22.11.2019 | Fréttatilkynning – Grenndarstöð í Árborg – Tilraunaverkefni

Forsíða » Fréttir » Fréttatilkynning – Grenndarstöð í Árborg – Tilraunaverkefni

image_pdfimage_print

Fréttatilkynning – Efni: Grenndarstöð í Árborg – tilraunaverkefni
Sveitarfélagið Árborg hefur nú tilraunaverkefni með fyrstu grenndarstöð innan sveitarfélagsins. Grenndarstöðin verður staðsett vestan við bílastæði Sunnulækjarskóla. Grenndarstöðin mun vera klár til notkunar mánud. 25.11 næstkomandi.
Grenndarstöðin er hugsuð sem yfirfall frá heimilum á bláu tunnunni og má koma með allan endurvinnanlegan heimilisúrgang. Gilda hér sömu reglur og um bláu tunnuna hvað varðar þá flokka sem má henda. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um flokkana á vefsíðu Árborgar sem og vefsíðu Íslenska gámafélagsins.
Að auki er hægt að koma með smáhluti úr gleri og postulíni til endurvinnslu í grenndarstöðina í sérmerkt hólf.
Verkefnið snýst um að auka þjónustu við íbúa sveitarfélagsins, og mun standa í þrjá mánuði. Að því búnu verður reynslan metin út frá athugasemdum frá íbúum, þjónustuaðila og starfsmönnum sveitarfélagsins auk þess sem reynslan af umgengni íbúa mun vega þungt. Ef vel tekst til, þá eru uppi hugmyndir um að bæta við grenndarstöðvum á fleiri staði innan sveitarfélagsins.
Biðlað er til íbúa og gesta að ganga vel um stöðina og ekki skilja eftir endurvinnanlegan heimilisúrgang við stöðina ef hún er full, heldur tilkynna að það þurfi að losa í síma 480-1900. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar munu vakta stöðina til að byrja með og út frá þeirri vöktun losunartíðni skipulögð.
Hvað má flokka?  Bylgjupappa o t.d. pizzakassar—má losa beint í stöðina  Sléttan pappa og fernur o t.d. morgunkornspakkar, eggjabakkar og pappírsrúlluhólkar – má losa beint í stöðina  Dagblöð og tímarit o einnig umslög, skrifstofupappír og annan prentpappír – má losa beint í stöðina  Plastumbúðir o allar umbúðir úr hörðu eða mjúku plasti, t.d. plastpoka, hreinsiefnabrúsa, skyrdósir og plastfilmu – má losa beint í stöðina  Málma o t.d. niðursuðudósir, álpappír, krukkulok og sprittkertakoppar o þarf að losa beint í stöðina, ekki í pokum.
Muna að fjarlægja allar matar– og efnaleifar og minnka umfang umfang umbúða eins og hægt er, t.d. með því að brjóta saman kassa.

Sjá auglýsingu