7.9.2019 | Framkvæmdir hafnar í Smáratúni á Selfossi

Forsíða » Fréttir » Framkvæmdir hafnar í Smáratúni á Selfossi

image_pdfimage_print

Framkvæmdir við endurnýjun á gatna- og lagnakerfi Smáratúns hófst í lok ágúst. Gröfutækni ehf. vinnur verkið en þeir áttu hagstæðasta tilboðið. Framkvæmdin skiptist í tvo áfanga en fyrri áfangi sem felur í sér að grafa upp úr götu, leggja lagnir og styrktarlag lýkur 15.nóvember næstkomandi. Seinni áfangi felur í sér burðarlag og yfirborðsfrágang en þeim hluta lýkur 15.júní 2020.