22. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 


22. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 13. mars 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:                       
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Viktor Stefán Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Þórdís Kristinsdóttir, varamaður, D-lista
Jakob H P Burgel Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, varamaður, Á-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri  

Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn á afbrigðum mál um loftgæði innandyra í húseignum Árborgar.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1902143 – Vallaskóli erindi til framkvæmda- og veitustjórnar
  Stjórnin þakkar fyrir erindið. Stjórnin kemur erindinu áfram til umfjöllunar í fræðslunefnd.
     
2. 1811184 – Útistofur við Vallaskóla 2019
  Kynnt var niðurstaða útboðs varðandi verkið „Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2019“.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Eðalbyggingar ehf. 70.180.000
Hamar og Strik ehf. 60.000.000
Smíðandi ehf. 99.637.600
A-hús ehf. 108.066.000
Blásteinn Byggingarfélag ehf. 68.700.000
Vörðufell ehf. 73.260.000

Kostnaðaráætlun 64.014.500

Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda enda uppfylli hann kröfur útboðsgagna.

     
3. 1902294 – Fyrirspurn – jarðhitakerfi begga megin Ölfusár og áhrif á Selfossjarðir
  Erindi frá lögmanni eiganda Selfossjarða lagt fram. Bæjarlögmanni og framkvæmda- og veitustjóra er falið að vinna tillögu að svari og leggja fyrir næsta fund.
     
4. 1812133 – Miðbær Selfoss
  Verkfundargerðir frá framkvæmdum í miðbæ Selfoss voru lagðar fram til kynningar.
     
5. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Farið yfir stöðu verkefnisins. Drög að forsögn liggja fyrir. Samkvæmt áætlun frá verkefnisstjóra verksins er stefnt að útboði hönnunar um mánaðarmótin mars/apríl.
     
6. 1902212 – Umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi
   
  Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni varðandi framtíðar umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi.Eftir að nýr hringvegur verður tekinn í notkun norðan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá er fyrir séð að veghald á Austurvegi kunni að falla til sveitarfélagsins. Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði þverfaglegur vinnuhópur til að hefja vinnu við framtíðar skipulag og uppbyggingu á umferðarmannvirkjum í tengslum við fyrirhugaða breytingu á legu þjóðvegar nr.1.
     
7. 1612102 – Kaupsamningur – Félagsmiðstöð og dagdvöl aldraðra að Austurvegi 51
  Formaður kynnti stöðu verkefnisins. Verkinu er lokið og búið að ganga frá afsali.
Lögð verður fram samantekt á næsta fundi um störf verkefnahóps sem skipaður var á 4. fundi framkvæmda- og veitustjórnar 1. ágúst 2018.
     
8. 1811216 – Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
   
  Lagðir voru fram samningar við Verkís og ALARK arkitekta ehf. um forhönnun á fjölnota íþróttahúsi á lóð UMFS á Selfossi. Forhönnun íþróttahússins skal byggð á frumhönnun Verkís hf. og ALARK arkitekta ehf. tillaga númer 11 sem dagsett er 20.12.2018 sem kynnt var og lögð fyrir framkvæmda- og veitustjórn Árborgar þann 9. janúar 2019.

Meirihluti stjórnar samþykkir framlagða samninga og felur framkvæmda- og veitustjóra að undirrita samninganna.

Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti samþykkt samninganna.

     
9. 1703281 – Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
  Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun varðandi ákvörðun um matsáætlun fyrir hreinsistöð fráveitu við Selfoss.
Skipulagsstofnun samþykkir matsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar með þar tilgreindum athugasemdum.
     
10. 1903122 – Loftgæði innandyra í fasteignum Árborgar
  Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að dreifa til húsumsjónarmanna sveitarfélagsins leiðbeiningum Umhverfisstofnunar um inniloft, raka og myglu, hvernig best sé að viðhalda og bæta heilnæmi innilofts og hvernig bregðast skuli við verði inniloftið óheilnæmt.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30

 

Tómas Ellert Tómasson   Viktor Stefán Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Þórdís Kristinsdóttir
Jakob H P Burgel Ingvarsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
21. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 


21. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 20. febrúar 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30.

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, varamaður, Á-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn á afbrigðum mál um Ísland ljóstengt 2019 -umsóknarferli.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1703281 – Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
  Farið var yfir umsagnir sem bárust við tillögu að matsáætlun fyrir hreinsistöð fráveitu á Selfossi.

Alls bárust átta umsagnir við tillögu að matsáætlun fyrir hreinsistöð fráveitu á Selfossi frá eftirfarandi aðilum:

Fiskistofa, dags. 14. febrúar 2019
Hafrannsóknastofnun, dags. 29. janúar 2019
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, dags. 22. janúar 2019
Minjastofnun Íslands, dags. 16. janúar 2019
Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 23. janúar 2019
Sveitarfélagið Árborg, dags. 24. janúar 2019
Umhverfisstofnun, dags. 24. janúar 2019
Veðurstofa Íslands, dags. 23. janúar 2019

Framkvæmda- og veitustjóra falið að senda Skipulagsstofnun svör nefndarinnar við framkomnum athugasemdum.

     
2. 1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
  Útboðsáætlun framkvæmda 2019 lögð fram til kynningar.
     
3. 1811179 – Verkefnið Ísland ljóstengt 2019 – umsóknarferli
  Stjórnin samþykkir að taka tilboði fjarskiptasjóðs um styrk að fjárhæð 28.080.000 sem er 80% af þeirri upphæð sem er ófjármögnuð til lagningar ljósleiðara í dreifbýli -síðari áfangi.
Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að bjóða út báða áfanga verksins, sameiginlega.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:20

 

Tómas Ellert Tómasson   Viktor Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Sigurjón Vídalín Guðmundsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
     

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
20. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

20. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 13. febrúar 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:                       

Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, varamaður, S-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1804176 – Nýtt viðhaldskerfi fyrir hitaveitu og vatnsveitu
  Guðmundur Jón Bjarnason framkvæmdastjóri DMM Lausna kom á fundinn og kynnti DMM viðhalds- gæða- og eftirlitskerfi.
Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga við DMM Lausnir um kaup á viðhalds- gæða og eftirlitskerfi fyrir framkvæmda- og veitusvið.
     
2. 1902072 – Þjónustukaup eignadeildar 2019
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að óska eftir umsóknum verktaka til þátttöku í væntanlegum verðfyrirspurnum og tímavinnu vegna endurbóta, viðhaldsvinnu o.fl. í fasteignum sveitarfélagsins.
     
3. 1811080 – Hugbúnaðarkaup fyrir eignadeild
  Ákvörðun frestað til næsta fundar.
     
4. 1902077 – Rafræn stjórnsýsla á framkvæmda- og veitusviði 2019
  Framkvæmda- og veitustjórn lýsir ánægju sinni með að hafin sé vinna við að auka og bæta rafræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Stefnt er að aukinni sjálfsafgreiðslu á vefnum m.a. vegna umsókna um þjónustu sem styttir afgreiðslutíma og eykur þjónustu við íbúa.
     
5. 1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
  Framkvæmda- og veitustjóra er falið að vinna útboðsáætlun fyrir fjárfestingarverk ársins og leggja fram á næsta fundi.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Sveinn Ægir Birgisson   Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Eggert Valur Guðmundsson   Jón Tryggvi Guðmundsson19. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


19. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 30. janúar 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:                      

Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Þórdís Kristinsdóttir, varamaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1901155 – Yfirdráttarheimild fyrir Selfossveitur 2019
  Meirihluti stjórnar Selfossveitna bs. samþykkir yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á reikning Selfossveitna 0586 – 26 – 700 allt að 150.000.000 kr.
Fulltrúar D-lista sitja hjá.
     
2. 1901078 – Lántökur 2019 – Selfossveitur
  Meirihluti stjórnar Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 600.000.000 kr., til 16 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Selfossveitna að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði, stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setur það til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.

Fulltrúar D-lista sitja hjá.

     
3. 1804176 – Nýtt viðhaldskerfi fyrir hitaveitu og vatnsveitu
  Fyrirhugaðri kynningu á nýju viðhaldskerfi frá DMM- Lausnum er frestað vegna forfalla.
     
4. 1808015 – Larsenstræti gatnagerð
  Kynnt var niðurstaða útboðs í verkið „Larsenstræti 2019“.
Eftirfarandi tilboð bárust:Gleipnir 93.679.300.-
Ausa ehf. 115.525.125.-
Smávélar ehf. 85.120.013.-
Aðalleið ehf. 88.223.003.-
Fögrusteinar ehf. 82.223.272.-
Gröfutækni ehf. 69.997.300.-
E.Gíslason ehf. 96.067.900.-
Borgarverk ehf. 83.076.000.-
Ólafsvellir ehf.99.058.840.-

Kostnaðaráætlun: 91.856.574.-

Framkvæmdastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda enda uppfylli hann kröfur til útboðsgagna.

     
5. 1801063 – Borun á ÓS-4
  Borun á ÓS-4 er lokið. Unnið er að frágangi á vinnusvæðinu. Lokadýpi holunnar er 2.429 m.
Framkvæmda- og veitustjóra falið að hefja undirbúning að virkjun holunnar.
     
6. 1811216 – Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
  Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íþróttavallasvæðisins við Engjaveg lögð fram til kynningar.
     
7. 1901283 – Erindi til framkvæmda- og veitustjórnar varðandi lýsingu á og við skólalóð Vallaskóla
  Erindi frá Vallaskóla um lýsingu á og við skólalóð Vallaskóla lagt fram.
Fyrir liggja mælingar og úttekt á útilýsingu á lóðinni.
Umsjónarmanni eignadeildar er falið að vinna kostnaðaráætlun vegna málsins ásamt tillögu að forgangsröðun. Byrjað verði á því að laga brýnustu atriði úttektar miðað við svigrúm í fjárhagsáætlun ársins.
Við LED-væðingu samþykkir framkvæmda- og veitustjórn að setja í forgang endurnýjun götulýsingar við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10

 

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Þórdís Kristinsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson18. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

18. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 9. janúar 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:                       

Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jakob Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1901031 – Bygging leikskóla við Engjaland 21
  Vegna fjölgunar leikskólabarna í Árborg er lagt til að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla í Dísarstaðalandi en þegar hefur verið gerður samningur um lóð fyrir skólann.

Faghópur hefur verið stofnaður af fræðslunefnd vegna framkvæmdarinnar.

Tómas Ellert Tómasson, Sveinn Ægir Birgisson og Jón Tryggvi Guðmundsson munu vinna með faghópi fræðslusviðs að byggingu nýs leikskóla í Dísarstaðalandi.

     
2. 1901033 – Markmið um ljósvist utanhússlýsingar á vegum Árborgar
  Stjórnin samþykkir framlögð markmið um utanhússlýsingu á vegum Árborgar.
Framkvæmda- og veitustjóra falið að kanna kostnað og endurgreiðslutíma við að LED-væða gatnalýsingu í Árborg.
     
3. 1809135 – Tillaga UNGSÁ um lýsingu göngustíga í sveitarfélaginu
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna tillögu að bættri lýsingu við Stórahól.
Uppsetningu á göngustígalýsingu neðan við Arnberg er lokið.
     
4. 1809141 – Tillaga UNGSÁ um rafhleðslustöðvar
  Stjórnin mun við ákvarðanir um verklegar framkvæmdir gera ráð fyrir innviðum fyrir hleðslu rafbíla.
     
5. 1809144 – Tillaga UNGSÁ um íþróttavöllinn
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að meta útfærslur og kostnað við lýsingu frjálsíþróttavallar.
Salernisaðstaða er til staðar í stúku og verður einnig í suðurenda fyrirhugaðs fjölnota íþróttahúss.
     
6. 1809146 – Tillaga UNGSÁ um uppsetningu á vatnshönum í sveitarfélaginu
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að kanna kostnað við uppsetningu vatnshana.
Stjórnin óskar eftir umsögn og tillögum um staðsetningu vatnshana frá íþrótta-og menningarnefnd.
     
7. 1812165 – Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
  Stjórnin tilnefnir Sigurð Þór Haraldsson deildarstjóra vatns- og hitaveitu, sem fulltrúa sveitarfélagsins í vatnasvæðisnefnd og Eggert Val Guðmundsson sem fulltrúa framkvæmda- og veitustjórnar.
     
Erindi til kynningar
8. 1811216 – Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
  Fulltrúar frá Alark og Verkís kynntu tillögur vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja við Engjaveg. Farið var yfir framkvæmda- og kostnaðaráætlanir fyrir 1.áfanga byggingar fjölnota íþróttahúss.

Lagt er til að kynning á verkefninu verði tekin sérstaklega fyrir í bæjarstjórn. Óskað er eftir upplýsingum um árlegan rekstrar- og viðhaldskostnað (líftímakostnaðargreining) sem kom fram í máli hönnuða.

     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:00

 

Tómas Ellert Tómasson     Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson     Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir     Jakob Ingvarsson
Jón Tryggvi Guðmundsson      17. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

17. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 19. desember 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:                
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jakob Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1811184 – Útistofur við Vallaskóla 2019
  Meirihluti stjórnar samþykkir að bjóða út tvær kennslustofur við Vallaskóla samkvæmt fyrirliggjandi tæknilýsingu frá Eflu ásamt viðbótum sem ræddar voru á fundinum.

Fulltrúar D- lista vilja árétta að allar lausnir verða skoðaðar fyrir bráðabirgðahúsnæði.

     
2. 1812119 – Snjómokstur í Árborg 2018-2019
  Deildarstjóri framkvæmda og þjónustu kynnti verklagsreglur vetrarþjónustu í sveitarfélaginu. Stjórnin samþykkir að reglurnar verði birtar ásamt uppfærðum snjómoksturskortum á vef sveitarfélagsins.

Stjórnin felur framkvæmdastjóra að senda fyrirspurn til Vegagerðarinnar varðandi uppfærslu á reglum um helmingamokstur á héraðsvegum Vegagerðarinnar.

Stjórnin leggur áherslu á að valdar gönguleiðir, sbr. snjómoksturskort, verði í forgangi í snjómokstri.

     
6. 1812120 – Erindi frá Gagnaveitu Reykjavíkur vegna lagningar ljósleiðara í húseignir Árborgar
  Stjórnin fagnar áhuga fjarskiptafyrirtækja á ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Árborgar.
Stjórnin samþykkir að ljósleiðari verður lagður í húsnæði sveitarfélagsins enda falli enginn kostnaður á sveitarfélagið og frágangur lagnaleiða verði með fullnægjandi hætti.
     
Erindi til kynningar
3. 1809151 – Beiðni um samstarf – villikettir í Árborg og handsömun katta
  Deildarstjóri framkvæmda og þjónustu kynnti erindi frá Villiköttum. Stjórnin samþykkir að fara í endurskoðun á samþykktum og verklagi vegna gæludýrahalds í sveitarfélaginu.
     
4. 1811237 – Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028
     
5. 1812045 – Viðbragðsáætlun vegna samfélagslegra áfalla í Sveitarfélaginu Árborg
  Lokadrög að viðbragðsáætlun vegna samfélagslegra áfalla í Sveitarfélaginu Árborg lögð fram til kynningar.
     
Stjórnin leitaði afbrigða að taka á dagskrá mál nr.1812124 – „Afdrif dýra sem ekki eru sótt eftir handsömun“ og var það samþykkt.
7. 1812124 – Afdrif dýra sem ekki eru sótt eftir handsömun
  Deildarstjóri framkvæmda og þjónustu kynnti erindi frá Villiköttum, Dýrahjálp Íslands og Kattavinafélaginu. Stjórnin samþykkir að fara í endurskoðun á samþykktum og verklagi vegna gæludýrahalds í sveitarfélaginu.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30

 

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jakob Ingvarsson
Jón Tryggvi Guðmundsson    16. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

16. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 12. December 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Álfheiður Eymarsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1801063 – Borun á ÓS-4
  Fulltrúar frá ÍSOR komu á fundinn og fóru yfir framgang og stöðu borunar við ÓS-4. Stjórnin samþykkir að halda áfram borun niður á meira dýpi og fylgt verði ráðgjöf jarðfræðinga um endanlegt dýpi holunnar.

Fulltrúar D lista fagna þessari ákvörðun enda var farið í þessa framkvæmd af fyrri meirihluta.

Fulltrúar meirihluta framkvæmda- og veitustjórnar fagna árangri borunnarinnar. Bókun fulltrúa D lista vekur furðu þar sem ákvörðun um borun holunnar ÓS-4 var tekin á 6.fundi stjórnar þann 6. sept. 2018, þar sem stjórnin ákvað að breyta forgangsröðun framkvæmda og fara í borun á nýrri vinnsluholu austan við núverandi vinnslusvæði skv. ráðleggingum frá ÍSOR.

     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15

 

Tómas Ellert Tómasson   Viktor Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Jón Tryggvi Guðmundsson    

 

 
15. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

15. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 28. nóvember 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri
Jakob Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1811080 – Hugbúnaðarkaup fyrir eignadeild
  Finnur Friðrik Einarsson kynnti eignaumsjónarkerfi frá Main Manager.
     
2.   1810119 – Styrkir til uppsetningar á varmadælum 2019
  Stjórnin fór yfir innsendar umsóknir um styrki til uppsetningar á varmadælum. Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga frá samningum við umsækjendur.
  Stjórnin fór yfir innsendar umsóknir um styrki til uppsetningar á varmadælum. Framkvæmda- og veitustjóra falið að svara umsækjendum.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Tómas Ellert Tómasson                     
Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson                                  
Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir                       
Jakob Ingvarsson
Jón Tryggvi Guðmundsson
14. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


14. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 14. November 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.
 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Þórdís Kristinsdóttir, varamaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri
Jakob Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs 

Álfheiður Eymarsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1703281 – Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
  Ólafur Árnason og Jón Ágúst Jónsson frá Eflu kynntu stöðu vinnu þeirra við mat á umhverfisáhrifum hreinsistöðvar við Selfoss.
Lagt var fram endurskoðað kostnaðarmat fyrir umhverfismatið. Fleiri matsþættir og rannsóknir hafa bæst við upphaflega áætlun.
Stjórnin samþykkir tilboð frá Vatnaskilum vegna vinnu við dreifilíkansreikninga.
Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarstjórn að tillaga að matsáætlun vegna hreinsistöðvar fráveitu við Selfoss ásamt svörum við athugasemdum verði send til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.
     
2.   1811080 – Hugbúnaðarkaup fyrir eignadeild
  Rætt var um nauðsyn þess að kaupa hugbúnað fyrir eignaumsjón. Lagt var fram tilboð frá MainManager. Ákveðið að fá kynningu frá Main Manager á næsta fund.
     
3.   1510214 – Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð.
  Lögð var fram yfirlitsmynd um heitavatnsnotkun í Tjarnabyggð sem sýndi notkunarstuðul húsa á svæðinu. Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að taka saman bréf til íbúa í Tjarnabyggð þar sem þeirri skoðun sem framkvæmd hefur verið á síðustu mánuðum er lýst. Af fyrirliggjandi gögnum má ráða að heilt yfir sé notkunarstuðull á svæðinu eðlilegur. Þó er ljóst að stuðull einstakra húsa er óeðlilegur og er framkvæmdastjóra falið að bjóða fram aðstoð Selfossveitna við að skoða hvað valdi þessum óeðlilega notkunarstuðli.
     
4.   1612102 – Kaupsamningur – Félagsmiðstöð og dagdvöl aldraðra að Austurvegi 51
  Farið var yfir teikningar og kostnaðaráætlun vegna lóðar við Grænumörk 5 og Austurveg 51-53.
Stjórnin samþykkir að fara í yfirborðsfrágang á suðurhluta lóðarinnar sem snýr að Austurvegi, svæðum 9 og 10 skv. fyrirliggjandi teikningu frá Landform. Kostnaði vegna verksins er vísað til fjárfestingaráætlunar ársins 2019.
     
5.   1803096 – Hönnun á götum og veitulögnum í landi Bjarkar
  Kynnt var niðurstaða útboðs á gatna- og veituhönnun í Bjarkarlandi.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Hnit ehf. 79.945.560.-
Orbicon arctic As. 69.121.600.-
Verkís hf. 67.632.228.-
Mannvit hf. 88.321.000.-

Kostnaðaráætlun: 57.314.200.-

Framkvæmdastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda enda uppfylli hann kröfur útboðsgagna.

     
6.   1403282 – Samningur um samstarf við Flóahrepp vegna vatnsveitu í dreifbýli í Árborg
  Lagður fram samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar kt. 650598-2029 og Flóahrepps kt. 600606-1310 um breytingar á þjónustusvæði vatnsveitna sveitarfélaganna og slit á sameign hvað varðar dreifikerfi og mannvirki VGS. Þjónusta við íbúa í gamla Stokkseyrarhreppi sem hafa verið á veitusvæði Vatnsveitu Flóahrepps færist með samkomulagi þessu til Árborgar að undanskildum bæjunum Hólum, Hólaborg og Baugsstöðum.
Samningurinn samþykktur.
     
7.   1811074 – Samningur um verkefnastjórnun vegna nýs grunnskóla í Bjarkarlandi
  Framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga við Verkís um verkefnastjórn vegna nýs grunnskóla skv. fyrirliggjandi gögnum um áætlaðan tíma og kostnað.
     
Erindi til kynningar
8.   1811081 – Þjónustusamningar 2018
  Lagt fram yfirlit um þjónustusamninga til kynningar.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 22:00

 

Tómas Ellert Tómasson   Viktor Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Þórdís Kristinsdóttir
Jón Tryggvi Guðmundsson   Jakob Ingvarsson13. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


13. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 24. October 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Guðjón Guðmundsson, varamaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Álfheiður Eymarsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál
1. 1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
Stjórnin samþykkir drög að fjárfestingaráætlun vegna ársins 2019 og þriggja ára áætlun til 2022.

2. 1510214 – Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð.
Sigurður Þór Haraldsson deildarstjóri hitaveitu kom inn á fundinn og gerði grein fyrir stöðu gjaldtöku í Tjarnabyggð. Sigurði falið að afla frekari gagna og leggja fyrir næsta fund.

3. 1009055 – Uppsetning á veðurathugunarstöð á Selfossi
Búið er að undirrita samning við Veðurstofu Íslands um uppsetningu og rekstur á veðurstöð á Selfossi. Verið er að skoða heppilega staðsetningu fyrir verðurstöðina í samráði við VÍ.

4. 1807093 – Staða framkvæmda á framkvæmda- og veitusviði 2018
Kynntar voru framkvæmdir vegna viðbyggingar við Sunnulækjaskóla og breytinga við Vallaskóla.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:30

Tómas Ellert Tómasson Viktor Pálsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir Guðjón Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson
12. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

12. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 15. október 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 19:00.

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál
1. 1807089 – Samningur við Rarik um lagningu þriggja fasa rafmagns í Svf. Árborg
Álfheiður Eymarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki framlagða samninga við RARIK um lagningu þriggja fasa rafmagns að Grundarbæjum og að Kaldaðarnesi innan Sveitarfélagsins Árborgar.

Lagning þriggja fasa rafmagns hefur talsverð samlegðaráhrif með lagningu ljósleiðara á svæðinu en stefnt er að því að vinna þessi tvö verk í sama verki. Með þessu fyrirkomulagi munu Selfossveitur spara umtalsverða fjármuni vegna lagningar ljósleiðara.

Þá er framangreint fyrirkomulag til þess fallið að auka afhendingar- og rekstraröryggi á rafmagni á dreifisvæði RARIK.

Lagning þriggja fasa rafmagns er almennt til þess fallin að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu sem og stuðla að möguleikum til frekari tæknivæðingar og þannig hafa jákvæð áhrif á núverandi búrekstur sem og allan annan atvinnurekstur.

Óskað er eftir að kostnaði vegna samninganna verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

2. 1810119 – Styrkir til uppsetningar á varmadælum 2019
Framkvæmda- og veitustjóra falið að auglýsa styrki til uppsetningar á varmadælum í samræmi við reglur Selfossveitna bs.

3. 1808015 – Larsenstræti – Gatnagerð
Stjórnin samþykkir að hefja verkhönnun við götur og veitulagnir í Larsenstræti. Óskað er eftir að skipulags- og byggingarnefnd geri smávægilegar breytingar á deiliskipulagi varðandi gatnahönnun.
Óskað er eftir að hönnunarkostnaði verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Áætlaður kostnaður er um 1,0 m.kr.

4. 1810121 – Gatnagerð við Nesbrú, Túngötu og Bakarísstíg á Eyrarbakka (Einarshöfn)
Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að hefja undirbúning við verkhönnun gatna- og veituhönnun við Einarshöfn á Eyrarbakka. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram áætlun um hönnunarkostnað á næsta fundi.

5. 1804353 – Verðkönnun fyrir ljósleiðaravæðingu í Árborg
Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna útboðsgögn vegna 1. áfanga við lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga við Flóahrepp um lagningu ljósleiðara að Baugsstöðum, Hólum og Hólaborg.
Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að sækja um styrk í fjarskiptasjóð vegna framkvæmda við áfanga 2.

6. 1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
Formanni og framkvæmda- og veitustjóra falið að leggja fram lokadrög að fjárfestingaráætlun 2019 fyrir næsta fund.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 21:00

Tómas Ellert Tómasson Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir Jón Tryggvi Guðmundsson
11. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


11. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 4. October 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

 

Álfheiður Eymarsdóttir boðaði forföll

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
  Áframhald á vinnu að drögum að fjárfestingaráætlun ársins 2019.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:40

 

Tómas Ellert Tómasson   Viktor Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Jón Tryggvi Guðmundsson    10. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


10. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 2. október 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 19:00.
 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

 

Álfheiður Eymarsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
  Stjórnin vann drög að fjárfestingaráætlun fyrir árið 2019.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 22:30

 

Tómas Ellert Tómasson   Viktor Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Jón Tryggvi Guðmundsson    9. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


9. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 25. September 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.
 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima
  Vegna útboðs á framkvæmdum við leikskólann Álfheima á Selfossi bárust tvö tilboð. Heildartilboðsfjárhæðir voru eftirfarandi:
Smíðandi 514.163.850 kr.- m.vsk.
Vörðufell 511.762.848 kr.- m.vsk.
Kostnaðaráætlun 375.066.460 kr.- m.vsk.
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að hafna báðum tilboðunum í verkið þar sem þau eru bæði verulega (36,4%) yfir kostnaðaráætlun.
     
2.   1612102 – Kaupsamningur – Félagsmiðstöð og dagdvöl aldraðra að Austurvegi 51
  Fyrir liggur erindi frá Austurbæ fasteignafélagi ehf. vegna hjólastólarampa í félagsmiðstöð og dagdvöl aldraða. Stjórnin samþykkir að skipta út römpum fyrir lyftur en telur m.v. skilalýsingu, teikningu A 103 og fyrirliggjandi gögn að kostnaður vegna breytinga sé alfarið hjá seljanda byggingarinnar þar sem mistök hafi verið gerð við hönnun byggingarinnar. Leggja skal nánari útfærslu að lausn málsins fyrir sveitarfélagið, þ.e. byggingarfulltrúa og framkvæmda- og veitustjórn.
     
3.   1809236 – Endurbætur á Tryggvagarði
  Rætt var um nauðsyn þess að gera endurbætur á Tryggvagarði. Málinu fjárhagsáætlunargerðar.
     
4.   1809237 – Fráveita Árborgar -kortlagning svæða og stefnumótum um hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu
  Stjórnin samþykkir að uppfæra stefnumótun og kortlagningu svæða varðandi hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu. Byggt verði á fyrirliggjandi gögnum og rannsóknum sem búið er að vinna auk þess sem litið verður til nýjustu tækni við hreinsun, endurnýtingu og verðmætasköpun. Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að stefnumótun um málið. Drög að stefnu sveitarfélagsins verða kynnt íbúum þegar þau liggja fyrir og mun íbúum þá gefast kostur á að koma sjónarmiðum og athugsemdum á framfæri.
     
5.   1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022
  Rætt var um verklag vegna fjárfestingaráætlunar, stefnt er að vinnufundi 2.okt. nk. kl 19:00
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:20

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson8.  fundur framkvæmda- og veitustjórnar


8.  fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 13. September 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 18:00. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri


Dagskrá:
 

Almenn afgreiðslumál
1.   1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima
   

Yfirfarin tilboð voru lögð fram til kynningar. Tilboðin voru opnuð 5. sept. sl.

Heildartilboðsfjárhæðir voru eins og hér segir:
Smíðandi 514.163.850 kr.- m.vsk.
Vörðufell 511.762.848 kr.- m.vsk.
Kostnaðaráætlun 375.066.460 kr.- m.vsk.

Lægsta tilboð eftir yfirferð er frá Vörðufelli og er um 36,4% yfir kostnaðaráætlun.

Bjóðandi er bundinn af tilboði sínu í 4 vikur frá því að tilboð voru opnuð.

Ákvörðun um afgreiðslu málsins verður tekin innan gildistíma tilboða.

     
2.   1809011 – Húsnæðismál grunnskóla í sveitarfélaginu
  Farið yfir húsnæðismál grunnskóla í sveitarfélaginu. Formaður kynnti hugmyndir um breytingar innanhúss í Vallaskóla vegna mötuneytisaðstöðu.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:30

 

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson

 

 
7. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


7. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 12. September 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.
 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1703281 – Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
   

Ólafur Árnason og Reynir Sævarsson frá Eflu kynntu stöðu á umhverfismati fyrir hreinsistöð við Geitanes og fóru yfir nýjustu tækni og kostnaðartölur vegna uppbyggingu hreinsistöðvar við Selfoss.

     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

 

Tómas Ellert Tómasson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson6. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar


6. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 6. September 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál
1. 1809012 – Vetrarþjónusta í Árborg 2018-2019
Kristján Jóhannesson, verkstjóri þjónustumiðstöðvar, og Auður Guðmundsdóttir, deildarstjóri framkvæmda- og þjónustu, komu inn á fundinn. Kristjáni og Auði falið að uppfæra snjómokstursreglur og leggja fyrir næsta fund.

2. 1801063 – Borun á ÓS-4
Sigurður Þór Haraldsson deildarstjóri vatns- og hitaveitu, kom inn á fundinn. Vegna tafa við undirbúning viðhaldsborunar á ÓS-1 ákveður stjórnin að breyta forgangsröðun framkvæmda og fara í borun á nýrri vinnsluholu austan við núverandi vinnslusvæði skv. ráðleggingum frá ÍSOR.
Heitavatnsöflun í Sveitarfélaginu Árborg stendur tæpt á álagstímum og nauðsynlegt að halda áfram vinnu við jarðhitaboranir.

3. 1612102 – Kaupsamningur – Félagsmiðstöð og dagdvöl aldraðra að Austurvegi 51
Formaður stjórnar og Sigurður Sigurjónsson, bæjarlögmaður fóru yfir störf starfshóps vegna kaupa á félagsmiðstöð og dagdvöl aldraða að Austurvegi 51. Farið var yfir stöðu framkvæmda og efnisval byggingarefna. Gerð var grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá skilalýsingu. Seljandi gerir ráð fyrir að afhenda eignina 12. október nk. Fyrir afhendingu verður gerð úttekt á húsnæðinu og borin saman við skilalýsingu.

4. 1807089 – Samningur við Rarik um lagningu þriggja fasa rafmagns í Svf. Árborg
Álfheiður Eymarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Athugun hefur leitt í ljós að kostnaður tengingar við hitaveitu á jaðarsvæðum er ekki fýsilegur kostur að svo stöddu.

Framkvæmda- og veitustjórn hefur í samvinnu við RARIK ákveðið að flýta lagningu þriggja fasa rafmagns um 4.2 km leið, frá Tóftum að Traðarholti, framhjá Hraunhlöðu, til suðurs að Skipum og þaðan að Grundarbæjum innan Sveitarfélagsins Árborgar.
Lagning þriggja fasa rafmagns á þessu svæði hefur talsverð samlegðaráhrif með lagningu ljósleiðara, en stefnt er að því að vinna þessi tvö verk í sama verki. Með þessu fyrirkomulagi munu Selfossveitur spara umtalsverða fjármuni vegna lagningar ljósleiðara. Þá hafa eigendur Vestri- Grundar 3 ákveðið að falla frá styrk sem þeir ella ættu rétt á frá Selfossveitum bs. vegna kaupa á varmadælu.

Lagning þriggja fasa rafmagns er til þess fallin að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu sem og stuðla að möguleikum til frekari tæknivæðingar og þannig hafa jákvæð áhrif á núverandi búrekstur sem og allan annan atvinnurekstur á umræddu svæði.

Þá er framangreint fyrirkomulag einnig til þess fallið að auka afhendingar- og rekstraröryggi á rafmagni á dreifisvæði RARIK en núverandi loftlína hefur á undanförnum árum átt það til að slá út, nú síðast í ágúst sl., vegna áflugs fugla og veðráttu.

Framkvæmda- og veitustjóra er falið að ganga frá samkomulagi við RARIK um lagningu framangreinds þriggja fasa strengs og lagningu ljósleiðara.

5. 1809011 – Húsnæðismál grunnskóla í sveitarfélaginu
Umræður um stöðu húsnæðismála grunnskóla í sveitarfélaginu.

6. 1803096 – Hönnun á götum og veitulögnum í landi Bjarkar
Unnið er að útboðsgögnum vegna verkhönnunar á gatna- og veitukerfum í landi Bjarkar. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að leggja fram tillögu að áfangaskiptingu 1. áfanga þar sem gatnagerð að nýjum grunnskóla verður höfð í forgangi.

7. 1301171 – Uppsetning öryggismyndavéla
Stjórnin samþykkir uppsetningu á öryggismyndavél vestan við þéttbýlið á Eyrarbakka. Kostnaður er áætlaður ein milljón króna og er framkvæmdatími áætlaður byrjun árs 2019. Áætluðum kostnaði er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.

8. 1808099 – Kortlagning umhverfismála á Suðurlandi
Skýrsla frá SASS um kortlagningu umhverfismála á Suðurlandi lögð fram. Stjórnin fagnar gagnlegu yfirliti frá SASS.

9. 1711264 – Viðbygging við leikskólann Álfheima
Niðurstaða útboðs vegna viðbyggingar við leikskólann Álfheima lögð fram. Tilboð verða yfirfarin og metin.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 21:30

Tómas Ellert Tómasson
Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Jón Tryggvi Guðmundsson
5. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


5. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 9. ágúst 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Guðjón Guðmundsson, varamaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri  

Leitað var afbrigða í upphafi fundar að taka inn mál vegna dælustöðvar við Austurveg 67 og var það samþykkt.
 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1808017 – Innkaupareglur Svf. Árborgar 2018
  Sigurður Sigurjónsson, bæjarlögmaður fór yfir innkaupareglur sveitarfélagsins. Mikilvægt er að endurskoða innkaupareglur Sveitarfélagsins m.t.t. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup.
     
2.   1808015 – Larsenstræti – Gatnagerð
  Upplýst var um stöðu hönnunar og framkvæmda við Larsenstræti.
     
3.   1710088 – Hönnun á dælustöð og miðlunargeymir Selfossveitna
  Guðjón Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Farið var yfir niðurstöðu á opnun tilboða í dælustöð Selfossveitna við Austurveg 67.

Bjóðandi     Tilboðsverð eftir yfirferð             % af kostnaðaráætlun

ÞG Verk ehf.          361.337.895 kr.                 107,7 %
Vörðufell ehf.        377.821.528 kr.                 112,6%
Kostnaðaráætlun 335.615.701 kr.

Framkvæmdastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda enda uppfylli hann kröfur útboðsgagna.

     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

 

Tómas Ellert Tómasson   Viktor Pálsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Guðjón Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson    4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 1. ágúst 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.

 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri  

Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn á dagskrá starfsmannamál hjá Framkvæmda- og veitusviði.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1808002 – Starfsmannamál á framkvæmda- og veitusviði
  Stjórnin leggur til við bæjarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri inn á framkvæmda- og veitusvið. Um er að ræða nýtt starf til að mæta auknu umfangi framkvæmda í sveitarfélaginu. Verkefnastjóri mun starfa á framkvæmda- og veitusviði og hafa umsjón með og bera ábyrgð á faglegri úrlausn verkefna sem honum verður falið að vinna.
     
2.   1612102 – Kaupsamningur – óbyggt rými undir félagsmiðstöð og dagdvöl aldraðra að Austurvegi 51
  Sigurður Sigurjónsson bæjarlögmaður kom inn á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins. Stjórnin ákveður að setja saman verkefnahóp sem hefur það verkefni að framfylgja ákvæðum kaupsamnings og skilalýsingar, annast samskipti við seljanda og væntanlega notendur. Einnig að halda skrá yfir öll byggingarefni sem notuð eru við framkvæmdina, framleiðanda, efnissala o.s.frv. Seljandi hefur upplýst að húsnæðið verði tilbúið til notkunar um mánaðarmótin september/október.
Í verkefnahópnum verður formaður framkvæmda- og veitustjórnar, félagsmálastjóri og bæjarlögmaður.
     
3.   1807089 – Samningur við Rarik um lagningu þriggja fasa rafmagns í Svf. Árborg
  Álfheiður Eymarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Formaður og framkvæmdastjóri hafa fundað með Rarik og hagsmunaaðilum.

Málinu frestað meðan beðið er eftir frekari gögnum.

     
4.   1009055 – Uppsetning á veðurathugunarstöð á Selfossi
  Drög að samningi við Veðurstofu Íslands um rekstur verðurstöðvar við Selfoss lagður fram.

Eftirtaldir grunn veðurþættir verða mældir á stöðinni. Lofthiti í 2 m hæð yfir jörðu, vindátt og vindhraði í 10 m hæð yfir jörðu. Einnig verða gerðar mælingar á loftraka og úrkomu í 2 m hæð yfir jörðu.
Veðurstofa Íslands ábyrgist gæði mæligagna og að ekki verði langar eyður í mæliröðum. Öll gögn verða varðveitt í gagnagrunni Veðurstofu Íslands, sem mun sjá um að reka grunninn og halda honum við. Verksali áskilur sér rétt til að nota og dreifa gögnum með öðrum veðurmælingum. Nýjustu gögn verða birt á vef Veðurstofu Íslands og verða þau opin og aðgengileg almenningi. Gögnin munu strax nýtast Selfossveitum vel í hönnun og rekstri veitumannvirkja á Selfossi. Góð veðurfarsleg gögn munu einnig auðvelda mjög hönnun á fyrirhuguðum fráveitu mannvirkjum í framtíðinni.
Verkkaupi og verksali velja saman stað fyrir veðurstöðina, en leitast skal við að staðsetning hennar uppfylli sem best kröfur, sem gerðar eru til mælinga á einstökum veðurþáttum.
Meirihluti stjórnar felur formanni og framkvæmda- og veitustjóra að ganga frá samningi við Veðurstofu Íslands og finna heppilega staðsetningu fyrir stöðina.

Bókun frá fulltrúum D-lista

Fulltrúar D-lista telja ekki rétt að sveitarfélagið taki á sig kostnað við rekstur veðurathugunarstöðvar. Uppsetning stöðvarinnar mun kosta um 800 þúsund og árlegur rekstur um milljón. Kostnaður við uppsetningu er ekki í fjárhagsáætlun þessa árs. Það er í verkahring Veðurstofu Íslands fyrir hönd ríkisins að annast og kosta uppsetningu og rekstur slíkra stöðva. Nú þegar er rekin veðurathugunarstöð á Eyrarbakka á vegum Veðurstofunnar

     
5.   1807117 – Endurskoðun á reglugerð nr. 504/1990 um Selfossveitur
  Farið var yfir reglugerð um Selfossveitur sem er frá 1990 og þarfnast endurskoðunar. Bæjarlögmanni er falið að leggja fram tillögu að nýrri reglugerð fyrir Selfossveitur. Stefnt er að því að vinnu við nýja reglugerð verði lokið fyrir áramót.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:00

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 19. júlí 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn á dagskrá kostnaðaráætlun viðhalds fasteigna í eigu Svf. Árborgar.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1807099 – Kostnaðaráætlun viðhalds fasteigna í eigu Svf. Árborgar
  Formaður stjórnar fór yfir kostnaðaráætlun viðhalds fasteigna í eigu Svf. Árborgar.

SAMANDREGNAR NIÐURSTÖÐUR

Gerð var kostnaðaráætlun viðhalds og endurbóta fyrir tímabilið 2010 til 2030 fyrir nær allar fasteignir sem eru með skráð brunabótamat og eru í eigu Svf. Árborgar og skýrsluhöfundur hafði upplýsingar um.
Markmiðið með skýrslunni var í fyrsta lagi að finna núvirt endurstofnverð fasteigna í eigu Svf. Árborgar, í öðru lagi að áætla viðhalds- og endurbótakostnað á tímabilinu 2010-2030 fyrir fasteignir skv. aðferðum sem lýst er í Brunabótamatsskýrslu 2016.
Samanlagt núvirt endurstofnverð fasteigna í eigu Sv.f. Árborgar sem eru með skráð brunabótamat er áætlað 18.3 milljarðar.
Samanlagður viðhalds- og endurbótakostnaður fyrir árin 2010-2030 skv. aðferðum sem lýst er í skýrslu er áætlaður 5.1 milljarður.
Viðhalds- og endurbótakostnaður er áætlaður 275 m.kr. að meðaltali á ári á tímabilinu 2018-2030 fyrir þær fasteignir sem nú þegar eru í notkun.

     
2.   1807090 – Eignavefur/hugbúnaður fyrir umsýslu á fasteignum í eigu Svf. Árborgar
  Formaður kynnti fyrir stjórn hugbúnað sem Reykjavíkurborg notar fyrir eignaumsjón. Með því að nota slíkan eignaumsjónarhugbúnað eða sambærilegan getur dregið úr rekstrarkostnaði fasteigna. Þá næst einnig fram aukin skilvirkni í verkferlum og starfsvenjum.
Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna, upplýsinga um kostnað og fá kynningu á hugbúnaði sem er í boði.
     
3.   1807092 – Hugbúnaður vegna verkefnisstjórnunar á framkvæmda- og veitusviði
  Formaður kynnti fyrir stjórn hugbúnað (PIAB) sem Reykjavíkurborg notar til aðstoðar við stýringu verkefna. Sveitarfélaginu býðst að fá kynningu á hugbúnaðinum frá þeim aðila sem er að innleiða slíkt kerfi fyrir Reykjavíkurborg. Kerfið getur nýst öllum sviðum og deildum sveitarfélagsins. Stefnt er að því að kynning fari fram í haust.
     
4.   1807089 – Samningur við Rarik um lagningu þriggja fasa rafmagns í Svf. Árborg
  Álfheiður Eymarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við Rarik um efni samningsins. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
     
5.   1612166 – Samningur um jarðhitaréttindi Oddgeirshólum
  Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög á milli Selfossveitna bs. og Hitaveitufélags Hraungerðishrepps um vatnsöflun og jarðhitaréttindi í landi jarðarinnar Oddgeirshóla.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi.
     
6.   1807093 – Staða framkvæmda á framkvæmda- og veitusviði 2018
  Framkvæmdastjóri lagði fram lista yfir verklegar framkvæmdir í Sveitarfélaginu Árborg.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

 

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson

 

 

 

 

 
2. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

2. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 12. July 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Kjartan Björnsson og Sólveig Pálmadóttir fóru með stjórninni í vettvangsferð.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1507013 – Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
  Framkvæmda- og veitustjóri kynnti stöðu borunar á SE-35 norðan við Miðtún. Borun og fóðring holunnar er lokið, botndýpi er 906 m. Unnið er að prufudælingu úr holunni og mun sú vinna leiða í ljós hvort holan verði virkjuð.
     
2.   1807041 – Vettvangsferð stjórnar í júlí 2018
  Farið var í vettvangsferð um orku- og vatnsöflunarsvæða Selfossveitna.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:00

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

  1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 28. June 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1806192 – Kosning varaformanns og ritara framkvæmda- og veitusviðs kjörtímabilið 2018-2022
  Lagt er til að Álfheiður Eymarsdóttir verði varaformaður og starfsmaður framkvæmda- og veitusviðs riti fundargerð.
Samþykkt samhljóða.
     
3.   1710088 – Hönnun á dælustöð og miðlunargeymir Selfossveitna
  Stjórnin samþykkir að bjóða út framkvæmdir við nýja dælustöð Selfossveitna við Austurveg 67. Gert er ráð fyrir að flýta verklokum og þau verði haustið 2019 í stað 2020 eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Endurskoða þarf því þriggja ára fjárfestingaráætlun með tilliti til þessa.
     
4.   1804229 – Útistofur við Vallaskóla 2018
  Á 52. fundi framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, þann 2. maí s.l. samþykkti þáverandi stjórn tilboð frá Hafnarbakka í lausar kennslustofur við Vallaskóla og var framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna áfram að málinu. Staðan í dag er sú, að kominn er á bindandi samningur við Hafnarbakka um kaup á fyrrgreindum stofum sem byggðar eru upp sem gámaeiningar og framleiðsla á þeim hafin. Vegna þess hve stutt er í skólabyrjun þá verða gámahúsin sett niður við Vallaskóla og munu standa þar til þeim verður skipt út fyrir aðra og vandaðri gerð færanlegra kennslustofa.
Megintilgangur með settum innkaupareglum Sveitarfélagsins Árborgar er sá að stuðla að vönduðum og hagkvæmum innkaupum Sveitarfélagsins Árborgar og að Sveitarfélagið Árborg hagi innkaupum sínum í samræmi við góða viðskiptahætti og tryggja að stjórnsýsla á sviði innkaupa sé vönduð. Í því ljósi felur Framkvæmda- og veitustjórn framkvæmdastjóra að vinna að gerð útboðsgagna „Útistofur við Vallaskóla 2018“. Útboðsformið verði alútboð og er það almennt útboð eins og lýst er í grein 1.2.2 í ÍST 30. Um verður að ræða tveggja þrepa útboð sem felst í því að hönnun verður opnuð sér og hún metin. Verðtilboð verða síðan opnuð sér fyrir hönnunarútfærslur sem uppfylla kröfur útboðsgagna. Áætlað er að keyptar verði þrjár færanlegar kennslustofur.
     
5.   1804364 – Klæðning á Byggðarhornsveg 2018
  Verið er að skoða kostnaðarþátttöku ríkisins vegna verksins. Afgreiðslu málsins er frestað þar til þeirri skoðun lýkur.
     
6.   1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima
  Stjórnin samþykkir að falla frá lokuðu útboði vegna viðbyggingar við leikskólann Álfheima og efna til almenns útboðs.
     
7.   1801209 – Göngustígar 2018
  Farið var yfir stöðu framkvæmda
     
8.   1801208 – Göngu- og hjólastígar 2018 með styrk frá Vegagerðinni
  Kynnt var niðurstaða útboðs á verkinu „Eyrabakkastígur 2018“. Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Stálborg ehf. 35.180.000
Borgarverk ehf. 14.205.000
Smávélar ehf. 17.311.500
Gröfuþjónusta Steins ehf. 15.437.500
I.J.Landstak 22.315.000
Kostnaðaráætlun Eflu 15.200.000
     
9.   1009055 – Uppsetning á veðurathugunarstöð á Selfossi
  Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmda- og veitustjóra að skoða uppsetningu á veðurathugunarstöð á Selfossi í samstarfi við Veðurstofu Íslands.
Greinargerð:
Veðurathugunarstöð með rauntímavöktun stuðlar að öryggi almennings og eigna á Selfossi. Nú þegar eru a.m.k. 250 veðurathugunarstöðvar í rekstri um land allt á vegum Veðurstofunnar eða í tengslum við hana. Þær eru m.a. staðsettar í flestum þéttbýliskjörnum landsins. Þekkt er að veðurfar á Selfossi er oft á tíðum ólíkt því sem gerist í næsta nágrenni t.d. hvað varðar snjóalög og vindafar. Veðurathugunarstöð nýtist við hönnun mannvirkja og fráveitur, bætir umferðaröryggi og er eitt af mikilvægum hjálpartækjum ferðaþjónustunnar. Einnig þá hefur veðurathugunarstöð mikið markaðslegt gildi fyrir Höfuðstað Suðurlands.
     
10.   1510214 – Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð.
  Vinna er í gangi við samanburðarrannsókn á húshitunarkostnaði í sveitarfélaginu eftir þéttbýli og dreifbýli. Við frumathugun hefur komið í ljós að í einstaka tilvikum í Tjarnabyggð er notkun óeðlilega mikil miðað við aðstæður í byggðinni án þess að skýringar liggi fyrir. Í þeim tilvikum verður notendum boðið fyrri úrræði við gjaldtöku vegna hitaveitu og ráðgjöf. Þessi ráðstöfun er tímabundin þar til að niðurstöður fást úr framangreindri rannsókn. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir með haustinu.
     
Erindi til kynningar
2.   1806169 – Kynning á framkvæmda- og veitusviði
  Framkvæmda- og veitustjóri hélt stutta kynningu á starfsemi sviðsins.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Jón Tryggvi Guðmundsson    

 
53. fundur framkvæmda- og veitustjórnar53. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 16. maí 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1801063 – Borun á ÓS-4
  Stjórnin ákveður að fela framkvæmdastjóra að halda áfram vinnu við borun vinnsluholu í Ósabotnum, ÓS-4.
Kostnaður vegna verksins er ekki á fjárfestingaráætlun 2018. Óskað verður eftir viðauka við fjárhagsáætlun þegar verkið hefst.
     

Í lok fundar þakkaði Gunnar Egilsson, formaður, fundarmönnum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu og málefnalegar umræður.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 09:00

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson52. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


52. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 2. maí 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Viktor S. Pálsson, varamaður S- lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1804229 – Útistofur við Vallaskóla 2018
  Stjórnin samþykkir tilboð frá Hafnarbakka í lausar kennslustofur við Vallaskóla. Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna áfram að málinu.
     
2.   1404069 – Framkvæmdir vegna yfirbyggingar8 útigarða við Vallaskóla
  Kristbjörn Guðmundsson frá EFLU kom inn á fundinn og kynnti áætlun um endurnýjun og viðhald á Vallaskóla í tengslum við yfirbyggingu útigarða. Stjórnin samþykkir að óska eftir aukafjárveitingu að upphæð 60 milljónir til viðhalds m.a. vegna athugasemda eldvarnareftirlits.
     
3.   1507013 – Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
  Kynntar voru niðurstöður úr borun SE-35 norðan við Miðtún. Holan verður prufudæld á næstu vikum.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Ingvi Rafn Sigurðsson   Helgi Sigurður Haraldsson

 

Jón Tryggvi Guðmundsson   Viktor S. Pálsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
51. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


51. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 24. apríl 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Ragnheiður Guðmundsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1804240 – Ársreikningur Selfossveitna 2018
  Ólafur Gestsson endurskoðandi, lagði fram og skýrði ársreikning Selfossveitna fyrir árið 2017. Stjórnin staðfestir reikninginn.
     
2.   1710088 – Hönnun á dælustöð og miðlunargeymir Selfossveitna
  Sigurður Þór lagði fram drög að hönnun á nýrri dælustöð og miðlunargeymi fyrir Selfossveitur að Austurvegi 67.
     
3.   1601147 – Eyraveita dælustöð 2017
  Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við nýja dælustöð vatns- og hitaveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á næstu vikum.
     
4.   1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima
  Stjórnin samþykkir að fela framkvæmda- og veitustjóra að hefja vinnu við forvalsútboð vegna stækkunar leikskólans Álfheima.
     
5.   1804229 – Útistofur við Vallaskóla 2018
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að gera verðkönnun á þremur færanlegum útistofum við Vallaskóla.
     
6.   1802086 – Beiðni – greining á þörf íbúa og fyrirtækja fyrir þrífasa rafmagn
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að taka saman upplýsingar og svara beiðninni.
     
7.   1801146 – Fablab smiðja við FSu
  Stjórnin samþykkir að styrkja uppsetningu á Fablab smiðju við FSu með kaupum á Roland GS-24 vínilskera.
     
8.   1312083 – Endurskoðun á reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999
  Lögð fram endurskoðuð umsögn um reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999 að teknu tilliti til aðstæðna og staðhátta í Sveitarfélaginu Árborg. Framkvæmda- og veitustjóra falið að skila inn umsögn stjórnar.
Helgi S. Haraldsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 10:30

 

Gunnar Egilsson   Ingvi Rafn Sigurðsson

 

Eggert Valur Guðmundsson   Helgi Sigurður Haraldsson

 

Jón Tryggvi Guðmundsson    

 

 
50. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


50. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 21. mars 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1803167 – Lántökur 2018 – Selfossveitur
  Stjórn Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 180.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Selfossveitna að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.

Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.

     
2.   1510214 – Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð
  Vegna breytinga sem gerðar voru á innheimtu fyrir heitt vatn í Tjarnarbyggð í upphafi árs 2016, vill undirritaður óska eftir upplýsingum í framhaldi af þeim.

1. Hvaða aðgerðir var farið í til að tryggja hitastig og þrýsting á heitu vatni í Tjarnarbyggðinni, við þær
breytingar?
2. Er framkvæmd á sölu á heitu vatni til notenda í Tjarnabyggð orðið eins og hjá öðrum notendum í sveitarfélaginu?
3. Er hitastig og þrýstingur á heita vatninu til samræmis við það sem gerist hjá öðrum notendum í sveitarfélaginu?

Helgi S. Haraldsson, fulltrúi B-lista.

1.Settir voru hemlar á endahús til þess að tryggja jafnara hitastig.

2. Já, fyrir utan þá staði sem eru með hemla. Stjórnin vekur athygli á að sama gjaldskrá gildir fyrir dreifbýli og þéttbýli.

3. Stjórnin óskar eftir við framkvæmdastjóra að teknar verði saman upplýsingar á húshitunarkostnaði í sveitarfélaginu eftir þéttbýliskjörnum og dreifbýli.

     
3.   0904212 – Tenging milli vatnsveitu Flóa og Árborgar
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga frá lokauppgjöri vegna samnings frá árinu 2010 um öflun og sölu á köldu vatni til Flóahrepps.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

Gunnar Egilsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson
49. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


49. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 13. mars 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Jakob H. P. Burgel Ingvarsson áheyrnarfulltrúi frá ungmennaráði sat fundinn.

Helgi S. Haraldsson boðaði forföll.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1711264 – Viðbygging við leikskólann Álfheima
  Framkvæmda- og veitustjóri fór yfir stöðu hönnunar vegna viðbyggingar við leikskólann Álfheima við Sólvelli. Gert er ráð fyrir að bjóða verkið út í byrjun ágúst nk., reiknað er með að framkvæmdir taki eitt ár.
     
2.   1803093 – Sunnulækjarskóli 6. áfangi 2018
  Framvinduskýrslur frá eftirlitsaðila vegna janúar og febrúar lagðar fram. Verkið er á áætlun og verklok eru áætluð fyrir skólabyrjun í haust.
     
3.   1706058 – Gatnagerð í Hagalandi 2017-2018
  Niðurstaða útboðs lögð fram. Tveir lægstbjóðendur uppfylltu ekki skilyrði útboðsgagna. Stjórnin samþykkir að taka tilboði Borgarverks ehf. um verkið sem hljóðar upp á 218.871.000. Verkið rúmast innan fjárhagsáætlunar, áætluð verklok eru í september/október 2018.
     
4.   1803082 – Miðbær Selfoss 2018
  Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D-lista að fela framkvæmda- og veitustjóra að hefja hönnun hitaveitu í miðbæ Selfoss og vinna kostnaðaráætlun um verkið. Fulltrúi S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.
     
5.   1704230 – Ingólfsfjall vatnsvernd
  Sigurður Þór kom inn á fundinn og kynnti hugmyndir um öryggisgirðingar á vatnsverndarsvæði við Ingólfsfjall.
     
6.   1802016 – Vátryggingayfirlit veitu- og hafnarmannvirkja Árborgar 2018
  Stjórnin samþykkir að endurnýja tryggingar á hafnarmannvirkjum við ströndina.
     
7.   1803094 – Hreinsunarátak í Árborg 2018
  Stjórnin samþykkir að hreinsunarátak í Árborg 2018 verði með óbreyttu sniði dagana 7.-12. maí.
     
8.   1803095 – Leigusamningur um jarðhitaréttindi við Búnaðarsamband Suðurlands
  Samningur um jarðhitaréttindi í landi Stóra Ármóts lagður fram og kynntur. Stjórnin felur formanni og framkvæmda- og veitustjóra að undirrita samninginn.
     
9.   1612166 – Samningur um jarðhitaréttindi Oddgeirshólum
  Lagður var fram samningur við Hitaveitufélag Hraungerðishrepps um vatnsöflun og jarðhitaréttindi á landi jarðarinnar Oddgeirshóla. Stjórnin felur formanni og framkvæmda- og veitustjóra að undirrita samninginn.
     
10.   1803096 – Gatnagerð í Björk 2018
  Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að undirbúa verkhönnun á gatna- og veituhönnun í Björkurlandi.
     
11.   1803097 – Knatthús Selfossi 2018
  Stjórnin samþykkir að hefja vinnu við undirbúning að útboði á knatthúsi við íþróttavöllinn við Engjaveg.
     
12.   1510214 – Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð.
  Málinu frestað.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30

Gunnar Egilsson                                             Ragnheiður Guðmundsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson                         Jón Tryggvi Guðmundsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir                              Jakob H. P. B. Ingvarsson
48. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


48. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 31. janúar 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál
1.   1801210 – Austurbyggð – yfirborðsfrágangur og göngustígar 2018
  Farið yfir framkvæmdir við göngustígagerð í Austurbyggð 2018. Framkvæmdastjóra falið að vinna að undirbúningi framkvæmda í samræmi við fjárfestingaráætlun 2018.
     
2.   1801209 – Göngustígar 2018
  Stjórnin samþykkir að leggja áherslu á malbikun göngu- og hjólastígs við Engjaveg, á milli Sigtúns og Kirkjuvegar, og göngustígs um Gesthúsasvæðið á milli Engjavegar og Langholts.
     
3.   1801208 – Göngu- og hjólastígar 2018 með styrk frá Vegagerðinni
  Stjórnin samþykkir framlagða tillögu um forgangsröðun framkvæmda samkvæmt fjárfestingaráætlun. Stefnt er að malbikun fjörustígs frá Stokkseyri að Hraunsá, einnig lagningu burðarlags frá Sandvíkurafleggjara að Tjarnabyggð og uppsetningu á ljósastaurum frá Miðtúni að Olís.
     
4.   1801205 – Verkhönnun Víkurheiði 2018
  Stjórnin samþykkir að halda áfram verkhönnun á gatnagerð og veitukerfum við Víkurheiði, jafnframt vísar stjórnin skipulaginu til skipulags- og byggingarnefndar með ósk um endurskoðun á lóðastærðum og skipulagi gatna.
     
5.   1801206 – Framkvæmdir við Selfossveg og aðliggjandi svæði 2018
  Stjórnin staðfestir að haldið verði áfram vinnu við frágang samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi við Selfossveg.
     
6.   1801212 – Gjaldskrá Selfossveitna 2018 -heimtaugagjald -frostálag
  Stjórnin samþykkir að nýta heimild í gjaldskrá og innheimta 20% frostálag vegna heimtauga.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 

 

 
47. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


47. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 9. janúar 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1801034 – Forðafræðiúttekt Ósabotnum
  Skýrsla frá ÍSOR á forðaræði Ósabotnasvæðisins var kynnt. Niðurstaða skýrslunnar gefur vísbendingar um að vinna megi meira vatn af svæðinu.
Ákveðið að hefja undirbúning að staðsetningu á nýrri vinnsluholu.
     
2.   1801035 – Stofnlangir hitaveitu 2018
  Rætt var um framtíðarstaðsetningu á stofnlögnum. Stjórnin samþykkir að fara í stækkun stofnlagna við Langholt og Suðurhóla. Aðgerðin þykir nauðsynleg til að styrkja dreifikerfi hitaveitunnar og mæta vaxandi íbúafjölda í sveitarfélaginu.
     
3.   1706058 – Gatnagerð í Hagalandi 2017-2018
  Stjórnin samþykkir að bjóða út gatnagerð í Hagalandi. Áætluð verklok eru í september 2018.
     
4.   1710009 – Húsnæðisáætlun Árborgar
  Drög að húsnæðisáætlun Svf. Árborgar 2018-2025 lögð fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 

 
46. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


46. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 6. desember 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Fundurinn var haldinn sameiginlega með skipulags- og byggingarnefnd.

Dagskrá: 

Erindi til kynningar
1.   1703281 – Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
  Fulltrúar frá Eflu verkfræðistofu kynntu tillögu að matsáætlun fyrir hreinsistöð fráveitu við Selfoss. Matsáætlunin verður auglýst á næstu vikum.
Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að vinna kostnaðaráætlanir fyrir þá valkosti sem fram koma í matsáætluninni.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 

 
45. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

45. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 28. November 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1706058 – Gatnagerð í Hagalandi 2017-2018
  Farið var yfir stöðu á verkhönnun nýs íbúahverfis í Hagalandi þar sem gert er ráð fyrir 72 nýjum íbúðum. Stefnt er á að bjóða verkið út í desember og verklok verði haustið 2018.
     
2.   1710183 – Endurnýjun götulýsingar – verðkönnun
  Niðurstaða verðkönnunar á „Endurnýjun götulýsingar“ kynnt. Tilboðin verða yfirfarin m.t.t. verðs og gæða.
     
3.   1710123 – Uppsetning og rekstur hæghleðslustöðva í Árborg
  Niðurstaða útboðs á uppsetningu og rekstri hæghleðslustöðva í Árborg kynnt. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
     
4.   1507013 – Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
  Kynnt var skýrsla frá ÍSOR varðandi jarðhitaleit norðan við Ölfusárbrú. Stjórnin samþykkir að fara í frekari tilraunaboranir samkvæmt tillögum ÍSOR á því svæði.
     
5.   1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima
  Stjórnin samþykkir að halda áfram hönnunarvinnu vegna stækkunar leikskólans Álfheima.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson44. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

44. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. október 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Helgi S. Haraldsson, Ingvi Rafn Sigurðsson og Eggert Valur Guðmundsson boðuðu forföll.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1709217 – Fjárfestingaráætlun 2018 og 3ja ára áætlun
  Farið yfir þriggja ára fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins 2019-2021.
     
2.   1709055 – Virkjun á ÞK-18
  Unnið er að undirbúningi virkjunar á ÞK-18
     
3.   1507013 – Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
  Lokið er við fóðringu á SE-34. Holan verður prufudæld næstu vikur.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Jón Tryggvi Guðmundsson    

 
43. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

43. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 26. september 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1709217 – Fjárfestingaráætlun 2018 og 3ja ára áætlun
  Stjórnin fór yfir fjárfestingaráætlun fyrir árið 2018.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:00

Gunnar Egilsson                               
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson             
Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson
42. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


42. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 23. ágúst 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Viktor Pálsson, varamaður, S-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1708095 – Gatnagerð við Flugvöll Selfoss -Vallarheiði 2017
  Farið yfir skipulag við Flugvöll Selfoss. Ákveðið að hefja verkhönnun fyrir svæðið.
     
2.   1605337 – Borun á ÞK-18
  Farið yfir stöðu borverksins. Unnið er að fóðringu holunnar ÞK-18 niður á 1489 m dýpi. Afkastamæling mun fara fram að því loknu.
     
3.   1507013 – Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
  Borhola SE-34 við Jórutún verður fóðruð niður á 300 m dýpi til að loka fyrir innrennsli úr köldum æðum.
     
4.   1609137 – Orkusjóður – styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
  Stjórnin ákveður að auglýsa eftir samstarfsaðila um uppsetningu og rekstur á hraðhleðslustöðvum í sveitarfélaginu.
     
5.   1706148 – Fjögurra ára samgönguáætlun vegna hafna- og sjóvarnaframkvæmda, 2018-2021.
  „Stjórnin fór yfir erindi Vegagerðarinnar dagsett 15. júní 2017. Stjórnin óskar eftir að áfram verði unnið að sjóvörnum á þeim stöðum sem tilgreindir eru í sjóvarnaskýrslu Siglingastofnunar frá árinu 2012. Jafnframt verði ástand núverandi sjóvarnagarða endurmetið.“
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Helgi Sigurður Haraldsson
Viktor Pálsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 

 

 

 

 
41. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

41. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. júní 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1703138 – Uppbygging á hjólreiða- og göngustígum í Árborg
  Stjórnin fagnar styrkveitingu Vegagerðarinnar til sveitarfélagsins til uppbyggingar göngu- og hjólastíga í sveitarfélaginu. Styrkurinn verður notaður til uppbyggingar göngustíga meðfram Suðurlandsvegi og Eyrarbakkavegi. Framlag Vegagerðarinnar í ár er 20 milljónir og mótframlag sveitarfélagsins er 20 milljónir. Stjórnin samþykkir að sækja um viðauka við fjárfestingaráætlun að upphæð 12 milljónum til verkefnisins.
     
2.   1612166 – Samningur um jarðhitaréttindi í Oddgeirshólum
  Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar kynntu stöðu mála varðandi hugsanlega heitavatnsöflun í landi Oddgeirshóla.
     
3.   1507013 – Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
  Farið yfir stöðu mála vegna holu SE-34 við Jórutún. Holan gefur talsvert magn af 62-63°C heitu vatni með ásættanlegum niðurdrætti vatnsborðsins. Kannað verður á næstunni hvort holan reynist virkjanleg til rekstrar.
     
4.   1701042 – Útboð á hönnun á dælustöð og miðlun hitaveitu
  Stjórnin samþykkir að óska eftir tilboðum í hönnun á dælustöð og miðlun hitaveitu að Austurvegi 67. Verkið rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins.
     
5.   1705016 – Útboð á sorphirðu í Árborg
  Lögð fram niðurstaða útboðs á verkinu „Sorphirða fyrir heimili, stofnanir og gámastöð Árborgar“. Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við lægstbjóðanda Íslenska Gámafélagið.
     
6.   1706057 – Lagfæringar á yfirborði við Selfossveg og Eyraveg 2
  Stjórnin samþykkir að fara í lagfæringar á umhverfi og yfirborði við Selfossveg og Eyraveg 2 samkvæmt teikningum frá Landhönnun. Óskað verður eftir viðbótarfjárveitingu vegna verksins.
     
7.   1706058 – Gatnagerð í Hagalandi 2017-2018
  Kynntar voru breytingar á deiliskipulagi fyrir reit CD í Hagalandi. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að undirbúa verkhönnun svæðisins og leggja fram kostnaðaráætlun vegna verksins.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 
40. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

40. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. 

Helgi Haraldsson boðaði forföll

Tilkynning frá Vatnsveitu Árborgar                                                                                  

Vegna tengingar á stofnlögn verður kaldavatnslaust í eftirtöldum götum miðvikudaginn 3.maí. Þóristún, Smáratún, Selfossbæir,Kirkjuvegur milli Þóristúns og Eyrarvegar. Lokað verður fyrir frá klukkan 13 og fram eftir degi. Vinnu verður hraðað eins og  hægt er.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1604239 – Ársreikningur Selfossveitna 2016
  Ólafur Gestsson endurskoðandi frá PwC kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Selfossveitna 2016. Rekstur félagsins var með svipuðu móti í ár og síðastliðið ár. Á árinu varð hagnaður af rekstri Selfossveitna bs sem nam 27,9 mkr. samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til 5,42% ávöxtunar eigin fjár. Eignir Selfossveitna bs í árslok 2016 voru samkvæmt efnahagsreikningi 1.301 mkr. og heildarskuldir 794,7 mkr. Eigið fé nam því 506,3 mkr. og er eiginfjárhlutfall 38,9%.
     
2.   1704208 – Gámasvæði Árborgar við Víkurheiði – opnunartími sumarið 2017
  Meirihluti stjórnar samþykkir að opnunartími gámasvæðisins við Víkurheiði verði 13:00-17:00 mánudaga til laugardaga. Lokað verður á sunnudögum.

Bókun frá fulltrúa S- lista: Meðal annars í ljósi aukinna umsvifa í sveitarfélaginu er það mín skoðun að rýmka eigi opnunartíma gámasvæðisins við Víkurheiði í sumar. Sú tillaga að opnunartíma sem liggur fyrir þessum fundi er ekki ásættanleg að mínum dómi. Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S lista

     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson

 

Jón Tryggvi Guðmundsson    

 
39. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


39. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 11. apríl 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.

 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1704056 – Gámasvæði 2017
  Baldvin Árnason frá Eflu og Kristján Jóhannesson verkstjóri þjónustumiðstöðvar, komu á fundinn og kynntu áætlanir um framkvæmdir ársins á gámasvæðinu við Víkurheiði. Gert er ráð fyrir að malbika ramp, steypa plan undir gáma og undirbúa smíði á nýjum rampi fyrir hágáma.
     
2.   1703298 – Göngustígar í Árborg 2017
  Kynnt var niðurstaða opnunar tilboða í göngustíga í Árborg 2017. Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Gröfuþjónustu Steins.
     
3.   1703146 – Sláttur og hirðing á Eyrarbakka og Stokkseyri 2017
  Kynnt niðurstaða útboðsins Sláttur og hirðing á Eyrarbakka og Stokkseyri 2017.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Eggert Valur Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson38. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


38. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn 22. mars 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. 

Helgi Haraldsson boðaði forföll

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1605337 – Borun á ÞK-18
  Farið yfir stöðu á borun ÞK-18. Borun er lokið og er botndýpi holunnar 1565 m. Unnið er að hreinsun og mælingu á holunni.
     
2.   1703139 – Hreinsunarátak í Árborg 2017
  Stjórnin ákveður að hefðbundið hreinsunarátak í Árborg verði daganna 8.-13. maí nk. Stjórnin beinir þeim tilmælum til íbúa að virða umgengnisreglur varðandi flokkun sem til er ætlast.
     
3.   1703138 – Styrkumsókn til Vegagerðarinnar vegna uppbyggingar á hjólreiða- og göngustígum í Svf. Árborg
  Kynntar voru hugmyndir að uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í sveitarfélaginu.
     
4.   1703140 – Meðhöndlun seyru úr rotþróm -kynning á samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Flóa
  Framkvæmda- og veitustjóri upplýsti um skoðunarferð á Flúðir varðandi meðhöndlun seyru úr rotþróm. Stjórnin tekur vel í samstarf í þessum efnum.
     
5.   1703141 – Lionsklúbbur Selfoss og Lionsklúbburinn Embla, erindi vegna aldarafmælis Lions
  Kynntar voru hugmyndir Lionsklúbbs Selfoss og Emblu vegna gjafa á hundrað ára afmæli samtakanna. Stjórnin samþykkir að leggja til svæði við Ölfusá.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
37. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


37. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 22. febrúar 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri, Guðjón Guðmundsson., varamaður, D-lista.  

Formaður leitar afbrigða fyrir mál nr. 1702275, Gámasvæði Árborgar -færsla á girðingu 2017.

Helgi Haraldsson boðaði forföll.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1605337 – Borun á ÞK-18
  Staða borverks í Laugardælum kynnt. Búið er að bora niður á 1560 m dýpi.
     
2. 1701041 – Klæðning -Suðurhólar 2017
  Niðurstaða útboðs var kynnt. Eftirfarandi tilboð bárust: Borgarverk: 16.750.000 kr. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir: 19.644.800 kr. Kostnaðaráætlun: 22.610.000 kr. Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
     
3. 1702251 – Hagaland – göngustígar og yfirborðsfrágangur 2017
  Stjórnin samþykkir að bjóða út malbikun á göngustígum við Hagalæk og Urðarmóa.
     
4. 1312062 – Samþykkt um fráveitu í Sveitarfélaginu Árborg
  Framkvæmda- og veitustjóri kynnti umræður á vettvangi Samorku um vandamál vegna notkunar á sorpkvörnum á heimilum, m.a. vegna þess að fráveitukerfi eru ekki hönnuð til að taka á móti slíkum úrgangi. Stjórnin leggur til að við gerð nýrrar samþykktar um fráveitu verði tekið tillit til þessa og tenging sorpkvarna við fráveitukerfið ekki heimiluð.
     
Erindi til kynningar
5. 1702275 – Gámasvæði Árborgar -færsla á girðingu 2017
  Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að undirbúa útboð á færslu girðingar á gámasvæði Árborgar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Viktor Pálsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
Guðjón Guðmundsson    

 
36. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

36. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B- lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1610152 – Stofnlagnir – Suðurhólar 2017
  Niðurstaða útboðs lögð fram. Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga um verkið við lægstbjóðanda Gröfuþjónustu Steins ehf.
     
2. 1701041 – Klæðning -Suðurhólar 2017
  Stjórnin samþykkir að bjóða verkið út.
     
3. 1609137 – Orkusjóður – styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
  Umsóknarfrestur um styrki til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla rann út 1. október 2016. Alls bárust 33 styrkumsóknir, samtals að upphæð 887,2 milljónir króna. Til ráðstöfunar var 201 milljón. Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs fjallaði um umsóknirnar á grundvelli ákvæða reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð og verklagsreglna nefndarinnar nr. 654, 29. júní 2016. Nefndin afgreiddi tillögur sínar um afgreiðslu umsóknanna til iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi 22. nóvember 2016. Með bréfi dags. 22. desember 2016, staðfesti ráðherra tillögur nefndarinnar. Í bréfinu er Orkusjóði falið að tilkynna umsækjendum um afgreiðslu umsóknanna. Eins og fram kemur í rammanum/töflunni hér fyrir neðan, þá var samþykkt að veita Selfossveitum ehf. styrk til uppsetningar á 5 „semi“ hleðslustöðvum (22kW) á tilgreindum stöðum. Styrkupphæðin nemur 50% (hámarksstyrkur) af áætluðum kostnaði í umsókn. Samningur vegna styrkveitingarinnar verður sendur fljótlega til undirritunar. 

Styrkir til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla  Hrað Semi  
2018 Selfoss Selfossveitur ehf   3 2.235.000
2018 Stokkseyri Selfossveitur ehf   1 745.000
2018 Eyrarbakki Selfossveitur ehf   1 745.000
    Selfossveitur ehf. samtals 0 5 3.725.000

Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna málið áfram.

     
4. 1601147 – Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
  Niðurstaða útboðs lögð fram og stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda,Tré og Straum ehf.
     
5. 1611145 – Endurnýjun Kirkjuvegar 2017
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að undirbúa útboð á verkinu.
     
6. 1509124 – Selfossveitur – orkuöflun til framtíðar
  Lögð fram viljayfirlýsing frá Veitum um mögulega sölu á heitu vatni frá Öndverðarnesi. Framkvæmda- og veitustjóra falið að skrifa undir viljayfirlýsinguna.
     
7. 1605337 – Borun á ÞK-18
  Farið yfir stöðu verksins. Búið er að bora niður í 1297 m.
     
8. 1701078 – Lántökur 2017 – Selfossveitur
  Stjórn Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 150.000.000 kr., til 18 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
     
9. 1701110 – Lýsing við hesthúsahverfið á Selfossi
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna kostnaðaráætlun vegna lýsingar á reiðstíg umhverfis Brávelli.
     
10. 1701089 – Lýsing við hesthúsahverfið á Eyrarbakka
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna kostnaðaráætlun vegna lýsingar við hesthúsahverfið á Eyrarbakka.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson35. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


35. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. desember 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1603039 – Austurbyggð – gatnagerð 2016
  Skýrsla vegna lokaúttektar ásamt athugasemdum vegna Mýrarlands, Seljalands og hluta Mólands var lögð fram.
     
2. 1510214 – Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð
  Sigurður Þór kom inn á fundinn og farið var yfir breytingar á gjaldtöku í Tjarnabyggð sem tóku gildi fyrr á árinu.
     
3. 1605337 – Borun á ÞK-18
  Lagðar voru fram borskýrslur. Þann 13. desember var búið að bora 966 m en áætlað er að bora 1700 m.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

Gunnar Egilsson                                
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson                      
Viktor Pálsson
Sigurður Haraldsson                          
Jón Tryggvi Guðmundsson
34. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


3
4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 23. nóvember 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri, Guðjón Guðmundsson, varamaður, D-lista. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1610164 – Gönguleiðakort um og yfir Ingólfsfjall
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að koma á framfæri athugasemdum varðandi staðsetningu bílastæða við vatnsverndarsvæði vatnsveitu Árborgar. Framkvæmda- og veitustjórn fagnar frumkvæði á útgáfu gönguleiðakorts á og við Ingólfsfjall.
     
2. 1611070 – Athugasemd – umferðaröryggi við Vallaskóla
  Stjórnin þakkar fyrir erindið. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að undirbúa framkvæmdir í samræmi við drög að umferðarskipulagi við Vallaskóla.
     
3. 1605337 – Borun á ÞK-18
  Farið var yfir framgang verksins.
     
4. 1509124 – Selfossveitur – orkuöflun til framtíðar
  Rætt var um tímaáætlun vegna fyrirhugaðrar heitavatnsöflunar frá Öndverðarnesi.
     
5. 1610003 – Neysluvatnsöflun- borun á vinnsluholu veturinn 2016-2017
  Nýlega var boruð vinnsluhola fyrir kalt vatn undir sunnanverðum hlíðum Ingólfsfjalls. Holan gefur um 7-8 l/sek í sjálfrennsli. Holan verður virkjuð og tengd við kerfið.
     
6. 1601147 – Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
  Stjórnin samþykkir að setja verkið í útboð í samræmi við fjárfestingaráætlun 2017.
     
7. 1610152 – Stofnlögn við Suðurhóla 2017
  Stjórnin samþykkir að setja verkið í útboð í samræmi við fjárfestingaráætlun 2017.
     
8. 1611145 – Endurnýjun Kirkjuvegar 2017
  Stjórnin samþykkir að setja verkið í útboð í samræmi við fjárfestingaráætlun 2017.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Viktor Pálsson   Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson   Guðjón Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 
33. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


33. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 29. september 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 18:00.
 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1609209 – Fjárfestingaráætlun 2018-2020
Stjórnin fór yfir fjárfestingaráætlun 2018-2020

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:10

Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 
32. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


32. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 28. september 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 18:00.
 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1609138 – Fjárfestingaráætlun 2017
Stjórnin fór yfir fjárfestingaráætlun fyrir árið 2017.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:30

Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 
31. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


31. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. september 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1609137 – Orkusjóður – styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Jón Þórir Frantzson frá Íslenska Gámafélaginu kom inn á fundinn og kynnti lausnir varðandi hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Stjórnin ákveður að sækja um styrk til Orkusjóðs til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.
2. 1509022 – Styrkir til uppsetningar á varmadælum í Árborg 2016
Sigurður Þór Haraldsson kynnti stöðu verkefnisins. Stjórnin ákveður að auglýsa styrki til uppsetningar á varmadælum í Sveitarfélaginu Árborg. Umsóknarfrestur er til 15. október nk.
3. 1609138 – Fjárfestingaráætlun 2017
Ákveðið að halda vinnufund um fjárfestingaráætlun 2017 þann 28. sept. nk.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45

Gunnar Egilsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson
30. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


30. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 10. ágúst 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1605337 – Borun á ÞK-18
Farið yfir stöðu verkefnisins. Stefnt er á að borun hefjist í haust og verði lokið fyrir áramót.
2. 1601147 – Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
Deiliskipulag hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust. Fjármögnun verkefnisins er vísað til fjárfestingaráætlunar 2017.
3. 1508018 – Umferðarmál á Engjavegi austan Reynivalla
Farið yfir umferðarmál á Engjavegi austan Reynivalla og samþykkt að halda áfram með málið samkvæmt fyrri ákvörðun framkvæmda- og veitustjórnar.
4. 1608018 – Athugasemd við umgengni á opnu svæði sveitarfélagsins norðan við Hótel Selfoss
Stjórnin ákveður að láta vinna hugmyndir að skipulagi á opnu svæði norðan við Hótel Selfoss.
5. 1608019 – Fagrahella 13 -kvörtun vegna þrengsla við bílastæði.
Stjórnin ákveður að núverandi göngustígur verði ekki færður en haldið verði áfram með þær úrlausnir sem hafnar eru. Settir verða stuðlabergssteinar meðfram göngustíg og aðkoma breikkuð samkvæmt því.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 
29. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


29. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 8. júní 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri, Eggert Valur Guðmundsson, varamaður, S-lista.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1509020 – Upplýsingaskilti og bannmerki í Árborg 2015
Stjórnin felur framkvæmda- og veitusviði að halda áfram með hönnun og uppsetningu á upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn í sveitarfélaginu.
2. 1602089 – Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2016
Liður 3. Stjórnin samþykkir að yfirfara skilti og staðsetningar þeirra. Liður 4. Eftir ábendingu frá hverfisráði í fyrra voru gerðar lagfæringar á dekki bryggjunnar. Reynslan sýnir að sjógangur skolar burtu efni reglulega. Fylgst verður með því að ekki skapist slysahætta á bryggjunni. Liður 5. Verið er að uppfæra texta á skiltunum og verða þau sett upp að nýju þegar þeirri vinnu lýkur. Liður 6. Framkvæmda- og veitustjóra falið að klára málið.
3. 1604262 – Athugasemd við göngustíg – Fossvegur 6
Framkvæmda- og veitustjóra falið að setja upp grindverk á stoðvegg.
 
4. 1509124 – Selfossveitur – orkuöflun til framtíðar
Framkvæmda- og veitustjóra falið að halda áfram vinnu við viðbótar- orkuöflun frá Öndverðarnesi.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40

Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson   Eggert Valur Guðmundsson

 
28. fundur framkvæmda- og veitustjórnar


28. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. maí 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1507014 – Rannsóknir og jarðhitaleit í Laugardælum
Skýrsla frá ÍSOR um borun í Laugardælum lögð fram. Stjórnin samþykkir að ráðast í borun á nýrri vinnsluholu ÞK-18 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs um fjármögnun.
2. 1507013 – Rannsóknir og jarðhitaleit í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusárbrú
Upplýsingar um rannsóknarboranir í nágrenni við Selfosskirkju og Ölfusá lagðar fram. Hola SE-29 var boruð í 516 m. SE-30 hefur verið dýpkuð samkvæmt ráðgjöf ISOR.
3. 1601147 – Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
Farið yfir stöðu verkefnisins. Hönnun dælustöðvar er nánast lokið og deiliskipulag verður tekið fyrir á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar.
4. 1605064 – Sundhöll Selfoss – trjágróður á lóð
Stjórnin samþykkir framkomnar hugmyndir um grisjun og endurnýjun trjágróðurs við Sundhöll Selfoss.
5. 1605214 – Gatnaframkvæmdir í Hagalandi 2016
Stjórnin samþykkir að malbika gangstéttir og stíga við Tjarnarmóa, Lyngmóa og Víkurmóa. Framkvæmdirnar eru á fjárfestingaráætlun ársins 2016.
6. 1605215 – Selfossveitur -endurnýjun á þakklæðningu verkstæðishúss
Ákveðið að taka tilboði Blásteins í endurnýjun þakklæðningar á verkstæðishús Selfossveitna.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:40

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson

 
27. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

27. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.  

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1604240 – Ársreikningur Selfossveitna 2015
Ólafur Gestsson endurskoðandi frá PwC kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Selfossveitna. Rekstur félagsins var með svipuðu móti í ár og síðastliðið ár. Á árinu varð hagnaður af rekstri Selfossveitna bs sem nam 37,2 mkr. samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til 7,25% ávöxtunar eigin fjár. Eignir Selfossveitna bs í árslok 2015 voru samkvæmt efnahagsreikningi 1.231,6 mkr. og heildarskuldir 717,3 mkr. Eigið fé nam því 514,4 mkr. og er eiginfjárhlutfall 42%.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50

Gunnar Egilsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson

 
26. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

26. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1509124 – Selfossveitur – orkuöflun til framtíðar
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að halda áfram rannsóknarborunum norðan Ölfusár við Selfoss. Jafnframt verði haldið áfram undirbúningi að borun vinnsluholu í Laugardælum. Lögð er áhersla á að halda áfram samningaviðræðum vegna annarra orkuöflunarsvæða.
2. 1604099 – Ráðning – Selfossveitur – staða á sviði hita- og vatnsveitu
Stjórnin samþykkir að auglýsa nýja stöðu hjá Selfossveitum á sviði vatns- og hitaveitu. Gert var ráð fyrir stöðunni í fjárhagsáætlun ársins.
3. 1507022 – Verkáætlun – Austurbyggð 2015-2019
Framkvæmda- og veitustjórn áætlar að ljúka þeim framkvæmdum sem snúa að Svf. Árborg og Selfossveitum vegna uppbyggingar á Keldulandi og Huldulandi árið 2017. Frekari ákvörðun um framkvæmdir verður tekin í samræmi við áframhaldandi uppbyggingu svæðisins.
4. 1601147 – Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
Kostnaðaráætlun fyrir nýja dælustöð lögð fram. Unnið er að gerð deiliskipulags og stefnt að auglýsingu í maí. Unnið verður áfram að undirbúningi framkvæmda.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson