11.1.2018 | Frístundastyrkur fyrir 5-17 ára börn í Árborg verður 30.000 kr. árið 2018

Forsíða » Fréttir » Frístundastyrkur fyrir 5-17 ára börn í Árborg verður 30.000 kr. árið 2018

image_pdfimage_print

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð opnast um leið fyrir nýtingu á frístundastyrk Árborgar fyrir árið 2018. Styrkurinn er fyrir 5 – 17 ára börn með lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg en Bæjarstjórn Árborgar ákvað að hækka styrkinn fyrir þetta ár upp í 30.000 kr. á hvert barn. Hægt er að nota styrkinn í flestar frístundir líkt og íþróttaæfingar, tónlistarnám, líkamsrækt, skáta, dans og fleira.

Foreldrar og forráðamenn er hvattir til að nýta sér styrkinn fyrir sín börn en hægt er að nota hann strax í gegnum skráningarkerfið Nóra þegar gengið er frá skráningu barns í ákveðið frístundastarf.  Hægt er að sjá framboð á frístundum inn á Mín Árborg undir frístundastyrkur en einnig er hægt að fara beint inn á www.arborg.felog.is. Muna bara að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.     

Hægt er að nota styrkinn út árið 2018 en flestir hafa nýtt styrkinn ár hver að hausti þegar gengið er frá skráningum fyrir vetrarstarið en eins og áður kom fram geta foreldrar nýtt styrkinn strax við skráningu barns í frístund og lækkar þá gjaldið sem styrknum nemur.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér eða með því að hringja í þjónustuverið 480-1900.