12.12.2013 | Heiltæk forysta – aukin gæði í skólastarfi Árborgar

Forsíða » Fréttir » Heiltæk forysta – aukin gæði í skólastarfi Árborgar

image_pdfimage_print

Skólastjórnendur leik- og grunnskóla í Árborg og starfsfólk skólaþjónustunnar, samtals um 30 manns, komu saman mánudaginn  9. desember sl. í Tryggvaskála í fyrstu staðlotu á námskeiðinu Heiltæk forysta – aukin gæði í skólastarfi.  Námskeiðið er haldið á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samvinnu við skólaþjónustu Árborgar og eru umsjónarmenn námskeiðsins Anna Kristín Sigurðardóttir, lektor og Þórdís H. Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi. Markmið námskeiðsins er að efla faglegan styrk stjórnenda til að leiða þróun skólastarfs til betri árangurs með áherslu á samvirkni, bæði innan skóla og á milli þeirra. Áhersla er á að stjórnendur efli tengsl sín á milli og nýti samtakamáttinn í þróunarstarfi.  Sameiginlegur ásetningur er bætt  menntun í sveitarfélaginu sem heild. Nýleg skólastefna Árborgar verður útgangspunktur á námskeiðinu.

Gert er ráð fyrir að stjórnendur hafi við lok námskeiðs sett upp drög að þróunaráætlun á einhverju sviði sem skólastefna Árborgar nær til. Verkefnið verði grundað á hugmyndafræði skóla sem lærdómssamfélags og heiltækrar forystu. Skipulagðir eru fimm námskeiðsdagar frá desember 2013  til júní 2014.  Áhersla er lögð á að þátttakendur miðli reynslu og þekkingu sín á milli og glími saman við þau viðfangsefni sem takast þarf á við.  Í hverri lotu eru stuttir fyrirlestrar, hópavinna, lestur og  samræður. Almenn ánægja var með fyrstu staðlotuna og miklar væntingar með framhaldið.
namskeid1_9-12-2013  namskeid2_9-12-2013

namskeid3_9-12-2013  namskeid5_9-12-2013