9.8.2017 | Frisbígolfvöllurinn á Selfossi vígður formlega fös. 11.ágúst

Forsíða » Fréttir » Frisbígolfvöllurinn á Selfossi vígður formlega fös. 11.ágúst

image_pdfimage_print

Föstudaginn 11.ágúst nk. kl. 18:00 verður frisbígolfvöllurinn á Selfossi vígður formlega þegar vallarskiltið verður sett upp. Fulltrúar frá Frisbígolfsambandi Íslands ásamt fulltrúum sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila vígja völlinn en einnig geta áhugasamir fengið að prófa að kasta frisbígolfdiskum. 

Búið er að setja upp 3 velli í Árborg núna í sumar og er sá fjórði á leiðinni upp. Vellirnir eru misjafnlega stórir en það ræðst af umhverfinu og því plássi sem hver braut þarf. Frisbígolfsamband Íslands var ráðgjafi við hönnun vallanna.