Umsókn um styrki og auglýsingar

Forsíða » Hafa samband » Umsókn um styrki og auglýsingar
image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna sem samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða eru í samræmi við stefnu þess og áherslur. Til dæmis koma til greina kaup sveitarfélagsins á styrktarlínu eða auglýsingu og styrkir vegna móttöku gesta eða annarra verkefna eða viðburða sem fyrirhugaðir eru. Styrkir eru ekki veittir eftir á. Styrkveiting felur ekki í sér fyrirheit um frekari skuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins nema gerður sé sérstakur samningur þess efnis.

Ekki skal sækja hér um styrki vegna verkefna sem samþykkt eru í bæjarstjórn og tilgreind í reglum, samþykktum, fundargerðum eða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, s.s. styrki til félagsmála, menningarmála eða íþróttamála, svo eitthvað sé nefnt.

Unnið verður úr innkomnum umsóknum í síðustu viku hvers mánaðar. Umsækjendur skulu fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda það rafrænt til sveitarfélagsins. Þeir aðilar sem áður hafa fengið styrk frá sveitarfélaginu skulu tilgreina það í umsókn og gera grein fyrir ráðstöfun þess fjár.

Umsóknir - hakið við þar sem við á

Umsækjandi *

Kennitala *

Heimilisfang *

Netfang *

Lýsing verkefnis *

Fjárhæð styrks / auglýsingar em sótt er um *

Bankanúmer *

Höfuðbók *

Reikningsnúmer *

Staður

Dagsetning

Ábyrgð - nafn *

Sími *

GSM *