3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar

3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 4. ágúst 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00


Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson. starfsmaður,


Dagskrá:


1. 1008004 – Vatnsöflun og vatnsveita Árborgar. Jón Tryggvi Guðmundsson, deildarstjóri veitusviðs, Sigurður Sigurjónsson, lögmaður og Páll Bjarnason verkfræðingur kynna vatnsveitumál í Árborg og stöðu á vatnsöflun fyrir sveitarfélagið.


Páll Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson og Jón Tryggvi Guðmundsson fóru yfir vatnsveitumál í Sveitarfélaginu Árborg. Vatnsöflunarkostir við Ingólfsfjall skoðaðir og skýrt frá fundi með forsvarsmönnum Grímsnes og Grafningshrepps varðandi samvinnu í vatnsöflun. Fundarmenn fóru í vettvangsferð að vatnsöflunarsvæðum.


 


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:45


Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert V. Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Jón Tryggvi Guðmundsson
2. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar

2. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn föstudaginn 16. júlí 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00


Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Guðjón Guðmundsson, varamaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Kjartan Ólason, varamaður S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur Elíasson. framkvæmdastjóri,


Dagskrá:


1. 1007047 – Framkvæmdaáætlanir í byggðarkjörnum Árborgar


Framkvæmda og veitustjórn samþykkir að vinna að 6 ára áætlun um framkvæmdir í sveitarfélaginu sem verði fylgt í hvívetna. Áætlunin miðist við að útrýma ómalbikuðum götum í sveitarfélaginu, endurnýja gangstéttar og götur, og fegra umhverfi almennt með sérstöðu hvers svæðis að leiðarljósi. Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmdastjóra að gera drög að áætlun og leggja fyrir næsta fund.


2. 1007048 – Deiliskipulag við Húsið á Eyrarbakka


Framkvæmda- og veitustjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við formann Skipulags- og bygginganefndar og byggingafulltrúa um nýtt deiliskipulag.


3. 1007050 – Endurnýjun á gangstéttum á Eyrarbakka


Framkvæmda- og veitustjórn óskar eftir fjárheimild bæjarráðs til að endurnýja gangstéttir frá Álfstétt að Helgafelli. Áætlaður kostnaður er rúmar 2 milljónir.


4. 1007052 – Endurbætur í gatnagerð miðbæjar Selfoss


Framkvæmda og veitustjórn felur framkvæmdastjóra að gera tillögu um breytingar á miðeyjum á Austurvegi þar sem steypa verður fjarlægð og gróður settur í staðinn.


5. 1007053 – Endurbætur á skólalóðinni á Eyrarbakka


Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs samþykkir að fara í vettvangsferð á næsta stjórnarfundi með tilliti til úrbóta á húsnæði og lóð.


6. 1005133 – Umsögn um vatnstengingu í kaffihús við Eyrarbakkabryggju


beiðni um umsögn frá 3. fundi bæjarráðs


Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs telur ekki tæknilega annmarka á vatnstengingu að kaffihúsinu.


7. 1007049 – Kostnaðaráætlun – ómalbikaðar götur á Eyrarbakka og Stokkseyri


umræða um áætlaðan kostnað við malbikun gatna á Ströndinni


Framkvæmdastjóri kynnti kostnaðaráætlun.


8. 1007051 – Malbikun við Lista- og menningarverstöðina á Stokkseyri


kostnaðaráætlun kynnt


Framkvæmdastjóri kynnti kostnaðaráætlun.


9. 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg


Eiríkur Bragason verkfræðingur kynnir


Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs samþykkir að vinna áfram að forathugun á hagkvæmni og umhverfisáhrifum rennslisvirkjunar. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.


10. 1003034 – Velferðarvaktin – velferð barna á krepputímum


kynning á átaksverkefni fyrir 17-18 ára ungmenni


Alls sóttu 19 ungmenni um vinnu og hafa öll fengið ráðningu. Þessi sérsveit umhverfisdeildar mun sjá um afmörkuð verkefni á umhverfissviði.


11. 1002012 – Íbúaþróun 2010


Árborg: Fjöldi íbúa: 7804
Selfoss: 6498
Sandvík: 212
Eyrarbakki og dreifb.: 572
Stokkseyri og dreifb.: 515
Óstaðsettir: 7


12. 0904209 – Framkvæmdir á íþróttasvæðinu við Engjaveg


Framkvæmdir ganga vel og verða stúka, grasvellir og frjálsíþróttaaðstaða tilbúin fyrir haustið.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:40


Elfa Dögg Þórðardóttir
Guðjón Guðmundsson
Tómas Ellert Tómasson
Kjartan Ólason
Bjarni Harðarson
Guðmundur Elíasson
1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar

1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 29. júní 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00


Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur Elíasson. framkvæmdastjóri,


Dagskrá:


1. 1006092 – Kosning varaformanns og ritara


Nefndin leggur til að Ingvi Rafn verði varaformaður nefndarinnar og að starfsmaður framkvæmdastjóra riti fundargerð.


2. 1006094 – Ákvörðun um fundartíma framkvæmda- og veitustjórnar


Samþykkt er að fundir verði haldnir annan miðvikudag hvers mánaðar kl. 08:00. Samþykkt er einnig að til funda verði framvegis boðað með tölvupósti.


3. 0810020 – Tillaga um hundasleppisvæði


Framkvæmda- og veitustjórn leggur til að svæðið neðan við Klifið verði skilgreint sem útivistasvæði fyrir hunda. Nefndin vísar málinu til umsagnar Umhverfis- og skipulagsnefndar.


4. 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg


Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmdastjóra og formanni að leita til sérfræðinga varðandi kynningu á vænlegum virkjanakostum fyrir nefndina.


5. 1004106 – Samningsumboð vegna Selfossveitna


Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að Selfossveitur feli Launanefnd sveitarfélaga kjarasamningsumboð vegna kjarasamninga við umrædd stéttarfélög.


6. 0808046 – Mæling á nýtanleika metangass á urðunarsvæði Selfoss utan ár


Að mati sérfræðinga frá verkfræðistofunni Mannvit er ólíklegt að gasvinnsla á gamla urðunarsvæðinu geti veri arðbær þar sem of langt er um liðið frá því að urðun var hætt. Framkvæmda- og veitustjórn telur því ekki ráðlegt að fara í kostnaðarsamar rannsóknir að svo stöddu.


7. 1003034 – Velferðarvaktin – velferð barna á krepputímum


Framkvæmda- og veitustjórn telur fulla þörf á að virkja þennan aldurshóp í sérstakt fegrunarátak í sveitarfélaginu. Nefndin felur framkvæmdastjóra að auglýsa þegar eftir starfsfólki í þessum aldurshópi.


8. 1006093 – Kynning á starfsemi framkvæmda- og veitusviðs


Framkvæmdastjóri kynnti skipurit Framkvæmda- og veitusviðs og starfsemi þess. Nefndin samþykkir að endurskoða skipurit Framkvæmda- og veitusviðs.


9. 1002011 – Framkvæmdalisti 2010


Framkvæmdastjóri fór yfir helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs óskar eftir að verkfundargerðir verði lagðar fyrir nefndina. Stjórnin leggur áherslu á að verkefnum á vegum sveitarfélagsins verði beint til fyrirtækja í sveitarfélaginu eftir því sem kostur er og hagkvæmt þykir.


10. 1002012 – Íbúaþróun 2010


Árborg: Fjöldi íbúa í dag 7816
Selfoss: 6509
Sandvík: 217
Eyrarbakki og dreifbýli: 571
Stokkseyri og dreifbýli: 513
Óstaðsettir: 6


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30


Elfa Dögg Þórðardóttir I
ngvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Guðmundur Elíasson
162. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

162. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 20. maí 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista,
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Guðmundur Elíasson. framkvæmdastjóri,

 

Formaður leitar eftir afbrigðum að taka fyrir mál nr. 1005317, Gjafabréf til Selfossveitna

 

Dagskrá:

 

1. 1005218 – Tillaga að reiknireglu vegna lagna í dreifbýli

 

Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að reiknireglu varðandi hitaveitulagnir í dreifbýli. Samþykkt að vinna áfram að málinu.

 

2. 1005217 – Afkastageta hitaveitu og töp

 

Farið var yfir afkastagetu hitaveitukerfisins og hugsanleg töp.

 

230 l/sek í kuldaköstum

 

Nafnafköst Hiti Orkuöflun

 

l/sek C KW

 

ÓS-1 50 77,5 8.883 19%

 

ÓS-2 50 90,1 11.516 25%

 

Hola 10 0 47,5 0 0%

 

Hola 12 5 118 1.735 4%

 

Hola 13 75 70 10.973 24%

 

Hola 14 65 72 10.053 22%

 

Hola 15 17 83 3.411 7%

 

262 l/sek 46.569

 

Töp í dreifikerfi hafa á síðustu árum verið á bilinu 2,7 til 4%

 

3. 1002011 – Framkvæmdalisti 2010

 

Framkvæmdastjóri fór yfir helstu framkvæmdir í sveitarfélaginu og stöðu þeirra.

 

4. 1002012 – Íbúaþróun 2010

 

Árborg: Fjöldi íbúa í dag: 7824

 

Selfoss: 6506

 

Sandvík: 217

 

Eyrarbakki og dreifb.: 573

 

Stokkseyri og dreifb.: 522

 

Óstaðsettir: 6

 

5. 1005317 – Gjafabréf frá börnum Gísla Guðjónssonar pípulagningameistara

 

Framkvæmda- og veitustjórn þakkar góða gjöf. Lögð verður áhersla á að koma bílnum í sýningarhæft ástand og verður leitað eftir samstarfi við fornbílaáhugamenn í Árborg og Byggðasafn Árnesinga um það. Bílnum verður fyrst um sinn komið fyrir í húsnæði Byggðasafnsins að Hafnarbrú á Eyrarbakka.

 

Þorvaldur Guðmundsson þakkar samstarfsfólki í veitustjórn fyrir gott og ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu sem er að ljúka.

 

Meðstjórnendur þakka formanni gott samstarf.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00

 

Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Guðmundur Elíasson
161. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

161. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 12. apríl 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00


Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista,
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Guðmundur Elíasson. framkvæmdastjóri,


Dagskrá:
1. 1004053 – Ársreikningur Selfossveitna 2009


Ólafur Gestsson endurskoðandi kynnti ársreikning Selfossveitna. Reikningurinn var samþykktur og undirritaður.


2. 1004055 – Ósk um hitaveitutengingu í Jórvík og Grundabæi


Framkvæmdastjóra er falið að gera tillögu að reiknireglu fyrir heimtaugar hitaveitu í dreifbýli. Tenging hitaveitu á þessum stöðum verði tekin fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar.


3. 1002010 – Fundartími Framkvæmda- og veitustjórnar 2010


Næsti fundur Framkvæmda- og veitustjórnar verður haldinn fimmtudaginn 20. maí kl. 17:00


4. 1004052 – Aukið rekstrarfé fyrir Selfossveitur 2010


Til að auka rekstraröryggi leggur Framkvæmda- og veitustjórn til við bæjarráð að Selfossveitur fái aukið rekstrarfé um 6,5 milljón árið 2010. Framkvæmdastjóra er falið að leita eftir samvinnu við aðrar veitur um uppbyggingu varahlutalagers.


5. 0903006 – Tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir gámasvæði


Gjaldskrártillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum gegn einu mótatkvæði Elfu Daggar Þórðardóttur. Ingvi Rafn Sigurðsson sat hjá.


6. 1002011 – Framkvæmdalisti 2010


Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefna í sveitarfélaginu.


7. 1002012 – Íbúaþróun 2010


Árborg: Fjöldi íbúa í dag: 7816
Selfoss: 6496
Sandvík: 217
Eyrarbakki og dreifb.: 565
Stokkseyri og dreifb.: 531
Óstaðsettir: 7


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10


Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Guðmundur Elíasson
160. fundur framkvæmda- og veitusviðs

160. fundur framkvæmda- og veitusviðs, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 4. febrúar 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00


Mætt:Þorvaldur Guðmundsson, Kristinn Hermannsson, Björn Ingi Gíslason, Ingvi Rafn Sigurðsson, Guðmundur Elíasson.


Dagskrá:


1. 1001133 – Hitaveitugjöld í Tjarnarbyggð


Framkvæmda- og veitustjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu og felur framkvæmdastjóra að svara bréfriturum með rökstuðningi.


2. 1002010 – Fundartími Framkvæmda- og veitustjórnar 2010


Bæjarráð hefur fært sína fundartíma til kl. 16:00 á fimmtudögum þannig að líkur eru á að núverandi fundartími henti ekki öllum nefndarmönnum.


3. 1002011 – Framkvæmdalisti 2010


Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefna í sveitarfélaginu.


4. 1002012 – Íbúaþróun 2010


Íbúafjöldi í sveitarfélaginu er 7826


Óstaðsett 8
Selfoss 6513
Dreifbýli 209
Eyrarbakki 566
Stokkseyri 530


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30


Þorvaldur Guðmundsson
Kristinn Hermannsson
Björn Ingi Gíslason
Ingvi Rafn Sigurðsson
Guðmundur Elíasson
159. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

159. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 3. desember 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00


Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,


Bókun frá fulltrúa D-lista, Elfu D. Þórðardóttur og Ingva Rafni Sigurðssyni.%0DFundur var boðaður fyrirvaralaust með 2ja sólarhringa fyrirvara, þó svo að í erindisbréfi komi fram að formanni verði að berast erindi 3 sólarhringum fyrir fund. Þar sem fastur fundartími hefur ekki verið viðhafður lengi eru þetta óásættanleg vinnubrögð að hálfu formanns og krefjast undirrituð þess að nefndarmenn séu upplýstir um fund með eðlilegum fyrirvara. Ítreka ber eftirfarandi úr erindisbréfi nefndarinnar ,,Framkvæmda- og veitustjórn kemur saman fyrir luktum dyrum á fastákveðnum fundartíma. Skal stjórnin gera samþykkt um fundartíma á fyrsta fundi sínum að höfðu samráði við framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs.” Nefndarmenn framkvæmda- og veitunefndar búa yfir mikilli og ólíkri reynslu sem gæti svo sannarlega nýst í nefndarstarfinu stæði það til boða, íbúum öllum til hagsbóta.


Dagskrá:


1. 0912008 – Tilboð í hlutabréf Selfossveitna


Tilboð frá Netorku rætt á fundinum. Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs leggur til við bæjarráð að tilboðinu verði hafnað.


2. 0910025 – Tenging hitaveitu við byggingar í Ásamýri


Erindi til stjórnar Framkvæmda- og veitusviðs frá íbúum við Ásamýri


Miðað við áætlaðan kostnað við tengingu hitaveitu að umræddum byggingum sjá Selfossveitur sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu.


3. 0912003 – Niðurgreiðslur frá Orkustofnun


Styrkveitingar til íbúa við Byggðarhorn frá Orkustofnun


Framkvæmdastjóri kynnti niðurgreiðslur frá Orkustofnun til íbúa við Byggðarhorn og Selfossveitna. Um er að ræða 7 nýja notendur sem komu inn á dreifikerfi hitaveitunnar.


4. 0910007 – Fjárfestingaáætlun 2010


Farið var yfir nýjustu drög fjárfestingaráætlunar.


Bókun frá fulltrúa D-lista, Elfu D. Þórðardóttur og Ingva Rafni Sigurðssyni.


Framkvæmda- og veitunefnd hefur því hlutverki að gegna ,,að fara með stjórn Selfossveitna, vatnsveitu Árborgar og fráveitu Árborgar, sem eru B-hluta fyrirtæki í eigu Sveitarfélagsins Árborgar í umboði bæjarstjórnar Árborgar. „Einnig á nefndin „að hafa, í umboði bæjarstjórnar, eftirlit með undirbúningi verklegra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins og fylgjast með framkvæmd verkanna í samráði við framkvæmdastjóra sviðsins.”


Ljóst er að nefndin hefur undanfarin 3 ár haft lítið sem ekkert að segja um verklegar framkvæmdir í Árborg. Þessu til rökstuðnings má nefna að heil fjárfestingaáætlun fyrir árið 2010 er lögð fram til kynningar en ekki sem almennt erindi fyrir nefndina að fjalla um.


5. 0903009 – Framkvæmdalisti 2009


Yfirlit yfir helstu framkvæmdir


Formaður stjórnar kynnti stöðu helstu framkvæmda sem eru í gangi í sveitarfélaginu


6. 0903010 – Íbúaþróun 2009


Framkvæmdastjóri kynnti nýjar tölur varðandi íbúaþróun


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50


Þorvaldur Guðmundsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsso
Kristinn Hermannsson
Guðmundur Elíasson
158. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

158. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 8. október 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00


Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista,
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,


Dagskrá:


1. 0910007 – Drög að fjárfestingaáætlun 2010
Framkvæmdastjóri kynnti drög að fjárfestingaáætlun 2010.


2. 0906136 – Gatnamót – vilyrði fyrir lóð
Áætlaður kostnaður


Framkvæmdastjóri kynnti áætlaðan kostnað vegna lagnakerfa og gatnagerðar. Framkvæmda- og veitustjórn telur ekki tímabært að gefa vilyrði fyrir umræddri lóð bæði vegna mikils kostnaðar við lagnir og gatnagerð auk þess sem skipulagsvinnu varðandi Suðurlandsveg er ekki lokið.


3. 0910010 – Upplýsingar um tjónabætur og kostnað vegna viðgerða
Fyrirspurn frá Elfu Dögg Þórðardóttur


Fyrirspurn:
Sundurliðun á tjónabótun fasteigna vegna jarðskjálftanna 2008 og hversu mikið er búið að nota til viðgerða af þeim fjármunum.


Framkvæmdastjóri dreifði vinnuskjali frá bókhaldsdeildinni. Elfa Dögg leggur áherslu á að tjónabætur verði nýttar til viðgerða sérstaklega í ljósi atvinnuástands.


4. 0904183 – Útiklefar við Sundhöll Selfoss
Fyrirspurn frá Elfu Dögg Þórðardóttur


Fyrirspurn
Hver er kostnaður við útiklefa enn sem komið er. (Jarðvinna og útboðsverk við byggingu).
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu verksins með tilliti til kostnaðar.
Jarðvinna 2.367.220


Tilboð verktaka 28.989.676
Búið er að greiða 22.790.005

Elfa Dögg þakkaði svörin


5. 0903009 – Verkefnalisti
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu stærstu framkvæmda sem eru í gangi í Sveitarfélaginu.


6. 0910008 – Viðgerðir á borholum 12, 15 og ÓS1
Framkvæmdastjóri kynnti aðgerðir til endurbóta á borholum sem talið er að hafi skemmst í jarðskjálftunum árin 2000 og 2008.


7. 0903010 – Íbúaþróun 2009
Framkvæmdastjóri dreifði upplýsingum um íbúafjölda í sveitarfélaginu.


Þann 16.07.2009 var íbúafjöldinn í Sveitarfélaginu 7.923 en þann 01.10.2009 var íbúatalan 7.886. Um er að ræða fækkun upp á 0,47%


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Kristinn Hermannsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Guðmundur Elíasson
157. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

157. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 22. júlí 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista,
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Björn Ingi Gíslason, varamaður D-lista,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,


Dagskrá:

1. 0907065 – Breyting á leiguskilmálum við HS Veitur
Tillaga um breytta leiguskilmála

Framkvæmdastjóri kynnti tillögur sínar að breyttum leigusamningi við HS Veitur. Framkvæmda- og veitustjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að ganga til samninga samkvæmt þeim drögum. 


2. 0504045 – Suðurlandsvegur tvöföldun – staða
Kynning

Formaður kynnti stöðu mála varðandi umhverfismat og skipulagsmál við Suðurlandsveg samkvæmt meðfylgjandi gögnum.


3. 0906136 – Beiðni Gatnamóta um vilyrði fyrir lóð
Tilvísun frá bæjarráði

Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmdastjóra að gera úttekt á kostnaði við tengingu svæðisins við fráveitukerfi, neysluvatnskerfi og hitaveitu auk nauðsynlegrar gatnagerðar.


4. 0904212 – Vatnsmál í Flóahreppi
Formaður og framkvæmdastjóri kynntu stöðu mála varðandi aðkomu Sveitarfélagsins Árborgar að lausn á kaldavatnsmálum í Flóahreppi.


5. 0903009 – Yfirlit yfir helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins
Framkvæmdastjóri kynnti helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og stöðu þeirra.


6. 0903010 – Íbúaþróun
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu íbúaþróunar síðastliðið ár.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00

Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson
Ingvi Rafn Sigurðsson
Björn Ingi Gíslason
Guðmundur Elíasson
156. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

156. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 19. maí 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 12:00Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Fundinn sátu einnig Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri og Ólafur Gestsson frá PWC


Dagskrá:


1. 0905102 – Afgreiðsla ársreiknings Selfossveitna 2008 fyrir síðari umræðu

Ólafur Gestsson kynnti ársreikning Selfossveitna.

Á árinu varð tap af rekstri Selfossveitna sem nam kr. 9.9 milljónum samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til -1.86% arðsemi eigin fjár. Eignir Selfossveitna í árslok 2008 voru samkvæmt efnahagsreikningi kr.965,5 milljónir og heildarskuldir kr. 481,2 miljónir. Eigið fé nam því kr.484,3 milljónum og eiginfjárhlutfall er um 50%.

Ársreikningur Selfossveitna fyrir árið 2008 var samþykktur samhljóða og undirritaður.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 12:30Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Guðmundur Elíasson
155. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

155. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 30. apríl 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Kristinn Hermannsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritariBjörn Ingi Gíslason fagnar að fundur hafi verið haldinn þar sem þetta er 2 fundur ársins.


Dagskrá:


1. 0904206 – Fjárfestingaáætlun 2009
Fjárfestingaáætlun fyrir 2009 fylgdi með fundarboði til nefndarmanna. Farið var yfir fjárfestingaráætlunina lið fyrir lið.
Björn Ingi Gíslason fagnar yfirferð á fjárfestingaráætlun.2. 0504050 – BES- staða framkvæmda
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda við BES. Reiknað er með frestun á verklokum.


3. 0706077 – Verkáætlun vegna göngustíga og gangstétta
Framkvæmda- og veitustjórn gerir ekki athugasemd við verkáætlun framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs.


4. 0904183 – Útiklefar við Sundhöll Selfoss
Framkvæmdarstjóri kynnti fyrirhugaða byggingu útiklefa við Sundhöll Selfoss. Reiknað er með að framkvæmdin fari í útboð fljótlega.


5. 0904209 – Staða framkvæmda á íþróttasvæðinu við Engjaveg
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda sem eru á áætlun.


6.
0903008 – Niðurstaða verðkönnunar á endurgerð Tryggvagötu
Framkvæmdastjóri kynnti verðkönnun á endurgerð Tryggvagötu.
Kostnaðaráætlun var upp á 72,6 milljónir.
Vélgrafan var lægst bauð 62,6 milljónir.


7. 0903006 – Drög að gjaldskrá fyrir nýtt gámasvæði og að breyttum opnunartíma
Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að gjaldskrá og breyttan opnunartíma fyrir nýja gámasvæðið.
Elfa Dögg Þórðardóttir óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað :Það er mikið hagsmunarmál svæðisins í- og við Árborg að fundin sé lausn á sorpurðunarmálum,þar sem mikill kostnaður felst í keyrslu á öllu sorpi til Reykjavíkur eftir að sorpurðunarstaðurinn í Kirkjuferju lokar.
Björn Ingi Gíslason gerir athugasemd við breyttan opnunartíma gámasvæðisins og að hann verði aðlagaður að þörfum íbúana.
Tillagan samþykkt. Elva Dögg Þórðardóttir sat hjá8. 0811114 – Gjaldskrá Hitaveitu
Tillaga
Framkvæmda og veitustjórn leggur til við bæjarráð að gjaldskrá hitaveitu verði hækkuð um 15% frá fyrsta júní.

Greinargerð.
Í ár og á allra næstu árum er nauðsynlegt fyrir hitaveituna að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir til að auka rekstraröryggi og afköst hitaveitunnar. Um er að ræða framhjáhlaup við dælustöð, byggingu á nýjum miðlunartanki, nýtt dælu og lokahús, virkjun nýrrar holu við Ósabotna og tvöföldun á aðveitulögninni þaðan.
Öll aðföng svo sem dælur, lokar, og annar búnaður til viðhalds og reksturs hitaveitunnar hefur hækkað gríðarlega á síðustu tólf mánuðum.
Ef gjaldskrá hitaveitu Selfossveitna er borin saman við aðrar svo sem:
Norðurorka: 93:00 kr/m3
Hitaveita Suðurnesja: 88,17 kr/m3
Grímsnes-Munarnes: 83,43 kr/m3
Orkuveita Reykjavíkur: 71,56 kr/m3
þá kemur í ljós að Selfossveitur eru með lægstu gjaldskrána og 18% lægri en næst lægsta veitan.

Til þess að rekstur hitaveitunnar geti staðið undir eðlilegri endurnýjun og viðhaldi dreifikerfis og annarra mannvirkja er því nauðsynlegt að hækka gjaldskrá.

Tillaga samþykkt. Björn Ingi Gíslason og Elfa Dögg Þórðardóttir sátu hjá.9. 0903010 – Íbúaþróun 2009
27. apríl 2009 eru 7929 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6575
Í Sandvík eru skráðir 207
Á Eyrarbakka og dreifbýli eru skráðir 594
Á Stokkseyri og dreifbýli eru skráðir 542
Óstaðsettir 11Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30

Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson 
Kristinn Hermannsson 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason
Guðmundur Elíasson
Sigríður Elín Sveinsdóttir

154. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

154. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 4. mars 2009  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Haukur Þorvaldsson, varamaður B-lista
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari

Björn Ingi Gíslason kom með fyrirspurn um fjárhagsáætlun framkvæmda og veitusviðs 2009.
Einnig um aðkomu framkvæmda- og veitustjórnar að fjárhagsáætlunargerðinni.
Formaður svaraði fyrirspurnum og lagði til að fjárhagsáætlun yrði rædd á næsta fundi.

Dagskrá:

•1. 0903006 – Gjaldskrá fyrir nýtt gámasvæði

Framkvæmdastjóra var falið að koma með tillögu að gjaldskrá fyrir næsta fund framkvæmda og veitustjórnar.

•2.  0811114 – Gjaldskrá Hitaveitu

Framkvæmdastjóra var falið að afla frakari gagna og koma með fyrir næsta fund.´
Til samburðar er verðskrár eftirfarandi veitna sett fram:
Norðurorka : 93 00 kr/m3
Hitaveita Suðurnesja: 88,17 kr/m3
Grímsnes,-Munarnes, Hlíðarveita ofl: 83,43 kr/m3
Orkuveita Reykjavíkur: 71,56 kr/m3
Selfossveitur: 58,59 kr/m3

•3.  0903007 – Leiga á vinnsluréttindum við Ósabotn

Stjórnin samþykkir að túlkun á 3.grein c liður í leigusamningnum sé á sama veg og túlkun Búnaðarsambands Suðurlands.

•4.  0903011 – Kynning á breyttum skilgreinungum Vegagerðarinnar

Formaður kynnti fyrirhugaðar breytingar skilgreiningar Vegagerðarinnar á flokkun vegakerfis í þétt- og dreifbýli.

•5.  0903008 – Framkvæmdir við Tryggvagötu

Framkvæmda og veitustjórn samþykkir að leggja til við bæjarráð að hafnar verði framkvæmdir við endurnýjun Tryggvagötu sem fyrst en framkvæmdin er á fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.

Tryggvagata er ein þeirra gömlu gatna sem brýnast er að hefja endurbyggingu á. Má í því sambandi benda á að fráveitulagnir í götunni eru mjög lélegar ásamt vatns- og hitaveitulögnum. Reiknað er með að fráveitulagnir frá væntanlegri nýbyggingu við Sundlaug Selfoss, uppbyggingu á Sigtúnsreit og á miðjusvæði fari um Tryggvagötu niður í sniðræsi við Ölfusá. Hér er um flókna og mannfreka framkvæmd að ræða sem hentugt væri að ráðast í einmitt í því ástandi sem nú er á vinnumarkaði.

•6.   0810053 – Lagnir við Votmúlaveg og Byggðarhorn

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögur um framkvæmdi við 1.áfanga. Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að leggja til við bæjarráð að framkvæmdaáætlun vegna veitulagna í Byggðarhorni 1.áfanga verði framfylgt.

Erindi til kynningar:

•7. 0903009 – Framkvæmdalisti 2009

Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu framkvæmda á vegum sveitafélagsins. Helstu verkefni eru :
BES
Íþróttasvæði við Engjaveg
Nýtt gámasvæði
Nýtt dæluhús við Ósabotna

•8. 
0903010 – Íbúaþróun 2009

28. febrúar 2009 eru 7913 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6559.
Í Sandvík eru 199.
Á Eyrarbakka og dreifbýli eru 690.
Á Stokkseyri og dreifbýli eru 553.
Óstaðsettir eru 12.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir                                    
Björn Ingi Gíslason
Guðmundur Elíasson                                        
Haukur Þorvaldsson
Sigríður Elín Sveinsdóttir
153. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

153. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 26. nóvember 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari

Dagskrá:

•1. 0811090 – Rekstraröryggi hitaveitu
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála hitaveitu. Dæla í ÓS 1 er biluð. Orsök skemmda er meðburður sem varð eftir skjálftana 2008 áætlað er að viðgerð ljúki í janúar 2009.
ÓS 2 sem er ný hola hefur verið tekin í notkun.

•2.  0811114 – Gjaldskrá Hitaveitu

Verið er að vinna í fjárhagsáætlun,markmið er að reyna að breyta ekki gjaldskrá hitaveitu. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram kostnaðaráætlun við að tvöfalda stofnlögn hitaveitunnar upp að Laugardælum og kostnað við að byggja safntank til að auka rekstrar öryggi.

•3.  0811091 – Kaldavatnsöflun

Framkvæmdarstjóri kynnti niðurstöðu á prufu borholu sem boraðar voru við rætur Ingólfsfjalls í sumar. Hægt er að nýta svæði meira en gert er.
Framkvæmdastjóra var falið að leggja fram kostnaðaráætlun annarsvegar við borholu hins vegar við dælustöð sem myndi dæla niður í safntank.

Erindi til kynningar:

•4. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu framkvæmda á vegum sveitafélagsins. Helstu verkefni eru:
Íþróttarsvæði við Engjaveg
Dælustöð í Ósabotnum
Jarðvegsskipti á nýja gámasvæðinu
BES skólinn á Stokkseyri

•5. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

24.nóvember 2008 eru 7927 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6576
Í Sandvík eru 186
Á Eyrarbakka og dreifbýli eru 596
Á Stokkseyri og dreifbýli eru 555
Óstaðsettir 14

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson                        
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason                                          
Guðmundur Elíasson
Sigríður Elín Sveinsdóttir
152. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

152. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 29. október 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari

Dagskrá:

•1. 0810127 – Upplýsingar um frárennslistilraunina

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála. Fyrstu vísbendingar komu vel út en engar endanlegar niðurstöður komnar. Reiknað er með að tilrauninni verði lokið 10 nóvember 2008.

•2. 0810128 – Erindi frá skipulags og bygginganefnd
Umsögn um breytingu á skipulagi við Fossnes 3-5 og 7.


Framkvæmda- og veitustjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi varðandi aðkomu lóðanna Fossnes 3-5 og 7.

Erindi til kynningar:

•3. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda á vegum sveitafélagsins. Helstu verkefni eru: skólabygging BES á Stokkseyri,nýtt gámasvæði við flugvöllinn,íþróttarsvæði við Engjaveg 1. áfangi og bygging dæluhúss hitaveitu við Ósabotna.


•4. 
0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

27. október 2008 eru 7921 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6563
Í Sandvík 192
Á Eyrarbakka og dreifbýli 598
Á Stokkseyri og dreifbýli 556
Óstaðsettir 12

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson                        
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason                                          
Guðmundur Elíasson
Sigríður Elín Sveinsdóttir
151. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

151. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 1. október 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari

Erindi til kynningar:

  • 1. 0809169 – Tilraun með skólphreinsun

    Framkvæmdastjóri kynnti hvernig tilraun mun vera háttað. Reiknað er með að tilraunin standi yfir í mánuð. Tilraunin felst í nýrri og hagkvæmari hreinsun frárennslis.
  • 2. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði.
    Björn Ingi Gíslason spurði um hver staða viðgerða gangstétta væri.
    Torfi Áskelsson lagði fyrirspurn um reiðveg milli Eyrarbakka og Selfoss.
    Framkvæmdastjóra var falið að hafa samband við Vegagerðina vegna brúar yfir ræsi á reiðveg milli Eyrarbakka og Selfoss.
  • 3. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

    29 september 2008 eru 7894 skráðir íbúar í Árborg.
    Á Selfossi eru skráðir 6531
    Í Sandvík 191
    Á Eyrarbakk og dreifbýli 601
    Á Stokkseyri og dreifbýli 555
    Óstaðsettir 16

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Þorvaldur Guðmundsson                                              
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson                                     
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason                                                      
Guðmundur Elíasson
Sigríður Elín Sveinsdóttir
150. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

150. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 28. ágúst 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Björn Ingi Gíslason, bæjarfulltrúi, D-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari

Dagskrá:

•1. 0808088 – Lagfæring á veitukerfum eftir jarðskjálfta

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu á veitukerfum í Árborg eftir jarðskjálftann. Búið er að gera við 40 bilanir á hitaveituleka og 15 bilanir í neysluvatnskerfi. Búið er að mynda hluta fráveitukerfi bæjarins. Áfram er unnið að lausnum mála.

•2. 0808089 – Næstu skref í að styrkja aðveitukerfi hita- og vatnsveitu

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu aðveitukerfa hita- og vatnsveitu. Rædd voru næstu skref styrkingu þeirra. Sem að eru meðal annars eru að byggja nýjan miðlunartank fyrir hitaveitu. Bygging nýrrar dælustöðvar er hafin við ósabotna. Ný hola við ósabotna O2 er að skila 60 sek/L af 92°C heitu vatni.
Áfram er unnið að neysluvatnöflun við Ingólfsfjall,búið að bora nokkra prufu holur en afkasta mælingu ekki lokið.

 

•3. 0808091 – Útboð á Íþróttasvæðinu við Engjaveg áfanga 1.

Framkvæmdastjóri kynnti fyrir nefndamönnum áfangaáætlun á íþróttarsvæðinu við Engjaveg.
Áætlað er að 1. áfangi mun vera klár 15 apríl 2009. Gröfutækni ehf mun sjá um verkið á 1. áfanga.

•4. 0808093 – Skipulag við gámastöð

Framkvæmdastjóri fór yfir skipulag við gámastöð hjá flugvellinum. Það mun fara fyrir skipulags-og bygginganefnd á næsta fundi þeirra.

 

•5. 0808094 – Staða mála vegna kirkjugarðs

Rætt var um stöðu kirkjugarðs. Jarðvegsuppfyllingu er lokið. Sveitafélagið hefur girt af svæðið.

Erindi til kynningar:

•6. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði.

•7. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

21. ágúst 2008 eru 7875 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6516
Í Sandvík 174
Á Eyrarbakka og dreifbýli 605
Á Stokkseyri og dreifbýli 552
Óstaðsettir 28

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Björn Ingi Gíslason                                          
Elfa Dögg Þórðardóttir
Guðmundur Elíasson                                        
Sigríður Elín Sveinsdóttir

 
149. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

149. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 26. júní 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Elínborg Alda Baldvinsdóttir, starfsmaður
Unnur Edda Jónsdóttir, starfsmaður

Dagskrá:

  • 1. 0806040 – Yfirlit yfir áhrif jarðskjálftans á veitukerfin

    Framkvæmdastjóri kynnti afleiðingar jarðskjálftans á veitukerfin.
  • 2. 0803111 – Staða framkvæmda ÓS-2

    Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála við Ós 2. Reiknað er með að framkvæmdir verði boðnar út í júlí.
  • 3. 0705131 – Neysluvatnsöflun

    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála í neysluvatnsöflun.
  • 4. 0712069 – Tillaga um viðbót við gjaldskrá vatnsveitu

    Stjórn framkvæmda- og veitusviðs samþykkir að tekið verði gjald fyrir bráðabirgðatengingar neysluvatns að upphæð 65.000 kr. + Vsk. Tillagan var samþykkt samhljóða og vísað til bæjarráðs.
  • 5. 0801167 – Aldursdreifing

    18. júní 2008 eru 7.789 skráðir íbúar í Árborg.
    Á Selfossi eru skráðir 6.452
    Í Sandvík 169
    Á Eyrarbakka og dreifbýli 609
    Á Stokkseyri og dreifbýli 541
    Óstaðsettir 18
  • 6. 0806086 – Sumarfrí stjórnar Framkvæmda-og veitusviðs

    Rætt var um sumarfrí stjórnar framkvæmda- og veitusviðs. Samþykkt var að júlí fundur stjórnar falli niður.
  • 7. 0806087 – Vettvangsferð

    Farið var í vettvangsferð í Ósabotna, dælustöðvar við Laugardæli og kaldavatnslindir við Ingólfsfjall.

Erindi til kynningar:

  • 8. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00*

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson                         
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson                          
Guðmundur Elíasson
Elínborg Alda Baldvinsdóttir                             
Unnur Edda Jónsdóttir
148. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

148. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 21. maí 2008  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Elínborg Alda Baldvinsdóttir, starfsmaður
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

Einnig situr fundinn Ólafur Gestsson endurskoðandi frá PriceWaterhouseCoopers.

Krafa frá nefndarfulltrúum D-lista.
Framkvæmda-og veitustjórn hefur ekki verið kölluð saman síðan á reglulegum fundi stjórnarinnar síðasta fimmtudag í mars. Er þetta því miður ekki einsdæmi þess að fundir stjórnarinnar falli niður eða þeim frestað. Loksins barst því fundarboð í netpósi að morgni 19. maí um fund 21. maí kl. 17. Klukkustund síðar, undir hádegi 19. maí berst í netpósti breyting á fundartíma og dagskrá; fundinum er flýtt til kl. 11 þann 21. maí og við dagskrána bætist ársreikningur en hann er ekki hluti fylgigagna. Ársreikningurinn berst svo í netpósti að morgni 20. maí – sólarhring áður en fundurinn er áætlaður. Fundarboð þetta er því ólöglegt þar sem mikilvæg fylgigögn berast ekki með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara. Er þetta því miður ekki einsdæmi þess að fylgigögn vanti með fundarboði stjórnarinnar.
 Eftir samtöl formanns framkvæmda- og veitustjórnar og fulltrúa D-lista í stjórninni er ákveðið að halda stjórnarfund 21. maí kl. 16.30 og ræða eingöngu ársreikning – að skilningi fulltrúa D-lista skv. fundarboði frá 19. maí með áður sögðum breytingum. Berst þá nýtt fundarboð í morgun, 21. maí, um fund kl. 16.30 og eini dagskrárliðurinn er ársreikningur. Augljóslega er þetta líka ólöglegt fundarboð.
 Vonandi hefur þessi hringlandaháttur sem formaður framkvæmda- og veitustjórnar ber fulla ábyrgð á, ekki í för með sér áhrif og ófyrirséðar tafir í framkvæmdum á árinu. Fulltrúar D-lista fara fram á að nýr fundur framkvæmda- og veitunefndar sé kallaður saman á löglegan hátt og þau vinnubrögð viðhöfð hér eftir.
Nefndarfulltrúar D-lista

Formaður bað um fundarhlé.

Meirihluti B, S og V lista í framkvæmda- og veitustjórn lýsir yfir vonbrigðum sínum með að munnlegt samkomulag milli formanns stjórnar og fulltrúa D lista um fundartíma og fundarefni skuli ekki standa. Það er mikilvægt í svo veigamiklum störfum sem kjörnir fulltrúar sinna, að orð standi og að fólk geti sýnt sveigjanleika og samstarfsvilja. Það er sameiginlegt verkefni allra fulltrúa að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess og er vandséð að þessi vinnubrögð séu til þess fallin.

fulltrúar B, S og V lista

Þórunn Jóna Hauksdóttir fulltrúi D lista lagði fram svohljóðandi bókun.
Þar flaug steininn úr glerhúsinu.

Formaður frestaði fundi til föstudagsins 23.maí kl. 17:00 að Austurvegi 67

148. fundur framkvæmda- og veitustjórnar haldinn 23. maí 2008 kl 17:00 að Austurvegi 67, áður frestað 21. maí 2008.
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista(V)
Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista(S)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista(D)
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista(D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Elínborg Alda Baldvinsdóttir, starfsmaður
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

Einnig situr fundinn Elín Jónsdóttir endurskoðandi frá PriceWaterhouseCoopers meðan farið var yfir ársreikning.

Dagskrá:

  • 1. 0803088 – Ársreikningur 2007

    Elín Jónsdóttir kynnti ársreikning Selfossveitna.

    Rekstur veitnanna var með svipuðu móti í ár og síðasta ár. Á árinu varð hagnaður af rekstri Selfossveitna sem nam kr.36,5 milljónum samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til 6,9% arðsemi eigin fjár. Eignir Selfossveitna í árslok 2007 voru samkvæmt efnahagsreikningi kr.877,9 milljónir og heildarskuldir kr. 346,4 miljónir. Eigið fé nam því kr.531,4 milljónum og eiginfjárhlutfall er um 61%.

    Ársreikningur Selfossveitna fyrir árið 2007 var samþykktur samhljóða og undirritaður.

    Þórunn Jóna Hauksdóttir fulltrúi D-lista bað um fundarhlé.

    Bókun frá nefndarmönnum D-lista:
    Skuldir Selfossveitna ríflega tvöfaldast á árinu og fara úr 179 milljónum í 346 milljónir króna. Þar af tvöfaldast skammtímaskuldir og fara úr 45 milljónum í 209 milljónir króna. Þar í er bankalán upp á 126 milljónir tekið á árinu.

  • 2. 0803111 – Staða framkvæmda ÓS-2

    Framkvæmdastóri kynnti stöðu framkvæmda við ÓS-2. Framkvæmdir við dælustöð eru hafnar og voru dælur settar niður nú í vikunni, í næstu viku verður hægt að hefja prufudælingu. Áætlað er að hægt verði að sjá niðurstöður eftir u.þ.b. mánuð.
  • 3. 0705131 – Neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli

    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála í neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli. Áfram er unnið að tilraunaborunum og er áætlað að niðurstöður liggi fyrir á næsta fundi.
  • 4. 0805088 – Fyrirhugaðar gatnaframkvæmdir

    Framkvæmdastjóri kynnti og lagði fram verkefnalista ásamt uppdrætti um fyrirhugaðar gatnaframkvæmdir sem framundan eru í sveitarfélaginu.
  • 5. 0805087 – Viðbygging við Sundhöll Selfoss

    Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála um viðbyggingu við Sundhöll Selfoss og sagði frá að hafin væri vinna við gerð alútboðsgagna. Áætlað er að hægt verði að bjóða verkið út í júlí og að framkvæmdir geti hafist í október.
  • 6. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

    Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði.
  • 7. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

    18. maí 2008 eru 7.753 skráðir íbúar í Árborg.
    Á Selfossi eru skráðir 6.425
    Í Sandvík 168
    Á Eyrarbakka og dreifbýli 604
    Á Stokkseyri og dreifbýli 542
    Óstaðsettir 14

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:11

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Kristinn Hermannsson                          
Ingvi Rafn Sigurðsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir                                 
Guðmundur Elíasson
Elínborg Alda Baldvinsdóttir                             
Rósa Sif Jónsdóttir
147. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

147. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 27. mars 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista
Ari Már Ólafsson, varamaður D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Unnur Edda Jónsdóttir, starfsmaður

Dagskrá:

  • 1. 0803007 – Beiðni um úrbætur á opnum salernum í Vallaskóla

    Framkvæmda- og veitustjórn þakkar ábendinguna. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum í verkefnið í fjárhagsáætlun og verður því ekki farið í þessa framkvæmd á árinu. Ýmis önnur verkefni í skólanum, sem snúa að nemendum, eru ekki síður brýn en þetta. Framkvæmda- og veitustjórn beinir því til Fjölskyldumiðstöðvar að málið verði rætt innan skólans og brugðist við því þar.
  • 2. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

    Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.
  • 3. 0803110 – Samningar vegna Eystra Stokkseyrarsels

    Formaður kynnti drög að samningum vegna stofnlagna hita- og vatnsveitu við forsvarsmenn Eystra Stokkseyrarsels.
  • 4. 0803111 – Staða framkvæmda ÓS-2

    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda við ÓS-2. Þar sem til standa framkvæmdir við dælistöð.
  • 5. 0803112 – Skýrsla frá ÍSOR

    Formaður kynnti skýrslu frá ÍSOR um kaldavatnsöflun í Ingólfsfjalli.
    Framkvæmdastjóra og formanni er falið að ræða við forsvarsmenn ÍSOR um skýrsluna.
    Stjórn samþykkir að fara ásamt varamönnum í skoðunarferð í maí og skoða helstu veitumannvirki í sveitafélaginu.
  • 6. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

    26. mars 2008 eru 7.676 skráðir íbúar í Árborg.
    Á Selfossi eru skráðir 6.349
    Í Sandvík 162
    Á Eyrarbakka og dreifbýli 610
    Á Stokkseyri og dreifbýli 544
    Óstaðsettir 11

    Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:55

 

Þorvaldur Guðmundsson

 

Sigurður Ingi Andrésson

Margrét Magnúsdóttir

 

Ari Már Ólafsson

Ingvi Rafn Sigurðsson

 

Guðmundur Elíasson

Unnur Edda Jónsdóttir

 

 

 
146. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

146. fundur  framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður
Unnur Edda Jónsdóttir, starfsmaður

Dagskrá:

1. 0802137 – Öryggismál hitaveitu

Jón Tryggvi Guðmundsson kynnti rekstrarstöðu hitaveitunnar varðandi rekstraröryggi.
Stjórn felur framkvæmdastjóra og Jóni Tryggva Guðmundssyni að koma með tilögur um framkvæmdir til að auka öryggi hitaveitunnar.


2.  
0801165 – Húsnæðismál að Austurvegi 67

Framkvæmdastjóri kynnti mögulegar tilögur um úrbætur í húsnæðismálum að Austurvegi 67.

3.  0802132 – Breyting á prófkúruhafa

Bókun framkvæmda- og veitustjórnar vegna prókúruumboðs framkvæmdastjóra:
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að fela Guðmundi Elíassyni, framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs prókúruumboð fyrir Selfossveitur, í samræmi við a) lið 8. gr. reglugerðar fyrir Selfossveitur nr. 504/1990 þar sem kemur fram að framkvæmdastjóri annist allan daglegan rekstur Selfossveitna.
Bókunin var samþykkt samhljóða.

4. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Jón Tryggvi Guðmundsson kynnti verkstöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.


5.  
0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

26. febrúar 2008 eru 7.637 skráðir íbúar í Árborg
Á Selfossi eru skráðir 6.319
Í Sandvík 158
Á Eyrarbakka og dreifbýli 605
Á Stokkseyri og dreifbýli 544
Óstaðsettir 11
Á síðasta fundi þann 31. janúar 2008 var íbúafjöldi 7.611

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Kristinn Hermannsson                          
Ingvi Rafn Sigurðsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir                                 
Guðmundur Elíasson
Jón Tryggvi Guðmundsson                               
Unnur Edda Jónsdóttir

 

 
145. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

145. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 31. janúar 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista (D)
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður
Unnur Edda Jónsdóttir, starfsmaður
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

Formaður bauð nýjan framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs Guðmund Elíasson velkomin til starfa og óskuði honum velfarnaðar í starfi.

Dagskrá:

1. 0603049 – Rannsókn á flóðasvæði á Eyrarbakka

Formaður kynnti fyrirhugaðan fund fyrir nefndir og bæjarstjórn sem fara á fram mánudaginn 11. febrúar kl. 20:00 um flóðarsvæði á Eyrarbakka þar sem kynnt verður skýrsla frá VGK-Hönnun.

2.  0608007 – Umsagnir stofnana um tillögur sumarhúsaeigenda vegna sjóvarnargarðs á Stokkseyri

Jón Tryggvi og formaður kynntu niðurstöður og tillögur Siglingamálastofnunar vegna sjóvarnargarðs.
Stjórn leggur til að sjóvarnagarðinum verið komið í deiliskipulagsferli. Framkvæmdastjóra er falið að fylgja því eftir. Reiknað er með að kostnaður að deiliskipulaginu verði hluti af heildarkostnaði við verkið.

3.  0708107 – Frágangur á opnum svæðum i miðkjörnum Eyrarbakka og Stokkseyrar, tillaga bæjarfulltrúa D-lista, vísað til framkvæmda- og veitustjórnar á 65. fundi bæjarráðs

Formaður kynnti tillögur sem til eru um miðbæjarkjarna á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Stjórn leggur til að öll gögn um hugsanlegan miðbæjarkjarna á Eyrarbakka og Stokkseyri verði útbúin þannig að hægt verði að nota þau á íbúafundi á stöðunum.

4.  0801165 – Húsnæðismál að Austurvegi 67

Formaður kynnti stöðu í húsnæðismálum að Austurvegi 67.
Framkvæmdastjóra var falið að fara yfir málin og koma með tillögu um uppbyggingu og leggi fyrir stjórn.

5.  0712071 – Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna

Lagt var til að hækka taxta hitaveitu um 4% frá og með 1. mars 2008. Tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt með þrem atkvæðum fulltrúa B S og V lista. Fulltrúar D lista sátu hjá.

6.  0801164 – Undirbúningsvinna að breytingu gjaldskrár vegna heimtauga

Jón Tryggvi kynnti tillögu að breytingu gjaldskrár vegna heimtauga. Fyrirhugað er að afnema heimlagnagjöld samkvæmt m3 bygginga og reikna út samkvæmt stærð og lengd heimtauga.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að móta tillögur og reglur og leggja fyrir stjórn.

7. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Jón Tryggvi kynnti verkstöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.

8. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar

Í dag 31. janúar eru skráðir íbúar í Árborg 7.611
Á Selfossi eru skráðir 6.274
Á Eyrarbakka 608
Á Stokkseyri 563
í Sandvík 153
Óstaðsettir 13

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Þorvaldur Guðmundsson

 

Margrét Magnúsdóttir

Kristinn Hermannsson

 

Snorri Finnlaugsson

Þórunn Jóna Hauksdóttir

 

Guðmundur Elíasson

Jón Tryggvi Guðmundsson

 

Unnur Edda Jónsdóttir

Rósa Sif Jónsdóttir

 

 

 
144. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

144. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 20. desember 2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista (D)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfandi framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

JTG: Jón Tryggvi Guðmundsson starfandi framkvæmdastjóri.

Dagskrá:

•1. 0712069 – Gjaldskrá vatnsveitu

JTG kynnti gjaldskrá vatnsveitu.
Stjórnin felur JTG að koma á framfæri athugasemdum sem ræddar voru á fundinum.


•2. 
0712068 – Gjaldskrá fráveitugjalda

JTG kynnti gjaldskrá fráveitu.
Stjórnin felur JTG að koma á framfæri athugasemdum sem ræddar voru á fundinum.

•3. 0712067 – Gatnagerðargjald – samþykkt

JTG kynnti gjaldskrá gatnagerðagjalda.
Stjórnin felur JTG að koma á farmfæri athugasemdum sem ræddar voru á fundinum.

•4. 0709125 – Afköst holu ÓS-2 skýrsla frá ÍSOR

JTG kynnti skýrslu ÍSOR um afköst holu ÓS-2 samkvæmt óstaðfestum afkastamælingum er talið að holan gefi 50-80 l/sek af 92°c heitu vatni.
Stemmt er að því að vinna að áframhaldandi rannsóknum á efnainnihaldi vatnsins í holu ÓS-2 og möguleikum á blöndum þess við annað hitaveitu vatn.

•5. 0710093 – Hitaveitulagnir í Eystra-Stokkseyrasel

JTG kynnti áætlaðan kostað fyrir vatnsveitu og hitaveitu að Eystra-Stokkseyraseli. Samkvæmt upplýsingum frá VST verður erfitt að uppfylla lágmarks vatnshita fyrr en með 50% uppbyggingu svæðisins, nema að umtalsverði blæðingu sé beitt.
 

•6. 0711124 – Þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni

Formaður kynnti bréf frá Iðnaðarráðuneyti varðandi þörf á þriggja fasa rafmagni í sveitarfélaginu.
Stjórnin felur JTG að afla upplýsinga frá dreifiveitum sveitarfélagsins og senda til Iðnaðarráðuneytis.

 

•7. 0705131 – Neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli

JTG kynnti stöðu á neysluvatnsöflun við Ingólfsfjall. Fyrirhuguð er að gera dæluprófun á tilraunaholum fljótlega.

•8. 0705140 – Framkvæmdalisti 2007

JTG kynnti framkvæmdalista framkvæmda- og veitusviðs með samantekt sem lögð var fram á fundinum.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson                        
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson                          
Jón Tryggvi Guðmundsson
Rósa Sif Jónsdóttir
143. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

143. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista (D)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfandi framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kjör varaformanns í stað Gylfa Þorkelssonar, formaður lagði til sem varaformann Torfa Áskelsson.
Var samþykkt samhljóða.

Snorri Finnlaugsson D-lista leitaði afbrigða að taka á dagskrá lið ‘Uppbygging eldri gatna’.
Var samþykkt samhljóða

Dagskrá:

  • 1. 0603049 – Rannsókn á flóðasvæði á Eyrarbakka

    Formaður kynnti og lagði fram skýrslu frá VGK HÖNNUN um nýtingu flóðasvæðis á Eyrarbakka til byggingar ásamt því sem staðgengill framkvæmdastjóra skýrði einnig frá og svaraði fyrirspurnum.
    Nefndin lagði til að niðurstöður VGK HÖNNUNAR verði hafðar til hliðsjónar við uppbyggingu á svæðinu.
  • 2. 0710119 – Lóð við Leikskólann Árbæ

    Staðgengill framkvæmdastjóra útskýrði stöðu á lóð við Leikskólann Árbæ.
    Nefndin lagði til að staðgengill framkvæmdastjóra leitist við að finna lausn á vandamáli og leysi það.
  • 3. 0710093 – Hitaveitulagnir í Eystra – Stokkseyrasel

    Staðgengill framkvæmdastjóra lagði fram bréf frá Búgarðabyggð ehf. með ósk um að lögð verði hitaveita að 21 lögbýli sem fyrirhugað er að stofna á jörðinni Eystra -Stokkseyrarsel.
    Nefndin felur staðgengil framkvæmdastjóra að kanna málið nánar og leggja fyrir stjórn.
  • 4. 0709125 – Heitavatnsborun Ósabotnum

    Formaður kynnti stöðu á heitavatnsborunum í Ósabotnum en rannsóknum á holunni er ekki að fullu lokið en borverkinu sjálfu er lokið.
  • 5. 0705140 – Framkvæmdalisti 2007

    Staðgengill framkvæmdastjóra kynnti framkvæmdalista hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.
  • 6. 0703145 – Aldursdreifing íbúa Árborgar

    Staðgengill framkvæmdastjóra kynnti íbúafjölda í Árborg ásamt nánari aldursdreifingu.
    Í dag 8. nóvember er alls 7547 íbúar í Árborg og skiptist þannig:
    Á Selfoss eru skráðir 6239
    Á Eyrarbakka 588
    Á Stokkseyri 564
    Í Sandvík 146
    Óstaðsettir eru 10
  • 7. 0608007 – Umsagnir stofnana um tillögur sumarhúsaeigenda vegna sjóvarnargarðs á Stokkseyri

    Formaður lagði fram til kynningar umsögn Siglingastofnunar.
    Afgreiðslu málsins frestað en ákveðið að afla frekari gagna fyrir næsta fund.
  • 8. 0708107 – Frágangur á opnum svæðum i miðkjörnum Eyrarbakka og Stokkseyrar, tillaga bæjarfulltrúa D-lista, vísað til framkvæmda- og veitustjórnar á 65. fundi bæjarráðs

    Rædd var tillaga á frágangi á svæðum í miðkjörnum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
    Nefndin leggur til að skipulags- og byggingafulltrúi og staðgengill framkvæmdastjóra að afla gana varðandi eignarhald á lóðum, lóðamörk, hverfisvernd og umhverfi nýju skólabyggingarinnar ásamt tillögur og hugmyndir sem eru til um málið.
  • 9. 0711048 – Uppbygging eldri gatna

    Frá fulltrúum D-lista
    Uppbygging eldri gatna í Árborg

    Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að endurskoða og gera áætlun um uppbyggingu eldri gatna í Árborg. Yfirmenn framkvæmda- og veitusviðs skili tillögum um slíka áætlun til framkvæmda- og veitustjórnar á næsta fundi. Framkvæmda- og veitustjórn beinir því til bæjarráðs að gera ráð fyrir fjármunum til verksins strax á næsta ári og svo reglulega í þriggja ára áætlun.
    Snorri Finnlaugsson

Ingvi Rafn Sigurðsson

 

Greinagerð:
Margar eldri götur í sveitarfélaginu er illa farnar sem og lagnir undir þeim. Nokkrar þessara gatna eru fjölförnustu götur byggðalaganna og því mikilvægt að ganga strax til verks áður en slys og tjón hlýst af umferð um þessar götur. Lagnir undir þessum götum eru mikilvægar tugum heimila og varanlegar skemmdir á þeim geta valdið raski á þessum heimilum sem hægt er að komast hjá. Kostnaður við uppbyggingu gatnanna er mikill og því mikilvægt að forgangsraða og byrja strax.

Tillaga var feld með 3 atkvæðum B-S- og V- lista gegn tveim atkvæðum D-lista

Formaður gerði grein fyrir atkvæðum B-,S- og V-  lista.
Nú þegar er í gangi vinna við uppbyggingu eldri gatna í tengslum við fjárhagsáætlun 2008 þar sem verður tekið myndarlega á þessum málaflokki og stefnumótun gerð til næstu ára.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Guðni Torfi Áskelsson
Sigurður Ingi Andrésson                                   
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson                          
Jón Tryggvi Guðmundsson
Rósa Sif Jónsdóttir
142. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

142. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 27. september 2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Torfi Áskelsson, varamaður S-lista
Ari Már Ólafsson, varamaður D-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

 

Sigurður Ingi Andrésson (V) var fjarverandi.

Dagskrá:

 

1. 0709125 – Borverk – skoðun á borsvæði

Framkvæmdastjóri kynnti borverk sem fram hefur farið í Ósabotnum borað hefur verið niður á 1720m. Afkastamæling á eftir að fara fram en prófanir lofa góðu.


 

2. 0709122 – Erindi íbúa Vestri-Grundar

Framkvæmdastjóri kynnti erindi frá íbúa Vestri-Grundar, en spurst var fyrir um tengingu hitaveitu að bænum ásamt kostnað við tengingu við dreifikerfi Hitaveitu Suðurnesja.
Framkvæmdastjóra var falið að svara erindinu.


 

3. 0709090 – Heimlagnir að íþróttasvæði

Framkvæmdastjóri kynnti kostnað á nýjar stofnæðar hitaveitu og vatnsveitu sem lagðar voru að íþróttavallarsvæði við Engjaveg.

Nefnadarfulltrúar D-lista fagna því að upphitun gervigrasvallar verði tilbúinn  fyrir komandi frosthörkur.

 

4. 0705140 – Framkvæmdalisti

Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu í framkvæmdum hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.

5.  0703145 – Íbúafjöldi

Íbúafjöldi í Árborg 27. september er alls 7.522 en var í Byrjun árs 7.320.
Á Selfossi eru skráðir 6.214
Á Eyrarbakka 594
Á Stokkseyri 567
Í Sandvík 139
Óstaðsettir eru 8

Ef fjölgun út árið verður með sama hætti og það sem af er ári þá verður hlutfallsleg fjölgun um 3,8 % á árinu.

Þórunn Jóna Hauksdóttir fulltrúi D-lista ítrekar að fá upplýsingar um aldursdreifingu.

Framkvæmda og veitustjórn vill þakka framkvæmdastjóra framkvæmda og veitusviðs Ásbirni Blöndal fyrir afar gott starf í þágu sveitarfélagsins en hann er nú að láta af störfum eftir átján ára starf fyrst sem veitustjóri Selfossveitna og síðan sem framkvæmdastjóri framkvæmda og veitusviðs. Stjórnin þakkar Ásbirni fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Torfi Áskelsson
Ari Már Ólafsson                                             
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Ásbjörn Ó. Blöndal                                         
Rósa Sif Jónsdóttir
141. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

141. fundur framkvæmda– og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 5. september 2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Torfi Áskelsson, varamaður S-lista
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista (D)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

 

Dagskrá:

 

1. 0708137 – Erindi íbúa á Eyrarbakka

Framkvæmdastjóri lagði fram undirskriftalista frá íbúum við Túngötu á Eyrarbakka um beiðni um hraðahindranir.
Framkvæmda- og veitustjórn þakkar ábendingar íbúa og framkvæmdastjóra Framkvæmda og veitusviðs falið að kanna hvort hægt sé að flytja til fjármagn vegna fjármagnsliða sem ekki koma til framkvæmda á árinu og freista þess að fá verktaka til að setja upp í það minnsta tvær hraðahindranir eins fljótt og auðið er.


2.  0504050 – BES-verkefnið

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu BES verkefnis og allar tímaáætlanir verkáfanganna.

Bókun fulltrúa D-lista.

Því miður hafa framkvæmdir við uppbyggingu BES tafist nokkuð frá því sem upphafleg tímaætlun gerði ráð fyrir. Hefur það meðal annars gerst vegna tafa við ákvarðanatöku og breytinga á verkefnaröðun frá því sem ákveðið var á sínum tíma.
Við fögnum því að nú loks stefni í að framkvæmdir geti hafist og hvetjum til þess að hendur verði látnar standa fram úr ermum og ekki hvikað frekar frá ákvörðuðum tímaáætlunum.

Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson

3.  0706077 – Aðgengismál

Efni erindis frá Pro-Ark rætt ásamt því að framkvæmdastjóri kynnti hugsanlegan kostnað og greiningu aðgengismála í sveitarfélaginu.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að verkefninu áfram og lagt er til við bæjarráð að samið verði við Pro-Ark um verkefnið.

Bókun fulltrúa D-lista.

Á fundi Skipulags- og bygginganefndar 14.júní sl.voru aðgengismál í sveitarfélaginu tekin til umræðu að frumkvæði Elfu Daggar Þórðardóttur fulltrúa D-lista. Í framhaldi af því fól bæjarráð á fundi sínum þann 21. júní sl. framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að vinna kostnaðaráætlun við gerð úttektar á aðgengismálum í Sveitarfélaginu Árborg. Við hvetjum til að úttektin verði framkvæmd eins fljótt og kostur er á þeim grundvelli sem rætt var um á fundinum.
 
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson

4.  0705140 – Framkvæmdir

Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu í framkvæmdum hjá Framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.


5. 
0703145 – Íbúafjöldi

Fjöldi íbúa er nú 7488. Fjöldi íbúa fyrir 1 mánuði var 7448. Fjölgunin jafngildir aukningu upp á 0,54% (6,44%/ári)
Fjöldi íbúa fyrir 3 mánuðum 7414 aukning 74 eða 1,00% (3,99%/ári)
Fjöldi íbúa fyrir 12 mánuðum 7259 aukning 229 eða 3,15%

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Torfi Áskelsson
Margrét Magnúsdóttir                          
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson                          
Ásbjörn Ó. Blöndal
Rósa Sif Jónsdóttir
140. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

140. fundur framkvæmda– og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 31.7.2007  að Austurvegi 2, Selfossi, kl. 12:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Gylfi Þorkelsson, varaformaður, S-lista
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, varamaður D-lista
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Samningur um Dísarstaði
Lagður var fram samningur við landeiganda Dísarstaðalands um uppbyggingu íbúðasvæðis í landi Dísarstaða, norðan Suðurhóla. Bæjarritari fór yfir samninginn. Framkvæmda- og veitustjórn gerir ekki athugasemd við samninginn og leggur til að bæjarráð samþykki hann.

 

2. Íbúafjöldi
Íbúar í Árborg voru 7.445 þann 27. júlí. Þeir voru 7.310, 1. janúar s.l. og hefur því fjölgað um 135 frá áramótum eða um ca. 19 hvern mánuð sem af er ári. Ef fjölgunartaktur þessi helst óbreyttur út árið þá fjölgar íbúum um 278 og verða þeir í lok árs alls 7.588, hefur fjölgað um 3,8 %. Fjölgunin er nær einvörðungu á Selfossi en þar búa nú 6.136. Á Eyrarbakka búa 582, á Stokkseyri 555 og í Sandvík 157. Við bætast 15 íbúar sem eru óstaðsettir m.v. skráningu. Ef undanfarnir 12 mánuðir eru skoðaðir þá var fjölgunarhlutfallið um 3 %. 

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði til að upplýsingar um aldursskiptingu fylgi íbúatölum.

3. Erindi til kynningar:

Engin.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 12:30.

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Gylfi Þorkelsson
Margrét Magnúsdóttir                          
Snorri Finnlaugsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir                                 
Ásta Stefánsdóttir

 

 
139. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

139. fundur framkvæmda– og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 30.05.2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Gylfi Þorkelsson, varaformaður, S-lista
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

 

Dagskrá:

 

1. 0603049
Rannsókn á flóðasvæði á Eyrarbakka –

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður úr skýrslum VGK-Hönnun hf.
Fastmerkjamæling á Eyrarbakka,
Rannsókn á byggingarsvæði „Mælingar á vatnafari“,
Rannsókn á byggingarsvæði „Jarðgrunnskönnun í nóvember 2006“ og
Nýting flóðasvæðis til bygginga á Eyrarbakka „Flóðamælingar“.
Skýrsla um byggingarhæfni er væntanleg í byrjun júlí.

2. 0705131
Neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli –

Framkvæmdastjóri kynnti greinagerð ÍSOR.
„Möguleikar á aukinni neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli“.
Reiknað er með að hefja borun í júní.

3. 0705132
Hringtorg við Ölfusárbrú –

Framkvæmdastjóri kynnti framkvæmd á hringtorgi við Ölfusárbrú en hefja á verkið 31.maí, áætluð verklok eru 1. júlí.
Haldinn hefur verið samráðsfundur með framkvæmdaaðilum þar sem sérstaklega voru tekin fyrir umferðamál meðan á verki stendur.

4. 0411060
Tilboð í Sunnulækjarskóla, 3.áfanga –

Framkvæmdastjóri skýrði frá tilboðum sem opnuð voru 5. maí sl. “Sunnulækjarskóli 3.áfangi”.
Tveir aðilar buðu í verkið:
Gísli og Steinar ehf. og var tilboðið kr. 135.950.000.- og
JÁVERK ehf. en tilboð þeirra var kr. 122.154.942.-
Kostnaðaráætlun var kr. 118.528.946.-
Stjórn samþykkir að gegnið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Áætluð verklok eru um áramótin 2007-2008.

5. 0705133
Tilboð í Ólafsvelli 2. áfangi –

Framkvæmdastjóri skýrði frá tilboðum sem opnuð voru 22. maí sl. “Gatnagerð Ólafsvöllum II. áfangi” Tveir aðilar buðu í verkið:
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. og var tilboðið kr. 32.800.000.- og
Vélgrafan ehf. en tilboð þeirra var kr. 34.353.800.-
Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá kr. 26.625.980.-
Stjórn samþykkti að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Svæðið verður byggingahæft í haust en áætluð verklok eru sumarið 2008


6. 0409014
Undirbúningur að framkvæmdum í Fossnesi –

Framkvæmdastjóri kynnti undirbúning á vegaframkvæmdum í Fossnesi að þeim lóðum sem hefur verið úthlutað.

7. 0705129
Veitumál á nærsvæðum –

Framkvæmdastjóri kynnti skipulag að íbúabyggð í Árbæjarlandi.

8. 0705076
Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu –

Framkvæmdastjóri kynnti erindi frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um gerð viðbragðsáætlana um sorphirðu í sveitarfélögum komi til heimsfaraldurs inflúensu.

9. 0608007
Sjóvarnargarður á Stokkseyri –

Máli frestað þar til umsögn Siglingamálastofnunar fæst staðfest.

 

10. 0705139
Umhverfismál hreinsistöðva –

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöðu Línuhönnunar um fjarlægð hreinsistöðva og umhverfisáhrif á nánasta umhverfi.

11. 0705140
Framkvæmdalisti 2007 –

Framkvæmdastjóri lagði fram lista yfir helstu verkefni á framkvæmda- og veitusviði.


Erindi til kynningar:

Engin.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

 

 

Þorvaldur Guðmundsson

 

Gylfi Þorkelsson

Sigurður Ingi Andrésson

 

Snorri Finnlaugsson

Ingvi Rafn Sigurðsson

 

Ásbjörn Ó. Blöndal

RósaSif Jónsdóttir

 

 

 

 

 

 
138. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

138. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 25.04.2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 16:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Gylfi Þorkelsson, varaformaður, S-lista
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

 

Dagskrá:

 

1. 0704086
Ársreikningur 2006 –

Framkvæmdastjóri kynnti ársreikning Selfossveitna.
Rekstur fyrirtækisins var með sviðuð móti í ár og síðastliðið ár þó svo að ráðast þurfti í umfangsmiklar endurvirkjanir á borholusvæðinu og nýr gjaldaliður leit dagsins ljós en nú er reiknaður tekjuskattur af reglulegri starfsemi og nam skatturinn 18,6 milljónum. Á árinu var hagnaður af rekstri Selfossveitna sem nam kr. 63,1 milljónum samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til 12,5% arðsemi eigin fjár. Eignir Selfossveitna í árslok 2006 voru samkvæmt efnahagsreikningi kr. 711,2 milljónir og heildarskuldir kr. 179 milljónir. Eigið fé nam því 532,2 milljónum og eiginfjárhlutfall er um 74,83%.

Ársreikningur Selfossveitna fyrir árið 2006 var samþykktur og undirritaður.

 

2. 0703145
Aldursdreifing íbúa Árborgar –

Framkvæmdastjóri kynnti þróun aldursdreifingar í Árborg frá 1.des 2003 – 1.des 2006. Hlutfallslega fækkar í öllum aldurshópum nema aldrinum 1 árs og yngri og 55-66 ára, þar fjölgar.
Einnig var kynnt íbúaþróun í sveitarfélaginu frá janúar 2003 til apríl 2007 en fjölgunin var 1.170 eða 4,4%.

3. 0704088
Tæknilegir tengiskilmálar hitaveitna –

Framkvæmdastjóri kynnti erindi frá Samorku varðandi viðhorf Selfossveitna til gerðar sameiginlegra tengiskilmála fyrir hitaveitur. Um er að ræða samræmingu skilmála sem hitaveitur setja fyrir tengingu húsa.

Framkvæmdastjóra var falið að svara erindinu.

Erindi til kynningar:

Engin.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:10

Þorvaldur Guðmundsson                                 
Gylfi Þorkelsson
Sigurður Ingi Andrésson                                  
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson                          
Ásbjörn Ó. Blöndal
Rósa Sif Jónsdóttir

 

 

 

 
137. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

137. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 7. mars 2007 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

Mættir:

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, formaður

Gylfi Þorkelsson, S-lista

Hilmar Björgvinsson, V-lista

Ingvi Rafn Sigurðsson, D-lista

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista 

RósaSif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Skipan nýrrar stjórnar – val á varaformanni

 

Formaður lagði til aðGylfi Þorkelssonyrði varaformaður og var það samþykkt með 3 atkvæðum en fulltrúar D- lista sátu hjá. 

 

 

2.

Starfsemi framkvæmda- og veitusviðs – rekstrareiningar

 

Framkvæmdastjóri kynnti starfsemi og rekstrareiningar framkvæmda- og veitusviðs.

 

 

3.

Þróun íbúafjölda

 

Þann 5. mars voru íbúar sveitarfélagsins samtals 7.363. Þeir voru 7.280 þann 1. des s.l. og hefur því fjölgað um 83. Fjölgun milli áranna 2005 og 2006, miðað við skráningu 1. des hvort ár, varð eftirfarandi:

    • Á Selfossi fjölgaði úr 5.679 í 5.997 eða um 5,6 % (318 íbúar)

    • Í Sandvík m.m. fækkaði úr 235 í 218 eða um tæp 7 % (17 íbúar)

    • Á Eyrarbakka fjölgaði úr 575 í 587 eða um 2,1 % (12 íbúar)

  • Á Stokkseyri fjölgaði úr 472 í 478 eða um 1,3 % (6 íbúar)

5. mars sl. voru  íbúar Selfoss 6.057 og hefur því fjölgað um 60 frá skráningunni 1. des. s.l. Breytingar hafa verið gerðar á skráningu íbúa í dreifbýli og eru tölur þar ekki sambærilegar við tölur síðasta árs. Íbúafjöldi utan Selfoss er eftirfarandi:

    • Í Sandvík: 157

    • Á Eyrarbakka: 581

    • Á Stokkseyri: 560

  • Óstaðsettir: 8

Fyrirspurn frá fulltrúum D-lista.
Hvernig er aldurskipting nýrra Árborgarbúa á tímabilinu frá 1.des. 2003 – 1.des.  2006 ?
Framkvæmdastjóri mun koma með aldursskiptingu á næsta fund.

 

 

4.

Framkvæmdaáætlun ársins 2007

 

Framkvæmdastjóri lagði fram lista yfir framkvæmdir í undirbúningi og/eða vinnslu fyrir árið 2007.

Bókun frá fulltrúum D-lista.
Ekki hefur verið haldinn fundur í framkvæmda- og veitustjórn síðan nýr meirihluti tók við. Síðasti fundur var fyrir 3 ½ mánuðum síðan, eða í lok nóv. Fulltrúar D-lista gagnrýna að stjórnin hafi ekki komið að ákvarðanatöku t.d. um framkvæmdaáætlun  árs 2007 á vegum Sveitarfélagsins Árborgar þrátt fyrir óskir um það.  Nauðsynlegt hefði t.d. verið að ábendingar kæmu frá stjórninni áður en framkvæmdaáætlun er lög fram með fjárhagsáætlun. Fulltrúar D-lista munu fylgja því eftir að framkvæmda og veitustjórn sé virkari en á síðasta kjörtímabili og tekið sé tillit til þess við endurskoðun erindisbréfs.

Bókun frá fulltrúum B, S og V lista.
Nú stendur yfir endurskoðun erindisbréfa nefnda hjá sveitarfélaginu. Þar verður m.a. endurskoðað hlutverk og verksvið framkvæmda- og veitustjórnar

Fyrirspurn frá fulltrúum D- lista.
Hvernig ganga samningaviðræður við landeigendur Dísastaða og Gráhellu um uppbyggingu íbúðarsvæða.

Framkvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs svaraði að samningaviðræður væru í gangi.

 

 

5.

Tillaga fulltrúa D-lista um fundarboðun

 

Tillaga frá fulltrúum D-lista í framkvæmda- og veitustjórn:

Síðasti fundur framkvæmda- og veitustjórnar var 29.11’06 og ekki hefur verið haldinn fundur í stjórninni frá því nýr meirihluti tók við. Jafnan er þó miðað við að funda mánaðarlega. Við mótmælum þessari óvirðingu við málefni sem bíða úrlausnar nefndarinnar og fólk og fyrirtæki þau sem leita úrlausnar með mál hjá framkvæmda- og veitustjórn. Við mótmælum líka ólöglegri fundarboðun til nefndarmanna í framkvæmda- og veitustjórn og leggjum til að fundir í framkvæmda- og veitustjórn séu boðaðir í tölvupósti. Um leið er lagt til að fundarmenn staðfesti móttöku pósts til fundarboðanda. Einnig er lögð áhersla á að fundarboð berist fundarmönnum a.m.k. tveimur virkum dögum fyrir fund.

 

Í Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp bæjarstjórnar – segir um fundarboðun nefnda og stjórna í 50. grein: ,,Formaður nefndar boðar eða lætur boða fundi í nefnd með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara með skriflegri dagskrá.”

   Á það ber að benda að úrskurður félagsmálaráðuneytis kveður á um að ekki skuli boða til fundar í tölvupósti nema það hafi verið samþykkt fyrst af fundarmönnum áður. Er þetta skv. góðri stjórnsýslu. Um leið og aðferð við fundarboðun er samþykkt á þennan hátt liggur enginn vafi á vitneskju fundarmanna um hvernig boða á til fundar og fundarboðandi getur gengið úr skugga um að vera með rétt netföng í fórum sínum. Nýlega féll álit félagsmálaráðuneytis í þessa veru vegna ólöglegrar boðunar á fund Héraðsnefndar Árnesinga en fundarboðandi þar er sá sami og ber ábyrgð á fundarboðum framkvæmda- og veitustjórnar.

   Til að fundarboð skili sér örugglega er nauðsynlegt að fundarmenn staðfesti móttöku fundarboðs í tölvupósti til fundarboðanda. Staðfesti fundarmaður ekki móttöku pósts ber fundarboðanda að hafa samband með öðrum hætti við fundarmann.

   Mikilvægt er að fundarboð berist fundarmönnum a.m.k. tveimur virkum dögum fyrir fund, eins og hljóðan samþykktanna kveður á um. Ekki er hægt að ætlast til þess að fundarmenn gæti að tölvupósti á frídögum. Þannig væri því fundarboð á fund sem halda skyldi á mánudegi kl. 17 sent út ekki seinna en á kl. 17 á fimmtudegi.

 Framkvæmdastjóri skýrði frá að: 

    • Engin úrlausnarefni, sem ekki þoldu bið, biðu afgreiðslu stjórnar.

    • Fundarboðun var í samræmi við þann tímafrest sem kveðið er á um í erindisbréfi.

    • Fundarboðun hefur um alllangt skeið verið á tölvupósti. Við stjórnarskipti í júní var ekki gerð athugasemd við tölvuboðun. Stjórnarfulltrúar hafa verið inntir eftir afstöðu til tölvuboðunar á fyrsta fundi (fundur engu að síður tölvuboðaður).

  • Ekki hefur verið krafist móttökustaðfestingar.

Samþykkt var samhljóða að boða til fundar í framkvæmda- og veitustjórn með tölvupósti og að fundarmenn staðfestu móttöku pósts til fundarboðanda.

Samþykkt var samhljóða að fastir fundardagar framkvæmda- og veitusviðs verði síðasta miðvikudag í mánuði kl.17:00.
 

6.

Bókun bæjarráðs frá 22. febrúar s.l.v. fráveitumála

 

Eftirfarandi bókun var bókuð 22. febrúar s.l. Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitustjórn að fara sem fyrst yfir skýrslu Línuhönnunar og í framhaldi af því verði rætt við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi fráveitukerfi Árborgar og fráveituáætlun. 

Framkvæmdastjóri skýrði frá að farið hafi verið yfir skýrslu Línuhönnunar/Verkfræðistofu Suðurlands á 135. fundi stjórnar 29. nóvember sl.

Farið var yfir stöðu málsins og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs falið að svara bréfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 


7.

Borframkvæmd við Ósabotna

 

Formaður greindi frá fyrirhugaðri borframkvæmd við Ósabotna og umsögnum sem fengist hafa frá Veiðimálastofnun og Búnaðarsambandi Suðurlands.

Ásamt umsögnum sérfræðinga hjá ÍSOR um jarðhitasvæðið við Ósabotna og niðurstöður ÍSOR um hitadreifingu í holum. Framkvæmdaleyfi frá Flóahreppi liggur fyrir.

Framkvæmdir við borun mun hefjast fljótlega.

Framkvæmdastjóri fór yfir mælingar sem gerðar hafa verið á borholum hitaveitunnar undanfarin ár.
 

8.

Rannsóknir á flóðasvæði við Eyrarbakka

 

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður vegna mælinga á flóðasvæði við  Eyrarbakka. Helstu niðurstöður eru þær að mögulegt er að nýta tiltekið svæði undir íbúabyggð. Endanleg skýrsla er væntanleg.

Bókun frá fulltrúum D-lista.
Fulltrúar D-lista þrýstu á um að rannsóknir á flóðasvæði norðan Eyrarbakka yrðu gerðar. Fulltrúarnir fagna framkomnum niðurstöðum sem styðja það baráttumál Eyrbekkinga að landsvæði norðan Eyrarbakka sé mögulegt til íbúðabyggðar. Eyrbekkingar höfðu rétt fyrir sér. 

Bókun frá fulltrúum B,S og V lista.
Fulltrúar D-listans þrýstu ekki á um að rannsóknir færu fram á umræddu flóðasvæði heldur vildu skipuleggja íbúðabyggð þar án nokkurra rannsókna. Slík vinnubrögð við skipulagsgerð hefðu verið óábyrg og hefðu auk þess aldrei hlotið samþykki skipulagsstofnunar.

9.

Önnur mál.

 

Engin

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:10
136. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

136. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn mánudaginn 29. janúar 2007 kl. 18:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

Mættir:

Þorvaldur Guðmundsson

Gylfi Þorkelsson

Hilmar Björgvinsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

Dagskrá:

 

 Fundi frestað

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:15
135. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

135. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 29. nóvember 2006 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

Mættir: Snorri Finnlaugsson                     
Ari Thorarensen
Þorvaldur Guðmundsson                          
Óli Rúnar Eyjólfsson
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri                
Gylfi Þorkelsson
Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð.

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Fráveituáætlun

 

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður um fráveitukerfi framtíðarinnar í sveitarfélaginu Árborg sem unnar hafa verið með fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og ráðgjöfum.  Niðurstöðurnar hafa einnig verið kynntar Umhverfisstofnun.

Farið var yfir aðstæður á hverju svæði fyrir sig og móttökustaði ásamt því að farið var yfir þá kosti sem í stöðunni eru á hverju svæði og áætlaðan kostnað.

 

 

2.

Borun rannsóknarholu

 

Framkvæmdastjóri sagði frá undirbúningi sem hafinn er fyrir borun á rannsóknarholu við Ósabotna. Til stendur að bora 1200m holu og fóðra um 380m.

Lagt var til að taka tilboði frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða.

 

 

3.

Þróun íbúafjölda

 

Íbúafjöldi í Árborg eru nú 7.274 en voru 6.995 í byrjun árs, hefur því fjölgað um 4% á tímabilinu.

Á Selfossi hefur fjölgað um 4,8% eða um 277 íbúa

Í Sandvík hefur fækkað um 5,4% eða um 13 íbúa

Á Eyrarbakka hefur fjölgað um 0,9% eða um 5 íbúa

Á Stokkseyri hefur fjölgað um 1,2% eða um 5 íbúa

Óstaðsettum hefur fjölgað eru nú 14 en voru 9.

 

 

4.

Uppbyggingaráætlun f&v

 

Framkvæmdastjóri ræddi hvort þörf sé á framsetningu áætlunar fyrir uppbyggingu íbúðasvæða í sveitarfélaginu. Ákveðið var að hópurinn sem á í samningum við landeigendur skoði málið.

 

 

5.

Önnur mál.

 

a)

Bilun á borholusvæði 16. nóvember sl.

Framkvæmdastjóri lagði fram skýrslu um bilun sem var á borholusvæði.

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:40
134. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

134. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 25.október 2006 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

 

Mættir:

Snorri Finnlaugsson

Ari Thorarensen

Þorvaldur Guðmundsson

Óli Rúnar Eyjólfsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Gylfi Þorkelsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Lóðamál SS

 

Framkvæmdastjóri kynnti meginatriði í samningsmálum milli  SS og Sveitarfélagsins Árborgar í lóðamálum fyrir utan á.

Framkvæmdastjóra var falið að vinna áfram að málinu og kynna  stjórn tillögur í framhaldi.

 

 

2.

Verkefnalisti

 

Framkvæmdastjóri lagði fram og kynnti lista um verkefni í gatna- og stígagerð í Árborg.

Framkvæmdastjóra falið að forgangsraða verkum á næstu 3 ár og kynna fyrir stjórn

 

 

3.

Fráveituáætlun

 

Framkvæmdastjóri kynnti endurskoðaða fráveituáætlun til næstu tveggja ára og sagði frá því sem þarf að gera áður en hönnun, útboð og framkvæmd eiga sér stað.

 

 

4.

Tónlistarskóla Árnesinga

 

Framkvæmdastóri sagði frá athugun sem gerð var á hljóðvist í tónlistarskóla-byggingunni, Niðurstaða athugunar er sú að skólinn standist þær kröfur sem gerðar eru til húsnæðisins. Einhver truflun er frá slagverki og er það má til skoðunar.  

Framkvæmdastjóra var falið að ræða við skólastjóra um lausnir

 

5.

Borun rannsóknarholu

 

Framkvæmdastjóri sagði frá því að Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sé tilbúið að bora rannsóknaholu á svæði við Ósabotna. Gert er ráð fyrir um 1.400m borholu sem verður fóðruð um 400 m.

Ákveðið var að framkvæmdastjóri gangi til samninga við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og leggi fyrir stjórn.

 

 

6.

Önnur mál.

 

a)

Þróun og breyting á Framkvæmda- og veitusviði.

Framkvæmdastjóri kynnti þróun og breytingar á framkvæmda- og veitusviði

 

b)

Framkvæmdastjóri lagði fram svohljóðandi svar við fyrirspurn frá Gylfa Þorkelssyni frá síðasta fundi.

Endurskipulagning á framkvæmda- og veitusviði:

Á árinu 2005 og fram á árið 2006 var unnið að breytingum á starfsfyrirkomulagi sviði skipulags- og byggingarmála. Niðurstaða þeirra vinnu kom fram í tillögu að breytingum sem lögð var fyrir þáverandi bæjaryfirvöld kringum áramótin s.l. Málið var komið í tillögugerð fyrir bæjarstjórn en var frestað í apríl s.l. Megin inntak breytinganna var uppskipting á skipulags- og byggingarsviði í tvennt, annars vegar í skipulagsmál og landnýtingu og hinsvegar byggingarþjónustu. 

Eftir að ný  bæjaryfirvöld tóku við var ljóst að ekki hafði orðið breyting á því viðhorfi að rétt væri að endurskoða starfsskipulag á skipulags- og byggingarsviði. Því til viðbótar var vinnuhópurinn, sem haldið hefur áfram vinnu við endurskipulagningu, sammála um að skoða einnig önnur starfssvið rekstrarheildarinnar og meta hvort ákjósanlegt væri að gera þar breytingar. Þær breytingar sem vinnuhópurinn sér fyrir sér á skipulags- og byggingarsviði eru í megindráttum þær sömu og sáu dagsins ljós á vordögum þessa árs. Vinna með aðra þætti endurskipulagningar er enn í mótun en  markmið vinnuhópsins er að skilgreina ábyrgð með skýrari hætti en verið hefur, afmarka starfssvið betur og tryggja samfellu í starfseminni. 

Áætlað er að vinnu ljúki um mánaðarmót nóv/des og að nýtt skipulag geti tekið gildi 1. janúar á nýju ári.

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:40

 

 
133. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

133. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 30. ágúst 2006 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

 

Mættir:

Snorri Finnlaugsson

Ari Thorarensen

Þorvaldur Guðmundsson

Óli Rúnar Eyjólfsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Gylfi Þorkelsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Kynning á greinargerð um flóðasvæði.

 

Fulltrúar Hönnunar þeir Sveinn Óli Pálmarsson og Torfi G. Sigurðsson kynntu niðurstöður á greinagerð um flóðarvæði á Eyrarbakka með tilliti til byggingarsvæðis. Einnig lögðu þeir fram tillögur að nánari úttekt á svæðinu.

Ákveðið var að framkvæmdastjóri og starfsmenn Hönnunar færu í áframhaldandi vinnu á, hvað skal taka fyrir í 2. áfanga, tímaáætlun um þá vinnu og leggi fyrir stjórn.

 

 

2.

Ferð á virkjunarsvæði

 

Framkvæmdastjóri fór með stjórn um virkjanasvæði Sveitarfélagsins.

 

 

3.

Önnur mál.

 

a)

Fyrirspurn frá Gylfi Þorkelssyni

Hvernig gengur „sú vinna sem er í gangi“ varðandi endurskoðun á skipulagi og starfsemi Framkvæmda- og veitusviðs sveitarfélagsins? Hvað hefur gerst síðan undirritaður lagði fram tillögu um málið á 131. fundi Framkvæmda- og veitustjórnar fimmtudaginn 22. júní 2006? Hvenær er áætlað að þessari vinnu ljúki?

Framkvæmdastjóra falið að svara fyrirspurn á næsta fundi. 

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:00
132. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

132. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 12. júlí 2006 kl. 12:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

Mættir:

Snorri Finnlaugsson

Ari Thorarensen

Þorvaldur Guðmundsson

Óli Rúnar Eyjólfsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Gylfi Þorkelsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Gjaldskrá v/hverfisuppbyggingar

 

Framkvæmdastjóri kynnti samanburð á gatnagerðar- og stofngjöldum sveitarfélaga sem tekin var saman til viðmiðunnar vegna gjaldskrár í hverfisuppbyggingu í Árborg.

Lagt var til að hækka gatnagerðagjald á einbýlishúsalóðum um 20% og rað- og parhúsalóum um 17%.  Einnig var lagt til að stofngjald fráveitu yrði hækkað um 50%

 

 

2.

Rammasamningur, drög

 

Framkvæmdastjóri lagði fram drög að rammasamningi vegna jarðar- og eignalanda.

Ákveðið að formaður og varaformaður fari með framkvæmdastjóra í samningaviðræður.

 

 

3.

Minnisblað um flóðasvæði

 

Lagt var fram minnisblað um frumkönnun vegna nýtingar flóðasvæðis til byggingar á Eyrarbakka.

Framkvæmdastjóra falið að boða fulltrúa Hönnunar á fund.

 

 

4.

Önnur mál

 

 

 

a)

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirspurn ábúenda Grundabæja.

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 13:30
131. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

131. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn fimmtudaginn 22. júní 2006 kl. 12:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

 

Mættir:

Snorri Finnlaugsson

Ari Thorarensen

Þorvaldur Guðmundsson

Óli Rúnar Eyjólfsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Gylfi Þorkelsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

Formaður settir fundinn og kom með tillögu að varamanni Þorvaldi Guðmundssyni og var sú tillaga samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

 

 

1.

Gjaldskrá og tengiskilmálar fyrir búgarðabyggð,

 

Framkvæmdastjóri kynnti gjaldskrá, skýringar og tengiskilmála og farið var í gegnum forsendur á bakvið stofngjöld bæði í hitaveitu og vatnsveitu.

Stofngjöld vatnsveitu og heimæðargjöld í hitaveitu í Tjarnarbyggð voru samþykkt samhljóða.

 

 

2.

Gjaldskrá vegna hverfisuppbyggingar

 

Framkvæmdastjóri kynnti afkomu bæjarsjóðs vegna hverfisuppbyggingu með tilliti til Suðurbyggðar A. Hækkunarþörf án landverðs þyrfti að vera um 17% en með landverði um 24% miðað við kostnaðaráætlun.

Framkvæmdastjóra var falið að skoða gjaldskrár annarra sveitarfélaga og að koma með tillögu að breytingu á gjaldskrá á næsta fundi.

 

 

3.

Virkjanamál á jarðhitasvæði

 

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu í virkjanamálum á jarðhitasvæði Selfossveitna og sagði frá tillögu ÍSOR um staðsetningu á nýrri holu.

 

 

4.

Erindi frá stjórnunararteymi Vallaskóla

 

Lagt var fram erindi frá stjórnunarteymi Vallaskóla. Stjórnin leggur til við bæjarráð að heimild verði gefin til úttektar á húsnæðinu.

5.

Undirbúningur leikskólabyggingar

 

Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram í undirbúningi að nýjum leikskóla í Suðurbyggð.

 

 


6.

Bráðabirgðaráðstafanir í skólamálum

 

Framkvæmdastjóri kynnti tillögur að bráðabirgðahúsnæði BES. Stjórnin fól framkvæmdastjóra að vinna áfram í þessum efnum. 

 

 

7.

Lóðamál

 

Framkvæmdastjóri sagði frá þeim lóðum sem er búið að leggja drög að frá framkvæmdaaðilum. Ákveðið að vinna áfram að þessum málum.

 

 

8.

Önnur mál.

 

a)

Gylfi kom með fyrirspurn um reiðstíg ofan á vatnslögnina niður á ströndina og spurðist fyrir um hvernig staða mála væri.

Framkvæmdarstjóri sagði málið í réttum farvegi.

 

 

 

b) Gylfi lagði fram tillögu:

 

Tillaga um úttekt á framkvæmda- og veitusviði hjá Sveitarfélaginu Árborg.

 

Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarráð Árborgar að fenginn verði utan að komandi sérfræðingur til að taka út alla starfsemi framkvæmda- og veitusviðs hjá sveitarfélaginu. Markmiðið með úttektinni er að auka hagkvæmni og skilvirkni, stytta afgreiðslutíma mála og bæta þjónustu sveitarfélagsins við viðskiptavini sína, en gríðarlegt álag er nú á starfsmönnum vegna íbúafjölgunar og þenslu í sveitarfélaginu.

 

Í úttektinni fælist m.a. greining á starfsemi sviðsins, með virkri þátttöku starfsmanna, og mat á kostum þess að

 

a) skipta verkefnum Skipulags- og bygginganefndar upp í tvo málaflokka, leggja niður núverandi starf byggingafulltrúa og stofna í staðinn tvö störf, starf skipulagsfulltrúa og starf byggingafulltrúa.

 

b) efla tæknisvið verulega þannig að sveitarfélagið geti sjálft sinnt stærstum hluta verkefna, s.s. teiknivinnu af ýmsu tagi, en nú eru nánast öll slík verk keypt að.

 

Úttektinni verði hraðað þannig að henni verði lokið og tillögur um breytingar liggi fyrir síðar á þessu ári.

 

Gylfi Þorkelsson,  fulltrúi Samfylkingarinnar í Framkvæmda- og veitustjórn.

 

Formaður nefndarinnar lagði fram þá tillögu að þar sem að í gangi væri vinna við endurskipulagningu á störfum hjá Framkvæmda- og veitusviði þá væri tillögunni vísað inní þá vinnu.  Samþykkt samhljóða.

 

c) Snorri spurðist fyrir um erindi frá íbúum á svæði Grundar og Skipa  í sambandi við hitaveitu.

 

Framkvæmdastjóri svaraði að þetta erindi væri í vinnslu.

 

d)  Gylfi spurði um endurbætur á íþróttavellinum á Eyrarbakka.

 

Framkvæmdastjóri sagði að deiluskipulag vantaði af svæðinu.

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl.  13:50

 

 
130. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

130. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 10. maí 2006 kl. 12:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

 

Mættir:

Þorvaldur Guðmundsson

Gylfi Þorkelsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Páll Leó Jónsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

Torfi ÁskelssonogArnar Freyr Ólafsson

boðuðu forföll

 

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Samningur við KÁ

 

Framkvæmdastjóri kynnti samning  varðandi jarðhitaréttindi KÁ og farið var í gegnum forsendur hans.

Framkvæmda- og veitustjórn leggur samhljóma til að samningur þessi verði samþykktur. 

 

 

2.

Önnur mál

 

Engin.

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 12:40
129. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

129. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 29. mars 2006 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

 

Mættir:

Þorvaldur Guðmundsson

Gylfi Þorkelsson

Torfi Áskelsson

Arnar Freyr Ólafsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

Páll Leó Jónsson

Ólafur Gestsson, Endurskoðandi PWC

 

 

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Ársreikningur Selfossveitna (rekstrarniðurstöður ársins 2005 kynntar.)

 

Ólafur Gestsson endurskoðandi frá PricewaterhouseCoopers kynnti árskýrslu Selfossveitna.

 

Rekstur félagsins var með svipuði móti í ár og síðastliðin ár. Á árinu varð hagnaður af rekstri Selfossveitna sem nam kr. 77,0 milljónum samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til 16,98% arðsemi eigin fjár. Eignir Selfossveitna í árslok 2005 voru samkvæmt efnahagsreikningi kr. 664,8 milljónir og heildarskuldir voru 160,4 milljónir. Eigið fé nam því 504,4 milljónum og eiginfjárhlutfall er um 76%.

 

 Ársreikningur Selfossveitna fyrir árið 2005 samþykktur og undirritaður.

 

 

 

 

2.

Önnur mál.

 

a)

Engin.

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 16:30
128. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

128. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn fimmtudaginn 16.mars 2006 kl. 16:00 í Rauðahúsinu Eyrarbakka.

 

 

Mættir:

Þorvaldur Guðmundsson

Gylfi Þorkelsson

Torfi Áskelsson

Arnar Freyr Ólafsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Páll Leó Jónsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

 

Gestir:Einar Njálsson bæjarstjóri,Guðmundur Þorsteinsson, Þorfinnur Snorrason,Jón Tryggvi Guðmundsson og Páll Kristinsson.

 

Frá ÍSOR: Guðni Axelsson, Magnús Ólafsson og Árni Hjartarson

 

Formaður lagði fram breytingu á dagskrá sem var samþykkt.

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Skýrsla um neysluvatnfölun; næstu skref.

 

Áætlun um frekari virkjanir hitaveitu við Ósabotna.

 

Guðni Axelsson fór yfir vinnu ÍSOR fyrir Selfossveitur og Vatnsveitu Árborgar að undanförnu og í gegnum árin.

 

Magnús Ólafsson greindi frá helsur niðurstöðum úr efnaeftirliti á jarðhitasvæði Selfossveitna.

 

Guðni Axelsson fjallaði um afkastagetu jarðhitakerfis í Ósabotnum. Guðni talaði einnig um virkjanir að Ósabotnum í fjarveru Kristjáns Sæmundssonar og sett fram hugmyndir Kristjáns að frekari jarðhitavinnslu þar.

 

Árni Hjartarson fjallaði að lokum um stöðu neysluvatnsvinnslu á vatnsveitusvæðum Vatnsveitu Árborgar og virkjanamöguleika til öflunar vatns í framtíðinni.

 

 

2.

Húsnæðismál Austurvegi 67.

 

Formaður lagði fram tillögu framkvæmdastjóra um húnsnæðismál að Austurvegi 67. Sjá tillögu 

 

Tillaga:
Eins og áður hefur verið rætt í stjórn f&v þarf að bæta aðstöðu starfseminnar að Austurvegi 67. Við sameiningu veitna og annarrar tæknistarfsemi sveitarfélagsins minnkaði athafnarými innanhúss um 71 % eða úr um 870 fermetrum í 255 fermetra. Gerð hefur verið húsrýmisáætlun fyrir starfsemina og lætur nærri að byggingarþörf sé í kringum 550 – 750 fermetrar iðnaðarhúsnæðis, um 200 fermetrar fyrir skrifstofu- og þjónustuhúsnæði og 500 fermetrar í hálfupphituðu/óupphituðu skemmu-/geymslurými.

 

Til að mæta allra brýnustu þörfinni samþykkir stjórn framkvæmda- og veitusviðs að leggja til við bæjarstjórn að hafist verði handa nú þegar við hönnun viðbygginga við núverandi iðnaðar – og skrifstofuálmur sem taki til um 230 fermetra stækkun á iðnaðarálmu og um 95 fermetra stækkun á skrifstofu og þjónustuálmu. Jafnframt verði leyst úr skorti á bílastæðum. Viðbyggingarnar verði í útlitshönnun eins og byggingarálmurnar sem fyrir eru og verði þær stækkaðar til austurs. Áætlaður byggingarkostnaður er 50 mkr. Viðbyggingarnar verði tilbúnar sumarið 2007.

Framkvæmdastjóri

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

3.

Önnur mál.

 

Engin

 

       

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:10
127. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

 

 

127. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 22. febrúar 2006 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

Mættir:

Þorvaldur Guðmundsson

Gylfi Þorkelsson

Arnar Freyr Ólafsson

Páll Leó Jónsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Framkvæmdir:

 

Framkvæmdastjóri lagði fram lista yfir stöðu framkvæmda.

Stofnlögn vatnsveitu Árborgar,

Framkvæmdir á íþróttavelli,

Suðurhólar

Önnur verk.

2.

Kynningarfundur með ÍSOR um rannsóknarniðurstöður

 

Stefnt að, að halda fund með ÍSOR fimmtudaginn 16. mars kl. 16:00 í Reykjavík

 

 

3.

Upplýsingar um íbúafjölda

 

Íbúafjöldi í Árborg er nú 7.046

Selfoss: 5.789 íbúar, Eyrarbakki: 574 íbúar, Stokkseyri: 425 íbúar, Sandvík: 250 íbúar og óstaðsettir eru 8.

 

 

4.

Önnur mál.

 

 

 

Engin

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:00

 
126. fundur framkvæmda- og veitunefndar

 

126. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2006 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

 

Mættir:

Þorvaldur Guðmundsson

Gylfi Þorkelsson

Torfi Áskelsson

Arnar Freyr Ólafsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Páll Leó Jónsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Verkyfirlit

 

Framkvæmdastjóri lagði fram lista um verkframkvæmdir á árinu og stöðu verka sem í gangi eru.

2.

Upplýsingar um íbúafjölda

 

Íbúafjöldinn í Árborg er nú 7.013

 

 

3.

Önnur mál

 

Engin.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:45