1305237
            Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan.

            Skýrsla frá Mannviti vegna skilgreiningar á Ölfusá sem viðtaka. 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.  

            Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að unnið verði eftir áætluninni.   

VIII.    1401004
            Endurskoðun innkaupareglna 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir innkaupareglurnar.  

            Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. 

Lagt var til að vísa endurskoðun á innkaupareglum til bæjarráðs. 

Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

IX.       1310155
            Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu 

            Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

X.        1403223
            Tillaga frá fulltrúum S-lista – Ályktun vegna ESB 

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði:
            Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að skora  á Alþingi að taka til baka, tillögu til þingsályktunar, sem lögð var fram af utanríkisráðherra Gunnari Braga Sveinssyni um, að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. 

            Greinargerð: Spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eigi að ráða úrslitum í svo mikilvægu máli. Undirrituð telja að hér sé um að ræða svo stórt hagsmunamál að eðlilegt sé að þjóðin fái aðkomu að ákvörðun um framhald þess. Í ljósi þeirrar staðreyndar að yfir 51.000 Íslendingar hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að sýna þjóðinni þá virðingu að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, leggjum við þessa ályktun fram.

            Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista.
            Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum fulltrúa D- og B-lista, fulltrúi V-lista sat hjá. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: 

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur bæjarstjórn sent frá sér ályktanir um fjölmörg stór landsmál. Í langflestum tilvikum hafa bæjarfulltrúar allra flokka tekið undir og samþykkt þessar ályktanir, ekki síst til þess að sýna góðan samstarfsvilja og samheldni bæjarstjórnar.  Sveitarstjórnarmenn úr öllum flokkum af öllu landinu hafa á undanförnum árum farið í stórum stíl til Brussel til þess að kynna sér kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu fyrir sveitarstjórnarstigið.

Margar sveitastjórnir hafa að undanförnu verið að samþykkja ályktanir í takt við þá tillögu sem lögð er hér fram. Það eru því okkur, flutningsmönnum tillögunnar, mikil vonbrigði að tillagan skuli vera felld. Það er sjálfsagt að vekja athygli á því sem kemur fram í greinargerð sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga, en þar segir m.a að áhrif aðildar að Evrópusambandinu yrðu umtalsverð á sveitastjórnarstigið. Þó er ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um heildarávinning sveitarfélaga fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Þess vegna m.a er svo mikilvægt fyrir sveitarfélögin að aðildarviðræðum sé ekki slitið. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista. 

XI.       1402226
            Tillaga frá fulltrúum S-lista – Opnari stjórnsýsla í Sveitarfélaginu Árborg 

            Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði:

            Undirrituð leggja til að framvegis verði minnisblöð, fundargerðir og önnur gögn sem eru til umfjöllunar á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og fagnefnda sveitarfélagsins aðgengilegar rafrænt með fundargerðum fundanna. 

            Greinargerð:

            Það er afar mikilvægt að í Svf. Árborg sé ástunduð opin og gegnsæ stjórnsýsla þannig að allir sem áhuga hafa á geti fylgst með afgreiðslum mála og á hverju þær eru byggðar. Þrátt fyrir að fundargerðir séu aðgengilegar á vefnum þá er ekki auðvelt að átta sig á málum út frá þeim knappa stíl sem oft einkennir þær. Við eigum ávallt að stefna að því að gera stjórnsýsluna sem aðgengilegasta fyrir íbúana.

            Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista.
            Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista.  

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

            Lagt er til að Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóri, verði falið að gera tillögu að útfærslu og reglum og leggja fyrir bæjarráð.  

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:05

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
50.fundur bæjarstjórnar

50. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,

Eyþór Arnalds, D-lista,

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,

Gunnar Egilsson, D-lista,

Kjartan Björnsson, D-lista,

Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

Dagskrá:

 

I.

 

1.         a) 1401065

            Fundargerð fræðslunefndar                                      40. fundur

            https://www.arborg.is/40-fundur-fraedslunefndar/                           frá 9. janúar

 

            b) 166. fundur bæjarráðs  ( 1401016 )                                             frá 16. janúar

            https://www.arborg.is/166-fundur-baejarrads-2/

 

2.         a) 1401095

            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                14. fundur

            https://www.arborg.is/14-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/     frá  15. janúar

           

            b) 1401093

            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              68. fundur                 

            https://www.arborg.is/68-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá  15. janúar

 

            c) 167. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá  23. janúar

            https://www.arborg.is/167-fundur-baejarrads-2/

 

3.         a) 1401093

            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              69. fundur

            https://www.arborg.is/69-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá  22. janúar

           

            b) 168. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá  30. janúar

            https://www.arborg.is/168-fundur-baejarrads-2/

 

4.         a)  1401092             Fundargerð félagsmálanefndar                                 32. fundur       https://www.arborg.is/32-fundur-felagsmalanefndar/                             frá 30. janúar

            Úr fundargerð félagsmálanefndar, til afgreiðslu:

 • liður 1, málsnr. 1401416 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2014. Lagðar voru fram breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og voru þær samþykktar samhljóða.

 • liður 6, málsnr. 1401414 – Reglur um félagslega liðveislu. Lagðar fram breytingar og þær samþykktar samhljóða. 

 

            b) 169. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá 6. febrúar

            https://www.arborg.is/169-fundur-baejarrads-2/

 

5.         a) 1401093

            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              70. fundur

            https://www.arborg.is/70-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá  5. febrúar

 

            b) 170. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá 13. febrúar

            https://www.arborg.is/170-fundur-baejarrads-2/

 

            Úr fundargerð bæjarráðs, til afgreiðslu:

 • liður 1, málsnr. 1401093 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, 70. fundur. liður 1, málsnr. 1402001 – Tækjakaup fyrir umhverfisdeild. Bæjarráð leggur til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð ein milljón króna vegna tækjakaupa.

 

6.         a) 1401094

            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        43. fundur

            Fundargerðin er ekki komin á netið.                                                frá 11. febrúar

           

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:

 • liður 14, málsnr. 1103050 – Lögð fram til frekari afgreiðslu skipulagslýsing að deiliskipulagstillögu  miðbæjar Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt hagsmunaraðilum.

 • liður 15, málsnr. 0511057 – Umferðarskipulag Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að umferðarskipulagi.

 

 

 • liður 1, b) Helgi S. Haraldsson, B-lista tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 16. janúar, lið 19, málsnr. 1301154 – Málefni hjúkrunarheimila, svar Velferðaráðuneytis við erindi sveitarfélagsins.

   

  Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

   

 • liður 1 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 9. janúar, lið 2, málsnr. 1401009 – Lýðræðislegt augnablik –lokaskýrsla þróunarverkefnis Árbæjar.

   

 • liður 2 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. janúar, lið 1, málsnr. 1305237 – Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan.

   

 • liður 2 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 15. janúar, lið 4, málsnr. 1401067 – Hvatagreiðslur 2014.

   

  Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

   

 • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 15. febrúar, lið 1, málsnr. 1309032 – Bæjar- og menningarhátíðir 2014.

   

 • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 15. febrúar, lið 2, málsnr. 1401075 – Vor í Árborg 2014.

   

 • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 15. febrúar, lið 3, málsnr. 1007011 – Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi.

   

 • liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. janúar, lið 6, málsnr. 1401023 – Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar.

   

 • liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. janúar, lið 7, málsnr. 1209127 – Staða löggæslumála í Árnessýslu.

   

  Kjartan Björnsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.

   

 • liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. janúar, lið 5, málsnr. 1401115 – Aðgerðaráætlun Sv. Árborgar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri kynbundinni áreitni og lagði fram eftirfarandi bókun:

  Undirrituð fagnar því að unnin hafi verið aðgerðaráætlun Svf. Árborgar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri kynbundinni áreitni í kjölfar fyrirspurnar undirritaðrar á 120. fundi bæjarráðs þann 11.desember 2012. Það er afar mikilvægt að áætlun sem þessi sé til staðar til þess að tryggja viðeigandi verkferla og öryggi allra starfsmanna sveitarfélagsins.

  Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.

   

  Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

   

 • liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 30. janúar, lið 7, málsnr. 1306045 – Deiliskipulag – gatnamót Suðurlandsvegur og Biskupstungnabrautar.

   

  Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

   

 • liður 4 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. febrúar, lið 8, málsnr. 1311086 – Kaup á landi vegna hreinsistöðvar fráveitu.

   

  Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

   

 • liður 4 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. febrúar, lið 9, málsnr. 1010142 – Samkomulag vegna Hagalands.

   

  Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

 • liður 4 a) fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar – liður 1, málsnr. 1401416 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2014. Lagðar voru fram breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og voru þær samþykktar samhljóða.

 

Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 4 a) fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar – liður 6, málsnr. 1401414 – Reglur um félagslega liðveislu. Lagðar fram breytingar og þær samþykktar samhljóða. 

   

  Breytingar á reglum um félagslega liðveislu voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

   

 • liður 5 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar, lið 6, málsnr. 1304275 – Breyting á leyfishafa Garun apartments, Heiðmörk 1a, Selfossi.

   

  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

   

 • liður 5 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar, lið 7, málsnr. 1402042 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – B14 heimagisting að Birkivöllum 14.

   

  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

   

 • liður 5 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar, lið 8, málsnr. 1106016 – Viðbygging við Sundhöll Selfoss.

   

 • liður 5 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar, lið 10, málsnr. 1210146 – Styrkveiting Minjastofnunar vegna hússins Ingólfs.

   

  Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

   

  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

   

  Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við  undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.

  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista

  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista

   

 • liður 5 a) Eggert Valur Guðmundssonar, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 5. febrúar, lið 3, málsnr. 1401028 – Lokun á móttöku seyru í Álfsnesi.

   

  Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

   

   

 • liður 5 b) fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar – liður 1, málsnr. 1401093, fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, 70. fundur, liður 1, málsnr. 1402001 – Tækjakaup fyrir umhverfisdeild. Bæjarráð leggur til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð ein milljón króna vegna tækjakaupa.

   

Bæjarráð leggur til aukafjárveitingu, 1 millj.kr., vegna kaupa á sláttuvél fyrir umhverfissvið. Aukafjárveiting þessi rúmast innan ramma núverandi fjárfestingaráætlunar.

                   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 • liður 6 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. febrúar, lið 12, málsnr. 1306027 – Kynntar hugmyndir um deiliskipulag mjólkurbúsreits á Selfossi.

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.

 

 • liður 6 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. febrúar, lið 13, málsnr. 1402046 – Kynntar hugmyndir að breyttu deiliskipulagi svokallaðs leikhúsreits.

 

                   Eyþór Arnalds, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.

 

 • liður 6 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. febrúar – liður 14, málsnr. 1103050 – Lögð fram til frekari afgreiðslu skipulagslýsing að deiliskipulagstillögu  miðbæjar Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt hagsmunaaðilum.

             

                     Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

   

                     Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.                   

   

 • liður 6 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11 . febrúar – liður 15, málsnr. 0511057 – Umferðarskipulag Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að umferðarskipulagi með þeirri breytingu að hámarkshraði á Hagalæk verði 50 km/klst.

   

  Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.

 

                   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

                                                                                          Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 

 

II.        1201083

            Tillaga að breytingu á samþykkt um hundahald í Sveitarfélaginu Árborg nr. 440/2013 – fyrri umræða

 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir helstu breytingar á samþykktinni.

 

Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykktum um hundahald til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.

 

III.       1304209

            Tillaga að breytingu á samþykkt um kattahald í Sveitarfélaginu Árborg nr. 587/2009 – fyrri umræða

 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir helstu breytingar á samþykktinni.

 

Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykktum um kattahald til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.

 

 

IV.       1003170

            Lögreglusamþykkt – síðari umræða

 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir breytingar á lögreglusamþykkt.

           

            Lögreglusamþykktin var borin undir atkvæði með framangreindum breytingum og samþykkt samhljóða.  

 

  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:00

 

________________________                           ________________________     

Eyþór Arnalds                                                    Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

________________________                           ________________________

Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson

 

________________________                           ________________________

Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson

 

________________________                           ________________________

Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir

           

________________________                           ________________________

Þórdís Eygló Sigurðardóttir                               Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri

 

________________________

Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
49. fundur bæjarstjórnar

49. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. janúar 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.  

Dagskrá:

I.   Fundargerðir til staðfestingar 

1.         a) 1301011
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar   13. fundur
            https://www.arborg.is/13-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/     frá 11. desember           

            b) 1301009
            Fundargerð fræðslunefndar   39. fundur 
            https://www.arborg.is/39-fundur-fraedslunefndar/                           frá 12. desember 

            c) 164. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá 18. desember
            https://www.arborg.is/164-fundur-baejarrads-2/ 

2.         a) 1301007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              67. fundur     
            https://www.arborg.is/67-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá 17. desember 

            b) 1301010
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        42. fundur 
           https://www.arborg.is/42-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/   frá 17. desember 

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:

–          liður 12, málsnr. 1307083 – Tillaga að deiliskipulagi í landi lögbýlisins Holts. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

–          liður 13, málsnr. 1312089 – Deiliskipulagstillaga fráveituhreinsistöð.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsing verði auglýst.   

            c) 165. fundur bæjarráðs ( 1401016 )            frá        9. janúar
            https://www.arborg.is/165-fundur-baejarrads-2/ 

–          liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. desember, lið 1, málsnr. 1310039- Kjör íþróttakonu og — -karls Árborgar 2013. 

Kjartan Björnsson D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

–          liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. desember, lið 1, málsnr. 1312024 – Sumarlokanir leikskóla 2014. 

–          liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. desember, lið 5, málsnr. 1306038 – Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla.   

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. desember, lið 3, málsnr. 1304086 – Menningarstyrkir ÍMÁ 2013. 

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.  

–          liður 1 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. desember, lið 17, málsnr. 1301198 – Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2013. 

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls. 

–          liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. desember, lið 3, málsnr. 1312028 – Húsnæðismál Sunnulækjarskóla og þróun nemendafjölda 2012-2018. 

Gunnar Egilsson, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.  

–          liður 2 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 17. desember, lið 1, málsnr. 1305237 – Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan.  

–          liður 2 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 17. desember, lið 4, málsnr. 1312022 – Heitavatnsnotkun í kuldakastinu dagana 5.-6. desember 2013. 

–          liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 9. janúar, lið 9, málsnr. 1305058 – Yfirlit frá Íbúðalánasjóði yfir stöðu mála varðandi íbúðir Íbúðalánasjóðs í Árborg.  

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Eyþór Arnalds, D-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 –          liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 9. janúar, lið 16, málsnr. 1401023 – Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.                       

–          liður 2 b) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. desember – liður 12, málsnr. 1307083 – Tillaga að deiliskipulagi í landi lögbýlisins Holts. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–          liður 2 b) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. desember – liður 13, málsnr. 1312089 – Deiliskipulagstillaga fráveituhreinsistöð. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsingin verði auglýst.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.        1401085
            Breyting á fulltrúum S-lista í nefndum 2014 

            Lagt er til að Tómas Þóroddsson verði aðalmaður í íþrótta- og menningarnefnd og Þorlákur Helgason verði varamaður.                   

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:20 

 

Eyþór Arnalds                                                    Sandra Dís Hafþórsdóttir 
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason                                      

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
48. fundur bæjarstjórnar

48. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 18. desember 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn  

Dagskrá: sjá bæjarstjórnarfund á  pdf skjali
47. fundur bæjarstjórnar

47. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 20. nóvember 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar:
Hrefna Björg Ragnarsdóttir, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, Tómas Smári Guðmundsson, Freydís Leifsdóttir, Guðmunda Bergsdóttir og Andrea Lind Guðmundsdóttir.

Unnur Þórisdóttir boðaði forföll.  

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkoma fulltrúa ungmennaráðs Árborgar og lagði til að breyting yrði á dagskrá.  

Dagskrá: 

I.                   Fundargerðir til staðfestingar 

1.        a) 1301007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              63. fundur       frá  21. október
                                                                                                        64. fundur       frá  22. október
            b) 157. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                         frá  31. október

            Úr fundargerð bæjarráðs, til afgreiðslu:

–   liður 5, málsnr. 1208044 – Kaupsamningur um Eyrarbraut 25, Stokkseyri, til nota fyrir smíðastofu.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.400.000. Fjárfestingu verði að öðru leyti vísað til fjárfestingaáætlunar fyrir árið 2014. 

2.         a) 158. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                       frá  7. nóvember           

3.         a) 1301008
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 31. fundur       frá   4. nóvember
            b) 159. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                      frá 14. nóvember 

            Úr fundargerð bæjarráðs, til afgreiðslu:

            -liður 4, málsnr. 1310148 –Beiðni Brunavarna Árnessýslu um heimild til lántöku.           

            Bæjarráð vísar beiðni um heimild til lántöku til bæjarstjórnar. 

            Hrefna Björg Ragnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs kom upp og kynnti ungmennaráð og fór yfir störf ungmennaráðs á liðnu ári.   

II.        1311087
            Tillaga ungmennaráðs Árborgar um fjölda fulltrúa í ungmennaráði           

            Hrefna Björg Ragnarsdóttir  lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:      
Við leggjum til að stækka ungmennaráð úr 7 fulltrúum í 9 þannig að hver grunnskóli eigi einn fulltrúa í ungmennaráðinu.

Við leggjum til að stækka ungmennaráð þá helst til þess að fá fulltrúa úr hverjum skóla fyrir sig úr Árborg en ekki alltaf einn fyrir hönd allra skólanna. Einnig að fá fleiri og mismunandi skoðanir frá stærri hópi.

Þegar allir skólar hafa einn talsmann fyrir sinn skóla þá er öruggt að a.m.k. einn fulltrúi í ungmennaráðinu komi neðan af strönd.

Þeir sem virkilega hafa áhuga á því að komast í ungmennaráðið eiga ekki endilega möguleika á því þegar skipt er á milli skóla eftir árum. Mismunandi skoðanir koma frá mismunandi skólum og það er mjög mikilvægt að við heyrum raddir sem flestra.

Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tóku til máls.  

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs Árborgar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.    

 III.       1311088
            Tillögur ungmennaráðs Árborgar um skólamál           

            Tómas Smári Guðmundsson lagði fram eftirfarandi tillögur frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að reglur verði samræmdar innan skóla sveitarfélagsins hvað varðar nesti nemenda.

Mikilvægt er að hafa þessar reglur mjög skýrar og ákvarðaðar í samstarfi við foreldra og kennara. Sömu reglur myndu þá gilda fyrir alla skólana og allan aldur.  

Í framhaldi af fyrri tillögu myndum við vilja aukið samstarf á milli skóla í sveitarfélaginu hvað hádegismat varðar.

Leggjum með þessu til að þeir sem stýri mötuneytum í leik- og grunnskólum fái vettvang til að deila hugmyndum og verklagi. Með því viljum við leggja áherslu á að öll börn í sveitarfélaginu á leik- og grunnskólaaldri fái svipaða næringu í hádeginu. Fólk er að borga sama verð fyrir misgóðan mat eftir skólum sem getur skapað vissan meting innan samfélagsins. Að lokum teljum við að með þessu sá verið að auðvelda þeim foreldrum sem eru með börn í sitthvorum skólanum að hafa sameiginlegan kvöldmat.

Hrefna Björg Ragnarsdóttir  lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að bætt verði við sameiginlegt val í grunnskólum.

Frá síðasta fundi hefur ein sameiginleg valgrein verið starfrækt sem er stuttmyndagerð. Við viljum bæta við fleiri valfögum.  Með meiri sameiningu teljum við krakkar kynnast betur á milli skóla og þar af leiðandi minni rígur og minni einangrun. Spara mætti mikið með sameiginlegu vali ásamt því að minni líkur væru á að fella þyrfti niður einhver valfög vegna dræmrar þátttöku, meiri nýting á hverjum skóla til mismunandi hluta. t.d. málmsmíðastofa í Vallaskóla, útivist á stokkseyri og fleira. Valið er góður kostur fyrir unglinga að kynnast öðrum einstaklingum með sambærilegt áhugasvið innan sveitarfélagsins. Með þessu geta unglingar notið alls þess góða sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða óháð búsetu innan sveitarfélagsins.´

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Tómas Smári Guðmundsson, ungmennaráði, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunum yrði vísað til fræðslunefndar  Árborgar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

IV.       1311093
           Tillögur ungmennaráðs Árborgar um heilsueflingu           

            Vígdís Fríða Þorvaldsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögur frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að fleiri hlaupa- og gönguleiðir verði merktar innan sveitarfélagsins ásamt því að vegalendir verði merktar inn á þær.

Við viljum fleiri merktar gönguleiðir innan sveitarfélagsins. Okkur finnst hafa orðið jákvæð þróun varðandi þetta mál en viljum stuðla að áframhaldi þess. Með því að dreifa gönguleiðum yfir mismunandi bæjarhluta, viljum við stuðla að heilsueflandi sveitarfélagi og þá geta fleiri nýtt sér aðstöðuna. Við leggjum einnig til að hafa skilti sem gefa til kynna vegalengd frá upphafspunkti.

– Þetta stuðlar að meiri hreyfingu,

– Það er mjög gott að geta vitað vegalengdina sem maður gengur eða hleypur, þannig er auðveldara að setja sér markmið varðandi að bæta persónulega tíma.

-Til lengri tíma litið getur fólk mælt sér mót á fyrirfram ákveðnum stöðum, t.d. 3 km marki. Þeir sem nýta hlaupabrautina vel, myndu þá vita hvar það væri.

-Þetta verkefni gæti verið atvinnuskapandi tímabundið, t.d. í sumarstarf ungmenna eða VISS.

Ungmennaráðið vill sjá afgirt hundasvæði í göngufjarlægð frá Selfossi.

-Það er gott fyrir hunda að fá að hreyfa sig frjálsir þar sem lausaganga hunda er ekki leyfð í sveitarfélaginu.

– Stuðlar að jákvæðari ímynd hundahalds.

– Þetta stuðlar að bættri og fjölbreyttari hreyfingu fólks og hunda.

– Þetta myndi skapa vettvang fyrir hundaþjálfun.

– Stuðlar að bættri geðheilsu hjá hundum og mönnum.

Okkar uppástunga að hentugu hundasvæði  er hluti af nýja tjaldsvæðinu (Suðurhólatjaldsvæðið). Okkur finnst einnig að það mætti skoða að setja upp fleiri lokaðar hundaúrgangstunnur á víð og dreif um sveitarfélagið.

Hrefna Björg Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögur frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið vill sjá fleiri hjólreiðastíga í Árborg, meðal annars á milli Selfoss og Stokkseyrar

Við viljum fleiri hjólreiðastíga í Árborg. Okkur finnst mjög jákvætt að það sé kominn stígur á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka sem hægt er að nota til hjólreiða en einnig óskum við eftir því að það komi stígur á milli Selfoss og Stokkseyrar.

-Það eru margir sem myndu nýta sér það, t.d. Tjarnarbyggðin

-Þetta stuðlar að því að fleiri geta hjólað í vinnu eða í skóla í staðinn fyrir að nota alltaf bílinn.

-Þetta myndi einnig skapa vettvang fyrir nemendaferðir sem næðu út fyrir þéttbýliskjarnana.

– Þetta stuðlar að minni slysahættu þar sem núverandi aðstaða er mjög óhentug, hægt er að velja á milli þess að vera á þjóðveginum eða reiðstíg.

Ungmennaráðið leggur til að boðið verði upp á opna tíma í íþróttahúsi einu sinni í viku.

Þetta myndi vekja athygli á mismunandi íþróttagreinum þar sem hægt væri að kynna sína starfsemi hinna ýmsu íþróttagreina án þess að fólk þurfi að stökkva beint inn á æfingu með atvinnumönnum. Íþróttastarfsemi sem er hér nú þegar og er að koma undir sig fótum í Árborg gæti vel nýtt sér þetta til að kynna sínar greinar. Gott tækifæri fyrir þá sem ekki eru að æfa íþróttir en vilja fá tækifæri til að hreyfa sig með öðru fólki.Þetta stuðlar að bættri heilsu hjá ungmennum og fullorðnum sem eru hættir að stunda reglulegar íþróttir. Þetta skapar vettvang fyrir vini til að hittast og gera eitthvað uppbyggilegt en á sama tíma skemmtilegt.

Tómas Smári Guðmundsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð vill sjá bætta aðstöðu fyrir þá sem stunda jaðaríþróttir.

– Þetta stuðlar að því að fleiri geti stundað jaðaríþróttir sem hafa áhuga á þess konar íþróttum.

– Ef gott svæði finnst, t.d. nálægt ungmennahúsi og félagsmiðstöð þá er yfirleitt einhver sem gæti haft eftirlit með þeim sem væru á vellinum. Einnig væri hægt að leita strax til þeirra ef eitthvað kemur upp á.

– Lélegt svæði fyrir jaðaríþróttir stuðlar að því að einstaklingar sem hafa áhuga á að stunda þessa íþrótt, notfæra sér það sem þeir finna í sveitarfélaginu, innan um almenning þar sem gæti skapast hætta af því. 

– Fordómar fyrir íþróttinni yrðu minni ef það tekst að skapa almennilega aðstöðu, þar sem að hver sem er gæti sótt í þetta.

– Það hefur verið mikil aukning í aðsókn í jaðaríþróttir í Árborg og sú staðreynd kallar á betri aðstöðu.

– Jaðaríþróttir eru komnar til að vera.

Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, ungmennaráði, Freydís Ösp Leifsdóttir, ungmennaráði, Tómas Ellert Tómasson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Tómas Smári Guðmundsson, ungmennaráði, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunum yrði vísað til bæjarráðs Árborgar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

V.        1311089
            Tillaga ungmennaráðs Árborgar um Mína Árborg           

            Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:       
Ungmennaráðið leggur til að aðgangur að síðunni Mín Árborg verði takmarkaður við 16 ára aldur en ekki 18 ára eins og nú er. 

Allir 18 ára og eldri geta skráð sig inn á Mína Árborg og tilgangur síðunnar er þessi:,, „Með opnun íbúagáttarinnar er tekið stórt skref í rafrænni þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Í gegnum gáttina er nú hægt að sækja um hvatagreiðslur og leikskólapláss. Áður en langt um líður verður einnig hægt að senda inn formleg erindi, fylgjast með málum og koma skoðunum sínum á málefnum sveitarfélagsins á framfæri hvar og hvenær sem er.“. (Þarna er líka hægt að sækja um vinnu) Tillagar okkar er að Sveitarfélagið lækki aldurinn inn á síðuna niður í 16 ára.

-Ef breytingin ætti sér stað gætu unglingar, 16 – 18 ára, sótt um vinnuskólann og bæjarvinnuna sjálf. Fyrstu tvö árin í vinnuskólanum sækja foreldrarnir um vinnuna og börnin læra af því, svo taka þau sjálf við og það getur reynst þeim ágætis reynsla í að sækja um vinnu.

– Það er mjög gott fyrir þennan aldur að fá að axla ábyrgð á eigin gjörðum.

– Margir foreldrar eiga sjálfir í erfiðleikum með tölvur, unga fólkið er oft reyndara hvað þær varðar.

-Ungar mæður geta átt í miklum erfiðleikum með t.d. að sækja um leikskólapláss ef að aldurinn verður ekki lækkaður, vegna þess að þær þyrftu að biðja foreldra sína um að sækja um fyrir sig.

– Okkur finnst að 16 ára og eldri ungmenni eigi rétt á því eins og aðrir í sveitarfélaginu að fá að koma skoðunum sínum á framfæri á síðunni, þegar þar að kemur.

Lagt var til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs Árborgar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

VI.       1311091
            Tillaga ungmennaráðs Árborgar um æskulýðssjóð

            Freydís Ösp Leifsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til að stofnaður verði æskulýðssjóður í sveitarfélaginu Árborg.

Æskulýðsfélög eða aðrir hópar ungmenna geta sótt um litla styrki í sjóðinn til að styrkja viðburði, samstarf og önnur álitleg verkefni rekin af ungmennum.

Ákvarða þyrfti hver hefði umsjón með sjóðnum, hvort sem það væri ungmennaráð eða önnur nefnd skipuð ungmennum. Styrkir yrðu svo veittir eftir umsóknum. Tillagan er í raun sú að Sveitarfélagið Árborg myndi leggja til 100 þúsund króna stofnframlag fyrsta árið til prufu og væri sjóðurinn endurskoðaður að ári. Ef hugmyndin myndi virka þá myndi umrædd nefnd ganga í það að sækja um auka fjármagn frá einkaaðilum og/eða fyrirtækjum. Svipaðir sjóðir eru mjög algengir annars staðar á Norðurlöndunum og hafa gengið vel og sóttum við innblástur þangað. Fyrsta árið yrði umsóknarfrestur tvisvar á ári, að vori og hausti, og styrkir yrðu veittir í æskulýðsverkefni. Sjóðurinn yrði opinn öllum sem varða æskulýðsmálefni og verkefnum unga fólksins.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, ungmennaráði, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 Lagt var til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs Árborgar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

VII.      1311090
            Tillaga ungmennaráðs Árborgar um samgöngumál           

            Guðmunda Bergsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögur frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið leggur til strætó verði starfræktur innan Árborgar um  helgar.

Það er margt fólk frá Eyrarbakka og Stokkseyri sem sækir áhugamál sín á Selfoss og öfugt og það er bæði dýrt og tímafrekt að keyra alltaf á milli. Börn og unglingar sem hafa ekki umráð yfir bíl ættu ekki að þurfa að vera háð foreldrum sínum ef þau vilja komast á milli innan sveitafélagsins um helgar. Það á líka við um fullorðna einstaklinga sem hafa ekki yfir bíl að ráða. Unglingum niðri á strönd hættir til að einangrast frá vinum sínum á Selfossi og öfugt, því er mikilvægt að hafa gangandi strætó um helgar. Einnig eru margir sem sækja vinnu annars staðar en þar sem þeir búa. Oft er um að ræða ungt fólk í vaktavinnu t.d í matvöruverslunum og á Draugasetrinu. Því leggjum við mikla áherslu á að það verði ferðir um helgar þó það væri ekki nema tvær ferðir hvora leið á dag. Áður fyrr voru reglulegar ferðir á milli þéttbýlisstaðanna í Árborg um helgar.

Ungmennaráðið leggur til að lögð verði meiri áherslu á að ryðja og salta göngustíga.

Á veturna gleymist oft að skafa og salta gangstéttirnar, sérstaklega göngustíga sem eru ekki við götur. Að okkar mati er mikilvægt að fólk geti gengið til og frá skóla og vinnu og því er mikilvægt að hafa greiðar gönguleiðir. Skólabörn nýta sér einnig göngustígana mikið vegna þess að það er öruggara og styttra en að ganga meðfram akbrautum í skólann. Maður spyr sig samt hversu mikið öryggið er þegar það er glerhálka eða mikill snjór og því viljum við hvetja sveitarfélagið til að passa upp á þetta. Að auki er það hvetjandi í heilsueflandi samfélagi að hafa gangstéttir auðar. Árborg ætti að hvetja fólk að skilja bílinn eftir sem oftast og ganga eða hjóla í skóla og/eða vinnu.

Freydís Ösp Leifsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögur frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að menningarstrætó eða rúta verði starfrækt innan Árborgar.

Þegar haldnir eru viðburðir innan sveitarfélagsins er mikilvægt að ungmenni og annað fólk komist á milli staða þótt þau hafi ekki tök á að keyra til að komast á milli staða. Sem dæmi má nefna Jónsmessuhátíðina á Eyrarbakka og Sumar á Selfossi. Það getur verið erfitt að finna far á milli staða og þá væri tilvalið að hafa rútuferðir á milli staða á skikkanlegum tímum, sem sagt í samræmi við dagskrá,  helst án endurgjalds.

Ungmennaráðið leggur til að Sveitarfélagið lýsi upp göngustíginn í gegnum skóginn við Suðurengi.

Í gegnum skóginn móti Jötunheimum og við Suðurengi liggur stígur sem nær alveg að Sunnulækjarskóla. Á sumrin er hann mjög fallegur og gaman að ganga um hann en á veturna þegar dimmt er getur hann verið mjög drungalegur. Hann er alveg óupplýstur og skapar því hættu. Það væri frábært að geta nýtt þennan göngustíg á veturna þegar dimmt er og tillaga okkar er því sú að koma fyrir nokkrum ljósastaurum eða slíku til að lýsa upp leiðina.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Tómas Ellert Tómasson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Freydís Ösp Leifsdóttir, ungmennaráði, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunum yrði vísað til bæjarráðs Árborgar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

VIII.    1311092
            Tillaga ungmennaráðs Árborgar um aðkomu ungmenna að skipulagningu viðburða.           

            Guðmunda Bergsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
            Ungmennaráðið leggur til að fulltrúi ungmenna komi að skipulagningu menningarviðburða innan sveitarfélagsins.

            Okkur finnst mikilvægt að ungt fólk fái að koma að skipulagningu menningarviðburða innan sveitarfélagsins.

Aldurshóparnir 13-15 og 16-18 ára vilja oft verða út undan og gleymast þegar kemur að skipulagningu viðburða innan sveitarfélagsins. Sem dæmi um það má nefna fjölskylduhátíðina Sumar á Selfossi en á henni voru viðburðir fyrir alla aldurshópa nema aldurshópinn 16-18 ára.

Það hefur mikið forvarnargildi að hafa markvisst framboð fyrir þennan aldurshóp.

Ungt fólk hefur betra innsæi í það sem ungt fólk vill heldur en þeir sem eldri eru. Ungt fólk er mjög hugmyndaríkt og getur oft komið með góðar og raunsæjar hugmyndir.

Í framhaldi af þessu væri gaman að byggja upp hátíð sem haldin er með ungmenni sem sérstakan markhóp.

Á Selfossi hefur hingað til ekki verið nein hátíð eða sérstök viðburðadagskrá sem höfðar sérstaklega til ungmenna. Þessu viljum við breyta. Við sjáum mikla möguleika varðandi þetta mál og viljum sjá árlegan viðburð sem höfðar til unglinga (aðal markaðshópur). Þessi viðburður yrði af sjálfsögðu áfengis- og vímuefnalaus.

Sem dæmi um slíkar hátíðir sem heppnast hafa vel eru músíktilraunir, LungA, unglist, landsmót Samfés, unglingalandsmót og fleiri.

Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Tómast Ellert Tómasson, D-lista, tóku til máls.

Lagt var til að tillögunum yrði vísað til bæjarráðs Árborgar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, þakkaði ungmennaráði fyrir komuna og gott framlag til fundarins.

            Fundargerðir. 

–   liður 1 b) Fundargerð bæjarráðs frá 31. október – liður 5, málsnr. 1208044 – Kaupsamningur um Eyrarbraut 25, Stokkseyri, til nota fyrir smíðastofu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.400.000. Fjárfestingu verði að öðru leyti vísað til fjárfestingaáætlunar fyrir árið 2014. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–   liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 31. október, lið 12, málsnr. 1310168 – Ósk Ungmennafélags Stokkseyrar um afnot af Stjörnusteinum fyrir búningsaðstöðu.  

–   liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. nóvember, lið 1, málsnr. 1301008, fundargerð félagsmálanefndar, fjárhagsáætlun 2014. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirrituð harma það hvað Sveitarfélagið Árborg hefur dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum varðandi grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til þeirra sem verst standa í Svf. Árborg.  Skv.  staðfestum tölum frá 35 sveitarfélögum víða um land er grunnfjárhæðin hvergi lægri en í Svf. Árborg. Við erum u.þ.b. 10 þúsund krónum lægri en meðaltals grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar á landinu. 

Einnig er algerlega óskiljanlegt af hverju grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækkar ekki skv. neysluvísitölu eins og eðlilegt væri og gert er í langflestum sveitarfélögum á landinu. Undirrituð hvetja til þess að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði hækkuð meira en sem nemur þessum 4% sem lagt er til af félagsmálanefnd og taki framvegis breytingum skv. neysluvísitölu.“

Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi  S-lista.
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista. 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók til máls og tók undir bókun fulltrúa S-lista. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls. 

–   liður 3 b) Fundargerð bæjarráðs frá 14. nóvember – liður 4, málsnr. 1310148 –Beiðni Brunavarna Árnessýslu um heimild til lántöku. Bæjarráð vísar beiðni um heimild til lántöku til bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga var borin upp til samþykktar og samþykkt samhljóða.  

Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita  Brunavörnum Árnessýslu, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 1. janúar 2013 í Brunavörnum Árnessýslu vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300.000.000 kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna höfuðstöðvar félagsins sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn af eigendum Brunavarna Árnessýslu til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.           

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

IX.       1311046
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2014 – fyrri umræða 

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.           

            Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.   

X.        1310170
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna fráveitu (tæmingar rotþróa) – fyrri umræða 

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls. 

            Gert var fundarhlé.           

            Fundi var haldið áfram.  

            Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt  samhljóða.   

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:30 

Sandra Dís Hafþórsdóttir                                        
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson                                                       
Kjartan Björnsson
Tómas Ellert Tómasson                                            
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                                    
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                                     
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri                    
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
46. fundur bæjarstjórnar

46. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 30. október 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: Sjá fundargerð á pdf skjali
45. fundur bæjarstjórnar

45. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 18. september 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, boðaði forföll,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: 

I.         Fundargerðir til kynningar  

1.         a) 1301007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              56. fundur       frá   10. júlí

            b) 1301010
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            38. fundur       frá   16. júlí

            c) 147. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá  1. ágúst

 

2.         a) 1301011
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                8. fundur         frá   9. ágúst

            b) 148. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá 15. ágúst 

–          liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 9. ágúst, lið 1, málsnr. 1306033 – Menningarmánuðurinn 2013 

II.        Fundargerðir til staðfestingar 

1.         a) 1301007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              57. fundur       frá  22. ágúst

            b) 1301009
            Fundargerð fræðslunefndar                                      35. fundur       frá  22. ágúst

            c) 149. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá  29. ágúst 

2.         a) 1301008
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 29. fundur       frá 29. ágúst

            b) 150. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá 5. september 

3.         a)  151. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                              frá  12.september 

–          liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 22.ágúst, lið 1,  málsnr. 1308067 – Fráveita Árborgar – meðhöndlun á fráveitu 2013. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Eyþór Arnalds, S-lista, tóku til máls.  

–          liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 22. ágúst, lið 5, málsnr. 1308004 – Viðhald á húseignum Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka. 

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.  

–          liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 12. september, lið 2, málsnr. 1301198 – Skólaskrifstofa Suðurlands, ályktun um að hraða vinnu við uppgjör SKS. 

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.

          Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

III.       1302052 
            Kosning í hverfisráð
            Varamaður í hverfisráð Stokkseyrar                       

            Lagt er til að Hafdís Sigurjónsdóttir verði varamaður í hverfisráði Stokkseyrar 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

IV.       1302175
            Lántökur 2013 – Sveitarfélagið Árborg  

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir lántöku fyrir Sveitarfélagið Árborg.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 120.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir eignasjóðs á árinu 2013, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. 

V.        1309092
            Lántökur 2013 – Selfossveitur           

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir lántöku fyrir Selfossveitur.  

Bæjarstjórn samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr., í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt, sbr. heimild í 1.mgr. 69. Gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna hluta af kostnaði við borun nýrrar borholu við Ósabotna sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. 

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar. 

VI.       1210118
            Viðauki við fjárhagsáætlun 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdi úr hlaði viðauka við fjárhagsáætlun 2013.            

            Eyþór Arnalds, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.          

            Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.  

VII.     1309120
            Beiðni um könnun um kynbundinn launamun hjá Sveitarfélaginu Árborg           

            Helga S. Haraldsson, B-lista, las upp eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að fela framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að gera athugun á því hvort kynbundinn launamunur sé til staðar hjá starfsfólki þess, í sambærilegum stöðum/störfum.  Niðurstaða þeirrar athugunar liggi fyrir eigi síðar en 16.október 2013 og verði þá kynnt fyrir bæjarfulltrúum sveitarfélagsins. 

            Kynbundinn launamunur er því miður enn staðreynd á Íslandi. Í fréttum nýlega kom fram að samkvæmt könnun væri hann einna mestur á Suðurlandi.  Það er ólíðandi og nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort slíkt sé til staðar hjá Sveitarfélaginu Árborg.“

Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista. 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.   

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tóku til máls og tóku undir tillögu Helga S. Haraldssonar. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði til að vísa tillögunni til bæjarráðs. 

            Tillaga Eyþórs Arnalds, D-lista, var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.    

            Gert var fundarhlé.           

VIII.    1308113
            Frumkvöðlaviðurkenning 2013           

            Greidd voru atkvæði og hlýtur Fjallkonan – Sælkerahús frumkvöðlaviðurkenningu 2013 

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15. 

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Þórdís Eygló Sigurðardóttir         

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri             
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
44. fundur bæjarstjórnar

44. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 21. ágúst 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá:

I.          Fundargerðir til kynningar 

1.    
a) 1301008
Fundargerð félagsmálanefndar                                 28. fundur       frá   6. júní

b)   144. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                              frá 13. júní 

2.        
a) 1301010
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar          37. fundur       frá 11. júní
b)   1301011
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar               7. fundur       frá 12. júní
c)    1301009
Fundargerð fræðslunefndar                                      34. fundur       frá 13. júní
d)   145. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                              frá 27. júní  

3.        
a) 146. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá  11. júlí  

–    liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, frá 11. júní lið 20, málsnr. 1306027 – Mjólkurbúshverfi kynntar hugmyndir um skipulag hverfisins.  

Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

–    liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní , lið 21,  málsnr. 0704037 – Tillögur að umferðarskipulagi í Sveitarfélaginu Árborg.

Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að auglýsa eftir ábendingum og hugmyndum íbúa sveitarfélagsins í tengslum við endurskoðun umferðarskipulags þess.  

–    liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 12. júní,  lið 6, málsnr. 110057 – Stefnumótun í íþróttamálum. 

Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

–     liður 2 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 12. júní, lið 5, málsnr. 1306066 – Nafnasamkeppni um miðbæjargarðinn á Selfossi.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:50 

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
43. fundur bæjarstjórnar

43. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.  

Dagskrá: 
I.   Fundargerðir til staðfestingar 

     1.    a)  1301007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar         54. fundur       frá  13. maí
            b) 140. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá  16. maí
    
     2.    a) 141. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá  23. maí
    
     3.    a) 142. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                          frá  30. maí

    4.    a) 1301011
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                6. fundur         frá  22. maí
           b)   1301007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              55. fundur       frá 29. maí
          c)    1301009
           Fundargerð fræðslunefndar                                      33. fundur       frá 22. maí
          d)   143. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá   6. júní 

–          liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundagerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 13. maí, lið 2, málsnr. 1303006 – Framkvæmd hunda- og kattaeftirlits í Sveitarfélaginu Árborg 2013. 

Gunnar Egilsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

–          liður 3 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 30. maí, lið 5, málsnr. 1305239 – Erindi um fyrirhugaða starfrækslu Selfossbíós. 

–          liður 4 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 22. maí. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir upplýsingum um starfsmannahald á menningarsviði.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–          liður 4 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 22. maí, lið 13 – málsnr. 1206087 – Barnabær –samstarfsverkefni skólasamfélagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

–          liður 4 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð  fræðslunefndar frá 22. maí, lið 2, málsnr. 1304079 – Kynning á innleiðingu á spjaldtölvum í Vallaskóla.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.  

       Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

II.                1302190
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs. 

1.         Kosning forseta til eins árs
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

2.         Kosning 1. varaforseta til eins árs
Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista, yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

3.         Kosning 2. varaforseta til eins árs 
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.                            
 
4.         Kosning tveggja skrifara til eins árs   
Lagt var til að Eyþór Arnalds, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.      

5.         Kosning tveggja varaskrifara til eins árs
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

III.             1302190
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið   57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum: 

Aðalmenn:                                                  Varamenn:
Eyþór Arnalds                                          Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir                      Kjartan Björnsson
Eggert Valur Guðmundsson                  Arna Ír Gunnarsdóttir

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 IV.             1302190
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum: 

1.         Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.           
2.         Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
3.         Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
4.         Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
5.         Undirkjörstjórn 4, (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
6.         Undirkjörstjórn 5, (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara

Lagt er til að eftirtaldir verði kosnir í kjörstjórnir: 

1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.      
Aðalmenn:                                                         Varamenn:
Ingimundur Sigurmundsson                     Lára Ólafsdóttir 
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir                  Sigurbjörg Gísladóttir
Bogi Karlsson Þórunn                                  Jóna Hauksdóttir          

2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                         Varamenn:
Erlendur Daníelsson                                    Þorgrímur Óli Sigurðsson
Gunnar Gunnarsson                                     Hólmfríður Einarsdóttir
Ólafur Bachmann Haraldsson                   Svanborg Egilsdóttir

3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                       Varamenn:
Erling Rúnar Huldarsson                           Magnús Jóhannes Magnússon
Ingibjörg Jóhannesdóttir                         Sigríður Ólafsdóttir
Valdemar Bragason                                     Gunnar Þorkelsson

4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                      Varamenn:
Kristín Björnsdóttir                                    Elvar Ingimundarson
Hafdís Kristjánsdóttir                                Grétar Páll Gunnarsson
Ragnhildur Benediktsdóttir                   Jónína Halldóra Jónsdóttir

5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                              Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir                           Helga Björg Magnúsdóttir
Björn Harðarson                                     Bjarkar Snorrason
Ragnhildur Jónsdóttir                            Guðni Kristjánsson

6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Lýður Pálsson                                            Arnar Freyr Ólafsson
María Gestsdóttir                                      Þórarinn Ólafsson
Svanborg Oddsdóttir                               Birgir Edwald

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 V.                1305181
Tillaga um að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti í sumar

Lagt er til að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti frá og með 13. júní til 21. ágúst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

VI.             1305181
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála

Með vísan til heimildar í 7. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 21. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

VII.          1211126
Samþykktir Sveitarfélagsins Árborgar – síðari umræða.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Nýjar samþykktir fyrir Sveitarfélagið Árborg eru unnar í samræmi við ný sveitarstjórnarlög sem tóku gildi 1. janúar 2012. Nýmæli í þeim lögum eru til dæmis fjölgun bæjarfulltrúa miðað við stærð sveitarfélaga, skýrari valdmörk og heimildir til íbúakosninga. Vinna við samþykktirnar hefur verið unnin af fulltrúum allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn og er þannig reynt að ná breiðri samstöðu um meginatriði þeirra. Með samþykktunum er fest í sessi stjórnskipan sveitarfélagsins eins og hún nú er og með þeim sameiningum á nefndum sem nú hafa átt sér stað. Til að tryggja góða sátt um grunnreglur sveitarfélagsins og taka tillit til þeirra sjónarmiða sem komið hafa fram um að halda fjölda bæjarfulltrúa óbreyttum er lagt til að fjöldi þeirra verði áfram óbreyttur eða níu alls, hvorki fleiri né færri en nú eru. Jafnframt er sett inn nýtt ákvæði sem tryggir að hér eftir þurfi aukinn meirihluta til að breyta samþykktunum eða 2/3 hluta greiddra atkvæða. Festir þetta í sessi þá stjórnskipan sem nú er hjá sveitarfélaginu og tryggir jafnframt að breið samstaða þurfi að vera til staðar um frekari breytingar.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls og tók undir fyrri bókun D-lista en lagði einnig fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð fagna þeim breytingum sem hafa verið gerðar á bæjarmálasamþykkt sveitarfélagsins. Sérstakt fagnaðarefni er að nú hefur fyrri ákvörðun verið breytt hvað varðar fjölda bæjarfulltrúa. Undirrituð hafa allt frá upphafi kjörtímabilsins gagnrýnt þá ákvörðun sem tekin var á 2. fundi bæjarstjórnar þann 7. júlí 2010 um fækkun bæjarfulltrúa úr níu í sjö, samanber bókun bæjarfulltrúa S-lista frá þeim fundi. Einnig er ánægjulegt að sjá að fullt tillit hefur verið tekið til þeirra tillagna og áendinga sem undirrituð hafa lagt til við endurskoðun á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.

Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls og tóku undir bókanir D- og S-lista sem áður höfðu verið lagðar fram.   

Samþykktir Sveitarfélagsins Árborg voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:04. 

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
42. fundur bæjarstjórnar

42. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. maí 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Þorsteinn Magnússon, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.  

Dagskrá: 

I.                   Fundargerðir til staðfestingar
1.                 
a) 137. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá  26. apríl

2.                 
a) 1301011 Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                5. fundur         frá  29. apríl
b) 138. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá    2. maí 

3.                 
a) 1301007 
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              53. fundur       frá  29. apríl
b) 1301010
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            36. fundur       frá  30. apríl
c) 139. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá  10. maí

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
– liður 7, málsnr.  1205364 –  Tillaga að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi. Lagt er til að tillagan verði auglýst.
– liður 8, málsnr. 1302218 – Tillaga að deiliskipulagi Sandvíkurseturs. Lagt er til að tillagan verði auglýst.
– liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. apríl, lið 1, málsnr. 1209161 – Vor í Árborg 2013. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókaðar yrðu þakkir til þeirra sem tóku þátt í í hátíðinni. 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók undir bókun Örnu Írar. 

– liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. apríl, lið 3, málsnr. 1304377 – Menningarstefna Sveitarfélagsins Árborgar.

–  liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. maí, lið 10, málsnr. 1302008 – Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Landsnets ehf – Lagning jarðstrengs- og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að kalla til hagsmunaaðila hestamanna og annarra sem þurfa þykir og kanna möguleika á að núverandi reiðvegur meðfram Eyrarbakkavegi verði færður á væntanlegt vegstæði meðfram nýjum jarðstreng, sem gæti orðið til þess að flýta þeim möguleika að gera núverandi reiðveg meðfram Eyrarbakkavegi að göngu- og hjólastíg á milli þéttbýlisstaðanna í Árborg.“

Helgi S Haraldsson 

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

Lagt er til að tillögunni verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–  liður 2 b) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. maí, lið 2, málsnr. 1301437 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, liður 28, skákkennsla í grunnskólum. 

–  liður 3 b) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. maí, lið 3, Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu. 

–  liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. apríl, lið 9, málsnr. 1207067 – Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Árborgar vegna reiðstígs frá hesthúsahverfi á Selfossi í suðuvestur að Suðurhólum.  

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–  liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. apríl, lið 11, málsnr. 1110130 – Umsókn um að fá úthlutað lóð á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar undir ferðamanna- og þjónustumiðstöð. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.
–  liður 3 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráð frá 10. maí lið 5, málsnr. 1211126 – Ný samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar- og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Enn og aftur ítreka ég mótmæli mín við þeirri  ákvörðun meirihluta Sjálfstæðismanna í upphafi kjörtímabilsins að breyta samþykktum sveitarfélagsins með því að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö.  Nú er verið að endurskoða samþykktirnar og færa til samræmis við ný sveitarstjórnarlög og því tel ég fulla ástæðu til að fjölga kjörnum fulltrúum aftur í níu.  Í nýjum sveitarstjórnarlögum, í grein 11, er farið yfir fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum og hver fjöldi þeirra skal vera.  Þar er tekið fram að sveitarfélag með íbúa frá 2000-9999 manns skuli vera  7-11 aðalmenn.  Þar sem sveitarfélagið Árborg er með tæplega 8000 íbúa skýtur það verulega skökku við að vilja hafa kjörna fulltrúa til samræmis við lægri tölu þess lágmarks sem eru 2000 manns.  Miðað við þessi viðmið væri eðlilegast að þeir væru níu eins og nú er en ekki fækkað í sjö.“ 

Helgi S Haraldsson, B-lista.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og tók undir bókun Helga S. Haraldssonar og einnig undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar frá 139. fundi bæjarráðs. 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók til máls og tók undir bókun Helga S. Haraldssonar.  

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls. 

–   liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. Maí, lið 6, málsnr. 1304430 – Frítt í strætó fyrir grunnskólabörn. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tóku til máls.  

–       liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. Maí, lið 14, málsnr. 1007011 – Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi, tilkynning Menningarráðs Suðurlands um styrk.  

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

–   liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. maí, lið 15, málsnr. 1202261 – Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg. 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

 – liður 3 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. apríl – liður 7, málsnr. 1205364 – Tillaga að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 3 b) Fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 30. apríl – liður 8, málsnr. 1302218 – Tillaga að deiliskipulagi Sandvíkurseturs. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.                1304347
Ársreikningur 2012 – síðari umræða 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Í ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar vegna ársins 2012, má sjá betri afkomu en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Aðalsjóður sveitarfélagsins, A-hluti, er þó rekinn með halla upp á 96 milljónir króna, en A- og B- hluti samtals með afgangi sem svarar 175 milljónum króna.  Helstu ástæður fyrir þessari jákvæðu niðurstöðu eru þær að tekjur sveitarfélagsins eru mun meiri en gert var ráð fyrir í A-hluta rekstri,  eða sem nemur um 400 milljónum króna, en þar af eru  útsvars- og fasteignaskattstekjur  um 200 milljónir króna. 

Í B-hluta rekstrarins er það fráveitan og vatnsveitan sem skila meiri tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir og bæta upp meira tap en gert var ráð fyrir á rekstri Byggingasjóðs aldraðra, Selfossveitum, Björgunarmiðstöð Árborgar og Sandvíkursetri. 

Það sem skiptir þó miklu máli í rekstri sveitarfélagsins er að rekstur málaflokka þess er í nokkuð góðu samræmi við áætlanir ársins.  Er það trú undirritaðs að það sýni að öll vinna við áætlanagerð sé vandaðri og forstöðumenn stofnana leggi mikla og góða vinnu á sig í áætlanagerðinni og mikinn metnað.  Það ber að þakka. 

Eins og gefur að skilja, hjá sveitarfélagi sem skuldar mikið, þá eru það fjármagnsliðirnir sem eru veigamiklir í rekstri félagsins en þeir voru um 614 milljónir króna á árinu 2012. Því skiptir það miklu máli að ná að lækka skuldir félagsins eins mikið og hægt er á næstu árum þó án þess að allar framkvæmdir séu stöðvaðar. 

Þó hægt gangi þá stefnir rekstur Sveitarfélagsins Árborgar í rétta átt og með von um að betur gangi á næstu árum þá samþykkir undirritaður ársreikninginn og mun framvegis sem hingað til vinna af ábyrgð og festu við rekstur Sveitarfélagsins Árborgar.“

Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Í framlögðum ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2012 kemur fram að rekstrarafkoma samstæðunnar er jákvæð um 176 millj. kr. sem er umtalsvert betri afkoma en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar þar um tæplega 97 millj. kr. hærri útsvarstekjur.  Auk þess eru  greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 34 millj. hærri en áætlun gerði ráð fyrir sem er ánægjulegt.  

Rekstur málaflokka virðist vera í ágætu jafnvægi, þó að neikvæð frávik séu í sumum  málaflokkum. Veltufé frá rekstri segir til um hversu mikið fjármagn er til ráðstöfunar í fjárfestingar og niðurgreiðslu skulda. Veltufé frá rekstri eykst um 20% á milli ára og er það ánægjuleg þróun sem vonandi heldur áfram á næstu árum. Skuldahlutfall lækkar á milli ára úr 173% í 160% sem er vel, en undirrituð sakna þess að í greinargerð með ársreikningnum er ekkert minnst á samanburð skulda á hvern íbúa á milli ára.  

Þrátt fyrir að mikilvægt sé að gæta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins á komandi árum, þarf að fara að huga að bættri þjónustu við eldra fólk, barnafólk og þá sem eru félagslega illa staddir. Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins og öðrum sem komu að gerð ársreikningsins fyrir góð störf.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista. 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók til máls og tók undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar og Örnu Írar Gunnarsdóttur.  

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.  

Ársreikningur 2012 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.  

III.       1211126
Samþykktir Sveitarfélagsins Árborgar – fyrri umræða 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaður hvetur fulltrúa meirihlutans til þess að endurskoða þá ákvörðun sína að fækka bæjarfulltrúum úr níu  í sjö áður en samþykktirnar koma til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Það er skoðun undirritaðs að með því að fækka bæjarfulltrúunum myndist verulegur lýðræðishalli og geri nýjum og minni framboðum erfiðara fyrir að koma sínum skoðunum á framfæri. Það á að vera þannig að fulltrúalýðræðið endurspegli vilja kjósenda. Verkefni sveitarfélaga hafa verið að aukast á undanförnum árum og stöðugt fleiri lögbundin verkefni að færast til sveitarfélaganna. Þannig hlýtur það að vera rangt að á sama tíma og verkefnunum fjölgar sem bæjarfulltrúar bera ábyrgð á, þá tekur meirihluti D lista þá ákvörðun  að fækka þeim sem  eru ábyrgir fyrir afgreiðslu fjölda mála.“

Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi, S-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu á samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar:
Undirrituð leggja til að framkvæmdastjóri (bæjarstjóri) gerir  kjörnum fulltrúum munnlega grein fyrir helstu verkefnum og viðfangsefnum sínum með reglulegum hætti á fundum bæjarstjórnar.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista. 

Lagt er til að tillaga Eggerts og þær hugmyndir um orðalag í samþykktum sem komið hafa fram á fundinum fái umfjöllun í bæjarráði áður en samþykktirnar verði teknar til síðari umræðu í bæjarstjórn.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

            Lagt var til að samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar yrði vísað til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:40.

 

Eyþór Arnalds                                                   
Þorsteinn Magnússon
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
41. fundur bæjarstjórnar

41. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Sjá fundargerð
40. fundur bæjarstjórnar

40. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 9. apríl 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá:

I.   Fundargerðir til staðfestingar

 a) 1301009
Fundargerð fræðslunefndar                                         30. fundur                  frá 14. mars

b)   1301011
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                    3. fundur                  frá 13. mars

c)    132. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                            frá 21. mars

 

2.      
a) 1301010
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar               35. fundur                  frá 26. mars

b)  133. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                            frá   4. apríl
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
–    liður 7, málsnr. 1302194 – Fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu að Nýjabæ 3. Lagt er til að heimila breytingu á aðalskipulagi Nýjabæjar 3 úr landbúnaðarsvæði í landbúnaðar- og íbúðarsvæði.
–    liður 18, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurbyggð. Lagt er til að tillagan verði auglýst.
–    liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. mars, lið 6, málsnr. 1303053 – Sameiginlegar valgreinar í grunnskólum Árborgar 2013-2014.
–   liður 1 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. mars, lið 2, málsnr. 1301321 – Þátttökugjöld í félags- og íþróttastarfi og stuðningur sveitarfélagsins. 

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls. 

–   liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. mars, lið 9, málsnr. 1301221 – Fyrirspurn um fjölgun íbúa að Berghólum 14-16, Selfossi.  

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

–    liður 11 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. mars, lið 11, málsnr. 1302258 – Umsókn um land á leigu fyrir loðdýrabú.   

–   liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. mars – liður 7, málsnr. 1302194 – Fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu að Nýjabæ . Lagt er til að heimila breytingu á aðalskipulagi Nýjabæjar 3 úr landbúnaðarsvæði í landbúnaðar- og íbúðarsvæði. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–  liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. mars – liður 18, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurbyggð. Lagt er til að tillagan verði auglýst. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.        1303144
            Kjörskrár fyrir alþingiskosningar 2013 

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki kjörskrá þá sem liggur fyrir fundinum og felur framkvæmdastjóra að árita hana sem samþykki bæjarstjórnar. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

III.       1003170

            Lögreglusamþykkt – fyrri umræða 

            Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.           

            Lagt er til að vísa lögreglusamþykkt til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.  

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:32

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
39. fundur bæjarstjórnar

39. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 20. mars 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: 

I.              Fundargerðir til staðfestingar

 

1.             a) 1301007

Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                 50. fundur       frá 13. febrúar

b) 1301011

Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                  2. fundur         frá 13. febrúar

c) 128. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá 21. febrúar 

2.             a) 129. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá 28. febrúar 

3.             a) 1301010

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar               34. fundur       frá 26. febrúar

b) 130. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá      7. mars

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:

–          liður 6, málsnr. 1302218 – Skipulagslýsing vegna tillögu að deiliskipulagi Sandvíkurseturs og sundlaugar. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og leitað verði eftir umsögnum umsagnaraðila um hana.

–          liður 13, málsnr. 1302008 – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar. Lagt er til að aðalskipulagi verði breytt vegna lagningar  jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar.

 

4.             a) 1301007

Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                 51. fundur       frá       6. mars

b) 131. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá     14. mars 

 

–          liður 1 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. febrúar, lið 4, málsnr. 1202261 – Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg. 

–          liður 1 b) Eggert Valur Guðmundson, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. febrúar, lið 6, málsnr. 1302028 – Heilbrigðiseftirlit 2013- úttekt á íþróttahúsi Stokkseyrar. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

–          liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. febrúar, lið 5, málsnr. 1302098 – Erindi UMFÍ vegna landsmóta á næstu árum. 

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls. 

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 13. febrúar, lið 5, málsnr. 1203068 – Aðgengi fatlaðra nemenda. 

–          liður 1 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 13. febrúar, lið 3, málsnr. 1212089 – Deiliskipulagstillaga Austurvegar milli hringtorga.  

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. febrúar, lið 5, málsnr. 1009240 – Tillaga um afturköllun hundaleyfis. 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.  

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. febrúar, lið 7, málsnr. 1302187 – Beiðni HSK um upplýsingar vegna úttektar á stuðningi sveitarfélagsins við aðildarfélög. 

Ásta Stefánsdóttir. framkvæmdastjóri, tók til máls. 

–          liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 7. mars, lið 8, málsnr. 1302081 – Efling skólastarfs og sérfræðiþjónusta skóla í Árborg, bókun Hveragerðisbæjar. 

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.   

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. febrúar  – liður 6, málsnr. 1302218 – Skipulagslýsing vegna tillögu að deiliskipulagi Sandvíkurseturs og sundlaugar. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og leitað verði eftir umsögnum umsagnaraðila um hana. 

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S- lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. febrúar –  liður 13, málsnr. 1302008 – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar. Lagt er til að aðalskipulagi verði breytt vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara milli Selfoss og Þorlákshafnar. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–          liður 4 b) Eyþór Arnalds, D-lista tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. mars, lið 12, málsnr. 1301313 – Heimsókn fulltrúa Vegagerðarinnar. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista,  og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls 

–          liður 4 b) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. mars, lið 13, málsnr. 1104257 – Gráhella, staða mála 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

 

II.           1302052

Kosning í hverfisráð

áður frestað á 38. fundi 

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í hverfisráð Árborgar  

Sandvík
Oddur Hafsteinsson, formaður
Guðmundur Lárusson
Anna Gísladóttir
Jónína Björk Birgisdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir

Varamenn
Aldís Pálsdóttir 
 Jóna Ingvarsdóttir 
 Arnar Þór Kjærnested

Eyrarbakki
Arnar Freyr Ólafsson, formaður
Gísli Gíslason
Ívar Örn Gíslason
Guðlaug Einarsdóttir
Siggeir Ingólfsson 

Varamaður:
Víglundur Guðmundsson 

Stokkseyri
Sigurborg Ólafsdóttir, formaður
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Vigfús Helgason
Guðríður Ester Geirsdóttir
Ólafur Auðunsson 

Selfoss
Ingibjörg E. L. Stefánsdóttir, formaður
Helga R. Einarsdóttir
Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson
Eiríkur Sigurjónsson
Katrín Stefanía Klemensdóttir 

Varamaður:
Böðvar Jens Ragnarsson 
Bæjarstjórn Árborgar býður  nýja aðila velkoma í hverfisráð og færir þeim aðilum sem frá hverfa þakkir fyrir vel unnin störf.  

Kosning í hverfisráð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

III.        1302190

Breyting á fulltrúum í undirkjörstjórn

Lagt er til að Ingibjörg Jóhannesdóttir verði kosin aðalmaður í undirkjörstjórn 2 í stað Elvars Ingimundarsonar.

            Lagt er til að Ragnhildur Benediktsdóttir verði aðalmaður í undirkjörstjórn 3 í stað Valgerðar Gísladóttur og Jónína Halldóra Jónsdóttir verði  varamaður í stað Ragnhildar Benediktsdóttir.  

Lagt er til að Björn Harðarson verði aðalmaður í undirkjörstjórn 4 í stað Einars Sveinbjörnssonar.  

            Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:24.

 

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir   
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
38. fundur bæjarstjórnar

38. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá lántökur 2013 ásamt beiðni Bjarna Harðarsonar um lausn frá störfum sem varabæjarfulltrúi. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

I.   1302181
Beiðni Bjarna Harðarsonar um lausn frá störfum sem varabæjarfulltrúi 

Beiðni Bjarna Harðarsonar um lausn frá störfum var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

II.      Fundargerðir til staðfestingar 

1.         a) 1301009
             Fundargerð fræðslunefndar                             28. fundur                  frá  10. janúar
b)   123. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá  17. janúar  

2.       a) 124. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá  24. janúar 

3.       a)  1301007
          Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar     49. fundur                  frá  23. janúar
          b)   125. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá  31. janúar 

4.       a)  1301010
          Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   33. fundur                  frá  29. janúar
          b)  1301011
          Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar      1. fundur                    frá  29. janúar
          c)     1301008
         Fundargerð félagsmálanefndar                           25. fundur                  frá  30. janúar
         d)   126. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá   7. febrúar
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
–          liður 2, málsnr. 1205364 – Deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagslýsingu deiliskipulagstillögunnar. Lagt er til að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

–          liður 3, málsnr. 1207067 – Aðalskipulagsbreyting göngustígar meðfram Hóla- og Helluhverfi. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að skipulagslýsingu af breytingunni, lagt er til að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

–          liður 6, málsnr. 1202229 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu, Stokkseyri. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist, lagt er til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

–          liður 13, málsnr. 1106045 – Tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni, lagt er til við bæjarstjórn að óska heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Úr fundargerð félagsmálanefndar, til afgreiðslu:
– liður 1, málsnr. 1301214, – Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Árborg 2013

– liður 2, málsnr. 1301215 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2013

 – liður 3, málsnr. 1301216 – Reglur um verkaskiptingu milli félagsmálanefndar Árborgar og starfsmanna félagsþjónustu Árborgar 2013

 – liður 4, málsnr. 1301361 – Gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu 2013

– liður 5, málsnr. 1301353 – Greiðslur til stuðningsfjölskyldna á grunni laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 árið 2013. 

5.         a)  127. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                              frá 14. febrúar  

6.         a) 1301009
            Fundargerð fræðslunefndar                          29. fundur                  frá  14. febrúar 

–   liður 1 a) Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar  frá 10. janúar, lið 6, málsnr. 1208041 – Vinnuhópur um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla í Árborg og lagði fram eftirfarandi bókun: 

,,Ég lýsi vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið orðið við tilmælum fulltrúa V-lista á þessum fundi um að leita eftir formlegri umsögn og viðræðum við Skólaskrifstofu Suðurlands um efnisatriði skýrslunnar um sérfræðiþjónustu skóla í Árborg.“

Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi V-lista.

–   liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar, lið 3, málsnr. 1301057 – Beiðni Rannveigar Önnu Jónsdóttur um afnot af herbergi að Túngötu 40, Blátúni, Eyrarbakka, til að nota fyrir Konubókastofu. 

–   liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar, lið 4, málsnr. 1011089 – Styrkbeiðni Sæbýlis ehf, afsláttur af heitu vatni 2012. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–  liður 1 b) Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar, lið 6, málsnr. 1210005 – Söluferli Pakkhússins. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

–  liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 24. janúar, lið 7, málsnr. 1301154 – Málefni hjúkrunarheimila. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls. 

–  liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 31. janúar, lið 7, málsnr. 1203112 – Fundargerð stjórnar Sandvíkurseturs ehf.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.  

-liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 31. janúar, lið 8, málsnr. 1206166            – Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna fjárhagslegra viðmiða sveitarstjórnarlaga. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.                       

–     liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 2, málsnr. 1205364 – Deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Lagt er til að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–     liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 3, málsnr. 1207067 – Aðalskipulagsbreyting göngustígar meðfram Hóla- og Helluhverfi. Lagt er til að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–  liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 6, málsnr. 1202229 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu Stokkseyri. Tillaga hefur verið auglýst og engar athugasemdir hafa borist. Lagt er til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.  

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 13, málsnr. 1106045 – Tillaga að breyttu  aðal- og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Lagt er til að óska heimildar Skipulagsstofnunar á að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 4 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. janúar. 

Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls. 

–  liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. janúar, lið 3, málsnr. 1103146 – Undirbúningur að landsmótum UMFÍ 2012 og 2013 í Árborg.  

Andrés Rúnar Ingason, V-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.  

–  liður 4 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. janúar, lið 5, málsnr. 1301321 – Þátttökugjöld í félags- og íþróttastarfi og stuðningur sveitarfélagsins. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

–  liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 1, málsnr. 1301214 –Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Árborg 2013. Lagt er til að reglurnar verði samþykktar. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókun hans frá 126. fundi bæjarráðs verði færð inn í fundargerðina: 

 „Undirritaður er mótfallinn  því að gera þá kröfu til umsækjenda um félagslegt leiguhúsnæði að þeir  þurfi að hafa átt lögheimili í Sveitarfélaginu  Árborg í a.m.k. þrjú ár í stað eins árs eins og verið hefur. Undirrituðum þykja það hæpin rök að þessi aðgerð sé nauðsynleg til þess að stytta biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Að gera breytingar á þennan hátt hjálpar ekkert þeim hópi sem á í alvarlegum húsnæðisvanda og er eingöngu að því er virðist fallin til að gera vandamálið minna sýnilegt. Undirritaður vekur athygli á því að t.d hjá Vestmannaeyjabæ og  Kópavogsbæ er reglan sú að umsækjendur um félagslegt leiguhúsnæði hafa þurft að eiga lögheimili í það minnsta 6 mánuði áður en þeir geta sótt um. Á Akureyri er þess eingöngu krafist að umsækjandi sé með lögheimili í sveitarfélaginu þegar sótt er um. Í Mosfellsbæ sem er sveitarfélag af svipaðri stærðargráðu og Svf. Árborg gildir sú regla að umsækjendur þurfa að hafa átt

lögheimili í sveitarfélaginu í eitt ár. Sama regla gildir í Reykjanesbæ.“ Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls og tóku m.a. undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar.    

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa B- og D-lista  gegn þremur atkvæðum fulltrúa S- og V-lista.  

–  liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 2, málsnr. 1301215 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2013. Lagt er til að reglur um fjárhagsaðstoð verði samþykktar. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 3, málsnr. 1301216 – Reglur um verkaskiptingu milli félagsmálanefndar Árborgar og starfsmanna félagsþjónustu Árborgar 2013. Lagt er til að reglurnar verði samþykktar.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 4, málsnr. 1301361 – Gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu 2013. Lagt er til að gjaldskráin verði samþykkt.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

-liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 5, málsnr. 1301353 – Greiðslur til stuðningsfjölskyldna á grunni laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 árið 2013. Lagt er til að greiðslur til stuðningsfjölskyldna verði samþykktar.   

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–   liður 6 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 1, málsnr. 1302081 – Efling skólastarfs og sérfræðiþjónustu í Árborg og fylgdi úr hlaði eftirfarandi tillögu sem samþykkt var af fræðslunefnd:          

,,Í ljósi þeirrar vinnu sem fram hefur farið um mótun framtíðarsýnar fyrir sérfræðiþjónustu skóla í Sveitarfélaginu Árborg, þar sem lögð er áhersla á þróun þjónustunnar til hagsbóta fyrir notendur hennar, leggur fræðslunefnd til við bæjarstjórn að sveitarfélagið segi sig úr byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Suðurlands og taki alla sérfræðiþjónustu til sín og felli hana að stjórnkerfi sínu.“

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingatillögu fyrir sína hönd og Andrésar Rúnars Ingasonar, V-lista: 

Undirrituð leggja til að valin verði leið 1 samkvæmt úttektarskýrslu Trausta Þorsteinssonar og Gunnars Gíslasonar á sérfræðiþjónustu skóla í Sveitarfélaginu Árborg.
,,Undirrituðum þykir eðlilegt að eiga samtal við stjórn og fulltrúa skólaskrifstofu hvort sú þjónusta sem í boði er samrýmist ekki þeim framtíðarhugmyndum sem Svf. Árborg hefur í fræðslumálum svo ekki sé gripið  til jafn afdrifaríkra afleiðinga og segja sig að fullu úr byggðasamlagi um skólaskrifstofu.“  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Andrés Rúnar Ingason, V-lista 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls 

Breytingatillagan var borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum fulltrúa D-lista og Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista.  Helgi S. Haraldsson, B-lista, sat hjá.   

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillaga fræðslunefndar var borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum fulltrúa D-lista, Helga S. Haraldssonar, B-lista og Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, gegn tveimur atkvæðum Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, og Andrésar Rúnars Ingasonar, V-lista. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu. 

Þegar fyrstu hugmyndir meirihluta sjálfstæðismanna í Svf. Árborg um að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands komu upp, voru þær mjög einhliða.  Þar var pólitíkin að verki án þess að fram færi skoðun meðal skólasamfélagsins í sveitarfélaginu um skoðun þess á málinu , kosti og göllum.   Úr varð að samþykkt var að fá sérfræðinga til að skoða málið ásamt einstaklingum úr skólasamfélaginu, bæði úr leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.  Niðurstaða þessa hóps liggur fyrir þar sem allir eru sammála um að gera þurfi breytingar á stöðunni eins og hún er í dag.  Meirihluti hópsins, fjórir fulltrúar af fimm, leggja til að sveitarfélagið segi sig úr SKS og byggi upp sína eigin öflugu þjónustu og færa fyrir því ýmis rök í niðurstöðu sinni.  Fimmti fulltrúinn vill breytingar en gera þær í samstarfi við SKS.  Á þessum niðurstöðum hljóta hinir kjörnu  fulltrúar m.a að byggja niðurstöðu sína  þegar ákvörðun er tekin.

Formaður fræðslunefndar, sem einnig er bæjarfulltrúi meirihluta Sjálfstæðismanna, lagði fram tillögu í fræðslunefnd þar sem hann rökstyður þá ákvörðun að segja sig úr samstarfinu í SKS og talar hann m.a um að hægt verði að auka stöðugildi í þessum málflokki um 2,5-3 umfram þau 2 sem áætlað er að séu innan SKS í þjónustu við Svf. Árborg.  Þarna er sleginn tónn meirihluta Sjálfstæðismanna um að auka eigi verulega við þjónustu í fræðslumálum og er það vel.  Því það eru jú börnin og unglingarnir sem eiga að fá alla þá þjónustu sem hægt er að veita til að aðstoða þau í gegnum skólagönguna og undirbúa þau fyrir lífið framundan.

Það er ljóst að ákvörðun um að segja sig úr samstarfi við önnur sveitarfélög um rekstur SKS mun ekki falla öllum í geð.  Vel má vera að einhver sveitarfélög sjái tækifæri við þær breytingar meðan önnur gera það ekki.  Meðan það hefur legið í loftinu að Svf. Árborg muni segja sig úr þessu samstarfi hafa þó engin sveitarfélög komið að málið við Svf. Árborg til að ræða þessa væntanlegu stöðu og má furða sig á því að þau hafi ekki gert það ef þeim er umhugað um þetta samstarf.  Það má vel vera að annað samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi  sé í uppnámi vegna þessarar ákvörðunar, en þó skal minnt á það að þegar Svf. Ölfus sagði sig úr þessu samstarfi heyrðist ekki mikið og það látið gott heita.  Einnig má benda á að það eru ekki öll sveitarfélög á Suðurlandi í samstarfi um skólaskrifstofuna, ekki frekar en það að þau taka ekki öll þátt í mörgum sameiginlegum verkefnum á svæðinu.  Þegar tekin er ákvörðun um samstarf er það væntanlega byggt á því að það sé viðkomandi aðilum í hag að vinna saman að einstökum málum, frekar en ein og sér.

Úrsögn úr SKS þarf að skila fyrir 1.júlí nk. ef segja á sig úr samstarfinu.  Vel má vera að önnur sveitarfélög og Svf.Árborg vilji ræðast við fram að þeim tíma til að kanna hvort flötur sé á að gera þessar breytingar á annan hátt þrátt fyrir þessa samþykkt, það er spurning en þá þarf að koma þeim áhuga á framfæri, ekki bara og sitja og bíða.

Engar samþykktir eru þannig að ekki megi breyta þeim seinna.

Helgi S Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókun hennar og fulltrúa V-lista frá 29. fundi fræðslunefndar verði færð inn í fundargerðina. 

Undirrituð lýsa ánægju sinni með þá vinnu sem hefur farið fram síðastliðna mánuði í mótun framtíðarsýnar sérfræðiþjónustu skóla í Sveitarfélaginu Árborg. Það var augljóslega tímabært að fara í slíka vinnu því eins og fram kemur í skýrslu Trausta Þorsteinssonar og Gunnars Gíslasonar hefur Sveitarfélagið Árborg ekki mótað sér ákveðna sýn um hvers konar þjónustu megi vænta frá Skólaskrifstofu Suðurlands né að það hafi einhverjar væntingar til hennar.

Miðað við þá vinnu sem hefur farið fram í vinnuhópnum og niðurstöður í úttektarskýrslunni geta undirrituð ekki séð annað en að hugmyndir Sveitarfélagsins Árborgar um þróun og framtíðarsýn á sérfræðiþjónustu skóla geti auðveldlega orðið að veruleika með áframhaldandi aðild að byggðasamlaginu um SKS.

Það er skoðun undirritaðra að skólarnir í sveitarfélaginu eigi afar sterkt bakland í þeirri þjónustu sem SKS veitir. Með sérfræðiþjónustu með mörgum fagmönnum er hægt að veita fjölbreyttari og öflugri þjónustu en mögulegt er með færra starfsfólki. Með öflugri sérfræðiþjónustu verður til breið þekking og fagleg deigla sem skilar sér í betri þjónustu öllum til heilla. Afar mikilvægt er að með sérfræðiþjónustu sem sinnir svo mörgum skólum og raunin er með SKS verður til reynsla í flóknum einstaklingsmálum sem koma upp í skólum víðs vegar á svæðinu jafnvel með löngu millibili. Eftir því sem sérfræðiþjónustan sinnir færri nemendum myndast síður reynsla í slíkum málum.

Með úrsögn úr byggðasamlaginu um SKS setjum við það góða starf sem greiningarteymi barna á Suðurlandi hefur sinnt í uppnám. Greiningarteymið hefur fengið tilvísanir frá öllu starfssvæði HSu og SKS og hefur sú vinna sem þar fer fram skipt sköpum varðandi það að vinna samkvæmt hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Víðs vegar um landið hefur verið horft til greiningarteymisins sem fyrirmyndar að því hvernig hægt er að sinna þjónustu/snemmtækri íhlutun við börn með frávik heima í héraði.

Öflugt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla á Suðurlandi hefur leitt ýmislegt gott af sér. Eitt af því er ART verkefnið sem sett var á laggirnar þegar skólar á Suðurlandi upplifðu knýjandi þörf fyrir úrræði fyrir börn með hegðunarraskanir. ART verkefnið er gott dæmi um hvað samstarf margra aðila getur leitt af sér. Það er nánast hægt að fullyrða að slíkt verkefni hefði ekki náð að vaxa og verða að því sem það er í dag ef ekki hefði verið fyrir úthald og seiglu fjölmargra skóla- og sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi.

Með úrsögn úr samstarfi um SKS bregst Sveitarfélagið Árborg sínu hlutverki sem stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það er ekki góður samstarfsaðili sem ákveður einhliða að segja sig frá margra ára farsælu samstarfi án þess að eiga gagnkvæmar samræður við samstarfsaðila sína og láta sig varða hvaða áhrif það hefur á sérfræðiþjónustu í hinum sveitarfélögunum. Afar mikilvægt er að sveitarfélögin á Suðurlandi eigi í góðu samstarfi þar sem þeim eru sífellt falin fleiri og flóknari verkefni til þess að sinna. Með því að kljúfa sig út úr samstarfinu um SKS stefnir Sveitarfélagið Árborg samstarfi sveitarfélaganna í núverandi og framtíðarverkefnum í uppnám. Gott samstarf kemur ekki af sjálfu sér. Það byggir á áralöngu trausti milli aðila, trausti sem maður ávinnur sér með því að sýna raunverulegan samstarfs- og sáttavilja í þeim verkefnum sem maður tekur sér á hendur. Sveitarfélagið Árborg hefur með þessu útspili tekið mikla áhættu varðandi stöðu sína í framtíðarsamstarfi sveitarfélaganna á Suðurlandi. Með þessari ákvörðun er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Við viljum þakka vinnuhópnum sem sem fékk það hlutverk að fjalla um sérfræðiþjónustu skóla hér í Svf. Árborg fyrir gott og óeigingjarnt starf.

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.

Andrés Rúnar Ingason, fulltrúi V-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, gerði grein fyrir atkvæðinu sínu.  

,,Sú leið sem bæjarstjórn ákvað sl. vor að láta fagaðila skoða og móta framtíðarfyrirkomulag sérfræðiþjónustu skóla í sveitarfélaginu, hefur skilað mjög góðu yfirliti um stöðu skólamála í Svf Árborg.  Sú ákvörðun að láta taka út sérfræðiþjónustu skóla er frumkvöðlastarf sem vafalaust á eftir að nýtast á margvíslegan hátt til framdráttar í almennu skólastarfi á næstu árum. Það er skoðun undirritaðs að ekki eigi að leggja ofuráherslu á skipulagsformið á þjónustunni, heldur miklu fremur hvað þjónustan inniheldur. Ekki er síður mikilvægt að áherslur þjónustunnar stuðli að öflugu skólastarfi og góðri kunnáttu starfsfólks skólanna til að takast á við þeirra mikilvæga verkefni. Undirritaður trúir því sveitarfélagið geti sjálft sinnt sérfræðiþjónustu við skólana, án þess að vera aðili að sérstöku byggðarsamlagi vegna málaflokksins. Ef farin verður sú leið að sveitarfélagið segi sig frá samstarfi um rekstur skólaskrifstofu , ættu ákvarðanir um áherslur og  stefnu í málaflokknum að verða einfaldari en í dag.   Aðgengi íbúanna að þjónustunni ætti að verða betra, enda um að ræða mikilvæga grunnþjónustu sem í raun við sjálf eigum að bera ábyrgð á samkvæmt nýlegri reglugerð um leik og grunnskóla. Vinnuhópurinn sem settur var á laggirnar hefur skilað frá sér ákveðinni framtíðarsýn og mælir með ákveðinni leið.  Afstaða undirritaðs byggist á því að niðurstaða fjögurra af fimm nefndarmönnum vinnuhóps um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla í Svf Árborg sé sú besta miðað við þær aðstæður sem við búum við í dag.“

Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista. 

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu og tók undir bókanir Helga S. Haraldssonar, B-lista og Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista. 

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu. 

Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.  

– liður 6 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 6, málsnr. 1302087 – Framhaldsskóli barnanna- samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Suðurlands og Sveitarfélagsins Árborgar. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

– liður 6 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 10, málsnr. 1203169 – Samstarf leik- og grunnskóla. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

– liður 6 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 14, málsnr. 1301025 – Aðalnámskrár leik- og grunnskóla.  

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ari B. Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.  

–   liður 6 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 7, málsnr. 1302086 – Þjónustukönnun Capacent – Niðurstöður Árborgar fyrir leik- og grunnskóla haustið 2012. 

liður 6 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar.  

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

III.         1108086
      Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun 

      Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari B. Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

      Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða  

IV.        1301020
          Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnarGunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.           1301051
          Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar
 

Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

VI.        1302001

           Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.  

Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

VII.     1302052
       Kosning í hverfisráð 

            Forseti bæjarstjórnar lagði til að kosningu í hverfisráð verði frestað til næsta fundar. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

VIII.       1302175
           Lántökur 2013 

          Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdi úr hlaði tillögu um lántöku: 
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 265.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta af afborgunum lána á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2013, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf.  f.h. Sveitarfélagsins Árborgar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. 

Eyþór Arnalds, D-lista tók til máls.  

Lántökur 2013, lán að fjárhæð 265 m.kr. borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:53  

Eyþór Arnalds                                                          
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                             
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                                    
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                                    
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason                      
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

a
37. fundur bæjarstjórnar

37. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 16. janúar 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá kosningu varamanns á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og einnig kosningu fulltrúa í hverfisráð Eyrarbakka. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

I.    Fundargerðir til staðfestingar 

1.
a)  1201019
Fundargerð félagsmálanefndar                                 23. fundur       frá   5. desember

b)  1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              48. fundur       frá    5. desember

c)  120. fundur bæjarráðS ( 1201001 )                                                  frá  13. desember 

2.      
a)  1201022
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar                11. fundur       frá   10. desember

b)  1201021
Fundargerð fræðslunefndar                                      27. fundur       frá   13. desember

c)  121. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                   frá   20. desember 

3.
a)  1201024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar           32. fundur       frá   21. desember

b)  1201019
Fundargerð félagsmálanefndar                                24. fundur       frá   19. desember

c ) 122. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                  frá        10. janúar      

–    liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. desember, lið 7, málsnr. 1212026 – Reglur um afslátt til nýsköpunarfyrirtækja vegna orkunotkunar.  

       Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. 

–          liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 10. desember, lið 1, málsnr. 1211068 – Kjör íþróttakonu og karls Árborgar 2012 

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 10. desember, lið 3, málsnr. 1212038 – Yfirbygging yfir KSÍ sparkvelli. 

Kjartan Björnsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls. 

–          liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. desember, lið 12, málsnr. 1210015 – Erindi frá vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.  

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.            

–          liður 2 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 13. desember, lið 1, málsnr. 1208041 – Vinnuhópur um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla í Árborg. 

Eggert Valdur Guðmundsson, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls. 

–          liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, lið 7, málsnr. 1110006 – Endurskoðun – starfsmannastefna Árborgar. 

–          liður 2 c) Fundargerð bæjarráðs frá 20. desember – liður 11, málsnr. 1212091 – Kaup á Álftarima 2 og Gagnheiði 39. Lagt er til að ákvörðun bæjarráðs um kaup á fasteignunum verði staðfest ásamt lántöku að fjárhæð kr. 89.850.000.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 3 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, lið 2, málsnr. 1201019 – Fundargerð félagsmálanefndar.

Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

–          liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, lið 5, málsnr. 1201041 – Beiðni Kaþólsku kirkjunnar um úthlutun lóðar, svonefnds sýslumannstúns.  

Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur.  

II.  1301020
Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar

Gunnar Egilsson tók til máls.  

Ari Björn Thorarensen lagði til að þessu máli verði frestað og vísað til framkvæmda- og veitustjórnar og skipulags- og byggarnefndar til umsagnar.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

III.      1301051

Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar

Ari Björn Thorarensen tók til máls og lagði til að þessu máli verði frestað og vísað til íþrótta- og menningarnefndar til umsagnar.  

Kjartan Björnsson, D-lista, og Helgi S.Haraldsson, B-lista, tóku til máls.     

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.    

IV.    1111075
Skipan fulltrúa D-lista í starfshóp um skipulag mjólkurbúshverfis

Lagt er til að Eyþór Arnalds taki sæti í starfshópi um skipulag mjólkurbúshverfisins í stað Elfu Daggar Þórðardóttur.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

V. 1301016

Lántaka fyrir Listasafn Árnesinga

Ari Björn Thorarensen gerði grein fyrir erindinu.  

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Listasafns Árnesinga, kt. 511076-0729, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.500.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt, sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga sem er eigandi Listasafns Árnesinga. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að að endurfjármagna óhagstæðari lán sem tekin voru árið 2003 til að fjármagna húsnæði listasafnsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.  

Bæjarstjórnin samþykkir jafnframt að eignarhald að Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila á meðan lánið er ekki að fullu greitt. 

Fari svo að Árborg framselji eignarhlut í Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt: 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. 

VI.   1201103

Breyting á fulltrúum í hverfisráði Eyrarbakka

Lagt er til að Guðlaug Einarsdóttir komi í stað Þórs Hagalín og að Ívar Örn Gíslason verði aðalmaður í stað Örnu Aspar Magnúsdóttur og Siggeir Ingólfsson verði varamaður. Lagt er til að Arnar Freyr Ólafsson verði formaður í stað Þórs Hagalín. 

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

VII.   1301099
Kosning varamanns á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt er til að Þórdís Erla Sigurðardóttir verði varamaður í stað Söndru Dísar Hafþórsdóttur. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.     

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15 

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri 
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
36. fundur bæjarstjórnar

36. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. desember 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Ingi Rúnarsson, varamaður, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: 

I.   Fundargerðir til staðfestingar              

1.  a ) 117. fundur bæjarráðs ( 1201001 )            frá   22. nóvember

2.   a)  1201023
      Fundargerð menningarnefndar                    22. fundur      frá   15. nóvember
      b) 118. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                    frá   29. nóvember

3.   a)  1201022
       Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar     10. fundur  frá   15. nóvember
      b)   1201024
      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  31. fundur    frá    27. nóvember
      c)    1201020
      Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar     47. fundur   frá    28. nóvember

d)   119. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                   frá      6. desember
       Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
–          liður 3, málsnr. 1106045, tillaga um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Lagt er til að breytt    aðalskipulag búgarðabyggðar í Byggðarhorni verði auglýst.

–          liður 3 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá  15. nóvember.

–          liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 28. Nóvember, lið 1, málsnr. 1210108 – Lyfta í íþróttahúsi Vallaskóla. 

–          liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 15. nóvember, lið 8, málsnr. 1211065 –  Jól í Árborg 2012 – og vildi koma á framfæri þökkum til starfsmanna sveitarfélagsins og annarra hugmyndasmiða vegna uppsetningar á jólagarðinum. 

–          liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 15. nóvember, lið 6, málsnr. 1202261 –  Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg.

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, vék af fundi.  

–          liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. nóvember, lið 11, málsnr. 1208115 – Umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun að Austurvegi 52, Selfossi.  

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls. 

Þessi liður fundargerðarinnar var borinn upp til staðfestingar og staðfestur með með 7 atkvæðum B-, D- og V-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, sat hjá.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, gerð grein fyrir hjásetu sinni.
 Undirrituð leggur áherslu á að afar mikilvægt sé að hlustað sé á raddir íbúa og tryggt sé með öllum ráðum að íbúar í nærliggjandi íbúðarhúsum verði fyrir sem minnstu ónæði vegna hugsanlegs rekstrar á vínveitingahúsi að Austurvegi 52.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, kom inn á fundinn. 

–          liður 3 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 3, málsnr. 1106045, – Tillaga um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Lagt er til að breytt aðalskipulag búgarðabyggðar í Byggðarhorni verði auglýst.            

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.        1210118 
            Fjárhagsáætlun 2013 – síðari umræða

Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi úr hlaði viðauka við greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir ári 2013 -2016  
                        
Viðauki við greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir ári 2013 – 2016 
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2013 – 2016 er lögð fram til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 12.desember. Fyrri umræða fór fram þann 31.október síðastliðinn. 

Breytingar hafa átt sér stað á milli umræðna og verður farið yfir þær hér á eftir. Einkum verður gerð grein fyrir breytingum á áætlun ársins 2013 en stiklað á stóru fyrir áætlanir fyrir árin 2014 – 2016. 

Verðbólga
Í fyrri umræðu var gert ráð fyrir að verðbólga væri 3,9% en í fjárhagsáætlun 2013 sem lögð er fram til seinni umræðu er gert ráð fyrir að verðbólga sé 4,1% samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í nóvember. 

Hækkanir á gjaldskrám
Í fyrri umræðu var gert ráð fyrir því að hækka gjaldskrár um 3,9% milli áranna 2012 og 2013 en í fjárhagsáætlun sem lögð er fram til seinni umræðu er gert ráð fyrir því að gjaldskrár hækki um 4,1%. 

Rekstrarniðurstaða
Áhrif breytinga á fjárhagsáætlun 2013 eru þau að rekstrarafgangur lækkar úr 72,5 millj.kr. í 37,5 millj.kr.
Rekstrarafgangur árið 2014 lækkar úr 129,3 millj.kr. í 99,6 millj.kr.
Rekstrarafgangur árið 2015 lækkar úr 152,7 millj.kr. í 122,2 millj.kr.
Rekstrarafgangur árið 2016 lækkar úr 197,2 millj.kr. í 170,1 millj.kr. 

Breytingar á málaflokkum milli umræðna
Í töflunni hér á eftir má sjá breytingar á málaflokkum milli umræðna :
Tafla 

 •  Málaflokkur 00 – Skatttekjur
  Hækkun á framlagi frá Jöfnunarsjóði vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í skólum, samtals 7,6 millj.kr. 
 •  Málaflokkur 02 – Félagsþjónusta
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 3,7 millj.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til veikindalauna og aukinna þjónustukaupa. 
 • Málaflokkur 04 – Fræðslu- og uppeldismál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 8,8 millj.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til aukins launakostnaðar vegna starfsloka, aukningar á námsvistargjöldum vegna fjölgunar barna, kostnaðar við ytra mat á skólum og aukinna þjónustukaupa. Einnig hækka tekjur í málaflokknum vegna hækkunar á gjaldskrám úr 3,9% í 4,1% milli umræðna.
   
 • Málaflokkur 05 – Menningarmál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 300 þús.kr. milli umræðna, um er að ræða styrki sem heyra undir menningarnefnd.
   
 • Málaflokkur 06 – Æskulýðs- og íþróttamál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 4,2 millj.kr. milli umræðna. Um er að ræða aukningu á styrkjum til íþrótta- og æskulýðsmála samkvæmt samningum.
   
 • Málaflokkur 08 – Hreinlætismál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 10 þús.kr. sem rekja má til hækkunar á gjaldskrám vegna hunda- og kattaeftirlits úr 3,9% í 4,1%.
   
 • Málaflokkur 10 – Umferðar- og samgöngumál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 15 millj.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til þjónustukaupa vegna strætó á Árborgarsvæðinu sem féllu niður við fyrri umræðu.
   
 • Málaflokkur 13 – Atvinnumál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 1,7 millj.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til aukningar á framlagi til SASS/Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá fyrri umræðu.
   
 • Málaflokkur 21 – Sameiginlegur kostnaður
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 550 þús.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til aukningar á framlagi til SASS/Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá fyrri umræðu. 

Breytingar á fjárfestingaáætlun

 • Í fyrri umræðu voru fjárfestingar árið 2013 áætlaðar 462.850.000 kr. og í fjárhagsáætlun, sem lögð er fram til seinni umræðu hér, eru fjárfestingar áætlaðar 507.800.000 kr. Um er að ræða aukningu um 44.950.000 kr. Breytingar á fjárfestingum eru eftirfarandi :

Eignadeild :
Vallholt 38 – Vinaminni                                             10.200.000 kr.
Lóð BES Eyrarbakka                                                    4.000.000 kr.
Sundhöll Selfoss – eftirlitsmyndavélar                    3.000.000 kr.
Gatnagerð- flugvöllur                                                   1.700.000 kr.
Sólvellir – gatnagerð                                                     2.800.000 kr.
Íþróttahús Stokkseyri – þak                                        5.400.000 kr.
Birkivellir – gatnagerð                                                  3.000.000 kr.
Vallaskóli – lyfta                                                             6.500.000 kr.
Tryggvaskáli                                                                    1.000.000 kr.
Tjaldsvæðið Eyrarbakka – aðstöðuhús                      3.750.000 kr.
Vinnuskólinn – húsnæði                                             -2.000.000 kr.

Selfossveitur :
Hitaveita Ásamýri                                                             5.600.000 kr. 

 • Fjárfestingar árið 2014 lækka um 2.250.000 kr.
  Húsnæði fyrir Vinnuskóla 5.000.000 kr. fellur út, kostnaður við Tryggvaskála lækkar um 1.000.000 kr. og aðstöðuhús á tjaldsvæði 3.750.000 kr. er nýtt inn.
   
 • Fjárfestingar árið 2015 lækka um 5.000.000 kr.
  Húsnæði fyrir Vinnuskóla 5.000.000 kr. fellur út.
   
 • Fjárfestingar árið 2016 eru óbreyttar milli umræðna. 

Lántökur
Árið 2013 hækka ný langtímalán um 65 millj.kr. milli umræðna.
Árið 2014 hækka ný langtímalán um 30 millj.kr. milli umræðna.
Árið 2015 eru ný langtímalán óbreytt frá fyrri umræðu.
Árið 2016 lækka ný langtímalán um 100 millj.kr. milli umræðna. 

Skuldahlutfall
Skuldahlutfall í samræmi við útreikning skv. 14.gr. reglugerðar nr. 502/2012
                                               Fyrri umræða                    Seinni umræða
                2013                           145,70%                              146,82%
                2014                           147,90%                              149,48%
                2015                           148,50%                              149,88%
                2016                           146,60%                              146,08%

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun sú, sem hér er lögð fram fyrir árið 2013 og byggð er á rekstri sveitarfélagsins árið 2012, gefur nokkuð glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins.  Ljós er að ekki mun takast að greiða niður skuldir sveitarfélagsins, jafn hratt, og draumur núverandi meirihluta  var fyrir síðustu kosningar, heldur munu skuldir aukast á næsta ári miðað við árið 2011 og áætlun ársins 2012.  Þetta sýnir best ástandið eins og það er í rekstri almennt á Íslandi.  Munar þar mest um gífurleg fjármagnsgjöld á skuldum sveitarfélagsins sem áætlaðar eru á árinu 2013 um 500 milljónir, nettó.
Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að heildarrekstur sveitarfélagsins verði jákvæður þó ekki sé um stórar upphæðir að ræða. 
Ég vil einnig ítreka þá skoðun mína sem áður hefur komið fram að þá verðbólguspá sem miðað er við í gerð fjárhagsáætlunarinnar og hækkun gjaldskráa, um 4,1%, tel ég ekki raunhæfa, til að halda í við verðbólgu næsta árs.  Nýjustu spár í vikunni gera ráð fyrir 5% verðbólgu á árinu 2013.
Með það í huga að ég tel að ekki sé mikið svigrúm til að gera betur í rekstrinum en orðið er og fyrirsjáanlegt er, án þess að skera verulega meira niður og stöðva nánast allar framkvæmdir, þá samþykki ég þessa fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bókun vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar er eitt stærsta verkefni hverrar sveitarstjórnar. Fjárhagsáætlanir  eru skuldbindandi gagnvart tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn sveitarfélagsins á reikningsárinu. Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun hefur verið unnin í ágætu samstarfi bæjarfulltrúa allra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Svf. Árborgar og fyrir það ber að þakka. Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á milli fyrri og seinni umræðu að þessu sinni. Einnig má benda á að  fjárfestingaráætlun fyrir árið 2013 er tæplega sú sama og sú sem samþykkt var samhljóða af framkvæmda- og veitustjórn á  44.fundi stjórnar þann 3.okt. sl.
 Rekstur málaflokka hefur verið í góðu jafnvægi og ástæða til þess að þakka forstöðumönnum hinna einstöku sviða sérstaklega fyrir góð störf. Hins vegar er Sveitarfélagið Árborg skuldsett sveitarfélag. Skuldirnar eru tilkomnar vegna nauðsynlegrar uppbyggingar í kjölfar þess að íbúafjöldi jókst langt umfram landsmeðaltal á afar skömmum tíma. Á innan við 10 árum voru hér byggðir 3 leikskólar fyrir rúmlega 400 börn, 2 grunnskólar fyrir 600 börn, farið var í afar fjárfreka holræsagerð, byggð upp íþróttamannvirki ásamt fjölmörgum öðrum verkefnum. Eðlilegt verður að teljast að svo gríðarleg uppbygging sé greidd niður á löngum tíma. Skuldahlutfall hefur smám saman verið að nálgast það viðmið sem  eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna setur, sem er vel. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að tekjur sveitarfélagsins hafa verið að aukast ásamt framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þrátt fyrir að stöðugt sé leitað allra leiða til þess að gæta aðhalds á öllum sviðum rekstrarins þarf sveitarfélagið að taka ný lán á árinu 2013 að fjárhæð um 400 milljónir króna.  Til glöggvunar á skuldastöðu sveitarfélagsins þá voru skuldir á hvern íbúa árið 2009 961 þús., árið 2010 1.202 þús., árið 2011 1.199 þús. og stefnir í að í ár verði þær 1.171 þús.
Ástæða er til þess að fagna því að heildarniðurstaða reksturs samstæðunnar fyrir árið 2013 eigi að vera jákvæð. Einnig er það jákvætt að tekjur virðast halda áfram að aukast umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt er að á næstu árum verði áfram gætt hámarks aðhalds í rekstri stofnana og sameiginlegum verkefnum, án þess þó að niðurskurðar- og hagræðingaraðgerðir bitni meira en orðið er á barnafólki og þeim sem eru tekjulágir. Eitt af  verkefnum bæjarstjórnar á næstunni verður m.a. að leita leiða til hagræðingar í  samstarfsverkefnum með öðrum sveitarfélögum.
Bæjarfulltrúar S-lista hafa á árinu lagt fram fjölda tillagna varðandi rekstur sveitarfélagsins, sumar hafa verið samþykktar en aðrar felldar. Það er skoðun undirritaðra að betur megi gera á fjölmörgum sviðum í rekstri sveitarfélagsins, nefna má í því sambandi nauðsyn þess að ná utan um innkaupamál og ráða innkaupastjóra til sveitarfélagsins, en tillaga þess efnis var felld af meirihlutanum. Það er von undirritaðra bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar að vel verði tekið í málefnalegar ábendingar og tillögur sem lagðar verða fram á næsta ári.
Undirritaðir bæjarfulltrúar munu greiða atkvæði með framlagðri fjárhagsáætlun. Þó ber að taka fram að undirrituð eru mótfallin því að framlög til menningarnefndar verði aukin til þess að nefndin geti veitt menningarstyrki. Bæjarráð hafði áður hafnað þessari aukningu á framlögum á fundi sínum vegna þess að Sveitarfélagið er nú þegar að veita menningarstyrki í gegnum Menningarráð Suðurlands. 
Undirritaðir bæjarfulltrúar eru einnig ósammála þeirri forgangsröðun að veita 20 milljónum króna til framkvæmda við göngustíg við Árveginn ásamt gangstétt á Eyrarbakka. Að okkar mati hefði þessum fjármunum verið betur varið í uppbyggingu á skólalóðum Barnaskólans á Eyrarbakka og við Vallaskóla á Selfossi. Þegar um er að ræða jafn takmarkaða fjármuni til framkvæmda og raunin er í dag er afar mikilvægt að forgangsraða í þágu barnanna í sveitarfélaginu.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista. 

Gunnar Egilsson, D-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Kjartan Björnsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: 
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 sýnir góðan afgang af rekstri og bætt skuldahlutfall fjórða árið í röð. Bæjarfulltrúar D-lista vilja þakka gott samstarf við aðra bæjarfulltrúa, starfsmenn og íbúa. Gjaldskrár lækka minna en verðbólga og má segja að um raunlækkun um 1-2% sé að ræða milli ára. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0.325% í 0,3% eða um 8% lækkun fasteignaskattstuðulsins.  Með þessu móti er komið til móts við íbúa á erfiðum tímum. Skuldir lækka umtalsvert, bæði að nafnvirði, og raunvirði eða um 557 milljónir að raunvirði milli áranna 2011 og 2012 og um 315 milljónir milli áranna 2012 og 2013 að raunvirði. Skuldahlutfall hefur lækkað úr 206% og er nú komið undir 150% af tekjum.

            Fjárhagsáætlun 2013 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

III.       1210160
            Fjárhagsáætlun 2014 – 2016 – síðari umræða 

            Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

            Fjárhagsáætlun 2014 – 2016 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

IV.       1210142
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skólavistun í Árborg 2013 – síðari umræða
          
Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa B-, D- og S- lista, fulltrúi V-lista sat hjá.

V.        1210147
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2013 – síðari umræða
            Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa B-, D- og S- lista, fulltrúi V-lista sat hjá. 

VI.       1210148
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir mat í leikskólum í Árborg 2013 – síðari umræða 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa B-, D- og S- lista, fulltrúi V-lista sat hjá. 

VII.     1210149
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum í Árborg 2013 – síðari umræða 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa B-, D- og S- lista, fulltrúi V-lista sat hjá. 

VIII.    1210150
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2013 – síðari umræða  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

IX.       1210151
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2013 – síðari umræða  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

X.        1202231
            Breyting á fulltrúum V-lista í nefndum 2012

            Lagt er til að Andrés Rúnar Ingason verði aðalmaður í framkvæmda- og veitustjórn í stað Bjarna Harðarsonar og Þórdís Eygló Sigurðardóttir verði varamaður.  

Einnig er lagt til að Andrés Rúnar Ingason verði varamaður á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, SASS, Skólaskrifstofu Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Héraðsnefndar Árnesinga í stað Bjarna Harðarsonar. 

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykkar samhljóða.  

XI.       1212015
            Sameining menningarnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar 

–          Kosning 5 fulltrúa og 5 til vara 

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að frá og með 1. janúar 2013 verði menningar- og íþróttanefnd Árborgar sameinaðar í eina nefnd, íþrótta- og menningarnefnd. Nefndin verði skipuð fimm fulltrúum. Bæjarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna erindisbréf fyrir hina sameinuðu nefnd. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði í nefndinni:
Aðalmaður:                                       Varamaður:            
Kjartan Björnsson, formaður          Þorsteinn Magnússon                                    
Grímur Arnarson,                              Gísli Jónsson
Brynhildur Jónsdóttir                       Gísli Felix Bjarnason                            
Þorlákur Helgason                            Tómas Þóroddsson                                    
Björn Harðarson                               Íris Böðvarsdóttir                                      

 Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.18:45 

Eyþór Arnalds                                                    Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson 
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir   
Andrés Rúnar Ingason                                       Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
35. fundur bæjarstjórnar

35. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010 – 2014, haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Grímur Arnarson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.  

Dagskrá:

 

I.   Fundargerðir til staðfestingar
a)    1201021  Fundargerð fræðslunefndar                           25. fundur  frá   10.  október
b)    1201019  Fundargerð félagsmálanefndar                      22. fundur  frá   16.  október
c)    113. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                    frá    25. október           

2.   
a)  1201020  Fundargerð framkvæmda- og veitusviðs       45. fundur  frá    23. október
b)  114. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                    frá  1. nóvember       

3.   
a)  1201024   Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 30. fundur  frá    30. október
b)  115. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                    frá  8. nóvember
     Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
–    liður 8, málsnr. 1208123 – Tillaga að deiliskipulagi Austurvegar milli Rauðholts og Langholts. Lagt er til að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

–    liður 12, málsnr. 1207092 – Deiliskipulagstillaga að Heilbrigðisstofnum Suðurlands, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

–    liður 13, málsnr. 1207066 – Deiliskipulagstillaga að Eyrarbraut 49-57, Stokkseyri, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir hafa borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum.  

4.   
a)  1201021 Fundargerð fræðslunefndar                               26. fundur frá    8. nóvember
b)  1201020 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   46. fundur  frá  14. nóvember
c)  116. fundur bæjarráðs (1201001 )                               frá  15. nóvember 

–       liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 25. október, lið 20, málsnr. 1210108 – Lyfta í íþróttahúsi Vallaskóla. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls. 

–       liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. október, lið 1, málsnr. 1210025 – Fjárfestingaráætlun fyrir leikskóla og grunnskóla.   

–       liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 23. október, málsnr. 1207083 – Fjárfestingaráætlun 2013.       

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.   

–          liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. nóvember, lið 2, málsnr. 1202238 – Fundargerð hverfisráðs Selfoss  og lið 3, málsnr. 1210175 – Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar. 

–       liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 8, málsnr. 1208123 –

        Tillaga að deiliskipulagi Austurvegar milli Rauðholts og Langholts. Lagt er til að deiliskipulagstillagan verði auglýst.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–        liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar –  liður 12, málsnr. 1207092 – Deiliskipulagstillaga að Heilbrigðisstofnum Suðurlands, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–        liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar –  liður 13, málsnr. 1207066 – Deiliskipulagstillaga að Eyrarbraut 49-57, Stokkseyri, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir hafa borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–       liður 4 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember, lið 1, málsnr. 1201021 – Fundargerð fræðslunefndar, niðurstöður úr samræmdum prófum.

Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

–       liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 14. nóvember, lið 1, málsnr. 1211055, – Snjómokstur í Árborg 2012-2013.      

Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. 

–       liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, frá 14. nóvember, lið 3, málsnr. 1006066 – Selfossvirkjun.  

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–       liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 14. nóvember, lið 5, málsnr. 1210108 – Lyfta í íþróttahúsi Vallaskóla.  

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–       liður 4 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember, lið 9, málsnr. 1210117 – Niðurgreiðsla vegna daggæslu barna, minnisblað fræðslustjóra.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.  1208139
      Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2013 – síðari umræða           

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Ari B. Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Grímur Arnarson, D-lista, tóku til máls. 

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa D-, S- og V-lista, Helgi S. Haraldsson B-lista sat hjá. 

III. 1204195
       Breyting á fulltrúum D-lista í nefndum

       Lagt er til að Steinunn Pálmadóttir taki sæti sem varamaður á aðalfundi SASS, aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, aðalfundi Skólaskrifstofu Suðurlands og  aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í stað Guðmundar B. Gylfasonar. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

IV.    1210118
        Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 
         Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri,  fylgdi úr hlaði viðauka við fjárhagsáætlun 2012. 
         Eyþór Arnalds, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. 

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:11 

Eyþór Arnalds                                                   
Grímur Arnarson
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir 
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
34. fundur bæjarstjórnar

34. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 31. október 2012 kl. 16:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista. 

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar:
Dagur Fannar Magnússon, formaður, Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir, Hrefna Björg Ragnarsdóttir, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Elfar Oliver Sigurðarson og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir.  

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennaráðs Árborgar.  

Dagskrá: 

I.  1210157
Beiðni Elfu Daggar Þórðardóttur um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi.
Beiðni Elfu Daggar Þórðardóttur um lausn frá störfum var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaðir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar þakka Elfu Dögg Þórðardóttur fyrir gott samstarf og viðkynningu í bæjarstjórn Sveitarfélags Árborgar á þessu kjörtímabili og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Um leið er Kjartan Björnsson boðinn velkominn til starfa með von um gott samstarf í bæjarstjórn hér eftir sem hingað til.“

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S- lista. 

Helgi S. Haraldsson B-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Ég vil þakka Elfu Dögg Þórðardóttur, bæjarfulltrúa, fyrir samstarfið í bæjarstjórn og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi, einnig býð ég Kjartan Björnsson bæjarfulltrúa velkominn í bæjarstjórn.“   

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók til máls og vildi þakka Elfu Dögg Þórðardóttur fyrir samstarfið í bæjarstjórn og býður einnig Kjartan Björnsson velkomin til starfa bæjarstjórn.    

Eyþór Arnalds, fulltrúi D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarfulltrúar D-lista þakka Elfu Dögg Þórðardóttur fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu sem og kjörtímabilinu þar á undan.“   

Breytingar á eftirfarandi nefndum og ráðum. 

Ari Björn Thorarensen forseti bæjarstjórnar, lagði fram tillögur um að í stað Elfu Daggar Þórðardóttur verði eftirfarandi breytingar á fulltrúum D-lista í nefndum og embættum. 

1)      Kosning varaforseta Kjartan Björnsson
2)      Kosning varaskrifara Kjartan Björnsson
3)      Fulltrúi í bæjarráði Sandra Dís Hafþórsdóttir aðalmaður, í hennar stað sem varamaður verður Kjartan Björnsson
4)      Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands Kjartan Björnsson verður aðalmaður en í hans stað sem varamaður verður Ragnheiður Guðmundsdóttir
5)      Héraðsnefnd Árnesinga Kjartan Björnsson verður aðalmaður en í hans stað sem varamaður verður Ragnheiður Guðmundsdóttir
6)      Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga Sandra Dís Hafþórsdóttur kemur í stað Þórdísar Eyglóar Sigurðardóttir
7)      Samstarfsnefnd með starfmannafélögum Ari Björn Thorarensen
8)      Aðalfundur SASS Kjartan Björnsson verður aðalmaður en í hans stað sem varamaður verður Ragnheiður Guðmundsdóttir
9)      Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands Kjartan Björnsson verður aðalmaður en í hans stað sem varamaður verður Ragnheiður Guðmundsdóttir
10)  Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands Kjartan Björnsson verður aðalmaður en í hans stað sem varamaður verður Ragnheiður Guðmundsdóttir 

Tillögurnar bornar undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða. 

II.        Önnur mál 

a)      1210124
Tillaga ungmennaráðs um menningarmál
Dagur Fannar Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði: 

1.  Við viljum koma menningarsalnum í reglubundna notkun sem fyrst. Ráðast þarf í framkvæmdir til að koma honum í nothæft horf og gera um hann nýtingaráætlun
Tillaga gerð um menningarmál í Árborg. Þegar hingað er komið er hálfur sigur unninn því menningarsalurinn er kominn í eigu Árborgar, en hvaða gagn er að því þegar ekki er hægt að nota hann. Við sjáum strax að aðsókn í notkun salsins yrði mikil og leggur ungmennaráð Árborgar því til að salurinn verður standsettur sem fyrst og honum komið í notkun því þetta er mikil sóun á stórkostlegu húsnæði.
Nýtingarmöguleikar:
– Leikfélag Selfoss. Hann er nógu stór til að hægt sé að halda almennilegar sýningar og gott að koma leikmynd fyrir o.s.frv.
– Tónleikar. Til að mynda Lúðrasveit og kórar
– Ráðstefnur. Hentar vel fyrir litlar ráðstefnur. 

2. Við viljum sjá markvissari auglýsingar fyrir menningarviðburði
– Meira upplýsingaflæði, við fáum ekki alltaf að vita hvað er að gerast. Ath. Facebook „like-síðu“ fyrir sveitarfélagið. 

3. Við viljum að ráðist verði í nýja áætlanagerð um flottan miðbæ á Selfossi þar sem tekið er tillit til færslu á Ölfusárbrúnni
– Eftir flutninginn á brúnni þá myndast hér tækifæri til að byggja upp öflugt miðbæjarlíf með göngugötu, öflugu menningarlífi og miðbæjargarði. 

–          Kjartan Björnsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls. 

Lagt var til að tillögunum yrði vísað til menningarnefndar Árborgar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

b)     1210126
Tillaga ungmennaráðs um  skólamál

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði

1. Við viljum auka samstarf á milli grunnskólanna í Árborg
Fyrsta skref væri að hafa sameiginlegar valgreinar hjá 8. – 10. bekk í Sunnulækjarskóla, Vallaskóla og BES.
Ástæður:
– Meira úrval af valgreinum fyrir nemendur.
– Aukin samskipti unglinga á milli skóla og þannig styrkjast böndin á milli ungmennanna í sveitarfélaginu – myndi hugsanlega draga úr klíkuskiptingu á milli skóla þegar upp í framhaldsskóla er komið
– Betri nýting á aðstöðu hjá hverjum skóla fyrir sig. Sem dæmi má nefna járnsmíðastofuna í Vallaskóla 

2. Við viljum að settar verði fleiri hjólagrindur við Sunnulækjarskóla
– Í vettvangsheimsókn sem ungmennaráðið fór í núna í haust urðu meðlimir ráðsins varir við mikið af hjólum í gangvegi að skólanum úr þessu mætti bæta með fleiri hjólagrindum í kringum skólann. 

–   Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir og Hrefna Björg Ragnarsdóttir, ungmennaráði, tóku til máls. 

Lagt var til að tillögunum yrði vísað til fræðslunefndar Árborgar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

c)  1210128
Tillaga ungmennaráðs um samgöngur
Hrefna Björg Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði 

1. Við viljum sjá strætó ganga um helgar innan sveitarfélagsins. Í dag eru ekki ferðir frá Eyrarbakka og Stokkseyri á Selfoss og öfugt.
– Þar sem við erum nú að borga í strætó þá ætti að vera hægt að hafa ferðir um helgar líka. Þegar viðburðir eru í sveitarfélaginu um helgar er nauðsynlegt að það séu líka almenningssamgöngur í boði fyrir þá sem hafa ekki aðra möguleika til að komast á milli. Þetta bætir heldur ekki samskiptin á milli þéttbýliskjarnanna. Öfugsnúið að það er auðveldara fyrir manneskju að taka strætó í Reykjavík á laugardegi á Selfossi en að komast frá Eyrarbakka á Selfoss. 

2. Við viljum að það sé frítt fyrir börn og námsmenn í strætó innan sveitarfélagsins
– Ekki sanngjarnt að það kosti börn utan Selfoss meira að sækja íþróttir og tómstundir innan sveitarfélagsins.
– Ósanngjarnt að námsmenn innan Árborgar sem búa utan Selfoss þurfi að borga í kringum 65 þús. á önn fyrir námsmannakort til að komast í skólann. 

3. Við viljum sjá reglulegri strætóferðir innan sveitarfélagsins og að haft sé samráð við ungmenni og námsfólk við gerð tímataflna hjá strætó.
– Það ætti að vera a.m.k. ein strætóferð á klukkutíma á virkum dögum yfir daginn. 

4. Við viljum kanna möguleikann á að niðurgreiða ferðir fyrir námsfólk sem býr í Árborg en sækir skóla í höfuðborginni

– Við teljum að þetta minnki brottfall af ungu menntuðu fólki af svæðinu. Þannig þarf unga fólki ekki að flytja til Reykjavíkur. Styrkir ungmennamenninguna á svæðinu. 

–   Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls. 

Lagt var til að tillögunum yrði vísað til bæjarráðs, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

d)     1210127
Tillaga ungmennaráðs um fasteignamál

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði

Hrós fyrir gólfið í íþróttahúsinu við Vallaskóla 

1. Við viljum að ákvarðanir um framtíðarhúsnæði fyrir skólann á Eyrarbakka verði teknar sem fyrst
– Við teljum það ekki vera boðlegt að krakkar sem koma upp í 7. bekk í BES  fari  úr nýju húsnæði á Stokkseyri yfir í kaldar útistofur á Eyrarbakka. 

2. Við viljum að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar varðandi íþróttahúsið á Stokkseyri
– Húsnæðið í dag er ekki boðlegt. Leggjum til að annað hvort verði lagst í mikið viðhald og breytingar á núverandi húsnæði eða byggt nýtt hús þar sem praktísk hönnun ræður för, hvorki of dýrt né of stórt. 

–          Gunnar Egilsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

Lagt var til að tillögunum yrði vísað til framkvæmda- og veitustjórnar og fræðslunefndar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

e)      1210129
Tillaga ungmennaráðs um málefni ungs fólks
Dagur Fannar Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði 

1. Við viljum að málefni sem tengjast ungu fólki beint verði vísað til ungs fólks til umræðu og álitsgjafar
Má nefna sem dæmi:
·       Framkvæmdir við skóla-, íþrótta- og menningarhúsnæði
·       Mennta- og menningamál
·       Tómstundamál
·       Forvarnamál

– Við teljum að of oft á undanförnum árum hafi verið ráðist í framkvæmdir eða breytingar á málefnum sem tengjast ungu fólki án samráðs við það. Má þar nefna byggingarframkvæmdir á íþróttamannvirkjum og skólahúsnæði ákvarðanir er tengjast tómstunda-, mennta- og menningarmálum. Við viljum sjá að unga fólkið fái að segja sínar skoðun á þessum málefnum áður en ákvarðanir eru teknar. 

–          Kjartan Björnsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

Lagt var til að tillögunum yrði vísað til bæjarráðs, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Forseti bæjarstjórnar þakkaði fulltrúum í ungmennaráði Árborgar fyrir fundinn.

Dagur Fannar Magnússon fulltrúi í ungmennaráði þakkaði einnig fyrir fundinn fyrir hönd ungmennaráðs og minnti á ungmennaþing sem haldið verður í Sveitarfélaginu Árborg 11. nóvember nk. 

III.       1210118
Fjárhagsáætlun 2013 – fyrri umræða
Eyþór Arnalds, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri fylgdu fjárhagsáætlun 2013 úr hlaði. 
                                 
                             Greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2013 er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 31. október 2012. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um fjárhagsáætlun á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður seinni umræðan í bæjarstjórn 12. desember næstkomandi. 

I          Inngangur

Afkoma Sveitarfélagsins Árborgar árið 2013 sýnir bata á ýmsum sviðum og er gert ráð fyrir að hagnaður af samstæðu verði 72,6 milljónir eftir fjármagnsgjöld, afskriftir og skatta. Er því gert ráð fyrir jákvæðri afkomu þrátt fyrir hækkandi kostnað og áframhaldandi verðbólgu. Rekstrarafgangur fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) er áætlaður 1.013 milljónir króna og er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 730 milljónir króna. Í viðmiðum eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga er gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður (EBITDA) verði yfir 15% af samstæðu. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að framlegð (EBITDA) verði 17,1% af samstæðu sveitarfélagsins eða umtalsvert yfir þessum rekstrarviðmiðum.

Skuldir sveitarfélagsins eru enn miklar og verður áfram lögð áhersla á að greiða niður skuldir. Gert er ráð fyrir að greidd verði niður lán að fjárhæð 627 milljónir króna en tekin ný lán að fjárhæð 400 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir að nýfjárfesting verði 463 milljónir. Fjárfestingaráætlun er metnaðarfull með áherslu á innviði og umhverfi sveitarfélagsins. Þrátt fyrir þessa umtalsverðu nýfjárfestingu lækka lán að raunvirði og er svo komið að skuldahlutfall verður komið í 154,6% þegar horft er á heildar skuldir og skuldbindingar, en samkvæmt viðmiðum eftirlitsnefndar sveitarfélaga verður skuldahlutfallið enn lægra eða 145,7% þegar tekið er tillit til lífeyrisskuldbindinga. Gerir því áætlun þessi ráð fyrir því að Sveitarfélagið Árborg hafi náð skuldaviðmiði eftirlitsnefndar á aðeins þremur árum en skuldahlutfallið var 206% árið 2009.

Álögur hækka ekki að raunvirði en eru almennt leiðréttar með tilliti til verðlagsbreytinga. Fasteignaskattsprósentan er lækkuð annað árið í röð og fer úr 0,325% í 0,3% af fasteignamati íbúða. Er hér stigið markvisst skref í þá átt  að gera fasteignagjöld sveitarfélagsins samkeppnishæf. Allt þetta leggur grunn að góðum og heilbrigðum vexti með uppbyggingu fyrir framtíðina. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 hefur verið unnin í góðri samvinnu  allra bæjarfulltrúa og stjórnenda og ber að þakka það óeigingjarna starf sem hér hefur verið unnið. 

II         Forsendur fjárhagsáætlunar 2013

Eftirfarandi forsendur liggja til grundvallar fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 :

1.    Útsvar :
       Útsvar fyrir árið 2013 verði 14,48 %

2.   Verðlag :
      Verðbólga 3,9%

3.   Aðrar forsendur :
       Íbúafjöldi : Gert er ráð fyrir fjölgun íbúa sem nemur 1% á ári.

4.   Fasteignagjöld :
Fasteignagjöld fyrir árið 2013 verði lögð á sem hér segir :

a.   Fasteignaskattur

i.        A – flokkur     Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og það er skilgreint í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 0,30% af heildarfasteignamati.

ii.         B – flokkur    Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,32% af heildarfasteignamati.

iii.        C – flokkur    Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eignum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildarfasteignamati.

Sérstakur afsláttur er veittur af fasteignaskatti samkvæmt reglum um afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega, sjá lið 5 hér að neðan.

b.      Lóðarleiga
           i.      Almenn lóðarleiga verði 1,0% af fasteignamati lóðar.
           ii.      Lóðarleiga ræktunarlands verði 3,0% af fasteignamati lóðar. 

c.       Vatnsgjald
          i.      Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði verði 0,1961% af heildarfasteignamati eignar.
         ii.      Aukavatnsskattur verði lagður á atvinnuhúsnæði samkvæmt mæli og leggst á  m³notkun. Grunnur gjaldsins er 17,8 kr. á m³  miðað við grunnvísitölu septembermánaðar 2007. Gjaldið uppreiknast á hverjum gjalddaga.

d.      Fráveitugjald
       i.      Fráveitugjald er 0, 3172% af heildarfasteignamati eignar.
       ii.      Gjald fyrir hreinsun rotþróa verður skv. gildandi gjaldskrá. 

e.       Sorphirðugjald
         i.      Íbúðarhúsnæði
Á grundvelli laga nr. 7/1998 er sorphirðugjald lagt á hverja íbúð. Sorphirðugjald fyrir íbúðir skal vera sem hér greinir :
 

             ii.      Sumarhús
Heimilt er að veita 50% afslátt frá sorphirðugjaldi íbúðarhúsnæðis.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 10 talsins, þeir eru: 1.febrúar, 1.mars, 1.apríl, 1.maí, 1.júní, 1.júlí, 1.ágúst, 1.september, 1.október og 1.nóvember. Eindagi er 30 dögum síðar.

5.     Afslættir
a.       Sérstakur afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verður veittur við álagningu fasteignaskatts og fráveitugjalds á íbúðarhúsnæði skv. reglum þar um.
b.      Veittir verða afslættir til félaga sem starfa að menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarstarfmálum eða vinna að mannúðarstörfum og reka eigið húsnæði eða leigja til lengri tíma en eins árs fyrir starfsemina skv. reglum þar um. 

III       Rekstur málaflokka og helstu fjárhagslegar breytingar einstakra málaflokka milli áranna 2012 og 2013

Á myndinni hér að neðan má sjá hlutfall málaflokka af skatttekjum árið 2013 :
 

Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr langstærsti málaflokkurinn en útgjöld fræðslumála nema 56,5% af skatttekjum ársins 2013. Félagsþjónustan er með 16,43%, íþrótta- og menningarmál eru með 11,11% og umferðar- og samgöngumál eru með 4,4%. Sameiginlegur kostnaður nemur 4,31% af skatttekjum en undir þennan málaflokk falla nefndir og ráð, rekstur bæjarskrifstofu og tölvu- og upplýsingamál fyrir allar stofnanir. 

00    Skatttekjur
Gert er ráð fyrir að skatttekjur á árinu 2013 verði 629 millj.kr. hærri en á árinu 2012.
Áætlun útsvarstekna er byggð á útkomuspá ársins 2012, tekið er tillit til almennra launabreytinga og gert er ráð fyrir 1% íbúaaukningu. Útsvar hækkar  því um 160,8 millj.kr. milli ára. Stofn til útreiknings fasteignagjalda sem innheimt eru á árinu 2013 miðast við fasteignamat eigna sem birt var í sumarbyrjun 2012. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,325% í 0,30% en aðrir flokkar eru óbreyttir. Fasteignaskattar hækka um 9,5 millj.kr. Lóðarleiga hækkar um 1,5 millj.kr. Áætlað er að framlag frá Jöfnunarsjóði hækki um 457,4 millj.kr. frá áætlun 2012. Munar þar mestu um framlög vegna yfirtöku á málefnum fatlaðs fólks eða 265 millj.kr. Í áætlun 2012 voru þessi framlög færð undir málaflokk 02 en eru hér réttilega færð undir málaflokk 00. Aðrar greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækka um 192,4 millj.kr. milli ára. Tekjujöfnunarframlag hækkar um 90 millj.kr. milli ára, útgjaldajöfnunarframlag hækkar um 38 millj.kr. og framlag vegna reksturs grunnskóla hækkar um 61,7 millj.kr. Önnur framlög hækka eða lækka lítillega milli ára.

02    Félagsþjónusta
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 299,5  millj.kr. milli ára. Munar þar mestu um að tekjur vegna fjögurra deilda er varða málefni fatlaðs fólks eru nú færðar undir málflokk 00, samtals 265 millj.kr. Framlag vegna fjárhagsaðstoðar lækkar um 5 millj.kr. milli ára. Framlag til félagslegrar heimaþjónustu hækkar um 7,9 millj.kr. milli ára og skýrist m.a. af nýráðningu tveggja starfsmanna í kvöld- og helgarþjónustu til að mæta brýnni þörf á þjónustu. Framlag til liðveislu fatlaðra er aukið um 3,6 millj.kr. til að mæta biðlista. Aðrar deildir ýmist hækka eða lækka lítillega milli ára. Hækkun er í svo til öllum deildum á launakostnaði vegna kjarasamningsbundinna hækkana á árinu. 

04    Fræðslu- og uppeldismál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 132,9 millj.kr. milli ára. Munar þar mestu um launabreytingar sem nema 105,7 millj.kr. á milli ára. Hækkun á innri leigu í málaflokknum nemur 17,4 millj.kr. Vörukaup aukast um 10,3 millj.kr. milli ára. Aðrir liðir breytast lítillega ýmist til hækkunar eða lækkunar. Framlög til leikskólanna Álfheima, Hulduheima og Jötunheima hækka á milli ára en framlög til leikskólanna Árbæjar og Brimvers/Æskukots lækka á milli ára. Rekja má þá lækkun til hagræðingar frá árinu 2011/2012 sem er að skila sér inn á árinu 2013 og til aukinnar samræmingar í fjárveitingum á milli leikskóla út frá fjölda barna í hverjum skóla. Framlög til grunnskólanna þriggja hækka á milli ára en mismikið þó. Mest er hækkunin til Sunnulækjarskóla sem rekja má m.a. til leiðréttingar vegna fjölgunar nemenda á undanförnum árum og stofnunar unglingastigs á tímum samdráttar. Minnsta hækkunin er hjá Vallaskóla þar sem hagræðing undanfarinna ára er farin að skila sér inn að fullu og fækkun nemenda á undanförnum árum hefur gefið svigrúm til fækkunar stöðugilda.

05    Menningarmál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 8,5 millj.kr. milli ára. Framlag til bókasafnsins á Selfossi hækkar um 2,8 millj.kr. vegna lækkunar á tekjum. Framlög til stofnana Héraðsnefndar Árnessýslu hækka um 2,6 millj.kr. Aðrir liðir hækka lítillega á milli ára.

06    Æskulýðs- og íþróttamál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 5,5 millj.kr. milli ára. Launakostnaður hækkar í öllum deildum málaflokksins sem það á við vegna kjarasamningsbundinna hækkana á árinu. Undir þennan málaflokk fellur sérstakt framlag vegna kostnaðar við landsmót árið 2013, samtals 9 millj.kr. 

07    Bruna- og almannavarnir
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 257 þús.kr. milli ára sem rekja má til hækkunar á framlagi til almannavarna.

08    Hreinlætismál
Fjárheimildir til málaflokksins lækka um 12,1 millj.kr. milli ára. Lækkunina má rekja til hagstæðs tilboðs í sorphirðu frá heimilum og stofnunum sveitarfélagsins.

09    Skipulags- og byggingamál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 1 millj.kr. milli ára. Hækkunina má rekja til aukins launakostnaðar vegna kjarasamningsbundinna hækkana á árinu.

10    Umferðar- og samgöngumál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 7,4 millj.kr. milli ára. Innri leiga af gatnakerfi hækkar á milli ára um 7,4 millj.kr.

11    Umhverfismál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 35,5 millj.kr. milli ára. Vöru- og þjónustukaup hækka um 47 millj.kr. Kostnaður og tekjur vegna starfsmanna umhverfisdeildar færist yfir á þjónustumiðstöð og lækkar kostnaður við yfirstjórn því um 11,5 millj.kr.

13    Atvinnumál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 4,1 millj.kr. milli ára. Útlit er fyrir að framlög til SASS vegna málefna sem áður heyrðu undir Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hækki um 3 millj.kr. Áætlað er að framlag til SASS eftir sameiningu SASS og Atvinnuþróunarfélagsins verði 13,4 millj.kr. Til að færa kostnað vegna atvinnumála undir viðeigandi málaflokk var framlaginu skipt hlutfallslega milli atvinnumála og sameiginlegs kostnaðar í sömu hlutföllum og þau skiptust árið 2012.

21    Sameiginlegur kostnaður
Fjárheimildir til málaflokksins lækka  um 3 millj.kr. milli ára. Launakostnaður hækkar vegna kjarasamningsbundinna hækkana á árinu í öllum deildum. Hlutdeild Selfossveitna í sameiginlegum skrifstofukostnaði hefur verið leiðrétt og lækkar það kostnað vegna skrifstofu sveitarfélagsins. Framlag til SASS hækkar um 1 millj.kr., aðrar deildir málaflokksins hækka eða lækka lítillega milli ára. 

IV       Nokkrar lykiltölur

Rekstur :
Fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir til fyrri umræðu gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar án afskrifta og fjármagnliða sé jákvæð um 1.013,3 millj.kr. Afskriftir eru áætlaðar 419 millj.kr., fjármagnskostnaður nettó er áætlaður 503 millj.kr. Tekjuskattur vegna Selfossveitna reiknast 18,7 millj.kr. Heildarniðurstaða samstæðunnar er því jákvæð um 72,6 millj.kr.

Áætlunin gerir ráð fyrir að samanlagðar tekjur A- og B- hluta verði 5.926 millj.kr. á árinu 2013. Hlutur skatttekna (útsvars, fasteignagjalda og Jöfnunarsjóður) í samanlögðum tekjum í A-hluta er 4.289 millj.kr. eða 86,6%

Samkvæmt áætluninni þá verða skatttekjur (útsvar, Jöfnunarsjóður og fasteignaskattur) á íbúa 542 þús.kr. og heildareignir á íbúa verða 1.524 þús.kr.

Veltufé samstæðunnar frá rekstri er áætlað 730 millj.kr. Afborganir lána eru áætlaðar 627,3 millj.kr. Heildarlaunakostnaður er áætlaður 2.862,1 millj.kr. sem er 48,3% af heildartekjum og 66,6% af skatttekjum en sveitarfélagið er stór vinnuveitandi með um 740 starfsmenn í 472 stöðugildum. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður um 2.050.2 millj.kr. 

Fjárfestingar :
Fjárfestingar ársins eru áætlaðar 462,8 millj.kr. Áætlað er að selja rekstrarfjármuni fyrir 50 millj.kr. Afborganir lána eru áætlaðar 627,3 millj.kr. og nýjar lántökur eru áætlaðar 400 millj.kr. Í neðangreindri töflu má sjá skiptingu helstu framkvæmda á málaflokka

 

Helstu framkvæmdir og fjárfestingar sem áætlaðar eru árið 2013

 

 

Eignasjóður :

 

   Íþróttaaðstaða

14.000.000

   Endurbætur á Sandvíkurskóla

34.000.000

   Gatnagerð

38.250.000

   Vallaskóli – lóð

8.500.000

   Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

10.000.000

Þjónustustöð :

 

   Tækjakaup

9.000.000

Fasteignafélag Árborgar :

 

   Viðbygging- Sundhöll Selfoss

5.000.000

Fráveita :

22.500.000

Vatnsveita :

38.000.000

Selfossveitur :

222.000.000

 V         Lokaorð
Stór skref hafa verið stigin í að stöðva skuldsetningu sveitarfélagsins sem óx gríðarlega á uppgangs- og þenslutímanum. Skuldahlutfall hefur stórbatnað og hlutfall rekstrarafkomu við skuldir ekki síður. Skuldir verða innan við 9X EBITDA og vaxtagreiðslur lækka sem hlutfall af tekjum. Engin fjárfesting er mikilvægari en að lækka vaxtakostnað sveitarfélagsins. Bætt afkoma, trúverðugur rekstur og lækkun skulda er ein allra mikilvægasta aðgerð sem sveitarfélagið getur ráðist í.

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir góðum bata í rekstri en jafnframt er lagður grunnur að nýjum mikilvægum verkefnum. Má hér nefna skipulag nýs miðbæjar, undirbúning að endurbótum á Sundhöll Selfoss, átak í gang- og hjólastígum, fyrstu skrefin í hreinsimálum vegna holræsakerfis, samstarf um verknámshús við FSU, Landsmót UMFÍ 2013, metnaðarfullt leik- og grunnskólastarf, átak í fullorðinsfræðslu og starfrækslu Sandvíkurseturs sem og bætt rekstraröryggi í veitustarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Framundan eru ótal tækifæri fyrir sveitarfélagið og íbúa þess, enda er vöxtur í verslun, þjónustu, ferðamennsku og öðrum vaxtarsprotum ásamt því að sveitarfélagið er hjarta landbúnaðarsvæðis Suðurlands og tengipunktur gestkomandi og búandi fólks á öllum aldri. 

– Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Eyþór Arnalds D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls. 

Lagt var til að fjárhagsáætlun 2013 yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.           

IV.       1210160
            Fjárhagsáætlun 2014 – 2016, fyrri umræða
            Eyþór Arnalds, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdu fjárhagsáætlun 2014 – 2016 úr hlaði. 

Greinargerð með 3ja ára fjárhagsáætlu
fyrir árin 2014- 2016 

Stefnumörkun
Fyrir liggur til fyrri umræðu þriðja 3ja ára áætlun sem sett er fram á þessu kjörtímabili. Til grundvallar henni liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 en jafnframt er byggt á þriggja ára áætlun 2013-2015, ekki síst hvað varðar fjárfestingar og álögur. Gert er ráð fyrir að byggja á þeim grunni og þeim breytingum sem fyrir liggja og halda áfram á sömu braut. Fjárfestingar eru hóflegar og er áhersla á innviði og umhverfi. Gert er ráð fyrir að nýfjárfestingar verði ríflega einn og hálfur milljarður króna á tímabilinu, en talsvert hærri upphæð verður greidd í afborganir lána eða um fjögur hundruð milljónum hærri tala. Gert er ráð fyrir 3% verðlagshækkunum sem hafa umtalsverð áhrif á lán sveitarfélagsins en einungis 1% hækkun útsvarstekna. Segja má að þessi framsetning sé varfærin.  

Þá er áfram stefnt að því að taka til baka hækkanir á fasteignaskatti heimilanna, lækka í áföngum fasteignaskattsprósentuna úr 0,3% í 0,275%. Stefnt er að sölu eigna og þá sérstaklega fasteigna sem ekki eru notaðar af sveitarfélaginu sjálfu. Um þetta hefur náðst góð sátt meðal bæjarfulltrúa. Með þessu er unnt að ráðast í fjárfestingar án þess að lántökur fari úr hófi fram. Ýmsir óvissuþættir eru í umhverfi sveitarfélaga um þessar mundir og er því mikilvægt að fara varlega. Má hér nefna reglur og lagasetningu ríkisins, ástand á vinnumarkaði sem er ótryggt þó það fari batnandi í sveitarfélaginu, launaþróun og yfirfærslu málaflokka frá ríki til sveitarfélaga. Má segja að þessi áætlun sé hófleg og aðhaldssöm án þess þó að vega að rekstraröryggi og þjónustu við íbúana. Uppbygging og endurbætur mannvirkja setja svip sinn á áætlunina enda skilar slík fjárfesting sér með því að laða að íbúa til búsetu, náms og starfa í sveitarfélaginu. 

Helstu áherslur
Hér er lögð fram í bæjarstjórn Árborgar þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2014 – 2016. 

Þriggja ára áætlun er ekki staðfest fjárhagsáætlun fyrir árin 2014-2016 heldur yfirlit yfir það sem er á dagskrá þessi ár.  Við fjárhagsáætlunargerð hvers árs fer fram nánari útfærsla á þriggja ára áætlun miðað við þær forsendur sem þá liggja fyrir og því geta fjárhæðir og framkvæmdahraði vegna einstakra verkefna breyst frá því sem fram kemur í þriggja ára áætlun hverju sinni. 

Samkvæmt lögum fer þriggja ára áætlun í tvær umræður í bæjarstjórn. Áætlunin sem nú liggur fyrir getur því tekið breytingum milli umræðna en seinni umræða er áætluð þann 12. desember næstkomandi. 

Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans. 

Helstu forsendur áætlunar 2014 – 2016
Til að unnt sé að setja fram áætlunina hafa ákveðnar forsendur verið lagðar til grundvallar.  Þriggja ára áætlun er byggð á áætlun ársins 2013 og er á föstu verðlagi og föstu gengi.
Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri allra málaflokka næstu 3 árin. 

Íbúaþróun
Í áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir fjölgun íbúa sem nemur 1% á ári og í þriggja ára áætlun er gert slíkt hið sama.

 Skatttekjur
Áætlað er að skatttekjur hækki um 1% á ári næstu þrjú árin. Áætluð hækkun tekur mið af opinberum spám um hækkun útsvars vegna aukinna atvinnutekna í kjölfar jákvæðs hagvaxtar, fjölgunar íbúa og minnkandi atvinnuleysis. 

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Gert er ráð fyrir hækkun á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem nemur 1% á ári næstu þrjú árin.

Fasteignaskattur
Gert er ráð fyrir því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts A á íbúðarhúsnæði á árinu 2014 úr 0,30% í 0,275%. Önnur breyting er ekki fyrirhuguð í áætluninni. 

Þjónustutekjur
Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám vegna þjónustu sveitarfélagsins í áætluninni.

Laun
Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun ársins 2013.  Ekki er gert ráð fyrir launahækkunum. 

Rekstrarkostnaður
Áætlun rekstrarkostnaðar er byggð á áætlun ársins 2013.

Helstu niðurstöður áætlunar 2013 – 2016
 

Eins og sjá má í töflunni hér að ofan er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði jákvæð öll árin. Veltufé frá rekstri er jákvætt og hækkar jafnt og þétt á tímabilinu. 

Fjármagnsliðir
Fjármagnsliðir eru reiknaðir miðað við þau vaxtakjör sem sveitarfélagið býr við.  Eins og fyrr segir er áætlunin gerð á föstu verðlagi með  þeirri undantekningu þó að við útreikning á fjármagnskostnaði er gert ráð fyrir hækkun vísitölu um 3% á ári. 

Fjárfestingar
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 534,8 millj.kr. árið 2014, 545,2 millj.kr. árið 2015 og 434,8 millj.kr. árið 2016. 

Lántökur
Ný langtímalán á árunum 2014 -2016 eru áætluð 1.545 millj.kr. en niðurgreiðslur eldri lána eru áætlaðar á sama tímabili 1.921 millj.kr. 

Lokaorð
Gott vinnulag í áætlanagerð fyrir einstök ár er undirstaða þessarar áætlunar. Gott samstarf hefur verið í fagnefndum sveitarfélagsins og milli bæjarfulltrúa og stjórnenda. Ber að þakka það góða starf sem ekki er sjálfsagt. Reynt er að fara varlega í fjárfestingar og dreifa þeim skynsamlega yfir tímabilið. Fyrir þremur árum síðan voru skuldir og skuldbindingar um 206% af tekjum sveitarfélagsins. Árið 2013 er stefnt að því að skuldahlutfall sveitarfélagsins verði komið undir 150% af árstekjum eins og það er reiknað samkvæmt viðmiðum innanríkisráðuneytisins. Það er mikið grettistak að ná tökum á og minnka slíka skuldastöðu á sama tíma og við lækkum álögur á íbúa og tökum í fang fjárfestingarverkefni sem þurfa úrlausnar við. Rétt er að þakka starfsmönnum og íbúum fyrir gott samstarf og skilning á erfiðum viðfangsefnum sveitarfélagsins okkar. Framtíð sveitarfélagsins er björt og vaxtar- og þróunarmöguleikar með því besta sem þekkist. Traustur fjárhagsgrunnur er hér lykill að uppbyggingu öllum til heilla.   

            Lagt var til að fjárhagsáætlun 2014 – 2016 yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða. 

V.        1208139
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2013 – fyrri umræða 

–          Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

            Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.  

VI.       1210142
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skólavistun í Árborg 2013 – fyrri umræða

            Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.  

VII.     1210147
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2013 – fyrri umræða

            Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.  

VIII.    1210148
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir mat í leikskólum í Árborg 2013 –fyrri umræða

Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.  

IX.       1210149
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum í Árborg 2013 – fyrri umræða

Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.  

X.        1210150
Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2013 – fyrri umræða

Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.    

XI.       1210151
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2013 – fyrri umræða 

–          Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði til að skráningargjaldið fyrir ketti verði 3.900 kr. 
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og tók undir tillögu Helga S. Haraldssonar.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

            Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða. 

XII.     1111075
            Starfshópur um skipulag mjólkurbúshverfis

            Lagt var til að leggja niður starfshóp sem skipaður var um skipulagsmál mjólkurbúshverfis og fela skipulags- og byggingarnefnd verkefnið. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,  Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista,  tóku til máls. 

Lagt var til að tillögunni yrði frestað, var það samþykkt samhljóða.    

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:10

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
33. fundur bæjarstjórnar

33. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason,varamaður,V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá breytingu í hverfisráði Stokkseyrar og breytingar á fulltrúum V-lista í félagsmálanefnd.  

Var það samþykkt samhljóða. 

Dagskrá: 

I.                   Fundargerðir til staðfestingar 
1.    a) 1201020
      Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar     40. fundur       frá  12. september
     b)  109. fundur bæjarráðs ( 1201001)                                           frá  20. september

2.   a)  1201021
            Fundargerð fræðslunefndar                             24. fundur       frá  20. september
       b) 110. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                           frá  26. september

3.     a)  1201020
        Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar   41. fundur       frá  17. september
                                                                                           42. fundur       frá  19. september
                                                                                           43. fundur       frá  24. september
b)  1201023
     Fundargerð menningarnefndar                        21. fundur       frá  25. september   
c)    111. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                          frá        4. október      

4.      a)  1201024
     Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   29. fundur       frá        3. október

b)  1201020
     Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar     44. fundur       frá         3. október  

c)    112. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                          frá       11. október 

– liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. september, lið 13, málsnr. 1209098 – Beiðni um flutning fjármagns á milli ára vegna brúargerðar yfir Hraunsá vegna göngustígs og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Undirrituð tekur undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar um mikilvægi þess að unnið sé samkvæmt samþykktri fjárfestingaráætlun ársins vegna fjárfestingarverkefna sem varða ekki nauðsynlega grunnþjónustu. Þó svo að ánægjulegt sé að vinna við göngustíginn sé hafin þá telst slíkt verkefni varla vera þess eðlis að nauðsyn sé að breyta samþykktri fjárfestingaráætlun. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að bæjaryfirvöld temji sér öguð vinnubrögð í fjármálum sveitarfélaga.“ Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista.   

– liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 26. september, lið 7, málsnr. 1209167 – Hjúkrunar- og dvalarheimili í Árborg.

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.

–  liður 3 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 4. október, lið 6, málsnr. 1205061 – Ályktun Taums, hagsmunasamtaka hundaeigenda í Árborg og nágrenni um hundasleppisvæði í nágrenni Selfoss.

 –  liður 3 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 25. September, lið 1, málsnr. 1204155 – Menningarmánuðurinn október 2012. 

–  liður 3 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 25. September, lið 5, málsnr. 1202261 – Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg. 

–  liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 3. október, lið 4, málsnr. 1006066 – Selfossvirkjun- og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Þrátt fyrir ábendingar um að virkjun Ölfusár við Selfoss væri  arfavitlaus hugmynd, hafa Sjálfstæðismenn haldið málinu til streitu allt kjörtímabilið.  Vonandi taka þeir nú trúanlega skýrslu Verkfræðistofu Suðurlands sem fjallað er um, þar sem kemur fram að virkjun í Ölfusá við Selfoss sé fráleitur kostur út frá arðsemis- og umhverfissjónarmiðum.  Söluverð raforku yrði að meira en tvöfaldast til að einhver glóra væri í verkefninu út frá arðsemissjónarmiði.  Nú ítreka ég áður framkomna ósk mína um að framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði falið að skrifa Vegagerðinni formlegt bréf þar sem henni verði tilkynnt um að öll áform um virkjun í tengslum við nýja brú fyrir Ölfusá hafi verið slegnar af borðinu.  Er það vegna yfirlýsingar sem skrifað var undir við Vegagerðina, á sínum tíma, um skoðun á hugsanlegum samlegðaráhrifum virkjunar og fyrirhugaðs vegar- og brúarstæði nýrrar brúar yfir Ölfusá.

Áður hefur komið fram að kostnaður við skoðun á virkjunarkostum var kominn upp í  10 milljónir og síðan hefur bætt í kostnaðinn.  Því óska ég eftir að nú verði allur kostnaður við þessa skoðun Sjálfstæðismanna á virkjunarkostum í Ölfusá tekinn saman og upplýsingar um hann lagðar fram í bæjarráði, eigi síðar en 25.október nk. Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.

Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók undir bókun Helga S. Haraldssonar.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:

„Hugmyndir um hagkvæmni Ölfusárvirkjunar komu fram fljótlega eftir kosningar   vorið 2010, í framhaldinu ákvað stjórn framkvæmda- og veitustjórnar samhljóða á 2. fundi stjórnar  að láta fara fram hagkvæmnisathugun á þessum virkjanamöguleika. Fljótlega eftir að heildarmynd verkefnisins tók að skýrast tóku bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eindregna afstöðu gegn fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum. Í framhaldinu lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 8. júní 2011 um að hætta allri vinnu við virkjun Ölfusár við Selfoss, sú tillaga var felld. Þess í stað var samþykkt samhljóða tillaga sem borin var fram af oddvita D- lista um að vinna málið í nefndum innan stjórnkerfis sveitarfélagsins til þess að hraða niðurstöðu málsins, niðurstaða þeirrar vinnu hefur því miður ekki komið fram ennþá. Ákvörðun um að láta fara fram vinnu við þá skýrslu sem hér er til umfjöllunar var tekin af fulltrúum D- lista í stjórn framkvæmda- og veitusviðs þann 16. nóv. 2011 gegn mótatkvæði fulltrúa S lista í stjórninni. Niðurstaða þessarar lokaskýrslu er í samræmi við gagnrýni bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar á verkefnið sem komið hefur fram í bókunum um málið og blaðagreinum og er afstaða bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í takt við samhljóða ályktun  frá 44. fundi stjórnar framkvæmda- og veitusviðs að virkjun Ölfusár við Selfoss sé óarðbær valkostur og umhverfislega óréttlætanleg.“ Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S lista

Gert var fundarhlé.

Ari B. Thorarensen lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:
„Alþingi Íslendinga vinnur að rammaáætlun og var Selfossvirkjun sett þar sem valkostur nr. 38. Á fyrsta fundi F&V á kjörtímabilinu var samþykkt samhljóða að fela framkvæmdastjóra og formanni að leita til sérfræðinga varðandi kynningu á vænlegum virkjanakostum fyrir nefndina. Þessi ákvörðun var staðfest samhljóða í bæjarráði viku síðar og  staðfest að nýju í bæjarstjórn 18. ágúst 2010. Aðrar söguskýringar standast því ekki skoðun, enda ekki rökstuddar. Allir flokkar stóðu að þessari ákvörðun.  Nú liggur  skýrsla Verkfræðistofu Suðurlands fyrir, samkvæmt skýrslunni er virkjunarkosturinn ekki arðbær.“

-liður 4 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. október, lið 3, málsnr. 0512065 – Deiliskipulag Austurvegi 51-59. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls. 

–  liður 4 a) Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. október, lið 4, málsnr. 1209194 – Afgreiðsla lóðarumsókna um Akurhóla 2,4, og 6 Selfossi. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

–  liður 4 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. október, lið 6, málsnr. 1110130 – Hugmyndir Gatnamóta ehf. um uppbyggingu við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 II.                1201083
      Samþykkt um hundahald – seinni umræða
 Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir breytingar á samþykkt um hundahald.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls. 

Samþykktin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

III.         1201103
      Breyting á fulltrúum í hverfisráði Stokkseyrar
Lagt var til að Vigfús Helgason verði fulltrúi í hverfisráði Stokkseyrar í stað Láru Halldórsdóttur. 

      Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV.          1202231
Breyting á fulltrúum V-lista í félagsmálanefnd

Lagt var til að Margrét Magnúsdóttir verði aðalmaður í stað Kristbjargar Gísladóttur og Andrés Rúnar Ingason verði varamaður. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:51

Eyþór Arnalds                                                   
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                                
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason                                      
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
32. fundur bæjarstjórnar

32. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 19. september 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

 Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 Dagskrá: 

I.   Fundargerðir til staðfestingar 

1.    a)   105. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                       frá        23. ágúst 

2.   a) 1202236
           Fundargerð fræðslunefndar                             23.fundur     frá        23. ágúst
      b) 106. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                         frá        30. ágúst

3.      a)  107. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                     frá   6. september

4.    a)  1201019 Fundargerð félagsmálanefndar     20. fundur    frá  3. september
                                                                                           21. fundur    frá  5. september

       b)  1201020
       Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar       39. fundur    frá  4. september
       c)  1201024                                           
        Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar    28. fundur    frá  5. september
       d) 108. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                          frá 13.september
       Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:

–          liður 16, málsnr. 1106045 – Tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni, lagt er til að tillagan verði kynnt í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga. 

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. ágúst, lið 10, málsnr. 1208004 – Málefni Gráhelluhverfis. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. 

–          liður 2 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 30. ágúst, lið 6, málsnr. 1206085 – Erindi íbúa við Hlaðavelli varðandi umferð um Hlaðavelli og farfuglaheimilið Austurvegi 28. 

                 Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls. 

–          liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. september, lið 7, málsnr. 1201041 – Lóðarumsókn Kaþólsku kirkjunnar. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

–          liður 6 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. september, lið 6, málsnr. 1209008 – Ályktun um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls. 

–          liður 6 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. september, lið 3, málsnr. 1004111 – Skipan starfshóps um framtíðarhlutverk Tryggvaskála- og lagði fram eftirfarandi bókun: 

            Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi þann 10. mars 2010 : 

„Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að þegar verði hafinn undirbúningur að stofnun Árborgarstofu. 

Árborgarstofa (vinnuheiti) hafi það meginhlutverk að annast menningar-, kynningar- og markaðsmál sveitarfélagsins auk þess sem ferða- og atvinnumál heyri undir hana. Upplýsingamiðstöð Árborgar sem nú er staðsett í Bókasafni Árborgar á Selfossi verði hluti af starfsemi Árborgarstofu. Leitað verði eftir nánu samstarfi og samvinnu við Skálafélagið ses. um að Árborgarstofa verði staðsett í Tryggvaskála á Selfossi. Formleg opnun Árborgarstofu verði eigi síðar en vorið 2011. 

Árborgarstofa verði uppbyggð og starfrækt með sambærilegum hætti og Akureyrar-, Akranes- og Höfuðborgarstofa. Stofan verði í nánu samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sem og hafi náið samráð og samstarf við einkaaðila, félagasamtök og fyrirtæki á svæðinu, sem eiga sameiginlega hagsmuni með starfsemi Árborgarstofu.                                                                           

Bæjarstjórn felur verkefnisstjóra íþrótta- forvarnar- og menningarmála að vinna að undirbúningi að stofnun Árborgarstofu. Fjármagn til verkefnisins á árinu 2010 byggist á vinnuframlagi verkefnisstjóra, fjármagni sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun til kynningarmála, auk þess sem gert er ráð fyrir því að verkefnisstjóri leiti eftir styrkjafjármagni til verkefnisins í sjóði sem gætu komið að og styrkt starfsemi Árborgarstofu.           

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.“                                                                           

Með hliðsjón af þessu er það sérstakt fagnaðarefni að nú hafi verið skipað í starfshóp um framtíðarhlutverk hins sögufræga húss, Tryggvaskála. Undirrituð telja að miklir möguleikar geti falist í því að koma öflugri starfsemi í húsið  sem allra fyrst,  íbúum og gestum sveitarfélagsins til heilla.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.  

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

–          liður 4 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 4. september, lið 4, málsnr. 1207083 – Fjárfestingaráætlun 2013 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–          liður 4 d) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. september, lið 10, málsnr. 1109126 – Ytra mat á skólastarfi. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–          liður 4 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, lið 7, málsnr. 1208119 – Óskað eftir leyfi fyrir landnámshænum að Hafnartúni Selfossi.  

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.  

–          liður 4 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 16, málsnr. 1106045 – Tillaga  að breyttu aðals- og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Lagt er til að tillagan verði kynnt í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga.  

–          Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur.  

I.                   1205357 Breyting á fulltrúum í undirkjörstjórn
Lagt er til að Elvar Ingimundarson verði kosinn aðalmaður í undirkjörstjórn 2 í stað Ingibjargar Jóhannesdóttur. 

Tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

II.                1201103
Kosning varamanns í hverfisráð Eyrarbakka
Lagt er til að Ívar Örn Gíslason verði varamaður í stað Baldurs Bjarka Guðbjartssonar í hverfisráði Eyrarbakka.  

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

III.             1209099
Kosning í embætti og nefndir 2012
a) 1 aðalfulltrúi á aðalfund SASS
b) 2 varafulltrúar á aðalfund SASS 

a)      Lagt er til að Ásta Stefánsdóttir verði aðalfulltrúi í stað Kjartans Björnssonar á aðalfundi SASS og Kjartan verði 1. varafulltrúi.

b)      Lagt er til að Árni Gunnarsson verði varamaður í stað Erlings Rúnars Huldarssonar á aðalfundi SASS.  

Tillaga borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:40

  

Eyþór Arnalds                                                   
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                                
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 
31. fundur bæjarstjórnar


31. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 22. ágúst 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.  

Dagskrá:

 I.    Fundargerðir til kynningar

 1.      a)  1201024
               Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar,            24. fundur      frá    5. júní
           b)    1201020
               Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar               35. fundur       frá    6. júní   
          c)     98. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                     frá  14. júní 

2.  a)   1201023
            Fundargerð menningarnefndar                                  19. fundur       frá  13. júní
      b)   1201021                                                            
            Fundargerð fræðslunefndar                                          22. fundur      frá  14. júní
     c)   99. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                          frá 21.  júní

3.  a)    100. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                   frá  29. júní 

4.  a)    1201024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar             25. fundur      frá  12. júní
      b)   1201020
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar               36. fundur      frá 20. júní
                                                                                                         37. fundur      frá    4. júlí
      c)   101. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                        frá   5.  júlí   

5.  a)    1201024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar             26. fundur      frá 10. júlí
     b)    102. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                        frá 19. júlí  

6.  a)    1201019
            Fundargerð félagsmálanefndar                                      18. fundur      frá  4. júní
                                                                                                           19. fundur      frá 16. júlí
     b)    1201020
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar               38. fundur      frá 25. júlí
     c)    1201024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar              27. fundur      frá  24. júlí
     d)   103. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                         frá  1. ágúst 

7.  a)    1201023
            Fundargerð menningarnefndar                                  20. fundur      frá  7. ágúst
     b)    104. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                   frá 16. ágúst 

 

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá 5. júní , lið 8, málsnr. 1205427 – Staða skipulagsmála í Árborg 2012. 

          Eyþór Arnalds, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.  

–          liður 1 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. júní, lið 13, málsnr. 1106016 – Uppbygging og stækkun Sundhallar Selfoss. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.  

–          liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 13. júní, lið 6, málsnr. 1205436 – Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012 

–          liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 12. júní, lið 1, málsnúmer 1205364 – Miðbæjarskipulag Selfossi.  

–          liður 4 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 20. júní, lið 3, málsnr. 1006066- Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg. 

–          liður 4 a) Sandra Dís Hafþórstóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 12. júní, lið 2, málsnr. 0906044 – Lagning göngustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.
 
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdarstjóri, tóku til máls.   

–          liður 5 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 19. júlí, lið 10, málsnr. 1207024 – Skaðabótakrafa Landslaga fyrir hönd Gámaþjónustunnar hf. vegna útboðs á sorphirðu í Árborg.  

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. 

–          liður 5 b) Eggert Valur Guðmundsson S-lista tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 19. júlí, lið 12, málsnr. 0909098 – Erindi vegna jarðarinnar Ásgautsstaða 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls. 

–          liður 5 a) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. júlí, lið 9 málsnr. 1205365 – Miðbæjarskipulag Selfossi. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–          liður 6 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 24. júlí lið 9, málsnr. 1207067 – Tillaga um breytingu á göngustíg sem liggur frá Langholti að Suðurhólum gegnum Helluhverfi. 

                Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista,  tóku til máls.

–          Liður 6 d) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. ágúst, lið 11, málsnr. 1207100 – Beiðni um 150.000 kr. fjárframlag til að greiða kostnað við hönnun á útivistarsvæði fyrir 60 ára og eldri. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–          Liður 6 b) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, lið 2, málsnr. 1202273 – Umhverfisverkefni sumarið 2012 og 4 málsnr. 1207084 – Barnaskólinn á Eyrarbakka, viðhaldsverkefni 2012. 

Gunnar Egilsson D-lista tók til máls.  

-liður 7 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 16 ágúst, lið 4, málsnr. 1201147 – Unglingalandsmóti og hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg í ágúst þakkir til aðstandenda. 

Gunnar Egilsson, D-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, og Ari Thorarensen, D-lista, tóku til máls.    

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:05

Eyþór Arnalds                                                   
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                                
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
30. fundur bæjarstjórnar


30. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 13. júní 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.  

Dagskrá: 

 1. I.                               Fundargerðir til staðfestingar 

1                    a) 1201020

Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar     33. fundur    frá      9. maí

            b) 94. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                     frá    16. maí 

2          a) 1201023

            Fundargerð menningarnefndar                        18. fundur    frá    17. maí

            b) 95. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                     frá    24. maí 

3          a) 1201020

            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar     34. fundur    frá    15. maí

            b) 96. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                     frá    31. maí 

4          a) 1201019

            Fundargerð félagsmálanefndar                        17. fundur                frá     29. maí

            b) 97. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                     frá       7. júní 

          liður 1 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 16. maí , lið 7, málsnr. 1205061 – Ályktun stofnfundar Hagsmunafélags hundaeigenda í Árborg og nágrenni vegna hundasleppisvæðis í nágrenni Selfoss. 

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls. 

          liður 2 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 17. maí, lið 2, málsnr. 1201146 – Vor í Árborg. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

          liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 24. maí, lið 2, málsnr. 1202309 – Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka 2012, lið 1 og 2, – Málefni skólahúsnæðis á Eyrarbakka.   

Eyþór Arnalds, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

          liður 2 b) Helgi S. Haraldsson B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 24. maí, lið 14, málsnr. 1205364 – Miðbæjarskipulag Selfoss, tillaga um að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags miðbæjar Selfoss. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. 

          liður 2 b) Helgi S. Haraldsson B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 24. maí, lið 16, málsnr. 1012096 – Samningur við Íslenska gámafélagið um þjónustu á gámasvæði.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri,  tóku til máls. 

          liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. maí, lið 1, málsnr. 0806063 – Málefni Björgunarmiðstöðvar. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.  

          liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. maí, lið 3, málsnr. 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.  

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða  

           

 1. II.                1205357

Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs 

1.         Kosning forseta til eins árs

2.         Kosning 1. varaforseta til eins árs

3.         Kosning 2. varaforseta til eins árs                                  

4.         Kosning tveggja skrifara til eins árs         

5.         Kosning tveggja varaskrifara til eins árs

 

 1.         Kosning forseta til eins árs

Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

2.         Kosning 1. varaforseta til eins árs

Lagt var til að Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, yrði kosin 1. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

3.         Kosning 2. varaforseta til eins árs 

Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.                                 

4.         Kosning tveggja skrifara til eins árs   

Lagt var til að Eyþór Arnalds, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.      

5.         Kosning tveggja varaskrifara til eins árs

Lagt var til að Elfa Dögg Þórðardóttir og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosnar varaskrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 1. III.             1205357

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið   57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:           

Aðalmenn:                                             Varamenn:

Eyþór Arnalds                                        Ari Björn Thorarensen

Elfa Dögg Þórðardóttir                          Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert Valur Guðmundsson                  Arna Ír Gunnarsdóttir 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 1. IV.             1205357

            Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum: 

1.         Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara                  

2.         Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara

3.         Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara

4.         Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara

5.         Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara

6.         Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara

 

1.         Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.        

Aðalmenn:                                              Varamenn:

Ingimundur Sigurmundsson                  Lára Ólafsdóttir

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir                Sigurbjörg Gísladóttir

Bogi Karlsson                                        Þórunn Jóna Hauksdóttir

          

2.         Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                              Varamenn:

Erlendur Daníelsson                               Þorgrímur Óli Sigurðsson

Gunnar Gunnarsson                               Hólmfríður Einarsdóttir

Ólafur Bachmann Haraldsson                Svanborg Egilsdóttir

 

3.         Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                              Varamenn:

Erling Rúnar Huldarsson                       Magnús Jóhannes Magnússon

Ingibjörg Jóhannesdóttir                        Sigríður Ólafsdóttir

Valdemar Bragason                               Ólafur H. Jónsson

 

4.         Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                              Varamenn:

Kristín Björnsdóttir                                Guðjón Axelsson

Hafdís Kristjánsdóttir                            Grétar Páll Gunnarsson

Valgerður Gísladóttir                             Ragnhildur Benediktsdóttir

 

5.         Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                              Varamenn:

Ingibjörg Ársælsdóttir                           Helga Björg Magnúsdóttir

Einar Sveinbjörnsson                             Bjarkar Snorrason

Ragnhildur Jónsdóttir                            Guðni Kristjánsson 

 

6.         Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                              Varamenn:

Lýður Pálsson                                        Arnar Freyr Ólafsson

María Gestsdóttir                                   Þórarinn Ólafsson

Svanborg Oddsdóttir                             Birgir Edwald

 

Samþykkt samhljóða.

 1. V.                1205361

Tillaga um að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti í sumar

 

Lagt er til að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti frá og með 21. júní til 23. ágúst.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

1205361

 1. VI.             Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála 

Með vísan til heimildar í 7. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 22. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 1. VII.          1206031

            Breytingar á fulltrúum S-lista í nefndum 2012  

Lagt var til að Tómas Þóroddsson taki sæti sem aðalmaður í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Erlings Rúnars Huldarssonar.

Einnig er lagt til að Eggert Valur Guðmundsson taki sæti sem varamaður í skipulags- og byggingarnefnd í stað Erlings Rúnars Huldarssonar.  

      Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 1. VIII.       1204195

Breyting á fulltrúum D-lista í nefndum 2012           

Lagt var til að Ragnheiður Guðmundsdóttir taki sæti sem varamaður í fræðslunefnd í stað Þorsteins Garðars Þorsteinssonar. 

      Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:23 

           

Eyþór Arnalds                                                    Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                       Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                                 Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir    
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                               Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
29. fundur bæjarstjórnar


29. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 15. maí 2012, kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista. 

Auk þess situr fundinnÁsta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: 

 1. I.                   1204170

            Ársreikningur 2011 – síðari umræða 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Í framlögðum ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar kemur fram rekstrarafgangur í samanlögðum A- og B- hluta sem nemur 35,5 milljónum króna. Ef aðeins er skoðaður A-hluti rekstursins er tap ársins rúmar 180 milljónir króna. Þar vegur þyngst fjármagnskostnaður upp á rúmar 519 milljónir nettó.  Til samanburðar var fjármagnskostnaður ársins 2010 213 milljónir. Þetta sýnir glöggt hvað þróun verðbólgu hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

Ánægjulegt er að sjá að skatttekjur sveitarfélagsins aukast á milli ára en hluti af skýringu þess er hækkun  á útsvari  vegna tilfærslu málaflokks fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Umtalsverð hækkun hefur einnig orðið á framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Helsta stjórntæki kjörinna fulltrúa til þess að fylgjast með rekstri sveitarfélagsins er samþykkt fjárhagsáætlun hvers árs. Því er nauðsynlegt að fá afhent reglulega sundurliðuð milliuppgjör eins og undirritaðir fulltrúar hafa óskað eftir ítrekað á kjörtímabilinu en því miður orðið misbrestur á.  Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að bregðast við ef einstaka málaflokkar eru að fara óhóflega fram úr fjárhagsáætlun.  Nefna má sem dæmi um frávik einstakra málaflokka á síðasta ári sem fóru allt að 50% fram úr fjárhagsáætlun.

Mikið hefur verið rætt um skuldahlutfall sveitarfélaga  að undanförnu. Hjá Sveitarfélaginu Árborg lækkar það úr 203% í 173% á milli ára. Auknar skatttekjur sem eru tilkomnar vegna tilfærslu málefna fatlaðs fólks yfir til sveitarfélaganna hefur bein áhrif á skuldahlutfallið sem nemur 5% til lækkunar.

Mikill niðurskurður hefur átt sér stað í rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum og er það mat undirritaðra fulltrúa að sársaukamörkum sé náð á mörgum sviðum. Lánist kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins að vinna í sátt að uppbyggingu og rekstri þess, er framtíð Sveitarfélagsins Árborgar björt.

Undirritaðir fulltrúar samþykkja ársreikning sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2011.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Helgi S. Haraldsson, B-lista.
Andrés Rúnar Ingason, V-lista

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

Ársreikningur 2011 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

 1. II.     Fundargerðir til staðfestingar 

1          a)  90. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                frá    18. apríl  

2          a) 1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar,       32. fundur             frá      4. apríl

b)1201021
 Fundargerð fræðslunefndar,                               20. fundur             frá    12. apríl

c)    1201024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar,     23. fundur             frá    17. apríl

d)   1201023
Fundargerð menningarnefndar,                          16. fundur             frá    20. apríl

e)    91. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                frá    26. apríl

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:

–          liður 7, málsnr. 1204044 – Fyrirspurn um að sameina lóðir að Austurvegi 60 og 60a Selfossi. Lagt er til að götureiturinn milli Rauðholts og Langholts, sunnan Austurvegar, verði deiluskipulagður og að ráðstöfun lóðarinnar Austurvegar 60a verði frestað þar til þeirri vinnu er lokið.

–          liður 14, málsnr. 1204048 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi Strandgötu að vestan Hásteinsvegi að austan. Lagt er til að reiturinn verði deiliskipulagður. 

3          a) 1201019
            Fundargerð félagsmálanefndar                           16. fundur             frá  17. apríl

            b) 1201023
            Fundargerð menningarnefndar                           17. fundur             frá  24. apríl

            c) 92. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                 frá     3. maí 

4          a) 1201021
            Fundargerð fræðslunefndar                                21. fundur             frá     3. maí

            b) 93. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                 frá   10. maí       

–          liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls un fundargerð bæjarráðs frá 18. apríl, lið 7, málsnr. 1202319 – Rekstrarsamningur við UMF Selfoss um rekstur á mótorkrossbraut í Hrísmýri og lið 8 málsnr. 1202385 – Þjónustusamningur við Golfklúbb Selfoss. 

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. apríl, lið 4, málsnr. 1204104 – Málefni félagsþjónustu.

Eyþór Arnalds, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls. 

–          liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. apríl, lið 17, málsnr. 1204108 – Úthlutun beitilanda á Selfossi

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

 –          liður 2 b)  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 7, málsnr. 1204044 – Fyrirspurn um að sameina lóðir að Austurvegi 60 og 60a. Lagt er til að götureiturinn milli Rauðholts og Langholti sunnan Austurvegar verði deiliskipulagður og að ráðstöfun lóðarinnar Austurvegar 60a verði frestað þar til þeirri vinnu er lokið.   

Tillaga um að götureiturinn milli Rauðholts og Langholts, sunnan Austurvegar, verði deiliskipulagður og að ráðstöfun lóðarinnar Austurvegar 60a verði frestað þar til þeirri vinnu er lokið var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

–          liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 14, málsnr. 1204048 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi Strandgötu að vestan og Hásteinsvegar að austan. Lagt er til að reiturinn verði deiliskipulagður. 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi  Strandgötu að vestan og Hásteinvegar að austan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. maí, lið 11, málsnr. 1201153 – Skýrsla um atvinnumálafund í Hótel Selfoss. 

–          liður 4 b) Arna Ír Gunnardóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. maí,  lið 1, málsnr. 1204011 – Skipulagsbreytingar á fræðslusviði- og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu: 

Breytingartillaga vegna tillögu um breytingar á fræðslusviði Sveitarfélagsins Árborgar lögð fram á fundi í bæjarstjórn 15.maí 2012:

Undirrituð leggur til að fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á fræðslusviði með tilheyrandi úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands verði frestað. Undirrituð leggja jafnframt til að skipaður verði vinnuhópur með fulltrúum frá fræðslusviði,  fulltrúum frá leik- og grunnskólum ásamt óháðum aðilum sem skoða hvernig  sveitarfélagið getur gert góða sérfræðiþjónustu betri  til hagsbóta fyrir notendur þjónustunnar. Vinnuhópurinn móti framtíðarsýn fyrir sérfræðiþjónustuna í sveitarfélaginu og skili tillögum þar um til bæjaryfirvalda. Í framhaldi af því verði lagt mat á ákvörðun um úrsögn úr samstarfi um skólaskrifstofu eður ei.

Gert var fundarhlé kl. 17:25

Fundi var framhaldið kl. 17:37

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu aðð aftan við tillögu Örnu komi eftirfarandi breyting:

Vinnuhópur skal skipaður af bæjarráði í samráði við fræðslustjóra og skal hópurinn skila af sér skýrslu til bæjarstjórnar um málið eigi síðar en 31. desember nk.

Tillaga Örnu með viðbót Söndru var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, Gunnar Egilsson D-lista sat hjá.

Elfa Dögg Þórðardóttir D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Undirrituð samþykkir framkomna tillögu þar sem hún er ákveðin málamiðlunarleið sem kemur til móts við gagnrýniraddir sérfræðinga innan Sveitarfélagsins Árborgar vegna úrsagna áforma meirihluta meirihlutans í Árborg. Mikilvægt er að breið samstaða sé um svo veigamiklar breytingar á viðkvæmum málefni í Sveitarfélaginu. Tekur þó fram að hún er alfarið mótfallin áformum um úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands.
Elfa Dögg Þórðardóttir

–       liður 4 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 3. maí, lið 2, málsnr. 1204029 – Foreldrakönnun í grunnskólum.

            Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 4 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. maí – Ályktun vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. 

–          liður 4 b) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. maí,  lið 1 – Fundargerð fræðslunefndar.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, Eggert Valur Guðmundsson. S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls 

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

f)                               1204195

            Breyting á fulltrúum D-lista í nefndum 2012

Lagt var til að Gunnar Egilsson verði formaður framkvæmda- og veitustjórnar í stað Elfu Daggar Þórðardóttur.

Einnig var lagt til að Eyþór Arnalds verði formaður í skipulags- og byggingarnefnd. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:06

Eyþór Arnalds                                                   
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                                
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason                                      
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
28. fundur bæjarstjórnar

28. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 2. maí 2012 kl. 10:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá: 

 1. I.                   1204170

Ársreikningur 2011 – fyrri umræða

Eyþór Arnalds D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdu ársreikning úr hlaði og lögðu fram svohljóðandi greinargerð.  

 

Greinargerð með ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar árið 2011

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2011 er lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 2. maí 2012. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður seinni umræðan í bæjarstjórn þriðjudaginn 15. maí 2012. 

Inngangur

Rekstrarafkoma Sveitarfélagins Árborgar árið 2011 er góð þrátt fyrir mikla verðbólgu, launahækkanir og há fjármagnsgjöld. Hagnaður af rekstri fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) nemur 1.159 milljónum króna sem er 165 milljónum betra er áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstur A-hluta gekk jafnframt vel og var EBITDA 571 milljón króna sem er 172 milljónum hærra en gert var ráð fyrir í áætlun. Fjármagnsgjöld vega hins vegar afar þungt enda var verðbólgan hærri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir fjármagnsgjöld upp á 718 milljónir nettó og afskriftir upp á 377 milljónir er engu að síður afgangur upp á 65 milljónir króna fyrir skatta sem er 24 milljónum hærra en gert var ráð fyrir í áætlun. Tekjuskattur er 29 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og dregur það rekstrarniðurstöðu samstæðunnar niður en hún er samt jákvæð um 35 milljónir króna. 
Stærstu umskiptin eru í greiðslugetu sveitarfélagsins og skuldahlutfalli en það lækkar úr 203% í 173% af samstæðu. Þegar horft er til rekstrarafgangs sem nú hefur vaxið um 67% á tveimur árum er ljóst að skuldir sveitarfélagsins eru orðnar viðráðanlegar. Í stað þess að sveitarfélagið skuldaði 13X EBITDA, eða þrettánfaldan rekstrarafgang, er hlutfallið komið niður í 7,9X EBITDA, eða tæplega áttfaldan rekstrarafgang.
Sveitarfélagið greiddi yfir eitt þúsund milljónir í afborganir lána og lífeyrisgreiðslur en tók lán fyrir 532 milljónir, annars vegar 175 milljónir vegna miðjureits og hins vegar lán vegna fjárfestinga. Skuldir og skuldbindingar að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum nema í árslok 9.327 milljónum króna og hafa lækkað að nafnvirði um 68 milljónir króna en á föstu verðlagi um 665 milljónir króna á einu ári. Skuldir eru enn of háar og er áfram brýnt að létta á skuldum eins og kostur er. Þá er mikilvægt að sveitarfélagið geri það sem það getur til að örva framkvæmdir eins og kostur er.  

Rekstur ársins 2011 

Samstæðureikningur Sveitarfélagsins Árborgar samanstendur af A-hluta og B-hluta.

Í A-hluta eru :

 • ·         Aðalsjóður
 • ·         Eignasjóður
 • ·         Þjónustustöð
 • ·         Fasteignafélag Árborgar

Í B-hluta eru :

 • ·         Byggingarsjóður aldraðra
 • ·         Fráveita
 • ·         Vatnsveita
 • ·         Leigubústaðir Árborgar
 • ·         Selfossveitur
 • ·         Björgunarmiðstöð

 

Meginreglan er sú að í A-hluta flokkast þær rekstrareiningar sveitarfélagsins sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum en í B-hluta flokkast þær rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Rekstrareiningar í B-hluta hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld til þess að standa að fullu undir útgjöldum sínum. 

Helstu niðurstöður rekstrar eru :
 

Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er jákvæð um 35,3 millj.kr. Reikningurinn sýnir neikvæð frávik miðað við fjárhagsáætlun ársins 2011 sem nemur 5,8 millj.kr. Endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 41 millj.kr. en upphafleg áætlun ársins, sem gerð var í desember 2010, gerði ráð fyrir  jákvæðri  niðurstöðu sem nemur 50,6 millj.kr. 

Heildartekjur eru 5.400,7 millj.kr. og heildarútgjöld með afskriftum en án fjármagnsliða 4.618,3 millj.kr. Að öllu samanlögðu nema heildarútgjöld með afskriftum án fjármagnsliða 85,51% af heildartekjum A og B-hluta ársreiknings.  

Fræðslu- og uppeldismál er umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 2.247,6 millj.kr.  Sveitarfélagið Árborg er stór vinnuveitandi og greiðir um 2.568,8 millj.kr. í laun og launatengd gjöld. 

Skatttekjur eru 19,1 millj.kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Tekjur frá Jöfnunarsjóði eru 423,4 millj.kr. yfir áætlun.  Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 voru tekjur  Árborgar frá Jöfnunarsjóði vegna yfirtöku á málefnum fatlaðs fólks áætlaðar á málaflokk 02, en að betur athuguðu máli eru þær tekjur færðar á málaflokk 00.  Tekjur Árborgar frá Jöfnunarsjóði vegna yfirtöku á málefnum fatlaðra nema um 213 millj. kr.  Tekjur frá Jöfnunarsjóði eru því í raun 210,4 millj.kr. yfir áætlun og munar þar mestu um tekjujöfnunarframlag upp á 127 millj.kr.. 

Einnig er um að ræða jákvæð frávik í málaflokknum hreinlætismál og umferðar- og samgöngumál.  Samtals eru þessir málaflokkar 18,3 millj.kr. undir áætlun. 

Þeir málaflokkar í aðalsjóði sem eru með neikvæð frávik eru eftirfarandi: félagsþjónusta, fræðslu- og uppeldismál, menningarmál, æskulýðs- og íþróttamál, brunamál- og almannavarnir, skipulags- og byggingarmál, umhverfismál, avinnumál og sameiginlegur kostnaður.  Samtals eru neikvæð frávik í þessum málaflokkum 366,4 millj.kr.  Nettó frávik fyrrgreindra málaflokka í aðalsjóði eru óhagstæð sem nema 348,1 millj.kr. 

Hagstæð frávik eru á breytingu lífeyrisskuldbindingar um 30,8 millj.kr. 

Neikvæð frávik fjármagnsliða aðalsjóðs eru 30,7 millj.kr. 

Afkoma eignasjóðs er lakari en áætlun sem nemur 108,6 millj.kr. Afkoma þjónustustöðvar er 2,7 millj.kr. undir áætlun og Fasteignafélag Árborgar er 56,7 millj.kr. yfir áætlun. 

Frávik B-hluta félaga eru óhagstæð um 73,4 millj.kr.  Frávik í Byggingarsjóði aldraðra eru óhagstæð um 1,7 millj.kr.  Leigubústaðir Árborgar ehf. skila betri afkomu en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 9,1 millj.kr.  Fráveita sýnir lakari afkomu en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 14,8 millj.kr.  Frávik vatnsveitu sýna lakari afkomu en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 11,9 millj.kr.  Selfossveitur sýna lakari afkomu en áætlun sem nemur 83,9 millj.kr.  Áætlun gerði ráð fyrir tapi á Björgunarmiðstöð upp á 27,8 millj.kr. en niðurstaða rekstrar varð hagnaður upp á 2 millj.kr.  

Fjárfestingar 

Fjárfestingar ársins námu alls 512,5 millj.kr. sem skiptast þannig: fasteignir 179,5 millj.kr., íþróttavöllur og önnur svæði 52,7 millj.kr., miðbæjarsvæði 175 millj.kr., veitu- og gatnakerfi 64,6 millj.kr. og vélar, áhöld og tæki 40,7 millj.kr. 

Efnahagsreikningur 31.12.2011 

Samanteknar niðurstöður efnahagsreiknings birtast í töflunni hér að neðan :

  

Sjóðstreymi ársins 2011 

Samanteknar niðurstöður birtast í töflunni hér að neðan :

  

Lykiltölur 

Samanteknar niðurstöður birtast í töflunni hér að neðan :
 

                                                                                             Framtíðarsýn
Nú er ljóst að tekist hefur að ná tökum á skuldasöfnun og hallarekstri sveitarfélagsins. Þetta hefur tekist með samstilltu átaki kjörinna fulltrúa, starfsmanna og íbúa sem hafa sýnt þessu erfiða verki einstaklega góðan skilning. En framtíðin er ekki byggð á niðurskurði einum saman heldur miklu heldur á uppbyggingu sem nú er möguleg á grunni sjálfbærs rekstrar. Uppbygging hefur þegar átt sér stað í verslun að undanförnu og má hér nefna nýbyggingar við Larsenstræti á síðasta ári þar sem Hagkaup hefur nú opnað í fyrsta sinn á Suðurlandi og Bónus hefur opnað stórverslun.  Nettó hefur opnað við Austurveginn auk margra smærri aðila í verslun og veitingarekstri. Þessi aukna samkeppni kemur íbúum og ferðamönnum vel og fjölgar bæði störfum og bætir vöruúrval. Nú þegar hafa þessar breytingar  bætt við tugum starfa á Selfossi og velta verslana hefur aukist. Tækifæri fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri liggja ekki hvað síst í ferðamönnum sem nú geta farið beint frá Leifsstöð meðfram suðurströndinni til okkar. Samstarf við Markaðsstofu Suðurlands er þáttur í þeirri viðleitni að gera kynningu á kostum sveitarfélagsins sýnilegri. Nú þarf að tryggja betur aðkomu stórra hópa, upplýsingagjöf og stuðla að áhugaverðum viðkomustöðum. MS hefur ákveðið að efla starfsemi sína á Selfossi og sveitarfélagið hefur undirritað viljayfirlýsingu um samstarf um mjólkursafn sem sameinar mjólkurbæinn Selfoss og ferðamennsku. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu Hótels Selfoss og hefur sveitarfélagið lagt sín lóð á vogarskálarnar til að það megi ganga vel eftir. Sandvíkursetur er nýtt tækifæri í fræðslumálum þar sem fullorðinsfræðsla fær nýjan og öflugan starfsvettvang í hjarta bæjarins. Framundan er deiliskipulag á miðbæjarreit í sátt við íbúana sem býður upp á einstakt og langþráð tækifæri til eflingar Selfoss og Suðurlands alls. Þá er útlit fyrir uppbyggingu við eldri hluta HSu, byggingu verknámshúss FSu auk þess sem umsvif í virkjanagerð sem nú eru í bið hljóta á endanum að auka mjög verklegar framkvæmdir og umsvif. Öll þessi mál  og ótal fleiri hafa stuðning bæjarfulltrúa úr öllum flokkum sem hafa unnið óeigingjarnt starf fyrir sveitarfélagið og íbúa. Við viljum nota tækifærið og þakka kjörnum fulltrúum, starfsmönnum og íbúum fyrir að leggjast á eitt við að gera gott sveitarfélag enn betra. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Hér er lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2011.  Ég vil við það tækifæri láta í ljós óánægju mína með það hvað hann er seint lagður fram.  Áður en reikningurinn er kynntur bæjarfulltrúum af endurskoðendum sveitarfélagsins og þeir fá tækifæri til að ræða hann, er búið að skila honum til opinberra aðila vegna laga þar um.  Þar með er hann orðinn opinbert plagg og hefur m.a verið birtur á heimasíðu Kauphallarinnar.  Einnig hefur formaður bæjarráðs komið fram í netmiðlum og tjáð sig um niðurstöðu hans við blaðamenn áður en áðurnefnd kynning hefur farið fram.  En það sem verst er í þessu öllu er að allt er þetta vegna þess að vinna við frágang ársreikningsins er allt of seint á ferðinni og hann tilbúinn rétt áður en skila skal honum til opinberra aðila til að koma í veg fyrir áminningu og jafnvel sekt eins og áður hefur komið fyrir hjá sveitarfélaginu varðandi skil og upplýsingagjöf til opinberra aðila.  Ég vona að framvegis verði viðhöfð vandaðri vinnubrögð við frágang og framlagningu ársreiknings Sveitarfélagsins Árborgar. 

Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,  tóku til máls. 

Lagt var til að ársreikningi yrði vísað til síðari umræðu þriðjudaginn 15. maí næstkomandi, var það samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 10:25

Eyþór Arnalds                                                   
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                                
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason                                      
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
27. fundur bæjarstjórnar

27. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

 

I. I1007011
Viljayfirlýsing um stofnun mjólkuriðnaðarsafns á Selfossi
Einar Sigurðsson, forstjóri MS, Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbústjóri MS Selfossi, Magnús Sigurðsson, Kjartan Björnsson, formaður menningarnefndar Árborgar, Elfa Dögg Þórðardóttir, varaformaður bæjarráðs Árborgar, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, skrifuðu undir viljayfirlýsingu um stofnun mjólkuriðnaðarsafns á Selfossi.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

II. Fundargerðir til staðfestingar

1 a) 1201024
 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar    frá  13. Mars
 b) 87. Fundur bæjarráðs ( 1201001 )   frá  22. Mars
 Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
 -liður 9, málsnúmer 1201030 – Skilgreining lóðar úr landi Lækjarmóta, lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt í íbúðarhúsalóð úr lóð með grænt svæði til sérstakra nota ásamt frístundahúsalóð.

2 a) 1201020
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   frá  21. Mars
  b) 88. Fundur bæjarráðs ( 1201001 )   frá  29. Mars

3 a) 1201023
 Fundargerð menningarnefndar Árborgar   frá    2. apríl
a) 89. fundur bæjarráðs ( 1201001 )    frá  12. apríl

– liður 1 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 22. mars, lið 4 – Úrskurður kærunefndar útboðsmála vegna kæru Gámaþjónustunnar á útboði vegna sorphirðu og lagði fram eftirfarandi bókun fulltrúa S- og B -lista:
„Undirrituð vilja ítreka bókun bæjarfulltrúa S- og B- lista þar sem vakin er athygli á að sú gagnrýni, sem fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar höfðu í frammi þegar sú ákvörðun var tekin að hafna tilboðum sem bárust vegna sorphirðuútboðs fyrr í vetur, átti fullan rétt á sér og er staðfest í úrskurði kærunefndar útboðsmála. 
Einnig er það skoðun undirritaðra fulltrúa að þau vinnubrögð, sem  varaformaður bæjarráðs og jafnframt fulltrúi D-lista viðhafði við meðferð málsins á þessum fundi, hljóti að teljast vægast sagt mjög sérkennileg í ljósi þess að bæjarfulltrúinn taldi sig vanhæfan til þess að taka þátt í umræðum um málið og vék af fundi við upphaf málsins. Að loknum umræðum  kom bæjarfulltrúinn aftur inn á fundinn og lagði fram harðorða bókun um málið. Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að það samræmist ekki góðum stjórnsýsluháttum þegar bæjarfulltrúar víkja sæti vegna vanhæfis en leggja  jafnframt fram efnislegar bókanir vegna  þeirra mála sem þeir sjálfir telja sig vanhæfa til þess að fjalla um. Þetta verður að telja í hæsta máta afar óeðlileg vinnubrögð.“
Eggert V Guðmundsson, fulltrúi S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.
Helgi S. Haraldsson, B-lista.
Gunnar Egilsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaður telur óeðlilegt að fulltrúi, sem víkur af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu máls, leggi fram bókun um málið þegar hann kemur inn aftur.  Um efni bókunarinnar lýsir undirritaður því áliti sínu að ómaklegt sé að kenna fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn um óvönduð vinnubrögð við útboðið og afgreiðslu þess.  Þeir fulltrúar meirihlutans sem stýrðu þessu máli bera alla ábyrgð á ferli þess og afleiðingum vinnubragða sinna. Aðkoma minnihlutans var aðeins að mínu mati að reyna að fá fram betri vinnubrögð sem sýndi sig síðar að ekki var vanþörf á.“
Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi V-lista.
– liður 1b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 22. mars, lið 5 – Beiðni um tilnefningu í byggingarnefnd vegna viðbyggingar við verknámshúsið Hamar.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

– liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 22. mars, lið 8 – Endurbætur á gólfi í íþróttahúsi Vallaskóla.

– liður 1 a) fundargerð skipulags og byggingarnefndar – liður 9, málsnúmer 1201030 – Skilgreining lóðar úr landi Lækjarmóta. Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt í íbúðarhúsalóð úr lóð með grænt svæði til sérstakra nota ásamt frístundahúsalóð. 
 Tillaga um að aðalskipulagi lóðar við Lækjarmót verði breytt í íbúðarhúsalóð úr lóð með grænt svæði til sérstakra nota ásamt frístundahúsalóð var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

– liður 2 b) Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 29. mars lið 7 – Tillaga fulltrúa S-lista um ályktun um breytingar stjórnvalda á tillögum verkefnisstjórnar Rammaáætlunar og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Tilgangur Rammaáætlunar um virkjun vatnsafls og jarðhita er að flokka hugsanleg virkjanasvæði í nýtingarflokk og verndarflokk og er biðflokkur notaður sem tímabundið ástand meðan nægilegra gagna er aflað til að ákveða í hvort fyrrnefndra flokka svæðið skuli fara. Sú ákvörðun, að setja allar þrjár virkjanirnar í Þjórsá í biðflokk, byggir á nýjum upplýsingum sem fram komu eftir að stýrihópur um Rammaáætlun lauk starfi sínu og talið var nauðsynlegt að meta frekar. Líklegt er að sú matsvinna taki ekki langan tíma og að eftir það verði tekin ákvörðun um hvort þessi virkjanasvæði skuli hvert um sig fara í nýtingarflokk eða verndunarflokk.
Undirritaður telur mikilvægt að þessi nýju gögn verði tekin til eðlilegrar skoðunar en þeim ekki vísað frá af pólitískum ástæðum.“

Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi V-lista.

– liður 2 b) Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 12. apríl lið 9 – Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn um  frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðigjöld og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ég undirritaður, varabæjarfulltrúi V-lista Vinstri grænna í bæjarstjórn Árborgar, mótmæli þeirri afstöðu sem kemur fram í bókun fulltrúa B- og D- lista um málið, bæði ýmsum fullyrðingum í henni og niðurstöðu hennar.
 
Í nýju fiskveiðistjórnunarfrumvarpi er áréttað það sem þegar segir í núgildandi fiskveiðistjórnunarlögum að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar allrar og að einstökum aðilum verði aðeins veittur tímabundinn afnotaréttur með samningum sem ekki myndi eign einkaaðila. Í frumvörpunum eru einnig ný ákvæði um greiðslu fyrir umsamin afnot af auðlindinni og að sú greiðsla renni í sameiginlega sjóði landsmanna.
 
Um langt árabil hafa útgerðarmenn stundað það að selja og leigja fiskveiðiheimildir sín í milli og hafa milljarðar króna farið út úr atvinnugreininni og í vasa þeirra sem selt hafa og hætt útgerð eða afkomenda þeirra sem ekki hafa viljað stunda útgerð. Eftir hafa staðið skuldsettar útgerðir þeirra sem keypt hafa af þeim sem fóru með andvirðið út úr atvinnuveginum. Einnig hafa einstaka útgerðarmenn veðsett aflaheimildir til að fjármagna alls kyns önnur hugðarefni óviðkomandi útgerð og skuldsett útvegsfyrirtæki sín þannig stórlega. Skuldsetning útgerðarfyrirtækja af slíkum orsökum á ekki að vera nein afsökun fyrir því að þau skuli hafa endurgjaldslaus afnot af þeirri sameiginlegu auðlind í þjóðareigu sem fiskveiðistýringin skapar.
 
Þegar aðgangur að auðlind er og þarf að vera takmarkaður, þá myndar nýtingarrétturinn verðmæti. Þessi verðmæti hafa sést í verði á fiskveiðikvóta. Andlag þessara verðmæta á að sjálfsögðu að renna til þeirra sem eiga auðlindina, en ekki til þeirra sem veittur hefur verið tímabundinn nýtingaréttur eins og tíðkast hefur. Hér er því í raun ekki um nýtt gjald að ræða heldur breytingu á því hver fær gjaldið og að allir borga það til þjóðarinnar en ekki sumir útgerðarmenn til annarra útgerðarmanna.
 
Fiskveiðigjald er á allan máta sanngjarnt. Það er afnotagjald til eiganda auðlindarinnar, þjóðarinnar allrar. Verðmæti auðlindarinnar er einnig að miklu leyti afrakstur verndunar almannavaldsins á viðhaldi hennar með veiðistýringu og hafrannsóknum, gegn skammsýnni ofveiði. Í umræddu frumvarpi er veiðigjaldið ákvarðað sem hluti af hagnaði sjávarútvegsins, ekki stærri hluti en svo að nægur ágóðahlutur á að verða eftir til að standa undir skynsamlegum fjárfestingum í greininni, þótt ekki sé þar áskilinn hagnaður til að fjárfesta í ýmsu kostnaðarsömu braski og bruðli að auki.
 
Fráeitt er að draga þá ályktun að skipting hagnaðar milli útgerðar og almennings muni leiða til lægri launa sjómanna. Hagnaður verður til eftir að allur kostnaður hefur fallið til, þar á meðal laun og því munu hærri laun sjómanna leiða til minni hagnaðar en ráðstöfun hagnaðar ekki leiða til lægri launa. Til að tryggja laun sjómanna mætti vel bæta við frumvarpið ákvæði um að allur fiskur skuli seldur á opnum fiskmörkuðum. Slíkt myndi einnig efla innlenda fiskvinnslu í landi og verðmætaaukningu aflans, með tilheyrandi atvinnusköpun og tekjum sveitarfélaga af henni. Einnig mætti bæta sanngirnissjónarmið í fumvarpinu með því að tryggja betur leiðir til að gæta meira jafnræðis til aðgangs að úthlutun fiskveiðiheimilda og nýliðunar í sjávarútvegi. Auðlindagjaldið mun renna til almannaþjónustu og mun því hvorki skerða tekjur sveitarfélaga né auka byrðar þeirra, heldur þvert á móti.“

Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi V-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktir.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:50

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
26. fundur bæjarstjórnar

26. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

I. Fundargerðir til staðfestingar

 

1. a) 1201021
 Fundargerð fræðslunefndar  frá     9. febrúar
 b) 82. fundur bæjarráðs  frá   16. febrúar

 

2. a)  1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá    8. febrúar
b) 1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá  15. febrúar
c) 1201019
Fundargerð félagsmálanefndar frá  14. febrúar
d) 1201023
Fundargerð menningarnefndar frá  14. febrúar
e) 1201024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá  14. febrúar 
f)  83.fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá   23.febrúar
 Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
– liður 5, 1202229 –  Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu,
Stokkseyri, lagt er til að tillagan verði auglýst.
  – liður 6, 0908030 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 36, Selfossi,
  lagt er til að tillagan verði auglýst.

 

3. a) 84. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá        1. mars   

 

4. a) 1201022
  Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar  frá       2. mars
 b) 85. fundur bæjarráðs ( 1201001 )  frá       8. mars

 

5. a) 1201021
  Fundargerð fræðslunefndar  frá       8. mars
 b) 86. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá     15. mars

 

– liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. febrúar, lið 1, málsnr. 0806063 – Málefni Björgunarmiðstöðvar.

 

– liður 2 b) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. febrúar, lið 4, málsnr. 1202273 – Umhverfisverkefni sumarið 2012.
Eyþór Arnalds,  D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

 

Tillaga um skipan verkefnishóps um umhverfismál var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og V- lista,  gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista.

 

– liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 8. febrúar, lið 1, málsnr. 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.

 

– liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerðar framkvæmda- og veitustjórnar frá 8. febrúar, lið 2, málsnr. 1201128 – Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og eignarhald og lið 6, málsnr. 1103049 – Götulýsing í Árborg
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 

– liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 8. febrúar, lið 7, málsnr. 1010065 – Verklagsreglur við snjómokstur.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 

– liður 2 e) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 14. febrúar, lið 5, málsnr. 1202229 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu, Stokkseyri, og lið 6, málsnr. 0908030 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 36, Selfossi.
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu, Stokkseyri, og tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 36, Selfossi, voru borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

– liður 2 f) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. febrúar, lið 4- Fundargerð menningarnefndar, lið 3, málsnr. 1201086, –  Íslensku Hálandaleikarnir 2012
Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri tók til máls.

 

– liður 2 f) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. febrúar, lið 4 – Fundargerð menningarnefndar, lið 1, málsnr. 1201144 –  Menningarstúkur á Eyrarbakka . 

 

– liður 3 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. mars, lið 4, Umsögn – frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis.
 Andrés Rúnar Ingason, V-lista og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

 

– liður 3 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. mars, lið 3 – Erindi Skógræktarfélags Selfoss – Flutningur á trjám úr Hellisskóli inn í Árborg.
 Eggert Valur Guðmundsson og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.

 

– liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2. mars, málsnr 111074 – Uppbygging íþróttamannvirkja í Árborg.
Eyþór Arnalds D,lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri,  tóku til máls.

 

– liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. mars, lið 4, málsnr. 1203002 – Beiðni Hestamannafélagsins Sleipnis um styrk til greiðslu fasteignaskatts á reiðhöllinni við Norðurtröð 5, Selfossi.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

 

– liður 4 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. mars, lið 1- Fundargerð íþrótta- og tómstundarnefndar, málsnr. 1201022, lið 1, málsnr. 1202319 og lið 3, málsnr. 1202385 – Umsókn um styrkveitingar til reksturs og uppbyggingar mótorkrossbrautar og til Golfklúbbs Selfoss

 

– liður 5 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. mars lið 5, málsnr. 1202236 – Fundargerð SASS, lið f) – Varðandi námsmannakort.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.

 

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 

II. 1201103
 Hverfaráð
 a)   Kosning í hverfisráð Eyrarbakka í stað Lindu Ásdísardóttir
b)  Formenn hverfaráða á Eyrarbakka, Sandvíkurhreppi, Selfossi og Stokkseyri

 

a) Tillaga að fulltrúa í stað Lindu Ásdísardóttur er Arnar Freyr Ólafsson.
b) Tillaga að formönnum hverfaráða Árborgar eru:
Á Eyrarbakka, Þór Hagalín
Í Sandvíkurhreppi, Anne B. Hansen
Á Selfossi, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir
Á Stokkseyri, Grétar Zóphaníasson

 

 Tillögur bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða

 

III. 1201083
Samþykkt um hundahald – fyrri umræða

 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri,  fór yfir helstu breytingar á samþykktinni.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

 

Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykkt um hundahald til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.

 

IV. 1203049
 Lántökur 2012
 Ari B. Thorarensen, D-lista, fylgir málinu úr hlaði.

 

 Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 230.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta af afborgunum lána á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2012, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

 Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

Lántökur 2012, lán að fjárhæð 230 m.kr. borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

V. 1202279
Breytingartillögur fulltrúa S- og B- lista við 3 ára fjárhagsáætlun

 

Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi, S-lista, fylgdi úr hlaði breytingartillögu frá fulltrúum S- og B- lista, um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar (fjárfestingar 2013 til 2015).

A- hlutasjóðir
BES.  Í framlagðri áætlun er gert ráð fyrir 50 milljóna framlagi til húsnæðis barnaskólans á Eyrarbakka árið 2014. Okkar tillaga er sú að þegar á árinu 2013 verði varið 25 millj. til endurbóta á húsnæði skólans á Eyrarbakka og 25 millj. árið 2014. Það liggur fyrir að bæjaryfirvöld ætla sér að viðhalda skólastarfi á Eyrarbakka og okkar skoðun er sú að viðhald og endurbætur á húsnæði skólans þoli ekki þá bið sem gert ráð fyrir í framlagðri áætlun meirihlutans.
Eyrarbakki miðbær. Í framlagðri áætlun er gert ráð fyrir 20 millj. framlagi árið 2013 auk 20 millj. árið 2014 til uppbyggingar miðbæjar á Eyrarbakka. Okkar tillaga er sú að þetta framlag verði skert og 10 millj. úthlutað í framkvæmdirnar hvort ár og mismunurinn settur í uppbyggingu/endurbætur skólahúsnæðis á Eyrarbakka.
Fjörustígur, malarstígur. Ofáætlaðar eru samkvæmt framlagðri áætlun 8 milljónir í þetta verkefni þar sem frumáætlun gerir ráð fyrir 18 milljónum en gert er ráð fyrir því framlagi árin 2012 og 2013. Okkar tillaga er sú að þær 8 milljónir sem eru ofáætlaðar verði færðar á BES Eyrarbakka.
Lóð Árbær leikskóli. Undirrituð leggja til að á árinu 2013 verði  framlag vegna lagfæringar á lóð leikskólans hækkað um 3 millj. Á móti verði lækkað framlag til lóðarfrágangs við Vallaskóla um sömu fjárhæð.
Í ljósi niðurstöðu opins almenns fundar, sem haldinn var í félagsheimili hestamanna á Selfossi  fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar þar sem fulltrúar allra flokka lýstu sig reiðubúna til uppbyggingar hesthúsahverfis á Selfossi,  leggjum við til að gert verði ráð fyrir 10 millj. framlagi árið 2013 og 15 millj. árið 2014 vegna fráveituframkvæmda í hesthúsahverfinu. Ekki er gert ráð fyrir þessu í framlagðri áætlun.
Selfossveitur. Í framlagðri áætlun er gert ráð fyrir 5 millj. króna á árunum 2013- 2015 í stækkun dreifikerfis Selfossveitna. Við leggjum til að frekari fjármagni verði varið til stækkunar dreifikerfisins í ljósi þess að nú eru framkvæmdir í gangi til eflingar veitunnar auk þess að ljóst er að margir hafa óskað eftir því að tengjast hitaveitunni.
Undirrituðum þykir afar mikil bjartsýni af hálfu meirihlutans að gera ekki ráð fyrir almennum gjaldskrárhækkunum á tímabilinu vegna þeirrar þjónustu sem sveitarfélagið veitir og leggjum til að meirihlutinn endurskoði þá afstöðu sína. Einnig þykir undirrituðum vafasamt að gera ekki ráð fyrir launahækkunum á því tímabili sem um ræðir.
Undirritaðir fulltrúar taka undir það með meirihlutanum að framtíð sveitarfélagsins sé björt og vaxtar- og þróunarmöguleikar séu með því besta sem þekkist á Íslandi.    

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S- lista.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S- lista.
Helgi Sigurður Haraldsson, fulltrúi B- lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði til að tillögunum verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013 og þriggja ára áætlunar 2014 – 2016.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundson, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
 Tillaga Eyþórs var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

VI. 1202279
Þriggja ára áætlun 2013 – 2015 – síðari umræða

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og  Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

 

Gert var fundarhlé.

 

Tillaga að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2013 – 2015 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir , S-lista, gerði grein fyrir atkvæðum B- og S-lista
 Undirritaðir fulltrúar samþykkja framlagða 3 ára fjárhagsáætlun  meirihluta D-lista fyrir árin 2013-2015. Áætlunin er fyrst og fremst stefnumarkandi fyrir rekstur sveitarfélagsins til næstu 3 ára. Margir óvissuþættir geta haft áhrif á hann svo sem verðbólga, atvinnustig o.s.frv. Undirrituð lögðu fram breytingartilögur við fjárfestingarhluta á ætlunarinnar  og samþykkja framlagða fjárhagsáætlun í trausti þess að framlagðar breytingartillögur verði teknar inn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 og þriggja ára fjárhagsáætlunar 2014-2016.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S- lista.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S- lista.
Helgi Sigurður Haraldsson, fulltrúi B- lista.
Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók undir bókun fulltrúa B- og S lista.

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:45

 

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
25. fundur bæjarstjórnar

25. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. febrúar 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.


Dagskrá:


I. I. Fundargerðir til staðfestingar


1. a) 77. fundur bæjarráðs ( 1201001 )    frá 12. janúar 2012


2. a) 78. fundur bæjarráðs (1201001)  frá 19. janúar 2012


3. a) 1201024
     Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   frá 17. janúar 2012
b) 1201020
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   frá 18. janúar 2012
c) 1201021
 Fundargerð fræðslunefndar      frá 19. janúar  2012
d) 79. fundur bæjarráðs (1201001)  frá 26. janúar  2012
 Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
– liður 6, 1112021 – Grenndarkynning um byggingarleyfi að Laufhaga 17, Selfossi, grenndarkynning hefur farið fram og athugasemdir borist. 


4. a) 80. fundur bæjarráðs ( 1201001)  frá  2. febrúar 2012


5. a) 1201023
  Fundargerð menningarnefndar   frá  30. janúar 2012  b) 81. fundur bæjarráðs (1201001)  frá    9. febrúar 2012


– liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 19. janúar.
    Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.


–    liður 3 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 19. Janúar, lið 2, málsnr. 1109098 – Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls.


–   liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 18. janúar, lið 5, málsnr. 1010065 – Verkslagsreglur við snjómokstur.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.


–   liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar, lið 5, málsnr. 1201064 – Umferðarskipulag við Austurveg.
     Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.


– liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar sl., lið 6, mál nr. 1112021 – Grenndarkynning um byggingarleyfi að Laufhaga 17, Selfossi, grenndarkynning hefur farið fram og athugasemdir borist.
  
Í kjölfar grenndarkynningar bárust athugasemdir frá Sigrúnu Önnu Bogadóttur, Laufhaga 15, vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á lóðinni við Laufhaga 17.  Athugasemdirnar felast einkum í því að Sigrún telur að framkvæmdirnar hefðu neikvæð áhrif á hagsmuni sína þar sem þær myndu hindra viðgerðarvinnu við bílskúr hennar.  Sigrún lýsir því jafnframt yfir að þegar úrbætur hafi verið gerðar á bílskúr hennar muni hún samþykkja fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni við Laufhaga 17.  Bæjarstjórn Árborgar telur að í ljósi þess að nokkurt bil verði á milli húsanna þá komi hinar fyrirhuguðu framkvæmdir ekki til með að hindra viðgerðir á bílskúr Sigrúnar. Bæjarstjórn heimilar því að umbeðið byggingarleyfi verði gefið út.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
Tillaga um að umbeðið byggingarleyfi verði samþykkt, borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
– liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. febrúar, lið 6, málsnr. 1201153 – Atvinnumál í Árborg 2012.


Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur.II. 1202231
Breyting á fulltrúum V-lista í nefndum 2012


 Lagt var til að Andrés Rúnar Ingason taki sæti sem varamaður í framkvæmda- og veitustjórn í stað Óðins Andersen .
 Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


III. 1201103
Kosning í hverfisráð


 Eftirtaldir aðilar voru kosnir í hverfisráð Árborgar


Sandvík
 Guðmundur Lárusson
Anne B Hansen
 Ægir Sigurðsson
 Anna Gísladóttir
 Jónína Björk Birgisdóttir
 
Varamenn
 Guðrún Kormáksdóttir
 Oddur Hafsteinsson
 Aldís Pálsdóttir
 Jóna Ingvarsdóttir
 Arnar Þór KjærnestedEyrarbakki
Þór Hagalín
Gísli Gíslason
Arna Ösp Magnúsardóttir
Linda Ásdísardóttir
Óðinn Andersen


Varamaður:
Baldur Bjarki Guðbjartsson


Stokkseyri
Grétar Zóphaníasson
Sigurborg Ólafsdóttir
Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Lára Halldórsdóttir


Selfoss
Helga R. Einarsdóttir
Guðmundur Sigurðsson
Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson
Ingibjörg E. L. Stefánsdóttir
Magnús Vignir Árnason


Varamaður:
Eiríkur Sigurjónsson
 
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.


Bæjarstjórn Árborgar þakkar fulltrúum í hverfisráðum fyrir óeigingjarnt starf.


Kosning um hverfisráð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.IV. 1202279
Þriggja ára áætlun 2013-2015 – fyrri umræða


 Eyþór Arnalds, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdu þriggja ára fjárhagsáætlun 2013-2015 úr hlaði.


Greinargerð með 3ja ára fjárhagsáætlun
Fyrir árin 2013- 2015


Stefnumörkun
Fyrir liggur til fyrri umræðu önnur 3ja ára áætlun sem sett er fram á þessu kjörtímabili. Til grundvallar henni liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 en jafnframt er byggt á þriggja ára áætlun 2012-2014, ekki síst hvað varðar fjárfestingar og álögur. Gert er ráð fyrir að byggja á þeim grunni og þeim breytingum sem fyrir liggja og halda áfram á sömu braut. Fjárfestingar eru í lágmarki en engu að síður eru verulegir fjármunir lagðir í veitukerfi, einkum heitavatnskerfi. Endurbætur á götum og gangstígum eru þó áformaðar. Þá er gert ráð fyrir því að ráðist verði í viðbyggingu við Sundhöll Selfoss á árunum 2013-14. Stefnt er að lækkun skuldahlutfalls í samræmi við viðmið eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir niðurgreiðslu skulda á áttunda hundrað milljóna á tímabilinu. Segja má að lækkun skulda sé mikilvægasta fjárfestingin enda er gert ráð fyrir að fjármagnsliðir verði sífellt jákvæðari föstu verðlagi. Niðurgreiðsla skulda leiðir þannig af sér sterkari peningalega stöðu og aukið svigrúm til að lágmarka álögur á íbúa sveitarfélagsins. Þá er áfram stefnt að því að taka til baka þær hækkanir á fasteignaskatti heimilanna sem urðu eftir bankahrun og lækka í áföngum fasteignaskattsprósentuna úr 0.325% í 0.275%. Er hér um að ræða mikla leiðréttingu á fasteignaskattsprósentunni á tímabilinu.


Stefnt er að sölu eigna og þá sérstaklega fastafjármuna sem ekki eru notaðir af sveitarfélaginu sjálfu. Um þetta hefur náðst góð sátt meðal bæjarfulltrúa. Með þessu er unnt að ráðast í fjárfestingar án þess að lántökur fari úr hófi fram. Ýmsir óvissuþættir eru í umhverfi sveitarfélaga um þessar mundir og er því mikilvægt að fara varlega. Má hér nefna reglur og lagasetningu ríkisins, ástand á vinnumarkaði sem er ótryggt þó það fari batnandi í sveitarfélaginu, launaþróun og yfirfærslu málaflokka frá ríki til sveitarfélaga. Má segja að þessi áætlun sé hófleg og aðhaldssöm án þess þó að vega að rekstraröryggi og þjónustu við íbúana.


Helstu áherslur
Hér er lögð fram í bæjarstjórn Árborgar þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2013 – 2015. Áætlunin er unnin í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga og er greind niður á málaflokka.


Þriggja ára áætlun er ekki staðfest fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2015 heldur yfirlit yfir það sem er á dagskrá þessi ár.  Við fjárhagsáætlanagerð hvers árs fer fram nánari útfærsla á þriggja ára áætlun miðað við þær forsendur sem þá liggja fyrir og því geta fjárhæðir og framkvæmdahraði vegna einstakra verkefna breyst frá því sem fram kemur í þriggja ára áætlun hverju sinni.


Samkvæmt lögum fer þriggja ára áætlun í tvær umræður í bæjarstjórn. Áætlunin sem nú liggur fyrir getur því tekið breytingum milli umræðna en seinni umræða er áætluð þann 21.mars næst- komandi.


Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans.


Helstu forsendur áætlunar 2013 – 2015
Til að unnt sé að setja fram áætlunina hafa ákveðnar forsendur verið lagðar til grundvallar.  Í ljósi efnahagserfiðleika í landinu og óvissu um þróun mála næstu misserin þá er ljóst að forsendur áætlunarinnar geta breyst þegar fram líður.  Þriggja ára áætlun er byggð á áætlun ársins 2012 og er á föstu verðlagi og föstu gengi.


Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri allra málaflokka næstu 3 árin.


Íbúaþróun
Í áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að íbúafjöldi standi í stað en í þriggja ára áætlun er nú gert ráð fyrir fjölgun íbúa sem nemur 1% á ári.


Skatttekjur
Áætlað er að skatttekjur hækki um 2% á ári næstu þrjú árin. Áætluð hækkun tekur mið af opinberum spám um hækkun útsvars vegna aukinna atvinnutekna í kjölfar jákvæðs hagvaxtar, fjölgunar íbúa og minnkandi atvinnuleysis. 


Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Gert er ráð fyrir hækkun á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem nemur 2% á ári næstu þrjú árin.


Fasteignaskattur
Gert er ráð fyrir því að lækka fasteignaskatt A á íbúðarhúsnæði í þrepum á næstu tveimur árum. Á árinu 2013 muni álagningarhlutfall  lækka úr 0,325% í 0,30%. Á árinu 2014 muni það lækka úr 0,30% í 0,275%.


Þjónustutekjur
Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám vegna þjónustu sveitarfélagsins í áætluninni.


Laun
Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun árisins 2012.  Ekki er gert ráð fyrir launahækkunum. Launaliðir í nokkrum deildum munu breytast þar sem biðlaunagreiðslum mun ljúka á árinu 2013.


Rekstrarkostnaður
Áætlun rekstrarkostnaðar er byggð á áætlun ársins 2012. Breytingar eru í einstaka málaflokkum þar sem samningar hafa verið gerðir fram í tímann.


Helstu niðurstöður áætlunar 2013 – 2015

Eins og sjá má í töflunni hér að ofan er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði jákvæð öll árin. Veltufé frá rekstri er jákvætt og hækkar jafnt og þétt á tímabilinu.


Fjármagnsliðir
Fjármagnsliðir eru reiknaðir miðað við þau vaxtakjör sem sveitarfélagið býr við.  Eins og fyrr segir er áætlunin gerð á föstu verðlagi með  þeirri undantekningu þó að við útreikning á fjármagnskostnaði er gert ráð fyrir hækkun vísitölu um 3% á ári.


Fjárfestingar
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 420 millj.kr. árið 2013, 409,5 millj.kr. árið 2014 og 429,3 millj.kr. árið 2015.


Lántökur
Ný langtímalán á árunum 2013 -2015 eru áætluð 1.285 millj.kr. en niðurgreiðslur eldri lána eru áætlaðar á sama tímabili 1.923 millj.kr.


Lokaorð
Aukin festa er að verða í áætlanagerð sveitarfélagsins og er meira samhengi á milli áætlana milli ára sem og markvissari beiting þriggja ára áætlanagerðar í ársáætlanagerð. Þrátt fyrir þetta og óvissu í ytra rekstrar- og verðbólguumhverfi má áfram búast við að sveitarfélagið þurfi að grípa inn í verkefni sem koma í fang þess. Óvæntar fjárfestingar eru ekki útilokaðar þó þær séu ekki á áætlun enda eru enn mörg verkefni óleyst þó vel hafi gengið að takast á við erfiðar áskoranir á síðustu árum. Fyrir tólf árum síðan voru skuldir að undanskildum lífeyrisskuldbindingum um helmingur af tekjum sveitarfélagsins. Árið 2010 voru þær nærri fjórum sinnum hærri að hlutfalli. Það er mikið grettistak að ná tökum á og minnka slíka skuldastöðu á sama tíma og við lækkum álögur á íbúa og tökum í fang fjárfestingarverkefni sem þurfa úrlausnar við. Á síðustu tveimur árum má nefna hér Björgunarmiðstöðina á Selfossi og Miðjureitinn. Fleiri óleyst fjárfestingarverkefni kunna að kalla á úrlausnir en í slíkum tilfellum er stefnt að því að leysa slík mál með lágmarkstilkostnaði fyrir sveitarfélagið. Rétt er að þakka starfsmönnum og íbúum fyrir gott samstarf og skilning á erfiðum viðfangsefnum sveitarfélagsins okkar. Framtíð sveitarfélagsins er björt og vaxtar- og þróunarmöguleikar með því besta sem þekkist. Traustur fjárhagsgrunnur er hér lykill að uppbyggingu og þróun til langrar framtíðar. 


Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.


Lagt var til að þriggja ára fjárhagsáætlun verði vísað til síðari umræðu.
Var það samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
24. fundur bæjarstjórnar

24. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Tómas Ellert Tómason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Bjarni Harðarson, varamaður, V-lista,

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

Dagskrá:

 

I. Fundargerðir til staðfestingar

 

1. a) 72. fundur bæjarráðs (1006055)    frá   8. desember 2011

 

2. a)  1006056
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá  12. desember 2011
  b)  1007076
  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá    8. desember 2011
  c)  1007094
  Fundargerð félagsmálanefndar  frá   27. nóvember 2011
     d) 73. fundur bæjarráðs (1006055)  frá   15. desember 2011

 

3.  a) 1007095
  Fundargerð fræðslunefndar  frá  14. desember 2011
  b) 1007094
  Fundargerð félagsmálanefndar     frá  13. desember 2011
 c) 1007096
 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar   frá  12. desember 2011
 d) 74. fundur bæjarráðs (1006055)  frá  22. desember 2011
Úr fundargerð bæjarráðs 74. fundur, til afgreiðslu:
– liður 2, fundargerð félagsmálanefndar, 13. fundar, mál nr. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð, tillaga að breytingum á reglum.

 

4.  a) 75. fundur bæjarráðs (1006055)  frá  29. desember 2011

 

6.   a) 1007076
 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá 29. desember 2011
 b) 76. fundur bæjarráðs (1006055)  frá   5.  janúar  2012
Úr fundargerð bæjarráðs 76. fundar, til afgreiðslu:
– liður 1, fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, 19. fundur, -liður 5, 0909042, tillaga að breyttu deiliskipulagi Skipa. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

 

– liður 2 d) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. desember, lið 10, málsnr. 1012096 –  Útboð á sorphirðu 2011 og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúum S-lista.
Hvaða aðilar innan bæjarkerfisins yfirfóru útboðsgögn vegna útboðsins – Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012 – 2016? Svar við þessari fyrirspurn verði lagt fyrir bæjarráð við fyrsta tækifæri.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Bjarni Harðarson, V-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 

– liður 3 c) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12. desember, liður 1, málsnr. 1110073 – Kjör íþróttakonu og karls Árborgar 2011.

 

– liður 3 d) Fundargerð félagsmálanefndar  frá 27. nóvember 2011, mál nr. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð, tillaga að breytingum á reglum.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
– Tillaga að breyttum reglum um fjárhagsaðstoð, bori undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S- og V-lista, bæjarfulltrúi B-lista sat hjá.

 

– liður 4 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs Árborgar frá 29. desember, lið 1 málsnr. 1104251 – Endurupptaka máls, ósk um umsögn vegna lögbýlisréttar (Háteigur/Lágteigur) og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirrituð er ekki sammála þeirri ákvörðun bæjarráðs að hafna því að veita jákvæða umsögn um lögbýlisrétt. Það er mín skoðun að ef umsóknir sem þessar hvorki skaða sveitafélagið né skuldbinda það með neinum hætti þá eigi hagsmunir íbúa þess að ganga fyrir.“
Sandra Dís Hafþórsdóttir.

 

– liður 4. Minnisblað bæjarlögmanns. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Bjarni Harðarson, V-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
 
– liður 6 b)  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 29. desember 2011, mál nr. 0909042 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi Skipa.
Tillaga um að breytt deiliskipulag við Skipa verði samþykkt, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II.  1012096
 Samningur um sorphirðu 1. janúar – 30. júní 2011
 
 Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

 

„Fékk bæjarfulltrúi, Eggert Valur Guðmundsson, kæru Gámaþjónustunnar í hendur áður en sveitarfélagið fékk hana?  Ef svo er, væri gott að vita hvernig á því stæði.“
Eyþór Arnalds

 

Samningur um sorphirðu  var borinn undir atkvæði og staðfestur  með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B-, S- og V- lista sátu hjá.

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæðum B-,S- og V-lista:

 

„Undirritaðir bæjarfulltrúar vilja benda á að ekki hefði þurft að koma til þessarar framlengingar á samningi um sorphirðu í desember sl. ef meirihluti D-lista hefði ekki farið þá ótrúlegu leið að hafna hagstæðu tilboði í sorphirðu sveitarfélagsins á sl. ári.  En varðandi það mál vísum við í bókanir okkar á 73.fundi bæjaráðs þann 15.desember sl. og aftur á 23.fundi bæjarstjórnar, einnig þann 15.desember sl.  Í stað þess að hafna þeim tilboðum sem bárust og ógilda útboðið hefði verið hægt að semja við lægstbjóðanda og spara þannig sveitarfélaginu stórar upphæðir og láta reyna á lögmæti þeirra athugasemda sem bárust við útboðsgögnin.   Þrátt fyrir þetta  er nauðsynlegt að halda sorphirðu, í sveitarfélaginu áfram  og greiðum við ekki atkvæði gegn þessari framlengingu á samningnum, heldur sitjum hjá.“

Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista.
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista.
Bjarni Harðarson bæjarfulltrúi V- lista

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:30

 

Eyþór Arnalds 
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Tómas Ellert Tómasson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Bjarni Harðarson

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
23. fundur bæjarstjórnar

23. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. desember 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Bjarni Harðarson, varamaður, V-lista,

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá mál nr. 1012096 – Útboð á sorphirðu 2011 – úr fundargerð bæjarráðs Árborgar frá 15. desember 2011. 
Var það samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista sátu hjá.

 

Dagskrá:
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, víkur af fundi, Grímur Arnarson, varamaður D-lista, kemur inn á fundinn.

 

I. Mál nr. 1012096 – Útboð á sorphirðu 2011
Eftirfarandi tillaga var tekin sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu hennar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að hafna þeim tilboðum sem bárust í verkið Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð  2012 – 2016 þar sem færa megi rök fyrir því að gallar kunni að hafa verið á framkvæmd útboðsins.
Rétt er að benda á að kostnaður við lægsta tilboð er yfir 13 milljón krónum hærri fyrir árið 2012 en kostnaður við sorphirðu fyrir árið 2011. Þá er útboðsupphæð fyrir fimm ára tímabil miðuð við núverandi sorpmagn en margt bendir til að það kunni að aukast á tímabilinu með tilheyrandi viðbótarkostnaði.

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að leita samninga við núverandi sorphirðuaðila um framlengingu samnings til 1. júlí 2012. Bæjarráð felur tækni- og veitustjóra að vinna að nýju útboði.

 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, óskaði eftir að færðar  yrðu til bókar eftirfarandi tillögur og bókanir frá bæjarráðsfundi fyrr í dag.
„Sú tillaga sem hér er lögð fram af meirihluta D-lista, að hafna niðurstöðu útboðs á sorphirðu fyrir sveitarfélagið, er verulega undarleg ákvörðun. Byggð á vangaveltum um hugsanlega galla á útboðinu og aukið sorpmagn í framtíðinni . Einnig eru settar fram tölulegar upplýsingar um hærri kostnað á árinu 2012, en ekkert getið um sparnað upp á 25 milljónir á samningstímanum. Hugsanlegur kostnaður sveitarfélagsins vegna þessarar ákvörðunar er alfarið á ábyrgð meirihluta D-lista´´
 
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.
 
Lögð var fram eftirfarandi tillaga Eggerts Vals og Helga S. Haraldssonar:
„Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði á sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg.
Greinargerð:  Bæjarstjórn tók ákvörðun fyrir ári síðan að láta bjóða út sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg í ljósi þess að samningur við verktakann, sem hefur séð um sorphirðuna mörg undanfarin ár, var runninn út. Skipaður var vinnuhópur  fulltrúa  allra flokka  til þess að móta framtíðarstefnu  í málaflokknum sem lið í undirbúningi útboðsins. Í framhaldinu var verkfræðistofan Efla fengin til þess að gera útboðsgögn og bjóða út verkið í samræmi við vilja bæjarstjórnar. Niðurstaðan  varð sú að tvö fyrirtæki buðu í verkið, annars vegar Íslenska gámafélagið og hins vegar  Gámaþjónustan. Tilboð Gámaþjónustunnar reyndist  mun hagstæðara fyrir sveitarfélagið. Ef miðað er við kostnað undanfarinna ára er tilboð Gámaþjónustunnar mjög hagkvæmt fyrir sveitarfélagið og þýðir í raun sparnað  sem nemur um það bil 25 milljónum kr. á samningstímanum. Fyrir liggur einkunnargjöf unnin af fagaðilum vegna tilboðanna og skorar lægstbjóðandi hærra í þeirri einkunnargjöf. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að ganga frá samningi við lægstbjóðanda sem allra fyrst enda gert ráð fyrir því að núverandi  verktaki ljúki við sinn samning um næstu áramót og nýr verktaki taki til starfa 1. janúar 2012´´
Eggert Valur Guðmundsson, S lista og Helgi S. Haraldsson, B-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista.
Lögð var fram bókun Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, og Helga S. Haraldssonar, B-lista:
„Það er algjörlega óskiljanlegt að meirihluti D-lista skuli fella þá tillögu sem hér er lögð fram af undirrituðum fulltrúum minnihlutans, um að ganga til samninga við lægstbjóðanda eftir útboð sem sveitarfélagið stóð fyrir vegna sorphirðu í sveitarfélaginu.  Ljóst er að annar tilboðsgjafanna hefur sent frá sér tilmæli um ógildingu útboðsins, sem við nánari skoðun standast ekki  sem rök fyrir ógildingu þess.  Útboðsgögn voru unnin af Verkfræðistofu Suðurlands og EFLU verksfræðistofu fyrir sveitarfélagið og eru í samræmi við allar almennar reglur og lög sem um slík útboð gilda.  Hefur umsjónaraðili útboðsins hjá EFLU sagt að útboðsgögnin standist alla lagalega skoðun og í þeim felist á engan hátt mismunun gagnvart tilboðsgjöfum.  Í útboðsgögnum er m.a tekið fram að þeir bjóðendur sem komi til greina skuli, innan ákveðins frests, sé þess óskað, láta í té ýmsar upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki, s.s starfsleyfi, upplýsingar um tæki, staðfestingu á að fyrirtækið sé ekki í vanskilum með opinber gjöld o.s.frv.
Hvorugur tilboðsgjafa gerði athugasemdir þegar tilboð voru opnuð og báðir aðilar skiluðu inn þeim gögnum sem beðið var um án athugasemda  eftir að tilboð voru opnuð.  Tilboðsgjafar sátu við sama borð allt útboðsferlið.
Leitað hefur verið álits bæjarlögmanns á – Tilmælum um ógildingu útboðs –  frá öðrum tilboðsgjafanum og getur bæjarlögmaður ekki gefið ótvíræð svör við því hvort gallar hafi verið á útboðinu eða ekki.  Hvergi er heldur til ótvíræður úrskurður í sambærilegum málum en í úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2006 segir: “Það er meginregla í opinberum innkaupum að bjóðendur geta ekki breytt grundvallarþáttum í tilboðum sínum eftir að þau hafa verið opnuð, enda eru slíkar breytingar almennt til þess fallnar að raska samkeppni og fela í sér hættu á mismunun.”  Í þessu útboði er ekki hægt að segja, að með því að kalla eftir frekari upplýsingum eftir að tilboð voru opnuð, hafi jafnræði verið brotið þar sem það kom skýrt fram í útboðsgögnum að eftir þessu yrðir kallað og báðir aðilar vissu það og báðir aðilar skiluðu inn umbeðnum gögnum á tilsettum tíma.
Í útboðinu sem hér um ræðir var vægi tilboðsupphæðar 80% og vægi annarra þátta samtals 20%, en kallað var eftir upplýsingum vegna þessara þátta við opnun tilboða. Í niðurstöðum þessa útboðs hefur því tilboðsverðið svo mikið vægi að aðrir þættir geta ekki breytt niðurstöðu þess, þ.e.a.s.  hvor tilboðsgjafi skorar hærra eftir að allar viðbótarupplýsingar hafa verið skoðaðar.
Það er vægast sagt undarlegt að ganga ekki nú þegar til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli þeirra tilboða sem fyrir liggja og einkunnargjafar tilboðsgjafa, samkvæmt umbeðnum upplýsingum sem þeir báðir skiluðu inn“
Helgi Sigurður Haraldsson, fulltrúi B-lista og Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók undir bókunina.
Ari B. Thorarensen, D-lista, óskaði eftir að eftirfarandi bókun úr bæjarráði yrði færð inn í fundargerðina.
„Það er ábyrgðarhluti að semja um sorphirðu til fimm ára og binda þannig sveitarfélagið. Nú liggur fyrir álit bæjarlögmanns sem staðfestir að galli kunni að vera á útboðinu. En í áliti bæjarlögmanns segir orðrétt: „Ef að lögmæti útboðsins yrði borið undir framangreinda úrskurðaraðila má færa rök fyrir því að niðurstaðan gæti orðið sú að jafnræði bjóðenda hefði ekki verið gætt með fullnægjandi hætti.“  Sá reiknaði ávinningur sem fulltrúar S- og B-lista nefna er ekki fyrir hendi, þvert á móti er ýmislegt sem bendir til annars.“

 

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Bjarni Harðarson, V-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Grímur Arnarson, D-lista, tóku til máls.

 

Bjarni Harðarson, V-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.
“Undirritaður gerir að tillögu sinni að 10. lið, 73. fundar bæjarráðs um útboð sorphirðu, verði frestað og tekið að nýju til umfjöllunar á aukafundi bæjarstjórnar sem boðað verði til fyrir áramót”.
Bjarni Harðarson, bæjarfulltrúi V-lista.
Breytingartillaga borin undir atkvæði og var hún fell með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista.

 

Helgi S. Haraldsson, S-lista, óskaði eftir fundarhléi og var gert hlé á fundinum.

 

Tillögu um að hafna þeim tilboðum sem bárust í verkið Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012-2016 borið undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista.

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæðum minnihlutans:
“Sú ákvörðun meirihluta D-lista að hafna þeim tilboðum sem bárust í sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg, á bæjarráðsfundi fyrr í dag, er óskiljanleg.  Rökin sem meirihlutinn notar fyrir ákvörðun sinni eru getgátur um hugsanlega, mögulega, kannski galla á útboðinu.  Einnig er gert lítið úr þeim 25 milljón króna sparnaði sem liggur fyrir að verði á samningstímanum, fimm árum,  miðað við núverandi forsendur um magn o.fl.
Greinargerð bæjarlögmanns styður ekki með afdráttarlausum hætti ákvörðun meirihlutans að hafna beri þeim tilboðum sem bárust.
Undirritaðir bæjarfulltrúar vísa í þær bókanir sem gerðar voru við afgreiðslu málsins í bæjarráði fyrr í dag og harma þessa niðurstöðu málsins.  Um leið lýsa þeir allri ábyrgð á þeim kostnaði sem af málinu hlýst , vegna skaðabótamála og  annars kostnaðar, alfarið á hendur meirihlutanum.
Það er sorglegt til þess að hugsa að öll sú vinna og kostnaður sem fram hefur farið við undirbúning útboðsins, þ.e vinna vinnuhóps um sorpmál, gerð útboðsgagna og fleira, sé með þessu hent út um gluggann.  Á sama tíma er verið að afgreiða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012, þar sem starfsmenn sveitarfélagsins hafa gert allt til þess að finna leiðir til lækkunar kostnaðar og til hagræðingar  en upplifa síðan að hægt er að hafna tilboðum og vinnu, sem mun spara sveitarfélaginu tugi milljóna. 
Að lokum veldur það okkur vonbrigðum að ekki náðist sátt um að fresta málinu til að frekari skoðunar og upplýsingaöflunar vegna hagsmuna bæjarsjóðs.”
Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
Bjarni Harðarson, varabæjarfulltrúi V-lista.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, kemur aftur inn á fundinn, Grímur Arnarson, varamaður D-lista vék af fundi.

 

II. 1106093
            Fjárhagsáætlun 2012 – seinni umræða
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Bjarni Harðarson, V-lista, tóku til máls.

 

Bjarni Harðarson, V-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
“Undirritaður þakkar starfsfólki Sveitarfélagsins Árborgar fyrir vel unnin störf við gerð fjárhagsáætlunar.  Niðurstaða fjárhagsáætlunar er endanlega á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar.  Fulltrúi V-lista óskar meirihluta velfarnaðar í þeim störfum sem tengjast fjárhagsáætluninni og mun ekki leggjast gegn samþykkt hennar en ekki heldur gjalda henni já-yrði.”
Bjarni Harðarson, bæjarfulltrúi V-lista.

 

Fjárhagsáætlun var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum bæjarfulltrúa D-, B- og S-lista, bæjarfulltrúi V-lista situr hjá.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, gerir grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa B- og S-lista:
“Fjárhagsáætlun ársins 2012 sem nú er lögð fram af bæjarstjórnarmeirihluta D-listans er, eins og kemur fram í greinargerð með henni, í takt við þær áætlanir sem lagðar hafa verið fram og unnið eftir allt frá efnahagshruninu, haustið 2008.
Í fjárhagsáætluninni eru settar fram lágmarkshækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins, að meðaltali í kringum 5%,  til að halda í við verðlagsþróun á milli ára.  Þó er hækkun á gjaldskrá Selfossveitna töluvert hærri eða 12,5%.  Er það gert með þeim rökum að nauðsyn er á verulegum framkvæmdum til aukinnar vatnsöflunar, bæði á heitu og köldu vatni.  Verður því að treysta því að meirihlutinn láti verða af því að fara í þær framkvæmdir á árinu 2012. Ekkert varð úr framkvæmdum á árinu 2011, þrátt fyrir að aðalröksemdin fyrir 18% hækkun gjaldskrár á árinu 2011 hafi verið sú að nauðsynlegt væri  að ráðast í frekari vatnsöflun.
Sveitarfélagið Árborg er skuldsett sveitarfélag eins og svo mörg önnur sveitarfélög á Íslandi í dag.  Ekki skal gleyma því að skuldirnar eru komnar til vegna mikilla fjárfestinga undanfarinna ára, þegar sveitarfélagið stækkaði ört og íbúafjölgun varð ár eftir ár langt umfram landsmeðaltal.  Meðal framkvæmda voru byggingar leikskóla, grunnskóla, gatnagerð, holræsagerð o.fl.  Á síðasta ári lækkaði skuldahlutfall bæjarsjóðs úr 209% í 204% og stefnan er sett á að ná því niður í 152%.  Markmiðið er göfugt og vonandi næst það.  Ekki má samt gleyma því að aukið framlag í tekjum sveitarfélagsins með tilkomu hækkunar á hámarksútsvari í 14,48% vegna tilfærslu á málefnum fatlaðs fólks, hjálpar til við að gera þennan samanburð hagstæðari.
Margt er þó ógert sem þarf að vinna að í framtíðinni til að lækka kostnað sveitarfélagsins og hagræða í rekstri þess.  Má m.a. nefna skoðun á innkaupamálum sveitarfélagsins,  skoðun á frekari þjónustusamningum við einstök félög eða verktaka, frekari skoðun á sölu eigna sem ekki nýtast sveitarfélaginu og fleiri þáttum til meiri forgangsröðunar, hagræðingar og lækkunar á ýmsum útgjaldaliðum.
Þrátt fyrir að hér sé lögð fram fjárhagsáætlun byggð á forsendum sem nú liggja fyrir þá eru margir lykilþættir sem erfitt er að spá fyrir um vegna ársins 2012, s.s. verðbólgu, þróun atvinnuleysis, fjárhagsaðstoð o.fl. sem hefur bein áhrif á stöðu bæjarsjóðs.
Undirritaðir bæjarfulltrúar vilja gagnrýna harðlega það vinnulag sem meirihlutinn hefur viðhaft við  gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagins. Minnihlutanum var ekki boðið að koma að gerð hennar sem er í engu samræmi við yfirlýsingar meirihlutans um að ekki eigi að vera meiri eða minnihluti í Sveitarfélaginu Árborg. Allir kjörnir bæjarfulltrúar eru fulltrúar íbúa sveitarfélagins og fjárhagsáætlun hvers ár er lykilatriði í rekstri og stjórnun sveitarfélagsins.
Undirritaðir bæjarfulltrúar greiða atkvæði með framlagðri fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2012”
Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi  S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.

 

Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun.
“Bæjarfulltrúar D-lista þakka starfsfólki sveitarfélagsins og bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar sem og í öðrum störfum.
Bæjarfulltrúar D-lista þakka þeim bæjarfulltrúum sem studdu fjárhagsáætlun sveitarfélagsins enda eru hún í senn metnaðarfull og ráðdeildarsöm.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska starfsmönnum og bæjarfulltrúum gleðilegra jóla og vonast eftir góðu samstarfi á nýju ári. “

 

III. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá sundlauga Sveitarfélagsins Árborgar 2012 –
            seinni umræða         
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

IV. 1112008
           Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu
           Árborg 2012 –  seinni umræða 
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

V. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í
            Sveitarfélaginu Árborg 2012  – seinni umræða 
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 

VI. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir hundagjald í Sveitarfélaginu Árborg
            2012  – seinni umræða
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 

VII. 1112008
Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir kattahald í Sveitarfélaginu Árborg 2012 – seinni umræða
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 

VIII. 1112008
 Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Sveitarfélaginu Árborg
            2012  – seinni umræða
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 

IX. 1112008
           Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg 2012 –
            seinni umræða
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 

X. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir skólavistun í Sveitarfélaginu Árborg
            2012 – seinni umræða
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 

XI. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum í Sveitarfélaginu
            Árborg 2012 – seinni umræða
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

XII.      1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá bókasafna í Sveitarfélaginu Árborg 2012 –
            seinni umræða
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 

XIII.     1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá Selfossveitna 2012 – seinni
 umræða
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:20

 

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Bjarni Harðarson 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari
22. fundur bæjarstjórnar

22. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 8. Des. 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður,  D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Bjarni Harðarson, varamaður, V-lista,

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

Dagskrá:

 

I. Fundargerðir til staðfestingar

 

1. a) 1006056
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá  2. nóvember
b) 1007076
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá   1. nóvember
 c) 68. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 10. nóvember

 

2. a) 1007096
 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17. október
 b) 69. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 17. nóvember

 

3. a) 70. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 24. nóvember
 -liður 7- tillaga um breytingar á samþykktum Leigubústaða Árborgar ehf.

 

4.  a) 1101023
 Fundargerð fræðslunefndar frá 24. nóvember
b) 1101086
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar               frá 16. nóvember
 -liður 3, mál nr. 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg
 c) 1101086
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá 30. nóvember
c)71.fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá  1. desember

 

-liður 1a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 5, mál númer 1108147 – Ráðning – umsjónarmaður umhverfis- og framkvæmda.

 

-liður 1c) Helgi S. Haraldsson, B-lista,  tók til máls um lið 2, mál númer 1007076 – Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

 

-liður 1c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 8, mál númer 1110165 – Tillaga bæjarfulltrúa S-lista um kortlagningu lóða og fasteigna til sölu.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 

-liður 2a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 1, mál númer 1110077 – Frístundakort.
Eyþór Arnalds, D-lista og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 

-liður 2a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6, mál númer 1109166 – Rannsóknir og greining – Ungt fólk 2011.

 

-liður 2a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 7, mál númer 1110057 – Stefnumótun í íþróttamálum.
Helgi S. Haraldsson,  B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

 

-liður 3a) Bjarni Harðarson, V-lista, tók til máls um lið 1, mál númer 1104199 – Fundargerð hverfisráðs Selfoss.

 

Bjarni Harðarson, V-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúi V-lista í bæjarstjórn varar við hugmyndum um að setja allt gamalt fólk bæjarins í eitt hverfi.  Þá er mikilvægt að sú uppbygging sem fyrirhuguð er í mjólkurbúshverfinu samræmist þeirri byggð sem þar er og þeirri sögu sem hið gamla og hálfdanska mjólkurbúshverfi býr yfir.”
Bjarni Harðarson, V-lista.

 

-liður 7 í fundargerð bæjarráðs frá 24. nóvember 2011, mál nr. 1111073 – Tillaga um breytingu á samþykktum Leigubústaða Árborgar ehf.
Tillaga um breytingu á samþykktum Leigubústaða Árborgar ehf. borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

-liður 3b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 3, mál númer 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.

 

-liður 3 í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 30. nóvember 2011, mál nr. 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og  lagði fram bókun:
“Undirritaðir bæjarfulltrúar ítreka afstöðu sína gagnvart frekari fjárútlátum vegna hugsanlegrar Ölfusárvirkjunar. Nú hefur meirihlutinn ákveðið að setja enn meira fjármagn í hugmyndina og í þetta skiptið til að láta gera glærusýningu um minni virkjanakost. Undirrituð telja þeim fjármunum sem nú á að setja til viðbótar í virkjanamál mun betur varið í önnur mikilvægari mál.”
Arna Ír Gunnarsdóttir, S lista
Eggert Valur Guðmundsson, S lista

Bjarni Harðarson, V-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista,  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,  tóku til máls.

 

Bjarni Harðarson, V-lista, lagði fram bókun:
“Fulltrúi V-lista í bæjarstjórn leggur áherslu á að sú tillaga sem samþykkt var í veitustjórn er árangur af gagnrýni sem fram kom á stórtækar virkjanahugmyndir.  Fagleg athugun á öðrum kostum er ávinningur fyrir umhverfismál í Sveitarfélaginu Árborg.”
Bjarni Harðarson, V-lista.

 

Tillaga um viðbótarfjárveitingu til athugunar á minni virkjunarkosti í Ölfusá borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D- og V-lista, bæjarfulltrúar S- og B- lista voru á móti.

 

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II. 
a) 1108100 
Breyting á fulltrúum S-lista í nefndum
Menningarnefnd, nýr inn er Þorlákur Helgason í stað Guðrúnar Höllu Jónsdóttur.
Breyting á fulltrúa í menningarnefnd borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

b) 1111073
Kjör stjórnarmanns í Leigubústaði Árborgar ehf
Stjórn Leigubústaða Árborgar, stjórnarmaður verður Ásta Stefánsdóttir, varamaður verður Tómas Ellert Tómasson.

 

Með samþykkt bæjarstjórnar Árborgar um breytingar á samþykktum Leigubústaða Árborgar ehf verður stjórnarmaður í Leigubústöðum einn í stað þriggja áður og gegnir jafnframt hlutverki framkvæmdastjóra félagsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir að allar meiriháttar ákvarðanir sem snerta félagið skuli lagðar fyrir bæjarráð fyrirfram. Nær samþykkt þessi m.a. til ákvarðana um kaup og sölu eigna, lántöku og veðsetningar, ráðstöfunar hagnaðar og ákvörðunar leigugjalds.

 

Reglur um breytingar á samþykktum Leigubústaða Árborgar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 

III. 1106093
            Fjárhagsáætlun 2012 – fyrri umræða
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eyþór Arnalds, D-lista,  fylgdu fjárhagsáætlun 2012 úr hlaði.

 

Greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2012
I          Inngangur
Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hefur verið unnið að því að laga rekstur sveitarfélagsins að breyttum veruleika. Allir þættir rekstrar hafa verið yfirfarnir með það að markmiði að draga úr rekstrarkostnaði. Stöðugildum stjórnenda hefur fækkað verulega og kostnaði hefur verið náð niður með ýmsu móti, má þar nefna sem dæmi sameiningu leikskólanna Æskukots og Brimvers og flutning á kennslu úr Sandvíkurskóla, sem hafði í för með sér bæði fækkun stöðugilda og lækkun á rekstrarkostnaði húsnæðis. Hækkanir á gjaldskrám hafa fyrst og fremst tekið mið af verðlagsbreytingum. Ekki hefur verið gripið til skerðingar á þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á borð við þær sem að framan greinir hækka rekstrarútgjöld sveitarfélagsins á milli ára. Munar þar miklu um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru á þessu ári, en heildar áhrif þeirra á launaliði  á árinu 2012 eru um 229 millj.kr. En að teknu tilliti til aukinnar hagræðingar og fleiri þátta hækkar launakostnaður um 207 millj.kr. milli áranna 2011 og 2012.
Ný sveitarstjórnarlög munu taka gildi um næstu áramót. Í lögunum eru nýjar reglur um fjármál sveitarfélaga sem skerða nokkuð það frjálsræði sem sveitarstjórnir hafa búið við hér á landi. Reglurnar eru tvær:

1. Regla um jafnvægi í rekstri sveitarfélaga sem er ætlað að koma í veg fyrir viðvarandi hallarekstur. Samkvæmt þessari reglu mega samanlögð heildarútgjöld A- og B- hluta á hverju þriggja ára tímabili ekki vera hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum.

2. Skuldaregla sem leiðir til þess að sveitarfélög sem skulda meira en sem nemur 150% af reglulegum tekjum samstæðunnar munu þurfa að lúta meiri aga í fjármálum en til þessa hefur verið.
Reglugerð um nánari útfærslu reglnanna hefur enn ekki litið dagsins ljós. Sveitarfélagið Árborg hefur verið í hópi skuldsettra sveitarfélaga. Á árinu 2011 tókst að greiða niður skuldir og í fjárhagsáætlun næsta árs er enn gert ráð fyrir niðurgreiðslu skulda. Í lok ársins 2012 er gert ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af reglulegum tekjum verði rétt ríflega 150%. Þá er gert ráð fyrir að heildarútgjöld A- og B- hluta verði ekki hærri en sem nemur samanlögðum tekjum. Sveitarfélagið Árborg hefur því góða möguleika á að standast þau viðmið sem sett eru í hinum nýju fjármálareglum, en áfram verður að gæta aðhalds til að svo verði.
 
II Forsendur fjárhagsáætlunar 2012
Eftirfarandi forsendur liggja til grundvallar fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 :
1. Útsvar :
Útsvar fyrir árið 2012 verði 14,48 %
2. Verðlag :
Verðbólga 3,5%
3. Aðrar forsendur :
Íbúafjöldi : Gert er ráð fyrir óbreyttum íbúafjölda.
4. Fasteignagjöld :
Fasteignagjöld fyrir árið 2012 verði lögð á sem hér segir :
a. Fasteignaskattur
i. A – flokkur Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og það eru skilgreindt í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 0,325% af heildar fasteignamati.
ii. B – flokkur Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,32% af heildar fasteignamati.
iii. C – flokkur Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og á öðrum eignum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.
Sérstakur afsláttur er veittur af fasteignaskatti samkvæmt reglum um
 afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega, sjá lið 5 hér að neðan.

b. Lóðarleiga
i. Almenn lóðarleiga verði 1,0% af fasteignamati lóðar.
ii. Lóðarleiga ræktunarlands verði 3,0% af fasteignamati lóðar.

 

c. Vatnsgjald
i. Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði verði 0,1961% af heildar fasteignamati eignar.
ii. Aukavatnsskattur verði lagður á atvinnuhúsnæði samkvæmt mæli og leggst á  m³notkun. Grunnur gjaldsins er 17,8 kr. á m³  miðað við grunnvísitölu septembermánaðar 2007. Gjaldið uppreiknast á hverjum gjalddaga.
d. Fráveitugjald
i. Fráveitugjald er 0, 3172% af heildarfasteignamati eignar.
ii. Gjald fyrir hreinsun rotþróa verður skv. gildandi gjaldskrá.

 

e. Sorphirðugjald
i. Íbúðarhúsnæði
Á grundvelli laga nr. 7/1998 er sorphirðugjald lagt á hverja íbúð. Sorphirðugjald fyrir íbúðir skal vera sem hér greinir :

ii. Sumarhús
Heimild er að veita 50% afslátt frá sorphirðugjaldi íbúðarhúsnæðis.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 10 talsins, þeir eru: 1.febrúar, 1.mars, 1.apríl, 1.maí, 1.júní, 1.júlí, 1.ágúst, 1.september, 1.október og 1.nóvember. Eindagi er 30 dögum síðar.
5. Afslættir
a. Sérstakur afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verður veittur við álagningu fasteignaskatts og fráveitugjalds á íbúðarhúsnæði skv. reglum þar um.
b. Veittir verði afslættir til félaga sem starfa að menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarstarfsemi eða vinna að mannúðarstörfum og reka eigið húsnæði eða leigja til lengri tíma en eins árs fyrir starfsemina skv. reglum þar um.

 

III      Helstu fjárhagslegar breytingar einstakra málaflokka milli áranna 2011 og 2012

00    Skatttekjur

Gert er ráð fyrir að skatttekjur á árinu 2012 verði 294 millj.kr. hærri en á árinu 2011. Útsvar hækkar um 209 millj.kr., fasteignaskattar hækka um 9,7 millj.kr., lóðarleiga hækkar um 5,8 millj.kr. Áætlað er að framlag frá Jöfnunarsjóði hækki um 69,7 millj.kr. frá árinu 2011.
02    Félagsþjónusta
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 102,5 millj.kr. milli ára. Hækkunin skýrist m.a. af 32 millj.kr. auknu framlagi vegna fjárhagsaðstoðar, 15,7 millj.kr. auknu framlagi vegna barnaverndar, 45 millj.kr. auknu framlagi vegna málefna fatlaðra en auknar tekjur vegna þessa færast undir málaflokk 00 sem þessu nemur. Framlag vegna greiðslu húsaleigubóta lækkar um 19 millj.kr. vegna hærra framlags frá ríkissjóði. Hækkun er í svo til öllum deildum á launakostnaði sem rekja má til nýgerðra kjarasamninga.
04    Fræðslu- og uppeldismál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 107 millj.kr. milli ára. Framlag til Skólaskrifstofu Suðurlands hækkar um 12 millj.kr. milli ára. Framlag til allra skóla og leikskóla, nema Brimvers, hækkar á milli ára og má rekja það að mestu leyti til hækkunar á launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga. Framlag til leikskólans Brimvers lækkar lítillega milli ára og má rekja það til hagræðingar í rekstri.
05    Menningarmál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 6,5 millj.kr. milli ára. Framlag til hátíðarhalda hækka um 3,7 millj.kr., styrkir hækka um 1,1 millj.kr. Framlag til bókasafnsins á Stokkseyri lækkar vegna lækkunar á innri leigu. Að öðru leyti má rekja hækkun innan málaflokksins til aukins launakostnaðar vegna nýgerðra kjarasamninga.
06    Æskulýðs- og íþróttamál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 52,8 millj.kr. milli ára. Launakostnaður vegna nýgerðra kjarasamninga hækkar í öllum deildum málaflokksins sem það á við. Styrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga hækka um 42 millj.kr. í formi reiknaðra afnota í sundlaugum og íþróttahúsum sem rekja má til aukins launakostnaðar. Undir þennan málaflokk fellur sérstakt framlag vegna kostnaðar við landsmót árið 2012, samtals 10 millj.kr.

 

07    Bruna- og almannavarnir
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 7,7 millj.kr. milli ára sem rekja má til hækkunar á framlagi til Brunavarna Árnessýslu.
08    Hreinlætismál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 10,3 millj.kr. milli ára. Hækkunina má rekja til verðlagshækkana auk útboðs þar sem reiknað er með aukinni flokkun í sorphirðu. Um kostnaðarauka er að ræða árið 2012 vegna kynningar og fræðslu en kostnaður mun lækka árið 2013 vegna þessa.
 
09    Skipulags- og byggingamál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 5,2 millj.kr. milli ára. Innri leiga af lóðum og lendum hækkar um 2,8 millj.kr. Að öðru leyti má rekja hækkun innan málaflokksins til aukins launakostnaðar vegna nýgerðra kjarasamninga.

10    Umferðar- og samgöngumál
Fjárheimildir til málaflokksins lækka um 16,3 millj.kr. milli ára. Ekki er gert ráð fyrir neinum kostnaði við strætó milli Árborgar og Reykjavíkur og er það lækkun um 36 millj.kr. Innri leiga af gatnakerfi hækkar á milli ára um 6,2 millj.kr. og vöru- og þjónustukaup hækka um 11,4 millj.kr.
11    Umhverfismál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 16,1 millj.kr. milli ára. Vöru- og þjónustukaup hækka um 6 millj.kr. Launakostnaður hækkar vegna nýgerðra kjarasamninga og einnig vegna nýráðningar umsjónarmanns umhverfis og framkvæmda.
21    Sameiginlegur kostnaður
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 10,7 millj.kr. milli ára. Launakostnaður hækkar vegna nýgerðra kjarasamninga, innri leiga af ónotuðu húsnæði hækkar um 6,3 millj.kr., framlag til SASS hækkar um 1 millj.kr., aðrar deildir málaflokksins hækka eða lækka lítillega milli ára.

 

IV Megináherslur
Í þessari fjárhagsáætlun er lögð áhersla á að lágmarka álögur á sama tíma og áfram er unnið markvisst að lækkun skulda sem hlutfalls af tekjum. Fasteignagjöld voru þau hæstu á landinu árið 2010 en þá var fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis 0,35% af fasteignamati og hafði hækkað úr 0,276% frá árinu 2008. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 er stigið skref í átt að því að vinda ofan af þessari miklu hækkun og lækkar fasteignaskattur í 0,325% af fasteignamati. Eins og kunnugt er er sveitarfélagið á athugunarlista hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga enda ber sveitarfélögum að halda skuldahlutfalli sínu innan við 150% af tekjum. Skuldir sveitarfélagsins náðu hámarki árið 2008 þegar hlutfall skulda nam 209% af samstæðu. Á síðasta ári lækkaði þetta hlutfall í 205% og stefnir í að á þessu ári verði hlutfallið komið í 168% af samstæðu. Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun vegna næsta árs er gert ráð fyrir að skuldahlutfallið verði komið í 152% af samstæðu sem er rétt við viðmiðunarmörk eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Þessi umskipti eru stærstu tíðindi þessarar fjárhagsáætlunar enda má segja að hér séu straumhvörf ef þetta gengur eftir. Fjármagnsgjöld hafa reynst sveitarfélaginu afar þung á síðustu árum enda hafa þau numið meira en hálfum milljarði á ári. Lækkun skulda léttir þessa byrði og hér erum við að horfa á lækkun skuldahlutfalls upp á ¼ á tímabilinu. Enn er reksturinn þungur í A-hluta þar sem framlegð (EBITA) er enn of lág eða rúm 5%. Veldur hér mestu að ekki hefur verið dregið úr þjónustu og álögur hafa verið hófstilltar. Miklu skiptir hins vegar að framlegð (EBITDA) af rekstri sveitarfélagsins í heild af samstæðu er nú yfir 15% þriðja árið í röð. Aðhald í rekstri skiptir hér miklu máli en stór skref hafa verið stigin í átt að skilvirkara stjórnkerfi og bættum rekstri sem skilar sér nú í lækkun skulda.
 
Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig hlutfall skulda af heildartekjum hefur þróast frá árinu 2008.

 
V      Nokkrar lykiltölur

Rekstur :
Fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir til fyrri umræðu gerir ráð fyrir að samanlagðar tekjur A- og B- hluta verði 5.911 millj.kr. á árinu 2012. Hlutur skatttekna (útsvar, fasteignagjöld og Jöfnunarsjóður) í samanlögðum tekjum í A-hluta er 3.660 millj.kr. eða 74%.
Samkvæmt áætluninni þá verða skatttekjur (útsvar, Jöfnunarsjóður og fasteignaskattur) á íbúa 470 þús.kr., skuldir á íbúa verða 886 þús.kr. og heildareignir á íbúa verða 1.232 þús.kr.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar án afskrifta og fjármagnsliða er jákvæð um 865,4 millj.kr. Afskriftir eru áætlaðar 402,6 millj.kr., fjármagnskostnaður nettó er áætlaður 449,6 millj.kr. Heildarniðurstaða samstæðunnar er því jákvæð um 13,2 millj.kr.
Veltufé samstæðunnar frá rekstri er áætlað 602,6 millj.kr. Afborganir lána eru áætlaðar 641,5 millj.kr. Heildarlaunakostnaður er áætlaður 2.695,6 millj.kr. sem er 45,6% af heildartekjum og 73,6% af skatttekjum en sveitarfélagið er stór vinnuveitandi með um 663 starfsmenn í 476 stöðugildum Annar rekstrarkostnaður er áætlaður 2.350 millj.kr.
 
Fjárfestingar :
Fjárfestingar ársins eru áætlaðar 465,3 millj.kr.  Áætlað er að selja  rekstrarfjármuni fyrir 70 millj.kr. Afborganir lána eru áætlaðar 641,5 millj.kr. og nýjar lántökur eru áætlaðar 230 millj.kr. Í neðangreindri töflu má sjá skiptingu helstu framkvæmda á málaflokka.

 


VI       Lokaorð
Mikil vinna hefur farið í að ná tökum á rekstri og skuldavanda sveitarfélagsins. Það er því rétt að þakka sérstaklega fyrir þá miklu vinnu sem starfsfólk sveitarfélagsins hefur innt af hendi, bæði í Ráðhúsinu og svo stjórnendur og starfsmenn í einstökum stofnunum.  Sparnaðaraðgerðir hafa verið ákveðnar í fjárhagsáætlanagerð allt frá árinu 2008 en í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er áherslan á varanlegan sparnað eins og undanfarið. Hluti af þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 koma til með að spara meiri fjármuni síðar. Stjórnunarstöðum hefur verið fækkað og hagrætt hefur verið í stjórnunarkostnaði og má segja að nú sé kominn endapunktur á þá yfirferð. Eftir stendur stjórnkerfi sem er einfaldara og hagkvæmara. Framundan er enn óvissa með lykilþætti eins og launaþróun, verðbólgu, atvinnustig, niðurskurð í ríkisfjármálum að ótöldum efnahagshorfum í heiminum. Allir þessir þættir geta haft veruleg áhrif á afkomu sveitarfélagsins en framlögð áætlun gerir ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á innan við 1% sem er með allra minnsta móti. Það þarf því áfram að gæta aðhalds en jafnframt er ekki síður mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér með þeim leiðum sem færar eru til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu og í nærsveitum. Ferðamál, þjónusta, verslun, iðnaður og orkumál eru nú sem fyrr þær stoðir sem Suðurland byggir afkomu sína á. Frekari þróun í þessum málaflokkum skiptir sköpum fyrir afkomu Sveitarfélagsins Árborgar og möguleika þess á góðri þjónustu með lágmarks álögum. Tækifærin eru mörg og þau ber að nýta sem best.

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, og lagði fram bókun:
“Undirritaður óskar eftir að bæjarfulltrúum verði sendur samanburður á breytingum á gjaldskrám sveitarfélagsins milli áranna 2011 og 2012.  Sá samanburður verði sendur bæjarfulltrúum fyrir seinni umræðu um breytingar á gjaldskrám, þó ekki síðar en mánudaginn 12. desember nk.”
Helgi S.Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

 

Fjárhagsáætlun 2012 vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

IV. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir sundlaugar í Árborg 2012 – fyrri   
            umræða 
         
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

V. 1112008
           Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2012 –      
           fyrri  umræða 
  
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

VI. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2012 
            – fyrri umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

VII. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir hundagjald í  Árborg 2012  – fyrri
            umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

VIII. 1112008
Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2012 – fyrri umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

IX. 1112008
 Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Árborg 2012  – fyrri  umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

X. 1112008
           Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2012 – fyrri umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

XI. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir skólavistun í Árborg 2012 – fyrri
            umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

XII. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum í Árborg 2012 –
            fyrri  umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

XIII.   1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá bókasafna í Árborg 2012 – fyrri umræða
Kjartan Björnsson, D-lista, Bjarni Harðarson, V-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

XIV.    1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá Selfossveitna 2012 – fyrri umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:05

 

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Kjartan Björnsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Bjarni Harðarson
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari

 

 
21. fundur bæjarstjórnar

21. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 09. nóvember 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar

1. a) 65. fundur bæjarráðs ( 1006055)    frá 20. október

2. a) 66. fundur bæjarráðs ( 1006055)    frá 27. Október

3. a)  1007076
      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   frá 18. október
  b)   1007094
      Fundargerð félagsmálanefndar    frá 25. október
  c)   1007095
      Fundargerð fræðslunefndar     frá 20. október
  d)   1006056
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   frá 26. október
   e)   67. fundur bæjarráðs ( 1006055)    frá   3. nóvember
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
-liður 3, 1110052,  Austurvegur 52, tillaga um að svæðið verði deiliskipulagt.
-liður 5 og 6, 1110055 og 1110056, tillaga um að svæði við Eyrargötu 13 og 15 verði deiliskipulagt.
 – liður 10, 0608118 – Tillaga að greinargerð bæjarstjórnar með endanlegri skipulagsáætlun aðalskipulags Árborgar 2010-2030.
Úr fundargerð félagsmálanefndar, til afgreiðslu:
-liður 2, 1010050, reglur um fjárhagsaðstoð, tillaga félagsmálanefndar um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2012 verði óbreytt og fylgi ekki vísitölu neysluverðs.

-liður 1a)  Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 7, mál númer 1109185 – Svör við fyrirspurnum í bæjarráði og lagði fram eftirfarandi bókun:
“Svör meirihlutar vegna þessa máls þykja mér vera mjög rýr.  Þau segja ekkert um hvort eitthvað er að gerast nýtt í málinu og hvort vænta megi að sú leið sem mest er horft á, með Suðurhólunum, verði fær á næstunni.”
Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

-liður 2a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 5, mál númer 1110131 – Áhrif manngerðra jarðskjálfta.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.

-liður 3d) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls m lið 1, mál númer 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.

-liður 3b)  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 3, mál númer 1110114 – Auðlindin.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.

-liður 3c)  Sanda Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um lið 6, mál númer 1109166 – Kynning –rannsóknin Ungt fólk 2011, grunnskólanemar.

-liður 3 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. október 2011, mál nr. 1110052 – Fyrirspurn frá rekstraraðilum Hlöllabáta um byggingu matsölustaðar að Austurvegi 52 Selfossi.  Lagt er til við bæjarstjórn að svæðið verði deiliskipulagt.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.
Tillaga um að svæðið við Austurveg 52, Selfossi, verði deiliskipulagt, borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 5 og 6 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. október 2011, mál nr. 1110055 og 1110056,  umsókn um lóðirnar Eyrargötu 13 og 15, Eyrarbakka.  Lagt til að svæðið verði deiliskipulagt.
Tillaga um að svæðið við Eyrargötu 13 og 15, Eyrarbakka,verði deiliskipulagt, var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
-liður 10 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. október, mál nr. 0608118 –  Tillaga að greinargerð bæjarstjórnar með endanlegri skipulagsáætlun aðalskipulags Árborgar 2010-2030.
Tillaga að greinargerð bæjarstjórnar með endanlegri skipulagsáætlun aðalskipulags Árborgar 2010-2030 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 2 í fundargerð félagsmálanefndar frá 25. október, mál nr. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð, tillaga félagsmálanefndar um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2012 verði óbreytt og fylgi ekki vísitölu neysluverðs.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.
“Undirrituð leggja til að í stað þess að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2012 verði óbreytt frá því sem nú er fylgi grunnupphæð fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins almennri launaþróun í landinu.”
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,  og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

Breytingartillaga borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
“Það veldur undirrituðum vonbrigðum að ekki skuli hafa náðst samstaða í bæjarstjórn um sjálfsagða og eðlilega hækkun á grunnframfærslu þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar frá sveitarfélaginu einkum með tilliti til þess að um er að ræða lágar fjárhæðir sem skipta fólk sem hefur hvað minnst milli handanna verulega máli.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar S-lista, voru á móti og bæjarfulltrúar B-lista og V-lista, sátu hjá.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði, að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið afgreiddir, og samþykktar samhljóða.

II.  Önnur mál

a)   1111012
Tillaga um breytingar á skilmálum skuldabréfa, höfuðstólslækkun lána hjá Íslandsbanka

Ásta Stefánsdóttir fylgdi tillögunni úr hlaði.

Efni: Höfuðstólslækkun og myntbreyting á erlendum lánum hjá Íslandsbanka.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir að sækja um höfuðstólslækkun og myntbreytingu á erlendum lánum hjá Íslandsbanka.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra , kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita þau skjöl sem til þarf svo höfuðstólslækkun og myntbreyting geti gengið eftir, þar á meðal nýja lánssamninga sem koma í stað eldri samninga.

Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls.

Tillaga um breytingar á skilmálum skuldabréfa borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 b)  1006034
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdi endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011, úr hlaði.
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, D-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

c)   1110088
Erindisbréf ungmennaráðs
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir erindisbréf ungmennaráðs.
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

Erindisbréf ungmennaráðs borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

d)   1111020
Tillaga varðandi atvinnumál
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir að hefja vinnu við stefnumótun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Sem liður í þessari  vinnu er eðlilegt að Atvinnuþróunarfélaginu verði falið að kortleggja styrkleika , veikleika og möguleika Sveitarfélagsins Árborgar til þess að efla atvinnulíf í sveitarfélaginu. Í framhaldi af þeirri kortlagningu verði unnin stefna sveitarfélagsins í atvinnumálum.
Greinargerð:
Það er aldrei jafn mikilvægt og einmitt nú að bæjaryfirvöld geri sér grein fyrir þeim styrkleikum og veikleikum sem sveitarfélagið hefur þegar kemur að atvinnumálum. Það skiptir miklu máli að fyrir liggi hvernig sveitarfélagið getur stutt við atvinnulífið og hugsanlega laðað til sín ný fyrirtæki og stofnanir með það að markmiði að skapa ný og fleiri störf í sveitarfélaginu. Í þessari vinnu er eðlilegt að nýta sér það sem hefur verið unnið í þessum málaflokki  á undanförnum árum eins og skýrslu um atvinnumál í sveitarfélaginu frá 2003, greinargerð unna af Kredit info frá 2008 og undirbúning vegna þekkingargarðs frá 2008.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

Tillaga varðandi atvinnumál borin undir atkvæði og samþykkt samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:45

Eyþór Arnalds
 Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
 Sandra Dís Hafþórsdóttir
Kjartan Björnsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
 Arna Ír Gunnarsdóttir
 Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari
20. fundur bæjarstjórnar

20. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 19. október 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða til að taka sérstaklega til afgreiðslu tillögu um deiliskipulag að Skipum og skipan formanns hverfisráðs Selfoss. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til staðfestingar


1. a) 1101023
 Fundargerð fræðslunefndar      frá  15. september
 b) 61. fundur bæjarráðs (1006055)     frá 22. september


2. a) 62. fundur bæjarráðs (1006055)     frá 29. september


3. a) 1007076
 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   frá 29. september
 b) 63. fundur bæjarráðs (1006055)     frá   6. október


4.  a) 1010064
 Fundargerð menningarnefndar    frá    5. október
 b) 64. fundur bæjarráðs (1006055)     frá 12. október


-liður 1a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar, lið 4, verkefna- og starfslýsingu fræðslustjóra.
-liður 1b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um 61. fundargerð bæjarráðs, lið 7, mál nr. 1109115, rekstur golfvallar á Selfossi. Ásta Stefánsdóttir tók til máls.
-liður 2a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um 62. fundargerð bæjarráðs, lið 10, mál nr. 1109171, tillögu um að kannaðir verði möguleikar á að koma upp hjúkrunarheimili í Árborg.
-liður 3b) Fundargerð bæjarráðs, liður 1, mál nr. 0909042, tillaga að breyttu deiliskipulagi í landi Skipa. Tillagan var borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
-liður 4a, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar, lið 2, mál nr. 1108050, menningarmánuðinn október. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Ástæða er til að þakka menningarnefnd fyrir gott og öflugt starf undanfarna mánuði.
Það er til eftirbreytni að kostnaður vegna málaflokksins er innan fjárheimilda nefndarinnar. Gott dæmi um starf nefndarinnar er viðburðurinn „Menningarmánuðurinn október“ sem tekist hefur mjög vel og í raun til sóma fyrir menninganefnd og starfsmenn sveitarfélagsins  sem starfa með nefndinni.

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi-S lista.


-liður 4b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um 64. fundargerð bæjarráðs, lið 14, mál nr. 1101124, tillögur framkvæmdaráðs Sóknaráætlunar Suðurlands til fjárfestingaáætlunar. Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.
 
– liður 4b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um 64. fundargerð bæjarráðs, lið 8, mál nr. 1109185, svör við fyrirspurnum í bæjarráði, og lagði fram eftirfarandi bókun:
“Spurt var um hvort eigendur lóðar hefðu sótt um breytingu á skipulagi varðandi bílastæði við Austurveg 33-35 á Selfossi.
Svarið var eftirfarandi: eigendur hafa ekki sótt um breytingu á skipulagi við Austurveg 33-35.
Á 5. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var tekið fyrir erindi frá eigendum lóðarinnar þar sem farið var fram á breytingar á umferðarskipulagi lóðarinnar. Afgreiðsla málsins var sú að óska eftir umsögn Vegagerðar ríkisins varðandi málið. Á 6. fundi nefndarinnar var málið tekið fyrir aftur og erindinu hafnað á grundvelli álits Vegagerðarinnar. Eftir stendur að áðurnefnd bílastæði eru ólögleg og ekki í samræmi við gildandi skipulag.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista.
Bókun vegna liðar 13 á 64. fundi bæjarráðs  þann 12. okt.  2011 er varðar svör við fyrirspurn undirritaðs.
Spurt var um lóðina Sigtún 1a, Ingólf. Fram kom í svarinu hvenær lóðinni var úthlutað til lóðarhafa en engin svör komu fram um hvenær á að koma þessu aldna húsi, sem á sér eins og kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs menningarsögulegt  gildi á Selfossi, í það ástand að sómi verði að.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista.
Bókun vegna liðar 14 á fundi bæjarráðs þann 12. okt.  2011 er varðar svör við fyrirspurnum undirritaðs.
Spurt var um hvort dagsektir er bæjarstjórn  samþykkti   að leggja á  sumarhús er stendur við Bankaveg 1 hafi komið til framkvæmda.  Svarið var eftirfarandi bæjarstjórn hefur ekki samþykkt dagsektir í þessu máli. Bæjarráð vísaði málinu til skipulags- og byggingarfulltrúa til frekari vinnslu á fundi sínum hinn 27. maí 2010.
Hið rétta í málinu var að bæjarstjórn frestaði að taka á málinu á fundi sínum þann 14.5 2010 og vísaði málinu til bæjarráðs til frekari meðferðar sem vísaði málinu til skipulags- og byggingarfulltrúa hinn 27. maí 2010 og síðan þá  hefur ekkert komið fram um málið.”
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista.


Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls.


-liður 4b) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um 64. fundargerð bæjarráðs, lið 14, mál nr. 1101124, tillögur framkvæmdaráðs Sóknaráætlunar Suðurlands til fjárfestingaáætlunar, uppbygging hjúkrunarrýma.


– liður 4b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um 64. fundargerð bæjarráðs, lið 14, mál nr. 1101124, tillögur framkvæmdaráðs Sóknaráætlunar Suðurlands til fjárfestingaáætlunar, uppbygging hjúkrunarrýma og mál nr. 1109185, svör við fyrirspurnum í bæjarráði.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.


-liður 4b) fundargerð bæjarráðs, liður 3, mál nr. 1104199, fundargerð hverfisráðs Selfoss. Bæjarstjórn skipar Ingibjörgu E. L. Stefánsdóttur formann hverfisráðs Selfoss í stað Guðmundar Sigurðssonar, vegna beiðni hans um að láta af störfum sem formaður.


Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og staðfestar samhljóða.


II. Önnur mál


a) 1006008
Tillaga að samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, síðari umræða


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði til að síðari umræðu yrði frestað. Eyþór Arnalds, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.


Tillaga um frestun afgreiðslu var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista.


Eyþór Arnalds, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.


Tillaga að samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar  var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S- lista, bæjarfulltrúar B- og V-lista sátu hjá.


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu.


b) 1110088
Erindisbréf ungmennaráðs Árborgar


Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði Eggert til að afgreiðslunni yrði frestað til næsta fundar. Var það samþykkt samhljóða.
 


Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:05.Eyþór Arnalds Elfa Dögg ÞórðardóttirAri Björn Thorarensen Sandra Dís Hafþórsdóttir


Gunnar Egilsson Helgi Sigurður Haraldsson


Eggert Valur Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdóttir


Þórdís Eygló Sigurðardóttir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
19. fundur bæjarstjórnar

19. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 21. sept. 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista,


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til staðfestingar


1.  a) 1010064
 Fundargerð menningarnefndar frá 10. ágúst
 b) 57. fundur bæjarráðs (1006055) frá 25. ágúst


2. a)1007076
 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá  23. ágúst
 b) 1007095
 Fundargerð fræðslunefndar frá  25. ágúst
 c) 58. fundur bæjarráðs (1006055) frá    1.  sept.
-liður 9 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 23. ágúst, mál nr.
 1108065 – tillaga um að fella út úr skipulagi gangstíg sem er á milli
 lóðanna Jórutúns 6 og 8 Selfossi.
 
3. a) 1006056
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 31. ágúst
b) 1007096
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29. ágúst
c) 1101087
Fundargerð félagsmálanefndar frá 22. ágúst
d) 59. fundur bæjarráðs (1006055) frá   8.  sept.


4. a) 1007094
Fundargerð félagsmálanefndar frá   5. sept.
b) 1010064
Fundargerð menningarnefndar frá   7. sept.
c) 60 . fundur bæjarráðs (1006055) frá  18. sept.
 -liður 6  í fundargerð 60. fundar bæjarráðs, mál nr. 1106002 – Tillaga um val á aðila til að sinna endurskoðunarþjónustu.


-liður 1a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 8, málsnúmer 1108051 – Skýrsla hátíðarhaldara.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


-liður 1b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 9, málsnúmer 1104147 – Erindi TRS v/tölvumála.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


-liður 2b) Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls um lið 4, málsnúmer 1108046 – Ráðning – staða fræðslustjóra. Bæjarstjórn staðfestir ráðningu fræðslustjóra og býður Þorstein Hjartarson velkominn til starfa sem fræðslustjóri.


-liður 2a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 13, málsnúmer 1108114 – Ósk mótorkrossdeildar Umf. Selfoss um að nýta land í eigu Árborgar.
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.


-liður 9 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 23. ágúst, mál nr. 1108065 – Tillaga um að fella út úr skipulagi gangstíg sem er á milli lóðanna Jórutúns 6 og 8 á Selfossi.


Tillaga um að fella út úr skipulagi gangstíg sem er á milli lóðanna Jórutúns 6 og 8 Selfossi borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


-liður 2b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 8, mál nr. 1108149 – Endurbætur á húsnæði Sandvíkurskóla.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 3b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6, mál nr. 1108083 – Forvarnir gegn munntóbaki.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.


-liður 3c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 9, mál nr. 1108072 – Breytingar á starfsmannahaldi innan félagsþjónustu.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
„Það vekur athygli undirritaðs í umfjöllun félagsmálanefndar  varðandi breytingar á starfsmannahaldi á félagsþjónustusviði,  þar sem m.a. er  kynnt að Anný Ingimarsdóttir, einn okkar reyndasti félagsráðgjafi, hefur fengið launalaust leyfi og í stað hennar hefur verið ráðinn viðskiptafræðingur til þess að sinna þeim störfum sem hún sinnti áður. Undirritaður hefur áhyggjur af því að með þessari ráðstöfun sé dregið úr afar mikilvægri fagþekkingu á sviðinu. Félagsráðgjafar hafa háskólamenntun og lögverndað starfsheiti til þess að sinna faglegu starfi í félagsþjónustu. Það er algert lykilatriði að leggja allan sinn metnað  í að sinna faglegri þjónustu í þessum viðkvæma málaflokki.”


Eggert Valur Guðmundsson fulltrúi S-lista.


Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.


-liður 3c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 11 og 12, málsnr. 1108079 – Frístundaklúbbur fatlaðra- og máls nr. 1108111 – Sumarþjónusta fyrir fötluð börn.


-liður 3d) Helgi S.Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 8, máls nr. 1108114 – Erindi UMFS og mótorkrossdeildar Umf. Selfoss vegna lands við mótorkrossbraut.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu.


„Tillaga:  Bæjarstjórn samþykkir að hefja nú þegar undirbúning og framkvæmdir á nýju svæði, samkvæmt skipulagi, fyrir mótorkrossbraut og aðstöðu tengda henni, m.a með veglagningu og tilfærslu á efni í brautina.”


Helgi S Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista.


Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði til að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað til næsta fundar.


Afgreiðsla um að tillögunni yrði frestað til næsta fundar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


-liður 3d) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 1, málsnr. 1006056 – Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun
Í tilefni af bókun meirihluta D-lista á 59.fundi bæjarráðs sem var eftirfarandi með leyfi forseta:
„Allt tal um skort á samráði skýtur skökku við ekki síst þegar horft er til þess að síðasta bæjarstjórn V, S og B lista stundaði ráðningar án auglýsinga, án samráðs og jafnvel án þess að upplýsa kjörna fulltrúa D-lista um ráðningar lykilstjórnenda yfirhöfuð. Bæjarfulltrúar D-lista hafa beitt sér fyrir og ástundað opin ráðningarferli með auglýsingum og nýtt sér ráðningarstofur til að gæta faglegra vinnubragða.“ Tilvitnun lýkur.
Ástæða er til að vekja athygli á að núverandi meirihluti D-lista réði til starfa, er afar skammt var liðið á kjörtímabilið, félagsmálastjóra og veitu- og tæknistjóra án samráðs eða  auglýsingar. Einnig væri fróðlegt að meirihlutinn upplýsi hvaða lykilstjórnendur voru ráðnir á síðasta kjörtímabili af þáverandi meirihluta án auglýsinga og samráðs.
Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
Eggert Valur Guðmundsson S-lista


 


Eyþór Arnalds, D-lista , Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls


-liður 4d) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 10 og 11, málsnr. 1105207 – Tillaga bæjarfulltrúa B- og S-lista varðandi 6 mánaða uppgjör og rekstraruppgjör fyrstu sjö mánuði ársins 2011.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun.
Það veldur mér miklum vonbrigðum að meirihluti D-listans skuli ekki hafa samþykkt að birta 6 mánaða uppgjör á rekstri sveitarfélagsins.  Þrátt fyrir að það sé engin skylda að birta það samkvæmt reglum kauphallarinnar þá er það bæði upplýsandi og nauðsynlegt til að sýna stöðu sveitarfélagsins.  Ég get ekki séð hvers vegna meirihlutanum er svona mikið í mun að birta ekki uppgjörið nema það sé kannski vegna þess að reksturinn fyrstu 6 mánuði ársins 2011 sé langt frá þeim væntingum og loforðum sem hann lagði upp með.


Helgi S Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 4d) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 4, máls nr. 1012096 – Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa S-lista um útboð á sorphirðu 2011.


Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun.
„Undirritaðir fulltrúar ítreka þá skoðun að vinna við gerð útboðsgagna vegna sorphirðu hafi dregist úr hófi fram. Einnig er ástæða til að benda á að í framlögðum gögnum á fundi bæjarráðs kemur fram að gert sé ráð fyrir að drög að útboðsgögnum verði tilbúin í þessari viku. Dagskrárboð vegna næsta fundar bæjarráðs liggur fyrir og ekkert þar að finna um málið.”


Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S lista.


Eyþór Arnalds, D-lista og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


-liður 4d) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 13, málsnr. 1010106 – Viðauki við kaupsamning um Austurveg 52 – slökkvistöð, greiðsludreifing.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri tók til máls.


-liður 4d) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um lið 4, málsnr. 1003221 – Bókun vegna kostnaðar við uppbyggingu öryggisfangelsis.


-liður 6, í fundargerð 60. fundar bæjarráðs, mál nr. 1106002 – Tillaga um val á aðila til að sinna endurskoðunarþjónustu.


Tillaga um val á aðila til að sinna endurskoðunarþjónustu borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.


II. 1109019 – Kjör fulltrúa S-lista á aðalfund SASS, AÞS, SKS, HES og í Héraðsnefndar Árnesinga fulltrúaráð BÁ


Lagt var til að Arna Ír Gunnarsdóttir verði aðalmaður á ársþingi SASS, AÞS, SKS og HES og Erling Rúnar Huldarsson til vara.
Eggert Valur Guðmundsson verði aðalmaður í fulltrúaráði BÁ og Arna Ír Gunnarsdóttir til vara.
Arna Ír Gunnarsdóttir verði aðalmaður á fundi Héraðsnefndar Árnesinga og Erling Rúnar Huldarsson til vara.


Breytingarnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.


III.   Önnur mál


a) 1109136
 Tillaga að skipuriti

 Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði.


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.


Tillaga að skipuriti var borið undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.  Bæjarfulltrúar S-, B- og V-lista sátu hjá.


b) 1006008
 Tillaga að samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, fyrri umræða


Ari Björn Thorarensen fylgdi tillögunni úr hlaði.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.


Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu.


c) 1006066
 Virkjunarkostir við Selfoss, tillaga um að skoðuð verði minni útfærsla

Ari Björn Thorarensen, D-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði.


“Tillaga um Selfossvirkjun
Bæjarstjórn samþykkir að skoða minni útfærslu á virkjunarkosti við Selfoss. Tækni- og veitustjórn verði falið að vinna að útfærslu. Jafnframt verði fagnefndum veittur frestur til áramóta að fara yfir áhrif virkjunar, bæði þeirra kosta sem hafa verið skoðaðir og möguleika á minni virkjanakosti.”


Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi frávísunartillögu.


– Virkjunarkostir við Selfossvirkjun
Rökstuðningur:

Þessi tillaga um Selfossvirkjun sem lögð  er hér fram af meirihluta D-lista er vanreifuð og því ekki tæk til afgreiðslu eins og hún liggur hér fyrir.
Ekki liggur fyrir við hvað er átt með orðunum:  „að skoða minni útfærslu á virkjunarkosti við Selfoss“
 -minni úrfærslu en hvað?  Engin endanleg útfærsla  að virkjunarkosti við Selfoss hefur verið lögð fyrir í nefndum,  bæjarráði eða bæjarstjórn Árborgar hvað þá afgreidd.
Jafnframt er markleysa að ætla fagnefndum  „að fara yfir áhrif virkjunar“  vegna þess að ekkert áþreifanlegt eða bitastætt liggur fyrir um þær  óljósu hugmyndir,  sem verið hafa í umræðu um þessi efni.  Eflaust er það þess vegna,  sem engin hinna svo nefndu fagnefnda hefur getað fjallað þverfaglega um þessi efni fyrir hinn veitta frest til  1. október, 2011. Menningarnefnd er eina nefndin sem gerði tilraun til þess að taka málið fyrir. Niðurstaðan var að nefndin frestaði málinu til næsta fundar og á næsta fundi var málið ekki á dagskrá.
Eins og kemur fram í svari meirihluta D-lista til Jörundar Gaukssonar og Jóns Árna Vignissonar eru öll þessi mál á óljósu hugmyndastigi og því ekki boðlegt að ætla nefndum að leggja vinnu og kostnað í útfærslu á þessum óljósum virkjanahugmyndum.
Rétt er að minna á tillögu bæjarfulltrúa S-lista á bæjarstjórnarfundi þann 8.júní sl. að hætta við þessi  virkjunaráform. Við afgreiðslu þeirrar tillögu klofnaði meirihluti sjálfstæðismanna í afstöðu sinni til þessa mjög svo umdeilda máls.


Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista
Helgi S. Haraldsson,a S-lista


Frávísunartillagan var borin undir atkvæði og var hún felld með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S-, B- og V-lista.


Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.


Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S-, B- og V-lista.Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19.05


Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson Helgi
Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari
18. fundur bæjarstjórnar

18. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 24. ágúst 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista,


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Forseti bæjarstjórnar leitaði afbrigða að taka á dagskrá málefni Litla-Hrauns og ákvörðun um byggingu fangelsis á Hólmsheiði.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til kynningar


1. a)  52. fundur bæjarráðs ( 1006055 )  frá  9. júní 2011


2. a)  1006056 
      Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá   6. júní 2011
 b)  1007095
      Fundargerð fræðslunefndar  frá  15. júní 2011 
 c)  53. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá          23. júní 2011


3. a) 1101087
      Fundargerð félagsmálanefndar  frá 14. júní 2011
 b) 1101086
      Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   frá  15. júní 2011
 c) 54. fundur bæjarráðs (1006055)  frá     7. júlí 20114. a) 1007076
  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá  30. júní 2011
 b) 55. fundur bæjarráðs ( 1006055 )  frá  21. júlí 2011


5. a) 1007076
  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá   28. júlí 2011
 b) 56. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá  4. ágúst 2011


-liður 1a)  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 4, málsnúmer 1106002 – Tillaga um verðkönnun á endurskoðunarþjónustu.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


-liður 1a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 9, málsnúmer 1105207 – Þriggja mánaða uppgjör 2011.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 1a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 8, málsnúmer 1106018 – Starfshópur vegna skipulags Miðjusvæðis.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 2c) Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 13, málsnúmer 1106094 – Tillaga um afslátt af gatnagerðargjöldum.


-liður 2a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 3, málsnúmer 1106038 – Gjald vegna orkunotkunar við sæbjúgnaeldi.
Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.


-liður 3b) Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 1, málsnúmer 1106040 – Útboðsskilmálar í verklegum framkvæmdum.


-liður 3a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1105156 – Staða á fjárhagsaðstoð 2011 – átaksverkefni.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.


-liður 3c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 21, málsnúmer 1106090 – Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa S-lista um kostnað við aðkeypta lögfræðiþjónustu.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 3c) Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 25, málsnúmer 1107008 – Drög að kaupsamningi milli Árborgar og Björgunarfélags Árborgar um hluta Björgunarmiðstöðvar.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


-liður 3c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 22, málsnúmer 1101190 – Tillaga starfshóps um framtíðarskipan sorpmála, fundargerðir frá 27.04.2011 og 21.06.2011.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


-liður 3c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 27, málsnúmer 1006066 – Þverfaglega vinna fagnefnda vegna hugmynda um Selfossvirkjun.


-liður 3c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 24, málsnúmer 1101022 – Tillaga um stofnun félags um útleigu og rekstur Sandvíkurskóla.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.


-liður 5b) Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 5, málsnúmer 1105249 – Samningur milli SASS og Vegagerðarinnar um að sveitarfélögin taki að sér að skipuleggja og reka almenningssamgöngur á milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins frá og með næstu áramótum.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


II.  Lántökur 2011, lán að fjárhæð kr. 140 mkr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga


Ari Björn Thorarensen, D-lista, fylgdi málinu úr hlaði.


Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 140.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á seinni hluta árs 2011, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.


Lántökur 2011, lán að fjárhæð kr. 140 m.kr borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


III.  Beiðni Ragnheiðar Hergeirsdóttur um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi


Beiðni Ragnheiðar Hergeirsdóttur um lausn frá störfum borið undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn Árborgar þakkar Ragnheiði Hergeirsdóttur fyrir störf hennar í þágu Sveitarfélagsins Árborgar á liðnum árum.


IV.  Málefni Litla-Hrauns og ákvörðun um byggingu fangelsis á Hólmsheiði


Ari Björn Thorarensen, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Bæjarstjórn Árborgar harmar ákvörðun um staðsetningu nýs fangelsis án samráðs eins og lofað hafði verið. Eftir langa bið hefur ríkisstjórnin ákveðið að byggja upp gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi á Hólmsheiði. Þrátt fyrir aðra hagkvæma valkosti hefur verið ákveðið að byggja á Hólmsheiði. Þetta er ákveðið þótt ekki liggi fyrir hvernig fjármögnun verður háttað eða mat á öðrum valkostum. Bæjarstjórn Árborgar minnir á fyrirheit um samráð um byggingu nýs fangelsis og telur að ekki hafi verið skoðað til hlítar hverjir kostir þess eru að halda áfram uppbyggingu á Litla-Hrauni. Öllum er ljóst að auka þarf fangelsisrými og á Litla-Hrauni eru innviðir traustir auk þess sem sveitarfélagið hefur ítrekað boðist til að greiða götu verkefnisins með afslætti af gjöldum. Þá er ljóst að verulegur frumkostnaður er af því að byggja upp á Hólmsheiði og því alls óvíst að hér sé farin sú leið sem er þjóðhagslega hagkvæmust. Þá eru vegalengdir innan höfuðborgarsvæðisins miklar og geta útgjöld vegna aksturs því orðið nálægt ætluðum aksturskostnaði milli Eyrarbakka og Reykjavíkur. Mikilvægt er að uppbygging verði áfram áformuð á Litla-Hrauni enda er þar um að ræða kjölfestustofnun í fangelsismálum á Íslandi. Bæjarstjórn óskar eftir góðu samstarfi við stjórnvöld um þetta brýna mál og hvetur íbúa til að taka þátt í umræðu um framtíð Litla-Hrauns. Ekki er of seint að forgangsraða á nýjan leik enda hefur ekki verið gengið frá fjármögnun eða fjárveitingu vegna verkefnisins. Litla-Hraun er enn góður kostur og sveitarfélagið er hér eftir sem hingað til  tilbúið að styðja við uppbyggingu þess með öllum tiltækum ráðum. Bæjarstjórn mun standa að opnum fundi um þetta mál fimmtudaginn 1. september og verður hann haldinn á Rauða Húsinu á Eyrarbakka klukkan 20: 00. Þingmönnum kjördæmisins og innanríkisráðherra hefur verið boðið.
Innanríkisráðherra hefur þekkst boðið.”


Bókun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða


Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15


Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
 
________________________ ________________________
Þórdís Eygló Sigurðardóttir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri


________________________
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari
17. fundur bæjarstjórnar

17. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 8. júní 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Kjartan Ólason, varamaður S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Kjartan Ólason velkominn.
Forseti bæjarstjórnar leitaði afbrigða að taka á dagskrá tillögu frá bæjarfulltrúum S-lista vegna hugmynda um virkjun Ölfusár á Selfossi.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til staðfestingar


1. a)  1007096
 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar dags.  2. maí
 b) 48. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) dags. 12. maí


2. a)  1006056
 Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar dags.  4. maí
                                                                                     og  dags. 11. maí
 b) 49. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) dags. 19. maí


3. a) 1007095
 Fundargerð fræðslunefndar dags. 19. maí  
 b) 1007076
 Fundargerð skipulags- og bygginganefndar   dags. 17. maí
 c) 50. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) dags. 26. maí


4.  a) 51. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) dags. 1.júní


-liður 1b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6 , málsnúmer 1010136, kostnaðaráætlun vegna breytinga á húsnæði vegna flutnings úr Sandvíkurskóla.


-liður 2a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 1, málsnúmer 1104325, Umhverfisverkefni sumarið 2011, fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 4. maí 2011.


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls,  Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


-liður 2a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1105098, Viðhald gatna 2011, fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 11. maí 2011.


-liður 2b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 4, málsnúmer 1105156, staða á fjárhagsaðstoð 2011 og leiðir til að minnka þörfina.


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


-liður 3b) Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls um lið 10, málsnúmer 1104187, umsókn um framkvæmdaleyfi til að taka upp úr steyptum eyjum á Austurvegi og Eyrarvegi og setja gróður, áður á fundi 27. apríl sl.


-liður 3b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1105072, Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2012.


Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls.


-liður 3c) Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1105205, tilnefning í samstarfshóp um fuglafriðland.


-liður 4a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 5, málsnúmer 1102118, upplýsinga- og samráðsfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs.


Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og voru þær samþykktar samhljóða.


II.  1106011
 Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.
          
 1.         Kosning forseta til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


2.         Kosning 1. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, yrði kosin 1. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


            3.         Kosning 2. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
                                 
            4.         Kosning tveggja skrifara til eins árs.  
Lagt var til að Eyþór Arnalds, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
      
5.         Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
Lagt var til að Elfa Dögg Þórðardóttir og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosnir varaskrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


III.      1106011
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið   57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:


Aðalmenn: Varamenn:
Eyþór Arnalds Ari Björn Thorarensen
Elfa Dögg Þórðardóttir Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdóttir
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


IV.       1106011
            Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:


1.         Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.       
Aðalmenn: Varamenn:
Ingimundur Sigurmundsson Ása Líney Sigurðardóttir
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigurbjörg Gísladóttir
Bogi Karlsson Haukur Gíslason
          
2.         Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Erlendur Daníelsson Lára Ólafsdóttir
Ingunn Sigurjónsdóttir Gunnar Gunnarsson
Ólafur Bachmann Haraldsson Kristín Pétursdóttir


3.         Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Margrét Ingþórsdóttir Björg Þ. Sörensen
Ingibjörg Jóhannesdóttir Sigríður Ólafsdóttir
Valdemar Bragason Ólafur H. Jónsson


4.         Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Björnsdóttir Guðjón Axelsson
Hafdís Kristjánsdóttir Grétar Páll Gunnarsson
Valgerður Gísladóttir Ragnhildur Benediktsdóttir


5.         Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir Helga Björg Magnúsdóttir
Einar Sveinbjörnsson Bjarkar Snorrason
Ragnhildur Jónsdóttir Guðni Kristjánsson6.         Undirkjörstjórn 5. (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Lýður Pálsson Arnar Freyr Ólafsson
María Gestsdóttir Anna María Tómasdóttir
Svanborg Oddsdóttir Birgir Edwald


Samþykkt samhljóða.


V.        Önnur mál
a)  1106016
 Tillaga um að hefja undirbúning vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss 


„Bæjarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að Viðbyggingu við Sundhöll Selfoss en gert er ráð fyrir henni á gildandi 3ja ára áætlun sveitarfélagsins.“


Greinargerð:
„Endurbætur á búningsa stöðu, móttöku og sturturýmum Sundhallar Selfoss hafa verið lengi til umræðu. Löngu er ljóst að aðstaðan er ekki í samræmi við aðsókn Sundhallarinnar og kröfur samtímans. Þótt lítið fjármagn sé aflögu í nýframkvæmdir er hér um mikilvægt mál að ræða sem vert er að hefja nú þegar undirbúning á. Leitað verði leiða til að lágmarka útgjöld sveitarfélagsins með samstarfi við rekstraraðila sem kunna að geta samnýtt hluta af húsnæðinu og lækkað þannig bein útgjöld sem af fjárfestingunni hljótast.“


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls.


Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


Samþykkt var að fela bæjarráði að kjósa fulltrúa til setu í starfshópi undirbúnings viðbyggingar við Sundhöll Selfoss. 


b) 1106010
Tillaga um að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti í sumar


Lagt er til að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti frá og með 9. júní út ágúst mánuð 2011.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


c) 1106010
 Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála


Með vísan til heimildar í 7. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegir fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 24. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.


Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


d)1006066
Tillaga um að hætta frekari vinnu vegna hugmynda um virkjum Ölfusár við Selfoss.


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, og lagði fram eftirfarandi tillögu.
 “Bæjarstjórn samþykkir að hætta  frekari vinnu vegna hugmynda um virkjun Ölfusár við Selfoss.
Greinargerð:
Núverandi meirihluti D-lista hóf vinnu við undirbúning virkjunar í Ölfusá við Selfoss  fyrir um það bil ári. Nú þegar hafa verið lagðar tæpar tíu milljónir króna til verkefnisins. Ekki hafa verið lagðir fram arðsemisútreikningar vegna verkefnisins auk þess sem óvissa ríkir um fjármögnun og fjölmarga aðra þætti, ekki síst umhverfis- og áhættulega. Af viðbrögðum hagsmunaaðila (landeigenda, veiðirétthafa og íbúa á Selfossi) virðist vera óánægja með málið.  Að stjórn sveitarfélags fari út í slíka áhættu er vægast sagt óábyrgt.  Það er því mat undirritaðra bæjarfulltrúa að hætta beri þegar í stað vinnu við verkefnið  og snúa sér að öðrum mikilvægari málum.”
Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.
Kjartan Ólason, fulltrúi S-lista.


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.


 Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun.
“Ég skora á meirihluta D-lista að svara þeim spurningum sem beint var til bæjarstjórnar, fyrir skömmu, í opnu bréfi í héraðsfréttablöðum.  Þar var spurt um margt sem brennur á íbúum og öðrum að fá svör við og almenn kurteisi að svara því sem spurt er um.”
Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista,


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.


Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 4 atkvæðum Eyþórs Arnalds, Gunnars Egilssonar, Söndru Dísar Hafþórsdóttur og Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúum D-lista gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista, bæjarfulltrúar B- og V-lista sátu hjá ásamt Elfu Dögg Þórðardóttur, bæjarfulltrúa D-lista.


Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu.
“Bæjarstjórn samþykkir að fara í þverfaglega vinnu vegna hugmynda um Selfossvirkjun og vinna málið í nefndum innan stjórnkerfisins til að flýta ákvarðanatöku í málinu.”


Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:55

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Kjartan Ólason 
Arna Ír Gunnarsdóttir
 Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari
16. fundur bæjarstjórnar

16. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 18. maí 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Afgreiðslumál

a) 0608118
Endurskoðun aðalskipulags, tillaga skipulags- og byggingarnefndar að svörum við athugasemdum o.fl.
 
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, fór yfir endurskoðun aðalskipulags 2010-2030 og tillögur að svörum við athugasemdum.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, vék af fundi, Kjartan Björnsson, D-lista, kom inn á fundinn.

Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.

Endurskoðað aðalskipulag borið undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Árborg og tillögur að svörum bæjarlögmanns og skipulags- og byggingarfulltrúa við framkomnum athugasemdum, svo og að tekið verði tillit til athugasemda frá íbúum Starmóa varðandi landfyllingu í Ölfusá.

b) 1105068
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Akurhóla

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Akurhóla var borin undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.

c) 1105158
Ársreikningur 2010 – önnur umræða

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram bókun.
“Bókun vegna ársreiknings Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2010.
Í ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar vegna ársins 2010 má sjá mun betri afkomu en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Einnig er niðurstaðan betri en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri áætlun sem gerð var í september sl. Svo virðist á niðurstöðunni að margar af þeim hagræðingaraðgerðum, sem ákveðnar voru í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og var unnin haustið 2009, hafi skilað sér í rekstrarniðurstöðu ársins.
Aðalsjóður sveitarfélagsins er þó rekinn með halla upp á rúmar 60 milljónir króna, en  A- og B- hluti með afgangi sem svarar um 172 milljónum króna. Helstu ástæður fyrir þessari jákvæðu niðurstöðu eru þær að tekjur sveitarfélagsins eru mun meiri en gert var ráð fyrir , eða sem nemur um 336 milljónum króna. Þar af nema auknar skatttekjur um 161 milljón króna og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru um 173 milljónum króna hærri en áætlun gerði  ráð fyrir. Jafnvægi virðist vera í rekstri málaflokka þó að nokkrir séu yfir áætlun og má þar sérstaklega nefna umhverfismál sem eru tæpum 16 milljónum króna umfram áætlun. Aðrir eru undir áætlun en nettó frávik á rekstri málaflokka eru jákvæð um 1,5 milljón króna.
Það sem skiptir einna mestu máli í afkomu ársins 2010 eru fjármagnsliðirnir sem eru verulega jákvæðari en gert var ráð fyrir eða sem nemur tæpum 220 milljónum króna.
Ljóst er að ytri aðstæður hafa haft mest að segja þegar niðurstaða ársins er skoðuð eins og t.d  hærri framlög úr Jöfnunarsjóði, minni verðbólga, hærri skatttekjur o.s.frv.
Mörg verkefni bíða handan við hornið og  þrátt fyrir að  framtíðarmöguleikar Sveitarfélagsins Árborgar séu góðir, er mjög mikilvægt að halda áfram að leita allra leiða til þess að lækka skulda- og afborgunarbyrðina til lengri tíma, svo hægt verði að halda uppi ásættanlegu framkvæmda- og þjónustustigi.
Í kjölfar efnahagshrunsins hefur rekstur sveitarfélagsins verið erfiður og ýmsar stórar framkvæmdir farið fram úr þeim kostnaðaráætlunum sem lagt var af stað með. Þær staðreyndir eiga að vera kjörnum fulltrúum hvatning inn í framtíðina til þess að vanda eins vel og kostur er alla fjárhagsáætlunarvinnu.
Margir hafa lagt hönd á plóg við að koma rekstri sveitarfélagsins á réttan kjöl. Vinna við þetta hefur  tekið á og er ærin ástæða að færa starfsfólki sveitarfélagsins ómældar þakkir fyrir þeirra framlag og skilning á þeim hagræðingaraðgerðum sem óhjákvæmilega hefur þurft  að grípa til á erfiðum tímum.
Undirritaðir bæjarfulltrúar samþykkja ársreikning Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2010 og munu framvegis sem hingað til vinna af ábyrgð og festu við rekstur Sveitarfélagsins Árborgar.”
Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-listans
Eggert Valur Guðmundsson,bæjarfulltrúi S-listans
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-listans
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi V-listans

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

Bæjarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við gerð ársreiknings.

Ársreikningur 2010 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fleira ekki gert.  Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:20

Eyþór Arnalds 
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir 
Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari
15. fundur bæjarstjórnar

15. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til staðfestingar


1.   a)1010064
 Fundargerð menningarnefndar   frá  5. apríl
 b) 45. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá 14. apríl


2. a) 1007094
 Fundargerðir félagsmálanefndar   frá 11. apríl
 b) 1010064
 Fundargerð menningarnefndar   frá 19. apríl
 c) 46. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá 28. apríl
 
           -liður 2 í fundargerð félagsmálnefndar, mál no. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð, 
             Bæjarráð samþykkir breytingu á 11. gr. reglnanna.


3. a) 1007076
 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá 27. apríl
 b) 1006056
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá 17. apríl
 c) 1007095
Fundargerð fræðslunefndar    frá 28. apríl
d) 47. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá   5.  maí


-liður 5 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál no. 0608118 –
Endurskoðun aðalskipulags. Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.


– síðasta liður í fundargerð skipulags og byggingarnefndar mál no.1105068 –
Tillaga um breytingu deiliskipulags við Akurhóla til bæjarstjórnar.


-liður 1a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 1, málsnúmer 1010083 – Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2011.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 1b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 8, málsnúmer 1103146 – Beiðni undirbúningshóps um landsmót 2012 og 2013 um viðbótarfjármagn vegna frágangs lagna á tjaldsvæði (vatnsveita, fráveita og raflagnir).
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


-liður 2c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 9, málsnúmer 1103022 – Samningur við hverfaráð Stokkseyrar um umsjón með samkomuhúsinu Gimli.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls,  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.


-liður 2c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,  tók til máls um lið 12, málsnúmer 1012024 – Aðild að Skólaskrifstofu Suðurlands.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.


-liður 2 í fundargerð félagsmálanefndar frá 11. apríl, mál nr. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð.


Reglur um fjárhagsaðstoð bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.


-liður 3a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 8, málsnúmer 1104146 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir tjaldsvæði sunnan við Suðurhóla Selfossi.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.


-liður 3c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, spyr um ráðningarmál fræðslustjóra.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.


-liður 3b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1104257 – Framkvæmdir í Gráhellu.


-liður 3d) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 13, málsnúmer 1103130 – Landsmót kvennakóra 2011, hamingjuóskir til Jórukórsins vegna landsmóts sl. helgi.


-liður 5, í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl, mál nr. 0608118 – Endurskoðun aðalskipulags. Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar og  síðasta liðs í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl, mál nr. 1105068 – Tillaga um breytingu deiliskipulags við Akurhóla.
Formaður lagði til að þessum liðum verði frestað til næsta fundar, var það samþykkt samhljóða.


Fundargerðirnar bornar undir atkvæði að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir og voru þær samþykktar samhljóða.


II. Kosning í nefndir, breyting á fulltrúum D-lista í nefndum
 Ari Björn Thorarensen fór yfir breytingar á fulltrúum D-lista í nefndum.


Stjórn leigubústaða, nýr inn er Ólafur Hafsteinn Jónsson í stað Elfu Daggar Þórðardóttur sem verður varamaður.
Félagsmálanefnd, nýr inn er Ari Björn Thorarensen forseti bæjarstjórnar í stað Guðmundar Gylfasonar og ný inn er Ragnheiður Guðmundsdóttur í stað Brynhildar Jónsdóttur, nýir varamenn eru Ásdís Sigurðardóttir og Guðrún Jóhansdóttir.
Fræðslunefnd, ný inn er Brynhildur Jónsdóttir í stað Ragnheiðar Guðmundsdóttur. Nýr varamaður er Kristín Traustadóttir í stað Guðrúnar Jóhannsdóttur.


Breytingarnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

III. Önnur mál

 a) Ársreikningur 2010, fyrri umræða

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdu ársreikningnum úr hlaði og lögðu fram svohljóðandi greinargerð.


Greinargerð með ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar árið 2010Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


Lagt var til að ársreikningi yrði vísað til síðari umræðu miðvikudaginn 18. maí næstkomandi, var það samþykkt samhljóða.


Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista.


“Afkoma sveitarfélagsins Árborgar árið 2010 batnar verulega milli ára og er hagnaður af samstæðu upp á 172 milljónir í stað 449 milljóna króna taps árið 2009.  Er í reynd um bætta afkomu að ræða upp á 621 milljón króna milli áranna 2009 og 2010. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir tapi á samstæðu upp á 429 milljónir og er því niðurstaðan 602 milljónum betri  en í þeirri áætlun. EBITDA hækkar úr 4% í 10% í A-hluta og úr 16% í 19% á samstæðu. Enn er þó halli á bæjarsjóði en hann lækkar úr 606 milljónum króna í 60 milljónir á síðasta ári. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs er þó jákvæð um 368 milljónir króna sem er 133% aukning EBITDA hagnaðar.


Heildarniðurstaðan upp á 172 milljónir í hagnað er mikil breyting til batnaðar. Að krónutölu er hér um mestan afgang að ræða af reglulegri starfsemi sveitarfélagsins frá upphafi. Meðalafkoma síðustu níu ára af reglulegri starfsemi sveitarfélagsins hefur verið tap upp á 130 milljónir á ári í samstæðu.  


Skuldir eru enn verulegar og þarf enn að bæta rekstrarafkomu sveitarfélagsins til að unnt sé að greiða niður skuldir í viðunandi horf. Hlutfall skulda af samstæðu lækkar um 1,8 prósentustig en stefnt er að því að lækka skuldahlutfall verulega á næstu misserum. Áfram verður því unnið að hagræðingu eins og kostur er á.”


Bæjarfulltrúar D-lista.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:05

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari
14. fundur bæjarstjórnar

14. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri,  og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til staðfestingar


1. a)  1007096
 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá  28. febrúar
b)  1010064
Fundargerð menningarnefndar frá  28. febrúar
 c) 38.fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá  10. mars
 -liður 10 í fundargerð bæjarráðs, mál nr. 0508068, lántökur vegna kaupa á landi og byggingarrétti í miðbæ Selfoss2. a) 1006056
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                      frá 9. mars
 b) 39. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 17. mars


3. a) 40. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 18. mars


4. a) 1007094
 Fundargerð félagsmálanefndar frá 14. mars
 b) 41.fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá  24. mars
 -liður 8 í fundargerð félagsmálanefndar, mál nr. 1103118, breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.
-liður 9 í fundargerð félagsmálanefndar, mál nr. 1103110, breyting á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra.


5.  a) 1007076
 Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá  22. mars
 b) 1007095
 Fundargerð fræðslunefndar frá 24. mars
 c) 42. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá  31. mars


6. a) 43. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá    7. apríl


7. a) 44. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá    8. apríl Kjaran Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 28. febrúar 2011.


-liður 1c) Helgi S. Haraldsson tók til mál um lið 8, málsnúmer 1102082 – Tillaga um endurskoðun innkaupareglna.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
“Ég er þess fullviss að með skýrari innkaupareglum og markvissari vinnu við undirbúning á innkaupum á vörum og þjónustu hjá sveitarfélaginu sé hægt að ná fram umtalsverðum sparnaði og lækkun kostnaðar.  Hvort heldur um er að ræða verðkannanir eða útboð á viðkomandi kaupum á vörum og þjónustu.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.


Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.


-liður 10, mál nr. 0508068, lántökur vegna kaupa á landi og byggingarrétti í miðbæ Selfoss.


Lagt var til að bæjarstjórn staðfesti samþykkt bæjarráðs frá 38. fundi um lántökur vegna kaupa á landi og byggingarrétti á miðbæjarsvæði:
Skuldabréf útgefið af Sveitarfélaginu Árborg til Íslandsbanka að fjárhæð 100 milljónir króna, lánstími til 25 ára, vextir 5,60%, tryggt með veði (tryggingabréfi) í viðkomandi lóðum.
Skuldabréf útgefið af Sveitarfélaginu Árborg til handhafa að fjárhæð 75 milljónir króna, lánstími til 20 ára, vextir 5,40%.
 
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


-liður 2a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 9, málsnúmer 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.


-liður 2b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6, máls nr. 1006066 – Viljayfirlýsing Vegagerðarinnar og Sveitarfélagsins Árborgar um könnun á hagkvæmni sameiginlegs brúar- og virkjunarmannvirkis í Ölfusá.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.


-liður 8 í fundargerð félagsmálanefndar) mál nr. 1103118, breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


Breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista, fulltrúar B-lista og V-lista sátu hjá.


-liður 9 í fundargerð félagsmálanefndar) mál nr. 1103110, breyting á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra.


Breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.


-liður 5c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6, máls nr. 1103243 – Beiðni um heimild fyrir viðbótarstöðugildi í tölvudeild.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:


Í samræmi við skoðanir mínar á innkaupareglum og innkaupum sveitarfélagsins, tel ég að það beri að skoða hvort við séum á réttri leið, hvað varðar tölvu-og upplýsingamál í sveitarfélaginu.  Því eigi að gera úttekt á stöðu þeirra og ákveða í framhaldi þess, hvaða leið verði farin í málinu, sjá um rekstur þess sjálf,  bjóða það út að öllu leiti eða að  hluta ellegar úthýsa ákveðnum verkefnum.


Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista.


 Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


 -liður 5c)  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 4, málsnr. 1103215 – Fjármögnunarmöguleikar vegna virkjunar.
 Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.


-liður 6a)  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 9, málsnr. 1103015 – Atvinnuátaksverkefni sumarið 2011.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


Fundargerðirnar bornar undir atkvæði, að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið afgreiddir, og samþykktar samhljóða. 
 


II. Önnur mál
a) 1104120 Lántökur 2011, tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga  í samræmi við fjárhagsáætlun 2011


Forseti bæjarstjórnar kynnti eftirfarandi tillögu:
“Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 150.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er ánið tekið til að endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á fyrri hluta árs 2011, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.”


Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.b) 1010136 Tillaga bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista um að fresta flutningi á kennslu úr Sandvíkurskóla um eitt ár


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:


“Bæjarstjórn samþykkir að fresta flutningi á kennslu úr húsnæði Vallskóla við Sandvík yfir í húsnæði Vallskóla við Sólvelli og húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Zelsíus um eitt ár meðan forsendur þess og framtíðarhlutverk húsnæðisins eru skoðaðar betur.


Greinargerð: Við undirbúning fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2011 kom fram að sparnaður yrði við þessa tilfærslu hjá skólanum þótt stór hluti hennar væri innri húsaleiga sem sparast við rekstur skólans en kemur ekki á móti sem tekjur í bæjarsjóð.  Einnig hefur verið gert ráð fyrir leigutekjum af húsnæðinu eftir að skólinn fer út úr því.  Engin ákvörðun hefur verið tekin um aðra starfsemi í húsnæðinu og engin leiga átt sér stað á því. Til viðbótar þessu hefur verið lagður fram listi íbúa sem mótmæla þessum flutningum, en þar er um að ræða tæplega 20% kosningabærra íbúa sveitarfélagsins.  Því teljum við eðlilegt að fresta þessum flutningi meðan málið er skoðað betur og tíminn nýttur til að leita leiða til sátta hjá íbúum og foreldrasamfélaginu og einnig til að ákveða um framtíð húsnæðisins.
Breytingar á húsnæðismálum Vallaskóla hafa ekki einungis áhrif á starfsemi skólans heldur hafa þessar breytingar mikil áhrif á starfsemi þeirra tveggja félagsmiðstöðva, Pakkhússins og Zelsíuz, sem starfa af miklum krafti í Sveitarfélaginu  Árborg. Með breytingunum mun opnunartími félagsmiðstöðvanna beggja verða styttur sem er mikil afturför í þjónustu sveitarfélagsins við unga fólkið.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi V-lista.


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
“Á næstunni verður haldinn sérstakur kynningarfundur og samráðsfundur með íbúum um hugmyndir sem snúa að framtíðarnýtingu Sandvíkurskóla.  Fundurinn verður vel auglýstur, opinn öllum  og haldinn í Sandvíkurskóla.”


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls,  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.


Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa S-, B- og V-lista.c) 0810020 Tillaga bæjarfulltrúa B-lista um hundasleppisvæði í Björkurstykki


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.


“Bæjarstjórn samþykkir gerð afgirts hundasleppisvæðis í landi sveitarfélagsins í svokölluðu Björkurstykki við Selfoss.


Greinargerð:
Í sveitarfélaginu eru í gildi reglur um bann við lausagöngu hunda.  Því er nauðsynlegt að einhvers staðar sé boðið upp á afgirt svæði þar sem hundaeigendur geta sleppt hundum sínum lausum til að viðra þá og leyfa þeim að hlaupa lausum.  Einfalt er að girða af svæði til þessa með einfaldri girðingu sem síðan er hægt að taka upp og færa þegar nýta þarf landið í annað í framtíðinni.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-listans.


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls,


Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.


Eyþór Arnalds, D-lista, lagði til að málinu yrði vísað til framkvæmda- og veitustjórnar til frekari skoðunar, var það samþykkt samhljóða.


d) 1104147 Tillaga bæjarfulltrúa B-lista um úttekt á tölvumálum


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:


“Bæjarstjórn samþykkir að gerð verði úttekt á tölvu-og upplýsingamálum sveitarfélagsins.  Til þess verði fenginn óháður sérfræðingur og niðurstaða hans nýtt til að ákveða hvernig staðið verði að rekstri tölvu- og upplýsingamála hjá sveitarfélaginu í framtíðinni.


Greinargerð:
Komið hefur fram að starf tölvudeildar er mikið og að það þurfi að bæta við starfsmanni þar.  Engin þarfagreining hefur átt sér stað og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort kannski sé rétt að gera þjónustusamninga við aðra aðila um einhvern hluta þjónustunnar eða alla, ellegar hafa þetta á könnu sveitarfélagsins, óbreytt. Til þess að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið tel ég nauðsynlegt að gerð verði úttekt á þörfinni og hvernig best sé að standa að þessum málum í framtíðinni.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-listans.


Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.


Gert var fundarhlé.


Ari Björn Thorarensen, D-lista og Helgi S. Haraldsson, B-lista tóku til máls og lögðu fram eftirfarandi tillögu:
“Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að kanna kostnað við rekstur tölvu- og upplýsingadeilda annarra sveitarfélaga af sambærilegri stærð og leggja minnisblað fyrir bæjarráð.  Ennfremur kanni hann áætlaðan kostnað við óháða úttekt á rekstri tölvu- og upplýsingamála sveitarfélagsins.”


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19.05.Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Kjartan Björnsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
 Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari
13. fundur bæjarstjórnar

13. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 16. mars 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kosningu formanna hverfisráða og eins varamanns í hverfisráð. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá:


I. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014, önnur umræða.


Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdi úr hlaði breytingum sem urðu á þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.


Tillaga að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2012-2014 var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista,  bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista sátu hjá.


Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, gerir grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista.


“Hér er lögð fram fyrsta þriggja ára áætlun meirihluta D-listans í Sveitarfélaginu Árborg fyrir árin 2012-2014.
Áætlunin er mjög varfærin og eins og kemur fram í greinargerð með henni,  byggð á áætlun ársins 2011.  Áætlun 2011 er einnig mjög varfærin út frá þróun rekstrar ársins 2010, þar sem hefur komið berlega fram í milliuppgjörum að rekstrarniðurstaða þess árs verði mun betri en ráð var fyrir gert.
Áætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur muni aukast um 60 milljónir á ári hverju næstu þrjú árin. 
Í greinargerð með áætluninni er tekið fram, „Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri allra málaflokka næstu 3 árin“.  Þrátt fyrir þetta kemur fram að áætlað er að rekstrarkostnaður fræðslu- og uppeldismála verði lækkaður um 70 milljónir næstu þrjú árin, um 50 milljónir árið 2012 og 10 milljónir hvort ár, árin 2013 og 2014.  Einnig er gert ráð fyrir að lækka rekstrarkostnað málaflokksins, umferðar- og samgöngumál, um 20 milljónir árið 2012, en undir þeim lið er rekstur strætóferða, bæði innanbæjar og á milli Reykjavíkur og Selfoss. 
Í framhaldi af þessu má velta fyrir sér hvað sé hægt að skera meira niður í rekstri leik- og grunnskóla en nú þegar er orðið og hvort fyrirhuguð er frekari gjaldtaka fyrir strætóferðirnar eða hvort leggja eigi niður hluta af almenningssamgöngunum.
Í greinargerð með áætluninni er tekið fram:„ Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám vegna þjónustu sveitarfélagsins í áætluninni“.  Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að Selfossveitur skili meiri tekjum á árinu 2012 en á árinu 2011, sem nemur 2% eða tæpum 8 milljónum króna sem væntanlega fæst með hækkun gjaldskrár!!
Að öðru leyti er stór hluti af áætlun um betri rekstrarniðurstöðu áætlun um mikla lækkun á fjármagnsliðum eða alls nettó um 82 milljónir.
Vert er að taka fram að ekki er gert ráð fyrir neinum hækkunum á launum á þessu tímabili en eins og staðan er núna samkvæmt nýjustu fréttum er verið að tala um 9% hækkun launa næstu þrjú árin í samningaviðræðum á milli atvinnurekenda og samtaka launafólks.
Á heildina litið er verið að leggja fram metnaðarfulla þriggja ára áætlun.  Enda eru öll teikn á lofti í rekstri sveitarfélagsins, miðað við fyrirsjáanlega afkomu ársins 2010 og  áætlun ársins 2011, að töluverður viðsnúningur sé að verða á rekstri sveitarfélagsins, til hins betra.  Það er ánægjuleg staðreynd sem allir geta fagnað.  Þó verður alltaf að passa upp á það að einhvers staðar eru sársaukamörkin í rekstrinum og stundum er betra að hagræða og skera niður á lengri tíma til að laga reksturinn til hins betra, en að skella niðurskurðarhnífnum á allt í einu lagi.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-listans.
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-listans.
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrú V-listans.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-listans.


II. Önnur mál
a) 1007066, hverfisráð
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Anne B. Hansen verði formaður hverfisráðs Sandvíkur.
Þór Hagalín verði formaður hverfisráðs Eyrarbakka.
Jón Jónsson verði formaður hverfisráðs Stokkseyrar.
Guðmundur Sigurðsson verði formaður hverfisráðs Selfoss.


Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Strandgötu 2, verði varmaður í hverfisráði á Stokkseyri.


Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:30


Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari
12. fundur bæjarstjórnar

12. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 09. mars 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Írisi Böðvarsdóttur velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar

1. a) 34. fundur bæjarráðs (1006055)    frá 10. febrúar

2. a) 1006056
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   frá 26. janúar
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar    frá  9. febrúar
c) 35. fundur bæjarráðs (1006055)     frá 17. febrúar
d) Mál no. 1012096 – Tillaga um framlengingu á samningum  við Íslenska gámafélagið um sorphirðu á meðan unnið er að undirbúningi útboða.

3.  a) 36. fundur bæjarráðs (1006055)                        frá 24. febrúar

4.  a) 1007076
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   frá 22. febrúar
b) 1007095
Fundargerð fræðslunefndar     frá 24. febrúar
c) 37. fundur bæjarráðs (1006055)    frá 3. mars
    -liður 2b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 3, nr. 0504050 – Verkstaða BES Stokkseyri.

 -liður 2d) mál nr. 1012096 í fundargerð bæjarráðs, 35. fundur, 17. febrúar 2011, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, vék sæti og Kjartan Björnsson, D-lista, kom inn á fundinn. Tillaga um framlengingu á samningum  við Íslenska gámafélagið um sorphirðu á meðan unnið er að undirbúningi útboða var tekin til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu í bæjarráði.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Tillaga um að samningar við Íslenska gámafélagið ehf um sorphirðu verði framlengdir út árið 2011 meðan unnið er að undirbúningi útboða var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa B- og S-lista, fulltrúi V-lista sat hjá.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, kom inn á fundinn að nýju eftir afgreiðslu málsins og Kjartan Björnsson, D-lista, vék af fundi.

-liður 3a)  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 3, nr. 1010106 – Kauptilboð í Austurveg 52 – Slökkvistöð.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

 -liður 3a)  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 7, nr. 0508068 – Tilboð Miðjunnar ehf. um sölu lóða og byggingaréttar á miðbæjarsvæði.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri tók til máls.

-liður 4a)  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram bókun vegna fundargerðar skipulags- og bygginganefndar.
Undirrituð fagnar fjölda umsókna um nýframkvæmdir sem afgreiddar voru á 8. fundi skipulags- og byggingarnefndar.  Vonandi er þetta vísbending um batnandi ástand á bygginga- og fasteignamarkaði í Árborg.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista.

Aðrir bæjarfulltrúar taka undir bókun bæjarfulltrúa S-lista.

-liður 4b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 2, nr. 1101181 – Svör við fyrirspurnum kennara til fræðslunefndar frá 6. fundi.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði að undanskildum þeim lið sem þegar hafði verið afgreiddur og samþykktar samhljóða.

II. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014

Eyþór Arnalds, D-lista og Ásta Stefánsdóttir fylgdu þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014 úr hlaði.

Greinargerð með 3ja ára fjárhagsáætlun
fyrir árin 2012- 2014

Stefnumörkun
Fyrir liggur til fyrri umræðu fyrsta 3ja ára áætlun sem sett er fram á þessu kjörtímabili. Til grundvallar henni liggur fyrsta fjárhagsáætlun eftir meirihlutabreytingar en hún var gerð fyrir yfirstandandi fjárhagsár, 2011. Gert er ráð fyrir að byggja á þeim grunni og þeim breytingum sem fyrir liggja og halda áfram á sömu braut. Ekki er gert ráð fyrir umfangsmiklum fjárfestingum og áhersla verður á aðhald í rekstri. Stefnt er að lækkun skulda um hálfan milljarð króna enda er stefnt að bættu hlutfalli tekna og skulda í samræmi við viðmið eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Segja má að lækkun skulda sé líka mikilvæg og arðbær fjárfesting enda er gert ráð fyrir að fjármagnsliðir verði jákvæðari um 82 milljónir árið 2014 en árið 2011 á föstu verðlagi. Niðurgreiðsla skulda leiðir þannig af sér sterkari peningalega stöðu og aukið svigrúm til að lágmarka álögur á íbúa sveitarfélagsins. Þá er stefnt að því að taka til baka þær hækkanir á fasteignaskatti heimilanna sem urðu eftir bankahrun og lækka í áföngum fasteignaskattsprósentuna úr 0.35% í 0.275%. Er hér um að ræða 21.6% lækkun á fasteignaskattsprósentunni á tímabilinu. Má segja að með þessari aðgerð og öðrum sem vikið verður að hér á eftir sé verið að skila hagræðingunni til eigendanna, íbúa sveitarfélagsins.
Fjárfestingar verða í lágmarki en miðast við að bæta innviði og veitukerfi sveitarfélagsins eftir föngum, fegra umhverfi, götur og gangvegi, taka á ókláruðum verkefnum og skipuleggja ný verkefni sem mikilvæg eru samfélaginu. Þá er stefnt að sölu eigna og þá sérstaklega fastafjármuna sem ekki eru notaðir af sveitarfélaginu sjálfu. Með þessu er unnt að ráðast í fjárfestingar án þess að lántökur fari úr hófi fram. Ýmsir óvissuþættir eru í umhverfi sveitarfélaga um þessar mundir og er því mikilvægt að fara varlega. Má hér nefna ýmsa lagasetningu ríkisins, ástand á vinnumarkaði, launaþróun og yfirfærslu málaflokka frá ríki til sveitarfélaga. Má segja að þessi áætlun sé hófleg og aðhaldssöm án þess þó að vega að rekstraröryggi og þjónustu við íbúana.

Helstu áherslur
Hér er lögð fram í bæjarstjórn Árborgar þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2012 – 2014. Áætlunin er unnin í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga og er greind niður á málaflokka.

Þriggja ára áætlun er ekki staðfest fjárhagsáætlun fyrir árin 2012-2014 heldur yfirlit yfir það sem er á dagskrá þessi ár.  Við fjárhagsáætlanagerð hvers árs fer fram nánari útfærsla á þriggja ára áætlun miðað við þær forsendur sem þá liggja fyrir og því geta fjárhæðir og framkvæmdahraði vegna einstakra verkefna breyst frá því sem fram kemur í þriggja ára áætlun hverju sinni.

Samkvæmt lögum fer þriggja ára áætlun í tvær umræður í bæjarstjórn. Áætlunin sem nú liggur fyrir getur því tekið breytingum milli umræðna en seinni umræða er áætluð þann 16.mars næst-komandi.

Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans.

Helstu forsendur áætlunar 2012 – 2014

Til að unnt sé að setja fram áætlunina hafa ákveðnar forsendur verið lagðar til grundvallar.  Í ljósi efnahagserfiðleika í landinu og óvissu um þróun mála næstu misserin þá er ljóst að forsendur áætlunarinnar geta breyst þegar fram líður.  Þriggja ára áætlun er byggð á áætlun ársins 2011 og er á föstu verðlagi og föstu gengi.

Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri allra málaflokka næstu 3 árin.

Þann 1.janúar síðastliðinn yfirtóku sveitarfélögin í landinu málefni fatlaðra. Tekið skal fram að við yfirfærsluna er ætlað að sveitarfélögum verði tryggðar tekjur til reksturs þessa verkefnis og er áætlun næstu ára í þessum málaflokki sett þannig fram hér. Hugmyndir hafa verið uppi um að á næstu árum taki sveitarfélögin einnig yfir frá ríkinu málefni aldraðra.  Ekki er tekið tillit til þessa í framlagðri áætlun þar sem undirbúningur málsins er ekki kominn á það stig að unnt sé að áætla tekjur og rekstrarkostnað.

Íbúaþróun
Í áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir að íbúafjöldi standi í stað en í þriggja ára áætlun er nú gert ráð fyrir fjölgun íbúa sem nemur 0,5% árið 2012, 1% árið 2013 og 2% árið 2014.

Skatttekjur
Áætlað er að skatttekjur hækki um 3% á ári næstu þrjú árin. Áætluð hækkun tekur mið af opinberum spám um hækkun útsvars vegna aukinna atvinnutekna í kjölfar jákvæðs hagvaxtar, fjölgunar íbúa og minnkandi atvinnuleysis. 

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Gert er ráð fyrir hækkun á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem nemur 2% á ári næstu þrjú árin. Vonir standa til að með breyttum reglum um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði muni Sveitarfélagið Árborg fá hærra hlutfall sinna tekna úr sjóðnum en verið hefur hingað til.

Fasteignaskattur
Gert er ráð fyrir því að lækka fasteignaskatt A á íbúðarhúsnæði í þrepum á næstu þremur árum. Á árinu 2012 muni álagningarhlutfall  lækka úr 0,35% í 0,325%. Á árinu 2013 muni það lækka úr 0,325% í 0,30% og  í 0,275% árið 2014.

Þjónustutekjur
Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám vegna þjónustu sveitarfélagsins í áætluninni. Í áætlun þessari er gert ráð fyrir því að systkinaafsláttur fyrir annað barn hækki úr 25% í 50% bæði í leikskóla og skólavistun.

Laun
Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun ársins 2011.  Ekki er gert ráð fyrir launahækkunum.

Rekstrarkostnaður
Áætlun rekstrarkostnaðar er byggð á áætlun ársins 2011.
 
Helstu niðurstöður áætlunar 2012 – 2014

Samantekin A og B hluti                               Fjárhæð í þús. kr.
                              
Áætlun 2011  Áætlun 2012  Áætlun 2013  Áætlun 2014
Rekstrarreikningur     
Tekjur                        5.266.015     5.276.200       5.339.613     5.396.816
Gjöld                        -4.761.968    -4.704.940      -4.716.708    -4.725.683
Fjármangsliðir            -453.471       -383.018         -374.860       -371.010
Söluhagnaður
Rekstrarniðurstaða      50.576          188.242          248.045        300.123

Efnahagsreikningur
Eignir                      12.432.359     12.416.678     12.406.376  12.518.058
Eigið fé                     3.444.874       3.571.615       3.758.160    3.996.783
Skuldir                      8.987.486       8.845.063       8.648.216    8.521.275

 

Sjóðstreymi   
Veltufé frá rekstri        534.136          678.901           755.240      828.340
Fjárfestingar              -213.855        -370.300          -350.600     -471.000
Ný langtímalán           290.000          370.300           315.000       407.196

Eins og sjá má í töflunni hér að ofan er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði jákvæð öll árin. Eigið fé hækkar á áætlunartímabilinu og skuldir lækka. Veltufé frá rekstri er jákvætt og hækkar jafnt og þétt á tímabilinu.

Fjármagnsliðir
Fjármagnsliðir eru reiknaðir miðað við þau vaxtakjör sem sveitarfélagið býr við.  Eins og fyrr segir er áætlunin gerð á föstu verðlagi með  þeirri undantekningu þó að við útreikning á fjármagnskostnaði er gert ráð fyrir hækkun vísitölu um 2% á ári.

Fjárfestingar
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 370,3 millj. kr. árið 2012, 350,6 millj. kr. árið 2013 og 471 millj. kr. árið 2014.

Lántökur
Ný langtímalán á árunum 2012 -2014 eru áætluð 1.092 millj. kr. en niðurgreiðslur eldri lána eru áætlaðar á sama tímabili 1.900 millj. kr.

Lokaorð
Umtalsverð hagræðing hefur átt sér stað í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á síðustu misserum. Í áætluninni er gert ráð fyrir að álögur á íbúa minnki með lækkun álagningarhlutfalls fasteignaskatts í áföngum.  Áætlun þessi sýnir að með áframhaldandi aðhaldi í rekstri batnar rekstrarniðurstaðan umtalsvert á næstu árum. Sveitarfélagið á talsvert af eignum sem ekki eru nýttar fyrir lögbundinn rekstur sveitarfélagsins og er í áætlun þessari gert ráð fyrir að selja slíkar eignir. Lykiltölur á borð við eigið fé og veltufé frá rekstri hækkar á tímabilinu og gert er ráð fyrir talsverðri niðurgreiðslu skulda.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

Lagt var til að þriggja ára fjárhagsáætlun yrði vísað til síðari umræðu, sem fari fram á aukafundi bæjarstjórnar sem haldinn verði miðvikudaginn 16. mars nk. kl. 17. Var það samþykkt samhljóða.

III. Önnur mál

Engin

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17.45

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Íris Böðvarsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari