Guðrún Guðnadóttir lætur af störfum hjá Sveitarfélaginu Árborg

Kveðjuhóf til heiðurs Guðrúnu Guðnadóttur, aðalbókara sveitarfélagsins, var haldið fimmtudaginn 31.maí síðastliðinn. Guðrún hefur starfað hjá Selfossbæ og síðar Sveitarfélaginu Árborg frá 20.maí 1986 eða í 32 ár samfellt. Ásta Stefánsdóttir og Ingibjörg Garðarsdóttir þökkuðu Guðrúnu fyrir gott starf fyrir sveitarfélagið og færðu henni gjöf frá Árborg.