31.10.2018 | Frístundaakstur í Árborg – Breyting á tímatöflum frá 5. nóv. nk.

Forsíða » Fréttir » Frístundaakstur í Árborg – Breyting á tímatöflum frá 5. nóv. nk.

image_pdfimage_print

Eftir fyrstu mánuðina hefur Sveitarfélagið Árborg fengið ýmsar ábendingar um frístundaaksturinn sem byrjaði nú í haust. Flestar er mjög jákvæðar en einnig gagnlegar sem ættu að geta bætt þjónustuna og aukið nýtingu. Nú hefur verið ákveðið að bæta aðeins við og breyta tímatöflum fyrir bæði leið 1 og 2 en þær taka gildi nk. mánudag 5. nóvember. Áfram verður endurgjaldslaust í frístundaaksturinn og vill sveitarfélagið endilega heyra af reynslu foreldra/forráðamanna af verkefninu og er hægt að senda ábendingar á bragi@arborg.is. Nýjar tímatöflur má sjá hér að neðan en helstu breytingar eru:

Leið 1 – innan Selfoss

  • Fyrsta ferð fer af stað 13:10 frá Vallaskóla
  • Keyrt á 30 mínútna fresti
  • Keyrt til kl. 16:00 alla virka daga 

Leið 2 – Eyrarbakki – Stokkseyri – Selfoss

  • Fyrsta ferð kl. 14:00 frá BES á Eyrarbakka
  • Keyri til kl. 16:30

Leiðarkort á netinu verður uppfært í lok vikunnar