16.10.2018 | Forvarnarhópur Árborgar – Foreldrasýning og málþing „Lof mér að falla“ þri. 23.okt. SÝNING HEFST KL.17:30

Forsíða » Fréttir » Forvarnarhópur Árborgar – Foreldrasýning og málþing „Lof mér að falla“ þri. 23.okt. SÝNING HEFST KL.17:30

image_pdfimage_print

Forvarnarhópur Sveitarfélagsins Árborgar býður upp á sýningu á myndinni „Lof mér að falla“ í samstarfi við Bíóhúsið á Selfossi þriðjudaginn 23. október nk. kl. 17:30. Sýningin fer fram í Bíóhúsinu á Selfossi og er endurgjaldslaus.  Eftir myndina eða um kl. 20:00 verður málþing á Hótel Selfoss þar sem öllum foreldrum í sveitarfélaginu er boðið að mæta og taka þátt. Á málþinginu fjalla þau Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Jóhannes Kr. Kristjánsson um reynslu sína sem ættingjar (systir og faðir) einstaklinga sem hafa fallið frá vegna fíkniefnaneyslu.  Ásamt þeim koma fulltrúar frá barnavernd og lögreglu og ræða við foreldra. 

Berglind Ósk er systir Kristínar Gerðar sem lést langt fyrir aldur fram eftir harða baráttu við fíkniefni. Jóhannes Kr. Kristjánsson missti dóttur sína árið 2010 þá 17 ára gamla. Jóhannes hefur jafnfram fjallað um fíkniefni um árabil.

Forvarnarhópur Árborgar hvetur þá foreldra sem ekki hafa séð myndina til að mæta á sýninguna og um leið alla áhugasama til að mæta á málþingið í Hótel Selfoss að lokinni sýningu um kl. 20:00 þriðjudaginn 23. október nk. 

Forvarnarhópur Árborgar