26.6.2014 | Framkvæmdir við skólann á Eyrarbakka

Forsíða » Fréttir » Framkvæmdir við skólann á Eyrarbakka

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg vinnur nú að jarðvegsframkvæmdum og yfirborðsfrágangi á aðkomusvæði Barnaskólans á Eyrarbakka. Í framhaldi af útboði var samið við lægstbjóðanda Evu Björk Kristjánsdóttur um verkið. Tilboðsfjárhæð er 19.999.825,-  Verkið felst í m.a. jarðvegsskiptum, jöfnun yfirborðs og lóðarlögun, hellulögn á snjóbræðslu og lagningu malbiks. Einnig er um að ræða þökulagningu á grasi, gróðursetningu ýmissa runna og trjáa, uppsetningu á ljósastaurum ofl. Heildarsvæði útboðsverksins er um 2.680m². Framkvæmdinni verður lokið fyrir 1. september 2014.

Í sumar verður gatan Háeyrarvellir (sem liggur framan við barnaskólann) malbikuð og unnið verður að yfirborðsfrágangi og klæðningu á Merkisteinsvöllum og Hraunteig.

Sjá teikningu

 

BES framkvaemdir-1 BES framkvaemdir-2