11.1.2019 | Heimsókn faghóps MSS í Flóa og Árborg

Forsíða » Fréttir » Heimsókn faghóps MSS í Flóa og Árborg

image_pdfimage_print

Fimmtudaginn 10. janúar hittist faghópur Markaðsstofu Suðurlands á nýjasta hóteli Flóahrepps, Hotel 360°.

Faghópur Markaðsstofu Suðurlands samanstendur meðal annars af aðilum sem vinna að ferðamálum innan sveitarfélagana á Suðurlandi. Faghópurinn hittist annan hvern mánuð til að fara yfir sameiginleg verkefni og kynna nýjungar á þeim svæðum sem þau koma frá.

Í þetta sinn var vinnufundurinn sem fyrr segir haldinn að Hotel 360°. Eftir fundinn fór hópurinn í stutta kynnisferð um svæðið með viðkomu í Knarrarósvita sem búið er að endurbæta að miklu leyti til að tryggja betur öryggi gesta. Einnig heimsótti hópurinn Sólvang, hestabúgarð við Eyrarbakka og Kayakferðir á Stokkseyri.