1.11.2017 | Forvarnarmánuðurinn nóvember í Árborg

Forsíða » Fréttir » Forvarnarmánuðurinn nóvember í Árborg

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg setur á hverju ári saman forvarnardagskrá sem unnið er eftir í samstarfi við grunnskóla, foreldrasamtök og aðra hagsmunaaðila. Um er að ræða fyrirlestra og námskeið fyrir börn og fullorðna í sveitarfélaginu. Ákveðið hefur verið að nóvembermánuður verði sérstakur forvarnarmánuður þar sem forvarnarmál fá sérstaka áherslu í sínni víðustu mynd. Þetta er fyrsta árið sem þetta er gert með þessum hætti og vill sveitarfélagið leyfa hugmyndinni að þróast áfram og bæta við dagskrá mánaðarins eftir þörfum og ábendingum. 

Forvarnarhópur Sveitarfélagsins vill hvetja foreldra til að taka virkan þátt í mánuðinum með því að mæta á súpufundi foreldrasamtakanna og ræða almennt um forvarnir við börnin sín.

Forvarnardagskrá 2017 – nóvember